Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 29.06.1910, Side 4

Lögrétta - 29.06.1910, Side 4
124 L0GRJETTA. cUí sfómanna. Biðjið útgerðarmenn yðar um smjörlíki frá „Kö- benhavns Margarinefabrik“, sem er búið til úr hreinu og ósviknu efni, lítið litað og hvítt eins og sauðasmjör. Fæsí frá forðal>iivi verksmiðjunnar á Akureyri og beint frá verksmiðjunni. Áreiðanlegum kaupendum er gefinn gjaldfrestur, sje mikið keypt í einu. Jón Stefánsson, Akureyri. Bráðapestarbóluefni haustið 1910. Þeir, sem óska eftir að fá keypt bóluefni í haust, sendi pantanir til undirritaðs sem fyrst og ekki síðar en 15. ág. n. k. Verðið er 3 kr. fyrir efni í ÍOO kindur. Engin pöntun verður afgreidd nema borgun fylgi. Þó geta hrepps- nefndir og sýslunefndir, sem panta vilja bóluefni fyrir hrepp sinn eða sýslu, fengið gjaldfrest til nýárs. Þeir, sem áður hafa skrifað mjer um bóluefni, geri svo vel að senda nýja pöntun. Reykjavík 28. Júní 1910. cJfiagnús Cinarsson dgralœknir. dansha smjörlikt er be5t. Biðjið um fegundírnar „Sóley” „Ingólfur” „Hekla”eða Jsafold” Smjörlihið fcesk einungi$ fra: \ Offo Mönsted tyf. Kaupmannahöfn og/fró$um i Danmörhu._____________ Baðlyf best og ódýrust í verlsuninni „Kaupangur". und, að viðhalda »heilsusamlegu almenningsáliti á máli þessu með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla vegu, sem mentun og mannást eru kunnir« og »kosning (skipun)góðra og ráðvandra manna til að fram- fylgja lögunum«, — það er og verð- ur hin »heilbrigða bindindisstarf- semi«, sem á að viðhaldast. Þjóðinni hefur undanfarin ár ver- ið kent að afneita áfenginu. Af því að hún hefur lært að þekkja áfeng- ið með áhrifum þess og afleiðing- um, þá hefur hún af frjálsum vilja sínum, með leynilegri atkvæða- greiðslu, beðið um bannlögin. And- banningar segja vísvitandi ósatt þegar þeir segja, að þjóðinni sje »nauðgað til þess að afneita áfeng- inu«. (Frh.). Ijaníavinmisýning barnaskólans í Landakoti er þess verð að henni sje gaumur gefinn. Ár hvert hefur skólinn þessa sýningu og hún er miður sótt en hún ætti vera, því að hún nálgast meira lista- sýningu en almenna skólaiðnaðarsýn- ingu. Þessi sýning var opin nokkra daga framan af þessari viku og var aug- lýst í blöðunum. Það, sem fyrst og mest vakti eft- irtekt þeirra, sem inn komu, var sýning útsaumaðra mynda í gyltum umgerðum. Tilsýndar litu þessar myndir út eins og olíumálverk; þeg- ar nær kom, sást að „himininn" á þeim var úr ljósbláu silki en hinir litirnir gerðir úr hárfínum silkiþráð- um með ýmsum litum. Flest voru þetta útlendar landlagsmyndir. En tvær voru íslenskar, önnur frá Vest- mannaeyjum — kaupstaðurinn og höfnin með „klettana" að baki sjer — en hin frá Slútnesi í Mývatni, saumað af 14 ára gamalli stúlku. Þessar myndir voru báðar snildar- verk, en þó einkum Vestmannaeyja- myndin. Ein mynd var þar einnig litsaumuð: af Benjamín Franklín í skrifstofu sinni. Það yrði of langt mál að nefna alla þá hluti, hvern um sig, sem ættu það skilið, en einn verð jeg þó að nefna enn þá. Það var ofn- hlíf (Skærm) útsaumuð, eftir ung- lingsstúlku ófermda, sem margir munu kannast við af því, að hún hefur afarstóra valbrá á kinninni. Jeg á bágt með að gera mjer fulla grein fyrir því, hvers vegna mjer þótti vænna um, að sjá fallegt verk eftir þetta barn en önnur, en líklega er það vegna þess, að mjer finst jafn vel unnið verk hljóta að bæta upp þær raunir að nokkru leyti, sem líkamslýtið veldur barninu. Bróð- ir hennar hafði smíðað umgerðina utan um hlífina. Mikið var á sýningunni af fríhand- arteikningum barnanna og margt af því prýðilega gert. En enn þá meira fanst mjer þó til um annað, sem þar var sýnt. Það voru bœtur og viðgerðir á slitnum fötum. Börnun- um er kent að setja nýja parta í ljereftsföt eða prjóna upp í göt á sokkum svo að vel fari, og sýnis- horn af þessari vinnu lögð fram. Þetta er það fallegasta, sem jeg hef sjeð af því tægi, sumt svo vel gert, að prýði var að bótinni. Það er gaman að kunna að sauma út myndir, vefa rósir og teikna myndir með svartkrít, en það er þó enn þá meira gaman að kunna að bæta bót, svo að vel sje gert, og það kemur fleir- um betur í lífinu, en alt hitt. Jeg er ekki frá því, að sumar þær, sem kenna handavinnu í skól- unum hjer á landi, hefðu gott af því að lœra einn vetur í Landakoti. G. M. Landmandsbankinn. Fram- kvæmdarstjóri er orðinn þar Emil Gliickstadt, sonur I. Gluckstadts, sem nýdáinn er. En í bankastjórn- ina hefur verið tekinn Ove Ring- berg, áður ritari í bankanum, ung- ur maður, 28 ára. Fríi fjalatindum til Mimiða. Múlasýsluumboð er nú veitt Sveini Ólafssyni í Firði í Mjóafirði, er settur hafði verið til að gegna því, þegar Guttormi Vigfússyni var vikið frá. Ekkert er út á Svein að setja til starfsins. En hann þakkaði fyrir setninguna í það með óviðkunn- anlega óhreinni grein í „Austra" í vor, og er það leiðinlegt, er góðum mönnum og greindum verður það á, að leggja illri landsstjórn liðsyrði, þótt hún leiti vinfengis þeirra. Silfurbergsnáman í Helgustaða- fjalli er leigð Guðmundi Jakobssyni trjesmið í Reykjavík fyrir 55°/o af ágóðanum í eftirgjald. Tulinius hafði boðið 50°/o, eins og hann hefur áður goldið, en fleiri ekki gert boð í nám- una. Hún er Ieigð til 10 ára. Illa þykir það ráðið, að leigja Guðmundi námuna, með því að ekkert útlit sje til þess, að hann geti látið vinna hana. Gullbrúðkanp hjeldu þau Jón dbrm. í Þorlákshöfn og kona hans, Jórunn Sigurðardóttir, 5. þ. m. Heyforðabúr á að stofna í sum- ar í Lundareylcjadal í Borgarfjarð- arhjeraði, eða vísi til þeirra; láta heyja til þeirra á tveim stöðum í sveitinni, en ekki ráðið enn, hvar þeir staðir verði valdir. Kaupa- fólk á að taka til heyskaparins.— Geta má þess, að þar í dalnum þurfti enginn bóndi á heyhjálp að halda í vor, og munu þeir hreppar fáir á landinu, sem hægt er að segja þær fregnir úr. Búskapur í dalnum er á góðu framfaraskeiði nú á síðustu árum. Úr kjördæmi ráðlierra. Skrifað er af Patreksfirði, að flestar trausts- yfirlýsingarnar, sem ráðherra hafi fengið þaðan að vestan, sjeu undir- skrifaðar í búð Pjeturs Ólafssonar kaupmanns, er kvað hafa mikla skulda- verslun, enda er um það talað þar vestra nú, að P. Ól. eigi að verða konungkjörinn þingmaður. Dáinn er Eggert Helgason í Helgu- hvammi í Húnavatnssýslu, áttræður að aldri, einn hinn merkasti maður í bændaröð fyrir margra hluta sakir. Hann var elstur barnakennari hjer á landij og hlaut fyrstur manna verð- laun úr styrktarsjóði Kristjáns kon- ungs IX. Að áliðnu sumri mun „Óðinn" flytja mynd af honum og æfisögu hans. Bráðapestar bóluefni. Athygli skal leidd að auglýsingu um það frá dýralækninum á öðrum stað hjer f blaðinu, að bráðapestar bóluefni verð- ur selt almenningi í fyrsta sinn næstk. haust, og að verðið er 3 kr. fyrir efni í 100 kindur. Flóaáveitan. Thalbitzer verkfræð- ingur hefur nú aðsetur í Hraungerði; er þar ásamt frú sinni og 2 aðstoð- armönnum. Aðalverk hans er nú, segir Sl., að mæla lönd jarða þeirra, sem ætlast er til að njóti áveitunnar, í því skyni að ákveða kostnað þann, er legflja þarf á hverja jörð á áveitu- svæðinu. Ráðgert er, að þeim mæl- ingum verði lokið í ágústm.lok. Sl. segir, að heyrst hafi, að Thalbitzer teldi skoðunarmál, hvort rjett væri að veita á Flóann, eins og til orða hefur komið, eða að þurka hann upp. Oskufall. í Landmannahreppi og víðar í sveitunum austanfjalls segir Suðurl. að orðið hafi vart við öskufall, einkum 18. þ. m. Askan gerði hvítt fje dökkgrátt sumstaðar, og á vatni bar mikið á henni. Ekki segja þó ferðamenn að austan, að vart hafi orðið eldsumbrota, eða til þeirra frjetst. En líklegt þykir, að askan sje komin frá Vatnajökli. Friðrik Kristjánsson bankastj. Það eru sagðar fram komnar á Akur- eyri sterkar líkur fyrir því, að hann hafi komist til Ameríku. Er sagt, að hann muni hafa leynst um tíma í einhverju koti þar rjett við bæinn eða í útjaðri hans. Skjöl frá próf- unum, sem haldin hafa verið í þessu máli á Akureyri, höfðu verið send áleiðis hingað með „Eljunni", og eru því eigi komin enn. En sögur þær, sem breiddar hafa verið hjer út, bæði um þetta og annað hvarfi Friðriks viðvíkjandi, eru sagðar mjög fullar af rangfærslum. Hanskur organleikari. Lögr. er skrifað frá Khöfn: „Að því er jeg frjetti eigið þið í Rvík von á dönskum listamanni í júlí til að halda samsöngva. Mann- inn þekki jeg vel, og vil mæla með honum sem ágætum í sinni grein og framúrskarandi duglegum manni. Það er Júlíus Foss, sem er organisti við kirkjuna í Sundby. Hann er kunn- ur organleikari, hefur haldið sam- sönga og fengið mikið orð fyrir, bæði í Khöfn og víðsvegar um Dan- mörku. Auk þess kennir hann mik- ið og hefur ritað mikið um söng og og söngfræði. Helsta rit hans er „Kortfattet Vejledning i Musiktheóri. Kbh. 1909“. — Það mun óhætt að fullyrða, að Rvík fær ekki oft tæki- færi á að heyra jafngóðan organleik- ara". Isalnd erlendis. Sig. Júl. Jóliannesson læknir hefur í vor skrifað í Heimskr. ágæt- ar greinar um flokkabaráttunu hjer heima, en þeim er enn eigi lokið í blaðinu. Þetta, sem S. J. J. skrifar, er nær því hið eina, sero sagt hefur verið um það mál af viti eða sann- girni í Winnipegblöðunum íslensku. Lögb. hagar sjer í því elni alveg eins og leigu- og leppa-blöð stjórn- arinnar hjer heima. Próf við Khafnarliáskóla. Emb,- prófi í lögum hefur lokið þar Vig- fús Einarsson frá Kirkjubæ í Tungu með II. betri eink. En heimspekis- próf hafa nýlega tekið þar Halldór Kristjánsson dómstjóra með ág. eink. og Kristján Björnsson af ísafirði með 1. eink. Halldór Hermannsson bókavörð- ur frá New-York var nýlega á ferð í Khöfn og ætlaði þaðan til Stokk- hólms. Georg Grikkjakonungur kom 16. þ. m. heim til Aþenu úr Eng- landsförinni og var vel tekið. En annars höfðu áður gengið fregnir um, að þar væri risin upp óvild- aralda gegn honum út af Kríteyjar- málinu. Kvenrjettindin í Englandi. Þar er að komast í gegn um neðri málstofuna frumvarp, sem veitir konum kosningarrjett, sem þó er ýmsum takmörkunum bundinn. Þetta er stórt stig áleiðis fyrir þær, því takmarkanirnar er hægra að fá rýmkaðar, þegar frá líður. Enska þingið. Það er nú komið saman aftur og leiðtogarnir farnir að semja um samkomulag og mála- miðlun milli flokkanna í fjármála- þrætunni miklu. Af síðustu út- lendum blöðum er það helst að ráða, að útlit sje fyrir, að það sam- komulag takist. Eftirmæli. Hinn 19. nóvember f. á. ljest að Feigs- dal í Arnarfirði merkiskonan Þorbjörg Jónsdóttir hreppstjóra í Skipholti í Hrunamannahreppi 1 Árnessýslu, Gríms- sonar stúdents s. st. Jónssonar bróður Fjalla-Eyvindar. Þorbjörg sál. fæddist í Skipholti 5. okt. 1838 og giftist þar eftir- lifandi manni sínum, Jóni Ingimunds- syni Tómassonar frá Efstadal. Bjuggu þau hjón í Skipholti rausnar- og fyrir- myndarbúi þar til nú fyrir fáum árum, að þau seldu bú sitt og bjuggust til að flytja búferlum til Vesturheims. En ætt- ingjar og vinir þeirra margir voru þá áður fluttir vestur um haf. Þegar á átti áð herða snerist þeim samt hugur og fluttu þau þá að Feigsdal í Arnarfirði, ásamt nokkrum börnum sínum. Þar hafa þau dvalið síðan hjá Jóni syni sín- um og tengdadóttur sinni, Vigdísi Jóns- dóttur, frá Högnastöðum 1 Hrunamanna- hreppi. Þeim hjónum, Jóni og Þor- björgu sál., varð 13 barna auðið; atþeim eru 7 á ltfi; þar á meðal er Þorgrímur söðlasmiður í Rvtk. Þorbjörg sál. var góð kona og greind, stilt og prúðmannleg í framkomu og um- hyggjusöm móðir börnum stnum. A síð- ustu árum þvarr heilsa hennar mjög og efnin að sama skapi; en til slðustu stundar naut hún ástúðar og umhyggju manns síns og barna sinna, er til henn- ar náðu. B. II rmil »111' *»• W. v. Essen & W. Jacoby. (Eigandi Waldemar v. Essen. Stofnað 1869). Vöruafgreiðsla. Skipaafgreiðsla. Vátrygging. Meðmæli: Die Deutsche Bank. Brúkuð islensk frímerki kaupir með hærra verði en áður Inger Ontluiul. Vannr vjelastjóri með ágætum meðmælum óskar eftir stöðu sem fyrsti vjelameistari, helst á botnvörpuskipi, þegar kemur fram í september. Menn snúi sjer til Árna kaupm. Sveinssonar á ísafirði. Islandske og uden- landske Frimærker kjö- bes til de höjeste Priser af J. Aall-Hansen, Þingholtstræti 28. limir testi fást hjá c7as Simscn. I Ifarveru minni, 30. júní til 22. júlf, gegnir Sæ- mundur Bjarnhjeðinsson húslækn- isstörfum mínum. Guðm. Björusson. Tvær silfurbrjóstnálar töpuðust á götum bæjarins. Finn- andi skili á afgreiðslu Lögr. Svipa fundin. Eigandi vitji á Bergst.str. 19. Silung’sveiði Og sumarbústaður. Við Laugavatn í Borgarhreppi er nú verið að endurreisa „Barónshús- ið“ (þar sem baróninn frá Hvítár- völlum dvaldi langdvölur fyrrum). —• Geta þeir, er vilja lyfta sjer upp, íengið húsið, bátinn og vatnið leigt um lengri og skemmri tíma og not- ið þar hinnar miklu náttúrufegurðar og heilnæma lofts, og haft silungs- veiði sjer til ánægju og gagns (fiska má bæði á stöng og í net). Menn snúi sjer til verslunarstjóra Ólafs Arinbjarnarsonar í Borgar- nesi. Hreppsnefndin í Borgarhreppi. lóðið 0,65, 0,75, 0,85. Heklugarn 0,12, 0,16 rjúpan. Stumpasirsið eftirspurða. Nýkomið í AUSTURSTRÆTI 1. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.