Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.07.1910, Blaðsíða 3

Lögrétta - 06.07.1910, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 127 stöðupollum þeim, sem snigillinn (L. truncatulus) hefst við í. Af þessu er auðskilið, að sýkin gerir ekki vart við sig jafntyfir alt. Þar, sem jeg þekki til á Skotlandi og Norður-Englandi, er hún mjög fá- gæt og gerir aldrei vart við sig í sumum hjeruðum; en er einkum saknæm á Mið- og Suður-Englandi, þar sem beitilandið er vott og ligg- ur lágt, svo framræslan er ófullnægj- andi. Enda þótt hr. M. E. spái því, að sýki þessi hljóti að flytjast hingað með sauðfje frá Bretlandi, þá virðast engu minni líkur til þess, að hún flytjist aldrei hingað með sauðfje þaðan, ef þeirrar varúðar er að fuliu gætt, sem hjá öðrum þjóðum reynist örugg, þegar um það er að gera, að flytja kvikfje milli landa. En auk- þess má afarauðveldlega kaupa sauð- fje á Englandi þar sem sýkin gerir aldrei vart við, því það er víða; get jeg t. d. nefnt Norðymbraland, Kum- baraland og ýms hjeruð á Suður- Skotlandi, svo sem í námunda við Cheviotfjöllin, og væri þá fengin all- góð trygging fyrir því, að sauðfje það hefði ekki í sjer sóttkveykju þessa. En þótt svo yrði, að inn- fluttar kindur heíðu í sjer „iktur", svo ekki bæri á, þá er samt sem áður engan veginn vfst, að veikin næði hjer fótfestu, því egg „iktunnar" þurfa að komast í vatn, svo þau ung- ist út; og ekki mun það heldur ör- ugt lífsskilyrði unganna, að þeir komist í straumvatn, heldur fremur í stöðupolla og pytti, þar sem snigill- inn á heima. Sú vörn er þvf ennfremur auðsæ gegn sýki þessari, að halda hinu út- lenda sauðfje við hús fyrst í stað um alllaugan tíma, eða á þurru hag- lendi. Hr. M. E. staðhæfir, að nefndur snígill eigi heima hjer á landi, og mun mega tjá honum þökk fyrir það, því að Benedikt Gröndal nefnir hann ekki sjerstaklega í dýrafræðisbók sinni. Sjúkdóm þennan, sem hvorki er bráður nje næmur, hef jeg aldrei sjeð nje heyrt hans getið í Noregi. Af skýrslum dýralæknanna þar, fyrir árið 1901, má sjá, að hann hefur ekki gert vart við sig það ár um endilangan Noreg. Það mun því ekki kveða ramt að honum þar, þótt hann kunni að vera þar til. Sje hann þar ekki til, er auðsætt, að hægt er að forðast að flytja hann með útlendu tje, ef Norðmenn hafa komist hjá þvf sl. 50 ár, þrátt fyrir allmikinn sauðfjár-innflutning frá Bretlandi. Hægt mun vera að flytja hingað útlent kviktje, án þess að óþektir sjúkdómar fylgi með því. Nú á tím- um er þekkingin á öllum alidýra- sjúkdómum orðin svo mikil, að trygg- ingar má setja gegn þeim öllum, er heitið geta skaðlegir. Fyr á tímum var öðru máli að gegna með þetta, þegar þekkingin var minni, varúðar- reglur ófullnægjandi eða alls engar; þá gátu sjúkdómar borist auðveld- lega milli landa. Að endingu er vert að athuga framkomu hr. M. E. í tveimur bann- málum. Eins og kunnugt er, berst hann á móti innflutningsbanalögum áfengis og telur þau vitanlega skerð- ingu á athafnafrelsi manna, og í öðru lagi telur hann þau svifta afþjóðinni menningarskilyrði með því, að bægja henni frá þeirri baráttu, er þroskar hana og er nauðsynlegt skilyrði þess, að hún geti haldið áfram að læra, að vita fótum sínum forráð. A hinn bóginn er kunnugt, að hann vinnur að því að lög, sem eiga einungis að hefta eftirlitslausan inn- flutning á útlendu kvikfje, sjeu fram- kvæmd sem algerð bannlög. Innflutningsbann áfengis telur hann stórhœttulegt fyrir þjóðina, en algert innflutningsbann útlendra alidýra brád- nauðsynlegt. Annarsvegar berst þá maðurinn mbti því, að athafnafrelsi manna sje takmarkað eða skert; hins vegar berst hann fyrir því, að það sje gert. Nú getur hann ekki bygt stað- hæfingar sínar á reynslu, þvf hún er ekki til í þessum málum, heldur eru röksemdir hans spádómar, sem eru svo geigvænlegir f augum landstjórn- arinnar, að öllum hefur að þessu verið synjað um leyfi til að gera til- raunir með hagnýtingu útlendra ali- dýra hjer á landi. Nú eru næsta skiftar skoðanir um það, hversu mikið menningarskilyrði það er fyrir þjóðina, að geta átt greiðan aðgang að áfengi. En um hitt hljóta allir að vera sammála, að fyrsta og fremsta lífsskilyrði og þar næst menningarskilyrði þjóðarinnar er það, að atvinnuvegir hennar sjeu svo greiðir og arðberandi, sem fram- ast getur verið. Auðsætt er því, að lög, sem aftra mönnum með öllu frá því, að gera tilraunir, er fara í þá átt, að bæta annan mikilvægasta at- vinnuveg þjóðarinnar, eru næsta við- sjárverð. Af þessu verður ekki betur sjeð, en að spámaðurinn og þjóðmálaskör- ungurinn hr. M. E. sje tvöfaldar í roðinu og standi höllum fæti gagn- vart sjálfum sjer, þar eð önnur hönd hans rffur niður það, sem hin byggir. En það verður að gera þá kröfu til þeirra manna, sem reisa sig jafnhátt og hr. M. E. gerir í þessum málum, að þeir sjeu samkvæmir sjálfum sjer. Auk þess er það vænlegt skilyrði fyrir þvf, að eitthvað verði gert með það, sem þeir segja. Hallgr. Porbergsson. Bókafregn. Islandica III. Ithaca, N.-Y. 1910. (Halloór Hermannsson: Bibliography of the Sagas of the Kings of Norway and related sagas and tales). Þetta þriðja bindi af Islandica hef- ur inni að halda nákvæma skrá yfir útgáfur af Noregskonungasögunum og skyldum sögum og þáttum (Knytl- ingasögu, Jómsvíkingasögu, Orkney- ingasögu o. s. frv.); auk þess eru hjer talin fáein latnesk sagnarit um sögu Noregs á miðöldunum, sem vant er að taka með. Höf. getur um aðalhandrit af sögunum, útgáfur og þýðingar, helstu ritdóma um livort- tveggja og rit um einstök atriði í þeim, meira að segja tilfærir hann oft bækur um annað efni, ef talað er um eitthvað í sögunum á nokkr- um blaðsíðum þar. Þó vísar hann auðvitað ekki í algeng aðalrit um sögu Noregs eða íslenskra bókmenta, enda væri slíkt bláber óþarfi. En auðvit- að geta verið misjafnir dómar um, hve mikið á að taka með af hinu. Þannig finst mjer t. d. ástæða til á bls. 17, að nefna bók Cronholms um Væringja (Abr. Cronholm, Waring- erna. Lund 1832), þar sem hann til- færir ritgerðir um Harald harðráða og Væringja; líka hefði jeg óskað, úr þvf hann tilfærir ritgerð Vassilijevskis, er G. Storm hefur bygt ritgerð sína á, að hann hefði nefnt gríska ritið, sem liggur til grundvallar bæði fyrir Vassilijevski og Storm, nefnilega Cecaumeni Strategicon, sem segir svo vel og merkilega frá Haraldi og dvöl hans þar syðra. Nýlega hefur hinn franski sagnaritari Gustave Schlumberger líka ritað allítarlega um Harald í þriðja bindinu af L’épopéebyzantine, Paris, 1905. Eins finst mjer hefði mátt geta um bók Páls greifa Riant: Expeditions et pélér- inages des Scandinaves’en terre Sainte an temps des croisades, Paris, 1865 (líka þýdd á dönsku: Skandinaver- nes Korstog og Andagtsrejser til Palæstina, Kbh. 1868), annaðhvort við Orkneyingasögu eða við sögu Sig- urðar Jórsalafara og bræðra hans. — Athugavert finst mjer, að höf. telur bók Dasents: The Vikings of the Baltic" með þýðingum á Jóms- víkingasögu, en það er miklu fremur skáldsaga, bygð á sögunni. Hann hefði þá getað lfka talið „Kongsemn- erne", hið fræga leikrit Ibsens, undir Hákonarsögu gamla. — Höf. á þakk- ir skilið fyrir það, hvað óþyrmilega hann flettir ofan af hirðuleysi próf. Rasmus B. Andersons, eins og í fyrri bindunum. Hjer nefnir hann t. d. uppprentun á þýðingu Laings á Heims- kringlu, sem Anderson hefur gefið út (í „Norræna"-safninu svokallaða), og eru myndir þar, sem Anderson lætur tákna atburði f sögunni, af alt öðrum atburðum og eftir aðra menn en hann segir; þannig er t. d. mynd, sem Anderson segir að sje eftir Asbj. Knutsen og sýni Ulf jarl, er hann verður fyrir reiði Knúts ríka, í raun- inni hin fræga mynd af veislunni hjá Ægi eftir Constantin Hansen. Próf. R. B. Anderson er auðsjáanlega ekki vandur að virðingu sinni sem vís- indamaður. — Annars er um þessa bók Halldórs að segja yfirleitt, eins og fyrri bindin af Islandica, að hún er bæði vel og vandlega samin, og hið þarfasta rit öllum fræðimönn- um, er á slíkt leggja stund. Við prentvillur hef jeg ekki orðið var, nema í rússneska titlinum (sem er innritaður með latínuletri) á ofan- greindri ritgerð Vassilijevskis; þar eru fáeinar prentvillur, en þó ekki verri en svo, að þeir, sem kunna rússnesku, munu lesa þær í málið, og þeim, sem ekki kunna rússnesku, gera þær ekkert mein, því þeir taka ekki eftir þeim. Sölleröd, í Júní 1910. Sigjús Blöndal. Skógræktin. Nú hefur öllu landinu verið skift í sex skógræktar- umdæmi, eða skógvarðahjeruð, og eru þau þessi: 1. Gullbringusýsla, ásamt Reykjavík. 2. Kjósar-, Borgarfjarðar-, Mýra-, Hnappadals-, Snæf.ness- og Dala- sýslur. 3. Barðastrandar-, ísafjarðar- og Stranda-sýslur. 4. Þingeyjarsýslurnar. 5. Múlasýslur og A.-Skaftaf.sýsla. 6. V.-Skaftaf.-, Rangárvalla- og Ár- nesssýslur. Skógarverðirnir eru fjórir alls að tölu, og skógræktarstjórinn, Kofoed Hansen, sá fimti, þó að störf hans sjeu að sjálfsögðu mestmegnis falin í aðalyfirumsjón : 1. Sumarliði Hall- dórsson, sem búsettur er í borgar- nesi. 2. Stefán Kristjánsson, er á heima á Vöglum í Eyjafirði. 3. Gutt- ormur Pálsson, sem búsettur er á Hallormsstað í N.-Múlasýslu, og 4. Einar Sæmundsson, er á heima á Eyr- arbakka. Skógræktarstjórinn Kofoed-Hansen hefur fyrst um sinn umsjón yfir 1. og 3. skógræktar-umdæminu. Skógræktarstjóri hagar í sumar ferð- um sínum svo : Hann fór 11. f. m. austur til Seyð- isfjarðar á Botníu og ætlaði þaðan upp að Hallormsstað. Þaðan fór hann seint í mánuðin- um norður á Möðrudal, að skoða þar uppblásturssvæði, og undir mánaða- mótin vestur í Fnjóskadal að skoða skóginn að Hálsi og Vöglum. Laust fyrir miðjan júlím. fer hann af Akureyri til ísafjarðar og ferðast um 3. skógvarðarhjerað til að leið- beina mönnum í skógarhöggi, og velja og merkja þar skóglendi það, sem á að friða. Seint í ágústuiánuði fer hann upp Borgarfjörð að Kalmanstungu, og þá til Þingvalla. Um miðjan september fer hann loks austur um Árnessýslu og Rang- árvalla að líta eftir sandgræðsluvinnu þar og skógræktar. Gasið. „Fjallk." flytur grein 29. f. m. með fyrirsögn: „Gasflan bæjarstjórnar Reykjavíkur álitshnekkir fyrir ísland". Jeg get ekki varist þeirri hugsun, að þessi árás á bæjarstjórnina sje í fylsta máta ótilhlýðileg og þýðingar- laus, úr því sem komið er. Gas- stöðin er þegar fullgerð og þessi ókurteisa aðfinsla ótímabær, og ekki til annars en að vekja óánægju bæj- arbúa með gasið. Það var alkunnugt í bænum, að þegar bæjarstjórnin hafði gasmálið til meðferðar, þá hafði hún svo skift- ar skoðanir um málið, að það marð- ist í gegn aðeins með eins atkvæðis mun, að taka tilboði firma C. Franckes, og meira að segja: því atkvæði mjög hikandi. Þá hefði verið viðlit fyrir bæjarbúa að hafa áhrif á samþykt bæjarstjórnarinnar. Nú sýnist mjer ekki annað vænna, en að sætta sig við gasið og hlynna heldur að notkun þess, heldur en að spilla fyrir því. Hver veit líka nema gasið verði með tímanum álitleg tekjugrein fyrir bæinn. Dómar um það ættu að bfða. Það lítur helst út fyrir að greinar- höf. hafi risið af döfinni út af mála- leitun tveggja manna hjer í bænum, sem bjóðast til að stofna og starf- rækja rafmagnsstöð hjer á eigin kostnað og ábyrgð, og vilja þeir fá til þess fossaaflið úr Elliðaánum. Hann býst við að bæjarstjórnin synji beiðninni og „verndi gas-einokun þýska fjelagsins". Síðan klikkir hann út með því, að þá sje hver silki- húfan upp af annari. Jeg ætla nú að víkja þessu við og segja heldur, að hver silkihúfan væri upp af ann- ari, ef bæjarstjórnin færi nú strax að gefa leyfi til að setja hjer upp raf- lýsingu, eins og samningum við firma C. Francke er háttað, á meðan engin reynsla er komin um það, hvernig gasstöðin muni bera sig. Það lítur út fyrir að greinhöf. viti ekki það, sem honum var þó vor- kunnarlaust að vita, að bærinn á gas- stöðina, en ekki þýska fjelagið, svo hjer er ekki um útlenda einokun að ræða. Sennilegast þætti mjer, að firma C. Francke yrði bæjarstjórninni þakklátt fyrir að gefa slíkt leyfi, sem leysti það frá öllum skuldbindingum við bæinn. Þetta tilboð, eða hvað jeg á að kalla það, sem borist hefur bæjar- stjórninni frá þessum 2 mönnum, finst mjer fremur kostalítið og ung- gæðingslegt; jeg vildi að bæjarstjórn- in hefði aldrei meiri ástæðu til að iðrast eftir þvf, hve mjög hún hefur neglt sig í samningunum við firmaið, en þó þessu tilboði yrði hafnað. Reykjavík, 4. júlí 1910. Guðrún Björnsdótlir. jflðflutningsbannið. Eftir Halldór Jónsson. IV. Baráttan. (Frh.). 7. »Að lög þessi verði siðspill- andi í framkvæmdinni, . . . leiða til lagabrota, verslunarsvika, róg- burðar og hræsni og auk þess deyfa ábyrgðartilfinningu einstak- lingsins«. Það liggur í augum uppi að eng- in hætta er á því, að bannvinir muni gera sig seka í þeim glæpum, sem andbanningar óttast að drýgð- ir verði, þá er bannlögin eru kom- in í framkvæmd. Bannvinir munu framvegis sem hingað til reyna að afstýra allri áfengisbrúkun. Og sem betur fer, er þetta langfjöl- mennasti ílokkur þjóðarinnar. Ef þessir glæpir verða framdir, þá verða það andbanningar, sem fremja þá. Þeir bera þá ábyrgð- ina á glæpum þessum. En jeg er nú svo bjartsýnn, að jeg trúi því ekki, að andbanning- ar yfirleitt sjeu svo yfirkomnir af áfengisfýsn, að þeir muni — til þess að svala henni — fara að fremja glæpi. Jegtrúi því, að andbanningar segi það satt um sjálfa sig, svona all- an þorra fjelaga sinna, að þeir þoli það, »að missa vínið«, að þeir sjeu »vinveittir og hlyntir bindindi« (— hjá öðrum), og sjeu svo gagn- teknir af »siðmenningu ög siðferð- isþroska« að þeim — öllum þorr- anum — muni ekki koma til hug- ar að gerast lögbrotsmenn til að fullnægja »illri hvöl eða ástríðu«. En sjeu einhverjir af flokks- bræðrum þeirra slíkir »ræflar«, svo gagnteknir af áfengisfýsninni, að bindindismenn hafi engu tauti get- að við þá komið og heldur ekki »bindindis-starfsemi« Ingólfs, — þá er auðvitað hugsanlegt, að áfengis- ástríðan reki þá út í lögbrot; en þetta eru þá ekki nema »nokkrar hræður«, eftir því sem hr. M. E. segir í Andvara. Og það er alveg óhugsandi, að lögbrot, er »nokkr- ar hræður« valda, geti skapað sið- spillingu í þjóðinni. Vjer bannvinir treystum þvi engu síður en andbanningar, »að frets- ið og sjátfsaginn sje liollasta og öruggasta leiðin að menningartak- marki þjóðfjelagsins og einstak- lingsins«. Að menn kosti kapps um að láta ekki fýsnir sínar og á- striður leiða sig út i það, að leyfa áfengisnautninni að skerða nje eyði- leggja »persónulegt frelsi« sitt, og að menn læri að bera svo mikla virðingu fyrir »persónulegu frelsi« annara, að menn vilji ekki verða vísvitandi valdir að því, að það skerðist eða glatist vegna áfengis- nautnar. Áfengið er heimsins skæðásti /relsissviftir. Jeg lief nú sýnt með rökum fram á það, að allar sjö ástæður and- banninga eru einskis virði. Ýms- ar þeirra eru meira að segja svo fráleitar, að undarlegt má heita, að jafngáfaðir menn og sumir þeirra eru, sein undir ávarpið hafa skrif- að, skuli geta verið þektir fyrir að koma fram með þær. Það er lieldur ekki við öðru að búast en að ástæðurnar sjeu lje- lagar, því að það er enginn efi á því, að andbanningar geta ekki talið sjálfum sjer trú um, að þær sjeu nokkurs virði. Þær eru sem sje allar fram bornar utan garna, en þagað er yfir þeim tveimur á- stæðum, sem einar hafa komið á stað andbanningaávarpinu. Og þær eru: 1. Löngunin til að brúka sjálfir áfenga drykki sjer til nautnar og skemtunar og 2. Löng- unin til að veita þá öðrum í sama skyni. Vaninn er sterkasta aflið í heim- inum — ekki síst þá er um hátlu manna og siði er að ræða. Og því ber alls ekki að neita, að áfengið veitir mörgum manni bæði nautn og ánægju, og að það er því ekkert undarlegt, þótt ýms- ir kunni að kvíða fyrir, að þurfa að missa það, þurfa að breyta háttum sínum og siðum þess vegna, þurfa að offra þessari »nautn og ánægju«. En meiri liluti hinnar ísl. þjóð- ar er orðinn sannfærður um, að áfengisnautnin og áfengisánægjan sje í sannleika svo Ijett á metun- um í samanburði við andlega og líkamlega tjónið, og hættuna, sem jafnan hlýtur að verða henni sam- ferða, — að hún krefst þess, að drykkjusiðirnir líði undir lok, enda þótt það kosti dálítinn hóp af mönnum dálítið offur. Auðvitað hefði verið æskilegt, að allir íslendiogar væru svo vitrir og hefðu þann siðferðisþroska, að þeir af sjálfsdáðum hættu að nota áfengiseitrið sjer til nautnar og á- nægju, en fjölda manna til tjóns og sorgar. En »mennirnir eru nú ekki svo góðir sem þeir ættu að vera«, — bæði í þessum efnum og mörgurn öðrum, og fyrir því er nauðsynlegt að setja svo ógnar- margskonar lagafyrirmæli, meðal annars bannlögin. Og gleði hinna mörgu, aukin hamingja fjölda margra ungra og gamalla, karla, kvenna, œtti að geta verið áfengisvinunum nægileg umbun fyrir það offur, sem bann- lögin heimta af þeim. Því að fjölda margir af andbanningum munu vera svo reyndir í lífsins skóla, að þeir vita það, að gleðin, ánægjan og hamingjan fæst aðallega með því, að vera öðrum til gleði, öðrum til ánægju, öðrum til hamingju. (Frh.). Jnlius Foss, danski orgel-leikarinn sem frá var sagt í síðasta blaði, kemur hingað 14. þ. m. Hann held- ur hjer tvo eða þrjá orgelsamsöngva í kirkjunni, hinn fyrsta 15. þ. m. þeir J. Laxdal, O. Johansen, Sigf. Einarsson og Br. Þorláksson, undir- búa þetta hjer. Menn geta skrifað sig fyrir aðgöngumiðum í bókaversl- un Sigf. Eymundssonar. Aðgöngu- miðar eiga að kosta 1 kr., en taki sami maður miða fyrir tvö kvöld, kosta þeir báðir 1 kr. 50 au. og verði samsöngvarnir þrír, kosta mið- ar á þá alla 2 kr.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.