Lögrétta - 27.07.1910, Síða 4
140
L0GRJETTA.
ftir 31. júli nœstkomandi verða víxlar ekki fram-
lengdir i Landsbankanum lengur en til klukkan 2 e.m.
daginn ejtir ákveðinn gjalddaga þeirra.
Landsbankinn 22. júlí 1910.
Bankastj órnin.
^^ÖKUM vaxandi viðskifta við saumaslofu verslunar minnar,
verður fatasöludeildin flutt af loftinu niður í vesturenda búðarinnar
i Þingholtsstræti 1. Leirtau og emaileraðar vörur verða aftur á móti
afgreiddar uppi á loftinu.
Öll vigtuð vara verður afgreidd í pakkhúsdeildinni, gengið inn
frá Ingólfsstræti.
Þetta eru hinir heiðruðu viðskiftavinir beðnir að athuga.
Ágætar, nýjar
kartöflur
í verslun
c7es SfrimsQn.
íslensk og útlend
FRÍMERKI
ctít sfómanna.
Biðjið útgerðarmenn yðar um smjörlíki frá „Kö-
benhavns Marg’arinefabrik44, sem er búið til
úr hreinu og ósviknu efni, lítið litað og hvítt eins og
sauðasmjör. Fæsí frá foröaRiivi verksmiðjunnar á
Akureyri og beint frá verksmiðjunni. Áreiðanlegum
kaupendum er gefinn gjaldfrestur, sje mikið keypt í einu.
Jón Stefánsson, Akureyri.
eru keypt með hæsta verði af
J< All-IIansen, Þingholtsstr. 28.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—I.
og 4—5. Talslmi 16.
Hjei* með auglýsist, að jeg um áramótin 1910—1911
legg 6°/o rentu á allar úlistandandi skuldir við verslun mína, nema
öðruvísi hafi áður verið um samið.
Bakkafirði 20. Júní 1910.
Halldór Runólfsson.
Yirðingarfylst
cJón Þ óréarson.
doxvýka
smjörlihi cr be$h.
Biðjið um \egund\rnar A
,Sóley” „Inyólfur" „Hehia"Jsofold1
Smjörlihið fce$h einungis fra:
Offo Mönsted Vr.
Kaupmannahöfn og/iró$um
i Danmörhu.
ryðja sjer meir og meir til rúms í
Danmörku.
Yerslunarfirmað
Carl Höepfner,
5 Kvæsthusgade, Köbenhavn,
sem um mörg ár hefur annast sölu á
íslenskum hestum í Danmörku, veitir
enn hestum viðtöku til sölu. Sendið
því vel útlítandi 3—6 vetra fola,
klárgenga, helst einlita. — Greið
skil. — Áreiðanleg viðskifti. — Símið
hestasöluna frá Leith.
VERSLUN
TH. THORSTEINSSON 6 Co.
hefur nú fengið feiknin öll af ljóm-
andi fallegum
jllíanchettskyrtum,
sem áreiðanlega halda litnum í þvotti.
Þær kosta 3,00—4,00 og 4,75.
Einnig hvítar Manchettskyrtur fyrir
kr. 3.75-
Ensku Iiiifitriiar eru komnar aft-
ur. Verð: 0,55—1,00—1,45 og2,25.
Hattar, harðir og linir, ótal tegundir.
Mnnið eftir verslun
TH. THORSTEINSSON^S &. Co.
HAFNARSTRÆTI.
Lifandi
blómstur af mörgum fásjeð-
um og afar fallegum tegundum
eru nú ngkomin til
Jónínu Magnúsdóttur,
Miðseli.
Afgreidd 5—8 e. m.
Næsti Ijiróttaiapr HJ.F.R.
er sunnudagurinn 31. júlí.
Þá verður byrjað kl. 2^/2 e. h. á
Melunum á
1000 stikna kappgöngu og
500 — kapphlaupi.
Að því loknu verður farið suður
að sundskála og verður þar þreytt
sund svo sem hjer segir:
50 stikna kappsund fyrir stúlkur,
100 —-----------fyrir pilta yngri
en 18 ára,
IOO —-----------fyrir karlmenn
eldri en 18 ára.
Þrenn verðlaun verða veitt í hverj-
um flokki. — Þeir, er taka vilja þátt
í þessum íþróttum, verða að hafa
gefið sig fram við undirritaðan eigi
síðar en 29. þ. m.
Dagskrá verður seld fyrir 10 aura,
og er hún aðgöngumiði að Skálanum.
f. h. U. M. F. R.
Magnús Tómasson,
(Skothúsinu).
itúlka óskast nú þegar að
taka til og halda hreinum þremur
herbergjum. Uppl. á afgreiðslustofu
Lögr. Laugav. 41.
talli ,KÁDPÁNGDE‘
Lindargötu 41.
Talsími 344.
Rjett viö Sláturhúsiö
hefir nú miklar byrgðir af allskonar matvörum, svo og öðrum
nauðsynjavörum. Allar vöru.r góðar; Seldar með afar
íjL lágw veröi, einkum matvörur — ef keypt er í heilum ílátum.
Góð ljáblöö, brýni og hrífuhöfuð — ódýrt, ódýrt. —
ísl. S iVI J Ö R afaródýrt í stærri kaupum.
Einnig kæfa og rullupylsur.
Komið og verzlið i RAUPAIGfdR, þá reynið þjer að
ísaiiiltei>iiiii liíii*.
Slátarfjelag Suðurlands.
Sauðakj öt og slátur fæst í
Sláturhúsinu °g Söluðeilðum jjelagsins.
llíiiril>iii‘<»'
W. v. Essen & W. Jacoby.
(Eigandi Waldemar v. Essen. Stofnað 1869).
Vöruafgreiðsla. Skipaafgreiðsla. Vátrygging.
Meðmæli: Die Deutsche Bank.
Hey til sölu,
nú og framvegis í sumar, á Eyvind-
arstöðum á Álftanesi. Samið um
verð á staðnum.
Prentsmiðjan Gutenberg.
252 249
var að kveykja, höfðti þær vonir
glæðst hjá Siðríki. En Rikharður kon-
ungur var átrúnaðargoð almennings,
bæði vegna mannkosta sinna og svo
herfrægðarinnar, þótt stjórn hans að
öðru leyti væri mjög svo ábótavant,
því ýmist var hann altof mildur eða
þá að. hann kom fram eins og harð-
stjóri.
Siðríkur sá nú einnig að það áform
hans, að gifta þau Aðalstein á Stóru-
borg og Róvenu, mundi aldrei takast.
Þetta var stjórnmálahragð frá hans
hlið og annað ekki. En hugsunin um
það hafði lengi búið um sig í liuga
hans, og fjell honurn því þunglega,
að varpa henni frá sjer. Hann hafði
aldrei tekið það með í reikninginn,
að nokkur mótsíæði gæti orðið frá
þeim Aðalsteini eða Róvenu. Honum
fanst það svo óskiljanlegt, að þau, sem
bæði voru af engilsaxneskum konunga-
ættum, gætu verið að láta eftir dutl-
ungum sjálfra sín, þegar þeim væri
ljóst, að gifting þeirra væri nauðsynleg
þjóðar þeirra vegna. Róvena hafði
aldrei felt hug til Aðalsteins; það vissi
Siðríkur vel. En nú hafði Aðalsteinn
líka mótmælt. Siðríkur gerði harða
atrennu að honum eftir samtalið, sem
áður hefur verið frá skýrt, en varð
ekkert ágengt. Hatrið til munkanna
fylti sál Aðalsteins, svo að þar var
ekki rúm fyrir annað; stríð gegn and-
legu stjettinni var hinn eini ófriður,
sem honum þótti nú nokkurs um vert.
Þó varð ekki meira úr öllum hót-
unum Aðalsteins gegn ábótanum og
munkunum í Játmundarklaustri en
það, að hann ljet svelta þá í þrjá daga
inni í fangelsinu undir Stóruborgar-
turninum. Móðir hans hafði heðið
svo vel fyrir þeim, að hann Ijet sjer
þetta nægja. Hún var, eins og ílest
heldra kvenfólk á þeim dögum, presta-
stjettinni mjög vinveitt. En ábótinn
ógnaði Aðalsteini með bannfæringu,
og þegar hann og munkar hans komu
út úr fangelsinu, ritaði hann upp lang-
an lista yfir sjúkdóma, sem fangelsis-
vistin hefði bakað þeim, og krafðist
bóta íyrir. Nú átti Aðalsteinn í þessu
máli, er Siðríkur kom til hans í þeim
erindum, að tala alvarlega við hann
um Róvenu og málefni Engilsaxa.
Þegar Siðríkur nefndi Róvenu, bað
Aðalsteinn um leyfi til þess að drekka
minni hennar með þeirri ósk, að hún
yrði sem fyrst gift ívari Siðríkssyni.
Siðríkur skidi svo við Aðalstein í það
sinni, að hann fjekk engu um þokað.
En þótt útsjeð væri um hjónaband
milli þeirra Aðalsteins og Róvenu, þá
kom það enn til Siðríks kasta, hvort
hún mætti giftast ívari syni hans.
Til fyrirstöðu íyrir því var nú ekki
annað en það, hve örðugt Siðríkur
átti með að láta undan, og svo fjand-
skapur hans við konungsætt Normanna.
Róvena gerði alt hvað hún gat til þess
að blíðka skap Siðríks og gera honum
undanhaldið sem ljettbærast, og þar
að auki var hann ekki ósnortinn aí
þeim frægðarljóma, sem nú ljek um
nafn sonar hans, og þótti gott að
heyra um gengi hans hjá Ríkharði
Sannarlega er þetta guðs dómur,
verði þinn vilji, drottinn!« sagði stór-
meistarinn og leit til himins.
XLIV.
Þegar undrunina lægði og aftur fór
að kyrrast um, spurði ívar riddari
stórmeistarann, hvort hann hefði ekki
gert skyldu sína heiðarlega og drengi-
lega, því stórmeistarinn átti að dæma
um hólmgönguna.
»Rardaginn fór heiðarlega og drengi-
lega fram«, svaraði stórmeistarinn. »Jeg
lýsi því yfir, að stúlkan er frjáls og
saklaus. Vopn Rrjáns riddara eru á
valdi sigurvegarans, og eins lík hans«.
»Jeg ætla ekki að svifta hann vopn-
um hans«, svaraði ívar riddari, »og
eigi heldur að svívirða lík hans. Hann
hefur áður barist fyrir kristindóminn,
og það er guðs hönd, sem nú hefur
felt hann, en ekki jeg. Uför hans skal
samt fara fram með kyrð; annað sæm-
ir ekki, þar sem hann er fallinn í bar-
daga fyrir rönguin málstað. En um
stúlkuna er það að segja —«.
Hann lauk ekki við setninguna, því
nú varð enn ókyrð alt í kring um
hann. Orsökin var sú, að stór flokk-
ur ríðandi manna kom þeysandi eftir
vellinum, og rjett á eftir hleypti svarti
riddarinn hesti sínum á fleygiferð inn
á hólmgöngusviðið. Með honum vorú
margir riddarar í fullum herklæðum
og auk þeirra fjöldi vopnaðra manna.
»Jeg kem of seint«, sagði svarti ridd-
arinn, er hann hafði litast um þar
inni. »Jeg hafði hugsað mjer, að fást
við Brján frá Bósagiljum. — Hvað hugs-
arðu annars, ívar, að hætta þjer út í
annað eins og þetta jafnveikur og þú
hefur verið?«
»Alt hefur gengið vel, með guðs
hjálp, herra konungur«, svaraði ívar.
»En sá heiður átti ekki fyrir Brjáni
riddara að liggja, að falla fyrir þinni
hendi«.
»Friður veri með honum«, sagði
Ríkharður konungur og starði á líkið.
»Hann var hraustur riddari og er fall-
inn í herklæðum og með vopn í hönd,
eins og riddara sæmir. En nú meg-
um við ekki eyða tímanum til ónýtis.
Gerðu nú það, sem þjer er falið að
að gera, Hinrik Húnsson«.
Riddari einn gekk þá fram úr fylgd-
arsveit konungs, lagði höndina á öxl
Haralds klausturstjóra og sagði: »Jeg
tek þig fastan fyrir drottinsvik!«
Stórmeistarinn hafði alt til þessa
horft undrandi á aðkomumennina, en
ekki sagt eitt orð. Nú tók hann til
máls.
»Hver dirfist að taka fastan einn af
riddurum Musterisreglunnar, og það á
jörð, sem er reglunnar eign, og í við-
urvist stórmeistarans?« sagði hann.
»Jeg er Hinrik Húnsson Ásmerkur-
jarl, yfirlögregluvörður Englands«, svar-
aði riddarinn.
»Og hann tekur Harald riddara fast-
an eftir skipun Ríkharðs Englandskon-
ungs, sem hjer er nú við staddur«,
sagði Ríkharður konungur og opnaði
hjálmgrímu sína. »En hrósa þú happi
yfir því, Konráð munkur, að þú ert