Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.08.1910, Blaðsíða 2

Lögrétta - 10.08.1910, Blaðsíða 2
146 L0GRJET1 A. Stór Utsala byrjar lö ágúst t versl. DAGSBBUN. Jð íforíur-SIesvík. M. Mackesprang: Nord- Slesvig 1864—ipop. — Bókaverslun Gyldendals, norrænt forlag. Kmhöfn 1910 VIII + 319 bls. 8. Framan af öldum töluðu Danir, Svíar, Norðmenn og íslendingar eina tungu, og enn í dag er mismunurinn á dönsku, sænsku og norsku eigi meiri en svo, að Danir, Svíar og Norðmenn geta venjulega gert sig skiljanlega hver fyrir öðrum, ef þeir tala hægt og skýrt. Aftur á móti geta íslendingar eigi skilið frænd- þjóðir sínar, nje þær íslendinga, þótt hvorirtveggju tali hægt og skýrt. Á milli íslenskunnar og annara Norður- landamála er nú munurinn mestur. Fyrir því standa íslendingar í and- legu tilliti margfalt ver að vígi nú á dögum en í fornöld, þá er ein tunga gekk yfir Norðurlönd. En þrátt fyrir þetta er þó enn í dag eigi meiri munur á norrænum þjóðum en á hinum þýsku þjóðflokk- um, sem nú eru sameinaðir / eitt ríki og taldir eru venjulega ein þjóð; og ef Norðurlönd eru borin saman við Italíu, þá verður munurinn heldur minni. Suður-ítalir og Norður-ítalir (Langbarðar) skilja ekki hvorir aðra. Þeir menn, sem hafa farið víða um Norðurálfuna og hafa fengið glögga þekkingu á henni og út- sýni yfir ríki og þjóðaskipun, skoða venjulega Norðurlönd öll sem eina heild, þótt þau sjeu þrjú konungsríki. Fyrir slíkum mönnum dylst það eigi, sem geríst á landamærum Norður- landa, undirokun Finnlendinga, og Dana f Norður-SIjesvík. Þar er sótt að og saxað á Norðurlönd. Finnland er á milli Svíþjóðar og Rússlands; það hefur opt verið víg- völlur / baráttunni milli Svía og Rússa. Eins hefur Sljesvík verið í baráttunni milli Dana og Þjóðverja. Svíar hafa ásamt Finnum venjulega tekið á móti þeim skellum, sem komið hafa á Norð- urlönd að austan, en Danir á móti skellunum að sunnan. Noregur og ísland hafa verið í skjóli Dana og Svía. Þess vegna hafa hvorki Norð- menn nje íslendingar orðið að þola eins mikið ilt af manna völdum sem Svíar og Danir, þótt þeir hafi eigi ávalt gætt þess sökum þröngsýnis. Nú ganga Rússar svo hart fram gegn Finnum, að land þeirra verður eigi lengur skjólgarður fyrir Svíþjóð eða Norðurlöndum að austan, Þá er Rússar hafa víggirt Alandseyjar, ná þeir með fallbyssukúlum sínum hjer um bil til Stokkhólms. Þeir vilja kom ast vestur að Atlantshafi. Svíar vita það, og hafa viðbúnað mikinn að taka á móti þeim. En sunnan að hefur hættan komið frá Þjóðverjum og baráttan stendur í Norður-Sljesvík. Norðurlönd eru öðru- vísi sett, síðan stórveldi uxu upp fyrir sunnan þau og austan. A mið- öldunum var hið núverandi þýska ríki mjög mörg smáríki, stundum um 400 ríki, og þá var Dönum eigi búin mikii hætta af þeim. Síðan Prússar og Austurríkismenn tóku hertogadæmin af Dönum (1864) hefir venjulega verið gengið hart fram gegn Dönum f Norður-Sljesvík og reynt að eyða tungu þeirra og þjóð- erni. Nálega helmingur /buanna í Sljesvfk var danskur, þá er Þjóð- verjar tóku hana; vita menn eigi nákvæmlega um hve margir Danir voru þar þá, því að margir þeirra ljetu sig engu skifta um þjóðernið. Við manntalið 1855 voru Danir tald- ir 170 þús. í Slesvík, en 190 þús. Þjóðverjar, en um 40 þús. töluðu bæði málin. Bák dr M. Mackeprangs skýrir greiniiega frá sögu Norður-Slesvíkur síðan Danir mistu hana og baráttu danskra manna fyrir tungu sinni og þjóðerni. Frásögnin er Ijós og skipu- leg og stillileg. Höfundurinn er vís- indamaður, nafnkunnur sagnfræðing- ur; gerir hann sjer far um að segja hlutdrægnislaust frá öllu, þótt hann sje Suður-Jóti og hafi á unglingsaldri yfirgefið átthaga sína / Norður-Slesvík. Hann hefur þegar fengið mikla viður- kenningu fyrir rit sitt, og það því fremur sem áður var engin fullkomin saga til af þessu nje Slesvík eftir 1864. Eftirtektavert er, hvernig Prússar fóru með Slesvíkur-Holseta, er þeir höfðu skilið hertogadæmin frá Dan- mörku. Þeir höfðu æst þá og eflt til ófriðar móti Dönum, en 11. septbr. 1S65 dæmdu krúnu-lögfræð- ingar Prússa, að erfðaprins Friðrik af Augustenborg væri eigi næstur til erfða í Slesvík og Holstein eftir frá- fall Friðriks 7. Danakonungs, og að Kristján hertogi af Augustenborg hefði með samningi 30. desbr. 1852 gefið eftir rjett sinn Kristjáni níunda til handa og erfingjum hans í karl- legg. Kristján 9. væri því hinn lög- legi drotnari f hertogadæminu, en þar sem hann hafði látið þennan rjett sinn af hendi með friðarsamn- ingum við Prússland og Austurríki, ættu þessi ríki öll yfirráð í hertoga- dæminu. Slesvfkur-Holsetum og konungs- efni þeirra brá heldur en ekki f brún við dóm þennan, og þótti þeim nú ver farið en heima setið, en við það var ekkert að gera. Hertogadæmin urðu síðan Prússum og Austurríkismönnum að ófriðarefni, og unnu Prússar sigur. Þá er friður var saminn í Prag 23. ág. 1866 fengu Priíssar hertogadæmin. í 5. grein í friðarsamningnum var ákveðið, að íbúana í hinum norðlægu hjeruðum Slesvíkur skyldi láta af hendi við Danmorku, ef þeir ljetu í ljós ósk um það við frjálsa atkvæðagreiðslu. Þetta gaf Dönum f Norður-Slesvfk von um að sameinast Danmörku og jafnframt nýjan hug og dug til þess að vernda þjóðerni sitt og tungu, þrátt fyrir alla erfiðleika og ofsóknir. Þeir væntu þess, að Napóleon 3. mundi styðja þá, því að hann átti upptökin að grein þessari. Tólf ár- um síðar afnámu Prússar þessi ákvæði f 5. gr. (11. oktbr. 1878); var það mörgum þung sorg og gerði marga íbúa Slesvíkur rjettlausa, þvf að þeir höfðu treyst samningnum, og því eigi valið um í tíma, hvort þeir vildu verða þegnar Prússakonungs eða Danakonungs. Til þess að eyða danskri tungu og dönsku þjóðerni hefur verið gripið til margra ráða. Það hefur verið valdboðið, að öll kensla í dönskum skólum færi fram á þýsku, nema trúarbragðakensla, og kensla í dönsku hefur verið afnumin með öllu (18. desbr. 1888). Danir hafa hópum saman verið gerðir af landi brott fyrir litlar eða alls engar sakir; vinnu- hjú hafa t. a. m. verið gerð land- ræk til þess að koma húsbændum þeirra í vandræði. Yfirráð og rjettur danskra foreldra yfir börnum þeirra hefur verið af þeim tekinn, til þess að gera börn þeirra þýsk. Prent- frelsi hefur verið lítið; fundahöld hafa verið bönnuð, og mönnum bannað að syngja dönsk og norsk kvæði, sem snerta ættjarðarást og frelsi á ein- hvern hátt. Þessu og fleiru þvílíku beitti Köller móti Dönum. Hann var yfirforseti í Sljesvík-Holstein nú um síðustu aldamót. Danir (Suður-Jótar) hafa varið þjóð- erni sitt og tungu með mestu seiglu og þreki; en þó hefur þeim eigi tek- ist að varðveita það alstaðar í þau 46 ár, sem liðin eru síðan þeir komu undir Þjóðverj'a. Fyrir sunnan tak- mörk þau, sem sett voru eftir at- kvæðagreiðslu á milli Þjóðverja og Dana í Slesvík, var nokkur minni hluti manna danskur. Hann er nú horfinn. Næst fyrir norðan takmörkin hefur einnig saxast á danskt þjóð- erni, og í hinum dönsku hjeruðum mega Þjóðverjar sín nú miklu meira en fyrir 40 árum. Þar er nú um alt þýskir umsjónarmenn, hermannalög- regla og embættismenn. Smárfkin eiga nú á dögum erfitt uppdráttar. ÖU jörðin er orðin kunn og þau geta eigi farið í felur. Aldrei hafa þau átt jafnerfitt áður. Mörg ríki hafa sameinast og orðið stór- veldi, og þau vilja gleypa smáríkin í sig. Á Þýskalandi er nú uppi mikilsmegandi flokkur manna, sem prjedikar þar fyrir mönnum, að Þjóð- verjar eigi að ná öllum mönnum af germönsku eða þýsku kyni undir sig. Þeir eru nefndir alþjóðverjar. Til Þjóðverja telja þeir Norðurlandaþjóðir, enda nefna Þjóðverjar þær Norður- Germani. En sjerstaklega vilja þessir menn ná Þjóðverjum í Austurrfki undir Þýskaland, og einnig Sviss, Hollandi og Danmörku. Margir hinir bestu og vitrustu menn á Norðurlöndum líta nú svo á, að Norðurlönd fái því aðeins haldið þjóðerni sfnu og sjálfstæði, að þau sjeu vinveitt hvert öðru og styðji hvert annað í orði og verki. Hvaða hug sem einstaka þröngsýnir menn á íslandi eða f Noregi kunna að bera til Dana eða Sv/a, er það þó ljóst, að öllum Norðurlöndum er hætt, ef Danir mistu sjálfstæði sitt. En ef Svíar mistu það, má telja að úti sje um öll Norðurlönd. ísland fær að- eins haldið þjóðerni sfnu og sjálf- stæði í sambandi við Danmörku eða Norðurlönd. Fjarlægðin ein getur eigi verndað það nje haldið því uppi eins og fyr á öldum, með því að samgöngur eru orðnar svo greiðar. Það er eins og löndin hafi færst nær hvert öðru, þá er samgöngurnar eru orðnar svo greiðar og skjótar. Fjar- Iægðin hverfur smátt og smátt, eftir því sem samgöngurnar verða betri. Þá er ein tunga gekk yfir Norður- lönd, var sjóndeildarhringur íslend- inga stærstur. Þá leið þeim lfka best. Enn þann dag í dag hefðu þeir gott af því að líta rækilega út fyrir Iandsteinana og athuga það vel, sem gerist á landamærum Norður- landa. í raun rjettri væri þörf á þv/, að ritað væri rækilega um Finnland og Slesvík nú á dögum handa al- menningi hjer á landi. En hver sá, sem kann dönsku og vill kynna sjer það, sem gerst hefur í Slesvík á sfðustu 45 árum, getur gert það með hægu móti, með þv/ að lesa bók dr. Macke- prangs. Bogi Th. Melsttð. Landlæknir fór utan með Ceres 7. þ. m. og kemur heim aftur með Botníu í September. Sæmund- ur Bjarnhjeðinsson gegnir embætti hans og læknisstörfum meðan hann er fjarverandi. Landlæknir fer f þeim erindum að kinna sjer nýjustu aðferðir við sóttvarnir og sótthreins- anir. Jafnframt ætlar hann að sitja á stórþingi Oddfellowa, sem háð verður / Kaupmannahöfn 5.—7. sept- ember. Oddýellowrtglan var stofnuð hjer á landi I. ág, 1897 og eru nú 77 menn í þeim fjelagsskap. Landlækn- ir er yfirmaður Oddfellow fjelags- skaparins hjer á landi. Oddfellow* deildirnar í Danmörku, Islandi og Noregi hafa sameiginlega yfirstjórn, sem situr í Kaupmannahöfn og eiga þar sameiginlegt þing annaðhvort ár. Það er kunnugt að danskir Oddfell- ows gáfu Holdsveikraspftalann. En fslenskir Oddfellows hafa manna mest unnið að þv/ að koma á fót Heilsu- hælinu. Oddfellowreglan var stofnuð fyrir rúmum 80 árum í Vesturheimi og er með líku sniði og fjölda mörg önnur fjelög meðal engilsaxneskra þjóða, sem einu nafni eru kölluð bandalög (friendly societies). Eitt hið elsta af þess konar fjelögum er Frímúrarafjelagið. í Oddfellowfje- laginu er nú um iV« miljón manna víðs vegar um heim. Biblíuþýíingin og aní- mælin gegn hennu> Það hefur einhvernvegin atvikast svo „heppilega" að frásögnin / Lög- rjettu um „árásirnar" á biblíuþýðing- una nýju, kom ekki fram fyr en jeg var farinn ur Reykjavík og gat því ekki svarað henni þegar / stað. Greinarhöfundurinn, sem auðsjáan- lega er lektor Jón Helgason, þótt ó- kunnugum kunni að þykja það ó- trúlegt vegna ritháttarins, sveigirþar mjög að mjer með þeim „bróðurhug og sanngirni", sem sumir kannast við að lektor Jóni er tamt / ágrein- ingingsmálum, og þv/ er sjálfsagt að jeg skýri greinilega frá afskiftum m/num af þessu máli. Jeg geri það heldur engan veginn nauðugur, og hef jafhan sagt hverj- um, sem um það hefur spurt, að jeg væri að ýmsu leyti óánægður með nýju þýðinguna og væri að stuðla að þv/, að biblían yrði prentuð / vasa- útgáfu og nokkrar þýðingarbreyting- ar gerðar um leið, — hef enda skrif- að það f frjettagrein f danskt blað, eins og s/ra Jóni lektor verður á að skýra frá. En afskiftin voru þessi: Sumarið 1907 kom til orða að jeg færi á alþjóðafund Evangelisks banda- lags / Lundúnum, og átti jeg að fá nokkurn ferðastyrk, en jafnframt skor- aði maður sá erlendur, er útvegað hafði styrkinn, á mig, að ganga á fund stjórnar breska fjelagsins og fá það til að setja einhvern andstæðing nýju guðfræðinnar f bibliuþýðingar- nefndina f Reykjavík. — Sá maður þekti þýðingu Jesajasar spádómsbók- ar og var mjög óánægður með hana. Jeg neitaði, að verða við þeim til- mælum, og hafnaði jafhframt Lun- dúnaförinni. Jeg sagði bæði þá og oftar, að jeg vildi ekkert gera, sem frestað gæti þyðingunni, en skyldi fiís segja skoðun mfna á þýðingunni, þegar henni væri að fullu lokið. Seint / október 1908 fjekk jeg svo fyrirspurn frá einum af leiðtog- um Evangelisks bandalags f Lund- únum um það, hvort satt væri að bibl/uþýðingin /slenska styddi stefnu nýju guðfræðinnar og væri gerð af áhangendum hennar. Jeg svaraði þv/ 21/n s. á. á þá leið, að síðara atriðið væri rjett, en um hitt gæti jeg ekkert fullyrt að svo stöddu, þar eð biblían væri ekki komin til bóksala; mjer væri aðeins kunnugt um, að Jahve-nafninu væri haldið / Gamla testam. og teldi jeg það mjög óheppilegt. Nokkrum dögum síðar spurði þá- verandi lektor prestaskólans, núver- andi biskup, mig að, hvort jeg hefði skrifað biblíufjelaginu bretska nokkr- ar kvartanir um biblíuþýðinguna, og *) Þess var getið, er Lögr. f 33. tbl. flutti greinina, sem hjer er svarað, að hún væri eftir merkan mann, sem Lögr. hefði beðið að skýra lesendum sínum frá þrætumálinu um biblíuþýðinguna. Þessi maðurvarjón Helgason lektor, og þótt nafn hans stæði ekki undir greininni, var hvorki sjálfum honum nje Lögr. nein launung á því, hver skrifað hefði greinina, og það er algerður misskilningur hr. S. Á. G., ef hann hygg- ur, að burtför hans úr bænum ( sumar hafi nokkru ráðið um framkomu greinar- innar. feg hafði enga hugmynd um, að hann væri fjarverandi, fyr en rjett eftir að blaðið kom út með greinina, er jeg reyndi að ná samtali við hann í fóni. En óskiij- anlegt er mjer, hvað hann getur fundið að »ritheettí« þeirrar greinar; sje hann aðfinningar verður. þá er vandfýsnin f þeim efnum komin fram úr öllu hófi, Lögr. veitir fúslega hr. S. Á. G. rúm fyrir þetta svar hans, og þar með finst henni fylsta rjettlætis gætt frá sinni hálfu í þessu máli. Ritstj. neitaði jeg þv/, eins og satt var, en sagði honum jafnframt frá þessu ný- farna brjefi og, að mjer væri það kappsmál að fá /slenska orðið Drott- inn / stað Jahve f /slenska biblíu, og bætti þv/ við, eins og jeg geri enn, að það væri miklu mikilvæg- ara / mínum augum heldur en hitt, þótt nokkrar setningar kynnu að vera öðru vísi þýddar, en jeg hefði kosið / gamla testamentinu. íslensk alþýða hefur ekki haft svo mikinn trúarstyrk af gamla testa- mentinu nje tamið sjer svo lestur þess, að vert sje að draga úr þv/ með því að nefna guð hebresku heiti, °S jeg hef ' huga að rísa eftir föng- um gegn hverri tilraun nýju guð- fræðinnar til að telja safnaðafólki voru trú um, að Jahve hafi verið „guð Gyðinga" á sama hátt og þjóðguðir heiðinna nágrannaþjóða voru, og komi oss kristnum mönnum ekki meira við en þeir. En víkjum aftur að þýðingarmál- inu. í maímánuði / fyrra vor bað hr. Arthur Gook á Akureyri mig um að skrifa sjer álit mitt og helst ein- hverra fleiri guðfræðinga eða krist- indómsstarfsmanna á nýju þýðing- unni, svo að hann gæti lagt það fyrir biblíufjelagið bretska, er hann kæmi til Englands þá skömmu síðar. Nú gat jeg ekki lengur afsakað mig með því, að biblían væri ekki komin út, og varð nú annaðhvort að fara að skifta mjer verulega af þessu máli, eða eiga það á hættu, að erlendir menn einir fengjust við það, og að jafnvel yrði farið að endurprenta gömlu biblíuþýðinguna með einhverjum smábreytingum líkt og gert var við prentun vasaútgáfu nýja testamentisins fyrir nokkrum ár- um. Auk þess var jeg engan veginn ánægður með nýju þýðinguna, eins °g Jef? bef oft vikið að f Bjarma, af því að fingraför nýju guðfræðinnar eru þar svo ljós og nýja testament- is þýðingin auk þess með ýmsri inn- byrðis ósamkvæmni og ónákvæmni eins og allir sjá, sem það mál vilja og geta kynt sjer, og þýðendurnir sjálfir kannast við. — En á hinn bóginn er þó gamla testamentis þýð- ingin svo vönduð yfirleitt, að jeg taldi lang æskilegast, ef hægt væri að fá prentaða vasabibl/u, þar sem nýju þýðingunni væri fylgt að mestu leyti. I þá átt skrifuðum við svo, dóm- kirkjupresturinn og jeg, álitsskjal, en enga kæru, þar sem við lögðum alla áhersluna á, hver nauðsyn þjóð vorri væri á vasabibl/u; fyr yrði biblían aldrei útbreidd og lesin sem skyldi. En þar sem nýja biblíuþýðingin ís- lenska, sem að vísu væri miklu vand- aðri en eldri þýðingar fslenskar, sýndi þó sumstaðar um of skoðanir nýju guðfræðinnar á trúarhugmynd- um Gyðinga, — þá væri æskilegt að nokkrar breytingar yrðu gerðar / vasaútgáfunni, og nefndum við þar sem dæmi auk Jahvenafnsins Jes. I. 18., 7.14., og Amos 3.8. Þetta álitsskjal sendi jeg hr. A. Gook á Akureyri II. maí f. á., og adjutant Hansen, þáverandi aðalleið- togi Hjálpræðishersins.mun hafa sam- hliða sent sjerstakt brjef frá sjer með svipuðu innihaldi. Fám dögum síðar kom til mín brjef frá Lundúnum, þó ekki frá starfs- manni bretska biblíufjelagsins, og var jeg þar beðinn að nefna einhverja staði / bibl/unni, þar sem /slenska þýðingin hefði valdið óánægju, og skýra frá þýðingunni á Jes. 1.18. — Jeg svaraði þv/ 26. maí f. á. með því einu, að þýða orðrjett á ensku Jes. 1.18., 7.14. og Amos. 3.8., en vísaði að öðru leyti til hr. A. Gooks, sem bráðlega mundi koma til Lund- úna. Upp frá því og þangað til f mars í vetur sem leið, skifti jeg mjer ekk- ert um þetta mál, að því fráteknu, að jeg spurði hr. A, Gook frjetta um undirtektirnar / Englandi, og skildist mjer svo á honum, að góð- ar horfur væru á þvf, að vasaútgáf- an fengist samkvæmt óskum vorum; mjer brá þv/ / brtín, er jeg frjetti hjá biskupi, Þórhalli Bjarnarsyni, f mars / vetur, að biblíufjelagið bretska væri að hugsa um að fara að gefa út vasaútgáfu af biblíunni á íslensku, þar sem Jahve-nafninu væri haldið 1

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.