Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.08.1910, Blaðsíða 3

Lögrétta - 10.08.1910, Blaðsíða 3
L0 GR J ETTA. 147 og sárfáar eða engar breytingar gerð- ar frá nýju þýðingunni. Þá skrifaði jeg þegar í stað biblíu- fjelaginu bretska, ásamt þeim adju- tant Edelbo og Davíd Östlund. — Þar fórum vjer eindregið fram á, að breytingar komist að í vasaútgáfunni og biblíufjelagið feli einhverjum, ein- um eða fleiri, sem kunnir sjeu að því að trúa guðdómi Krists og öðr- um meginatriðum kristinnar trúar, að koma með breytingartillögur við þýðinguna áður en vasaútgáfan sje prentuð, og þar sem ágreiningur verði milli þeirra og fyrri þýðenda, sje fylgt endurskoðuðu útgáfunni ensku. — Vitanlega nefndum við svo allmarga staði og atriði bæði í gamla og nýja testamentinu til að sanna, að hjer væri ekki um hjegóma að ræða, og sömuleiðis nefndum vjer, til að sýna stefnu þýðendanna, að ritskýringar Joh. Weiss væru lesnar hjer við prestaskólann.*) Oss var það kappsmál, að nýja guðfræðin gæti ekki stuðst við bæði smærri og stærri útgáfuna, og þar sem lærða háskólakennara greinir á um þýðingu á ýmsum stöðum í gamla testament- inu, eftir því, hvaða stefnu þeir fylgja, og þar sem greinilegur stefnumunur er að koma fram í kirkjulífi voru,— virðist mjer sanngjarnast, að skiln- ingur stefnanna fengi að komast að, sinn í hverri útgáfu biblíunnar. Það fer því fjarri, að mjer sje mein að, eins og sr. J. H. virðist halda, þótt annaðhvort bretska eða íslenska biblíufjelagið endurprenti nýju þýðinguna óbreytta, ef vjer get- um fengið vasaútgáfu jafnframt, sem nýja guðfræðin hefur ekki markað sjer. En raunar trúi jeg því ekki fyr en jeg tek á, að þýðendurnir endurbæti ekki þýðingu nýja testa- mentisins. Þannig hafa afskifti mín af þessu þýðingarmáli verið; jeg skýrði frá þeim á biblíufjelagsfundinum, og hefði gert það fyr, ef nokkur þýð- endanna hefði beðið mig þess, og getur hver dæmt um þau sem hon- um sýnist. Jeg hef ekki hirt um að vera að skrifa allar aðfinningar mínar við þýðinguna í blöðin, taldi það til- gangslítið, þar sem aðfinningar sfra Guðmundar Einarssonar í Ólafsvík við þýðingu I’álsbrjefa höfðu ekki verið virtar svars að neinu leyti, og var þó ekki hægt að bera honum á *) Jafnframt skriíaði jeg nokkrum er- lendum vinum mínum, og bað þá að styðja mál mitt við biblíufjelagið. brýn, að hann væri „aðeins frá prestaskólanum". Það er ofur-skilj- anlegt, að þýðendunum gremjist, að nokkur skuli dirfast að finna að verki þeirra og telja heppilegra, að biblfuþýðendur trúi sjálfir guðlegum innblæstri hinna helgu bóka, en þeir eru nú enn staddir í heimi, þar sem „kritik" mætir „kritik" áýmsavegu, og kunnugt mun þeim vera um, að víðar er kvartað en á voru landi yfir breytinga-ákafa nýju stefnunnar, bæði í biblíuþýðingum og öðru. En varlega skyldu þeir fullyrða, að bretska fjelagið heimti rangar þýðingar á biblíunni, því að kunna munu þeir hebresku og grísku, Eng- lendingar, á við íslensku guðfræð- ingana. Þá get jeg skotið því að greinarhöfundinum í Lögrjettu, ef hann veit það ekki, að jeg þarf ekki fremur að standa sr. J. H. reiknings- skap á, hvað mjer sæmir sem trú- boða, en hann mjer á því, hvað hon- um, sæmir að kenna á prestaskólan- um og þurfi fyrverandi kennari minn og velunnari að senda mjer aftur „vinarkveðju", kynni jeg best við, að hann skrifaði nafnið sitt undir. p. t. Akureyri 21. júlí 1910. Sigurbj'órn A. Gíslason. yföjlutningsbanniil. Svar til Halldórs Jónssonar eftir Áyiist Bjarnason. (Niðurl.). V. Sjálfur leið þú sjálfan þig. Það eina, sem mjer hefur getað þótt vænt um í öllu skrifi H. J. er, þar sem hann nauðugur viljugur verð- ur að viðurkenna, að markmið vort andbanninga sje í raun og veru hið æskilegasta. Hann segir sem sje berum orðum í niðurlagi hinnar drengilegu „Baráttu" sinnar: — „Auð- vitað hefði verið æskilegast, að allir íslendingar væru svo vitrir og hefðu þann siðferðisþroska, að þeir af sjálfs- dáðum hættu að nota áfengiseitrið". Með þessum orðum fordæmir hann í raun og veru bannstefnuna sem lakari leiðina og verður að viður- kenna það, sem vjer andbanningar höldum fram, að langtum meiri sið- ferðisþroski sje í því fólginn að hafna áfenginu af sjálfsdáðum. Þessu höf- um vjer einmitt viljað reyna að koma inn í hugi manna með einkunnar- orðum vorum: Sjálfur leið þú sjálf- an þig! En þegar H. J. kemur að þeim, þá ærist hann alveg og sjer ekk- ert ráð vænna en að hrúga upp hinum verstu getsökum um oss andbanninga. Og svo er bíræfni hans þá orðin mikil, að hann setur innan gæsarlappa, rjett eins og það væru óbrjáluð orð vor: „Sjálfur leið þú sjálfan þig og engan annan!" Með þessu móti fær H. J. út úr orðunum, það sem hann vill vera láta, þótt vor meining væri auðvitað aldrei önnur en sú, að — „æskilegt væri, — svo að jeg noti óbrjáluð orð H. J. sjálfs — að hver íslendingur hefði þann siðferðisþroska", að hann gæti gengið einn og óstuddur, en þyrfti hvorki varnargarð bannlaganna, nje hækjur bindindisheitsins til þess að afneita áfenginu. En þrátt fyrir þetta — þótt vjer sjeum búnir að taka það fram í Ávarpinu, að vjer teljum frelsið og sjálfsagann hollustu og öruggustu leiðina að menningartakmarki þjóðQe- lagsins, og þótt vjer sjeum búnir að lýsa því yfir, að vjer sjeum hlyntir bindindi og allri heilbrigðri bindind- isstarfsemi, er sje í því falin, að fræða menn og verjast ofdrykkjunni með frjálsum bindindissamtökum, þá svíf- ist H. J. þess ekki, að draga þetta út úr einkunnarorðum vorum: „Hugsaðu um sjálfan þig og eng- an annan. Berðu umhyggju fyrir sjálfum þjer og engum öðrum. Elsk- aðu sjálfan þig og engan annan. Hjálpaðu sjálfum þjer og engum öðrum". „Sjálfur leið þú sjálfan þig og eng- an annan!" Og svo dregur hann upp þessa dáfallegu mynd af mótstöðumanni sfnum, andbanningnum: „Hann á engan vin, sem honum þyki nokkuð vænt um, nema sjálfan sig. Heill og hamingja, sorg og gleði annara eru tóm innihaldslaus orð í eyrum hans. Þótt bróðir hans þjáist, þótt börn hans kveljist, þótt móðir hans gráti og konan hans kveini — auk heldur hörmungar vanda- lausra — ekkert af þessu hefur hin minstu áhrif á hann. Eins og hon- um detti í hug, að neita sjer sjálf- um, sinni eigin dýrmætu persónu um eitt glas af ljúffengu, áfengu vini í hóp fjelaga sinna út af slíku smá- ræði. Nei, aldrei til eilífðar". Þetta er víst svonefnd stúkumælska I En ekki skil jeg, að Templarar græði mikið á slíku skrifi og slíkum forsprökkum í augum almennings. Því að þetta er hreint út sagt eitt- hvað það lúalegasta, sem jeg hef lengi sjeð á prenti. Hyggur þá H. J., að „sjálfsagi" og „sjálfstjórn" sið- góðs manns sje í þessu fólgin? Hyggur hann, að siðferðisþrek það, er hann var að dá, að afneita því illa af sjálfsdáðum, sje þannig vaxið? Heldur hann, að sá, sem er svo sið- ferðislega þrekmikill, að hann getur gengið óstuddur leiðar þær, sem aðr- ir hnjóta á, geti ekki eins leitt og stutt veikari meðbræður sína? Eða veit hann ekki, að slíkir menn verða tíðast öðrum til fyrirmyndar og eftir- breytni og bera þannig fjöldann uppi? Veit hann ekki, að hið æðsta sið- | gæði er einmitt í því fólgið, að gera hið góða og hafna hinu illa af sjálfs- dáðum? Og annað höfum vjer ekki falið í þessum einkunnarorðum vor-< um: „Sjálfur leið þú sjálfan þig". Hitt — „og enganannan!" er við- bót H. J. og má hann eiga það og njóta þess sjálfum sjer til sæmdar. Á oss hefur hann ekki getað klínt því, nema með því að falsa orð okk- ar. En slíkt dæmir sig sjálft. Slík bíræfni blekkir engan, nema ef til vill einhverja fáráðlinga. Eftir þetta ráðvendnisstryk sitt klykkir svo H. J. út með helgisvip á andlitinu og fer að tala um æsk- una og harma það, að sumir skóla- kennarar hjer í bæ hafi skrifað undir ávarpið. Já, þeir gerðu það sjálfsagt af því að þeir vissu, að til er æðri sið- menning en sú, sem klakið er út í þrælsböndum. Þeir gerðu það, af því að heitasta ósk þeirra mun vera, að upp megi vaxa svo veigamikil og kjarnmikil kynslóð í landinu, að hún af sjáltshvötum geti sjeð sjer siðferðilega farborða, að hún geti gengið upprjett, óstudd og sjáandi gegn um lífið, að hún þurfi ekki neina varnargarða nje hækjur til að styðjast við, heldur kunni að hafna því, sem ilt er, og aðhyllast það sem gott er og göfugt af sjálfsdáðum og af frjálsum vilja. Útreikningur landlæknis um, að 110 af 300 stúdentum verði ofdrykkju- men*, hefur sjálfsagt þótt góð latína í þá daga, er það var ritað. En nú nær hann ekki lengur nokkurri átt. Því að nú er það orðin hreinasta undantekning, að stúdent verði of- drykkjumaður. Svo að „vonarpen- ingar" þeirra Goodtemplara fara að fækka úr þessu. Og ekki er þetta að þakka Reglunni, því að fæstir stúdentar eru í henni, heldur hinni frjálsu siðmenningu og siðferðisskoð- unum þeim, sem altaf eru að ryðja sjer til rúms úti um löndin, að það sje hin mesta hneysa sannmentuðum og siðuðum manni, að geta ekki sjeð sjálfum sjer siðferðislega far- borða. Landlæknirinn klykti hjer út á ár- unum með skilgreiningunni: bindind- ismenn —brennivínsberserkir! —Mjer virðist nú orðið tímabært að bæta ofurlitlu inn í hana. Komi það fyrir, að guð fari að skifta mannkyninu svo, að hann skipi bindindismönnum sjer til hægri handar og brannivíns- berserkjunum sjer til vinstri handar, þá kann svo að fara, að hann vinsi enn ofurlítið úr og skipi þeim, er gætt hafi siðferðilegrar hófstillingar í hvívetna, beint andspænis sjer, en skjóti hinum blindu ofstækismönn- um í skúmaskotið að baki sjer. Og er þá vel farið. Því að í skúma- skotunum eiga þeir menn heima, sem halda, að mannkynið geti ekki geng- ið með opnum sjónum og af sjálfs- hvötum leið þá, sem liggur upp og fram, þessa skínandi bifröst fram- faranna, er vjer nefnum siðmenning- arbrautina. Og ef mjer ætti að hlotnast að lenda í litla hópnum fyrir framan auglit guðdómsins, þyrði jeg vel að horfa í ásýnd honum fyrir það, að jeg hef ekki fylgt andbanningastefn- unni nje öðrum frelsishugsjónum af neinum öðrum hvötum en þeim, að jeg hafði þessa von og þessa trú á vaxandi siðferðisþroska mannkyns- ins. w Og heitasta ósk mín er það, að íslendingar, með vaxandi skilningi á siðferðishugsjónum bestu anda mann- kynsins, verði ekki, þegar fram líða stundir, eftirbátar annara þjóða í þeim efnum. En þá verður ekki lengur deilt um leiðarnar, því að þá verða bannlög- in, þessi fyrsti og vonandi síðasti vísir íslenskrar nauðungar-löggjafar, aftur horfin úr sögunni. Yísa. Maður einn var á ferð í súldru- veðri og þoku uppi á fjallvegi, en lagðist fyrir og sofnaði. Þegar hann vaknaði aftur, var komið heiðskírt veður og glaða sólskin. Þá kvað hann þessa vísu : Sólin skín um haf og hauður heldur svona myndarlega. Ekki’ er drottinn alveg dauður; ekkert gerir hann kindarlega. Sumir segja, að vfsan sje eftir prest. Baskerville-hundurinn Ný saga um Sherlock Holmes cftir A. Conan Doylc. íslcnskuð af G, /’, 6. þritugur að aldri, viðmótsþýður og metnaðarlaus, en dálítið utan við sig stundum. Hann hefur með sjer hund, sem jeg ætla að vera muni lítið eilt stærri en völskuhundur, en minni þó en víghunduroc. Jeg hló við og trúði þessu ekki meir en svo, en Sherlock Holmes hallaði sjer aftur á bak í hornið á legubekn- um og bljes frá sjer reyknum, sem þyrlaðist í hringum og bugðum upp undir loftið í herberginu. »1 síðasta atriðinu get jeg ekki fært sönnur á mál mitt fyrir yður«, sagði jeg, en það getur að minsta kosti ekki orðið erfitt að finna eitthvað nánara um aldur mannsins og embættisferik. Jeg tók þvi ofan af hillu dálitilli, sem ó voru læknisrit ýmiskonar, lækna- skrá prentaða og fletti upp nafninu. Úar voru þó nokkrir með Mortimers nafni, en ekki neiiia einn þeirra, sem gat átt við gest okkar. Jeg las upp- hátt það, sem um hann stóð; það var þetta: »Mortimer, Jakob, candidatus medicinue 1882, Grimpen, Dartmoor, Devon. Undirlæknir 1882—84 við Hauða-kross-spitalann. Vann Jacksons- verðlaunin fyrir rit um samanburð sjúkdóma með fyrirsögninni: Eru sjúk- dómar ættgengir? Aukafjelagi sænska læknafjelagsins. Höfundur bækling- anna: Litið eitt um arfgenga sjúkdóma (sbr. lancet 1882), Erum vjer á fram- farastigi (sbr. Journal of Psychology, mars 1863), hjeraðslæknir í Grimpen, lJórsbæjar- og Há-Barro\V-sóknum«. »Hjeraveiðar eru ekki nefndar þarna á naln einú orði, \Vatsoil«, sagði Hoí- mes og brosti nokkuð græskulega, en sveitarlæknir er hjer nefndur, eins og og þjer mjög svo viturlega lókuð fram. Jeg hygg að jeg fari alveg rjett í ágisk- unum mínum. Ef jeg man rjett, gat jeg þess um lundarfar hans, að hann myndi vera viðfeldinn maður, laus við metorðagirnd, en nokkuð utan við sig á stundum og sjervitur. Það er reynsla mín, að ljúflyndir menn og viðmóts- þýðir fái einir vinargjafir í heimi þessum, að þeir menn einir sleppi viðunanlegri stöðu i stórborg eins og Lundúnum og flytji sig upp í sveil, sem enga metnaðargirnd hafa eða mjög svo litla, og að sá maður hljóti að vera eitthvað utan við sig, sem skilur eftir stafinn sinn i stað nafnspjalds, er hann loksins fer burl eftir klukku- stundar bið í herbergi yðar«. »En hundurinn þá?« »Hefur verið vanur að bera stafinn á eftir eiganda sinum. Stafurinn er nokkuð þungur, svo að hundurinn hefur orðið að bita allfast utan um hann miðjan, til að valda honum, og því eru tannaförin svo greinileg. En á bilinu milliþeirra má sjá, að förin eru of Iangt hvertfrá öðru til þess að hund- urinn hati getað verið völskuhundur, en bilið þó ekki nógu breitt á milli fyrir vighundstennur. Það hlýtur að hafa verið — já, og getur ekki hafa verið annað en — hrokkinhærður Bónóríne-hundur 1« Hann var staðinn úpp og gekk um gólf, mcðan hann sagði þetta. Eftir Fyrsti kafli. Sherlock Holmes. Sherlock Holmes var því vanur að vera árrisull um morgna, nema er svo bar við að hann var á ferli alla nótt- ina, og það kom ósjaldan fyrir. Hann sat að morgunverði, er saga þessi hefst. Jeg stóð á ábreiðu framan við ofn- inn og handljek göngustaf, sem gestur okkar einn hafði gleymt kvöldinu áð- úr. Silfurhólkur var ó honum neðan við handfangið, næstum þumlungur á breidd. Á hólkinn var grafið: Til doktors Jakobs Mortimers frá vinum hans í H. K. S. og ártalið 1884. Það var einmitt samskonar stafur og aldraðir heimilislæknar eru vanir að ganga við — traustur, laglegur og vel við hæíi að öllu leyti. »LáIið þjer mig nú heyra, Watson, hvers þjer getið orðið visari af stafn- um«. Holmes sneri að mjer bakinu, og jeg hafði ekki gefið honum neina vis- bending um, hvað jeg var að hafast að. »Hvernig gátuð þjer vitað, hvað jeg var að gera? Þjer hafið þó ekki augu i hnakkanum«. »Jeg hef að minsta kosti silfur-kafíl- könnuna okkar spegilfagra fyrir fram- an mig«, svaraði hann, »en segið þjer mjer nú, Watson, hvað getið þjer ráð- íð af stafnum? Hann kynni að geta orðið okkur að liði, er eigandinn er okkur horfmn og við getum engan grun rent i um erindi hans. Það væri gaman að heyra, hvernig þjer hugsið yður manninn eftir stafnum hans að dæma«. »Jeg held«, sagði jeg og reyndi að likja eftir vini mínum, eins vel og jeg

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.