Lögrétta - 27.07.1910, Page 1
Aígreiðslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SVE1NBJARNAR80N.
Laaeaveg 41.
Talsími 74.
Ritstjórl
ÞORSTEINN GISLASON
Pingholtsstrtæi 17.
Talsími 178.
136.
Reykjavík 27. jillí 1910.
'V'. árg.
Aug. Flygenring.
Klemens Jónsson landritari
formaður nefndarinnar.
Guðl. Guðmundsson.
Pjetur Jónsson.
Skattamálanefndin.
Ólafur Briem.
,
HThAThomsen-
HAFNARSTR-17-181920 21'22-KOLAS I-2'LÆKJART l'Z
• REYKJAVÍK •
Faxaflöaoufubilturinn „Ingólfur“
fer til Borgarness i. og 6. ágiist.
- Keflavíkur og Garðs 4. ágúst.
aftur yfir sundið milli Englands og
Frakkl.ands, fórst nýlega á flugferð.
Tveir af flugmönnunum, sem hafa
verið að reyna sig hjá Khöfn og
frá var sagt í síðasta blaði, hafa og
orðið fyrir slysum, fallið niður úr
háa lofti. Annar, Thorup, meiddist
nokkuð, en hinn, Cederström barón,
slapp ómeiddur, en vjel hans skemdist.
Mannskaðar.
Um það Ieyti, sem hann fór, kom
í blaðinu 1. kafli af fyrirhuguðum
níðgreinaflokki. En framhaldið er
ekki komið enn. Og sama er að
segja um endann á grein Johnsons
hins vestheimska, sem ísaf. lofaði að
flytja. Heimskr. er komin hingað
með hann fyrir löngu, en ísaf. lætur
hann liggja. Enda mun hún hafa
fengið að minsta kosti 4 málshöfð-
anir fyrir byrjunina. — En nú kvað
ráðherra vera væntanlegur heim á
morgun, og tekur hann þá að líkind-
um aftur til við launritstjórastarfið.
Lárus Fjeldsted.
Yflrrjettarmá JafsBrslumaður.
Lækjargatn 2.
Helma kl. 11 — 12 og 4—5.
00 kitti er JW ZÖ{GAi
___________Bankastr. 14.
---- ■—kaupa hjá Taisímii^s.
„Vestritfi strandar
við Haganesvík.
Frá Sauðárkróki var símað hingað
í morgun, að „Vestri" hefði í gær-
kvöld strandað við Haganesvík í
Skagafirði, lent þar á flúð í þoku.
Enginn mannskaði varð, og óvíst
enn, hvort skipið hefur laskast að
miklum mun, eða ekki.
„Ingólfur", skip Thorefjelagsins,
var á Ólafsfirði og voru gerð boð
eftir honum til að bjarga.
Slysfarir í lofti.
13. þ. m. fórst þýskt farþegaloft-
skip með 5 mönnum, og biðu allir
bana. Loftskipið hjet „Erbslöh" og
hjelt upp frá Leichlingen kl. 9 um
morguninn, en fjekk þoku, svo að
ekki sást til ferða þess. Það fjell
niður á akur, og bændur, sem þar
voru að vinnu, höfðu rjett áður heyrt
dunur í loftinu uppi yfir sjer eins og
af fallbyssuskoti. Svo sáu þeir skipið
falla niður. Aðeins einn af farþeg-
unum var með lífsmarki, er niður
kom, en dó rjett á eftir. Líkin höfðu
verið hræðilega út leikin. Loftskipa-
smiðurinn sjálfur var þarna með og
hjet Erbslöh, eins og skipið. Nokkr-
ar ferðir hafði skip þetta farið áður,
og þá alt gengið vel. Haldið er, að
eldur hafi komist í bensínhylkið.
Englendingurinn Rolls, sem var
orðinn frægur fyrir flug sitt fram og
Það er nú talið víst, að hákarla-
skipið „Kærstine", eign Gránufjelags-
ins á Oddeyri, hafi farist í sumar,
Hklegast í stórviðri, sem var þar
nyrðra 7. f. m.
Þessir 12 menn voru á skipinu:
Jóhann Jónsson í Litla-Árskógi, for-
maður; Ólafur Jónsson í Litla-Árskógi,
Jóhann jóhannesson í Litla-Árskógs-
sandi, Jóhann Þorvaldsson í Árbakka,
Stefán Hannesson í Hauganesi, stýri-
maður, Sigurpáll Guðmundsson í
Hauganesi, Jón Skarphjeðinsson í
Litla-Árskógssandi. Gunnlaugur Jó-
hannesson í Litla-Árskógssandi, Jakob
Jónsson í Birnunesi, Sigurbjörn Giss-
ursson á Hjalteyri, Arngrímur Jóns-
son á Jarðbrú og Jón Friðriksson í
Tjarnargarðshorni.
6. þ. m. fórst vjelarbátur í Mjóa-
firði eystra með fjórum mönnum.
Þeir voru: Hallgrímur Jónsson Baldi,
úr Þingeyjarsýslu; Sigurður Ólafsson,
úr Garði; Þorsteinn Sigurðsson, ætt-
aður úr Skaftafellssýslu, og Guðlaugur
Sigurgíslason.
Isaf. er á laugard. að fjargviðr-
ast út af fjárnámsgjörð Kr. J. dóm-
stjóra í Landsbankanum nýlega.
Grein sú er sýnilega eftir einhvern,
sem tekið hefur að sjer leyniritstjórn
blaðsins í fjarveru ráðherra, líklega
Björn Kristjánsson bankastjóra. En
höf. er þetta að segja út af grein
hans: Því borguðu ekki bankastjór-
arnir málskostnaðinn umsvifalaust, úr
því að þeir játa, að hans hafi verið
löglega krafist? Ef þeir heíðu gert
það, þá hefði aldrei komið til fjár-
námsins, sem greinarhöf. er að barma
sjer út af fyrir hönd bankastjóranna.
Sökin fyrir það, að fjárnámið var
gert í bankanum, er auðvitað hjá
þeim sjálfum, svo að það á illa við,
að heyra kvartanir undan því úr
þeirri sömu átt.
En ritstj. ísaf. má enn út af þess-
ari grein minna á „frúkostinn góða".
Greinarhöf. gerir honum þann greiða,
að gefa tilefni til þess. Annars er
vert að benda á það, hve stórkost-
lega hefur batnað ritháttur ráðherra-
blaðsins síðan hann, ráðherrann sjálf-
ur, fór burt úr bænum.
iiiáini til
Slys. Bóndinn í Gerðum á Reykja-
nesi, Arni Árnason, meiddist svo við
garðhleðslu nýlega, að hann var
fluttur hingað á sjúkrahús. Stór
steinn háfði oltið ofan á hann.
Friðþjófur Nansen, norðurfarinn
frægi, var staddur á Seyðisfirði um
miðjan þennan mánuð á norsku her-
skipi, sem „Friðthjof" heitir og kom
til Seyðisfjarðar frá Irlandi. Nansen
er við sjómælingar og fiskirannsókn-
ir í höfunum hjer í kring, segja norsk
blöð. „Austri" frá 14. þ. m. segir,
að hann haldi írá Seyðisfirði til Nor-
egs.
Afli á AustQörðum. Hann hefur
verið góður nú í vor og sumar. I
Reyðarfirði hafa sumir útvegsmenn
þegar fengið meiri fisk nú í ár en
á undanförnum árum til ársloka.
Bjarni Sæmundsson fiskifræðing-
ur hefur dvalið á Seyðisfirði nú um
tíma, en er nýkominn heim aftur.
Meðan hann var þar eystra var þar
góð tíð, en ógurlegan snjó segir
hann enn þar f fjöllunum.
Svarfdæiir hjeldu hátíð 26. f. m.
í minningu þess, að þá á sú sveit að
hafa verið bygð í iooo ár. Þar var
mannmargt og mikið um skemtanir
og þótti hátíðahaldið takast vel.
Stúlka druknaði nýlega í Dalsá
í Blönduhlíð, Ingibjörg Sveinsdóttir
að nafni; var á leið með mörgum
öðrum frá biskupsvígslunui á Hólum,
en hesturinn hafði dottið með hana
í ána og fórst hann einnig.
Maður datt út af bryggju á Ak-
ureyri nýlega og druknaði, Valdimar
Friðriksson að nafni.
Heiðursamsæti hjeldu Holtamenn
í Rangarvallasýslu Þórði Guðmunds-
syni áður alþm. f Hala nú nýlega í
minningu þess, að hann hafði þá
gegnt hreppstjórastörfum í 35 ár.
Úr Húnavatnssýsln. Þessi vísa
var kveðin þar nýlega:
„Aftan úr Birni óðum slitna
allrir betri menn;
hinir sína háðung vitna,
sem hanga í tjóðri enn.
Carlsberg Pilsner.
r
Ágætis-vitnisburður alstaöar
= Versl. Dagsbrún. =
Nýtt með s|s „Ceres" :
Harðir hattar. Hnskar hiifur.
Dömu-H lúsur.
Svissneskar Bróderingar, stórt, smekklegt úrval.
Afaródýrar kjóla- og svuntu-Leggingar.
1 Íeiðslörsieíni í 16 litum.
i
Stjói’nin og franski konsúllinn.
Á þjóðhátfðardag Frakka, 18. júlí,
gengu nokkrir menn prúðbúnir og
með pípuhatta upp hjeðan úr bæn-
um og austur að bústað franska kon-
súlsins til þess að votta honum virð-
ingu. Þeir voru tveir úr stjórnar-
ráðinu, Indriði Einarsson og Ari Jóns-
son; þriðji var Einar Hjörleifsson
skáld, og einhverjir voru þeir fleiri
af venslamönnum stjórnarinnar. Ráð-
herra var ekki heima; annars hefði
hann án efa verið þar sjálfur í far-
arbroddi.
IIppi í sveitum dvelja nú ýmsir
bæjarmenn. L. H. Bjarnason laga-
skólastjóri er nýfarinn austur að
Þjórsárbrú, Jón Hermannsson skrif-
stofustjóri og frú hans eru um tíma
á Þingvöllum, Guðm. Magnússon
læknir við laxveiði uppi í Borgar-
firði og Ágúst Bjarnason kennari og
frú hans á ferð uppi í Borgarfirði.
Dáin er hjer í bænum í gær frú
Valgerður Jóhannsdóttir, ekkja Guð-
mundar heitins frá Hóli hjer í bæn-
um, 89 ára gömul, merkiskona. Hún
var dóttir Jóhanns prests á Hesti í
Borgarfirði. Tvö af börnum þeirra
Guðmundar eru á lífi, Helgi hjeraðs-
læknir á Siglufirði og frú Sigþrúður
kona Björns Kristjánssonar banka-
stjóra.
Halastjarnan. Það er nú sagt,
að jörðin hafi ekki farið í gegn um
hala hennar fyr en einu eða tveimur
dægrum síðar en stjarnfræðingum
hafði áður reiknast til að þetta ætti
að verða. Rannsóknir hafa sýnt, að
varla eru önnur efni í halanum en
kolaíldi, og í hausnum auk þess
lítið eitt af köfnunarefni. Bæði haus
og hali reyndust miklu þynnri og
veigaminni en menn höfðu áður gert
sjer hugmynd um. En víða var
stjarnan fögur á að líta, þegar hún
fór hjá.
Skógareldar. Snemma í þessum
mánuði gerðu skógareldar mikið tjón
í Norðurameríku og var ekki sjeð
fyrir endann á því, er síðustu frjettir
bárust, sem hingað hafa náð. Um
150 fermílur enskar voru f báli á
takmörkum Canada og Bandaríkj-
anna. Bæjir og búgarðar eyðilögð-
ust og margir menn fórust.
Portngal lýðveldi. Nýlega var
skýrt fra því hjer f blaðinu, að talað
væri um, að Manúel Portúgalskon-
ungur væri í þann veginn að afsala
sjer konungdóminum í hendur frænda
sfns, hertogans af Oportó. En nú
er sagt, að ef af því verði, að hann
leggi niður völd, þá verði Portúgal
lýðveldi.