Lögrétta

Issue

Lögrétta - 05.10.1910, Page 4

Lögrétta - 05.10.1910, Page 4
190 L 0 G R'J E T TA. fyrir fullorðna og börn, vetrar- jakkar og Yfirfrakkar af öllum stærðum, nýkomið, og selst óvanalega ódýrt. Stíurla Jónsson. Eggept Claessen yflrrjettarmálaflutnlngsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—I. og 4—5. Talslmi 16. cTunóur i „dram" verður næstk. laugardag á venjuleg- um stað og tíma (í Templarahúsinu kl. 8V2 síðdegis). Silkitau, margar tegundir, einnig silkiplýss, nýkomið. Sturla Jónsson. Éfíeypis íœfínisfíjáíp Veitum við undirritaðir í læknaskól- anum á þriðjudögum og föstudögum kl. 12—I. Guðm. Björnsson. Guðm. Magnússon. Yerslun Sturlu Jónssonar. Lítið brákaðar bækur fyrir 4. bekk Kvennaskólans, til sölu með afslætti á Suðurgötu n. TAKIÐ EFTIR! Karlmannafataverslun Th. Thorsteinssons fi Co. gefur mönnum enn á ný kost á að fá sjer alföt fyrir svo Ik að segja ekkert verð. Því þessa viku selur verslunin Karlmanna* klæönaði, er kostuðu áður 15,50, nú aðeins fyrir 9,50 — 30,00 — — — 18,00 o. s. frv. Regnkápur ljómandi fallegar, nýtískusnið og iitur, fyrir aðeins 11 kr. Landsins stærsta Vetrarfrakka-úrval hefur verslun Zh. Jhorsteinsson & Co. 18 f t. ‘k nué r* ‘n.é ■ 0TT0 HBNSTED danska smjörlihi erbesh. p'. r Biðjið um \equr\á\rr\ar „Sóley** „Inyótfur" „HeKla”eða Jsafold' <ís Ömjörlikið fœ$Y e\nung\$ fra : j. . % Ofío Mönsfed * J Kaupmannahöfn og/fro^um i danmörku. X& BARNASOKKAR eru nú komnir í afarstóru úrvali. Uarnakysur og Ilúfur, ljómandi fallegar, Iiífstykki frá 0,95. Slifsi, svört og mislitfrá 2,00. Svört Svuututau, frá 1,35 í svuntuua. Millipil* frá 1,20. Svartar Silkisvuntur frá 5,50. Ilöfuðisjöl, margar tegundir. Dagfreyjufeau 0,40. Tvíbr. Tvisittau, i svuntuua ®,S5. ■Ivit Rúmtepiii frá 1,80. Ilörlök 1,90. Ilvítar Kekkjuvoöir 1,20. Brauns verslun „Hainliory^. Aöalstrseti 0. Talsími 41. Prentsmiðjan Gutenberg. F ataef ni, og1 alt annað, sem að iðn minni lýtur, fjekk jeg með s|s Xong ijelga. Ludvig Andersen, Kirkjustræti 10. Stór ÚTSALA A ALNAVORU og fleiru. hs Sturla Jónsson. nr Næstu daga selur Sláturfjelag Suðurlands Saudakjöt úr Skajtártungn, Síðu og Qrunamannahreppi. 30 , 31 Visindamaðurinn, vinur okkar, varð', vel við þessari óskorun, tók blöð sín upp úr vasanum og l^s alte söguna upp aftur alveg eips og daginn áður. Barón Hinrik hlustaði á söguna með hinni mestu athygli, en gat á stundum ekki stilt sig um að taka fram í og láta undrun sína í ljósi. »Það lítur næstum svo út«, sagði hann, »sem jeg hafi komist að þess- um arfi fyrir hefndir einar. Jeg hef Ijieyrt getið um þennan hund, frá þvi ^r jeg var barn að aldri. Sagan geng- ijir mann írá manni í ætt minni, en mjer hefur aldrei komið til hugar fyrri að taka nokkurt mark á henni. Dauði frænda míns — nei, jeg botna ekki vitund í þessu; Þetta er alt i þoku fyrir mjer. Og þjer segist ekki geta skorið úr, hvorum meira komi málið við til úrlausnar, lögreglumönnunum eða prestinum?« »Rjett er það hjá yður«. »0g þá er þetta brjef, sem mjer var sent í gistihöllina með mínu nafni á- skrifuðu. Mun það að líkindum ekki standa í sambandi við söguna?« »Það lítur svo út sem einhverjum sje kunnugra en okkur um það, sem fram fer úti á heiðinni«, sagði doktor Mortimer. »0g að þessum »einhverjum« sje ekki svo mjög í nöp við yður, úr því að hann varar yður við hættunni«. »Hugsast gæti að sá hinn sami mað- urinn vilji fá mig í fjarlægð hjeðan af einhverjum orsökum«. »Vel getur það verið«, sagði Holm- es. ».Teg þakka yður mikillega fýrir,- doktor Mortimer, að þjér hafið rakið þetta mál svo vel fyrir mjer. Það er á marga vega mjög merkilegt. En nú er að ráða fram úr þeim vandræðum fyrst, herra barón, hvort hættandi sje á fyrir yður að fara til Baskerville- hallarinnar og setjast þar að«. »Hvers vegna skyldi jeg ekki gera það ?« »Það getur orðið yður hættulegt«. »Eigið þjer við að hættan kunni að > stafa frá þessari ættarfylgju eða írá> einhverjum menskum manni?« »Þarna er beint það atriðið, sem við þurfum að leita skýringar á«. »Fari þá sem fara vill. Jeg er al- ráðinn í því, sem jeg ætla að gera. Það er enginn djöfull til í víti, herra Holmes, og sá maður er ekki til á jarðríki, sem geti aftrað mjer frá að snúa heim aftur til ættaróðals míns. Þetta er fullnaðarsvarið frá minni hálfu«. Barón Hinrik ljet síga brýrnar og stokkroðnaði, meðan á ræðunni stóð. Það var bersýnilegt, að bráðlyndi Bask- erville-ættarinnar var ekki úr erfðum gengið hjá þessum síðasta afkomanda hennar. »En jeg hef þó ekki«, bætti liann við, »haft nógu nægan tíma enn til að hugsa vel um alt það, sem þjer hafið látið mig vita. Það er annað en gam- an að taka fastan ásetning fyrirvara- laust. Jeg vildi feginn fá tíma og næði til að hugsa um alt þetta betur með sjálfum mjer. Sjáum nú til. Klukkan er hálfgengin tólf. Jeg fer beina leið hjeðan í gistihöllina. Viljið þjer og Watson vinur yðar koma heim til min og borða hjá mjer klukkan tvö? Þá vona jeg að hafa skoðað huga minn og geta sagt ykkur, hvað jeg ræð af fyrir víst. »Getið þjer komið þá, Watson?« »Já. Jeg á mjög hægt með það«. »Þjer getið þá átt von á okkur. Viljið þjer annars ekki að jeg sendi boð eftir ökuvagni?« »Nei, þess gerist engin þörf. Jeg vil heldur fara fótgangandi. Þessi saga hefur komið einhverri ókyrð yfir mig«. »Jeg skal glaður koma með yður«, sagði doktor Mortimer. »Já, skemtilegra er það. Þá hitt- umst við aptur klukkan tvö. í guðs friði! Hittumst heilir aftur!« Við heyrðum fótatök þeirra ofan riðið og að útidyrunum var lokið upp og skelt í lás aftur. 1 sama vetíangi varð Holmes eins og annar maður. Áður draup ekki af honum og ekki var annað á honumjjað sjá en áhyggju- svip og þunglyndi, en nú var hann alt í einu orðinn hýr og glaðvær á svipinn og ljek við hvern sinn fingur. »Hraðið yður, Watson, gripið þjer hattinn og smeygið skónum íljótt upp ó yður! Við megum ekki láta nokk- urt augnablik líða til ónýtis«. Hann stökk inn í hliðarherbergið og kom að vörmu spori aftur í yfir- höfn. Við hlupum ofan riðið og út á götuna. Doktor Mortimer og barón Hinrik sóust ennþá álengdar all-langan spöl á undan okkar og gengu í áttina til Öxnafurðustrætisins. *Á jeg að hlaupa á eftir þeim og biðja þá að staldra við eftir okkur?« »Nei, um fram alt ekki, Watson góður. Jeg er harðánægður með sam- fylgd yðar, ef þjer gerið yður mína að góðu. Það var annars rjett að teygja úr sjer. Veðrið er ákjósanlegt þennan morgun«. Hann gekk liðugt, þangað til er við vórum nærri búnir að ná þeim. Þá hægðum við á okkur og ljetum altaf kippkorn vera á milli okkar og þeirra ofan Öxnafurðustrætið og ofan í Re- gentsstræti. Eitt skifti nóniu þeir staðar og fóru að skoða einhverja sýnismuni í glugga. Holmes fór þegar eins að. Alt í einu heyrði jeg hann kalla á- nægjulega og ósjálfrátt upp yfir sig og einblína stöðugt á eitthvað. Jeg íór að skimast um í sömu áttina og jeg sá hann gera, og kom þá auga á mann einn í vagni, sem ók í hægðum sínum ofan eftir götunni. Jeg hafði áður sjeð sama vagninn lialda kyrru fyrir hinum megin götunnai’. »Þarna er maðurinn okkar, Watson! Komið þjer hingað. Við skulum að minsta kosti horfa vel á hann, þó að við getum ekki gert meira í þetta skiftið«. Jeg kom auga á andlit mannsins um leið og hann leit út um vagn- gluggann. Hann hatði þykt skegg og svart og snör augu, sem hann hvesti á okkur. Hann opnaði undir eins vagnd}'rnar lítið eitt og sagði eitthvað

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.