Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.11.1911, Blaðsíða 3

Lögrétta - 08.11.1911, Blaðsíða 3
LOGRJETTA 217 Frá Spáni. Þar er ókyrð mikil í landi, eins og oft hefur verið frá skýrt hjer í blaðinu. Alfons XIII. Alfons konungur 13., sem hjer er mynd af, er ungur maður og er mik- ið á ferðalagi, alþektur í stórborg- um Norðurálfunnar og við hina fjöl- sóttu baðstaði. Þykir hann skart- maður með afbrigðum og er alstað- ar vel kyntur, þar sem hann er gest- komandi, en síður heima á Spáni, eins og vænta má, þar sem lýðveldis- hreyfingin er altaf að magnast þar. Canalejas yflrráðlierra. Hin myndin er af Canalejas yfir- ráðherra, og hefur hann nú setið að völdum í tvö ár. Hann er foringi hins frjálslynda flokks, en á örðugt uppdráttar vegna sundurlyndisins. Margir heimta lýðveldi, og út úr því o. fl. hafa orðið uppreisnirnar í land- inu hvað eftir annað, sem ósjeð er enn, hvernig ljúka muni. Jrot úr jerðasögn. Eftir Kristján Porgilsson. Þann 26. júlí kvaddi jeg fjelaga mína í Reval við Eystrasalt og lagði ^f stað heivi til íslands Jeg hef aldrei verið gefinn fyrir að ferðast á sjó. Ekki fyrir það, að jeg sje sjóhrœddur, en jeg verð sjó- veikur, ef nokkuð er að veðri, og kaus því heldur að fara landleiðina, þó hún væri bæði lengri og dýrari. Eins og kunnugt er höfum við fje- lagar ferðast um Rússland í fleiri mánuði, og skil jeg því svo mikið í rússneskri tungu, að jeg get farið ferða minna þar upp á mínar eigin spýtur; auk þess má vel bjargast við þýsku, sjerstaklega í vesturhluta Rússlands. Jeg kom til Riga að morgni þess 27. Þar beið jeg fulla 6 tfma eftir lest til Dunaburg, og þegar þangað kom næstu nótt, varð jeg að bfða 10 tíma eftir lest til Weisbolons. — Víða eru samböndin stirð, og víðar er pottur brotinn en á Islandi. — Veisbolon er lltill bær við norðaustur- horn Þýskalands. Þar er síðasta rúss- neska brautarstöðin, sem jeg þurfti að koma á. Lestin var varla stönsuð fyr en nokkrir lögregluþjónar ruddust inn í lestina til að taka „passa" (verndar- brjef) allra farþeganna, því hjer þarf að líta vel eftir þeim, áður en þeir sleppa yfir landamærin. Þeir voru ekki svo fáir með lestinni, sem ætl- uðu yfir í Þýskaland, og það tók fulla tvo tíma, að yfirlíta passana. Á meðan fóru flestir út úr lestinni til að rjetta úr sjer eða fá sjer ein- hverja hressingu. Nú var hringt klukku inni á brautarstöðinni. Það var merki þess, að lestin færi bráð- lega af stað, og eftir ’á mínútu var bæði jeg og samferðafók mitt komið inn í vagnana aftur. Svo var komið með passana. í þeim vagni, sem jeg var í, höfðust við einungis fjórir menn auk mín: kvenmaður, sem jeg hjelt að væri þýsk, gráskeggjað- ur og „geiri merktur" kaupmaður frá Breslau og tveir ungir Rússar, sem voru á leið til Ameríku. Nú byrjaði yfir- heyrsla, sem minti mig á gamla daga, þegar jeg gekk til prestsins. Maður þarf að kunna passann utan að orð fyrir orð. Jeg dróg mig í hlje, því jeg þurfti að rifja upp minn passa; á meðan voru hinir spurðir út úr. Þeir svöruðu greiðlega, karl- mennir, og ekki þótti við þá annað athugavert en að annar Rússinn var nokkuð stór eftir aldri; hann slapp samt með nokkrar vel meintar áminn- ingar. Svo kom röðin að stúlkunni. Hún hafði víst ekki lesið upp ný- lega, þvf að hún mundi ekki eða gat ekki svarað einu orði. Tveir lög- regluþjónar tóku hana þá umsvifa- laust og fóru með hana inn á lög- reglustöðina. Fyrir þetta atvik hafði jeg næstum því gleymt mfnum passa, en jeg þurfti ekki að hafa fyrir því, að lesa hann upp. Jeg var einungis verður haldinn í þrotabúi Jóns Þorsteinssonar söðlasmiðs mánu- daginn 13. þ. m. kl I2V2 eftir há- degi á hæjarþingsstofunni, til þess að kveða á um sölu á fasteign búsins. Bæjarfógetinn í Reykjavfk 8. nóv. 1911. Jón Magnússon. afarodýr, nýkomin. Sturla jönsson. spurður að nafni, og svo fengu fjórir efldir lögregluþjónar skipun um að fara með mig inn á lögreglustöðina. Jeg stóð alveg steinhissa og gat ekki áttað mig á þessu. Svo er ýtt við mjer óþyrmilega og mjer er sagt að fara strax niður úr vagninum. Þegar jeg kom í dyrnar, mundi jeg eftir að farangur minn stóð þar eftir inni. Jeg snjeri við til að sækja hann, en tveir af lögregluþjónunum, sem komu á eftir mjer, ógnuðu mjer með brugðn- um sverðum, og jeg mátti nauðugur viljugur fylgja þeim. Þegar jeg kom inn á lögreglustöðina, rak jeg fyrst augun í stúlku þá, sem jeg gat um áður; hún stóð þar náföl og skjálf- andi. Á miðju gólfi stóð farangur hennar, tvær handtöskur. Það var búið að hella innihaldinu úr báðum; tveir menn voru að rusla f því og leita að einhverju. Alt í einu fann annar þeirra símskeyti. Lögreglu- stjórinn, sem þarna var sjálfur við- staddur, þreif það þegar, og er hann hafði litið yfir það, sagði hann: „Þetta er gott, nú getur sá næsti komið". Og jeg var leiddur fram. „Talið þjer rússnesku"? byrjaði hann og setti um leið upp valds- mannssvip, sem gjörði hann dálítið skoplegan, því hann var fremur ung- ur og grannvaxinn og ekki sprottin grön. Jeg neitaði því. „Talið þjer þá þýsku?" Jeg kvað svo vera. „Hvaðan komið þjer?“ Jeg sagði það. „Og hvert ætlið þjer?“ Jeg hugsaði mig um. Mjer datt í hug að segja, að jeg ætlaði til íslands; en þar sem jeg hafði oft rekið mig á, að mörgum var óljóst, hvað eða hvar ísland var, sagði jeg: „Til Kaupmannahafnar". Það hlaut hann þó að þekkja. „Og þjer ætlið að laumast út úr landinu án þess að fá leyfi til þess, en í bráðina farir þjer nú ekki lengra en hingað, því við vitum engin deili á yður". Mjer þótti þetta í meira lagi undarlegt, því það stóð einmitt í passanum, að jeg væri íþróttamaður og hefði verið ! síðast í Reval. Það stóð þar'svart j á hvítu. Jeg hafði sjálfur farið með | passann á lögreglustöðina þar, og vissi því að engin svik voru í tafii. „Get jeg fengið að sjá passann?" spurði jeg. Því var neitað. „En jeg er saklaus tekinn fastur", sagði jeg; „Þetta er einhver misskilningur, því passinn er í góðu lagi, það veit jeg". Mjer var ekki farið að lítast á blik- una og vildi sem fyrst fá enda á þetta. Lestin, sem jeg kom með, var búin að blása til burtferðar í þriðja sinn, og jeg vissi, að í þessu augna- bliki fór hún af stað; máske gat jeg enn náð í hana. Mig langaði til að taka til peninga, sem jeg hafði á mjer, og kaupa með þeim frelsi mitt, því að jeg vissi af undanfarandi reynslu, að Rússinn slær í fæstum tilfellum hendi á móti þess háttar. En hjer voru of margir viðstaddir; auk þess gat það vakið illan grun. „Hafið þjer verið lengi í Rússlandi?" var jeg næst spurður. „Á fimta mán- uð“, sagði jeg. „Nú, og samt vitið þjer ekki, að hver, sem ætlar út úr landinu, þarf að fá til þess sjerstakt leyfi hjá lögreglunni í þeirri borg, sem hann dvelur sfðat í; þetta hefð- uð þjer átt að vita, góði maður. Það lítur annars helst út fyrir, að þjer fáið að vera hjer hjá okkur enn dálítinn tíma, en nú getið þjer farið". Svo opnaði einn dyrnar fyrir mjer og viðræðunni var lokið. Jeg ráfaði nokkra stund fram og aftur á brautarstöðinni óráðinn í, hvað gera skyldi. Klukkan var orðm 4, °g jeS hafði ekkert borðað frá því snemma um morguninn. Jeg fór inn í borðsalinn og bað um miðdagsmat, en þegar hann kom, hafði jeg enga matarlyst. Jeg sá ekkert annað ráð, en að fara aftur til Reval og fá „leyfið til að ferðast til útlanda". Jeg var kominn á flugstig með að kaupa mjer farseðil, en þá vindur lögregluþjónn sjer að mjer og spyr, hvert jeg ætli að fara. Jeg ætla fyrst að snúa mig af honum, en sje brátt, að slíkt muni vera þýðingarlaust, hann muni vera settur til að gæta mín svo jeg segi honum fyrirætlun mína. Hann segir, aðjeg murii ekki fá leyfi til að yfirgefa bæinn, og var þá þeirri fyrirætlun lokið. Jeg var svo þarna það sem eftir var dagsins og nóttina. Þess þarf ekki að geta, að mjer varð ekki svefnsamt; jeg gat ekkert haft fyrir stafni, og hafði því góðan tíma til að rifja upp fyrir mjer ýmislegt miður skemtilegt, sem jeg hafði sjeð og heyrt um samvisku- semi og rjettlætistilfinning Rússanna. Mjer datt oftar en einu sinni í hug, að leggja af stað fótgangandi yfir landamærin, en í fyrsta lagi var jeg alveg allslaus utan fatanna, sem jeg stóð í, og jeg vissi, að einn eða fleiri menn voru settir til að gæta mín. Ekki vissi jeg heldur, hve langt var til landamæranna, og jeg taldi víst, að kúlur lögreglunnar næðu mjer áður en jeg kæmist á miðja leið. Jeg rjeð því af að bíða og sjá hverju fram færi. (Niðurl ). Reykj avík. Jarðarfor Sigfúsar Eymundssonar bóksala fór fram 31. f. m. frá Frí- kirkjunni, og var mikilf mannfjöldi þar við staddur. Húskveðju flutti Þórhallur Bjarnarson biskup, tn sr. Ól. Ólafsson flutti ræðu í kirkjunni. 1 ártíðaskrá Heilsuhælisins á Vífi- lsstöðum gáfust við jarðarförina 273 kr., fyrir 75 minningarskildi. Það er langhæsta gjöfin þangað, sem safn- ast hefur enn við nokkra jarðarför. I)áin er hjer 28. f. m. frk. Karen E. Klemensdóttir landritara Jónssonar, 18 ára gömul. . Hún dó úr berkla- veiki, hafði verið á Heilsuhælinu á Vífilsstöðum frá því að það var opn- að í fyrra og þar til í september nú í haust, en kom þá heim, með því að auðsjeð var, að henni gat ekki batnað. Jarðarförin fór fram í gær. Striðið um Tripólis. Símað er fra Khöfn 3. þ. m., að Italir hafi farið halloka í Trípólis fyrir liðsafnaði Araba og Tyrkja. Fií |átinii til fistimiii Kristján Þovgilsson, sá er skrif- ar ferðabrjefið, sem nú birtist hjer í blaðinu, er einn af glímumönnunum norðlensku, sem verið hafa erlendis til og frá síðustu árin, og hefur þeirra oft verið getið hjer í blöðunum, meðal annars í 16. tbl. Lögr. þ. á. Kristján kom heim úr þessu ferða- lagi í sumar. Hann er sonur Þor- gils óðalsbónda á Sökku í Svarfaðar- dal. sem skulda fyrir blaðið, einkum þeir, sem skulda fyrir fleiri árganga, eru á- mintir um að borga. Inn- heimtumaður er Arinbj. Svein- bjarnarson bókbindari, Lauga- veg 41, Reykjavík. Eggert Claessen yflrrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsimi 16. )py Auglýsingum i „Lög- rjettu“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan. 11 skrifaði sem lengst, og að visu hef jeg álitið það hrós en ekki hræsni. Verða þó líklega til fyrirstöðu eitt- hvað þessi stjórnmál, sem menn eru svo langorðir um í blöðunum og rúmfrekir, og því miður líka of oft klaufyrtir og illyrtir. Og guð fyrirgefi mjer, jeg veit að menn- irnir gera það ekki: mikið af því, sem menn á sinu andlega fátækt- armáli nefna pólitík, lit jeg niður á. Það virðist svo í augum uppi, hvernig og hverja ælti að kjósa til alþingis, og ef til vill verður vikið að því síðar í þessari ferðasögu; en þessi hringingameinvættur þarna uppi í turninum gerir mig svo and- lega máttlausan, að jeg verð að hætta fyrst um sinn, og bíða dags og bera mig að láta ekki hugfall- ast, þó að ill sje nótt ósofnum. »My womb, my womb, my womb«, segir FalstatT, »an for my womb I would simply be the most active fellow in Europe«. Það liggur við, að mjer komi stundum svipað í hug, þó að það sje ekki offita, sem háir mjer. 12 En nú er best að ljúkaafmatn- um á Botníu. Það vantaði ekki, að nógu mikið væri á borð borið, og það fjórum sinnum á dag. Jeg borðaði nú raunar aldrei nema tvisvar á dag og borgaði þó einn- ig þessar tvær máltíðir, sem jeg át ekki daglega, og voru það að vísu rangindi. En það var ekki nógu gott, sem fram var borið. Mjer er nær að halda, að með sama til- kostnaði hefði mátt gera farþegum veislufagnað í mat á degi hverjum, ef hyggilegar væri að farið og menn hefðu vit á að jeta minna og færra i senn. Það var of lítið af hugs- un í matnum, og sú vökvunin, sem langhollust er, einkurn sjósjúkum, sagósúpa, ekki svo illa tilbúin og með rúsínum þó nokkru betri en það, sem menn jeta með því nafni á íslandi vanalegast, kom ekki nema einu sinni. ^ flrleitt gætu þessar ferðir milli íslands og Dan- merkur verið til heilsustyrkingar miklu meir en er, og jeg trúi því ekki um skipasmiði nútímans, að þeir geti ekki gengið svo frá, að 13 loftbetra sje niðri í skipunum en er, og með engu móti má óloftið úr lestinni geta komist upp um gólfið í farþegarúminu, eins og á sjer stað í Botníu. Jeg veit ekki, lrvort farþegar hafa veitt því eftir- tekt, að þeim hætti fremur við höf- uðverk, þegar vindur er á eftir? Eitt af því, sem margir vita ekki, sem hættir við sjóveiki, er, livað það er háskalegt, að drekka sóda- vatn, þegar svo stendur á. Jeg hef sjeð það ríða baggamuninn á mönn- um, sem höfðu staðið sig það vel, að þeir áræddu niður að borða. Þetta er ef til vill dálítið ógætilega að orði komist, því að mjer væri illa við, að nokkur hjeldi að mjer kæmi til hugar að gera sjóveiki eða önnur veikindi að fyndnisefni. Jeg þori ekki neitt að staðhæfa um það, en mjer virtust dálitlar líkur til, að appollinaris, sem er þýskt ölkelduvatn, liefði gagnstæð áhrif. Appollinaris er dýrara en rjómi, en ekki fanst mjer það vit- und bragðbetra en íslenskt ölkeldu- vatn. Skyldi ekki Hjaltalín !and- 14 læknir hafa haft rjett fyrir sjer um verðmæti ölkelduvalnsins, þó að honum skjátlaðist um sementið? 7. Það var sólskin og stinnings- norðankaldi, þegar Botnia stefndi suður sundið fyrir nokkrum dög- um, en þó lá reykmóða yfir þess- um smáfríðu löndum beggja megin sunds, og lá við að það kæmi í mig mannhatur, þegar jeg hugsaði til þess, að kolaöldin, með allri þeirri andstygð og öllum þeim hrell- ingum, sem henni fylgja — því að árlega farast svo hundruðum skift- ir í kolanámunum — mundi nú á enda, ef ekki væru einhverjir, sem hjeldu, að þeir þyrftu að græða á kolunum. Yfirleitt er mjerfáttver við en þennan rangsnúna gróða- vilja, sem ásamt rangsnúnum trú- arbrögðum mest hefur heft fram- farir mannkynsins, og mest verið þess valdandi, að menn fylgdu ekki nógu vel þeim, sem bestir voru og mest höfðu vitið, heldur ljetu þá verða úti á öræfum, því að það 15 mun nærri sanni, sem stendur í einhverjum austrænum fræðum, að heimskan, eða rjettara sagt vit- skortur, sje rót alls ills, að algæsk- an sje til einhverstaðar, en það standi á alviskunni, til þess að al- mættið geti komist á, en þar er það, sem stendur á mannkyninu, likt og Persar kendu. Þess vegna ríður svo mikið á vísindum og vit- auka, og má segja, að mesta hlut- verk mannkynsins sje að leita sann- leikans, en öll veiklun sýnir, að menn hafa horfið frá sannleikan- um, þeir eða forfeður þeirra; og eflast þá oft um hríð þeir, sem síð- ur skyldi. Andinn er yfir mjer; jeg hef nefni- lega drukkið eitt glas af víni, en því miður líka nokkur móða, því að á þessari vínstofu tiðkast, eins og víðar, sú ósvinna, að menn reykja. En til þess að sýna, að jeg mundi eiga skilið að verða i vínstúku þeirri, sem stungið hefur verið upp á, að stofnuð yrði, og þar sem einungis ætti að drekka gott vin, í stað þeirrar skaðvænu

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.