Lögrétta

Issue

Lögrétta - 06.03.1912, Page 1

Lögrétta - 06.03.1912, Page 1
 M 12. Heykjavík 6. mars 1913. I. O. O. F. 93399- þjóðmenj-isafmð opið sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. ( læknask. þrd. og fsd. 12—i. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. ind. í mán, 11 I. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. I01 2 — 12 og 4—5. ['slands banki opinn 10—2*/a og 5*/»—7. Landsbankinn 101/,—2^/a. Bnkstj. viö 12—1. Lagadeild háskólans ók. leiðbeining 1. og 3. Id. í man. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Láruti Fjeldsted, Y flrrjettarmálafærsluniaður. Lækjargata 2. Heima kl. 11 —12 og 4—7. Landsbankinn. 1. Hann er kominn fremst á dag- skrána ennþá, svo að ekki virð- ist ótímabært að taka til gagn- gerðrar yíirvegunar alt ástandið þar. Skipun Björns Kristjánssonar í bankastjórastöðu við Landsbank- ann var stjórnarathöfn, sem alla menn hneykslaði þegar í upphafi og mest þá, sem best þektu mann- inn. Allir kunnugir vissu það, að hann hafði ekkert til að bera, sem með honum mælti i stöðuna, nema ef vera kynni það, í aug- um þáverandi ráðherra, að hann gæti orðið ílokksverkfæri í bank- anum. Maðurinn hafði áður verið skósmiður og síðan stýrt kramara- verslun, var ómentaður maður, alókunnugur allri bankastarfsemi og þar á ofan ekki í neinu sjer- legu áliti. Hinn maðurinn var hjer minna þektur, þegar hann tók við bankastjórastöðunni, en að því er Lögr. hest veit, hefur hasn unnið það eitt álit hjer, að hann sje Irámunalega atkvæða- lítill maður. Stjórn þessara manna á Lands- bankanum hefur verið þannig, að meðal þeirra, sem mest bera hag Landsbankans fyrir brjósti, mun það álit vera ríkast, að það sje stórhneyksli, að mönnunum skuli ekki hafa verið vísað frá bankanum fyrir löngu. Ef þelta hefði verið fyrsta stjórnarathöfn Kristjáns Jónssonar, þá hefði hann vafalaust fengið fyrir það alment þakklæti. Gremjan yfir stjórn Landsbankans nú hefur verið hjer svo megn, að jafnvel hinn þing- kosni endurskoðandi bankans, Ben. Sveinsson alþm., sem þó er stjórnmálaílokksbróðir banka- stjóranna, hefur átt þátt í ráða- gerð um, að kalla saman almenn- an borgarafund til umkvörtunar. En hvers vegna ekkert varð úr þeirri ráðagerð, er Lögr. ókunn- ugt. I alþingistíðundunum síðustu fengu bankastjórarnir þann vitnis- burð, að þeir hefðu gefið alþingi skýrslu, sem reyndist vera »blá- ber ranghermi og ósannindi«, og það leika engin tvímæli á, að þetta sje satt. Bankastjórarnir hafa ekki einu sinni borið við að mótmæla því, þótt það hafi síðan verið marg-endw’fckið i hlöðun- um. Þá hefur fyrv. bankastjóri, Tr. Gunnarsson, hiklaust borið fram í hrjefi til alþingis, að þeir hafi »gert sig seka í þvi, að birta al- þingi og alþýðu falska skýrslu«. Pessi ummæli standa í Þingtíð- indunum og eru úr þeim endur- prentuð i blöðum hvað eptir ann- að, án þess að bankastjórarnir kippi sjer upp við það, eða við I þeim sje hreyft. Almenningur hlýtur að líta svo á, að þessi áburður sje sannur, úr þvi að honum er ekki hrund- ið. En sje hann sannur — þá hvað? Svarið liggur opið fyrir: þá er óþolandi að slíkt sje látið afskiftalaust. Þá eru lýsingar Einars Jónas- sonar málaflm. í »Ingólfi« á við- skiftum hans víð bankastjórana dálaglegar, eða hítt þó heldur. Mælti minnast nánar á þetta síð- ar. En margir hafa verið hissa á þeirri meðferð, sem hann hefur haft á þeim, og lítið fundist til um frammistöðu þeirra. Nýafstaðin málaferli milli Björr.s Kristjánssonar og ritstjóra »Ing- ólfs« eru líka allmjög eftirtektar verð. Reyndar íjekk bankastjór- inn blaðið sektað um dálitla upp- hæð. En útdráttur, sem það síð- an hirti úr dómskjalinu (»Ing.« 8. febr.), er ekki mjög fegrandi andi fyrir hankastjórann. Þar segir meðal annars svo: » .... En það telur stefndi (rit- stj. Ing.) þjóðkunnugt, að æru- leysis sakir hafi verið bornar á stefnanda (B. Kr.), og hafi hann þagað við. Meðal slíkra saka tel- ur hann það, að borið hafi verið á stefnanda í opinheru skjali, að hann hafi gefið falska skýrslu um hag þeirrar stofnunar, sem hann stjórni, Landsbankans, whersýni- lega í þeim tilgangi, að láta svo sýnast, sem svo og svo mikið af lánum hljóti að tapast«, og að hann hafi birt eða látið frá sjer um stofnun sína skýrslu, sem innihaldi á ýmsum stöðum hlá- ber ranghermi og ósannindi. Þá færir stefndi það til, að það hafi verið horið á stefnanda í til- greindri blaðagrein meðal annars, að hann, stefnandi (B. Kr.), hafi gengið á bak orða sinna um lán- veitingu, sagt viðskiftamanni ó- satt, svift viðskiftamann ranglega veðtryggingu, og að því er virð- ist gegn samningum notað fje hankans til þess að svala sjer á manni persónulega, neitað um lán vegna þess, að honum var ekki greidd persónuleg greiðsla, og gert sig sekan i sviksamlegum athöfnum, farið í bág við 259. gr. hegningarlaganna. Þetta verður að telja sannað i málinu, og verð- ur að telja það viðurkent af hálfu stefnanda, að ekki hafi verið gerð ráðstöfun af hálfu stefnanda til bera þessar sakir af sjer, að minsta kosti ekki með málsókn«. Hvað segja menn um annað eins og þetta, þegar um er að ræða mann í hálaunaðri, mikils- varðandi stöðu íyrir þjóðfjelagið? Sem dæmi um stjórn B. Kr. á Landsbankanum rná nefna það, að veðdeildarbrjefin eru komin niður í 94 eða 9Al/2°/o. Það er með öðrum orðum, að ógerning- ur má heita að taka veðdeildar- lán í bankanum. Slíkt liefur aldrei fyrir komið íyr en í tíð þessara bankastjóra. Landsbank- inn kaupir alls ekki brjefin, svo að íslands banki, sem brjefin kaupir, gæti yfir höfuð sett á þau hvert verð, sem honum þóknað- ist. En jafnframt þessu á Lands- bankinn stórfje inni hjá Land- mandsbankanum í Khöfn á lág- um vöxtum. Lögr. er sagt, að sú upphæð hafi um síðasll. ára- niót verið um 800 þús. kr. Þar af kvað bankinn þurfa að nota þar um 300 þús. kr. í mesta lagi. Er þar því liggjandi um V2 milj. kr. á þessum lágu vöxtum meðan fjárskorturinn er hjerslíkur.aðlán- þegar veðdeildar bankans þakka endurtekur samsöng sinn — í síðasta skifti — á föstudag- inn kemur. Sjri qnlumiphjúiifinr. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutníngsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talsimi 16. fyrir að geta selt veðdeildarbrjef sín með 5l/a kr. aíföllum af hverju hundraði. Þegar um þetta háttalag var rætt á þingmálafundi á Akranesi síðastl. haust sagði ráðherra, að ef satt væri frá þessu sagt, þá »gengi það glæpi næst«. Þá eru húsakaup hankans hjer í bænum, eftir sögunum, sem af þeim ganga, orðin hið mesta hneykslismál, en á þau mætti frekar minnast síðar. Loks er gjaldkeramálið. Lögr. ætlar sjer alls ekki að flana að neinum skýringum í því máli fram yfir það, sem ransókn- ir leiða í ljós. En svo mikið er fullvíst um það mál, að eftirlit frá hanka- stjóranna hálfu liefur ekkert ver- ið með reikningsfærslu gjaldker- ans í heil tvö ár. Þeir hafa samfleytt í tvö ár ekki litið í hækur, sem þeir samkvæmt em- bættisskyldu sinni eiga að hafa daglegt eftirlit með, samfleytt í tvö ár ekkert eftirlit haft með því, hvort bankinn fengi þær tekjur at víxlasölu, sem honum bar, o. s. frv. Þetta er svo stór- vægileg vanræksla ó emhættis- starfinu, að hún ætli að varða afsetningu, þótt ekkert annað væri, hvað þá helduv þegar hún bætist við, ofan á alt annað, sem þessi bankastjórn hefir til þess unnið, að henni væri ljett af hankanum. Þegar hún tók við, voru tveir menn, hvor með 6000 kr. árs- launum, settir til þess að gegna starfi, sem einn maður, með 5000 kr. árslaunum, hafði áður gegnt. Og óteljandi dæmi sýna það ljós- lega, að staríið er miklu ver rækt nú en áður var. Þó hefur nýj- um og nýjum starfsmönnum og aðstoðarmönnum, sem gengið hafa til handa bankastjórum, sífelt verið við bætt, teknir á laun í bankanum flækingar og vand- ræðamenn, sem fengist hafa við ritgutl i ísaf., svo að bankinn er nú alment nefndur »Letigarður- urinn«. Hvernig svo sem mál gjaldker- ans fer — og um það getur eng- inn að svo stöddu felt neinndóm með rjettu — þá eru bankastjór- arnir jafnsekir fyrir því. Og hvaða ástæða getur verið til þess, að láta menn, sem allir virðast vera samdóma um að telja gersamlega óhæfa til að gegna forstöðu bankans, lafa í stöðunni, þótt þeir sjeu þar ber- ir að hinni verstu vanrækslu á skylduverkum sínum, auk þeirra afglapa í stjórn bankans, sem vanþekkingu þeirra er gefin sök á? Það virðist ekkert vit vera i öðru eins. Og rjettlæti er það ekki heldur. Hlítðin og meinleysið við þá verður að ranglæti gegn stofnun- inni. £anðsbankamálið nýja. Ransókninni nýju í Landsbankan- um, þeirra H. Daníelssouar yfir- dómara og E Schou bankastjóra, var lokið þegar um helgina, en skýrsla þeirra er enn ókomin til stjórnarráðsins, eða að minsta kosti eigi kunn orðin enn. Þangað til sú skýrsla er fram komin, er rjettast að ræða sem minst um málið. En út af um- mælum, sem fram hafa komið annarstaðar um gang þess, skal þess getið, að Lögr. hefur leitað sjer upplýsinga um liann í stjórn- arráðinu. Það ljet fyrst rannsaka reikninga gjaldkerans þrjá síðustu mánuði síðastl. árs. Villur fund- ust þar. Gjaldkerinn viðurkendi þær rjettar og borgaði. Alveg eins er farið með reikninga sýslumanna. Villur finnast þar oft, sem nema liáum upphæðum. Þeim er gefinn kostur á að sjá athugasemdirnar, og svo leiðrjetta þeir. Engum dett- ur í hug, að gera þegar ráð fyrir, að villurnar sjeu settar af ásettu ráði. Annað eins og þetta kemur oft fyrir, sagði maður sá í stjórn- arráðinu, sem Lögr. átti tal við. Svo er fundið að eldri reikning- um, eins og frá var skýrt í síðasta tbl. Ný ransókn er þá skipuð, sem nú er lokið, og mun skýrsla um hana væntanleg von bráðar. Símskeyfi frá konungi til ráölierra. Þegar frjettin kom hingað um daginn um að konung- ur vor væri orðinn heill heilsu eft- ir lungnabólguna, sem hann sýktist af í febrúarmánuði, skrifaði ráð- herra konungi brjef, og tjáði hon- um samfögnuðíslendinga yfirheilsu- bót han. Hinn 4. þ. m. fjekk ráð- herra svohljóðandi símskeyti frá konungi: »Jeg har med störste Glæde mod- taget Deres Excellences Brev, og jeg beder Dem bringe hele Islands Befolkning min hjærteligste Tak for den Deltagelse, man fra Islands Side har vist mig under min nu lykkeligt overstaaede Sygdom. — Samtidig sender jeg Dem min var- meste Lykönskning til Deres 60 Aars Födselsdag idag. Frederik R.«. Reykj avík. Dáinn er hjer í bænum 28. f. m. Magnús steinsmiður Guðbrandsson, frá Brennu við Bergstaðastræti, 58 ára að aldri, dugnaðarmaður og dreng ur góður. Jarðarför Skúla S. Sivertsen fór fram í fyrra dag að viðstöddu miklu fjölmenni. Tveir nýir togarar. Ekki ófríkk- ar hann, togarahópurinn íslenski við hina nýfengnu viðbót þeirra Thor- steinssonsbræðra. Þeir hafa nú feng- ið tvö ný skip, bæði hin prýðileg- ustu, og að öllu eins búin. Hið fyrra kom aðfaranótt síðastl. sunnudags; það heitir „Baldur", og er Kolbeinn Þorsteinsaon skipstjóri hans. Hið síðara kom í fyrri nótt og heitir »Bragi«; skipstjóri á honum er Jón Jóhannsson. Þetta eru stærstu tog- ararnir í fslenska flotanum. Hjalti Jónsson skipstjóri kom hingað í fyrri nótt á leigutogara sín- um frá Englandi. Tuttugu þúsund- um af fiski snaraði hann í sig um leið og hann fór um fiskimiðin áleiðis hingað. Sextugs afmæli átti Kr. Jónsson ráðherra á mánudaginn 1. þ. m. VII. lii-ir. Sunnud. 3. p. m. andaðist okkar elskulega dóttir Klara, 12 ára. Jarðarför hennar hefst frá heimili okkar, Bergstaðastr. 36, priðjudaginn 12. p m. kl. 12 á bád. Þetta tilkynnist hjer með vandamönnum og vinum. Reykjavík 6. mars 1912. Jðhanna Þorsteinsdóttir. Gisli t’orbjarnarson. Jntiiskór hlýir og ódýrir, stórt úrval. Sturla Jónsson. Bestn og ódýrnstn Sjómannalíf, eftir R. Kipling. Verð kr. 1.50. ívar hlújárn, eftir V. Scott. Verð kr. 2,50. Baskerville-liundurinn, eftir Conan Doyle. Verð kr. 1,50. stærsta og ódýrasta úrval bæjarins. Sturla Jónsson. »Sterling« kom hingað í fyrra kvöld frá útlöndum. Með honum var allmargt farþega. Þar á meðal: Garðar kaupm. Gíslason, Haraldur verslunarstjóri Árnason, verslunar- erindrekarnir A. Sörnnsen og Nathan, ásamt fjelaga sínum Ólsen, Pjetur ljósmyndari Brynjólfsson ásamt frú sinni, Geir kaupm. Thorsteinsson, Helgi Valtýsson kennari og ýmsir fleiri. Háskólinn. Þar er Jón dósent Jónsson byrjaður á fyrirlestrum um bókmentalíf í>lendinga fyrir siða- skiftin; dr. Helgi Jónsson um eðli jurta,. og dr. Ágúst Bjarnason um viðreisnartímabilið (renaissance). — Fyrirlestrar þessir kváðu vera vel sóttir, enda frjáls aðgangur fyrir alla meðan plássið leyfir. Sorglegt slys. Sá raunalegi at- burður skeði hjer í síðastliðinni viku, að hjón ein, búsett við Óðinsgötu hjer í bænum, mistu efnilegan dreng á þriðja ári með þeim hætti, að hann saup á kaffikönnu með sjóðheitu kaffi í og brendi innan á sjer allan munninn og hálsinn Drengurinn ljest tæpum sólarhring eftir að slysið vildi til. — Þetta sorglega atvik ætti að verða knýjandi áminning öllum foreldrum, um það, að hafa ekki voðann svo nálægt ómálga börnum, að þau nái til hans, ef fullorðnir eru ekki við hendina, til að afstýra því. Þórður á Kleppi. A mótmæla- fundinum, sem haldinn var í „Iðnó" síðastliðinn fimtudag um bankamalið, gerðist svona sitt af hverju, eins og geta má nærri. En að gamni skal þess að eins getið, að þegar Þórður á Kleppi hafði lokið svokallaðri ræðu sinni, snýr sveitamaður nokkur sjer að sessunaut sínum og segir: »Hver er hann, þessi maður, sem nú var að tala?« »Það er hann Þórður á Kleppi«, svaraði sessunauturinn. »Nú — einmitt það; og er það sjúklingur?« spyr sveitamaðurinn aft- ur með mestu hægð og alvörugefni. Hinn ansaði ekki, en hristi bara höfuðið, enda var hann „sjálfstæðis"- maður. Fundarmadur. ísl. togarinn »A. G.« kom inn í gær með 17 þúsund.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.