Lögrétta

Issue

Lögrétta - 21.09.1910, Page 2

Lögrétta - 21.09.1910, Page 2
176 L 0 G R J E T TA. Sýnisfíorn af verði á ÚTS0LUNNI MIKLU í Edinborg: 34,00 Regnkápur 29,00 »«. 35,0.0 »(( 17,00 »«. 4,00 Lífstykki 3,75 »« 2,00 »« 1,50 »« » )) » » » » » » » » » » » » 22.50 28,00 13.50 2,65 2,50 1,35 1,00 HT *Jlleeg nýfiomið Saróínut&u, se seísf Jrá o,2ó—l,25 pr. aí. -* m, þessutn 50o mörk, Fje þetta hóf umbjóðandi minn úr landsjóði fyrir greindan mann“ o. s. frv. Einnig lagði hann fram kvittun einhvers Dr. Max Wittenbergs, dags. í Hamborg 13. des. f. á., fyrir því, að hann hefði tekið á móti 500 mrk., fráB.K.fyrir að útvega íslensku stjórn- inni gufuskipatilboð. Eins og allir geta sjeð á útgjalda- skipun stjórnarráðsins, ber hún ekki annað með sjer en að upphæðin sje goldin B. K. fyrir verk, sem hann hafi unnið, og hafi það verið ætlun stjórnarinnar, að peningarnir færu til Wittenbergs þessa, þá er útgjalda- skipunin ekki rjett orðuð. Annars vanta allar upplýsingar um það, hver þessi Wittenberg sje. En það, sem nú er fyllilega sannað með mála- rekstri, sem B. K. hefur sjálfur hrund- ið á stað, er, að honum voru út- borgaðar um 450 kr. úr landsjóði, af fje til viðskiftaráðunauta, rjett eft- ir að hánn kom úr utanförinni með ráðherra í fyrra, eins og Lögr. sagði þá frá. Meðferðin á vidsklftarádnnautmnti. Það mun vera flestra álit, að Bjarni frá Vogi hafi borið sjerlega mikið úr bítum hjá núverandi stjórn. Ráð- herra veitti honum einum laun, sem alþingi skamtaði handa tveimur, og þau voru sjerlega há, IO þús. kr. á ári. Þar að auki má telja það víst, að stjórnin hafi goldið honum ferða- kostnað eftir reikningi, meðan hann var á ferðalagi erlendis. Að minsta kosti hafa blöðin skýrt frá, að svo hafi verið gert, og hvorki stjórnin nje Bjarni hafa á móti því borið. En það fje er veitt honum í heim- ildarleysi fjárlaganna. Alt í alt verð- ur þvi viðskiftaráðunauturinn mjög dýr landsjóðnum, miklu dýrari en þingið ætlaðist til. Öllum mun nú koma saman um, að gagn af ferða- lagi hans erlendis geti ekki verið um að tala. En hitt er þó verst, að al- mennasta og rjettasta álitið mun vera það, að hann hafi með óheppilegri framkomu erlendis orðið til þess, að skemma álit landsins út á við, fremur en hitt, og mátti þar þó síst ofan á annað bæta. Það er að vonum álit manna, að Bjarni megi vera sjerlega ánægður með stöðu sína, þar sem hann hafi nú gengið með fulla vasa fjár og getað lifað eftir vild sinni. En sann- leikurinn mun þó sá, að hann sje alt annað en ánægður. Mjer finst hann daufari í dálkinn og að öllu rýrari, bæði andlega og Iíkamlega, en hann var áður en hann komst í þetta »upphefðarstand«. Tal hans er mest kvart og kvein undan vanmetum og ómildum dómum. Það er líka sagt, að æfi hans er- lendis hafi ekki verið eins glæsileg og margir hjer munu ímynda sjer, sem líta á „háu launin". I Khöfn segja menn að hann hafi ekki haldið sig betur en svo, að landi hans og stjórn þess sje slíkt tæplega vansa- laust. En hvað hefur hann þá gert með öll viðskiftaráðanautslaunin? spyrja menn. Og svarið er þetta, hjá, þeim, sem best þykjast vita, að hann muni aldrei hafa fengið nema lítinn hluta við- skiftaráðunautslaunanna til eigin af- nota. Að minsta kosti hefur það verið á orði meðal Hafnar-íslendinga, því þaðan er mjer skrifað í sumar af áreiðanlegum manni: »Það er í mæli hjer, að Bjarna sjeu útborgaðar einar 380 kr. á mánuði af launum hans sem viðskiftaráðunauts«. Sama sagði mjer maður einn, sem frá Höfn kom, að þetta væri altalað meðal Hafnarstúdenta og haft eftir Bjarna sjálfum. Mig minnir líka, að þessa hafi verið getið í blöðum hjer heima áður, og jeg man ekki til, að jeg hafi sjeð því mótmælt. En ef svo er, hvað gengur þá Bjarna til að þola slíkt? Eða hefur hann tekið við starfinu með þessu skilyrði upphaflega? Eins er það, að erindið sjálft hefur ekki reynst eins veglegt og Bjarni mun hafa gert sjer í hugarlund, þegar hann tók við því. Hann leit stórt á sig og sendiför sína, þegar hann fór, ætlaði að berast mikið á og leggja undir sig heiminn. En jeg er hræddur um, að hann hafi misskilið bæði sjálfan sig, sendiför- ina og heiminn. Víst er það, að fátt tókst heppilega af því, sem hann tók sjer fyrir hendur, og dómarnir um frammistöðu hans urðu mjög á annan veg, en hann hafði sjálfur gert sjer vonir um. Og þá bregst ráðherrann okkar honum líka, þvær hann af sjer, biðst af- sökunar fyrir hans hönd og lofar að kalla hann heim, ef mönnum geðjist ekki að honum þarna úti í veröld- inni. Það má nærri geta, að Bjarna hafi sviðið þetta sárt, En hans hlut- skifti var nú það, að hann varð að þegja, hlýða, og gera sjer alt að góðu. Laun hans voru í annara vösum og flokkurinn, sem hann hafði áður mest lofað og mest verið lof- aður af, var þar nú allur líka. Land- vörnin var öll komin ofan f vasa þess stjórnmálaflokks, sem hún var upphaflega stofnuð til að berjast á móti. Þar fór nú ekki meira fyrir henni en litium snítuklút, — bláum bleðli, sem „framsóknar“-herrarnir og „þjóðræðis“-herrarnir, „innlimunar- postularnir“ gömlu og „ Valtýingarnir", ljetu standa ofurlítið upp úr vösum sínum, þegar þeir voru að tala við sauðsvartan almúgann hjer heima „á hala veraldar", en stungu neðst niður í vasabotn, ef þeir komu „út fyrir pollinn". Þetta hlaut nú viðskiftaráðunautur vor að sjá alt, þótt um seinan væri. Svo kom hann heim eftir langa þögn og litlar athafnir. Og nú er verið að fleygja þvf, að alt þessa árs fje „til viðskiftaráðunauta" sje þegar upp etið, svo að ekki sje hægt að gera hann út lengur. En ekki veit jeg hvað satt er í þessu, því mörgu er logið. Corvus. Frammistaða Thore- fjelagsins. Brjef úr Skagafirði. Paðan er slirifað 3. þ. m.: ))IIjer er meiri en lítil óánægja út af ferðum Thoreskipanna. Ing- ólfur átti samkvæmt áætlun að vera hjer 16. ág. og hafði kaup- maður einn lijer í vor pantað pláss fyrir nokkra kindarskrokka, 30— 40, sem hann ætlaði að senda til reynslu í kælirúmi. En svo þeg- ar Ingólfur löngu síðar kom til Akureyrar, var svo ákveðið, að hann kæmi alls ekki hingað. Vör- ur, sem hingað áttu að fara, voru um 10 tons. Þær voru lagðar upp á Akureyri. Þegar Austri var væntanlegur til Akureyrar nú síðast, var stjórnarráðið beðið að hlutast til um, að hann yrði lát- inn skreppa hingað með vörurn- ar. Það mun stjórnarráðið hafa gert, en árangurslaust. Kaupmað- urinn símaði þá til Hafnar, hvort ekki væri unt að Austri kæmi hingað, en svarið var neitandi. Vörur þesSar koma nú væntan- lega með Vestra, og eru þá um 3 vikur á eftir áætlun. Það voru tollvörur . . . og hefur kaupm. verið allslaus af þeirri vöru um langan tíma. . . . Hvað ætli Tuli- niusi haldist lengi uppi, að virða einkis samning þann, er ráðherra hefur gert við hann, eða er samn- ingurinn svo illa úr garði gerður, að ráðherra þori ekki að hreyfa sig' — því tæpast mun það vera af persónulegri velvild gegnThore- fjelaginu, að ráðherra lælur íje- lagið sleppa átölulaust. Með »Kong Helga« voru sendir frá Reykjavík og Stykkishólmi 313 hestar. Þegar hingað kom, fjekk skipstjórinn að vita, að liann ætti að fara til Siglufjarðar, og heyrði jeg þá sagt, að ef hrossasendend- ur hefðu vitað, að hann ætti að fara á aukahafnir, mundu engin hross hafa verið send með. Far- þegi, sem var með skipinu, sagði mjer, að með þessu skipi væri ekki verandi, hvorki fyrir menn nje skepnur, og talsvert vantar víst á, að útbúningur fyrir hross sje samkvæml íyrirskipuðum rcgl- um«. Strand. Fiskiskipið „Gunnar" (mótorkúttari), eign Sæmundar Hall- dórssonar kaupm. í Stykkishólmi, strandaði nýlega á Breiðafirði. Menn björguðst. Lögr. er skrifað að norðan: »Vel líkar „Liðsbónin" í 41. tbl. (31. ág.). Mundi ekki neitt finnast skrifað um skógartúrinn fræga o. s. frv., þegar djákninn og 3 kappar bisuðu við, að lyfta honum á bak. Beðið er með óþreyju eftir fram- haldinu. Óska allir, að það komi sem fyrst—«. Lögr. skorar á þann, sem fyrri blöðin sendi, að reyna að finna fleira, og ættu þessar línur að norðan, að verða honum hvöt til þess. Skálholtskirkja. Um hana segir í N. Kbl.: „Ekki er ofmælt um hrumleik Skálholtskirkju. Því yfir lýst við visitasíu þar, að eigi komi til mála, að söfnuðurinn leysist upp og sóknin skiftist milli nágranna- sóknanna, „heidur óski söfnuðurinn hins, að Skálholtskirkja sje endur- reist og henni sýndur allur möguleg- ur sómi í byggingu og prestsþjón- ustu “. Kirkjur í biskupstungum eru fjórar, auk Skálholtskirkju. „Bisk- up vísiteraði þær allar í byrjun þ. m. og hjelt síðan fund með sóknar- nefndarmönnum úr öllum sóknunum eftir embætti í Skálholtskirkju", segir N. Kbl, en »niðurstaðan varð sú, að allar kirkjurnar væru áfram á sömu stöðum, og eru þó söfnuðirnir næsta smáir«.— Samt »mætti með bættum vegum og brú á fljótinu, nær miðju, búa vel að einni kirkju, auk Skál- holtskirkju«, segir N. Kbl. Glrundavþinga-prestakall í Eyja- firði átti að sameinast prestakalli sr. Jakobs í Saurbæ, er sr. Jónas Jóns- son sagði því lausu og fjekk veit- ingu fyrir kennarastarfi við Akureyr- arskóla. En sr. Jakob, sem nú er elsti prestur landsins, tók ekki við sameiningunni, svo að sr. Jónas Jón- asson þjónar áfram Grundarþingum frá Akureyri með aðstoð Geirs bisk- ups. Eydalaprestakall átti að samein- ast Stöð í Stöðvarfirði, en sr. Gutt- ormur í Stöð vildi ekki sameiningu, og þjónar því sr. Pjetur Þorsteins- son Eydölum áfram, en áður var hann þar aðstoðarprestur föður síns. Heilsuhælið. Þangað eru nú kornnir 22 sjúklingar. Umsóknir komnar frá nokkrum, sem enn eru ekki komnir á hælið. Norðurfor ráðherra, þessi hin merkilega og margumtalaða, kvað hafa kostað landsjóðinn á 7. hundr- að króna. Launahækkanir. Póstafgreiðslu- maðurinn á Akureyri hefur til skams tíma verið launaður með 1000 kr. árslaunum, en nú eru árslaun hans orðin 2,500 kr., og hefur ráðherra nýlega sýnt af sjer þá rausn, að hækka þau um 500 kr. Núverandi póstafgreiðslumaður er flokksmaður hans eindreginn, og þegar ráðherra kom úr norðurförinni frægu, hafði hann veitt honum síðustu launa- viðbótina. Sömuleiðis hefur hann hækkað laun póstafgreiðslumannsins á Seyð- isfirði upp í 2000 kr. á ári. En póstafgreiðslumaður sá er jafnframt ritstjóri blaðs, sem fylgt hefur ráð- herra að málum og sjerstaklega hef- ur vakið eftirtekt tyrir flutning ósannra símskeyta, sem búin hafa verið tíl hjer syðra. Ein umsókn kvað hafa komið um launahækkun frá póstafgreiðslumanni, sem er í minnihlutanum. »Það er best að slá póstafgreiðslunni upp«, hafði »húsbóndinn« sagt undir eins og hann hafði lesið umsóknina. — Reykjavík. ►Stjórnarráðið. Einar Markússon spítalaráðsmaður kvað nú vera far- inn þaðan. Prestsvígðir voru hjer fyrra sunnu- dag Haraldur Jónasson, til aðstoðar- prests á Kolfreyjustað, og Lárus Thor- arensen, til Garða og Þingvallasafn- aða í Norður-Dakota í Bandaríkj- unum. í fóni. »-----Hann er orðinn ómögulegur. — Ekkert hægt við hann að tjónka. — Ogerningur annað en að skifta um. — En hverjum viljið þið nú stinga upp á ?“ „ — En ef ekki er um annað skárra að gera, — munduð þið þá vilja styðja mig?" Bæjarstjórnin. Fundur 15. þ. m. Kl. Jónsson og Kr. Ó. ÞorJ grímsson óskuðu að bókuð væru mótmæli gegn því, að byrjað hefði verið á breyting á húsi einu áður en byggingarleyfi var fengið til þess. Samþ. að heimild borgarstjóra skuli þurfa til þess, að láta kveyk- ing niður falla á götuljóskerunum, enda þótt bjart sje af tunglsljósi. Svohlj. till. samþykt: „Bæjarstjórn- in samþykkir móttöku gasstöðvarinn- ar, er borgarstjóri veitti til bráða- byrgða fyrir hönd bæjarstjórnar 17. ág. síðastl. Erindi frá íþróttafjelögum bæjar- ins um vatns- og gas-lagning til leiksvæðis þeirra var frestað. Kosnir til að endurskóða alþýðu- styrktarsjóðsreikning: H. Jónsson, Jón Jensson. Kosnir til að semja skattskrá: Kl. Jónsson, H. Jónsson. Kosnir í nefnd til að íhuga beiðni um ókeypis grunn undir listasafns- byggingu Einars Jónssonar mynd- höggvara: Tr. Gunnarsson, K. Zim- sen, Kr. Ó. Þorgrímsson. Samþ. að kaupa eldfastan skáp fyrir verðmæt skjöl og bækur borg- arstjóra. Þessar brunabótav. samþ.: Á húsi S. Björnsson o. fl. (á Skelli) 2280 kr.; E. Erlendsdóttir við Vatnsstíg 3639 kr.; A. Jónssonar í Sauðagerði 9510 kr.; V. Bjarnarsonar á Rauðará (fjós og heyhlaða) 5687 kr.; L. H. Bjarnasonar í Tjarnarg. 14802 kr.; Jóns Þorsteinssonar, Laugav. 10789; H. Jónssonar, Laugav. 14183 kr. og B. Magnússonar á Hverfisgötu 1647 kn Neitað samþykkis á 2 virðingum. Organtónar heitir safn af lögum fyrir harmóníum, sem nýkomið er út og öllum, sem á harmóníum leika, mun verða kærkomið. Brynjólfur Þorláks- son organleikari við dómkirkjuna í Reykjavík hefur safnað lögunum og sjeð um útgáfu þeirra, og hefur land- stjórnin veitt honum nokkurn styrk til verksins. Textar fylgja nótna- heftinu í sjerstöku kveri, því þar er aðeins prentað eitt erindi við hvert lag. Hvorttveggja, nótnaheftið og textarnir, kosta kr. 3,00, og er það mjög lágt verð, eftir því, sem um er að gera á nótnaheftum. Utgáfan á heftinu er hin vandaðasta. Annars mun þess verða nánar getið síðar hjer í blaðinu af söngfróðum manni. Frá útlöndnm eru nýkomin : Guð- mundur Björnsson landlæknir og frú hans, sfra Haraldur Níelsson, Ásgr. Magnússon kennari, Dínus Petersen kaupmaður frá Khöfn o. fl. Próf. B. M. Ölsen fer til Khafnar 29. þ. m. og dvelur þar um tíma við vísindastörf. Góður læknirí F’rúin: Það er ekki um það að spyrja, að ef hann B. kemur hingað á morgnana, þá reisir maðurinn minn ekki höfuðið frá koddanum allan daginn. Leiðrjetting. í 43. tbl. þ. á. Lögrjettu er grein með fyrirsögninni „Silfurbergsnámur". í grein þessari segir meðal annars: „Þeir höfðu, segir sagan, tekið sig saman um það fjórir menn hjer í bænum, að bjóða í námurnar: Guðmundur Jakobsson snikkari, Magnús Blöndahl alþm., Páll Torfason fjármálamaður og Sveinn Björnsson málaflutningsmað- ur“. Hvað hlutdeild mína í greind- um íjelagsskap snertir, þá er þetta ranghermi. Jeg hef eigi verið í nein- um fjelagsskap um að bjóða í Helgu- staðanámuna og er eigi í neinum fjelagsskap við nokkurn um þá námu. Leiðrjettingu þessa eruð þjer, herra ritstjóri, vinsamlegast beðinn að taka í blað yðar. Reykjavík 20. sept. 1910. Virðingarfylst Sveinn Björnsson. Lögr. hafði frásögnina um silfur- námurnar eftir manni, sem hún hugði því máli nákunnugan. En annars er fjarri því, að henni sje eða hafi verið áhugamál að halda nokkru fram um það, hvort hr. Sv. B. sje í þeim fjelagsskap eða ekki. jfleöal vid fransós. Það ernú mjög mikið talað í erlendum blöð- um um uppgötvun, sem þýskur lækn- ir, prófessor Ehrlich, hefur gert. Hann hefur fundið meðal, sem talið er að lækni fransós, sem er mjög útbreidd sýki víðast um heim. Það er sagt, að tilraunir, sem víða hafa verið gerðar með meðalið, hafi hepn- ast vel, og prófessor Pihrlich er orð- inn frægur fyrir uppgötvun sína. Meðalið er kallað „606“. Franskur læknir allfrægur, dr. Doyen, hefur nýlega ráðist á þessa nýju uppgötvun og það hvast, telur alt of mikið úr henni gert og með- alið ekki taka fram þeim meðulum, sem áður hafa verið notuð, að nein- um verulegum mun. Þessi árás þyk- ir þó ósanngjörn og hafa merkir læknar mótmælt henni.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.