Lögrétta

Issue

Lögrétta - 13.03.1912, Page 1

Lögrétta - 13.03.1912, Page 1
Aigreiðsln- og innheimtum.: ARINBJ. /sVEINBJARNARSON. I-in.ufc5a.vetr 41. Talsimi 74. LOGRJETTA K i t s t j ó r i: F’ORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 13 Roj kjavík 13. mars 1913. VII. lirg. I. O. O. F. 93399. Þjóðmenjasafnið opið sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. ( læknask. þrd. og fsd. 12_i. Tannlækning ók. (( Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspftali opinn f. sjúkravitj. io‘/» —12 og 4-5. tslands banki opinn 10—21/® og 5T/a—7. Landsbankinn io1/.—2T/a. Bnkstj. við 12—1. Lagadeild háskóians ók. leiöbeining 1. og 3. Id. 1 mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Hetlsuhælið opið til heimsókna 12— 1. Lápus Fjeldsted* Y flppj ettapm álaftBPs lumaO u p. Lækjargata 2. Heima kl. 11 —12 og 4—7. Landsbankinn. 11. Lögr. hefur fengið þakklæti margra manna af öllum stjettum fyrir grein- ina um Landsbankann í síðasta tbl. Það, sem hún flutti, var þó ekkert nýnæmi fyrir menn hjer í bænum. En þar voru einmitt settar fram þær hugsanir, sem efstar eru hjá flestum, þegar á Landsbankann er minst nú orðið. ísaf., sem svarar fyrir bankastj. á laugardaginn, verður fyrst fyrir að fínna að því, að þess sje getið í greininni, að B. Kr. hafi fengist við skósmíðar áður og stýrt kramvöruverslun. Því fór þó fjarri, að þetta væri tekið fram til ámælis honum. Þetta er aðeins nefnt sem bending um það, hvern undirbúning hann hefði haft í banka- stjórastöðuna. Það er ekki annað en meinlaus sannleikur, sem beint lá við að taka þarna fram. Hefði haft alveg sömu áhrif að segja t. d., ef satt hefði verið: hann var áður prest- ur, en síðan skólastjóri, eða: hann var áður læknir, en síðan ritstjóri. Ekkert af þessu er undirbúningur til bankastjórastöðu, og það er málið, sem um er verið að tala. Tr. Gunn- arsson, sem Isaf. tekur til saman- burðar, hafði áður en hann varð bankastjóri lengi veitt forstöðu stærsta verslunarfjelagi landsins, og þar að auki verið forgangsinaður í mörgum verklegum fyrirtækjum. Þegar hann tók við stjórn bankans, mun alls ekki hafa verið völ á nokkrum íslenskum manni, sem jafnvel væri undirbúinn í þá stöðu og hann var. Þetta sýndi sig líka bæði í því, hve mjög hagur bankans hófst undir stjórn hr. Tr. G. og líka í gagnsemdarfyrirtækjum, sem hann beittist fyrir og vann sjer með vinsældir manna. En öllu þessu hefur hrakað undir stjórn B. Kr. Lánþiggjendur bankans verða að sæta afarkostum, sem óþektir voru áður. í stað þess að útvega fje til notkunar í landinu, er nú fje reitt inn hjá viðskiftamönnunum og lagt fyrir til notkunar með lágum vöxtum, í banka suður í Khöfn o. s. frv., o. s. frv. Mundi ekki þetta, og yfir höfuð mikið af óstandinu, sem nú er á stjórn Landsbankans, vera að kenna undirbúningsleysi aðalbankastjórans, eða því, að hann hafi tekið að sjer verk, sem hann hafði ekki þekkingu á og var ekki fær um að gegna? Vinum hans væri nær að færa hon- um til málsbóta undirbúningsleysið, heldur en að þykkjast af því, þótt á það sje minst. Aftur á móti hefði farið betur á því, að einhver vörn hefði komið fram gegn þeim áburði, að hann hafi gefið „falska skýrslu" til al- þingis um stofnun þá, sem hann stjórnar, og borið fram um hana „blá- ber ranghermi og ósannindi", sem svo eru löguð, að þau hljóta að kasta skugga á stofnunina. Þetta ber ísaf. ekki af honum, en laumast alveg fram hjá þvf. Hún virðist vera að reyna að láta það líta svo út fyrir lesendum sínum sem það sje Einar Jónasson málaflutnings- maður, sem þetta hafi sagt. Enþaðeru þeir Tr. Gunnarsson fyrv. bankastjóri, Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti á Seyð- isfirði og Jón ölafason Landsbanka- gæslustjóri, sem hafa leyft sjer að bera þetta opinberlega fram, Tr. G. ásökun- ina um „fölsku skýrsluna", en þeir Jóh Jóh. og J. Ól. hitt. Lögr. og fleiri biöð hafa áður, hvað eftir annað, bent á á þessar ákærur, sýnt fram á, hve þungar þæi væru og fundið að því afskiítaleysi landstjórnarinnar.aðskipa ekki bankastjórunum að hreinsa sig af þessum áburði, ef þeir væru menn til, en þola elia afleiðingarnar, og um það getur varla orðið deilt, hverjar þær hlytu að verða. Það eru þessi ummæli, þeirra Tr. G., Jóh. Jóh. og J. Ól., sem tilfærð eru í kafia úr dómsforsendum í máli milli bankastjórans (B. Kr.) og rit- stjóra „Ingólfs", er Lögr. prentar upp í síðasta tbl. En höf. ísaf.grein- arinnar smýgur eins og köttur fram hjá þessum ummælum, sem þó eru þyngstu sakirnar, sem bornar eru fram gegn bankastjórunum í Lögr,- greininni. Hvernig líst mönnum á það? Lögr. finst, að bankastjórinn hefði fremur þurft varnar við gegn þeim áburði, að hann hafi í embættis nafni gefið alþingi rangar og viilandi skýrsl- ur um hag bankans, en hinu, sem kastað var fram um atvinnurekstur hans áður. Þar sem Isaf. segir um kæru Ein- ars Jónassonar málaflm. tii stjórnar- ráðsins gegn bankastjóranum, að stjórnarráðið hafi „ákveðið, eftir að hafa leitað umsagnar, að taka þá kæru ekki til greina að neinuleyti", þá ber blaðið fram helber ósannindi. Lögr. spurðist fyrir um það í stjórn- arráðinu eftir að ísaf. kom út, hvort þetta væri satt, en fjekk það svar, að það væri tilhæfulaust; um kær- una hefði ekkert verið ákveðið enn sem komið væri. Og seinast í gær stóð enn svo, hvað sem sfðar kann að verða. En bótin er, að engum þarf að bregða við, þótt annað eins og þetta sje rekið ofan í málgagn bankastjór- anna. Það treystir sjer þó ekki til að neita því, sem Lögr. segir um verð og sölu veðdeildarbrjefanna*), en kenu- ir því um, að ráðherra hafi ekki vilj- að nota lagaheimild og taka land- sjóðslán til að kaupa brjefin. En úr því að Landsbankinn átti við ára- mót stórfje suður í Khöfn, og það virðist ísaf. telja rjett, þá er tkki hægt að kenna peningaleysinu um alt, heldur illri stjórn á því fje, sem til er. Vafningar ísaf.-greinarinnar um það atriði eru vanræðalegir og Iitlar varnir þar í. ísaf. afsakar eftirlitsleysi banka- stjóranna fyrst og fremst með „ann- ríki" þeirra. Þar til er því að svara, að þeir eru tveir um verk sem einn maður hafði áður. Og svo er starfs- mannafjöldinn í bankanum, eins og allir vita, mikiu rneiri nú en áður var. En sjeu þeir starfsmenn marg- ir ónytjungar, þá er bankastjórun- um þar um að kenna. Víst er það, að starfræksla bankans er nú miklu dýrari en áður var, og þó bendir nú alt, sem þaðan frjettist, í þá átt, að hún sje lfka miklu ófullkomnari en þá var. ísaf. spyr, hvort Lögr. hafi athug- að, hvað af því mundi leiða, ef banka- stjórarnir yrðu settir af meðan stend- ur á gjaldgeramálinu. Og svo ögrar *) 1 Lögr. segir að þau sjeu seld á 94 eða 94J/a°/o. En þau hafa nú lengi ekki selst hærra en 94%. hún með „grun", sem þetta gæti valdið og orðið Heimastjórnarmönn- um óþægilegur. Lögr. virðist þetta afaróheppileg vörn fyrir bankastjórana. Hún lítur svo á, að ef bankastjórarnir hafa unnið til afsetningar og efbankanum er það stór hagur, að þeir sjeu settir af —- og um þetta hvorttveggja er hún fyrir sitt leyti ekki í neinum vafa, — þá sje það rangt, að láta þá sitja, þótt aldrei nema frávikn- ingin væri óþægileg einum eða öðr- um stjórnmálaflokki. En úr því að þetta kom fram í huga ísaf.höfundarins, þá hefði hann llka átt að hugsa ofurlítið lengra. Það er skamt frá hugsanaferli hans yfir í annan hugsanaferil, og hann er þessi: Ætla bankastjórarnir að bera gjald- keramálið fyrir sig til varnar gegn öllum sökum? Ætla þeir að lafa á því? Ætla þeir að nota það til þess að verjast afsetningu? Hefur ísaf. athugað, hve vel ein- mitt þetta er lagað til þess að „vekja grun" um upptök gjaldkeramálsins og framkomu ýmsra manna í því, sem henni standa nærri? Skýrsla sú, sem þeir Halldór Daní- elsson yfirdómari og E. Schou banka- stjóri hafa gefið ráðherra um ransókn þá, sem þeim var falin á gjaldkera- málinu, er enn eigi kunn orðin. Það er þó víst, að álit þeirra hefur verið það, að ransóknin ætti að ger- ast af manni með ransóknardómara- valdi, því ráðherra hefur fyrirskipað sakamáisransókn. En það er fleira, sem þeir hafa látið í Ijósi álit sitt um. Þeir áttu að aðgæta, hvernig varið hefði verið eftirliti frá bankastjórnarinnar hálfu, og þeir hafa látið stjórninni í tje álit sitt á því. Menn þykjast vita, að álitsskjal þeirra hljóti að 'nafa inni að halda ótvíræðar sannanir fyrir svo stór- vægilegum embættisvanrækslum hjá bankastjórunum, að afsetning þeirra ætti að vera sjálfsögð. Og mörgum þykir það ærið kynlegt, að stjórnin skuli ekki birta álitsskjal þessara manna um málið, úr því að hún hefur látið birta þau tvö, sem á undan eru komin. Menn skýra þetta svo, að stjórnin ætli ekki að setja bankastjórana af, að minsta kosti ekki að svo stöddu, en haldi álitsskjali þeirra Halldórs Daníelssonar yfirdómara og E. Schous bankastjóra leyndu af því, að það sje þungt á metunum fyrir þá, sem halda fram afsetningu bankastjóranna. Málið mun nú í raun og veru standa svo, að bankastjórarnir lafi við völd- in, að minsta kosti fyrst um sinn, einmitt á gjaldkeramálinu. Það, að óregla hefur orðið á bókfærslu gjald- kera og fyrv. bókara bankans undir stjórn núverandi bankastjóra, — það verður til þess að festa bankastjór- ana í sessi, sem þó eiga að hafa daglegt eftirlit með bókfærslunni og bera ábyrgð á henni gagnvart lands- stjórninni. Dálaglegt ástand, eða hitt þó heldur! Björn Kristjánsson var áður svar- inn óvinur Landsbankans og gerði alt hvað hann gat til þess að eyði- leggja hann, eins og margir muna. Það var þegar verið var að koma íslandsbanka á stofn, því þá ætlaði hann sjer að verða þar bankastjóri. Og allalment mun það álit vera, að B. Kr. hafi verið potturinn og pannan í aðförum Björns Jónssonar gegn bankanum, enda lenti hagnaðurinn hjá honum, en B. J. fjekk skellina. Þessar árásir hefur bankinn staðist. En mundi hann standast hitt til langframa — stjórn Björns Kristjáns- sonar? Það ætti hvorki að vera flokks- mál nje óvildarmál á neina hlið, heldur fullkomið samkomulagsmál, að Landsbankinn fengi sem fyrst nýja og betri stjórn. í því máli ættu menn að hafa það eitt fyrir augum, hvað stofnuninni og viðskiftamönn- um hennar yfirleitt sje fyrir bestu. Xolaverkjallið. §íAuitu sím»keytafr|ettir. Fyrir síðustu helgi var símað frá London, að alt útlit. væri fyrir að verkfallið stæði enn um hríð. Enska stjórnin hafði bannað útflutning kola fyrstu dagana eftir að verkfallinu linti. Kolaverkmenn í Ameríku hefðu einnig lagt niður vinnu. Samgöngur væru teptar. Verkfallið orðið alment. Ekki að vænta nýrra farma hingað fyr en seint í apríl. Næstu frjettir sögðu kolaverð í Khöfn komið upp í 40 sh , suður við Miðjarðarhaf upp í 50 sh. tonnið. Síðustu fregnirnar eru þær, að ekk- ert útlit sje fyrir sættir fyr en í fyrsta lagi 25. mars. Eftir það ekki hægt að fá kol 1—2 vikur vegna útflutn- iugsbanns stjórnarinnar, sem gert er til verndar iðnaðinum heima fyrir. Ráðgert að útflutningsbannið vari 7 daga. Námamenn í Þýskalandi hafa líka lagt niður vinnu. Fríi [jaltiii til ttiiia. Snæfellsnessýslft. Um hana sækja sýslumennirnir Björn Bjarnar- son, Halldór Júlíusson og Páll Bjarna- son, fyrv. sýslumaður Marínó Haf- stein, Ari Jónsson aðstoðarm. í stjórnarráðinu og Kr. Linnet kandí- dat. Magnús Blöndai hreppstj. í Stykk- ishóimi er settur sýslumaður Snæfell- inga frá 1. þ. m. Á Vífllsstaðahælinu las Guðm. Magnússon upp kafla úr hinni nýju skáldsögu sinni „Frá Skaftáreldi" fyrir sjúklingunum og mörgum heim- sækjendum síðastl. sunnudag og var látið mjög vel yfir. Verkfallið í Hafnarflrði stendur enn. Verkafólkið hefur valið 3 full- trúa til þess að semja við vinnuveit- endur, en samningar eru ekki komn- ir á. Vinnuveitendur segja, að ef þeir færi lágmark tímakaups kven- fólksins upp í 18 au., þá sje gamalt kvenfólk útilokað frá vinnunni og eins unglingar. Auk þessa stendur þræta um kaup fyrir aukavinnu og sunnudagavinnu, og þar eru karl- mennirnir lfka með í kröfunum. En vinnu hafa þeir ekki lagt niður. Fiskisliii) vantar. Fiskiskipið „Geir", frá Hafnarfirði, eign Edin- borgar-verslunar, lagði út 11. f. m. og hefur ekki komið heim enn, svo að menn eru að verða hræddir um að því hafi hlekst á. A því voru 27 menn, skipstj. Sigurður Þórðar- son hjeðan úr bænum. Áreiðanleg- ar frjettir eru þó fengnar um það, að skipið hefur sjest eftir verstu storm- ana í febrúar, eða um 25. f. m. En það hafði aflað vel og hefði þess vegna því fremur átt að koma inn. Lausafregn, sem frá Vestmanna- eyjum kom í gær, segir, að „Geir" hafi f fyrra dag sjest vestan við eyjarnar. Sú fregn átt að vera frá fiskiskipi, sem í gær hafði komið til eyjanna. Snjóflóð á Seyðisflrði. Þar fjell niður snjóflóð úr Bjólfinum 3 þ. m. á Fjarðaröldu utanverða, náði lítið eitt utar en snjóflóðið mikla, sem kom þar fyrir tæpum 30 árum. Þetta flóð tók vörugeymsluhús, sem Fram- tíðarverslunin átti, og fjáhús með 13 kindum. í snjóflóðum hafa tveir menn farist nýlega nyrðra, annar á leið yfir Siglufjarðarskarð, hinn f svo- nefndum Þorvaldsdal, og var hann þar á rjúpnaveiðum. Nótt. Einn jeg úti vaki, eftir hjarni reika; fölt að fjallabaki fól sig tunglið bleika. Lymskur i lágum kofa læðist kuldi’ og hneppir fólkið i feigðardofa, fætur og liendur^kreppir. Hár er hitninbogi, húmdökk næturtjöldin, norðurljósa logi leikur um jökulskjöldinn. Heyrist cnginn liljómur; — hjartað aðeins snertir einhver djúpur ómur, einhver pagnarhreimur. Húm er öliu yfir, ísinn gljár á sleinum. — Æstur eldur liflr inni’ i hjartans leynum. Eldur, sem að eyðir öllum mínum tárum, bál, sem bliðust deyðir blóm frá liðnum árum. Heiður er pessi himinn, hár er loftsins bogi, samt er sjöfalt hærri sálar minnar logi. Iíuldi, komdu af steinum, kæfðu loga mina, legstu að hjartans leynum, láttu hitann dvina! Hyl mig í pjer inni uppheims djúpi geiraur! Svala sálu minni sæti pagnarhreimur. Yaldimar. Boðsbrjef um nýtt tímarit. Fáist nægilega margir áskrifendur, hefur Einar Hjörleitsson skáld i hyggju á pessu ári, aö stofna nýtt tímarit, á stærð við Skírni, er kæmi út 4 sinn- um á ári. Hann hugsar sjer að i riti pví verði kostur á, eftir pví, sem rúm leyfir, að ræða mál á öllum sviðum pjóðlífs vors, en að pess verði gætt, að ritið verði ekkert flokksmálgagn. Sögu eða sögu- kafla hugsar hann sjer í hverju hefti, að svo miklu leyti sem pvi verður við komið, og eins fögur kvæði. Og sjer- staka stund vill hann á pað leggja, að ritið fræði menn um sem mest af pví, sem best er hugsað og mesta eftirtekt vekur i útlendum bókum og tímaritum; til pess hugsar hann sjer að sjerstök- um kafla sjerhvers heftis verði varið. Hann vonar, ef fyrirtækið kemst á fót, að geta safnað par saman sem flestum gáfumönnum landsins. Þessir menn hafa pegar lofa ritinu aðstoð sinni: Friðrik J., Bergmann prestur, Gísli Sveinsson yfidómslögm., Guðm. Björnsson landlæknir, Dr. Guðm, Finn- bogason bókavörður, Guðm. Hannes- son prófessor, Haraldur Níelsson pró- fessor, Indriði Einarsson skrifstofustj., Jón Helgason prófessor, Jón Jónsson dósent, Dr. Jón Þorkelsson skjalavörð- ur, Kl. Jónsson landrilari, Sigurður Guðmundsson mag. art., Sigurður Hjör- leifsson ritstj., Þorleifur Bjarnason adj. og Þorst. Erlingsson skáld. Skilyrði pess, að lionum verði unt að koma ritinu af stað, er pað, auk áskrifendafjölda, að andvirði pess verði greitt fyrirfram. Verð fyrsta árgangs yrði að greiða um leið og kaupandi veitti fyrsta hefti viðtöku. Verð ár- gangsins verður fjórar krónur. Svohljóöandi brjef mun bráðum verða sent út um land til manna, er beðnir verða að útvega ritinu áskrifendur.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.