Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.07.1910, Blaðsíða 2

Lögrétta - 06.07.1910, Blaðsíða 2
126 L0GRJET1 A. Lögrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á islandi, erlendis 5 kr. Gjalddagl 1. júli. íslandsbanki. Aðalfundur 1910. „Ár 1910 hinn 1. júlí var haldinn aöalfundur í íslandsbanka. Fundurinn var haldinn á skrifstofu bankans í Reykjávík og settur af ráðherra Birni Jónssyni, er lagði fram blöð þau af „Berlingske Tidende" og Lögbirtinga- blaðinu, sem fundurinn hafði verið boð- aður í, og lýsti því jafnframt yfir, að fundurinn hefði verið boðaður með löglegum fyrirvara. Fundarstjóri var kosinn Halldór Daníeisson yfirdómari, en fundarskrifari Sighvatur Bjarnason bankastjóri. Gefnir höfðu verið út atkvæðaseðlar fyrir 8860 hlutum. Þetta var gert: 1. Formaður fulltrúaráðsins, ráðherra Björn Jónsson, skýrði fyrir hönd fulltrúaráðsins frá starfsemi bank- ans síðastl. ár, en gat þess jafn- framt að gefnu tilefni, að farizt hefði fyrir að halda reglulegan fulltrúaráðsfund, enda hefði verið lítið verkefni fyrir slíkan fund.— Skýrsluna um starfsemi bankans yrði því að skoða sem samda af formanni fulltrúaráðsins, en við- staddir fulltrúaráðsmenn, hr. Lár- us Bjarnason og Sigf. Eymunds- son höíðu eigi neitt við hana að athuga að efninu til. — Formað- ur fulltrúaráðsins lýsti því yfir, að stjórn bankans og framkvæmdir allar hefðu verið í besta lagi árið sem leið, og tók það sjerstaklega fram, að bankastjórninni væri eigi að neinu leyti gefandi sök á því óláni eða tjóni, sem bankinn hefði orðið fyrir út af svikum Friðr. Kristjánssonar útbússtjóra á Ak- ureyri. í ísiandsbanka hefði jafn- an verið og væri enn allt í bestu reglu. 2. Framlögð endurskoðuð reiknings- gerð fyrir árið 1909. Samþykt að greiða hluthöfum 6°/o í ársarð. 3. Framkvæmdarstjóm í einu hljóði gefin kvittun fyrir reikningsskilum. 4. Hæstarjettarmálfærslumaður Lud- vig Arntzen í einu hljóði endur- kosinn í fulltrúaráðið af hluthafa hálfu. 5. Amtm. J. Havsteen sömul. end- urkosinn endurskoðunarmaður í einu hljóði. 6. Samþykkt í einu hljóði uppástunga eins hluthafa um að votta stjórn bankans þakklæti fyrir ágæta frammistöðu sína að því er rekst- ur bankans og stjórn snertir. Fundi slitið. Björn Jónsson. Halldór Dantelsson fundarstjóri." Skýrsla ráðherra. Sagt frá fjársvikum Friðriks Krist- jánssonar. „Reksturstekjur bankans hafa árið 1909 ekki komist eins hátt eins og 1908. Þær urðu nær 36,000 kr. lægri. Þetta stafar þvínær eingöngu af því, að útlánsvextir bankans voru árið 1909 tiltölulega mjög lágir móts við það, er bankinn varð sjálfur að greiða af skuldum sínum erlendis, og hefði bankinn eigi á annan hátt haft all- drjúgar tekjur, bæði fyrir innheimtu- störf sín og ýms fleiri störf, en bein lánsstörf, mundi ágóði sá, er bæði hluthafar og landssjóður fá af banka- rekstrinum, hafa orðið talsvert lægri en raun hefur þó á orðið. Að stjórn bankans ljet útlánsvextina, sem hún færði niður 1909, eigi vera hærri en hún gerði, verður að teljast vel til- fallið og lýsa mikilli nærgætní, enda er það til þess gert að Ijetta undir með mönnum að standa í skilum við bankann. Það kom mjög víða í Ijós árið sem leiö, að örðugleikar við að standa í skilum við bankann fóru yflrleitt vax- andi og á þessu ári hafa orðið svo mikil brögð að þessu, svo sem kunn- ugt er, að margir hafa gefist upp og orðið gjaldþrota, sumir stórskuldugir. Það má búast við meira eða minna tjóni af því fyrir bankann. Vanskilin stafa vitaskuld mest af getuleysi, en sum sjálfsagt af of miklu viijaleysi, eður blátt áfram af skeytingarleysi; því er nú miður. Hinsvegar má gera sjer von um efiir öllu rekstursfyrir- komulagi bankans, að tap það, sem hann kann að verða fyrir af framan- töldum ástæðum, verði eigi stórvægi- legra en svo, að það hafi engin veru- leg áhrif á ágóða landssjóðs og hlut- hafa af bankarekstrinum. Viðskiftavelta bankans hefur eigi heldur verið fullt eins mikil árið 1909 eins og næsta ár á undan. Hún hefur orðið eftir reikningnum 1909 nálega 4 miljónum króna lægri. Þetta stafar aðallega af framangreindum vandkvæð- um og örðugleikum, atvinnubresti í sumum greinum m. m.; að húsagerð hefur t. d. mjög lítið verið unnið o. s. frv. Aðalástæðan fyrir því að við- skiftaveltan hefir lækkað er þó sú, að viðskiftin við útibúin hafa verið miklu minni, enda hefur þar borið enn miklu meira á hnekki í verslun og viðskift- um, eins og alltítt er í erfiðum árum. Hjá heimabúinu hefur viðskiftaveltan verið nær hin sama og áður, og má það teija öllum vonum framar, ekki meira rekstursfje en bankinn hefur, einkum þegar á það er litið, að tals- vert af starfsfje bankans, máske helsti mikið, er í föstum lánum, sem örðugt er að fá höggvið skarð í svo nokkru nemi, þegar ekki árar betur en nú. Bankinn seldi í aprílmánuði í fyrra fyrir Landsbankann 2 miljónir í banka- skuldabrjefum, og má það teijast þarft verk, fyrst og fremst fyrir Landsbank- ann og þá einnig fyrir allt landið í heild sinni. Ekki er hægt að segja, að útlitið sje gott þetta árið. Að vísu eru horf- ur allgóðar á Suðurlandi, sjerstaklega til sjávarins, en allt daufari í hinum landsfjórðungunum, einkum til sveita. Af starfsfje bankans eru um 2 mil- jónir hjá útibúunum og er því afar- mikilsvert fyrir bankann, að útibúin geti haldið nokkurnveginn í horfinu og hafi ekki við mjög mikla örðugleika að stríða. — Það verður að mestu leyti kotnið undir veðráttunni næstu 2—3 mánuði, hve arðsamur útibúa- reksturinn verður. Bankinn hefur orðið fyrir því óláni að vera beittur óráðvendni og svikum af hálfu útibússtjórans á Akureyri, Friðriks Kristjánssonar, er þaðan hvarf skyndilega á áliðnum vetri. Það, sem hann hefur haft af bankanum á svik- samlegan hátt með ýmsu móti, nem- ur alls hjer um bil 22000 krónum, en þar í eru taldar c. 8000 kr., sem hann hafði svikið út úr eða stolið frá viðskiftamönnum bankaútibúsins af fje því, sem þeir höfðu trúað honum fyrir sem vini sínum og prívatmilligöngu- manni við bankaútibúið. Án þess að fara nokkuð frekara út í það, á hverj- um þessi svik — 8000 krónurnar — eigi að lenda að lögum, hefur banka- stjórnin tekið mjög mannúðlega í það, að fullnægja þeim kröfum, sem þeir menn hafa gert til bankans, er svik- unum hafa verið beittir, og er jeg, sem formaður fulltrúaráðsins, að fullu og öllu samþykkur aðgerðum bankastjórn- arinnar í þessu efni. Hve mikið tjón bankans verður á endanum, er mikið komið undir því, hvað fasteignir og aðrar eignir Fr. Kristjánssonar kunna að seljast, en stjórn bankans telur víst, að ekki verði það meira en svo, að taka megi það af reksturságóða bankans þetta ár, án þess að það hafi nokkur þau áhrif, er neinu nemur, á ársgróðann handa hluthöfum bankans og landssjóði. Ráðherra íslands, 1. júlí 1910. Björn Jónsson Zeppelin lagði á stað í norð- urförina 2. júlí, sjóveg frá Kiel til Spitsbergen með skipi, sem Mainz heitir. Þaðan verður haldið með norsku skipi norður á bóginn, og svo kemur loftskipið til sögunnar. 3nn|tutningsb annið á út- lenðu kvikjje. Herra Magnús Einarsson dýralækn- ir hefur svarað grein minni í 19. tbl. Lögrjettu í tveimur næstu blöðum. Honum hefur fundist brjef sitt til Landbúnaðarfjelagsins nógu dýrmætt til þess að gefa almenningi það í annað sinn; það var áður prentað í „Frey“, en nú birtir hann það í 20. tbl. „Lögr.". Brjef þetta er þó og verður ætíð i>kynlegt<!.. Þegar embættismaðurinn M. Einarsson er kvaddur til að gefa, sem slíkur, úrskurð um tilhögun á innflutningi útlendra alidýra, þá tek- ur hann til að romsa þar um kyn- bætur og kynblöndun, efni, sem hon- um kemur ekkert við sem embættis- manni, eins og hann væri allsherjar- kynbótastjóri á landi hjer, og allir væru skyldir að hlýða því, sem hann vildi vera láta í þeim efnum. Þetta er næsta skopleg framhleypni hjá embættismanninum, og ber greini- lega vott um það, að hann skilur ekki vel köllun sína í embættinu. Hitt er ljóst, að bannlögin fela dýralækni að ákveða varúðarreglur gegn sjúkdómshættu, þegar um inn- flutning er að gera. En þau veita honum ekki rjett til að skjóta land- stjórninni skelk í bringu, nje koma henni til að synja um leyfi, þegar um það er beðið. Ekki heldur rjett til að búa til úrskurð um það, hve hættulegt sje að blanda saman kynj- um, og allra síst bygðan á fáfræði, þröngsýni og römmu afturhaldi. Þess vegna er það ver farið, að dýralæknirinn skuli ekki hafa vit á því, að halda sjer á því verksviði, sem honum er markað, og láta ógert í embættisúrskurði sínum að sletta sjer fram í mál, sem engum aettur í hug að leita álits hans um. Annað er það, þótt hr. M. E. láti skoðuð sína á kynbótamálum í Ijósi í Lögr. og á öðrum slíkum stöðum; það mun hvorki jeg nje aðrir lá honum. Hann ber mjer á brýn, aðjeghafi snúið út úr og umhverft hugsun sinni í áðurnefndu brjefi. Þetta eru svölunaryrði, að ástæðulausu sögð. Jeg hef raunar sagt, að hann stað- hæfi, að kynbætur geti ekki átt sjer stað með kynblöndun, og þessu til sönnunar er hjer sýnishorn úr brjefi hans: „Eftir því, sem mjer skilst, er það „ekki ætlun hr. Hallgr. Þorbergsson- „ar, að flytja þessi ensku kyn inn, „til þess að gera með þeim breyt- „ingar* — „kynbætur" — á íslensku „fje, og er það, út af fyrir sig, vel „hugsað; því þannig lagaðar „kyn- „bætur" eru með rjettu, að flestra eða „allra þeirra dómi, sem vit hafa á, „hið mesta skaðræði,** einkum þeg- „ar lífsskilyrði öll eru mjög mismun- „andi í þeim löndum, sem um erað „ræða". Auðvitað telur hr. M. E. sig með- al „flestra, sem vit hafa á", og þá hefur þetta verið skoðun hans, að kynblöndun sje „mesta skaðræði", því það dregur lítið úr staðhæfing- unni, þótt hann bæti við orðunum: „einkum þegar lífsskilyrði öll eru mjög mismunandi" o. s. frv. Nú má vel vera, að hann sje annarar skoð- unar um þetta. Allan „sannleikann" í brjefi dýra- læknisins gat jeg ekki sagt, nema með því að tilfæra alt brjefið, en það taldi jeg þarflaust, þar sem það var áður orðið almenningseign í „Frey". Hr. M. E. fullyrðir, að nú sjeu allir, sem vit hafi á, komnir á þá skoðun, að kynbætur með útlendum fjenaði sje „ekkert keppikefli, fyrir oss". Engin tilraun hefur þó verið gerð hjer á Iandi með útlendan fjen- að, sem hefur komið mönnum á þessa skoðun, heldur lítillega á gagn- stæða skoðun. Eigi verður ætlað, að M. E. viti um hugi og skoðanir allra, „sem vit hafa á", því ekki verður, að svo stöddu, gert ráð fyrir, að mað- urinn sje alvitur. Þessi fullyrðing * Með útlendu kyni verður ekki gerð breyting á íslensku fje, nema með kyn- blöndun. ** Kynblöndunin því mesta skað- ræði — óhæf til kynbóta. H. Þ. hans er því rakalaus, sögð út í loftið með miklu kæruleysi. — Þegar hr. M. E. birti brjef sitt til Búnaðarfjelagsins í „Frey“, Iýsti hann því yfir í formálanum, að stjórn fje- lagsins hefði tjáð sig samdóma áliti hans. Þetta var nú að vísu mis- skiiningur eða fljótfærni hjá M. E., því svo mikið er víst, að herra Eirík• ur Briem var að minsta kosti alveg ósamdóma áliti hr. M. E. í Búnaðarritinu f. á., þar sem jeg hef ritað um kynblöndun hjer á Iandi með enskum kynjum, hef jeg á ein- um stað komist svo að orði: „Jeg hef ekki að svo komnu hald- „ið öðru fram í þessu efni, en að „við mundum hafa best gagn af út- „lendu kynjunum á þann eina hátt, „að framleiða einblendinga undan „þeim og innlenda kynjun. Um hitt „er engin reynsla fengin, hvort eitt- „hvert útlent fjárkyn getur til lengd- „ar hreinkynjað svarað betur tilkostn- „aði hjer á landi á einum eða öðr- „um stað. Og ekki verður heldur „neitt um það sagt, hvort einhverj- „um kynni að takast, að koma upp „nýju fjárkyni". Af þessu mun nú enginn geta dreg- ið þá ályktun, að fráskildum hr. M. E., að jeg fordæmi viðvarandi kyn- blöndun og telji hana á allan hátt skaðlega, enda er það tilhæfulaust. Hitt skal jeg kannast við, að jeg tel mjög eftirsóknarvert og tímabært fyrir okkur, að hagnýta útlend sauð- fjárkyn og útlend hestakyn hjer á landi, og að óreyndu legg jeg mest upp úr takmarkaðri kynblöndun. Fyrsta sporið í þessa átt tel jeg best stfgið með því, að gera tilraunir í smáum stíl, og fá á þann hátt svar- að ýmsum spurningum, er að því lúta. Vitanlega má gera margskonar til- raunir, svo sem t. d.: í fyrsta lagi með þannig takmarkaða kynblöndun, að framleiða aðeins einblendinga út af ensku fje og íslensku. Slík blönd- un er, á sinn hátt, kynbót á íslensku fje, hvað sem skoðun hr. M. E. líður á því atriði. í öðru lagi mætti gera tilraunir með óblandað (hreinkynjað) enskt fjárkyn, og í þriðja lagi með viðvarandi kynblöndun í færri eða fleiri liði. Engin reynsla er fengin um þetta, og fæst ekki, fyr en búið er að gera tiiraunir. En móti því spyrnir hr. M. E. eins og kínverskur þverhaus, aftrar öllum tilraunum í þessum efnum og brýtur á bak aftur eðlilegan og dýrmætan áhuga einstakra manna, sem vilja leggja S'E fram til að vinna sem mest gagn hinum þýðingarmikla at- vinnuvegi landsmanna, kvikfjárrækt- inni. Atferli hans er dæmalaust, ogstaf- ar af þröngsýni og vantrausti á lands- mönnum, og að einhverju leyti bygg- ist það á spádómum hans, svo sem t. d.: að enskt fje muni ekki geta Iifað vegna loftslagsins og fóðurefn- anna, „að tilganginum verði ekki náð, þeim, að gera kjötframleiðsluna ódýrari, og að innflutningurinn verði svo dýrkeyptur, að engu tali taki". Þegar sá dagur kemur, að hr. M.E. gerir „kraftaverk,,, þá mun hann fyrst geta vænst þess, að menn taki spá- dóma hans sem góða og gilda vöru. Þá segir dýralæknirinn, að ekki þýði um það að deila, að öll skil- yrði sjeu yfirleitt betri í Noregi og Svíþjóð fyrir því, að hafa gagn af enskum fjenaði, en á íslandi. Þetta er nú sagt af jafnmiklu kæruleysi og sumt annað. Víst er um það, að hjer á Iandi eru víðáttumikil beitilönd með fjöl- skrúðugum gróðri, ágæt og sjálfgefin, betri en samskonar lendur í Noregi og Svíþjóð. Þegar hey verkast vel hjer á landi, þá eru þau lystug og næringarmikil, og að engu leyti síðri en hey á öðrum Norðurlöndum, sam- kvæmt efnaransóknum. Loftslagið er að vísu kaldara hjer, sem einhverju nemur, en þó eyjaloftslag, líkt og á Englandi. En síst mundi kuldinn hjer vinna ensku fje mein, því það er betur ullað en hjerlent fje. Að ensk fjárkyn geti lánast hjer, er mest undir því komið, að næringarskil- yrðin sjeu þeim samboðin. Enn er eitt víst, að íslenskt fjárkyn er yfir- leitt vænna — þroskameira — en inn- lend fjárkyn á Skandínavíuskaga, og bendir þetta ótvíræðlega til þess, að næringarskilyrðin sjeu betri hjer en þar. Bændur hjer á Iandi munu ekki óhæfari til að hagnýta sjer enskt fjár- kyn en stjettabræður þeirra á Norð- urlöndum. Jeg er því þeirrar skoðunar, að svo komnu, að skilyrði fyrir því, að enskt sauðfje geti komið hjer að gagni, sjer betri en í nefndum löndum. Þótt enskur fjenaður verði fluttur hingað til kynblöndunar, þá mun enginn ætlast til þess af M. E. — nje nokkrum öðrum — að hann beri ábyrgð á því, að kynblendingar verði ekki notaðir til framtímgunar. En hvernig stendur á því, ef það er sannfæring M. E., að menn hjer á landi sjeu svo skyni skropnir, að þeir alment, ár eftir ár, noti kynblend- inga til framtímgunar sjer til tjóns. Jeg get fullvissað hann urn, að það er ástæðulaust, að bera kvíðboga fyrir þessu, því menn eru hjer nógu eftirtektasamir og hagsýnir til þess, að gera þetta því aðeins, að það sje þeim fyrirbestu,—að þeir hafi hagnað af því. íslenskt fjárkyn mun þvi Iangdrægt alstaðar geta dafnað óspilt, þrátt fyrir innflutning á ensku sauðfje. í grein minni mintist jeg á berkla- veiki ísauðfje, og stendur það nú raun- ar óhaggað af dýralækninum. En mjer er undrunarefni, hvernig þetta gat komið hárunum til að rísa á höfði hans, svo hann stillir sig ekki um að ausa úr sjer rugli um mig og menn, sem að Iíkindum hvorugur okkar þekkir og hann nefnir »bretska skottulækna". Slíku bulli er ekki svarandi. Hins má geta, að dýralæknisleg- ar skoðanir bænda munu jafnan vera bergmál af kenningum dýra- Iæknanna, það sem þær ná. Hjer um slóðir er það nú t. d. svo, að einn kennir öðrum að nota ágætt meðal við innýflaormasýki í sauðfje, sem er tóbaksseyði. Og að líkind- um mun hr. M. E. hafa kent mönn- um að nota það(?). Rugl dýral. um það, að jeg álíti mig honum fremri í sjúkdómafræði, alidýra- og dýralæknisfræði, hefur við ekkert að styðjast, því jeg hef aldrei gefið í skyn, að jeg muni svo mikið sem ná með tærnar, þar sem hann hefur hælana í þeim fræðum. En þrátt fyrir þetta er mjer til efs, að hann viti, hve margir næmir sauð- fjársjúkdómar eru hjer á landi; sje það ástæðulaus efi, þá mun hann ekki telja eftir sjer að upplýsa um þetta. Þá er að minnast á kaflann úr brjefi frá Páli Stefánssyni, um inn- flutt fje frá Skotlandi til Færeyja haustið 1908. Af kaflanum verður ekki sjeð, hve lengi kindurnar hafa verið í sóttvarn- arhaldi í Færeyjum, og ekki einu sinni, hvort þær hafa verið þar í nokkru sóttvarnarhaldi. Það verður heldur ekki sjeð af honum, hvort þessar 4 kindur hafa komið með sóttkveykjuna í sjer til Færeyja, eða tekið hana þar. En umþaðskaljeg upplýsa, að engin banvæn veiki í sauðfje með nafninu augnasýki er til á Bretlandi, önnur en hin alþekta blindusýki, sem Englendingar nefna Blindness eða Opthalmia og tíð- um gerir vart við sig í sauðfje hjer á landi, einkum á haustin og fyrri part vetrar, og löngum líkist farsótt, og kveður þá stundum svo ramt að henni, að hún verður banvæn. Mun sýki þessi hafa átt heima í Færeyj- um um langan aldur líkt og hjer. Ef nefndar kindur hafa komið með þessa sóttkveykju í sjer frá Skot- landi, þá er þessi brjefkafli sýnis- horn af því, hve hvötin er rík hjá þeim kumpánum, að gera úlfalda úr mýflugu, þegar um þetta mál ræðir. Loks ritar hr. M. E. um „lifrar- iktu-sýki", sem hann svo nefnir, eða Distomatose í sauðfje, sem Englend- ingar nefna Liver Rot eða Fluke Disease. Til viðbótar því, sem hann segir um sjúkdóminn, vil jeg taka það fram, að sýki þessi gerir ekki vart við sig í sauðfje, sem gresjar á þurlendi, nje því fje, sem fóðrað er að miklu leyti og jafnframt beitt á ræktað og þurt land; en er aftur á móti saknæm þar, sem fje er beit á vott land nálægt keldudrögum og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.