Lögrétta - 24.02.1912, Qupperneq 2
38
LOGRJETTA
Lögrjetta kemur át á hverjum miö*
vikudegi og auk þess aukablöð viö og v3ð,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg.
á fslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli.
sjaldnar fyrir en áður, því að metra-
kerfið er svo einkar vel tallið til að
koma að tugabrotum, og gerir nem-
endunum þau auðskilin, einkanlega
sje öllum nöfnunum haldið við námið.
En eins og flestir kannast við, er
miklu auðveldara að læra og muna
aðferðirnar við tugabrot en almenn
brot.
Jafnauðvelt er að breyta nöfnunum.
Setjum svo að barn, sem nýbyrjað
er á tugabrotum og kann fyrnefnd
erlend töluorð, ætti að breyta 4836,59
m. í stærri og minni nöfn. Það þarf
ekki annað en líta á hvaða taia er í
hverju sæti til að sjá nöfnin.
„4 km. (4 í þúsunda sæti), 8 hm.
(8 í hundraða sæti), 3 dam. (3 í
tugasæti), 6 m. (6 í einingasæti), 5
dm (5 í tíundupartasæti) og 9 cm.
(9 í hundraðspartasæti)".
Tugamál og tugabrot útskýra
hvort annað
Þetta verður nú úr allri erfiðleika
grílunni við námið, þegar rjett er
kent. Svipað er um hitt að alþýða
muni bera erlendu orðin svo rangt
fram. Jeg hef kent að reikna metra-
mál yfir 400 nemendum að undan-
förnu og aldrei orðið var við að
erlendu orðin væru afbökuð, enda
væri hægast að benda á framburð
inn í reikningsbókunum, ef þurfa
þætti.
Eina orðið, sem gæti verið vara-
samt í þeim efnum er milí (yjþg-),
þegar það er skrifað millí, en það
er hægastur vandinn að sleppa öðru
ellinu.
Á hinn bóginn kýs jeg öllu frem-
ur orðin reit og teig en ara og hekt
ara. Má vera að það sje af því að
jeg þekki svo marga menn, sem
heita Ari, en engan, sem heitir metri,
lítri eða gramm. Og auk þess er
samsetningin hektari -(hekto-ari=iOO
arar) ekki eirai bersýnileg og hinar
samsetningarnar, en þau 2 orð eru
þó ekkert aðalatriði í þessu máli.
Sigurbjörn Á. Gíslason.
Ferö írá Islandi til Ameríku.
14. júní 1911 fórum við 11 menn
frá Reykjavík til Ameríku og keypt-
um aliir þriðja pláss á „Botníu".
En það kom snemma í Ijós, að okk-
ur var ætlað að liggja á berum trjám
í lestinni; en tveimur af okkur far-
þegum leitst ekki á að geta lifað þar,
og báðum við því um rúm á öðru plássi.
En þá varð að bæta við gjaldið 18
kr. fyrir hvern í 3 nætur og fæði að
auk, þó lítið væri borðað. En það
er gamli vaninn hjá póstskipunum,
sem fara milli íslands og útlanda,
að taka borgun fyrir það, sem ekki
er borðað. Aðallega var það veðr-
inu að þakka, að öllum leið bæri-
lega. Þegar kom til Leith, þá bið-
um við fáa tíma þar til við fórum
í járnbrautarlestina, og gekk sú ferð
vel. í Glasgow tók á móti okkur
vesturfara-hótelhaldarinn með lipurð
og vísaði okkur í svokölluð rúm;
næst kom til sögunnar svokölluð hús
móðir, sem matinn átti að veita; en
fljótt mátti sjá það, að hún gerði
sjer lítið far um, að gestir hefðu
þægilegt viðurværi. Frammistaðan
þar var öll líkust því, þegar gefið er
útigangshestum á gaddinn, og hafði
þá hver það, sem hann náði í. En
þeir, sem urðu út undan, urðu að
láta sjer nægja eitthvað af því, sem
hinir ekki vildu, eða þá að hungra.
Þar voru fleiri en við íslendingarnir,
og gátum við lítið við þá sagt. Varla
gátum við sagt að við fengjum ann-
an mat en brauð, margarín og svo
te. Þá kom læknirinn til, og skoð-
aði hann augun, tunguna og höfuðið
á öllum, og af þeim íslendingum, 11
að tölu, sem voru í förinni, urðu fjórir
að verða eftir, kona með 3 börn, af
því að tvö af þeim reyndust vera
óhrein í höfðinu, og var það okkur
til stórleiðinda, sem fengum að halda
áfram, og íslandi til minkunar. Það
ætti þó ekki að vera mikil fyrirhöfn,
að líta eftir slíku í hverju læknis-
hjeraði, áður en menn færu af stað
til Ameríku, og áminna alla um
þrifnað.
Eftir fjögra daga veru í Glasgow
fórum við til skips,%sem hjet „Gram-
pian", að stærð 9000 tons, og fylgdi
okkur þangað hótelhaldarinn með
lipurð og góðri leiðsögn. En þá
fundum við fyrst, að við vorum kom-
in til góðs fólks; þar gekk maður
stöðugt til að leiðbeina okkur; fæði
og aðhlynning hið besta. Morgun-
matur kl. 7, miðdagsmatur kl. 12,
kvöldmatur kl. 5 og náttmatur kl. 8;
altaf 4 rjettir. Guðsþjónusta haldin
eítir náttmatinn. Kvenfólk var alt
skyldugt að hátta kl. 10, og urðu
þá allir að hafa hægt um sig eftir
þann tíma. Áður en við komum til
Qveebeck var ransakað af skipslækn-
inum, hvort við allir værum bólu-
settir, 730 að tölu. Aðeins nokkra
menn þurfti læknirinn að bólusetja.
Það eina, sem okkur þótti að á leið-
inni, var það, að við fengum 2 daga
þoku. í hafinu sáum við afarstóran
ísjaka, ekki Iangt frn okkur, og var
það fögur sjón. Þegar við komum
nálægt New-Foundland, sáum við
nokkur fiskiskip, og sáum þar af, að
við vorum komnir nálægt landi.
Veður var ljómandi og skipið skreið
áfram með miklum hraða. Svo fór-
um við inn æðilangan fjörð eða á,
og höfðum þá ánægju, að sjá land á
báðar hliðar skreytt skógi. Mörgum
skipum mættum við þar og veður
var altaf fagurt. Þar sem skipið
stansaði fyrst, var nálægt tanga nokkr-
um, og kom þá út póstbátur stór og
skreyttur mörgum flöggum. Eftir
7 daga ferð yfir hafið komum
við til Qveebeck. En yfir hafið er-
2800 milur enskar. Þegar við kom-
um á land, kl. 10 f. m , urðum við
að ganga eftir löngum göngum, þar
til við komum þar sem maður sat
við skrifpúlt með borðalagða húfu.
Það var læknir, og skoðaði hann
augun í okkur 7 íslendingum. Jeg
var látinn ganga á undan. Þeim
leist svo á mig, að jeg væri faðir
hinna 6 að tölu. Ekki þurfti jeg að
tala neitt við þennan mann. En að
honum sleptum voru 2 menn með
borðalagðar húfur, sem áttu að yfir-
heyra okkur. Þeir töluðu frönsku og
spurðu mig fyrst, hvort jeg væri faðir
þessa fólks. En því neitaði jeg. Þá
spurðu þeir mig, hverrar þjóðar við vær-
um, og sagði jeg að við værum frá ís-
landi. „Skiljið þjer dönsku?" spurði
hann, og játaði jeg því. „Það er
mjög gott", sagði hann, „því jeg er
danskur að ætt, en hjer tala flestir
frönsku". Spurði hann þá, hvort
aliir hefðu nóga peninga til að kom-
ast áfram; sagði jeg, að allir hefðu
peninga, nema ein stúlka á tóifta ári.
„Þá getur hún ekki farið lengra",
sagði hann. Jeg sagði, að hún ætti
móður í Winnipeg, sem ta;ki á móti
henni, og sýndi þeim vottorð fyrir
því, að jeg segði satt. „Það stoðar
ekkert; bara peningar", svaraði hann.
„Hvernig á jeg að fara að því", sagði
jeg, „hún hefur ekki fremur peninga
til íslands". „Ef þjer viijið ábyrgj-
ast hana til móður hennar, þá má
hún fara", sagði hann. Jeg játaði
því. „Þá getið þið farið á járnbraut-
arstöðina; lestin fer kl. 3“. Svo kom
þessi danski maður þangað til okkar
og sagði hann okkur frá ýmsu og
spurði okkur frjetta að heiman; hann
sagðist kunna 9 tungumál og þurfa
oft á þeim að halda. Svo fórum við
þaðan með Járnbrautinni til Winni-
peg; sú leið er um 1500 mílur; vor-
um við 3 daga á leiðinni og leið okk-
ur þá mjög illa, að sitja á hörðum
bekkjum dag og nótt í hitasvælu; ef
opnaðir voru gluggar, þá fyltist alt
af moldryki og kolareyk. Þegar við
komum til Winnipeg, fundum við
engan, sem við þektum, en einn ís-
lenskur maður vísaði okkur leið þang-
að, sem við gætum fengið rúm á
innflytjendahúsi. Þar þurftum við
ekki að borga, þótt við værum í viku.
Þetta kom okkur að góðu liði, því
eftir eina nótt gátu allir komist þang-
að, sem þeir ætluðu. Hús þetta er
gott fyrir ókunnuga, sem koma um
miðja nótt og hafa hvergi höfði að
að halla.
Bjarni Jónsson.
Prá
Kína.
Hin þveg-nu ljereft
Mikið hefur hugur Kínverja til
kristniboðs og útlendinga breytst
þessi síðustu 10 ár. Fram um síð-
ustu aldamót kendu Kínverjar „út-
lendu djöflunum" og trúbrögðum
þeirra um öll slys og hallæri, og
sneru því vopnum sínum gegn þeim
í uppreisn „Boxaranna". Þá voru
kristniboðar og aðrir útlendingar
drepnir hvar sem þeir náðust; en nú
hafa hvorirveggju, konungsinnar og
lýðveldisinnar, heitið kristniboðun
vernd sinni, og víðast hvar einnig
veitt hana. Ræningjar og önnur ill-
menni utanflokka hafa þó sumstaðar
gert kristniboðunum óskunda, svo að
ýmsir þeirra hafa orðið að flýja til
hafnarborganna, og í einum bæ,
Síanfu, voru nokkrir myrtir. Banda-
lagstrúboðið (alliancemissionen) frá
Ameríku hafði reist þar skólahús
utan borgar handa börnum kristni-
boða sinna; skólastjórinn hjet Bech-
man, ættaður frá Svíþjóð, og aðstoð
armaður hans hjet Watn, frá Ame-
ríku. 23. okt. í haust vissu þeir ekki
fyrri en ræningjaflokkur sló hring
um skólann og lagði eld í hann
Frú Bechmann ætlaði þá að komast
út með 4 börnin, en ræningjarnir
drápu hana og börnin þegar í stað,
og sömuleiðis rjett á eftir Watn
kennara og 2 börn með honum.
Hundur hans lá hjá líkunum, þegar
þau voru sótt seinna um daginn.
Ræningjarnir hröðuðu sjer að ræna
og brenna husið, er þeir fundu ekki
fleiri lifandi, og hurfu svo á brott.
En Bechmann komst í djúpan skurð,
hálfíullan af vatni, er var rjett við
húsið, og leyndist þar með 4 ára
dóttur sína þangað til ræningjarnir
voru farnir. Samstundis og fregnin
um þetta barst til borgarinnar, sendi
foringi uppreisnarmanna í borginni
herdeild eftir öllum kristniboðum í
borginni og hjelt sjálfur ræðu við
jarðarför píslarvottanna, og hjet þar
útlendingum öruggri vernd sinni
framvegis.
Merkur kristniboði norskur í Kína,
Arnetvedt að nafni, skrifar meðal
annars snemma í vetur frá Changa
í Norður-Kína:
»Einn af leiðtogum uppreisnarmanna,
sem kynst hefur kristindómi við nám
sitt í Japan, fullyrti nýlega við oss,
að lýðveldismenn mundu styðja krist-
indóminn eftir megni, er þeir kæm-
ust til valda, því að þeim væri vel
kunnugt um, að vestrænar þjóðir
.ættu honum gengi sitt að þakka.
í gær var hjer hörð orusta, og
voru menn fluttir hundruðum saman
til sjúkrahúsanna, og orustan stend-
ur enn. Á meðan jeg er að skrifa
þessar iínur, heyri jeg dunur fall-
byssanna og ótal skammbyssuskot.
Hávaðinn er ægilegur og mjer er
sem jeg heyri stunur og dauða-and-
vörp særðra manna. Jeg hlýt að
ákalla drottinn og spyrja hann, hve
lengi þessar skelfilegu blóðsúthelling-
ar og manndráp eigi að standa.
Þó er einn Jjósbjarmi í þessu ægi-
lega myrkri, og bjarmi sá er „Rauði
krossinn". Menn og konur frá öll-
um kristniboðsfjelögum hjer, og enn-
fremur margir Japanar og Þjóðverjar,
hafa tekið þar höndum saman til
líknar særðum mönnum, sækja þá á
vígvöllinn, binda um sár þeirra og
vaka yfir þeim. Liðsmennirnir heiðnu
hafa h'tið eða ekkert heyrt um Krist,
en nú reyna margir þeirra fórnfýsi
lærisveina hans. Rauða krossmarkið
bendir þeim á fjölda-mcrg nýstofnuð
sjúkraskýli, og sjái þeir mann eða
konu með rauða krossinn bundinn
um handlegg sinn, mega þeir búast
við allri góðri aðhlynningu.
Jeg er viss um, að margir fara nú
að hugsa um kærleiksafl krossins
miklu fremur en áður.
í gær fyltist sjúkrahús Lundúna-
fjelagsins, og þá var hin stóra kirkja
þeirra opnuð; katólska sjúkrahúsið
mun sömuleiðis vera troðfult, ogí dag
var kirkja biskupakirkjunnar gerð að
sjúkrahúsi. — Það er eftirtektavert,
hvað önnur eins alvara og nú er hjer
á ferðum tengir menn fljótt saman.
Nú virðist aðalborgarastríðið úti,
en lengi mun lifa í kolunum, og allir
eru kristniboðar í Kína sammála um,
eru nú komin aftur, í mjög stóru úrvali, í Austurstræti I.
As/j. G. GunnJaugsson S> Co.
að hvetja kristna menn til að biðja
nú fyrir Kína fremur en nokkru sinni
fyr. S. Á. Gíslason.
Bæn
óaldarmanna til ráðherra.
Þó að rækan þig vjer gerðum,
þess ei minstu, herra trúr;
miskunn þína’ á vona verðum;
vorum bættu raunum úr.
Virstu oss að styðja’ og styrkja;
stilli bið oss hjálp að Jjá;
(rödd bak við tjaldið:)
velferð þjóðar kæfa’ og kirkja
kannske okkur takist þá.
Láttu’ á þingið fræga fara:
Forna, Magnús Silfurberg,
Hjörleifssonu, Harald, Ara,
(rödd bak við tjaldið:)
heill og frið svo komi’ »á merg«.
siðan, pa er jeg var orðinn 71 árs
gamall,|varð jeg fyrir þeirri þungbæru
reynslu, að missa sjónina á báðum
augum. A raunastundum þeim, er
jeg síðan hef lifað, samfara eðíileg-
um ellilasburðum, bafa ýmsir sveit-
ungar mínir orðið til að gieðja mig
með margvíslegri hluttekning og greið”
vikm, en sjer í lagi og öllum öðrum
fremur erþað fóstursonur minn, Þórður
Pórðarson læknir LVesturheimi, Sem
mjer verður ógleymanlegur fyrir þá
hjálp, sem hann hefur auðsýnt mjer
síðan jeg varð blindur, þar sem hann
arlega hefur sent mjer 100 kr. styrk
- Jeg bið þess af hjarta, að gjafarinn
allra goðra hluta launi honum á sín-
um tima þá göfuglyndu hjálp, sem hann
þannig liefur látið mjer í tje í elli-
hrumleik mínum og blcssi þennan vel-
gjorðamann minn og aðra þá, sem á
ýmsan hátt hafa orðið tii að gleðja
mig 1 raunum mínum og erfiðu kring-
umstæðum.
Bálkastöðum í Hrútafirði 8,'íebr. 1912.
Guðmandur Magnússon.
Sveitamaður.
Það er kallað í sveitum, að fje sje
komið »á merg«, þegar það er orðið
mjög holdgrant og önnur fita eigi eftir
en mergurinn.
Skófatnaðnr
..II vt>r var lianný** Með
þessari fyrirsögn (var^grein hjer í
blaðinu í vetur, sem leið, tekin eftir
„Politikin", og ritaði þar danskur
maður frá Suðurfrakklandi um það,
að hann hefði fundið þess getið í
gömlu sagnariti, að íslenskur maður
hefði verið fyrir herflokki hertogans
af Savoyen, er tók bæinn Hyeres
1707* Dr. Valtýr Guðmundsson
skrifaði nokkru síðar þar í blaðið
um þetta og gat þess, að hann vissi
ekki til, að neinar^ sagnir væru til
hjer á landi af þeim manni, en nefndi
þó íslenskan mann, er hugsanlegt
væri, að þetta gæti átt við. En nú
hefur sami danski maðurinn aftur
ritað í blaðið um þetta, og hefur nú
fundið með samanburði á fleiri sagna-
ritum, að maðurinn, sem'um'er að
ræða, hefur verið frá írlandi en ekki
íslandi.
IvamllioltjiNlM'of við Vesf.
mannaeyjar. Þar eru 3 þýsk-
ir botnvörpungar nú undir ákæru
íyrír landhelgisbrot, einn dæmd-
ur í sekt og upptækur afli og
veiðartæri. Skipstjórarnir heita :
Wilkens, Lúbben og Brandt.
Oöiim er það blað, sem kaupend-
ur beinlínis græða peninga á að kaupa,
því eftir nokkur missiri gengur hann
kaupum og sölum fyrir hærra verð en
hann kostar upprunalega.
Júníblaðið iqii flutti mynd af Jóni
Sigurðssyni forseta og 2 myndir af l(k-
neski hans eftir Einar Jónsson; mynd af
frú Þórdísi sálugu Jensdóttur, bróður-
dóttur J. S., og myndjaf SteÍDdóri presti
Briem. Frásögn um aldarafmæli J. S. |
og grein eftir Guðm. Hjaltason um
menning í Mýrasýslu fyrir 40—50 árum.
— Um J. S. ‘skrifar Eiríkur prófessor
Briem, um frú Þ. J. Rögnvaldur Ólafs-
son húsgerðameistari og um síra St. Br.
Magnús Helgason skólastjóri.
Maíblaðið 1911: Þrjár myndirafStein-
grími Thorsteinsson skáldi, allar teknar
af honum áttræðum. Tvær þeirra eru
teknar inni á skrifstofu hans. Grein um
Stgr. Th. og kvæði til hans eftir Guðm.
Magnússon, Sigurð Kristjánsson og danska
skáldið OlafHansen. Ennfremur kvæði
eftir Stgr. Thorsteinsson, Jakob Thorar
ensen og Huldu.
Aprílblaðið 1911 flutti mynd af Guðm.
Magnússyni skáldi (Jóni Trausta)og grein
um sögur hans. Ennfremur 4 myndir frá
æskustöðvum hans, Melrakkasljettu, og
endurminningar þaðan, ritaðar af sjálf-
um honum. Upphaf á grein eftir Guðm.
Hjaltason um menning í Mýrasýslu fyrir
40—50 árum. Ýmisl. smávegis.
beztnr og ódýrastur.
Mikið lírvai,
Sturla jónsson.
Haustið '1911 var mjer undir-
íitaðii dreginn hvítur lambhrútur,
með mínu marki: sneiðrifað fram-
an hægra, gagnbitað vinstra. Þetta
lamb á jeg’ekki og getur því rjett-
ur eigandi/geíið sig fram, og vitj-
að verðs þess, að þessari anglýs-
ingu frájdreginni.
Hróarsholli Árnessýslu 15/2 1912.
Sigríður Sigfúsdóttir.
Dngleg vinnnkona
getur nú þegar fengið vist á Heilsu-
hælinu á Vífilsstöðum. Lysthafend-
ur snúi sjer til frú Bjarnhjeðinsson,
Laugaveg 10.
II.jiikruiiarinaiiu og viniin-
mann vanta á geðveikrahælið á
Kleppi frá 14. maí.
Athygli karlmanDanna
Ieiðist að því, að við sendum til
allra 3V4 mtr. 135 cmtr. breitt, svart,
dökkblátt og grádröfnótt nýtýsku
fínullarefni í falleg og sterk föt fyrir
aðeins 14 kr. 50 au. Fataefnið send-
ist burðargjaldsfrítt með eftirkröfu,
og má skila því aftur, ef það er
ekki að óskum.
Thybo Mölles Klædefabrik,
Köbenhavn.
Oddup Gíslason
yfirrjettarmálaflutningsmaður,
Laufásveg 22.
Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutnfngsmaður.
PósthÚ88træti 17. Venjulega heima kl. 10—II
og 4—5. Tal8ími 16.
c&unóur í „cStram"
verðnr lialdinn í Goodtemplara-
húsinu í kvöld (laugardag) (24.
febr.) kl. 872 e. h.
Mikilsvarðandi flokksmál.
Áríðandi að sem flestir fjelags-
nienn mæti.
Svurjtu-
Kjólatau,
liæjarins stærsta og
Jbesta úrval.
Auglýsingum i „Lög- Sturla Jönsson.
rjetlu“ tekur ritstjórinn við --------- ------------------
eða prentsmiðjan. Prentsmiðjan Gutenberg.