Lögrétta - 21.09.1910, Page 1
Aígreiðslu- og innlieimtum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON.
Liautfave^ 41.
Talsimi 74.
LOGRJETTA
Rltstjórl
PORSTEINN GISLASON
Plngholtsstrtæi 17.
Talsimi 178.
J46.
I. O. O. F. 939169.
Forngripasafnið opið Sd., þrd. og fimtad.
kl. 12—2.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/.
—12 og 4—5.
íslands banki opinn 10—27« og 572—7-
Landsbankinn 1 o1/?—2!.7. Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. (
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
HAFNARSTR 17 18 19 20 2122‘KOUS 12- LÆKJAKTi-Z
• REYJKJAVJK*
Faxaíióagufubáturinn „ingólfur"
fer til Borgarness 23. og 27. sept.
- - Keflavíkur og Garðs 30. sept.
Lárus Fjeldsted.
Yflrrjettarmálafœrslumaður.
Lækjargata 2.
Helma kl. 1 1 — 12 og 4—5.
Rúðugler oah k!ttiher * zoega,
---= Dest a0 Bankastr. 14.
---- —= kaupa hjá Taistmi 128.
Olafur Porsteinsson
háls-, nef- og eyrna-læknir,
Vonarstræti I (Iðnskólinn).
Heima kl. 11 — 1 alla virka daga.
Grikklanð og íyrklanð.
Það er nú orðið umtal um það,
að ekki muni verða afstýrt ófriði
milli Tyrkja og Grikkja. Tyrkir
hafa nýlega keypt herskip af þjóð-
verjum og auka herbúnað sinn á
margan hátt, svo að menn óttast nú,
að þeir muni hefja ófrið við Grikki
þá og þegar. Grikkir hafa ekki
herafla móti Tyrkjum, hvorki á sjó
nje landi, svo að hjálparlaust stand-
ast þeir ekki, ef Tyrkir sækja á. Milli
Búlgara og Tyrkja lítur einnig mjög
ófriðlega út.
Fimm Kríteyingar voru kosnir til
gríska þjóðfundarins. Stjórnin í Kon-
stantínópel sneri sjer út af því til
verndarríkja Kríteyjar og kvaðst á
engan hátt geta þolað, að Krítversk-
ir stjórnmálamen tækju þar sæti.
Tveimur af þeim, sem kosnir voru,
verður þó eigi hrundið, vegna þess,
að þeir hafa grískan borgararjett.
Annar þeirra er Venezelos, eins og
áður hefur verið skýrt frá hjer í
blaðinu, og hefur honum verið gert
að skyldu, að afsala sjer allri hlut-
töku í stjórninni á Krít, ef hann
tæki við kosningunni. Hinn heitir
Pologeorgis. — Aftur á móti verður
krafist, að þeim þremur, sem kosnir
voru án þess að þeir hefðu grísk
borgararjettindi, verði neitað um
leyfi til að taka við kosningu. Einn
af stjórnmálaforingjum Grikkja, fyrv.
yfirráðherra Rhallis, heldur því þó
fram, að hvorki sje hægt að banna
Grikkjum, að kjósa Kríteyinga til
þjóðfundarins, nje heldur Kríteying-
um að taka við kosningu. Hann
kveðst ætla að stingi upp á einum
þeirra, Michelidakis, til formanns á
þjóðfundinum. Grísku blöðin krefj-
ast, að Venezelos taki sem fyrst við
stjórnartaumunum á Grikklandi.
Ensk og rússnesk herskip eiga að
liggja á Phaleronflóa meðan á þjóð-
fundinum stendur.
Reykjavík 31. september 1910
V. árg.
y
Marconí,
höfundur loftskeytanna.
]apan innlimar Kóreu.
29. f. m. var samningurinn um
þetta auglýstur í Tokíó af stjórn Jap-
ans. Jafnframt var það auglýst, að
þau ákvæði, sem nú gilda um strand-
verslun í Kóreu og tolla þar, skyldu
haldast óhögguð næstu 10 árin. Þó
er höfnin Masaupho tekin úr tölu
opinna hafna, en í hennar stað opn-
uð höfn í Shinwiju til verslunar.
Samningurinn er í 8 greinum. í
1. gr. lýsir Kóreukeisari því yfir, að
hann selji alt drottinvald sitt yfir
allri Kóreu óafturkallanlega og tak-
markalaust í hendur Japanskeisara.
Síðasta greinin kveður svo á, að
samningurinn komi í gildi sama dag,
sem hann sje auglýstur. Hinar grein-
arnar eru um einstök atriði lands-
stjórnarinnar og meðferð á íbúum
landsins.
Samningar þeir, sem Kórea hefur
gert við önnur ríki, eru úr gildi feld-
ir, en í þeirra stað ná utanríkissamn-
ingar Japans yfir Kóreu, að svo
miklu leyti, sem það verður fram-
kvæmt. Útlendingar fá sama rjett í
Kóreu, sem þeir hafa áður haft í
Japan.
Um leið og Kóreukeisari afsalaði
sjer völdum, gaf hann út yfirlýsingu,
er tekur það fram, að hann hafi sjeð
sjer ógerning að koma fram þeim
umbótum, sem sig hefði langað til
að framkvæma, og því telji hann
rjettast, að fá þau verk öðrum í
hendur.
Sagt er, að stjórn Japana hafi á-
kveðið, að verja stórfje til eflingar
iðnaði í Kóreu, til skóla þar' og
sjúkrahúsa. Landstjóri Japana hefur
gefið út yfirlýsingu um, að fátækl-
ingum sje gefin eftir skattgreiðslu.
Nafni Kóreu er breytt, og á hún
framvegis að heita Cho Sen.
Kóreukeisarinn, sem nú afsalaði
sjer völdunum, heitir Itschak og er
ungur maður. Þótt hann hafi borið
keisara nafn, hafa Japanir í reynd-
inni stjórnað Kóreu hin síðustu miss-
iri, haft þar alvaldan fulltrúa við
hlið keisaranum.
§tærsta lierskip lieimsins
er nýhlaupið af stokkunum í Eng-
landi, smíðað í Portsmouth, og er
hið 11. í röðinni af nýtísku stór-
herskipum Breta (»Dreadnought«-
skipunum). Það hefur 10 fallbyssur
svo stórar, að þeirra líkar eru ekki
áður til. Vjelin hefur 45 þús. hesta
afl og alt er eftir því.
Jarðskjálftar allmiklir fund-
ust til og frá á Suður-Ítalíu morgun-
inn 30. f. m.
Jriiianí.
Þeir, sem hafa í hyggju aðger-
ast nýir meðlimir glímufjelagsins
»Armann« á komandi vetri, ættn
að gefa sig fram sem allra fyrst
við stjórn fjelagsins.
Reykjavík 20. sept. 1910.
Hallgr. Benediktsson. Guðm. Sigurjónsson.
Sigurjón Pjetursson.
Doktor Jód 09 meistari Joe.
B í J) IÐ enn MUNIÐ 20. — 22. september verda hinar smekklegu, nýju v ör ur homnar i Alls konar Vefnaðarvörur, Fatnadur og Höfuðlöt fyrir ) konur, karla og börn.
Verst. DAGSBRÚN.
Dr. Jón Þorkelsson hefði heldur
átt að reiðast sjálfum sjer enn mjer
saklausum firir þann aragrúa af vit-
leisum, sem hann hefur látið sjer á
verða í útgáfu sinni á latínuljóðum
meistara Jóns, og hann hefði miklu
fremur átt að þakka mjer firir góð-
ar bendingar og taka vel áskorun
minni enn að gera sjálfan sig hlægi-
legan með hnjóðsirðum til mín, sem
hiína eingöngu á honum sjálfum enn
ekki mjer. Eða er það ekki hlægi-
legt, að hann skuli leifa sjer að
dæma um latínuþekking annara?!
Hann, sem varla getur gefið út eina
línu í latínu óbjagaðal Annars skal
jeg leiða hjá mjer persónulegar að-
dróttanir doktorsins og halda mjer
við efnið.
Af þeim c. 40 vitleisum, sem jeg
hafði bent á í áskorun minni, reinir
dr. J. Þ. að eins að verja eina 1
Hann heldur því fram, að nibeas
sje rjett (firir niveas), af því það
komi firir „á gömlum innskriftum,
jafnvel í katakombunum(l)“, að rit-
arar villist á v og b. Enn er slíkt
eftirbreitnisvert? Og getur doktor-
inn sínt dæmi þess, að Jón biskup
eða samtíðamenn hans hafi vilst á
þessu? Nei, því fer fjarri! Enda
hefur útg. ekki sett b firir v í út-
gáfunni nema á þessum eina stað (í
„nibeas“). Hvað stendur þá í hand-
ritinu á þessum stað? Kvæðið, sem
þetta er í (nr. XXXVI í útg.), er gefið
út eftir Lbs. 360,8° og 270,4° og til
hliðsjónar hafa verið höfð „blöð með
hendi Geirs Vigfússonar", sem jeg
hef ekki sjeð. Enn bæði Lands-
bókasafnshandritin hafa niveas, eins
og sjest á eftirfarandi vottorði:
„Við undirritaðir vottum hjer með
eftir nákvæman samanburð, að í hinu
latínska kvæði, sem prentað er í
Biskupasögum Jóns Halldórssonar á
bls. 505—506 sem nr. XXXVI meðal
latínuljóða Jóns biskups Vídalins,
hafa bæði þau handrit, sem hjer eru
í Landsbókasafninu (nr. 360,8° bls.
52 og nr. 270,4° bls. 9) ekki nibeas
heldur niveas í síðasta vísuorði kvæð-
isins. Þess skal getið, að í 360,8°
stendur q rjett fyrir ofan v í niveas
°g gengur leggurinn á því niður í
v, sem veldur því, að sá stafur sýn-
ist í fljótu bragði líkur b, en er
greinilega v.
Landsbókas. 19. d. septemberm. 1910.
Jón Jakobsson. Halldór Briem.
Það sjest þá á þessu, að villan
nibeas er ekki frá Páli Vídalín, sem
hjer á hlut að máli, heldur frá doktor
Jóni, sem virðist hafa mislesið það,
sem stendur í Lbs. 360, 8°.
Allar aðfinslur mínar við útgáfu
ljóðanna standa því óhraktar. Og
jeg hef margar fleiri í pokahorninu.
í þíðingunni á firsta Passíusálminum,
sem er 8q vísuorð, hef jeg fundið
um 30 villur, ef skakksett greinar-
merki eru talin með. Til árjettingar
skal jeg enn taka fram nokkrar villur:
Ode II 57 Candite, orðskrípi firir
candide; 63 illa firir illam (á við
terram). Ode III 1 ad huc f. adhuc;
23 og 58 ditis f. Ditis (= Plutonis
— diaboli). Ode IV 14 calceandum
f. calcandum; 33 Tam — rjettara
Hoc, sem stendur á spássíunni í hand-
ritinu. Bls. 48 980-82 á víst að lesa:
illum | Concelebrent sine fine — hominis
quia filius idem est — | Spirituumque
o. s. frv. Bls. 489®® fabria f. fa-
brica. Kvæði V 20 of stutt vísu-
örð; les: Hœc ego cum videam o. s.
frv? XXI 1 recumbantem orðskrípi
og bragvilla f. recubantem. XXII 7
Romuli dum f. Romulidum (svo í hdr.),
eignarfall f. Romulidarum, o: Róm-
verja (R. meretrix — Rómaborg).
XXVII 20 meœ\ hugsunin heimtar
mei (á við muneris). XL xvquo f.
xvQiog (svo í báðum Landsbókasafns-
handritunum, skammstafað í öðru,
enda heimtar sambandið nefnifall).
XLII 2 Stat mihi, stat tibi firir Sit
mihi sitque tibi (svo í J. S. 401, 40,
sem útg. hefur ekki notað, og sem
leiðrjetting á spássíu í Lbs. 270, 4°;
í meginmálinu stendur þar: Sit mihi,
sit nobis', Lbs. 360, 8° hefur Sitmihi,
sit tibi, enn við það verður vísuorðið
of stutt; stat á báðum stöðum virð-
ist vera skáldað af dr. Jóni).
Má vera, að doktor Jón, sem ekki
kann greinarmun á ostendere og
offendere, telji sjer sæma að mis-
þirma þannig meistara Jóni látn-
um. Enn sómi Sögufjelagsins þolir
það áreiðanlega ekki, og jeg vona,
að meðstjórnendur doktorsins kníi
hann til að endurprenta latínuljóðin,
og ætti útg. að kosta það sjálfur.
Ef þeir skella skolleirum við þessu,
þá gera þeir sig meðseka f stórfeldu
hneixli.
Reikjavík 20. sept. 1910.
Björn M. Ólsen.
gefur upplýsingar um gamalt
þrætumál.
Eins og ýmsir ef til vill muna,
reis út úr því dálítil þræta í fyrra
haust, að Björn Kristjánsson hefði
hafið úr landsjóði, af „fje til við-
skiftaráðunauta", eitthvað um 450 kr.,
þegar hann kom úr utanförinni með
ráðherranum. Lögr. gat um þetta.
En B. K. brást reiður við, ritaði
loðnar greinar í Isaf., barði sjer á
brjóst með heilagri vandlætingu og
fáraðist mikið um „ósannindi" Lögr.
Meðal annars neitaði hann því í
þessum greinum f sannleikans nafni
og með hátíðlegu bænadagsandliti,
að hann ætti að verða bankastjóri
Landsbankans, sem hann þó varð
nokkrum vikum síðar.
Svo mikið uppþot vakti þetta, þótt
smátt megi heita, að gjaldkeri land-
sjóðs fjekk strangt tiltal úr stjórnar-
ráðinu fyrir það, að borist hefði til
Lögr. um útborgunina til B. K.
Hann bað þá ritstj. Lögr. að gera
það fyrir sig, að láta umtal um þetta
mál niður falla, og var svo gert í
það skifti. En undarlegt laumuspil
var þetta með útborgun úr landsjóði,
sem annars ætti að vera opinber og
aðgengileg fyrir alla,
Auðvitað var það ætlun Lögr., að
B. K. hefði fengið þessi viðskifta-
ráðunautslaun fyrir eitthvað, sem
hánn hefði unnið fyrir ráðherra í ut-
anförinni, en B. K. mun hins vegar
bafa verið mjög umhugað um, að
sjer væri ekki dreift við neittafþví,
sem ráðherra gerði í þeirri för, enda
mun honum hafa verið kunnugra um
það en flestum öðrum þá var. En í
þeirri för var t. d. Thorefjelagssamn-
ingurinn undirskrifaður og landslánið
tekið, og gerðist margt í sambandi
við þetta hvorutveggja, sem hjer yrði
of langt upp að teija. Þá var og
loforðið gefið um botnvörpungasekt-
irnar, sem leynt var farið með
lengi, og þá mun líka hafa
verið afráðið, að svæfa bannlögin
með hægð og lagi, og ef til vill
margt og margt fleira, sem enn er
ekki lýðum ljóst. En líklegt er, að
ráðherra hafi trúað vini sínum B. K.
fyrir öllum leyndarmálum sínum, og
því hafi B: K. þá einmitt verið svo
mikið áhugamál að bera það af sjer,
að hann hefði verið ráðunautur ráð-
herra í þeirri för.
Þetta var Lögr. óljóst þá, en nú
er það orðið skiljanlegra.
B. K. hefur nú skýrt þetta mál
fyrir dómstólunum. Hann hefur ját-
að þar, að hann hafi hafið úr land-
sjóði 450 kr. af „fje til viðskifta-
ráðunauta", rjett eftir að hann kom
úr utanförinni með ráðherra í fyrra,
og meira að segja lagt þar fram út-
gjaldaskipun stjórnarráðsins svohljóð-
andi:
„Samkvæmt 6. gr. fjáraukalag-
anna fyrir árin 1908 og 1909 ávís-
ast úr landsjóði Birni kaupmanni
Kristjánssyni til viðskiftaráðunauta
kr. 448,50. Ber gjaldkera að greiða
þessi fjögur hundruð fimtíu og átta
krónur 50 aura og telja fje þetta
með gjöldum í reikningi Jarðabóka-
sjóðsins og láta honum fylgjaávísun
þessa, sem rituð er í tvennu lagi,
með áritaðri kvittun hlutaðeiganda.
Reykjavík 7. sept. 1909.
Stjórnarráð íslands
F. h. r.
Kl. Jónsson.
Borgað. Þorst. Þorsteinsson.
Björn Kristjánsson“.
En um þetta sagði málaflutnings-
maður bankastjóra meðal annars:
„Umbjóðandi minn (B. K.) hefur
aldrei neitað því, að honum hafi ver-
ið borgaðar 450 kr. af fje til við-
skiftaráðunauta. Hann heíur aðeins
lýst það ósannindi, að hann hafi
fengið ferð sína borgaða af land-
sjóði eða nokkurn styrk til farar
sinnar. En hitt er rjett, að umbjóð-
anda mínum voru borgaðar í haust
greindar 450 kr., þ. e. a. s. hann
tók við þeim fyrir annan mann, í
Hamborg, sem átti þær hjá land-
sjóði fyrir störf við útvegun þýsks
gufuskipaferða tilboðs. Mann þennan
hafði stjórnin fengið til þess að út-
vega gufuskipaferða-tilboð í Þýska-
landi. Fyrir fyrirhöfn sína bar manni