Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 06.07.1910, Side 4

Lögrétta - 06.07.1910, Side 4
128 L0GRJETTA. Frá Spáni er jeg nú búinn að fá óvanalega falleg og afaródýr mislit og svört alullarsjöl kr. 8,50 og n,oo. Aldrei nokkurn tíma áður hafa slfk sjöl verið til hjerna í Rvík. Ef yður vantar ný sjöl, skuluð þjer fyrst líta inn í Brauns versl. Hamborg', Aðalstrætí 9. Talsími 41. Reykjavík. „Grosser Kurfurst“, hið stóra, þýska skemtiferðaskip, sem áður hef- ur komið hingað á ferðum til Spits- bergen og Noregs, kom á sunnudag- inn var og stóð hjer við í tvo daga. Með því var nálægt hálfu fjórða hundraði ferðamanna. Fór margt af þeim sjóveg inn í Kollafjörð og það- an á hestum upp að Tröllafossi. A sunnudagskvöldið ljek flokkur frá skip- inu á horn á Austurvelli og á mánu- dagskvöldið söng ísl. söngflokkur úti á skipinu og voru þá ýmsir bæjar- menn boðnir út þangað. „Oceanau, annað stórskip þýskt, sem einnig hefur komið hjer áður með ferðamenn á leið til Spitsberg- en og Noregs, kemur um næstu helgi. Dáinn er hjer 4. þ. m. Ludvig Hansen fyrv. kaupmaður. Hann hafði verið heilsulaus í mörg ár. Jónas Kristjánsson iæknir kom hingað veikur með „Austra" síðastl. föstudag og verður hjer til lækninga um hríð. Ingólfur Gíslason læknir á Vopnafirði er hjer staddur, kom með „Austra". Slys. Drengur datt hjer á götu nýlega og beið bana af. Hann var 8 ára, sonur Haralds Jónassonar á Grettisgötu 54. Húsbrnni varð í Hafnarfirði síð- astl. sunnudagskvöld og brann þar brauðgerðarhús og brauðsölubúð Böð- vars Böðvarssonar. Lögreglustjóri á Sigluflrði er Kr. Linnet settur í sumar, eins og í fyrra. Landmælingarnar. Landmæling- arnar, sem danska herstjórnarráðið annast tim, eru nú byrjaðar fyrir nokkru og eiga, á yfirstandandi sumri, að fara fram í Mýra-, Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, og í suðurhluta Dalasýslu. Til landmælinga þessara leggur landsjóður árlega fram 5000 kr. Dönsku fyrirliðarnir, sem hafa yfir- umsjónina, að því er kemur til land- mælinganna í sumar, heita: Heiberg- Jiirgensen og Tretow-Loof, og hafa þeir átta mælingamenn sjer til að- stoðar, og tuttugu hermenn. Mælingamennirnir skifta sjer í tvær deildir, og fór sú, er Heiberg- Júrgensen stýrir, fyrst upp að Búð- um í Snæfellsnesssýslu, en hin, sem Trotow-Loof er fyrir, byrjaði störf sín í Borgarnesi. Norðlenskir bændur á ferð um Suðurland. Aður hefur verið sagt frá því hjer í blaðinu, að norðlenskir bændur væru að efna til kynnisfarar um Suðurland á þessu vori. Þeir komu hingað í gær frá Þingvöllum og fara á morgun austur yfir Hellis- heiði, síðan um austursýslurnar og norður aftur Kjöl. Þeir eru um 30 f förinni og með þeim er Sigurður Sigurðsson búfræðingur. í dag eru þeir að skoða sig um hjer í bænum. Hvanneyrarskóli. Þar er skip- aður aðstoðarkennari Páll Jónsson búnaðarskólakandídat á Akureyri. Ráöherrann 09 Islandsbanki. Ráðh. gleymir að kalla saman fulltrúafund. Á öðrum stað hjer í blaðinu er skýrsla frá aðalfundi íslandsbanka. Ráðherra hafði gleymt, að kalla sam- an fulltrúaráð bankans á undan aðal- fundi, eins og gera á og altaf hefur áður verið gert. Það á að gefa aðal- fundi skýrslu um starfsemi bankans, en nú varð ráðherra að gera það einn í þess stað, hafði samt í fyrstu lesið upp skýrsluna á fundinum stíl- aða frá fulltrúaráðinu, eins og vant var, en L. H. Bjarnason þá mint hann á, að enginn fulltrúaráðsfundur hefði verið haldinn og að fulltrúarnir vissu ekkert um skýrsluna, fyr en þeir nú heyrðu hana lesna upp. Var þessu svo breytt þannig, að skýrslan er nú frá ráðherranum einum, en ekki fulltrúaráðinu. Svona er nú nákvæmnin hans þarna. Það telur Lögr. víst, að ísl.banki éigi skilið alt það hrós, sem ráð- herra ber á hann í fundarskýrslunni á öðrum stað hjer í blaðinu. En bera skyldu menn þau ummæli saman við ýmislegt, sem haldið hefur verið fram frá ráðherra hálfu í þrætunni um Landsbankann og gæta að, hvert samræmi er í því tvennu. Sœnskur verslunarfulltrúi. Hjer er staddur nú sænskur mað- ur, Rauterswárd að nafni, frá Gauta- borg, sem kominn er hingað í þeim erindum að efla verslunarviðskifti milli Svíþjóðar og íslands. Hann hefur verið í líkum erindum vfða um heim, f Argentinu, í Suður-Afríku og víðar. Athygli skal leidd að aug- lýsing frá honum á öðrum stað hjer í blaðinu. Gott væri það, ef verslunarviðskifti kæmust á og ljettari samgöngur en hingað til milli Svía og íslendinga. Það má taka fram, að sænskar vör- ur eru yfirleitt vandaðar, enda legg- ur hr. Reuterswárd áherslu á það atriði. málafl.m. ráðherrasyni og 2 gegn Einari Hjörleifssyni fyrv. ísaf. ritstj. Það náðist enn aftan í hann, fyrir nokkur blöð, og þá sjálfsagt, að láta hann fljóta með. Mentaslíólinn. 3o.f.m. útskrifuð- ust þaðan 15 stúdentar og eru þeirhinir fyrstu, er útskrifast hafa eftir nýju reglu- gerðinni : I. Þórhallur Jóhannesson. . 79 stig. 2. Helgi Guðmundsson . . 73 — 3- Laufey. Valdimarsdóttir . 72 — 4- Ólafur Jónsson . . . . 70 — 5- Steingrlmur Jónsson* . . 68 — 6. Helgi Skúlason* . . . . 62 — 7- Sigtryggur Eiríksson* . . 6l — 8. Jón Ásbjörnsson* . . . ÓO — 9- Skúli Skúlason*. . . . 59 — IO. Brynjólfur Árnason. . . 58 — II. Halldór Hansen* . . . 58 — 12. Sigurður Sigurðsson . . 58 — !3- Þorsteinn Þorsteinsson . 58 — 14. Sighvatur Blöndal* . . . 56 — i5- Guðm. J. Kamban*. . . 53 — Lágmaik stigatálsins við stúdentapróf er 52 stig. Gagnfræðapróf tóku þessir nemendur: I. Erlendur Þórðarson. . . 78 stig. 2. Halldór Gunnlaugsson . 73 — 3- Jón Benediktsson . . . 7i — 4- Páll Skúlason 7i — 5- Guðmundur Guðmundsson 69 — 6. Jón Bjarnason* .... 68 — 7- Valgeir Bjarnarson*j . . 68 — 8. RögnvaldurGuðmundsson* 64 — 9- Gísli Magnússon* . , . 63 — 10. Karl J. Magnússon . . . 61 — II. Sigfús Þ. H. Blöndal* . 59 — 12. Leifur Sigfússon*. . . . 57 — 13- Kristján Arinbjarnarson . 57 — 14. Eiríkur Helgason . . . 56 — i5- Gunnar E. Benediktsson. 56 — l6. Kristín Thoroddsen . . 52 — i7- Rögnvaldur E. G. Waage* 52 — 18. Sigurgeir Sigurðsson*. . 49 — Þeir, sem eru með stjörnu, eru utan- skólasveinar. 18 nýsveinar gengu í vor inn í skólann. Jarðarför minnar elskuðu dóttur, Þór- eyjar Guðmundsdóttur, sem andaðist I. júli 21 árs gl., fer fram föstudaginn 8. þ. m. frá heimili hinnar látnu, Laugavegi 67. Húskveðjan byrjar kl. I; líkið verður flutt í Fríkirkju. MARÍA PJETURSDÓTTIR. Hamburg W. v. Essen & W. Jacoby. (Eigandi Waldemar v. Essen. Stofnað 1869). Vöruafgreiðsla. Skipaafgreiðsla. Vátrygging. Meðmæli: Die Deutsche Bank. Island erlendis. Dr. Rolf Nordenstreng. Símað er frá Khöfn í gær, að „Aftonbladet" í Stokkhólmi flytji grein eftir hann um íslensk stjórnmál og, að hann húðfletti þar stjórnarflokkinn íslenska og telji fyrirlestra Bjarna Irá Vogi afarvesæla og óábyggilega. „Bóndinn á Hrauni“, leikrit Jó- hanns Sigurjónssonar, kvað verða leikið í kgl. leikhúsinu í Khöfn á næstk. vetri. ísl. söngmaður. ísl. söngmað- urinn, Pjetur stúdent Jónsson, kvað vera ráðinn um tíma sem söngmað- ur á kgl. ieikhúsinu í Khöfn. Málaferlin. Þau hafa aukist drjúgum síðastl. viku. Álls eru nú- sáttakærurnar frá ráðherra til ritstj. Lögr. orðnar 31, en tilj. Ólafssonar alþm. 17 og til P. Zóphóniassonar 9. Þær eru þá til samans orðnar 57. í engu at þeim málum hefur orðið sætt. En nú hefur verið litið yfir Isaf. og er árangurinn af því þegar orðinn þessi: Ritstj. Lögr. ljet birta í gær 26 málshöfðanir fyrir meiðyrði í ísaf. og Lárus II. Bjarnason laga- skólastjóri 5, en Jón Ólafsson alþm. í dag 12 og ritstj. Lögr. 5 nýjar. Þær eru þá samtals orðnar nú 48. P. Zóphóníasson ritstj. er fjarverandi, á ferð norður í Skagafirði, og hefur því enn engar kærur látið birta. — En ekki er þetta, sem enn er til tínt, nema lítið eitt af öllu því, sem til er af sama tægi í ísaf. Ein málshöfðunin, sem ritstj. Lögr. hefur látið birta, er gegn Sveini Kappsund, 100 stikna, verður háð við Sund- skálann næsta sunnudag kl. 6V2 síðd., í tvennu lagi: 1. fyrir yngri en 18 ára, 2. fyrir eldri en 18 ára. — Þrenn verðlaun veitt í hvern hóp. Þeir, sem keppa vilja, gefi sig fram við undirritaðan eigi síðar en laugardagskvöld. Rvík 6. júíl 1910. f. h. Ungmennafjel. Rvíkur. Ólafur Magnússon. Kirkjustræti 8. Strok. T a p a st hefur móalóttur hestur, styggur og klárgengur. Mark: blað- stýft framan, biti aftan, sýlt vinstra. Finnandi er beðinn að gera undirrit- uðum sem fyrst aðvart. Hallmann S. Sigurösson, Vörum, Grarði. Heilsuhælið á Vífilstöðum. Þeir, sem um næsta ár, frá 20. júlí að telja, kynnu að vilja selja Heilsuhælinu á Vífilsstöðum eftirtaldar vörur, heimfluttar í Heilsuhælið: Flórhveiti, haframjöl, bankabyggsmjöl, hrísgrjón, rúg- mjöl, baunir, kaffibaunir, exportkaffi, cacaó, telauf, steyttan melís, höggvinn melís, púðursykur, sveskjur, rúsínur, sæta kirsiberjasaft, sagogrjón, sóda, grænsápu, — sendi undirrituðum tilboð um lægsta verð. Ennfremur þeir bakarar, sem vilja selja Hælinu brauð, svo sem: franskbrauð, sigtibrauð, tvíbökur, rúgsigtibrauð o. fl., ásamt bökun á rúgbrauðum, — sendi tilboð um lægsta verð. Loks sendi þeir, sem vilja selja Hælinu ofnkol og cokes, sem það kynni að þurfa, heimflutt í hús Hælisins, tilboð sín um lægsta verð. Öll tilboðin verða að vera komin til undirritaðs fyrir 14. þ. m. Gretlisgötu 45, 4. júlí 1910. •Tón G uðmundsson. Holsapfels viðurkenda ágæta, botnmálning „Bundsmörelse“ „Rational komposition“ „Travler komposition“, og á trjeskip „Cobber Komposition“ er altaí til við jjcŒí'mSur* og Rolaverslunina sJteyRjavíR^. á járnskip og stsrslm sem vill komast í verslunarsamband við íslenska kaup- menn, óskar eftir að fá hjer fullkomlega hæfan um- boðsmannn. Bi'jef, ásamt meðmælum, sendist svo íljótt sem unt er til H. E. Reutersvárd. Adr.: Sænska konsúlsskrifstofan, R ví k. cfii sfómanna. Biðjið útgerðarmenn yðar um smjörlíki frá „Kö- benhavns Margarinefabrik44, sem er búið til úr hreinu og ósviknu efni, lítið litað og hvítt eins og sauðasmjör. Fæsf frá forðabúri verksmiðjunnar á Akureyri og beint frá verksmiðjunni. Áreiðanlegum kaupendum er gefmn gjaldfrestur, sje mikið keypt í einu. Jón Stefánsson, Akureyri. Umsókn um inntöku í kenn- araskólann næsta haust komi til skólastjórans fyrir 1. október. Skilyrði fyrir inntöku í 1. bekk má sjá í skýrslu um skólann 1908—’09, er send var öllum fræðslunefndum landsins. Hver, sem vill komast í 2. bekk, vei'ð- ur að standast próf í öllu, sem kent var í 1. bekk í vetur; skóla- skýrslan, er send verður fræðslu- nefndunum í þessum mánuði, sýnir, hvað það var. Reykjavík 1. júlí 1910. Magnús Helgason. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönn- um nær og fjær, að minn hjartkæri eigin- maður Ludvig Hansen andaðist 4. þ. m., og er jarðarför hans ákveðin næstkomandi laugurdag 9. þ. m, og hefst með húskveðju frá heimili hins látna, Lækjargötu 12 A kl. II1/* árdegis. MARIA HANSEN. Brúkuð islensk frimerki kaupir með hærra verði en áður Inger Ostlund. Vanur vjelastjóri með ágætum meðmælum óskar eftir stöðu sem fyrsti vjelameistari, helst á botnvörpuskipi, þegar kemur fram í september. Menn snúi sjer til Árna kaupm. Sveinssonar á ísafirði. p isl. Bókmentajjelag heldur ársfund sinn föstudaginn 8. júlí næstk. kl. 5 síðd. í Idiiadarmaniialiúsinu (uppi). Reikjavik 1. júli 1910. B. M. Ólsen, p. t. forseti. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutnlngsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—1. og 4—5. Talslmi 16. Bjarni jónsson, annar prestur í Reykjavík, býr í Bergstaðastræti 9. Heima kl. 10—11 og 4—5. Jarðarför Lovisu sál. Jónsdóttur fer fram fóstudaginn 8. júlí frá heimili hennar, Vega- mótum á Seltjarnarnesl. Húskveðjan byrjar kl. II.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.