Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.10.1910, Blaðsíða 2

Lögrétta - 05.10.1910, Blaðsíða 2
188 L O G R J E T Ta . Lögrjetta kemur út á hverjum miö- vikudegl og auk þess aukablöö við og við, minst 60 biöð als á ári, Verð: 4 kr, árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Samfal vid dr. Helga P/eiurss. Jarðfræðisransóknir í sumar o. fl. Dr. Helgi Pjeturss jarðfræðingur er nýkominn úr þriggja mánaða ferðalagi í jarðfræðisransókna-erind- um. Hann hefur ferðast um suð- vesturfjórðung landsins, frá Jökulsá á Sólheimasandi að austan, upp að Langjökli og alt vestur í Grímsnes. Hann er mjög ánægður með hinn vísindalega árangur af þessu ferða- lagi, kveðst aldrei hafa ferðast með betri árangri, og er þá mikið sagt, því hann hefur áður, eins og kunn- ugt er, komið með merkar vísinda- legar nýungar heim ór ransóknar- ferðum sínum. Mjög merkilegar menjar hefur hann fundið um Ioftslagsbreytingar eftir ís- öld og þýðingu þeirra fyrir landslag- ið, einkum austan til á Suðurlands- undirlendinu. Um þetta ætlar hann að rita bráðlega. En aðaldrættirnir eru þessir: Eftir ísöld, þegar lofts- lag hafði verið um hríð miklu mild- ara en áður, hefur kólnað aftur og stór jökull hefur gengið niður á Iág- lendið vestan við Vassdalsfjall og Þríhyrning, líkt og jöklarnir, sem ganga niður á sandana í Skaftafells- sýslunum enn þann dag f dag, og vatnið úr þessum jökli hefur skapað Rangárvellina. Við endann á jökl- inum hlóðust upp háir malargarðar, cn fyrir innan varð stöðuvatn, er jökullinn bráðnaði. Þegar svo fór að gjósa fyrir ofan, fyltist þetta vatn af hraunum, en þau stöðvuðust við jökulgarðana fornu, svo að það er þessum gamla jökli að þakka, að landið þarna fyrir neðan er ekki alt hraunum hulið. Safamýri má meðal annars þakka þessum jökli, eða skoða hana sem gjöf hans, því þar hefur sest fyrir jökulleirinn, sem bestan þátt á í því hjer á landi að gerajarð- veginn frjósaman. En jökulöldurnar hafa hins vegar varnað því, að hraun- flóðin rynnu yfir landið, eins og drepið var á hjer á undan. Mis- munurinn á Rangárvöllunum og Fló- anum á mest rót sína að rekja til þessa jökuls. Dr. H. P. gekk upp á Heklu og skoðaði hana og fjöllin þar í kring, til þess meðal annars að athuga það, hvort nokkurn vott mætti sjá þess, að hún væri að búa sig undir gos, eins og margir hjeldu af þvf, hve þar var óvanalega snjóbert nú f sumar. En ekki var auðið að sjá, að neitt væri að hitna í henni. Hin óvanalegu hlýindi gera aftur á móti fulla grein fyrir snjóleysinu, enda hafði mest bráðnað snjórinn þar sem sólar naut best, meira sunnan f fjall- inu en norðan í móti, og sýnir það meðal annars, að hitinn, sem bræddi, kom að utan, en ekki að innan. Jarð- skjálftakippir, smáhræringar, sem oft varð vart við í júlímánuði, geta staf- að af eldsumbrotunum eystra, og sömuleiðis hið einkennilega veðurfar sunnanlands í sumar, sunnanátt sam- fara hárri stöðu loftþyngdarmælis. Upp á Tindafjallajökul gekk dr. H. P. og fann, að bergtegundirnar eru þar aðrar en menn hafa áður haldið. Þar fann hann og uppi á hájöklin- um nýlega eldgígi, — þ. e. a. s. ekki mörg þúsund ára gamla. Þar er lfka einskonar hrafntinnuhryggur, mjög stórkostlegur. Var þar ilt að ferðast sumstaðar, því þar voru stór- grýtisurðir, sem komust allar á hreif- ingu, er þeir dr. H. P. og förunaut- ur hans klifruðu þar um. Austurdalur heitir dalur, sem geng- ur niður frá Tindafjallajökli, og er það besti bletturinn á afrjett Rang- vellinga. Þetta er Iíklega grösugasti háfjalladalurinn á landinu, og er hann eigi aðeins besti bletturinn á afrjett Rangvellinga, heldur og að mörgu fróðlegur fyrir vfsindamenn. Það er eins og náttúran hafi þar verið að gera tilraun með það, hve hátt yfir sjó gæti orðið frjósamur jarðvegur hjer á landi, því dalurinn hefur stýfl- ast við eldgos þannig, að kastað hefur verið fjallgarði yfir dalinn þver- an og varð þar djúpt vatn fyrir ofan, þegar áin stýflaðist, sem eftir dalnum rann, og bar jökullinn mikið af leir í vatnið. Því næst voru rist nokk- ur hundruð feta djúp gljúfur og hleypt af vatninu. Eru þau gljúfur einhver hin stórkostlegustu, sem til eru á landi hjer. En síðan hefur dalurinn gróið, og það svo vel, að menn furðar á að sjá slíkan gróður f þeirri hæð, því dalbotninn mun vera um 2000 fet yfir sjávarmál, en á slíkri hæð er hjer á landi annars sama sem enginn grasgróður, aðeins mosar og einstöku harðgerðar jurtir. Þá ransakaði hann og Eyjafjöllin. Þar í hálendisröndinni má fá góð- ar upplýsingar um, hvernig liggur í landinu, því þar hefur stórbrim nagað rætur fjallanna, svo að margt er bert, sem áður var hulið. Mjög fróðlegt er Drangshlíðarfjall, gamalt eldfjall með mörgum gígum, og hafa jöklar og snjór umturnað því og nagað ut- an af því svo mjög, að erfitt er að sjá, að það hafi nokkurn tíma verið eldfjall. Bærinn Skarðshlíð stendur f gömlum eldgíg og hefur skjól af þeim hluta gígsveggsins, sem eftir er, en jöklar og sjór hafa sagað hann sundur. Á hálendinu fyrir neðan Eyjafjalla- jökul og Mýrrialsjökul eru margir eld- gígar og sumir nýlegir. Vestmanna- eyjar eru þyrping af eldgígum, mikið eyddum af sjó, frá sama tíma og gígar þessir á meginlandinu, sem hjer hefur verið talað um. Stóra Dímon, fjallið sem rís upp úr Markar- fljótsdalnum og í Njalu er kallað Rauðuskriður (þar sem Njálssynir sátu fyrir Þráni), má í jarðfræðilegum skiln- ingi telja hina efstu af Vestmanna- eyjum, Það er eftirtekta vert, að fjall þetta hjet í fornöld Rauðuskriður, nafn, sem nú má undarlegt virðast, þar sem fjallið er nú grasgróið, nema þar sem þverhnýptir hamrar eru. En þetta virðist auðskilið, er menn gæta þess, að þá lá alt fljótið austan til f dalnum og hefur þá líklega skömmu áður nagað svo um ræturnar á Dí- mon, að þar stóð ekki við jarðveg- ur og varð skriða fyrir ofan. Það er margt fleira, sem segja mætti af nýjum uppgötvunum f þess- ari för, en verður ekki skýrt nema í löngu máli, enda þyrfti nokkra þekking á jarðfræði hjá les- endum til þess að mönnum gæti skilist það til fulls. Það er betur og betur að koma í ljós, segir dr. H. P., hvílíkt undra- land ísland er fyrir jarðfræðinga, og eftirtekt útlendra jarðfræðinga á því fer sívaxandi. Nú er verið að gefa út stórt rit á Þýskalandi, þar sem lýst er jarðfræði ýmsra landa. Er jarðfræðislýsing íslands komin þar út. Þessi jarð- fræðisbók á að verða um 300 arkir í stóru broti og sjáifsagt, að þar megi fá mikinn fróðleik. Bókin kemur út í heftum. Tvö hefti eru komin af þessu riti; annað er jarð- fræði Danmerkur, eftir Ussing pró- fessor í jarðfræði við háskólann í Khöfn, en hitt jarðfræði íslands eftir dr. H. P. Ekki heldur dr. H. P. að gosin, sem orðið hefur vart við í sumar eystra, sjeu úr Dyngjufjöllum, eins og getið var til nýlega, heldur úr Vatnajökli. Hann varð ekki var við þessi gos, nema ef setja mætti jarð- skjálftakippina, sem áður er um tal- að, i samband við þau, og svo hina miklu móðu og mistur, sem einatt var í Iofti í sumar og gerði útsýn óglögga af háum fjöllum. Þó getur hann um einkennilegan roða, er hann sá yfir Vatnajökli, af háu fjalli, og kveðst hann þó ekki geta með vissu sett hann í samband við eldgos, enda þótt eigi sæist líkur bjarmi yfir öðr- um jöklum. Ekkert sumar, síðan hann fór að ferðast hjer, segir hann hafi verið eins hlýtt og þetta, það er að segja kaflinn, sem surnar mátti heita, þ. e. júlí og ágústmánuðir. Þó var eink- um eftirtekta vert, hve næturnar voru hlýjar, og gæti það bent til þess, að hitann mætti að einhverju leyti setja í samband við eldgosið eystra, sem þá væri að skoða eins og nokkurs konar miðstöðvar-upphitun á Suðurlandinu. Gróðrarmagn virðist svo miklu meira undir Eyjafjöllum en annar- staðar gerist hjer á landi, að manni kemur f hug, hvort ekki mætti tak- ast að rækta þar ýmislegt, sem ekki þroskast annarstaðar á landinu, t. d. epli. Þar gæti orðið aldingarður ís- lands, segir dr. H. P. Septembermánuð ætlaði dr. H. P. að nota til þess að skoða hálendið fyrir ofan Hreppana, en varð lítið ágengt sökum illviðra, er hófust, eftir alt góðviðrið, með byrjun þess mán- aðar. Þó fór hann nokkrar smáferð- ir inn á afrjettina. Mikið hey áttu menn úti víðast hvar um austur- sýslurnar, að minsta kosti otan til, um rjettir, því framan af september höfðu menn slegið af kappi, í von um bata, en grasvöxtur var orðinn góður síðari hluta sumars. Það er því mikill skaði fyrir búendur, að góðviðrið skyldi ekki endast betur en þetta, því hætt er við, að allmik- ið af heyjum verði úti. Þriðjudags- morguninn í síðastliðinni viku snjó- aði svo mikið á láglendi austanfjalls, að allt var snjóhvítt yfir að Iíta. Meðfram Ingólfsfjalli hafði færð spilst mikið af snjó, og á Hellisheiði voru smáskaflar. Dr. H. P. hafðist altaf við f tjaldi, enda var hann mikinn hluta sumars- ins í óbygðum. Fylgdarmaður hans var unglingspiltur, Kjartan Jóhannes- son frá Hlíð í Eystrihrepp, organisti við Núpskirkju. Er Spánarverslun Islendinga ktta búin? Fyrir mjer liggur bók eftir spænsk- an skipstjóra af norrænum ættum: Ernesto Lyderz: Restablecimiento de las antiguas pesquerfas espanolas en los mares del Norte. Madrid 1904. [o: Viðreisn hinna fornu fiskiveiða Spánverja í Norðurhöfum]. Áður hefur sami höfundur ritað ýmsa bæk- linga um sama efni og „Siglingabók fyrir ísland" (Derrotero de Islandia, Madrid 1895). Lyderz byrjar bók sína á því, að sýna fram á, að til þess að útvega nægilegt sjólið á herskipin, sje nauð- synlegt að eignast góða sjómanna- stjett; besti vegurinn til þess sje lang- ar sjóferðir til fiskiveiða. Bendir hann á dæmi Frakka, sem árlega veiti stórfje til stuðnings franskra fiskiveiða í Norðurhöfum, og græði auðvitað mikið á þeim, beinlínis og óbeinlínis. Hann sýnir því næst fram á, að fiskiveiðar við Spánarstrendur ekki gcti fullnægt þörfum þjóðarinnar svo nokkru nemi. Hefur hann ýms- ar fróðlegar skýrslur því viðvíkjandi. Þá ransakar hann innflutning saltfisks til Spánar frá ýmsum löndum. Þá gefur hann sögulegt yfirlit yfir fiski- veiðar Spánverja f fjarlægum höfum, einkum við Nýfundnaland og ísland, fyr á tímum. Því næst ransakar hann það, hvort mögulegt sje fyrir Spán- verja að hefja á ný fiskiveiðar í Norð- urhöfum í stórum stíl. Ber hann saman höfin í kringum ísland, Fær- eyjar og Nýfundnaland, og lítst best á íslensku höfin. Er þar margur fróðleikur um loftslag og straum o. s. frv., sem ekki er nýr fyrir íslend- inga, en nauðsynlegur spænskum lesendum. íslendingum og Færey- ingum hælir hann á hvert reipi; meðal annars segir hann (bls. 41): „Spán- verjar mega eiga það víst, að vel verður tekið á móti þeim í þessum eyjum (o: íslandi og Færeyjum); fbúar þeirra eru danskir, og sú þjóð hefur alla tíð verið Spánverjum vinveitt; þeir eru gestrisnir, þó fátækir sjeu, mestu heiðursmenn og ágætir sjó- menn. Hvergi geta Spánverjar fengið betri kennara í fiskiveiðum ..." Þá er kafli um það, hvort hægt sje að veiða þorsk við Spánarstrendur, og fróðlegar athuganir um göngur þorsks- ins. Endar hann þá grein með því að tilfæra orð spænsks vísindamanns (Borja), er áður hefur ritað um það efni: „Ef Spánn vill losna við þann skatt, hjer um bil 30 miljónir peseta, sem landið greiðir útlöndum á hverju ári til að útvega sjer útlendan þorsk, þá er ekki annað úrræði, en að fara og leita hans í höfum þeim, er hann lifir í, eins og Spánverjar gerðu í þrjár aldir, frá 1493 til 1763“. — Hann ber því næst saman aðferð Spánverja og Þjóðverja að því er snertir innflutning á fiski. Þjóðverjar hafi hækkað tollinn á innfluttri síld, og með því knúið landa sína til að efla fiskiveiðar á þýskum skipum; Spánverjar hafi með því að lækka saltfiskstollinn gert útlendingum greiða og skaðað innlenda útgerðarmenn. Setur hann síðan mjög fróðlegt yfir- lit yfir, hve mikið sje notaður salt- fiskur í daglega lífinu á Spáni; meðal annars skýrir hann frá öllum matar- kaupum á alþýðuheimili í Madrid, yfir árið. Endar hann svo þann kafla með því, að telja upp helstu ástæðurnar fyrir því, hvers vegna Spánverjar eigi að taka upp aftur fiskiveiðar í Norðurhöfum: 1. til þess að aftra því, að 30 miljónir peseta fari árlega út úr landinu fyrir saltfisk; 2. til að efla skipabyggingar og annan iðnað, er standi í sam- bandi við fiskiveiðar; 3. ef gert væri ráð fyrir hjer um bil 700 skipum og hjer um bil 20 manns á skipi, mundi 14,000 Spánverjum vera borgið frá fátækt eða burtflutningi úr landinu; 4. innlend saltverslun mundi aukast um hjer um bil 49 miljónir kíló- gramma; 5. mjög líklegt sje, að hægt væri að útvega markað fyrir spænsk- an fisk í Suður-Ameríku og útrýma einveldi Bandaríkjanna á fiskimark- aðinum þar. Ráð hans er því ekki að lækka saltfiskstollinn, hann verði þó ekki, eins og hann nú er (24 centemos pr. kíló) tilfinnanlegri en svo, að hann verði 1,5 cent. á dag fyrir hvern mann, er borði árlega 22,7 kílógr. af saltfiski. Þá talar hann um mótstöðu þá, er saltfisks- kaupmennirnir spænsku, er græði á að flytja inn útlenda fiskinn, veiti gegn endurreisn þjóðlegra fiskiveiða. Þá hrekur hann mótbáru þá, að spænskir útgerðarmenn muni sjá sjer hag í að kaupa fisk uppi við ísland og segjast sjálfir hafa veitt, er, til Spánar kemur, til að losna við inn- flutningsgjaldið. Spænskir sjómenn muni auðvitað, eins og fisldmenn annara þjóða við ísland, sjá sinn hag bestan í þv( að fá fiskinn ókeypis með því að veiða hann sjálfir. Þá kemur hann með yfirlit yfir fiskiveiða- löggjöf íslendinga, og getur þess, að ísland sje „sjálfstjórnandi dönsk ný- lenda". Bersýnilegt er það á þýð- ingunni, að hann hefur ekki skilið frummálið, en haft danskan texta fyrir sjer. Minnist hann því næst á innflutning til Spánar á fiski frá Frakklandi og Portúgal, og gefur því næst langt og fróðlegt yfirlit yfir flskiveiðalöggjöf Spánverja. Telst honum til, að ef fiskiveiðar Spán- verja eflist á líkan hátt og fiskiveiðar Frakka, verði þeir eftir hundrað ár komnir svo langt, að þeir geti veitt allan þann þorsk, er landið þarf með, á spænskum skipum og verkað hann í sínu eigin landi. Hvetur hann nú Spánverja til að stofna fiskiveiða- fjelag, er stundi þorskveiðar við ís- land og Færeyjar, og kemur með margar og fróðlegar áætlanir viðvíkj- andi útgerðarkostnaðinum. Meðal annars vill hann á hverju fiskiveiða- gufuskipi láta vera tvo Islendinga, og ætlar hverjum í laun 5 peseta á dag; þeir eiga svo að kenna óbreyttu spænsku hásetunum fiskverkun, en þeir íá ekki nema 4 peseta á dag. — Loks stingur hann upp á ýmsum breytingum á tollmálum og skipa- gjöldum Spánverja til að vega á móti tapi því, sem ríkissjóður verði fyrir við rjenun aðflutningsgjaldsins á út- Iendum fiski. Endar hann á því, að bera saman arð landsins af fiskiveið- um og verð verslunarflotans, til að sýna hvað mikið muni um þær. Bók þessi, og aðrar brýningar áhugafullra manna, hefur orðið til þess, að Spánverjar 4. júní 1909 hafa samþykt lög, er nefnast „La iey para el fomento de las industrias y comunicaciones maritimas naciona- les" (Lög til eflingar þjóðlegs sjáv- arútvegs og samgangna á sjó). í 27. grein þeirra laga eru numin úr gildi [ hin gömlu ákvæði, er svo mjög öftr- uðu fiskiveiðum Spánverja, að spænsk skip, er veiddu fisk í erlendum höf- um, skyldu greiða gjald af fiskinum, er til Spánar kom. Greinin heimilar frelsi öllum spænskum fiskiskipum til veiða í öllum þeim höfum, er þau geta veitt í samkvæmt alþjóðarjetti (mares libres). Frá þeim degi, sem lögin öðluðust gildi, geta því Spán- verjar kept við aðrar þjóðir á þessu sviði og reynt að koma upp skipa- stól, er veiði í Norðurhöfum alt það, er þeir þurfa af fiski, og þannigaftr- að því, að landið greiði Frökkum, Norðmönnum og íslendingum miljón- ir á hverju ári fyrir nauðsynjavöru, sem þessar þjóðir sækja í höfum, sem Spánverjum eftir alþjóðarjetti er jafn- heimilt að stunda veiðar í og þeim. Hjer er áreiðanlega mál til íhug- unar fyrir íslendinga. Að vísu mun fyrst um sinn engin hætta á því, að fiskiveiðar Spánverja við ísland verði svo miklar að nokkru nemi. Lyderz telst svo til, að Spánverjar þurfi 100 ár til að verða sjálfbjarga, ef fiski- veiðar þeirra þroskist líkt og hjá Frökkum, og er þetta mjög gætileg og hófleg áætlun. En það getur orðið miklu fyr, hver veit hvenær, ef Spánverjar taka sig saman, og margt virðist benda á, að nú sje sú þjóð að vakna til dáða og dugnaðar á mörgum sviðum. Þeir voru einu sinni voldugasta og framtakssamasta þjóð í heimi, og ef hepnin er með, geta þeir óefað komist í röð slíkra þjóða aft- ur. — En fari nú svo að við miss- um Spánarmarkaðinn, hvert á þá að snúaf Lyderz gefur Spánverjum bending, sem okkur er auðvitað frjálst að nota h'ka. Hann bendir á Suð- ur-Ameríku. Ef til vill mætti selja saltfisk í sumum löndum þar, t. d. Argentínu og Suður-Brasilíu. Jeg skal ekkert um það segja, hvort það er hægt, en mjer finst það ómaks- ins vert að ransaka sh'kt og sjá, hvort það mundi geta borgað sig, að sigla með saltfisk þangað, ekki síst vegna þess, að flytja mætti af- urðir þeirra landa beint til íslands (t. d. kaffi og sykur frá Brasilíu), í stað þess að kaupa þær á millistöð- um í Norðurálfunni. Og loks vekur þetta alt hjá manni þá hugsun, að í rauninni tjáir ekki að ætla sjer að byggja framtíð ís- lands eða nokkurs annars lands að- allega á sjávarútveg. Fyr eða síðar fer svo, að hann verður ekki rekinn meira en svo, sem svarar þörfum landsins, því aðrar þjóðir munu smám- saman komast upp á það, að veiða það, sem þær þurfa, í frjálsum höf- um, eða þá efla fiskiklak við strend- ur og í ám og vötnum. Þannig hafa Danir t. d. komin upp ostruveiðum í Limafirði, sem eru að verða stór- fenglegar. Jeg hef heyrt framúrskar- andi útlendan náttúrufræðing halda því fram, að líklega mundi fara svo, að alstaðar tækist að klekja út nóg- um fiski, ef sjeð væri fyrir hentug- um lífskjörum, en það er víða hægt. Eru í útlöndum núna ýmsir vísinda- menn að rannsaka slíkt svo sem kunnugt er, og á íslandi hefur Bjarni Sæmundsson adjunkt gert okkur mik- inn sóma og gagn með því, sem hann hefur ritað um slík efni. En meðan útlendar þjóðir ekki eru búnar að koma lagi á fiskiveiðar sínar, er auð- vitað sjálfsagt fyrir okkur að nota I okkur það, að við eigum svo auð- veldan aðgang að fiskiríkustu höfum heimsins, og efla því fiskiveiðar okk- ar og reyna að græða á þeim með- an við getum. Því fyrst um sinn er engin hætta á ferðum. En best er að vera á verði. Sölvarjóðri í Sept. 1910. Sigfús Bl'óndal. Austur-Asíufjelagið danska sam- þykti nýlega á aukafundi að auka hlutafje sitt með 10 milj. kr. Samein. gufuskipaíjelagið er að láta smíða 3 ný gufuskip, tvö hjá Burmeister & Wain í Khöfn, 1800 tonn hvort, og eitt í Helsingjaeyri.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.