Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.05.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.05.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum,: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. liaugaveu 41. Talsimi 74. Ritstjóri: PORSTEINN 6ÍSLAS0N Pingholtsstræti 17. Talsími 178. M 26. Heykjavík 15. maí 1913. VII. rtr-fcf Friðrik konungur VIII. dáinn. Með símskeyti frá ísl. stjórnar- skrifstofunni í Ivaupmannahöfn, sendu kl. 9,r> í morgun, var stjórn* arráðinu tilkynt lát Friðriks kon- ungs VIII. Hann andaðist í gær- kvöld í Hamborg, á heimleið frá Frakklandi. KI. F/a fjekk stjórnarráðið aft- ur skeyti frá skrifstofu sinni í Kaupmannahöfn svohljóðandi: „Konungurinn vnr frishur i gær og gekk einn út i gœrkvöld i Hamborg kl. 10. Alt i einu varð honum ilt, og komu lögreglumenn til hjdlpnr honum. Konungurinn dd rjeit d eftir úr hjnrtnslngi og vnr flutlur ópeklur u sjúkrn- hús. Konungnskiflin verdn tilkynt kl. 3 i dng“ Skeyli til „Lögr.“ frá Kliöfn segir, nð konungurinn lin/i búið n Hotel Hamburgshof; liafi hans verið saknnð þnðnn og hnnn fundist í mofgun með hjdlp lög- regluliðsins. Friðrik konungur VlII. var fæddur 3. júní 1843 í hinni svo nefndu ')gulu höll« (det gule Palæ) í Amalíugötu í Kaupmannahöfn; þar bjuggu þá for- eldrar lians, en nú býr þar Valdimar prins bróðir hans. Var Friðrik konung- ur elstur barna þeirra Kristjáns kon- ungs IX. og Lovísu drotningar. Var því við brugðið, hve vel Lovísa drotning hefði alið upp börn sín. Þau fengu mikla mentun, bæði til bókar og í öllum greinum. Fyrstu tilsögn fjekk hann auðvitað heima lijá sjer, en var síðar, eftir að ákveðið var, 1853, að faðir lians skyldi erfa ríki í Danmörku, settur í gagnfræðaskóla í Mariebo; er sagt, að foreldrar hans liafi gert það til þess, að hann fengi þegar í bernsku að kynnast óbrotnum alþýðumönnum. í hermensku og íþrótlum lærði hann einnig alt, sem tilheyrir slöðu lians. 1863 fór hann á liáskólann í Oxford í Englandi og var þar um hríð, en við- hurðir í Danmörltu þá urðu þess vald- andi, að hann var kallaður heirn það- an eftir stulta dvöl. Fað ár, 15. nóv., kom faðir hans til ríkis í Danmörku. ' ^ Fjekk þá Friðrik sem krónprins sæti í ríkisráðinu. Hann tók þátt í stríðinu við Fjóðverja, þá rjett á eftir. En er því var lokið, fór hann í langferð til útlanda, heimsótti þá meðal annara Napoleon III. í París. Tveimur árum síðar fór liann til Aþenu og Mikla- garðs, og þaðan til Englands. Þá gerði háskólinn í Oxford liann í heiðurs skyni doclor juris. 1874 var hann um tíma í Berlín, og var síðan vinátta milli þeirra Friðriks Vilhjálms, er þá var krónprins, en síðar keisari Friðrik III. 28. júlí 1869 gekk Friðrik prins að eiga Lovísu prinsessu, dóttur Karls XV. Sviakonungs og Norðmanna. Því hjóna- bandi var mjög vel tekið i Danmörku og það skoðað sem einingarband milli Norðurlandaþjóðanna. Var Karl kon- ungur XV. stórum vinsæll í Danmörku, þótt ekki hefði hann fengið því ráðið, að veita Dönum lið gegn Pjóðverjum. Lovísa prinsessa var stórrík, enda var og Friðrik konungur talinn einhver auð- ugasti maður í Danmörku. Friðrik VIII. kom lil ríkis eftir föður sinn 29. jan. 1906. Hefur því aðeins ríkt rúm 6 ár. En oft áður hafði hann haft ríkisstjórnina á hendi í fjarveru föður síns. Það var trú manna, að hann hneigðisl miklu meir að frjálsleg- um stjórnmálaskoðunum en faðir hans og að hann hafi engin tormerki fundið á því, að vinstri rnenn tækju við stjórn- artaumunum, en sú breyting varð nokkr- um árum áður en faðir hans dó. Hef- ur jafnan farið vel á með Friðriki kon- ungi og ráðherrum hans i Danmörku, þótt stjórnarskifti hafi verið mjög tíð þar á síðari árum. Hjer á landi liefur Kristján konungUr IX. að verðleikum verið mjög lofaður. En ekki á Friðrik konungur VIII. síður lof skilið frá íslands hálfu. Enginn konunga vorra liefur verið íslandi vel- viljaðri en hann, og sýndi hann það í öllum afskiftum sínum af málum ís- lands, smáum og stórum. Hann vildi tryggja golt samkomulag milli Dana og íslendinga, og hann vildi unna íslandi fulls rjettar í sambandinu. Boð is- lenskra þingmanna til Danmerkur, rjett eftir að hann tók við konungdómi, heimsókn hans hjer næsta sumar á eftir og skipun sambandslaganefndar- innar, var alt i þessu skyni gert. — Sanniðarskeyti Friðriks konungs, er hann sendi hingað í fyrra á afmælis- hátið Jóns Sigurðssonar, sýndi og ljóst hug hans lil íslands. Síðast nú nýlega sýndi hann velvilja sinn til íslendinga með höfðinglegri gjöf til samskotanna út af [druknanaslysunum hjer við land. Áður hafði hann, í heimsókn sinni hjer, gefið íslandi 10 þús. kr. sjóð til skóg- ræktar, sem ungmennafjelögin íslensku hafa notið góðs af i skóggræðslustarfi sinu. Margar minningar eru hjer um Frið- rik konung VIII. frá heimsókn hans 1907. Hafði faðir hans fyrstur konunga íslands heimsótt það 1874, á þúsund ára hátíðinni, og flutti því þá nýja stjórnar- skrá, sem orðið hefur íslandi til mik- illa lieilla. En koma Friðriks VIII. mundi eigi síður liafa orðið áhrifarik og minnisstæð hjer á landi, ef alt hefði gengið eins og hann óskaði eftir á, því kunnugt er það, að honum var það á- hugamál, að sættir og samkomulag gæli tekist um allan stjórnmálaágreining milli íslendinga og Dana. Á Þingvöllum lijelt Friðrik konungur 1907 eftirfarandi ræðu: »Stórhrifinn stend jeg á þessum stað, sem er svo ríkur af endurminningum, eigi aðeins gömlum endurminningum, heldur einnig endurminningum um þús- undára-hátíðina, sem minn elskaði faðir var svo hamingjusamur að vera hjer við staddur á þessum sama degi fyrir 33 ár- um. Mjer er það gleði að sjá, að minni hans er ógleymanlegt og í liávegum haft hjá minni kæru íslensku þjóð. En bæði jeg og systkini mín höfum tekið ást hans á íslandi að erfðum. Pað gleður mig að sjá, hve margir af minum kæru, íslensku þegnum eru staddir hjer í dag, og jeg læt í ljósi þá von, að með þess- ari heimsókn lijá hinni kæru, íslensku þjóð sje tengt það samband, er aldrei megi slitna. Jeg gef yður loforð mitt uin að vernda stjórnarskrá yðar og alt, sem vður er kært. Lifi ísland — ekki einungis fortiðarinnar ísland, heldur einnig nútimans ísland, sem jeg vænti, að með samvinnu íslenskra og danskra manna eigi blessunarríka framtið fyrir höndum. — Lifi ísland!« Friðrik konungur var fríður maður sínum. Á yngri árum var liann iþrótta- maður, og lijelt sjer jafnan vel. Til þess var lekið, hve úthaldsgóður hann var lijer á ferðalaginu sumarið 1907, þá nær liálfsjötugur að aldri. Hann fór alla landferðina á hesti, og vildi ekki í vagn koma. Elsti sonur Friðriks konungs, Krist- ján X., sem nú í dag tekur konungdóm i Danmörku, er fæddur 26. sept. 1870. Hann er kvæntur Alexandrinu Ágústu hertogadóttur af Mecklenburg-Schewerin. Næst-elsti sonur þeirra Friðriks kon- ungs VIII. og Lovísu drotningar er Há- kon VII. Noregskonungur. Út af fráfallí Friðriks konungs gengst háskólinn hjer fyrir sorgarathöfn, sem mun eiga að fara fram á greftrunar- degi hans.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.