Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.05.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 22.05.1912, Blaðsíða 2
100 LOGRJETTA _____________________e______ DÖMUKLÆÐI, Alklæði og Koidfaiatau í miklu úrvali, og svo eru nýkomin mjög fögur §vuii(iietiii i Austurslrœli 1. Ásg. G. Gunnlaugsson Sj Co. Lögrjetta kemur át á hverjum miö' vikudegi og auk pass aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á fslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. af Rögnvaldi Ólafssyni, sem þar er líka, hefur áður verið sýnd. Asgrímur mun ekki hafa gert mikið að því hingað til, að mála andlitsmyndir. En myndin af síra Fr. Fr. sýnir, að það lætur honum eigi síður vel en hitt. íslands banki. Ársreikningur banka þessa fyrir síðastl. ár er fyrir nokkru kominn á prent. Skal hjer stuttlega minstáhelstu atriðin úr reikningi þessum. Umsetning bankans og útbúa hans — þegar aðeins er talin önnur hliðin samanlögð í aðalbók — nam alls rúmum 69 miljónum krónay eða full- um 10 milj. krónum meira en næstu ár á undan. Árið 1909 var umsetn- ingin tæpar 54 miljónir. Peningainnborganir við bankann og útbúin nam alls nálægt 32 miljónum kfbna og peningaútborganir nálægt því jafnmiklu. Árið 1910: rúmar 28^/2 miljón króna hvoru megin. fílaupareikningsinnl'óg voru í árs- byrjun tæpar 662 þús. kr. Lagðar voru inn á árinu c. 8194 þús. kr., en útborgaðar 8114 þús. kr. Var innstæða í árslok rúm ý/j þús. kr. Innlánsfje við bankann og útbúin nam í ársbyrjun alls 1590 þús. kr. Lagðar voru inn á árinu 2657 þús. kr., en borgaðar út 2456 þús. kr. Var innstæðan í árslok síðastl. þannig rúmar 1J91 þús. kr., og hafði auk- ist á árinu um fullar 200 þús. kr. Sþarisjóðsfje við útbú bankans var í ársbyrjun 444 þús. kr., en í árslok 537 þús. kr., og hafði þannig hækk- að um 93 þús. kr. á árinu. Handveðslán átti bankinn útistand- andi í ársbyrjun 284 þús. kr. Lán- aðar voru á árinu 48 þús. kr., en endurborgaðar tæpar 51 þús. kr. Handveðslánsskuldin f árslok þannig alls 281 þús. kr. Sjálfsskuldarábyrgðarlán. í þess- um lánum átti bankinn útistandandi í ársbyrjun ýtíý þús. kr. Lánaðar voru á árinu 113 þús. kr., en endur- borgaðar þar á móti 158 þús. kr. Höfðu þannig lækkað talsvert á ár- inu og voru í árslok komin niður í 422 þús. kr. Reikningslánin hafa aftur á móti hækkað að miklum mun. í ársbyrj- un átti bankinn útistandandi í slíkum lánum i6ii1/2 þús. kr. Lánaðar voru á árinu 4499 þús. kr., en endurborg- aðar 4029 þús. kr. Reikningslánin voru þannig í árslok rúmar 2081 þús. kr., og höfðu vaxið á árinu um 470 þús. kr. Vixlabirgðir bankans voru í árs- byrjun 3201 þús. kr. Keyptir voru á árinu víxlar fyrir samtals tæpar 13 miljónir kr. Borgaðir voru víxlar á árinu 12874 þús. kr. Óinnleystir víxlar í árslok J247 þús. kr. í fasteignaveðslánum átti bankinn útistandandandi í ársbyrjun 1253 þús. kr. tæpar. Lánaðar voru á árinu 47 þús., en endurborgaðar rúmar 57 þús. kr. Utistandandi í árslok 723.3 þús. kr. Hjá sýslu- og bœjarfjelógum átti bankinn í árslok útistandandi í lánum 227 þús. kr. Ávisanir á erlenda banka o. fl. voru í bankanum og útbúum hans keypt- ar fyrir samtals rúmar 7 milj, kr„ og er það miklu meira en nokkru sinni áður. Innheimtur. Bankinn innheimti fyrir aðra árið sem leið samtals rúmlega hálfa fjórðu miljón kr. Árið 1910 námu innheimtur 2716 þús. kr., en árið 1909 2479 þús. Er það mjög að fara í vöxt, að nota aðstoð bank- anna við vörugreiðslur, móttöku og innlausn hleðsluskjala o. fl. Seðlafúlga bankans. Bankinn má hafa í umferð í seðlum mest 2^/2 milj. kr. í einu. Viðskiftin innan- lands — en til innanlands-viðskifta eru seðlarnir eingöngu ætlaðir — leyfa þó enn ekki svo mikla seðla- umferð, þegar einnig er tekið tillit til seðla þeirra, sem Landsbankinn hefur í umferð (3/4 milj. kr.). Tals- vert hafði þó íslands banki meira í umferð af seðlum síðastl. ár en und- anfarið. Hæst komst seðlaumferðin í oktbr.mánaðarlok: 1701 þús. kr., en lægst í marsmán.lok: tæp 876 þús. kr. í málmforða hafði bankinn mest fyrirliggjandi 630 þús. kr. og minst J4J1/2 þús. kr. En alla jafna nokkru hærra en lögboðið er. Verðbrjefaeign bankans var í árs- lok rúmar 747 þús. kr. Mun það mestmegnis vera bankavaxtabrjef landsbankans, sem íslands banki, eins og kunnugt er, hefur keypt talsvert af undanfarið. Bankinn skuldaði ýmsum erlendum bónkum og öðrum skuldheimtumönn- um í árslok tæpar 779 þús. kr. alls, en átti aftur á móti til góða hjá öðr- um erlendum bönkum og ýmsum skuldunautum tæp 663 þús. kr. Allar brúttótekjur bankans og út- búa hans hafa numið 836 þús. kr., en reksturskostnaður o. fi, c. 77 þús. kr. Tap á afsögðum víxlum 0. fl. er talið 11733 kr. Af árságóða bankans 1911 fær landsjóður /7709 kr., en tæpar 37 þús. kr. renna í varasjóð bankans. Varasjóðurinn var í ársbyrjun 219 þús. kr. tæpar, en er nú orðinn 263^/2 þús. kr. Gert er ráð íyrir að hluthafar fái <V/2°/o í arð af hlutafje sínu árið sem leið. Hlutafjeð er alls 3 milj. kr. Þar af mun nærfelt þriðjungur nú vera orðinn í höndum íslendinga. Endarskoðunarmenn bankans, þeir jfúlíus amtmaður Havsteen og Ind- riði Einarsson skrifstofustjóri, Ijúka lofsorði á reikningshald bankans og alla stjórn hans, og bæta því við, að bankinn hafi „ekki eingöngu eins og áður bætt úr peningahögum Iands- ins á hinu umliðna ári, heldur einnig með aðstoð sinni eflt mjög atvinnu- rekstur landsmanna og eigi síst þann, sem er talinn arðsamastur fyrir land- ið, sem sje fiskiveiðarnar". Sxnðanámsskeið. Það hófst á Hólum í Hjaltadal þ, 24. mars, og því slitið 30. s. m. Næstu daga á undan því og fyrstu daga þess drifu menn að úr ýmsum áttum. Alls sóttu það um 60 manns úr þessum sýslum: Þingeyjar 20, Eyjafjarðar 10, Skagafjarður 27 og Húnavatns 3. Þetta var því fjölmennasta námsskeiðið, sem þar hefur verið haldið. Auk þess tóku nemendur skólans þátt í því, en þeir eru nú 43, og voru því þátttak- endur þess fult 100 manns. Nemendur skólans hafa málfundi hvert laugardagskvöld og sátu aðkomumenn á fundi þeirra kvöldið áður en náms- skeiðið hófst. Til umræðu var menta- mál. Þann 24. messaði sóknarpresturinn, síra Guðbr. Björnsson í Viðvík. Að af- staðinni messu var námsskeiðið sett með ræðum skólastjóra og kennara. Þá flutti Sigurður Jónsson trá Ysta- felli fyrirlestur um samvinnu. Sigurður ferðast um Skagafjarðar- og Húnavatns- sýslur og flytur fyrirlestra um það efni, og er gerður hinn besti rómur að þeim. Störfum virku daganna, að undan- skildum laugardeginum, var hagað þann- ig: Frá kl. 10—2 voru haldnir fyrir- lestrar, og gekk kl.st. til hvers þeirra. Þá hófust umræðufundir kl. 4, og stóðu þeir venjulega til kl. 7, og stundum var þeim haldið áfram að loknum kvöld- verði. Þá voru þreyttar glímur flest kvöldin frá kl. 7—8. Þessir fluttu fyrirlestra: Sigurður Sigurðsson skólastjóri: Garð- yrkja og ræktun fóðurjurta. Jósep Björnsson kennari: Kynbætur, mjólkurfræði og hagfræði. Sigurður Sigurðsson kennari: Búreikn- ingar. Sigurður Jónsson: Samvinna. Kr. Eldjárn Kristjánsson: Nautgripa- rækt og áburður. Hallgrímur Þorbergsson: Sauðfjárrækt. Valtýr Stefánsson: Þjóðfjelagið og jarðyrkjan. Gísli Magnússon: Móðurmálið. Til fundarstjóra á umræðufundunum var kosinn Sig. Sigurðsson kennari, og til skrifara þeir Baldvin Friðlaugsson og Kr. E. Kristjánsson. Á fundunum komu fram ýmsar fyrir- spurnir viðvíkjandi fyrirlestrunum. í til- efni af fyrirlestrum Hallgríms Þorbergs- sonar var samþykt svohljóðandi fundar- yfirlýsing: »Fundurinn telur vel við eiga, að lög- gjafarvaldið fyrirskipi tryggilegar þrifa- baðanir á sauðfje alstaðar á landinu á kostnað eígenda sauðfjárins, en með opinberu eftirliti meðan eigi er sýnt að fjárkláðanum sje gersamlega útrýmt«. Þegar umræðunum um fyrirlestrana lauk, voru ýms mál, er á dagskrá stóðu, rædd, og í flestum þeirra samþyktar fundaryfirlýsingar. Eru hjer þá nefnd málefnin, málshefj- endur og fundaryfirlýsingar þær, sem samþyktar voru. Var þá fyrst á dagskránni landbún- aður og sjávarútvegur, Málshefjandi Gísli Jónsson: sFundurinn lýsir yfir því áliti sínu, að þrátt fyrir það, þó sjávarútvegur vor gefi oft miklar afurðir, þá sje landbún- aðurinn þjóðinni tryggari og hollari at- vinnugrein sökum þess, að a'.t það fie og starf, sem lagt er til framfara ( land- búnaði, miðar að því, að gera landið betra og byggilegra. Myndar það því nokkurs konar tryggingarsjóð til að efla framtíðarhagsæld þjóðarinnar. Þess vegna beinir fundurinn þeirri áskorun til allra, sem þetta lesa og heyra, að styðja af alhug efling landbúnaðarins«. 2. Aðkeypt vinna sveitabænda. Máls- hefjandi Jósep Björnsson kennari: »Fundurinn lítur svo á, að best muni vera fyrir bændur, eins og nú stendur, að hafa ekki fleiri árshjú en þeir hafa fult starf íyrir alt árið«. 3. Trjárækt við bæi og íbúðarhús. Málshefjandi Baldvin Friðlaugsson: »Fundurinn treystir því, að Ræktunar- fjelag Norðurlands geri sitt ýtrasta til þess að vekja áhuga manna fyrir trjá- rækt við bæi og íbúðarhús, því hann er þess fullviss, að almenn og víðtæk skóg- rækt í framtíðinni byggist fyrst og fremst á því, að einstaklingurinn og fjölskyld- ur heimilanna taki ástfóstri við hana og verklegan þátt í því, að koma sjer upp trjáreitum, þótt í smáum stíl sje«. 4. Bændablað. Málsh. Valtýr Stefáns- son: »Fundurinn felur skólastjóra og kenn- urum Hólaskóla að hvetja Hólamanna- fjelagið og hlutast til um, að það leiti samtaka við búnaðarsambönd og bún- aðarskóla landsins til þess að halda út alþýðlegu bændablaði«. 5. Búnaðarfjelagsskapur. Málsh. Sig. Sigurðsson skólastj.: »Fundurinn telur nauðsynlegt, að sveitabúnaðarfjelögin efli sameiginlega fjelagsstarfsemi sína og tryggi hana sem best má verða, svo sem með fjelags- vinnu, sameiginlegri verkstjórn, vinnu- flokkun, sameignarverkfærum og föstum fjelagssjóði, þar eð reynslan virðist sýna, að þau fjelög sjeu atkastaminni, þar sem hver fjelagsmaður vinnur út af fyrir sig, og samverkafjelagsskapurinn er því sára lftill. Ennfremur er það álit fundarins, að styrknum úr landsjóði sje þá varið mest til uppvakningar í jarðabótum og eftir tilgangi alþingis, ef meiri eða minni hluti hans gengi til kaupgjalds fyrir vinnu, sem allir fjelagsmenn nytu í jöfnum mæli«. 6. Byggingar í sveitum. Málsh. Jósep Björnsson kennari: »Fundurinn samþykkir yfirlýsing þess efnis, að landsdrotnum væri gert að skyldu að láta þau húsakynni fylgja leigujörðum sínum, sem þar til kvaddir menn álitu sæmileg og svöruðu til dýr- leika þeirra og hæfilegrar áhafnar*. 7. Tekjur og gjöld landsjóðs. Málsh. Sigurður Jónsson. Ræðum. skýrði í löngu og ýtarlegu máli tekju- og gjaldalið landsjóðs. Síðan var málið rætt á víð og dreif, en ekki samþykt nein fundaryfirlýsíng. Laugardagurinn var hafður til fundar- halds. I fundarbyrjun flutti Sig. Jónsson 7. fyrirlesturinn um samvinnu, sem allir mynda nokkurs konar kerfi. Þá flutti Magnús Jóhannsson hjeraðs- læknir á Hofsós fyrirlestur um heil- brigðismál. Á fundinum voru þessi mál til um- ræðu: 1. Gleðin í sveitunum. Málsh. Kr. E. Kristjánsson: »Fundurinn lítur svo á, að það hefði heppileg áhrif á menning sveitarmanna og festi þá betur í sveitarlífið en ella, að fjelagsleg viðleitni eigi sjer stað í því að þroska sameiginlega gleði og nauðsynlega fræðslu t. d. með almenn- um skemtisamkomum, þar sem ýmis- legar skemtanir eigi sjer stað, svo sem söngur, ræðuhöld o. fl. Með góðum lestrarfjelögum, rituðum sveitablöðum, sem einhver fjelagsstjórn hefur umsjón með. Jafnframt telur fundurinn útivist og skoðun náttúrunnar fyrir konur sem karla nauðsynlega, sjerstaklega með að- stoð fróðra og smekkvísra manna, en sjerstaklega telur fundurinn það áríðandi, að allir heimilisráðendur hafi það hug- fast, að efla holla gleði og nauðsynlega fræðslu hver á sínu heimili«. 2. Aukið landnám. Málsh. Hallgr. Þorbergsson: Fundurinn telur þjóðhagslega nauðsyn, að fólkinu geti fjölgað sem mest í land- inu, en lítur svo á, að því muni ekki fjölga í sveitunum til neinna muna, nema býlum fjölgi þar, og álítur því tímabært og heppilegt, að nema landið á nýjan leik, svo sem með því: 1. að bjóða eyðijarðir Iandsins afgjaldslausar til lífs- ttðar ábúðar. 2. að löggjafarvaldið vinni að því, að fjölga nýbýlum hvar sem því verður við komið. 3. Helgihald hvíldardagsins. Málsh. síra Guðbr. Björnsson: sFundurinn er mótfallinn ónauðsyn- legri helgidagavinnu og telur æskilegt, að að því sje unnið, að sunnudagurinn sje áfram í meðvitund almennings friðar- og hvíldardagur«. 4. Bændaflokkur. Málsh. Valtýr Ste- fánsson: »Fundurinn lítur svo á, að heillavæn- legt sje, að bændur myndi öflugan stjórn- málaflokk til þess að framfylgja málefn- um bændastjettarinnar, sjerstaklega þeim, er Iúta að atvinnuvegum Iandsbúa og aukið geta efnalegt og andlegt sjálf- stæði þjóðfjelagsins. Að þetta væri heppilegt ráð til þess að sameina krafta þjóðarinnar og kæfa sundrungina og úlfúðarandann t hinum svo nefndu stórmálum, sem nú virðast vera þröskuldur fyrir verulegum þjóð- þrifum. 4. Bindindi og bannlög. Málsh. Sig. Sigurðsson kennari: »Fundurinn lýsir yfir því áliti stnu, að bindindismálið sje þjóðheillamái«. Þegar hjer var komið fundinum, var liðið fast að miðnætti; var þá náms- skeiðinu slitið með ræðum skólastjóra, kennara og ýmsra gesta. Alt var námskeiðið fræðandi og hið ánægjulegasta. Þegar hlje var á fyrirlestrum og funda- höldum, skoðuðu menn söfn skólans og staðinn í heild sinni. Kirkjan, hið elsta og merkasta hús hjer á landi, geymir enn ýmsa góða gripi. Hið nýja skólahús er nú fullgert og vandað vel, en gamla skólahúsið er nú verið að umbæta og breyta því. I klefa einum í kjallara þess var verið að steypa steinstólpa til girðinga. Væri æskilegt að þessi tilraun tækist svo vel, að það yrði alment að nota þá hjer á landi, sem nú mun vera óþekt. Þá skoðuðu menn önnur hús staðar- ins og búpening. Varð flestum starsýnt á svínahjörð skólastjóra. Sigurður mun mestur svínaræktunarmaður hjer á landi, og hvetur hann menn til að leggja meiri stund á þá tegund húsdýra en nú er gert. F.inn daginn hófu allir samgöngu, og var það um 130 manns. Bústjóri bar merki skólans, en menn fylktu sjer þannig: Fyrst skólastjóri og kennarar, þá nemendur eldri deildarinnar, þá þeirrar yngri, þá heimilisfólkið og síðan gestirnir eftir sýslum. Hópurinn stefndi eftir hinum forna fjölfarna vegi vestur frá staðnum, en beygði síðan heim á túnið og nam stað- ar gegnt kirkjunni, á rústum hinnar frægu auðunnarstofu. Þar hjeldu ræður þeir Jósep Björnsson kennari, Sigurður Jónsson frá Ystafelli og Eiríkur Guð- mundsson frá Vallholti. Kom þá í Ijós sem oftar, að enginn staður er okkur Norðlendingum eins sameiginlega hjart- fólginn sem Hólar í Hjaltadal, enda sögumenjar þar á hverju strái, sem allir hafa drukkið í sig meira eða minna frá barnæsku. Má óhætt fullyrða, að eng- inn skóli er eins mikið eftirlætisgoð okkar sem Hólaskóli, enda nú skipaður hinum bestu kennurum. Þess vegna treystum við því, að hin forna Hóladýrð sje að rísa úr rústum ( breyttum stíl eftir kröfum tímans, og að lengi lifi enn með tilsvarandi tilfinningum hið alþekta máltæki: »Heim að Hólum!« B. F. Fádæma rugl er það, setn ísaf. flytur um Thorefjelagið 15. þ. m. Það er eins og aftur eigi að fara að halda þar fram landsjóðskaupum á skipum fjelagsins. Má vel vera, að einhverjir af kaupmönnum hafi grætt á flutningaviðskiftum við fjelagið. En úr landsjóði hefur ekki áður verið lagt jafnmikið til ferðanna og nú stðustu árin, síðan það fjelag fjekk þær, og um það, hvernig almenningur hafi verið ánægður með ferðirnar, þarf ekki að ræða. Samningurinn við Thorefjel. var, eins og margsagt er og margsýnt, lögleysa og vitleysa, sem aldrei verður rjettlætt. Templar og lola/rumvarpid. Blaðið „Templar" flutti nýlega greinarstúf um kolafrumvarpið. Iuni- haldið og andi er eingöngu ásökun í garð andstæðinga hans í bindindis- málinu fyrir það, að þeir sjeu aðal- lega og einir á móti kola-einokun- inni; blaðið setur þessa kolaflækju í náið samband við aðflutningsbannið. Jeg vil síst mæla bót skoðunum and- banninga sem slíkra — álít það frem- ur ilt verk en gott —; en að smíða tækifæri, þótt vel sýnist fara á þeim í svip, í því augnamiði, að sverta þá í annara augum, álít jeg ekki sigur- sælt fyrir bindindisbaráttuna. Ásökun „Templars" er, í mínum augum, endileysa, sem við engin rök hefur að styðjast; það sanna í mál- inu er, að kola-einokunar-hugmyndin grípur instu tilfinningar, jafnt bind- indismanna sem andbanninga, og nægir að vísa tii þess, sem þegar er fram komið í málinu. „Templar" hefur, að sögn, drukkið í sig þá sannfæringu, að kolafrum- varpið væri hugsað og fætt af um- hyggju fyrir bannlögunum; um slíkt hið sama hefur átt að sannfæra mig, en hefur ekki tekist, miklu fremur það gagnstæða, enda býst jeg við, að máhð verði rætt einmitt frá þeirri hlið við tækifæri. Bindindismenn og andstæðingar þeirra munu vinna að eyðileggingu margnefnds frumvarps — um það er jeg í engum vafa, því jeg álít jafn- góða samvinnu við meðhaldsmenn vínsins, eins og hina, þegar hún á annað borð er í boði. Jeg vil því ráðleggja „Templar", að taka ásakanir sínar í garð andbann- inga úr einhverju öðru hólfi, og hjelt jeg satt að segja, að úr nógu efni væri að vinna. Jóli. Jóhannesson. Reykjavík. Baijavstjórnin, Fundur 15. maí (sjá annarstaðar í blaðinu). Fundur 18. maí. Samþykt að senda hinum nýja konungi, Hans Hátign Kristjáni X. heillaóskaskeyti í tilefni af þvf, að hann tók konung- dóm 15 þ. m. Samþ. að taka tilboði K. Zimsen verkfræðings um brunasímalagningu með 6 atkv. Tilboð frá P. Smith fjekk 4 atkv. Samþ. uppdráttur af holræsi, sem fyrirhugað er að leggja í lækinn. Samþ. svohljóðandi breyting á lög- reglusamþykt bæjarins: Aftan við 45- gr- (sjá augl. 5. maí 1906) komi svohlj. ákvæði: „Svo lengi sem eig- andi „Hótel Reykjavík" heldur uppi hljómleikum í veitingahúsi sínu frá kl. 8—11V2 að kveldi, er heimilt að hafa þar vínveitingar um hönd jafn- lengi frameftir kvöldinu, svo að veit- ingasölum sje lokað um miðnætti. Jafnframt skulu allar vínveitingar í kjallaranum hætta kl. 10 á kvöldin mánuðina maí, júní, júlí og ágúst, og kl. 9 hina mánuði ársins". Kosnir í nefnd til að íhuga útsvars- kærur: Borgarstjóri, P. Guðmunds- son, K. Magnússon. Þessar brunab.v. samþ.: Iíúsjóh. Magnússonar við Brb st. 15, 10368 kr.; G. Breiðfjörðs við Bergst.str., 45341 Magnússon við Frakkast. 17, 4482; J. Halldórssonar & Co. við Skólav.st. 6 B., 19896; sömu við sömu götu 6, 4449; sömu við sömu götu 4 A,, 6170 kr.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.