Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.11.1911, Blaðsíða 2

Lögrétta - 08.11.1911, Blaðsíða 2
216 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur dt á hverjun mlfl- vikudegt og auk þess aukablöfl við og við, minst 60 blöð als á ári, Verð: 4 kr. árg. á fslandi, eriendis S kr. Gjalddagl 1. júli. enda munu Ungmennafjelögin’ vilja láta það sannast, að þau kunni að meta hana og fari vel með. Frásögnin um þetta er tekin eftir blaði Ungmennafjelaganna, „Skin- faxa“, en gjafabrjefið er dags. á 76. afmælisdegi Tr. Gunnarssonar. Xosningarnar. I. Það er stór og glæsilegur sigur, sem viðreisnarflokkurinn hefur unnið við þessar kosningar, sem nýfarnar eru fram. En engum þarf að koma sá sigur á óvart. Hann er ekki fenginn með neinum stundaræsingum. Alt, sem gerst hefur í stjórnmálum hjer á landi frá því að þing-meiri- hlutinn, sem kosinn var 1908, settist á þingbekkina, hefur miðað í þá átt. Lögr. minnist einskist verks, sem unnið hafi verið undir merkjum þess þingsflokks og nokkurs verulegs sje um vert, svo að það hafi eigi verið spor í þá áttina, að svifta þingflokk- inn trausti almennings. Og þó er það eitt verk sjerstaklega, sem flokkn- um hefnist fyrir, en það er ráðherra- valið 1908. Lögr. hefur svo margt um það talað áður, að hjer skal engu við bætt um það. Óheppilegri maður en valinn var í ráðherrastöð- una þá, var ekki til innan endimarka landsins. Það er nú svo komið, að andstæðingar Lögr. flestir eða allir, hvað þá heldur aðrir, játa þetta. Hún margbrýndi það fyrir þing- flokknum áður þingi sleit 1909, að hann tæki á sig mikla ábyrgð með því að skiljast svo við, að ætla Birni Jónssyni hjer einræði um tveggja ára tíma. Það var í byrjun viður- eignar hans við Landsbankann. All- ar hinar verstu spár um þetta rætt- ust. Heima fyrir varð óstjórn og óöld, og út á við misti landið traust og álit. Fjeglæfrabrask magnaðist meðal þeirra manna, sem kringum stjórnarstólinn stóðu, svo fskyggi- lega, að hugsandi mönnum, sem til þess þektu, stóð stuggur af. Þó á B. J. engan veginn einn sök á öllu þessu. Hans ógæfa hefur verið sú, að hann hefur hvorki valið sjer fjelagsskap við vitra menn nje góða. Lögr. hefur stundum þótt hörð í dómum í garð B. J. og þeirra manna, sem völdin hafa haft með honum. En því fer fjarri, að þetta hafi verið um of. Tíminn hefur smátt og smátt sýnt það áþreifanlega, að hún hefur haft rjett mál að flytja yfirleitt, enda bera nú kosningarnar vott um, að það álit er yfirgnæfandi í landinu. Það fór fljótt að brydda á frá- hvarfi í „Sjálfst."flokknum. Og því hefur stöðugt haldið áfram. Bestu mennirnir hafa tínst burt úr honum, eða þá setið hjá aðgerðalausir. Svo hefur verið um alt land. Það er eftirtektavert við kosning- arnar, að það eru einkum Bjössararnir svo nefndu frá síðasta þingi, sem versta útreið fá í kosningunum. Spark- verjar komast miklu betur af. En Heimastjórnarþingmennirnir ná allir endurkosningu. Af Bjössurunum hafa aðeins 4 náð endurkosningu: B. Kristjánsson, síra Jens, Jósef Björnsson og Ól. Briem. Og þó er ef til vill rjettast að telja þá ekki nema tvo, því hvorki Ólafur nje Jósef voru eindregnir Bjössarar. Þeir studdu báðir, þegar til kom, Kr. Jónsson. Og það er sagt af Sauðarkróki um Ólaf að minsta kosti, að hann hafi fyrir kosn- ingarnar heitið því, að vera ekki áfram í „Sjálfst.“flokknum. s Af Sparkverjum hafa aftur á móti náð endurkosningu: Kr. Jónsson ráð- herra, sr. Sigurður Stefánsson, Sig- urður ráðanautur, Bjarni og Bene- dikt. Og líklega má bæta Skúla við þá tölu. En fallið hafa H. Þorsteins- son, Ari og Jón á Hvanná. Einn, Jón á Haukagili, hefur ekki leitað endurkosningar. Reyndar er því svo varið, að bæði Kr. Jónsson og Sig. Sigurðssou eru nú kosnir með fylgi Heimastjórnarmanna, og sama mun mega segja að einhverju leyti um sr. Sig. Stefánsson. En sýnilegt er samt, að hjá Sparkverj- um eru heimturnar mun betri en hjá Bjössurum. Alls á „Sjálfst.“flokkurinn ekki nema 6 af þeim, sem kosnir eru, þótt ÓI. Br. sje enn talinn þar með, þrátt fyrir frjettina, sem sögð er hjer á undan. Þar á móti eru 25 við- reisnarflokksmenn, Heimastjórnar- menn og utanflokkamenn. En ekki er hægt að segja enn, hvernig grein- ingin verður þar í milli og verður að líkindum ekki fyr en til þess kemur, að þingmenn mætist á al- þingi. Um einn af þessum mönn- um, Jón Jónatansson búfræðing, er það að segja, að „Sjálfst.“menn höfðu tekið hann upp á kosninga- lista sinn. En er hann varð þess var, hafði hann auglýst með prent- uðum miðum út um alt kjördæmið, að það væri ekki rjett, að hann væri „Sjálfst.“flokksmaður. En rangt er það hjá »Reykjavík« á laugard., að Lögr. hafi nokkru sinni kallað hann það. — Það eru blöð »Sjálfst.«manna ein, sem svo hafa gert. Margt er það fleira, sem taka þarf fram um kosningaúrslitin, og verður það gert í næsta blaði. Taugaveiki í Reykjavík. Engin stórhætta á ferðuni. Taugaveiki hefur gert vart við sig undanfarnar vikur hingað og þangað í bænum. Veit jeg að margir ótt- ast, að veikin muni ná mikilli út- breiðslu. En það tel jeg ekki líklegt. Einnig er mjer kunnugt, að margir halda veikina miklu útbreiddari en hún er í raun og veru, Síðan fyrst í Október hefur veik- in komið á alls ellefu heimili, en í öllum bænum eru talsvert yfir tv'ó þúsund heimili. Á 7 heimilum hef- ur veikst ein manneskja á hverju, á einu heimili 2, á einu 3, á einu 8, á einu 13; þar lögðust 12 í senn. Flestir hafa sjúklingarnir verið fluttir í sjúkrahúsið. Það hefur verið reynt á allar lund- ir að komast fyrir upptök veikinnar. Hvert sóttarheimili hefur verið spurt um mjólkurkaup sín; hafa mjólkur- sölustaðirnir verið skoðaðir, og spurst fyrir um öll heimili þau, sem mjólkin kemur frá. Hefur orðið uppvíst, að sóttarheimilin hafa keypt mjólk sitt úr hverri áttinni, en alls ekkert það komið í ljós, er bendi til að sótt- menguð mjólk hafi verið á boðstól- um. Hins vegar leikur grunur á því, að það heimili, þar sem 12 lögðust í einu — eitt mesta þrifaheimili bæjarins — hafi fengið sóttkveikjuna úr smjöri, sem fengið var ofan úr sveit. Yfirleitt fara líkur vaxandi fyrir því, að öll eða mestöll þessi tauga- veiki sje aðkomin, sóttkveikjan bor- ist hingað á ýmsan hátt með að- komumönnum. Hingað flykkist fólk úr öllum áttum á hverju hausti; er því sótthætta aldrei meiri hjer en á þeim tíma árs. Þess ber og að gæta, að veikin er nú yfirleitt mjög væg. En þegar taugaveiki gengur um sveit- ir og er mjög væg, þá fer oft svo, að fólk varar sig ekki á henni, ber ekki kensl á hana, vitjar ekki læknis, gætir engrar varúðar; þegar veikin er væg, er því hættan langmest, að hún fari víða og berist sveit úr sveit, án þess unt sje að rekja feril hennar. Eitt er víst: Vatnsveitan í Reijkja- vik er örugg, í hana geta engar sólt- kveikjur komist. Og þess vegna getur taugaveikin aldrei orðið að stórum faraldri hjer í bænum. Hins vegar má jafnan búast við því, að hún berist oftsinnis á ári inn i bæinn með aðkomumönnum. Jeg veit líka fyrir vist, að ýmsir af þeim, sem hjer hafa tekið veikina á þessu ári, hafa fengið sóttkveikjuna í sig utan bæjar. Tombóla Ifsf- Hvíta bandsins “H verður haldin næstk. laugardag og sunnudag(l i.og i2.þ.m.)(Báruhúsinu. Fjelagar og aðrir, sem ætla að gefa til tombólunnar, eru beðnir að koma gjöfunum í Báruhúsið næstk. föstu- dag eftir kl. 4. Ágóðanum verður varið, eins og að undanförnu, til þess að veita fátækum sjúklingum hjer f bænum nauðsynlegustu aðhjúkrun. §tjó v n 111. Vönduð umgengni er besta vörnin við því, að veikin berist hús úr húsi. Þess vegna er nú mjög áríðaridi, að bæjarmenn hirði vel og þrífi sal- erni sín og sorpkistur; varðar mestu að salernin sjeu hreinsuð nógu oft og seturnar vandlega þvegnar úr heitu grænsápuvatni eða kresólsápu- vatni (kresólsápulögur fæst í lyfja- búðinni og er mjög ódýr). Það er og góð regla, ef aðkomu- menn eru hýstir, að láta þá ekki sofa hjá heimamönnum eða heima- menn á eftir í gestarúmum, án þess að voðir og ver sjeu þvegin. Gestir geta borið með sjer sóttkveikjur óaf- vitandi, og það enda stundum þó þeir sjeu mestu þrifnaðarmenn. Reykjavík 6. nóv. 1911. G. Björnsson. Símaslit hafa verið meiri og tíðari nú undan- farna daga en átt munu hafa sjer stað áður hjer, og mest vegna ísingar á Norðurlandi og Austurlandi. Síma- samband var tept milli Austurlands og Reykjavíkur frá því á föstudags- kvöld og þar til í gær. Við Akur- eyri sömuleiðis, en þangað náðist þó samband um tíma á sunnudaginn. Slitin voru á þessum stöðum: Við Guðlaugsvík, milli Borðeyrar og Óspakseyrar. Þar lágu þræðirn- ir niðri á löng svæði, höfðu slitnað af ísingaráhleðstri. Á Kolugafjalli, milli Blönduóss og Sauðarkróks. Þar ástæðan sama. Á Heljardalsheiði. Þar var járn- þráðurinn slitinn á 23 stöðum. Á Vaðlaheiði slitnaði koparþráð- urinn. Milii Breiðumýrar og Reykjahlíð- ar slitnaði einnig þráður, og eins milli Grímsstaða og Hofs í Vopna- firði. Verst var þó á Smjörvatnsheiði. Þar lá þráðurinn niðri milli 60 staura. Sex af þeim höfðu brotnað. Stór- veður hafði verið þar. En ísingar- áhleðsla á þræðina þó aðalorsökin til bilunarinnar, eins og annarstaðar. Á Fjarðarheiði við Seyðisfjörð slitnaði einnig. En alt var þetta komið svo í lag í gær, að samband var óslitið um alt land. Rý botnvörpnskip. Bræðurnir Pjetur Thorsteinsson og Th. Thorsteinsson, er leigðu í fyrra vetur tvo enska botnvörpunga til út- halds hjeðan, eru nú að færast í auk- ana með botnvörpuútveginn. Þeir eiga í smíðum í Englandi tvö botnvörpu- skip, sem von er á hingað fullbún- um í febrúar í vetur. Einnig er „Forseta“-fjelagið að kaupa nýtt botnvörpuskip, sem byrja á veiðar í vetur. Það á að heita „Skúli fógeti", í höfuðið á landfó- getanum nafnkunna, sem á 200 ára afmæli 11. desember næstkomandi. Sagt er og að Pjetur Ólafsson kaupmaður á Patreksfirði sje að kaupa botnvörpung til úthalds þaðan. Ennfremur kvað Elías Stefánsson og fjelagar .hans hjer ætla að leigja í vetur tvo botnvörpunga og halda þeim út hjeðan. Það er íslandsbanki, sem reynist bjargvætturinn með lán til þessara fyrirtækja. jlíikllr menn ernm við? „Hvað þarf framar vitnanna við“ — prófessorarnir í guðfræði hafa talað, datt mjer í hug, er jeg las ritfregn J. H. í „ísafold" 51. tölubl. þ. á., en Har. Nielsson prófessor hafði rit- að áður alllanga lofgrein í ísaf. (43. tölubl. þ. á.) um sama mann ogj. H. hjer lofar fyrir bækling eða flugrit gegn hinni evangel. lút. kirkju, er vjer enn höfum sem þjóðkirkju á landi voru, og gegn prestum kirkj- unnar, flugrit sem síra Fr. J. Berg- mann gaf út í sumar og nefndi: „Viðreisnarvon kirkjunnar". Jeg ætla engan veginu að draga úr hæfileikum og mælsku þess manns, er hjer um ræðir, sr. Fr. J. Berg- manns, því enn minnist jeg með sjer- stakri gleði ræðu, sem hann hjelt við vígslu kirkju hins „Fyrsta evangel. lút. safnaðar" í Winnipeg nú fyrir 7 árum, þar sem aðalkjarni ræðunnar var í fám orðum: Kristur er fyrir oss dáinn og í hans dauða höfum vjer fyrirgefning og líf. En á því furðar mig, hve fljótt mennirnir breyta um skoðun og trú eftir því, sem vindurinn blæs þann og þann daginn; virðist það benda til, að ekki sje um trú að ræða, heldur einhverja leikarahæfileika, því sjá, nú gagnar dauði Krists oss ekki leng- ur, fyrirgefning þekkist ekki og þarf ekki, því lífið, eilífa sælu-lífið í ná- vist guðs, er öllum búið, góðum og vondum, ranglátum eins og rjettlát- um, vantrúuðum jafnt og trúuðum, eftir dómi nýju guðfræðinganna, dul- klæddu „únítaranna", þ. e. þeirra manna, sem neita því, að Jesús Krist- ur sje frá eilífð guðs sonur, guð af guði, jafn föðurnum, heldur gera hann að lægri veru eða hálfguð, Iík- lega þó sökum þess, að þeir enn ekki álíta heppilegt fyrir andlega meltingu fólksins að gera hann að vanalegum manni, sem auðvitað verð- ur þó bráðum ofan á, því einn kem- ur oftast öðrum meiri, og nóg er af þýskum guðfræðingum fyr og síðar, sem komnir eru svo langt í vísind- unum! Hitt þykir mjer líka undarlegt, að þessir nýju guðfræðingar skuli leggja svo mikla áherslu á að skrifa lot- greinar hvor um annan það er eins og þeir hafi bundið fastmælum með sjer að sleppa engu tækifæri til að lofa og vegsama sjálfa sig, því sje einn þeirra lofsverður fyrir visku, þá getur fólkið, og er ætlast til að það geti, dregið þá einföldu ályktun, að höfundurinn, sem er á sömu skoðun, sje líka frábærlega vitur og mikill maður: — Bergmann er vitur — hann skilur ekki dæmisöguna í Matt. 22., 1 —14, eða tekst að snúa við hugs- un Krists —; J. H. lofar hann fyrir það, þá er J. H. líka vitur, eða vel skýr að minsta kosti o. s. frv. — Þeir búast sýnilega ekki við lofi frá öðr- um fyrir þessar nýju kenningarsínar, sem ekki er heldur von. Af því jeg nefndi Matt. 22, 1 —14, þá langar mig til að spyrja alþjóð, hvort það muni ólíkt frelsaranum að kenna það, sem þar er kent, sem er þetta: Guð býður ísraelsmönnum fyrst til sín, til brúðkaups sonar síns, en er þeir ekki vilja þiggja boðið, verður þeim sundrað og borg þeirra eyðilögð (sbr. eyðileggingu Jerúsalems- borgar árið 70 e. Kr.); þeir þykjast sjálíum sjer nógir, þess vegna sleppir guð sinni verndarhendi af þeim, ef ske kynni, að þeir sæju sinn van- mátt; en er þessir hafna boðinu, þá býður guð þeim til sín sem bágt eiga og líður illa (heiðingjunum); þeir finna sinn vanmátt og þiggja boðið; en þetta er skilyrðið frá guðs hendi, að þeir vilji klæðast brúðkaupsklæði, sem er: iðrun og trú (sbr. „að klæð- ast hinum nýja manni", Ef, 4, 24); og þetta brúðkaupsklæði gefur guð þeim, sem vilja (það er oft siður í Austurlöndum, að stórhöfðingjar gefa þeim boðnu veisluklæði þau, er þeir eiga að bera í veislunni), en er ein- hver ekki vill uppfylla þetta skilyrði, að íklæðast brúðkaupsklæðum.að iðr- ast og trúa, þá verður honum vísað burtu frá Guði og hans náðarborði? Eða hvenær hefur Kristur kent, að hinir trúlausu og ranglátu muni erfa guðsríki án þess að afklæðast hin- um gamla manni, en íklæðast hinum nýja? Aldrei! Það eru nýju guð- fræðingarnir, sem kenna það á sína eigin ábyrgð og ekki Jesú Krists. Eitt af því, sem J. H. telur sjera Fr. J. Bergmanni tillofs, er: að „hann lætur hiklaust þá skoðun sína í Ijósi, að kenningin um heimsslit og eilífa útskúfun sjeu gyðinglegar hugmyndir, sem blandast hafi saman við kenn- ingar frelsarans hjá hinum fyrstu söfn- uðum". Það má raunar telja það til lofs, að hann þorir að láta skoðun sína í ljósi, því það þora ekki allir, einkum er þær eru jafn-barnalegar og þessi, því guðspjöllin bera það með sjer, að ekkert vit er í henni að því leyti, að þessi skoðun á heims- sliti og eilífri útskúfun hafi blandast saman við kenningu Krists eftir hans daga, því Kristur kennir skírt og greinilega um þessi atriði sjálfur (Matt. 24 og 25), miklu skírar en Gyð- ingar áður höfðu hugmynd um; en að alt, sem Gyðingar hugsuðu sjer, sje skakt, er um guðlega hluti er að ræða, fæ jeg eigi sjeð; Jesús sam- þykkir margt, sem þeir kendu, og hefur með því sýnt, að það var rjett. I því atriði er jeg höf. pjesans og J. H. fyllilega samdóma, að jeg álít skyldu allra presta á landinu, að fræða söfnuðina um „lífsskoðun ment- aðra kristinna manna, eins og vjer finnum hana sannasta og heilbrigðasta nú á dögum og í bestu samræmi við kenningar Jesú Krists", en jeg er þess líka fullviss, að þeir gera það, allflestir þeirra, að minsta kosti, eftir bestu getu, og hafa gert; en jeg fer lengra: jeg álít það skyldu presta, að fræða söfnuðina um villukenningar nútímans, hver sje orsök þeirra og uppspretta, og hver verða muni af- leiðing þeirra, svo fólkið geti varað sig á úlfum í sauðaklæðum, sem ferð- ast um landið til að reyna að sundra fólkinu og tæla það frá trúnni á guðs son og traustinu til hans, og ónýta þannig starf prestanna í söfnuðunum. Þess vegna leyfi jeg mjer að skora alvarlega á yður, alla embættisbræð- ur mína um gjörvalt landið, að kynna yður vel þessar nýju kenningar, hug- leiða, hvort þær sjeu kristilegar í sjáifu sjer, eða andkristilegar, af hvaða rótum þær sjeu runnar og hvert þær beri, og svo að fræða söfnuði yöar um þær, og skýra þær fyrir þeim, svo allir geti felt sinn dóm sem rjettastan. Þá er það „mín trú“ og mín hjart- ans von, að þjóðin mín, þó breisk sje, elski ennþá svo Jesúm Krist, og finni svo mikla gleði við hans orð og þau fyrirheit, sem hann gaf þeim, er leita hans, að hún kjósi heldur að fylgja honum og treysta hans orð- um en þeim, sem eru að smávenja fólkið við að hafna Kristi og þeim, sem vilja koma því til að tigna anda hinna framliðnu manna, enda þótt þeir sitji í hinum æðri kirkjulegu em- bættum landsins. G. Einarsson prestnr. Herra ritstjóri Lögrjettu, þjer hafið sagt í blaði yðar í dag, á bls. 202, 1. dálki, að konsúll Svía hjer hafi leyft Lögrjettu að hafa eftir sjer að viðskiftaráðunautur ís- lands, Bjarni Jónsson frá Vogi, hafi ekki einu sinni talað við hr. Reutersvárd, sem sje aðalmaður í fyrirtækinu um samgöng- ur milli Islands og Svíþjóðar og alls ekk- ert við hann átt um málið. Jeg lýsi því yfir, að hvorki hafi jeg nein slík ummæli við yður haft nje heldur leyft yður að hafa eftir mjer. Mjer er kunnugt um að Ragnan Lund- borg samdi í júní við ráðherra um land- sjóðsstyrkinn til þessara skipaferða og hefur verið í forgöngu um málið, og enn fremur, að viðskiftaráðanauturinn hefur staðið í brjefasrkiftum við hann og Reut- ersvárd um þetta mál. Kungliga svenska visekonsulatet. Reykjavík 25. nóv. 1911. Kvistján Porgrímsson. Ritstj. Lögr. fjekk þessa yfirlýs- ingu nokkrum dögum eftir að hann mintist á hana í blaðinu, 27. f. m., og birtir hana hjer því samkvæmt beiðni konsúllsins, þótt áður sje sagt frá efni hennar í blaðinu.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.