Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 07.09.1910, Side 3

Lögrétta - 07.09.1910, Side 3
L0GRJET1 A. 163 Kvöldskóla fyrir ungar stúlkur halda undirritaðar frá 1. okt. Náras- greinar: íslenska, enska, danska, reikningur, skrift og hannyrðir. I^ingrlioltsstrsBti ÍO. Bergljót Lárusdóttir. Lára Lárusdóttir. Morðið á Gaynor borgarstjóra. Myndin, sem hjer fylgir, sýnir Gaynor borgarstjóra í New-York rjett eftir að skotið var á hann úti á þýska fólksflutningaskipinu, eins og frá var skýrt nýlega í Lögr. Tveir menn hlaupa til og styðja hann, en blóðið rennur úr sárinu á andlitinu. Ameríkumenn eru fljótir til, og hafa náð mynd af þessu þegar í stað. Smjörsalan. í markaðsskýrslu, sem smjörbúin hafa fengið frá hr. J. V. Faber & Co. 1 Newcastle, dags. 30. f. m., segir: »Með s/s Botníu kom aftur sending af íslensku smjöri. Það kom til Leith 10. þ. m. og var þegar sent áfram til Newcastle, því þar eru bestu við- skiftamennirnir, enda tókst oss í þetta sinn að selja þar alt. Markaðurinn var betri en þegar síð- asta sending kom, svo að hægt var, eins og meðlagður reikningur sýnir, að ná töluverðri verðhækkun, einkurn þó fyrir bestu tegundirnar, en þó nokkurri fyrir hinar líka. Hvað gæðin snertir, þá er hvað eftir annað kvartað yfir því, að smjörið haldi sjer ekki, og er því mjög áríðandi, að selt sje svo fljótt sem unt er, svo að smjörið sje notað áður en verri smekkurinn kemur fram«. Lögr. og ísaf. Hr. Jón Þorláksson verkfræðingur hefur sent Lögr. eftiríarandi: Hr. A. J. Johnson segist engar blaöa- greinar hafa sent Lögrjettu, en Þorsteinn Gfslason segist hafa fengið margar frá honum. Ein grein að minsta kosti eftir hr. A. J. J. hefur nú staðið í Lögrj., og er það eitt væntanl. nóg til að sýna, að hann segir ekki satt. Af þvf að einu af Reykjavfkurblöðunum hefur orðið furðu skrafdrjúgt um þetta, langar mig til að segja frá eftirfarandi: Einhverntíma á fyrstu árum Lögrj., þó ekki seinna en vorið 1908, var jeg staddur heima hjá Þorst. Gfslasyni; varð þá til rætt um A. J. Johnson, og hafði jeg eitt- hvað orð á því, að hann skrifaði mikið f blöðin. Þá sagði Þorsteinn við mig: „Jeg hef fengið margar ritgerðir frá honum"; um leið benti hann mjer á allþykt hand- rit, sem lá á skrifborðinu hjá honum og bætti við: „hjerna er sú seinasta, «n þetta er alt of langt; það er ekki pláss fyrir það 1 blaðinu". Eitthvað fleira töluðum við um þetta. Jeg man nú ekki með vissu, hvort jeg leit á undirskrift (eða yfirskrift) þessarar löngu ritgerðar, en Þorsteini gat ekki gengið nokkur hlutur til að skrökva neinu að mjer f þessu efni, svo að jeg er ekki f neinum vafa um, að það var satt, að hann hafði fengið bæði þessa löngu ritgerð og aðrar fleiri frá A. J. Johnson. Reykjavfk 5. sept. 1910. Jón Porláksson. „Ársafmœlið**. Svo hjet greinarkorn, sem Ólafur ráðherra- kundur ritaði f ísaf. rjett eftir að hann tók við blaðinu í fyrra, eitthvert hið barnalegasta og hjákátlegasta rugl, sem hjer hefur sjest á prenti, svo gleiðyrt og skoplega flónslegt, að ailir, sem það lásu, voru hissa. Faðir hans var ekki heima, þeg- ar greinin kom í blaðið; hann var þá uppi á Hálsi. En vafalaust hefur sú grein átt ekki hvað minstan þatt í því, að öll yfirráð yfir blaðinu voru bráðlcga tekin af ritstjóranum. Af þessu má það merkilegt heita, að hann gerist sjálfur til þess í ísaf. á laugardaginn, að minna á þessa grein að nýju, eða leyfir öðrum að gera það undir sfnu nafni f ísaf. Þar er sem sje tekinn upp kafli úr mjög vel ritaðri og skemtilegri grein, sem blaðið »Reykjavík“ flutti um »Árs- afmælið*. Þessi Reykjavíkurgrein þótti hitta vel og var mikið um hana talað. Hún gerði ísaf.-ritstjórann að almennu athlægi, og því er það ef til vill, að hún er honum nokkuð minnisstæð. Nú birtir hann vottorð um það frá þáverandi ritstj. Reykjavíkur, Jónasi Guðlaugssyni, að þessi grein sje eftir Lárus H. Bjarnason lagaskólastjóra, og ætlast sýnilega til þess, að hon- um verði talið það til ámælis, ef hann hefði ritað greinina. Isaf.-ritstjórinn býst víst við, að almenningur sje nú búinn að gleyma, hve vel var tekið á móti greininni, þegar hún birtist fyrst í Rvík í fyrra. Lögr. veit ekki með neinni vissu, hvort það er satt, sem í vottorðinu stendur, en hyggur þó, að svo muni vera. Henni er það fjarri skapi, að hallmæla J. G. En hann hefur hlaupið á sig og sjálfur gert minna úr sjer en rjett var með vottorðs- gjöfinni. Hann segir, að greinin hafi verið prentuð »gegn mótmælum« frá sjer. Hann var sem sje kunningi ísaf.-ritstjórans og hefur sjeð, að greinin mundi gera þennan góðkunn- ingja sinn meira en lítið hlægilegan, svo að J. G. var þar nokkur vorkunn. En lftið virti ísaf.-ritstjórinn kunnings- skapinn við J. G. um það leyti, ef Lögr. man rjett. Og alt annað en kunningjabragð er það af ritstj. Isaf., að nota sjer þetta vottorð Jónasar. Það er lítil- mannlegt og vesaldarlegt. Því L. H. B. gerir það ekkert til. En birt- ing þess er leiðinleg fyrir Jónas. Þar við bætist, hve vel það situr á ritstj. ísaf., eða hitt þó heldur, að flytja langar og margorðar áminningar- greinar út af þessu efni og þvf um líku. Annars hefur ritstj. ísaf. oftar sýnt, hve einlægur kunningsskapurinn er frá hans hlið við J. G., meðal ann- ars, er hann flutti frásögnina um J. G. í sambandi við Norðurlands-fyllirfs- skeytin, í grein eftir ritfíflið góða — vitandi þó án alls efa, að sú frásögn nær engri átt og að J. G. var alveg saklaus af þeim skeytatilbúningi, en að hann þagði um alt þvf viðvíkjandi af góðmensku og hlífð við annan kunningja sinn, flokksmann ísaf., sem átti á hættu að missa stöðu sína, ef hreyft yrði við því máli meira en gert var. Svar til hr. Ágústs Bj'arnasonar. Eíiir Halldór Jónsson. III. í 37. tölubl. „Lögrjettu" tekur h. útv. sjer fyrir hendur — eftir nokkur vel valin brigslyrði og fúkyrði — að útskýra „Avarpið" fræga. 9. Honum þykir jeg misskilja orðið „nauðungarlög", jeg skilji það eins „hreppakerling", sem sje, að jeg leggi þann skilning í það orð, sem beinast liggur við. En það má ekki. Það hggur, eftir sögusögn h. útv., djúp þýðing í þessu orði. En má jeg spyrja: Hví reyna andbanningar ekki að orða hugsanir sínar svo ljóst, að jafnvel hreppakerlingar geti skilið, hvað þeir meina? Eru þeir ekki færir um það? H. útv. segir, að andbanningar meini með þessu orði þau lög, er hann nú ncfnir „varnarlög" (præventiv-) lög, er svifta menn fyrirfram sakarefn- inu, girða fyrir það fyrirfram, að hœgt sje að brjóta þau, girða fyrir það, að hver og einn geti valið um, hvort hann brýtur þau, — og tekur þá á móti refsingunni, ef uppvíst verður, — eða þá brýtur þau ekki. Sem dæmi upp á slfk „varnarlög" tekur hann hin gömlu ritskoðunarlög (censur) og setur bannlögin íslensku á bekk með þeim. Gætum nú að, hvað rjett er í þessari fullyrðingu og þessari samlíkingu h. útv. Hvað er nú það, sem einkennir ritskoðunarlögin og gerir þau frá- brugðin flestum öðrum lögum? Það er einungis það, að sjerstakir menn eru settir til þess, að lesa yfir fyrirfram sjerhvað það, er prenta skal, til þess að stryka út alt það, er óheimilt er að prenta, að þeirra dómi, gæta þess á þennan hátt fyrirfram. að enginn geti orðið sekur um það lög- brot, að prenta eitthvað að þeirra dómi hættulegt fyrir ríkið. Er nú nokkuð samskonar ákvæði í bannlögunum íslensku ? Er nokkur hópur manna, er eigi að gæta þess sjerstaklega fyrirfram, að menn geti ekki brotið þau, geti ekki flutt inn áfenga drykki? Öldungis ekki á nokkurn hátt. Þetta er svo mikil fjarstæða, að sjálfir andbanningar gera einmitt ráð fyrir því, að menn muni geta brotið þau og muni brjóta þau; — byggja á því eina höfuðástœðu sína gegn lögunum, „að þau leiði til lagabrota". Af því að mönnum sje gefinn kost- ur á að velja um, hvort þeir brjóta þau eða brjóta þau ekki, — þá muni menn brjóta þau. Hvernig á nú nokkrum góðfúsum lesara að detta í hug, að þá merking eigi að leggja í orðið „nauðungar- lög", sem kemur beint í bága við kenningu sjálfra andbanninga fáum línum síðar í Ávarpinu? Eiga allir menn, ekki að eins hreppakerlingar og jeg, heldur allir menn, líka allir gáfuvargarnir í þeirra eigin flokki, að leita uppi þá merkingu í þessu orði, sem er öldungis ösamrýmanleg við orðin og hugsunina í annari hófuð- ástæðu þeirra sjálfra? Allur vaðallinn hjá h. útv. um það, að bannlögin íslensku brjóti í bága við grundvallarreglur í lagasetning annara þjóða, er ekkert annað en fráleitasta fjarstœða. Þau veita mönnum fult valfrelsi um það, hvort menn brjóti þau eða brjóti þau ekki, og leggja, á sama hátt sem öll önnur lög, refsing við, ef brotin verða. Ef nokkur nútímans lög geta kall- ast nauðungarlög í merkingunni „præventiv“-lög eða varnarlög (fyrir- fram), þá eru það tollgœslulóg allra mentaþjóðanna. Þar er settur á stofn heill her af eftirlitsmönnum (tollþjón- um), sem raðað er á öll landamerki, við sjávarstrendur, á járnbrautar- stöðvar og hafnarbæi. Og þeir hafa það hlutverk, að svifta menn fyrir- fram möguleikanum til að geta valið um, hvort menn brjóti tolllögin eða brjóti þau ekki. Þeim er veitt heimild til að skoða svo nákvæm- lega sem þeim sýnist allar vörusend- ingar, allan farangur manna, jafnvel gangklæði manna og í vösum þeirra. Svona ítarleg „præventiv"-lög, varnarlög, þvingunarlög, hafa einmitt allar mentaþjóðirnar í kringum oss, — og láta sjer enga lægingu þykja. En ekkert þessu líkt er til í bann- lögum vorum. Þau eru ábyrgðarlög að 'óllu leyti, í sömu merkingu sem hver önnur lög vor, — og ekkert annað. 10. H. útv. brigslar mjer um, að jeg sje „að reyna að stinga því undir stól", að bannlögin sjeu „gefin á því sviði, er aðeins varðar hegðun ein- staklingsins, en snertir ekki hags- muni annara". Og hann segir, að jeg „gleymi alveg þessu mikilvæga að- eins". Hjer fer h. útv. með rangt mál, eins og sjerhver getur sannfært sig um, sem les það, er jeg hef ritað um 5- atr- Ávarpsins. En hitt er annað mál, að jeg hef ekki beinlínis fært fram ástæður fyrir því, að það sje skökk skoðun, ef andbanningar hafa hana, að það varði „að eins" og „einvörðungu" einstakling mannfjelagsins sjált'an og engan annan, hvort hann notar á- fengi til drykkjar eða ekki. Jeg hef ekki eytt miklu rúmi til að sýna fram á, að þessi skoðun sje skökk, hver sem hana hann að hafa, og það er af þeirri einföldu ástæðu, að alt mannlífið með öllu sínu stór- kostlega og margvíslega áfengisböli lætur alla hugsandi menn þreiía á hundruðum og þúsundum dœma upp á það, hvernig alveg saklausir karl- menn, konur og börn, líða sálar- kvalir, líkamlegt ofbeldi, efnatjón, fjárútlát o. fl. o. fl. beinlinis af áfeng- isbrúkun annara. Jeg hugði, og hygg enn, að þetta sje svo tvímælalaust og bersýnilegt hverj- um hugsandi manni, er kann að draga ályktun milli orsakar og afleiðingar, að það væri að gera mentuðum mönn- umósæmilegar getsakir og aðdróttanir, að láta í ljósi, að þeir gcetu haldið því fram í alv'óru, að áfengisbrúkun einstaklingsins varði „að eins" og „einvörðungu" sjálfan hann. Og það því fremur, sem vísindamennirnir hafa á síðustu áratugum birt þá niður- stöðu ransókna sinna, að áhrif og spilling áfengisins á neytanda þess komi fram á saklausum afkvæmum þeirra í margvíslegu formi, svo sem taugaveiklun, geðveiki, vitskerðing o. s. frv. 11. H. útv. verður nú að viður- kenna, að spá andbanninga um hnekki og tjón fyrir landið í verslunarsamn- ingum vegna bannlaganna, hefur al- gerlega sprungið. Hann hefur upp- götvað orsökina, sem sje „smæð þjóðarinnar". Það „hefði" sparað þeim þessa ástæðulausu hrakspá, hefði þeim dottið í hug „smæð þjóð- arinnar" áður en þeir spáðu. 12. Þá er maður les svar h. útv. dettur manni ekki sjaldan í hug, að sá er standa þykist á hæðum hinnar „æðri menningar" geti ekki hafa skrifað það, heldur einhver götu- drengur; þar er svo litið um rök, en mikið um brigslyrði. Utlit er fyrir, að ýmsum andbanningum þyki þessi vopnin handhægust, og að þeir geti be^t með þeim sýnt stórmensku sína og yfirburði. En það get jeg látið h. útv. vita, að þau bíta ekkert á mig. Og óhræddur legg jeg það undir dóm lesandi ogskynjandi manna, hvor okkar brúkar meiri „rangfærsl- ur“, „útúrsnúning" og „getsakir". 13. H. útv. „finst vera hugsun- arglompur" í því að segja: „Það er ekki frelsi, að svifta sjálfan sig frelsi", en segja svo einnig, „að þjóðin hafi af frjálsum vilja beðið um bannlögin". En báðar þessar setningar eru í fullu samræmi, þótt h. útv. vilji ekki skilja það. Það má ekki blanda saman frelsi og á- striðum, eða frelsi og skertu viti. Enginn er frjáls í athöfnum sín- um, nema vit hans sje óskert og dómgreind hans heilbrigð. Áfengið skerðir vitið og veikir dómgreindina. „Vitið flýr, vitið flýr", segir í vís- unni. En í stað vits og dómgreind- ar taka þá ýmsar fýsnir og ástriður við stjórnartaumunum. Af þessari sannreynd eru sprotnar ýmsar „málsbætur" í sakhæfi drukk- inna manna. H. útv. segir og sjálfur: „Notkun áfengis" gjörir fýsnina að áfengis- ástríðu. Og dæmin sýna hundruðum saman, hve áfengisástríðan verður sterk, svo sterk, að vit og dómgreind ráða ekkert við hana. Það er því beint til að vernda vitið og dómgreindina, og þar af leiðandi að vernda frelsi og frjálsar athafnir manna, að áfengið verði rekið inn í lyfjabúðirnar. Bannlögin mætti með fullum rjetti nefna: Lög um vernd á viti, dóm- greind og frelsi manna. Frh. Allsherjar líyennamót var háð í Kaupmannahöfn seint í ágúst. Þaðan komu konur af ýmsum löndum, og kepptust við að tala. Síðan samþyktu þær að heimta fullan kosningarrjett handa konum um allan heim. Að því búnu átu þær og drukku og voru glaðar. Sugleg stúlka getur fengið vist á Hótel ísland frá 1. október n. k. Þeir sem vilja selja Hótel ísland mjólk, rjóma og egg eftir 1. okt. sendi undirrituðum hótelstjóra til- boð sín fyrir 15. þ. m. P. P. J. Gunnarsson. Franz Joseph Austurríkiskeisari varð áttræður 18. f. m. Ráðherra og franski konsúllinn. Þjóðólfur flutti á föstudaginn grein um málastapp franska konsúlsins hjer. Þegar hann fór utan í vetur, hafði ráðherra lofað honum skriflega, að hann skyldi sjá um öll mál hans, meðan hann væri í burtu. Brjef ráð- herra til konsúlsins prentar Þjóðólfur. og er það svo hljóðandi: »Stjórnarráð Islands. Reykjavik d. 8. Nov. 1909. I Anledning af den franske Konsul, Hr. I. P. Brillouins Bortrejse ud aí Landet, skal Ministeren for Island erklære, at der fra Ministeriets Side vil blive udviste alle mulige Bestræ- belser for, under Hr. Konsulens Fra- værelse, at bevare og forskaffe ham de ham tilkommende Rettigheder i alle Sager, der endnu ved hans Bort- rejse maatte være uafgjorte, eller som under hans Fraværelse maatte opstaa her i Landet, hvad enten de verserer mellem ham og det offentlige eller Private. (sign). Björn Jonsson. Indr. Einarsson. Hr. Konsul I. P. Brillouin, Det franske Konsulat Reykjavik«. (A íslensku: í tilefni af ferð frakk- neska konsúlsins, hr. I. P. Brillouins, af landi burt, lýsir ráðherrann fyrir ísland yfir því, að frá stjórnarinnar hálfu skal vera gert alt sem mögu- legt er, til að varjveita óskertan rjett herra konsúlsins í fjarveru hans og útvega honum óskertan rjett þann, er honum ber í öllum þeim málum, sem enn kunna að vera óútkljað við brottför hans, eða upp kunna að rísa hjer á landi í fjarveru hans, hvort sem mál þessi eru milli hans og hins opinbera eða einstaklinga). Nú kvað konsúlnum þykja ráð- herra hafa illa haldið loforð sín, og er sagt, að hann sje mjög óánægð- ur yfir því.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.