Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 03.01.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 03.01.1912, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SYEINBJARNARSON. IjFiuuavet: 41. Talsími 74. Ritstjóri: ÞORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstrætl 17. Talsími 178. 2. Reykjavík 3. jaiuiar 1913. VII. árg. I. O. O. F. 93159 .....■?: ------------- Þjóðmenjasafnið opið sunvlud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lsekning ók. t læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) 1. og 3. md. t mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. 10'/* —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—21/. og 5'/a—7. Landsbankinn io1/.—2*/»• Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. ( mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl 12—3 og 5—8. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldstod, YflrrjettarmálafsersIumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 11-12 og 4 6. Faxaflóagufubáturinn „Ingólfur“ fer til Borgatness 11., 17. og 27. jan. - - Keflavíkur 14., 20. og 24. jan. - - Garðs 6. og 9. jan. Kveðja jrá konungi. Kr. Jónsson ráðherra fjekk á nýársdag' svohljóðandi símskeyti frá konungi: »7 Anledning aj Aarskijtet beder jeg Dem bringe islandsk Befolk- ning min hjœrieligste Hilsen, og jeg udtaler de varmeste Onsker om, at del maa forundes mig, at se en sund og rolig Udvikling for Island frem til stedse Igkkeligere Kaar. Frederik K.«. Á íslensku: í tilefni af ára- mótunum bið jeg yður að íæra almenningi á íslandi mína hjart- anlegustu kveðju, og að jeg láti í ljósi hlýjustu óskir um, að mjer megi auðnast að sjá heilbrigðar og rólegar framfarir bæta kjör íslands æ meir og meir. Á nýársdagsmorgun haiði ráð- herra símað til konungs hamingju- ósk í nafni þjóðarinnar íslensku. fersia og Rússlani. Símað er frá Khöfn ígærkvöld: » Persastj órn h ef 11 r sa m þy kt kröf- ur Rússa. Óeirðir í Norður-Persíu. Thebrisborg í höndum Rússa, eftir 18 klst. orustu. Foringjar Persa líflátnir«. Kröfur Rússa á hendur Persum voru þær, eins og áður er sagt hjer í blaðinu, að ameriski fjár- málamaðurinn Morgan Shuster væri rekinn frá fjármálayfirráðun- um. Slíka tilhlutun utan að vildu Persar ekki þola, enda er líka kallað svo, sem Shuster hafi bjarg- að rikinu frá gjaldþroti. Þetta tilefni notuðu svo Rússar til þess uð fara með her inn i landið. En almenningur í Persíu reis þá upp til varnar, og segja siðustu útlend lilöð, að það sjeu einkum prestarnir, sem hvetji menn fast til mótsöðu. Nú hefur stjórnin orðið að láta undan kröf- um Rússa. En þingið hefur stað- ið á móti, segja síðustu útlend hlöð, og það er talað um, að Rússar og' Englendingar taki af Persum þingstjórnarfyrirkomu- lagið. Fjalla-Eyvinclur. Inn í persónu- listann í síðasta tbl. vantaði eitt nafnið, natn Oddnýjar vinnukonu. Það var svo í handriliuu. En í sjerútgáfunni verður þetta leiðrjett. Er svo tilætlast, að sú útgáfa af leikritinu verði vel vönduð. Jóhann Sig'urjónsson, I^riðíii* 11 <*>1 lii 1 í Haag. höf. leikritsins, sem nú er hjer neðanmáls í blaðinu og svo mikið er um talað, er fæddur 19. júni 1880, á Laxamýri í Þingeyjarsýslu, sonur stórbóndans Sigurjóns Jó- hannessonar, er þar bjó lengi og kunnur er um alt land fyrir bú- skapardugnað og rausnarmensku. Jóhann var lijer í latínuskólanum árin 1896—99, hafði þá tekið fjórða- bekkjarpróf og hætti skólanáminu, en fór til Khafnar og ætlaði að slunda þar dýralækningar. Ur því varð þó lítið. En í þess stað sökti hann sjer niður í skáldrita- lestur og fór að yrkja og rita. Fátt er þó kunnugt af kvæðum eftir liann. En leikrit þrjú hefur hann samið, öll frumrituð á dönsku. Ilið fyrsta, »Dr. Rung«, kom út hjá Gyldendals bókaverslun í Khöfn 1905, og var lokið lofsorði á það af ýmsum helstu bókmentamönnum Dana. Næsta leikrilið var wBóndinn á Hrauni«, er leikinn hefur verið hjer í Reykja- vik og til er í íslenskri útgáfu. En þriðja, lengsta og merkasta ritið, er »Fjalla-Eyvindur«. þjalla-Cyvinður. Hann hefur nú þegar verið leikinn sjö sinnum hjer á leik- húsinu síðan á annan í jólum, og altaf fyrir húsfylli. Og sjálfsagt verður hann ofl leikinn enn á þessum vetri. Leikurinn hefurvakið mikla at- hj'gli. Hann er alment umtals- efni. Og blöðin hafa sint honum meira en lijer er annars títt um sjónleika. Guðmundur Magnús- son skáld segir um hann í síð- asta tbl. Lögr., að fyrstu þrír þættir leiksins sjeu »yfirleitt af- bragðsgóðir; það langbesta í ís- lenskri leikritagerð«. Mörg at- riði sjeu þar »áhrifamikil og marg- ar setningar gull-fallegar«. En um liitt er Lögr. honum ekki samdóma, að síðasti þátturinn sje lakastur, og hefði mátt missast. Þriðji og fjórði þátturinn eru að- alþættirnir. Þjóðólfur segir, að er þessi leik- ur sje fram kominn, »muni eng- inn varna höf. sætis á hinum æðra bekk íslenskra rithöfunda, dauðra og lifandi«. ísaf. minnir á, hvað dönsk blöð hafi skrifað um leikinn, »að ein- hver merkasti ritdómari Dana hafl skipað honum á bekk með hin- um bestu æskuverkum þeirra Björnsons og Ibsens í norrænum stíl, að eitt helsta leikhús Iíaup- mannahafnar ætlar að leika leik- ritið í vetur, að til stendur einnig, að það verði leikið i París og, að drotning leiklistarinnar á Norð- urlöndum, Jóh. Dybwad, hin norska leikkona, hefur haft mik- inn hug á að íklæða aðalpersón- una, Höllu, holdi og blóði«. Eins og áður hefur verið getið um hjer í blaðinu, heíur leikrit- ið hlotið mjög lofsamleg ummæli víða í dönskum blöðum. »Politiken« frá 11. 1. m. flytur dóm um það eftir skáldið L. C. Nielsen. Hann segir þar, að Jó- hann Sigurjónsson hafi þegar með fyrsta riti sínu, »Dr. Rung«, vak- ið eftirtekt á sjer, og hafið sig yfir fjölda þeirra, sem kalla megi að fari sæmilega á stað, upp í tölu hinna fáu efnilegustu. Bæði kostir og gallar ritsins hafi bent á, að það væiú samið af skáldi. Menn geymi frá lestri þeirrar bók- ar hugsun um einkennilegan til- finningaríkdóm og þróttmikla hugsun. »Bóndann á Hrauni« minnist höf. á, en mun ekki hafa lesið hann. En um »Fjalla-Eyvind« segir hann það, að sú bók upp- fylli öll þau loforð, sem »Dr. Rung« hafi gefið, og ætti að verða víð- lesin. »Það er eitt af alvarleg- ustu og fegurstu leikritum síðustu áranna«, segir hann, »og sýning þess, sem í vændum er, verðskuld- ar mestu eftirtekt«. Hann segir, að einkenningarnar sjeu nú orðn- ar skaipari en áður, orðskiftin styttri og fastari, án þess þó að j jafnvægið tapist, og sýningarnar áhriíameiri. Hann segir, að per- sónur leikritsins sjeu eins og höggnar út úr liraunauðninni, sem þær lifa i. Svo rekur hann með nokkrum dráttum efni leiksins og grípur sumstaðar niður i samtölin, en segir að lokum, að ekki sje hægt með tilvitnunum að sýna, hve mikilfenglegt efnið sje. Það sje vöxtur í leiknum frá byrjun til enda, er á líkingarfullan hátt komi fram í flótta þeirra tveggja, sem útskúfuð eru úr mannfjelag- inu, hærra og hærra upp i óbygð- irnar, en í byggingu leiksins þann- ig, að aðalefnið komi betur og betur fram eftir því sem á liður, mannfjöldinn frá fyrstu þáttunum hverfi og Halla og Kári verði loks alein eftir, eins og einmana í ver- öldinni. Björn hreppstjóra telur hann einu persónuna í leiknum, sem sje óljós og af almennri gerð. Leikritið sje nú tekið til sýn- ingar af Dagmarsleikhúsinu. En það eigi að lesast áður. Það sje skrifað af skáldi, sem eftir þetta megi hyggja á miklar vonir. Þetta, sem hjer er tilfært, eru að eins aðaldrættirnir úr langri grein. Hjer á leiksviðinu er meðferðin á leiknum yfirleitt góð. Frk. Guð- rún Indriðadóttir leikur höfuð- persónuna, Höllu, aðdáanlega vel. Og Eyvindur er betri en af hon- um hefur verið látið, einkum í síðasta þættinum. I fyrstu þátt- unum þremur er gervið óvið- kunnanlegt. Hann er leikinn af Helga Helgasjmi. Arnes er, eins og víða hefur verið tekið fram, mjög vel leikinn af Andrjesi Björnssyni. Og yfir höfuð fara allir leikendurnir sæmilega með hlutverk sín, nema sýslumaður- inn. Hann er til skemda, og líka óskiljanleg framkoma hans frá höfundarins liendi. Jón bóndi er skemtilegur karl, leikinn af Frið- finni Guðjónssyni. Lögr. væntir, að lesendum sín- um þyki mikið til þess koma, að fá þetta mjög lofaða og marg- umtalaða leikrit neðanmáls. Það er nýung, að íslensk hlöð bjóði annað eins. Þeir fá þar á nokkr- um vikum hók, sem ella mundi kosta þá um 3 kr., og það hók, sem ætla má að öllum, sem ekki eiga þess kost, að koma hjer í leikhúsið, sje mikil forvilni á að kynnast. Nú er verið að ljúka við byggingu á hinni svo nefndu Friðarhöll í Haag. Ilornsteinninn var lagður 30. júli 1907. En síðan hafa verið alt annað en friðartímar á jörð vorri; stórþjóðirnar hafa aukið vígbún- aðinn hver í kapp við aðra. Og nú, er friðarhöllin er um það bil að verða fullgerð, geysa blóðug stríð í ýmsum áttum. Friðarhöllin er bygð eftir fyrirsögn fransks byggingameistara, sem Cordonnier heitir. En kostnaðinn við bygginguna greiðir Carnegie auðmaður. Innan- skraut og húsbúnað leggja til í sameiningu ríki þau, sem halda uppi friðarþinginu i Haag. Höllin á að verða bústaður þess. Islensk mdl í Danmörku. Blaðið »Riget« frá 12. f. m. llytur langa leiðandi grein um ís- lensk stjórnmál. Það er fyrst og fremst skörp árjetting um ríkis- ráðsákvæðið. Blaðið telur sjálf- sagt, að ráðherraskifti farihjerfram hið bráðasta, að minsta kosti nokkru áður en þing komi sam-, an. Hinn nýi ráðherra eigi að velja konungkjörna þingmenn, og Kr. Jónsson sje aðeinsbráðabirgða- ráðherra. Þar er og talað um, að ráðherravalið megi ekki fara hjer fram eins og hingað til, þannig, að þingið sje með atkvæða- greiðslum á leynifundum að út- velja ráðherrann. í’að sje móti öllum reglum annarstaðar. Blaðið leggur alla áherslnna á ríkisráðsákvæðið. Eftirmaður núv. ráðherra má ekki vera skuld- bundinn í því máli, segir blaðið. Það minnir á framkomu B. J. í botnvörpusektamálinu, hann hafi lofað konungi og rikisráði lagfær- ingu á því og fylgt hinu sama fram á alþingi, en flokkur lians neitað. Samskonar megi ekki koma fyrir um rikisráðsákvæðið, segir blaðið. ft járisiiiKlið. Það fór fram, eins og til stóð, á nýársdag kl. 11. Sjö menn keptu. Erlingur Pálsson varð fyrstur (37V2 sek.). Hinir voru: Sig. Magnússon, Sig- urj. Sigurðsson, Guðm. Kr. Guð- mundsson, Jón Sturluson, Jón Tómasson, Sigurj. Pjetursson. Erlingur er sonur Páls Erlings- sonar sundkennara, ungur að aldri, en afhragðs sundmaður. Allir syntu annars sundmennirn- ir vel og voru allir fljótir. Blásið var á lúðra fyrir og eftir. En að sundinu loknu hjelt land- læknir snjalla ræðu og afhenti Erlingi verðlaunabikarinn. Mikill mannfjöldi var þarna við staddur og hrópaði að endingu . nífalt húrra fyrir íslandi Brjef B. TIi. Molsteðs sag-n- frædings. Ut af þvi, sem þar segir um ríkisráðsákvæðið og grein hr. J. C. Christensens í »Tiden« frá 1. des., minnir Lögr. á, að Kr. Jónsson ráðherra hefur borið til baka það, sem þar er um hann sagt, og hefur áður verið skýrt frá því hjer í blaðinu. Ummæli hr. J. C. Chr. um sam- bandslagamálið þarf eigi heldur að skilja eins og hr. B. Th. M. virðist gera. Það mál er í grein- inni í »Tiden« talið dautt aðeins fyrir aðgerðir íslendinga, en liitl er ekki þar sagt, að Danir mundu ófáanlegir til þess að sinna mál- inu aftur, nú eða siðar. Reykjavík. Síðasta tbl. Lögr. var borið út á gamlársdag, þótt dags. væri l.jan. Yeðrið. Ofurlítið snjóföl kom hjer 2. þ. m., en alt þar til hafði jörð lengi verið alauð og stöðug hlýindi. Frá Khöfn kom gufuskipið »Mo- desta« hingað á nýársdag. íkveykjutilraun var gerð fyrir fáum dögum í gamla- veitingahús- inu við Vesturgötu. Var það 14 ára gamall drengur, er heima á þar skamt frá, sem þetta gerði, hafði brotið þar rúðu og kveykt á korkflögu, sem vætt var í olíu, í gluggakistunni. Prentvilla var í grein Jóns Þor- lákssonar landsverkfræðings um Hafnarmálið í 62. tbl. Lögr. f. á. í 4. dlk. á 1. bls. við síðustu greina- skil: »Enginn ágreiningur« fyrir megn ágreiningur. Oddnr Hermannsson lögfræðing- ur er orðinn fullmektugur hjá bæj- arfógetanum hjer. Aðventistar. Þeir hafa hjer nú trúboða, Ólsen að nafni, norskan, en D. Ostlund er farinn úr þjónustu fje- lagsskapar þeirra. Söfnuði sínum heldur D. O. eftir sem áður. Olsen hefur þó sótt um konungsstaðfestingu sem formaður einhvers brots af þeim söfnuði, en því neitaði stjórnarráðið. Leiðrjctting. Leiðrjettingin á annari prentvillunni í vísunum til Hannesar Hafsteins hefur mishepn- ast í 62. tölubl, Lögrjettu. Línurn- ar í síðustu vísunni voru svo: Hreimar Hörpu ljóða himin landsins yngja. Glatt er vorið góða. Prentvillan Ijet ljóðin ein yngja upp himininn í stað þess, að allir vor- söngvarnir áttu að gera það. Það bar á milli. Þ. E. Dáinn er hjer í bænum 9. f. m. Jón bóndi Sveinbjörnsson frá Bílds- felli í Arnessýslu, er fluttist hingað í fyrra vor með fjölskyldu sína og brá þá búi vegna heilsuleysis. Hann var fæddur 1858. Mesti myndarmað- ur var hann og merkisbóndi, svo sem kunnugt er, og gengdi áður ýmsum opinberum störfum fyrir sveit sína og hjerað sitt.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.