Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 13.03.1912, Qupperneq 4

Lögrétta - 13.03.1912, Qupperneq 4
50 L0GRJETTA Ferjað yfir Tígrisfljótið. Ferjur eins og sú, sem hjer er sýnd á myndinni, eru enn í dag not- aður á Tígrisfljótinu í Mesopótamíu, og voru eins fyrir 2000 árum, þegar vald hinna miklu Assyríukonunga stóð sem hæst og stórborgin Ninive var reist þarna á fljótsbökkunum. Nú er landið orðið hrjóstugt og aðeins lítil- fjörlegir smábæjir meðfram fljótinu. Samgöngufærin eru þar enn, í byrjun loftfaraaldarinnar, eins og fyrir 2000 árum. Sbantakapphlaupið um Brauns- bikarinn fór fram síðastl. sunnudag; hafði því áður verið frestað þrisvar. Alla undanfarna viku hafði veðrið verið hið besta. En auðvitað hljóp sá vondi í veðrið eins og vant er, þegar Skautafjelagið ætlar eitthvað að gera. 2 kl.st áður en byrjað var, kom á stormur, svo að við sjálft lá, að hlaupinu yrði enn frestað. Svellið var ekki gott heldur. 6 keppendur gáfu sig fram, en 2 gengu úr skaft- inu. Urslitin urðu þessi: 500 mtr. 1. Magnús Tómasson 1 m. 8*/s seb. 2. Herluf Clausen . . . 1 —144/5 — 3. Tryggvi Magnússon 1 —223/5 — 4. Kristján Schram . . 1 —34 — Tr. M. og Kr. Sch. duttu oft í þessu hlaupi. 1500 mtr. 1. Magnús Tómasson 3 m. ^i'/ssek. 2. Tryggvi Magnússon 3 — 47U5 — 2. Herluf Clausen ... 3 — 583/5 — Það vakti mikla eftirtekt, að Tr. M., sem nú í fyrsta sinn tók þátt í kapphlaupi, skyldi komast svo langt fram úr H. Cl. Tr. M. var nokkuð hikandi í hlaupinu, en rendi sjer þó vel, svo að hann mun með meiri æf- ingu verða hættulegur keppinautur. 5000 mtr. hlaupinu var frestað. Kröfurnar eru, eins og kunnugt er, þær, að sá, er bikarinn fær, sigri í 2 af 3 hlaupum: 500 mtr., 1500 m. og 5000 m. Útkoman af hlaupaskránumerþessi: 500 1500 mtr. mtr. Alls 1. Magnús Tómasson .11 2 2. Tryggvi Magnússon .32 5 3. Herluf Clausen ... 2 3 5 Tr. M. og H. Cl. hafa sömu út- komu, en af því að Tr. M. hafði styttri tíma samanlagt, varð hann nr. 2. Eftir ósk hr. Guðm. Oddgeirs- sonar bankaritara skal þess getið, að því fór fjarri að til hans væri bent, þar sem í síðustu Lögr. er talað um starfsmannatöku í bankann. Sama er að segja um Guðmund Jónsson kyndara, sem lfka hefur óskað þessa getið. Jarðarför frk. Sigríðar Melsteð, dóttur Páls heitins Melsteðs sagn- fræðings, fór fram hjer í bænum 7. þ. m. Hún var um sjötugt, hafði dvalið síðustu árin, eftir lát föður síns, á Hæli í Gnúpverjahreppi og andaðist þar. Veðrið breyttist frá langvinnum góðviðrum á sunnudaginn, og hefur síðan verið austanátt og drungalegt loft. A mánudagsnóttina kom dálftið snjóföl. MaroKkómáliö i Frakk* landl. Atkvæðagreiðsla um Mar- okkó-samninginn fór fram í franska senatinu 10. febr. og var samningur- inn samþyktur með 212 atkv. gegn 42. 98 greiddu ekki atkv og 7 voru fjarverandi. Markianð útúrsnúningur er það, sem eitthvert óaldartól fer með í ísaf. á laugard. út af ummælum þeim, sem Lögr. hafði eftir manni í stjórn- arráðinu um meðferð þess á endur- skoðun reikninga embættismanna, og getur enginn, sem rjett vill lesa, mis- skilið þetta í Lögr. Ósannindi eru það, í sömu grein, að þeir H. Dan. og E. Schou hafi ekki „lokið" ransókn sinni í Lands- bankanum, heldur „hætt" henni. Sjálfir sögðu þeir ransókninni lokið og gáfu álit sitt um alt, sem fyrir þá var lagt að athuga. Það, sem Lögr. hefur sagt um fundahöldin hjer út af gjaldkeramál- inu, er alt satt og rjett, enda sýna nú blöð óaldarmanna ótvírætt, hverjir gengist hafi fyrir þeim skrípaleikjum. ísland erlendis. Trúlofnð eru frk. Margarethe Gunnlögsson, dóttir Jakobs Gunn- Iaugssonar stórkaupmanns í Khöfn, og kand. jur. Asger Seerup, segir blaðið „Riget" frá 15. febr. Norrænupróf hefur nýtekið við háskólann í Khöfn Sigurður Nordal, sonur Jóhannesar Nordals íshússtjóra hjer í bænum. B. B. Post, gamall íslendingur í Ameríku, sem marga kunningja á hjer heima, biður þess getið, að ut- anáskrift til sín sje nú: Mr. B. B. Post, Metchosen P. O., Wictoria, B. C., Canada. »Ceresar«-stpandiö. Broberg skipstjóri var ekki með skipinu f þessari ferð, en Lydersen yfirstýri- maður hafði stjórnina í hans stað. Ceres lagði á stað frá Kirkwall til Khafnar 6. þ. m. með þær vörur, sem eftir voru í henni. Undirboð. Með því að afgpeiðsla gufu- bátsins »Ingólfs« í Borgarnesi verður laus frá 1. maí þ. á., er skorað á þá, er kynnu að vilja taka afgreiðsluna að sjer, að senda undirrituðum, innan 15. apríl, tilboð um lægsta undirboð, er þeir vilja taka starfið að sjer fyrir, í lokuðu umslagi, merktu: »Ing- ólfur«. Reykjavík 1. mars 1912. Oddur Gtíslason p. t. formaður. Jeg undirritaður fyrirbýð öllum að skjóta í Arnarnesslandi. Arnarnesi 4/3 1912. Hannes Þórðarson. Innileg pökk til allra, sem á einhvern hátt hafa sýnt hluttekningu við andlát og jarðar- fdr stjúpdóttur minnar frk. Sigriðar Melsteð. Thora Melsteð. Fermingarkjóll fæst keyptur á Hverfisgötu 26 B. Jeg undirrituð hef um undanfar- in ár þjáðst af berklameini í hnje og hef legið oft og lengi. Lauk svo, aðjegmisti fótinn. Jeg er fátæk og á fáa að, sem færir sjeu um að hjálpa mjer. — Jeg hlýt þv( að láta þess getið, með hjartans þökk- um, að hr. kaupm. Jóh. Jóhannesson hjer í bænum hefur nýlega gefið mjer 400 krón- ur að gjöf. Jeg hef því meiri ástæðu til að þakka honum þetta, þar sem hann þekkir mig aðeins af afspurn og hefur varla sjeð mig. — Slíkt er ekki í launa skyni gert. — Jeg veit, að mörg álíka góð- verk hans, og þeirra hjóna, eru fæstum kunn. En jeg get ekki stilt mig um að þakka í heyranda hljóði þessa stórmann- legu hjálp. Reykjavík 25. febr. 1912. María Salómonsdóttir. Neðanmáls: Fjalla-Eyvindur. Eftir Jóhann Sigurjónsson. Myndin bjer sýnir flakið af franska herskipinu »Liberté«, sem sprakk í loft upp á höfninni í Toulon í haust, sem leið, eins og þá var frá sagt hjer í blaðinu. Hún er tekin rjett eftir slysið. En auð- vitað sökk síðan all. Rjettarransökn var hafm gegn foringjum skips- ins, en henni er nú nýlega lokið og þeir sýknaðir. Skemdu púðri er kent um slysið. «8 lóðarg'j aldaskrá Reykjavíkur fyrir árið 1912 liggja almenningi til sýnis á bæjarþingsstofunui dagfina 13. fil 28. mars, að báðum dögum meðtöldum, frá ki. 9—3 á degi Iiverjiim. Kærur sendast formanni niðurjöfnunarnefndar, yfirdómara llalldóri Daníelssyni, eða borgarstjóra, fyrir 14. dag aprílmánaóar næsfkomandi. Rorgarstjóri Reykjavíkur 11. mars. Páll Einarsson. # ' « I Nýung. ^ Nýtýsku sjöl nýkomin, í tuttugu frábreyttum || litnm; sjerstaklega falleg og ódýr. Hraiuis verslun „Hamborg44. ^ Aðalstræti 9. írius hreina úrvals Stjörnu-cacaéíujt, selst einungis í upphaflegum y* pd. pokum, sem eru með firma- nafni og innsigli. yry Auglýsingum í „Lög- rjettu“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan. JBggert Claessen yfirrjettarmálaflutnlngsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talslmi 16. Prentsmiðjan Gutenberg. 116 117 118 119 120 Ar n e s: Já, við sáum rjúpnahóp, sem flaug frá okkur. Halla: Osköp hafið þið verið óhepnir — við skulum vona, að þið verðið hepnari næst. Kári (hlaer); Þarna ljek jeg á þig (hleypur að kofanum). Líttu á — fimm fallegar rjúpur. Halla: Sjáum til. Kári (lyftir álftinni); Við veiddum ekki meira. Halla: Nú er jeg hissa. Hvernig náðir þú henni? Kári : Jeg hljóp hana uppi. Arn e s: Jeg (mynda mjer, að fáir leiki það eftir Kára. Jeg get það að minsta kosti ekki. T ó t a : Má Tóta klappa. Halla: Já, Tóta má klappa. Jeg hefði gaman af að búa þjer til treyju úr hamnum (íyftír henni). Hún hefur dafnað vel 1 sumar. Kári (skei' lappirnar af álftinni): Á jeg að gefa þjer lappirnar. T ó t a: Já. Kári: Einhvern tíma, þegar jeg hef lítið fyrir stafni, skal jeg flá þær; þú getur seymt í þeim smásteina. # Halla: Þarna fjekstu iallegt gull (sest á hœkjur ainar). Hvar eru augun í henni mömmu? (hylur augtin með álftarlöppunum). T ó t a (tekur þær frá augunum — bendir á augnalokin); Þarna. Halla (rís upp): Þið hafið borðað bitann ykkar. Kári: ■ Upp til agna. Halla: Þá eruð þið ekki svangir. Kári : Nei. H a 11 a : Það er líka of snemt að borða kvöld- matinn. En einhverju verð jeg að gæða ykkur fyrir veiðina. Á jeg að hita blóð- bergste? Kári: Já, hitaðu te. (Við Ames) Við skulum halda á veiðinni inn í hellinn. (Kári og Arnes fara). Halla: Nú verður Tóta bundin, svo fossinn taki hana ekki, meðan mamma hennar hitar vatnið (tckur reipi, sem er fest við stcin og bindur utan um hana — færir henni gul 1 )■ Þama eru hestarnir þínir. (Skorðar ketil, setur leir- bolla á hlóðarsteinana, tekur handfylli sína af þurk- uðu blóðbetgi og vallhumli úr tágakörfu, skolai’ það í köldu og skiftir í bollana — leggur sprek á eldinn). Svona, nú stendur ekki á öðru en að yatnið sjóði. (Tekur mulningalyngið). SjáðU hvað Arnes færir þjer. Tóta: Það eru ber. Halla: Þú mátt ekki láta þau upp 1 þig, þá verður þjer Ut í litla maganum þínum. (siítur íangt puntstrá). Nu skal jeg sýna þjer (þræðir berin upp á stráið, telur) — eitt, tVÖ — fjögur — sex, sjö. — I sjö ár hafa pappi þinn og mamma verið uppi á öræfun- um (klappar á kollinn á henni). Þegar þÚ ert orðin sextán ára, höfum við dvalið 20 ár í óbygðum. Þá erum við frjáls. Það verður hátíðisdagur. Á þeim degi verð- ur Tóta í snjóhvítum fötum, á skóm úr lútarlituðu skinni og mamma þín spennir um þig silfurbeltinu s(nu. — Þegar við komum niður í bygðina, mætum við ung- um manni á silfurhneptum jakka. — Hann stöðvar hestinn og snýr sjer við . — hann horfir lengi á eftir þjer. Mamma þín er þá orðin gömul og hrukkótt og hárið næstum þvi eins hvítt eins og mjöllin — pabbi þinn er lfka orðinn gamall. En þú ert beinvaxin eins og puntstrá — og lyftir hátt fótunum, þegar þú hleypur. (Kári og Arncs koma inn). Kári: Jeg var rjett dottinn á höfuðið, þegar við lyftum hellunni frá munnanum. Halla: VarstU það? (fær Tótu stráid). Nu get- ur þu haldið á fram (stendur upp). Er ekki óþarfi að byrgja munnann í hvert skifti? — 1 þurviðri gæti hellirinn að skaðlausti staðið opinn. K á r i: Varkárnin sakar ekki. Ef einhverjír kæmu að okkur óvörum, fengjum við ekki ráðrúm til að fela munnann — þeir fyndu hellinn og eyðilegðtt allan okkar forða, eins og fyrir fjórum árum sfðan. Manstu eftir því, þegar við komum á gamla staðinn og fundum ekki annað en ösku — og veturinn vofði yfir okkur? — Þeir skildu okkur ekki einusinni eftir einn kindarskrokk. H a 11 a: Jeg er ekki gleymin. K á r i: Þegar jeg hugsa um það, langar míg altaf til þess að gera eitthvað ilt af mjer, Við erum þó manneskjur.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.