Lögrétta - 20.07.1910, Side 1
Aígreiðslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SYEINBJARNARSON.
Liauyaveu 41.
Talsimi 74.
LOGRJETTA
Ritstjór i
Þorsteínn gislason
t’iQghollsstrtæi 17.
Talsimi 178.
M 35.
Reykjavík 30. jtilí 1910.
V. árg.
Eins og áður er auglýst, hef jeg stækkað skrif-
stofu mína í Kaupmannahöfn og í sambandi við hana
sett á stofn nýja skrifstofu í Hamborg.
Jeg hef nú fengið söluumboð í útlöndum fyrir ílest
íslensk sláturfjelög og tek að mjer að útvega sem best
verð fyrir allskonar íslenskar afurðir erlendis.
Ennfremur starfa jeg að því, að útvega kaupmönn-
um og kaupfjelögum hjer sem best verð á útlendum
varningi og er nú að setja á stofn hjer stórkaupa og um-
boðsverslun í sambandi við skrifstofur mínar í Kaup-
mannahöfn og Hamborg.
Jeg get því varla komið því við, að stjórna einnig
mörgum smásöludeildum hjer, og ætla nú að breyta ein-
hverju af deildum Magasínsins í sjálfstæðar verslanir.
Duglegir, ungir verslunarmenn, sem vilja leigja í
Magasíninu, eða taka að sjer einhverja af smásöludeild-
um þess fyrir eigin reikning, snúi sjer sem fyrst til eig-
anda Magasínsins, sem verður hjer mánaðartima til við-
tals og samninga.
Reykjavík 19. júlí 1910.
Virðingarfylst.
I I. Th. A. Hriioiix^eii.
í „Ingólfur“
fer til Borgarness 20. og 26. júií.
- - Keflavíkur og Garðs 15. og
22. júlí.
Lárus Fjeldsted,
Yflrrjettarmálafœpslumaður.
Lækjargata 2.
Heima kl. I 1 —12 og 4—5.
Sðiugler °? er JOn zoicl
3---- llBst M Bimtotr. 14.
=— -== kaupa hjá Taisími 128.
Nýtt gullland.
Þær frjettir fljúga nú um heiminn
frá því um síðastliðin mánaðamót,
að nýtt gulliand sje fundið, ríkara
en öll gulllönd, sem áður fara sög-
ur af. Það er á vesturströnd Am-
eríku, í British Columbía, í óbygðu
hjeraði, við Bitter Creek. Næsta
þorp er Stewart City. Þangað flykk-
ist nú ógurlegur fjöldi manna, segja
frjettirnar, og mun þó alt vera mjög
í óvissu enn um gullið. Aldrei, síð-
an gullið fanst í Kaliforníu 1844, hafa
verið önnur eins læti út af slíkum
fundi og nú, segja útlend blöð, Mað-
urinn, sem nýju námurnar hefur fund-
ið, heitir Henry Burbridge og er þeg-
ar orðinn stórríkur maður. Frá Stew-
art City eru þegar farnar að ganga
fregnir um, að þar sje skortur á öllu,
vegna manntjöldans, og verð á öll-
um nauðsynjum orðið ótrúlega hátt.
H. E. Reutersvsird, hinn sænski
verslunarfulltrúi, sem hjer hefur dval-
ið um hríð til þess að efla verslun-
arviðskifti milli Svíþjóðar og íslands,
fer heimleiðis með »Botniu« í dag.
um vjer yður fararheilla og alls góðs
í framtíð.
Virðingarfylst
Sigfús Einarsson.
Zil yirthurs Shattucks.
Snillingur!
ísland er ferðamannaland. Óg þó
höfum vjer ekkert gert til að hæna
rnenn hingað. Vjer höfum þagað
um heiðfjöll vor, fossana og álfta-
vötnin, lyngmóana og lindirnar tæru
og sólina, sem aldrei sígur í mar.
Og vjer höfum ekki valið landi voru
skáldleg, heillandi heiti, eins og sum-
ar aðrar þjóðir velja sínum löndum.
„ísland" Iætur kuldalega í eyrum út-
lendinga, þó að það komi við oss
eins og viðkvæmt lag.
En listamenn eru ekki vanir því,
að leggja leið sína hingað, — síst
sönglistamenn, — enda er hjer hvorki
fyrir auði stórþjóðanna nje dálæti
stórborganna að gangast.
Þjer eruð að minsta kosti fyrsti
maðurinn með heimsfrægð, sem hjer
hefur látið til sín heyra.
Jeg ætla mjer ekki að bera lof á
yður með þessum línum. Það væri
raunar vandalítið verk, því að lof
um list yðar er altaf satt. En það
væri alveg óþarft verk. Jeg ætla að
leyfa mjer að þakka yður, ekki að-
eins fyrir sjálfan mig, heldur og fyrir
hönd allra, sem hlýddu á yður hjer.
Vjer gleymum seint, Islcndingar,
bæði ef gert er á hluta vorn, og eins
því, sem vel er til vor gert. Yður
ætlum vjer að muna eins og góðan
vin. Vjer þökkum yður ógleyman-
legar ánægjustundir og vonum, að
þjer hafið orðið þess áskynja, að
þjer voruð oss ltærkominn gestur.
Það eru yðar laun. Og vjer ölum
þá von í brjósti, að vjer eigum eftir
að njóta ennþá einu sinni yðar göf-
ugu, goðbornu listar.
Vjer vonum, að ferðalag yðar um
hið stórfenglega, sjerkennilega land
vort komi list yðar að góðu gagni
og að fjallaloftið verði yður holl hress-
ing til frambúðar.
Og þegar þjer farið úr landi, árn-
Frá Vestfjörðum.
Grasspretta afarill alstaðar á Vest-
fjörðum og svo mikill snjór óleystur
að elstu menn muna ekki annað eins.
I. júlí voru skaflar í fjörunni í
Beruvík á Snæfellsnesi sunnanverðu,
einnig í grend við Aðalvik; 8. júlí
klaki í fjörunni á Flateyri.
II. júlí stór skafl í túninu á Hest-
eyri og sagt, að tún væru víða ó-
leyst í Jökulfjörðum. Snæfjallaströnd
eins og jökull, skaflar heim undir tún
í Ármúla, yst á Langadalsströnd.
Ætlað, að tún muni allvíða ekki verða
ljáberandi. Tíðin nú ágæt, en úr-
fellalaust. Skepnufellir í vor ekki að
miklum mun, Sjávarafli góður. Hval-
arar hafa fengið fátt fiska.
Ofland, hvalariáHesteyri, kom þang-
að 10. þ. m. norðan frájean Meyen, sagði
þar auða jörð að mestu og miklu
snjóminna en í Hesteyrarfirði, gras-
sprettu fuiðu mikla og útsprungin
blóm. Þeir urðu varir við refi á
eynni og skutu tvo, mórauða refi.
Þeir segja eyna fagra; er hátt fjall
nyrst á henni, gamalt eldfjall á hæð
við Öræfajökul, en suðureyjan lág-
lend.
Vestfirðingar ætla að reisa Jóni
Sigurðssyni minnisvarða að ári, á
Rafnseyri við Arnarfjörð, fæðingar-
stað hans. Það verður stór bauta-
steinn, og á hann festur stór bronsi-
skjöldur með upphleyptri andlitsmynd
Jóns, en sverð bak við skjöldinn.
Sjera Böðvar Bjarnason á Rafnseyri
er frumkvöðull þessa fyrirtækis. Ein-
ar Jónsson á að móta skjöldinn.
Lofthrakningar.
Yngsta skip Zeppelins.
Síðasta skipið, sem Zeppelín greifi
hefur smíðað, er fólksflutningaskip
stórt og heitir „Deutschland" (Þýska
land). Það er sjöunda loftskipið, sem
hann hefur smíðað, var fyrst reynt
nú í sumaroghafði farið nokkrar ferð
ir með farþega milli þýskra bæja og
reynst vel. En seint í júní hjelt það
upp frá Diisseldorf með milli 20 og
30 farþega. Fyrst gekk alt vel
En svo hvesti snögglega og kom á
þoka, svo að ekki sá til jarðar. Ein
hreyfivjelin bilaði og skipið barst
upp á við fyrir vindinum og komst
í 1200 metra hæð. Þar uppi var
kalt og hráslagalegt og fór farþeg-
unum að líða illa. Þokunni Ijetti,
en stormurinn óx. Svo sökk skipið
niður á við alt í einu og var þá yfir
Teutoborgarskógi. Þar sprakk önn-
ur hreyfivjelin og loks strandaði skip-
ið þarna í trjátoppunum. Ein trjá-
greinin hjó gat á gasbelginn og önn-
ur stakst inn í gegnum farþegabát-
inn. Skipið skémdist mjög, en mann-
skaði varð enginn. Þetta vildi til
rjett áður en Zeppelín lagði á stað
norður til Spitsbergen.
Farþegar, sem með þessu skipi
hafa verið, láta annars mikið yfir,
hve þægilegt sje að forðast í lofti,
| ef vel gangi, — miklu þægilegra og
skemtilgra en með járnbrautum, segja
þeir.
Á þessu skipi var útbúnaður til
máltíðahalds fyrir farþega o. s. frv.
Sænskur dómur.
í 33. tbl. Lögr. var sagt frá því,
að dr. Rolf Nordenstreng hefði ritað
eftirtektaverða greinum íslensk stjórn-
mál í „Aftonbladet" í Stokkhólmi.
Hann segir þar meðal annars svo:
„íslendingar hafa oft slegið upp á
því, að þjóðfrændurnir sænsku ættu
að láta sjer hugað um deiluna milli
Danmerkur og íslands. Það gerum
vjer og harðla mjög, en dómur vor
getur að eins orðið þessi:
Danir hafa nú farið hyggilega og
göfugmannlega að ráði sínu, en ís-
lendingar skammsýnislega og hroka-
lega, er þeir drápu hendi við hinu
hugheila tilboði Dána 1909. Kröf-
ur íslands eru fjarri öllum sanni og
græningjalegar, en græningjalegust
af öllu er hin mishepnaða fyrirlestra-
starfsemi Bjarna Jónssonar í Svíaríki.
Svíaríki getur aldrei fallist á hina
sjálfræðisfullu pólitík, sem nú hefur
beggja skauta byr á íslandi. Hin
særða þjóð-hjegómagirni Islendinga á
ekki betra skilið en að verða árang-
urslaus, þar sem Danmörk nýtur
samúðar þeirra hinna óvilhöllu, sem
standa fyrir utan málið".
Týndi drengurinn
ekki fundinn.
Sögurnar um, að hann væri fund-
inn austur í Grafningi, reyndust ó-
sannar, og hefur ekkert spurst til
hans enn. Ættingjar drengsins í
Mosfellssveit sendu austur, en ráku
sig þar á, að alt var uppspuni, og
er það bæði illa og heimskulega
gert, að spinna upp slíkar sögur,
þegar eins stendur á og hjer í þetta
sinn. Menn, sem komið hafa austan
yfir fjall, segja, að þar sjeu enn á
gangi líkar sögur.
Flogið yfir Eyrarsund.
Fjórir flugmenn hafa nú um tíma
undanfarandi verið að æfa sig með
þeim tilgangi, að fljúga yfir Eyrar-
sund, frá Kaupmannahöfn til Málm-
eyjar f Svíþjóð. Þeir hafa verið
með vjelar sínar á Amager, rjett
fyrir utan Khöfn. Verðlaunum hef-
ur verið heitið allháum, bæði dönsk-
um og sænskum, þeim, sem fyrstur
leysti þetta af hendi. Þrír mennirn-
ir, sem ætluðu að reyna sig, voru
danskir, Alfr. Nervö, Svendsen og
Thorup, en einn sænskur, Carl Ced-
erström barón. Nervö var talinn
helsti flugmaður Dana, en Cederström
barón hafði áður reynt sig í París
og fengið orð á sig. Mjög mikinn
áhuga höfðu tilraunir þeirra vakið í
Khöfn. Nú var símað til Lögr. í
gærmorgun þaðan:
„Svendsen hefur flogið frá Kaup-
mannahöfn til Málmeyjar".
fslniidsbaiiki. Bjarni Jónsson lög-
fræðingur frá Unnarholti tekur við
forstöðu útbús íslandsbanka á Akur-
eyri nú innan skamms, fer norður
þangað 16. n. m.
fagnað þar, sáust ekki flögg á ýms-
um af skrauthýsunum, en það voru
hús miljónahöfðingjanna, Morgans,
Standard Oil fjelagsins o. m.fl. Einn
þeirra, Zimmermann, sendi R. svo-
hljóðandi kveðju, að ef R. yrði for-
seti í þriðja sinn, þá ætlaði Z. að
fara burt úr Bandaríkjunum með alt
sitt og setjast að í Englandi, því
hann vildi ekki vera borgari í því
ríki, sem skreytti sig með lýðveldis-
nafni, en styndi þó undir alræðis-
manns oki. Zimmermann er marg-
faldur miljónaeigandi. Dóttir hans
er gift hertoganum af Manchester.
H. Matzen prófessor
dáinn.
Lát Hennings Matzens prófessors
er símað frá Khöfn í gærkvöld.
Hann var um sjötugt, einn af mestu
lagamönnum Dana og prófessor í
ríkisrjetti við háskólann í Khöfn um
langan aldur. Lengi var hann for-
maður landsþingsins og einhver mesti
dugnaðarmaður hægriflokksins, bæði
á þingi og í kosningabaráttum. Hann
var ættaður frá Suðurjótlandi og af
bændakyni kominn. Fyrir nokkrum
árum kvæntist hann frú Helgu Vída-
lín, er áður var gift Jóni Yídalín
konsúl.
D. l’homsen konsúll er nýkom-
inn heim hingað, norðan um land
með Botníu. Eins og auglýst er á
öðrum stað hjer í blaðinu, er hann
nú að gera breytingu á verslun sinni.
Á leið sinni umhverfis landið hefur
hann haldið fundi með slátrunarfje-
Iögunum þar og samið um sölu fyrir
þau. Einnig er hann að gera til-
raunir með útflutning á ýmsum vör-
um, sem áður hafa lítið verið fluttar
út, svo sem silungi, lunda o. fl. Hann
hefur íshús í Khöfn og skrifstofu í
Hamborg.
Julius Foss, danski organleikar-
inn, sem áður hefur verið á minst hjer
í blaðinu, hefur nú haldið tvo af
hljómleikum þeim, sem boðaðir voru,
í dómkirkjunni, annan á föstudags-
kvöldið var, hinn í gærkvöld. Mjög
vel er yfir þeim látið og hafa þeir
verið vel sóttir, en nánar verður
þeirra getið síðar. Hr. J. F. mun
halda þá fleiri, hinn þriðja að minsta
kosti.
Ákalhr hiti var í Bandaríkjunum
eftir 20. júní, 38. st. C. á götunum
inn í borgunum. Margir menn dóu
af hitanum, aðrir urðu vitskertir. í
Philadelphiu er talið að 60 hafi dá-
ið af þessari orsök, f Chicago 27, í
New-York 16 og í Boston 7. Ölíft
var sagt í görðum og útjöðrum bæj-
anna þessa daga fyrir flugum (mos-
kftum).
Roosevclt. Honum var tekið með
hátíðahöldum og almennum fögnuði,
þegar hann kom heim til Banda-
ríkjanna eftir Afríkudvölina og ferða-
lagið um Evrópu. Þó er það í frá-
sögur fært, að innan um alla við-
höfnina í New York, þegar R. var
Frá játti til
Guðlaugur Guðiuundsson bæjar-
fógeti á Akureyri hefur legið mjög
veikur í lungnabólgu nú um tíma,
en er sagður á batavegi.
Á Pingvöllura eru þeir nú að
skoða fornar menjar prófessor B.
M. Ólsen og nafni hans Ólsen pró-
fessor frá Kristjaníu, er dvalið hefur
hjer á landi síðan í vor.
Slysfarir. 3. þ. m. druknaði
bóndinn í Hvannakoti í Möðruvalla-
sókn í brunni þar rjett við bæinn.
Maðurinn hjet Guðvarður Guðmunds-
son og var um sextugt.
í Vetleifsholti í Holtum vildi það
slys til 30. f. m. að barn brendi sig
til bana. _____________
I’átiun, Píus X., þykir lítill stjórn-
vitringur og mikill eftirbátur fyrir-
rennara síns, Leos XIII., í þeim efn-
um. Nýlega hefur hann átt í erjum
fyrir kirkjunnar hönd á Þýskalandi
og orðið að lúta þar í Iægra haldi.
Svo er nú alt að umhverfast gegn
honum á Spáni og helst líkindi til,
að hann missi yfirráð yfir kirkjunni
þar, eins og á Frakklandi nýlega.