Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.05.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 22.05.1912, Blaðsíða 3
L Ó G R JE T T A 107 Aðalfundur h 1 u t a f j e 1 a g s i n s L ö g r j e t t a verður haldinn í Bárnbúð, salnum uppi, þriðjudag 28. þ. ni. kl. i) siðdegis. Dagskrá samkvæmt fjelagslögunum. St jóriiin. Mmningarguðsþjónusta verður haldin í Fríkirkjunni á greftrunardag Friðriks konungs VIII., föstudaginn 24. þ. m. kl. 12 á hád. Safnaðarmeðlimir, sem engin áfallin gjöld skulda, fá afhenta aðgöngumiða hjá hjá gjaldkera safnaðarins á Smiðjustig 6. — Kirkjan verður opnuð kl. II f. h., fyrir þá, sem aðgöngumiða hafa, en eftir ki. II3/4 er aðgangur ölium frjáls, meðan rúm leyfir. Safnaðarstjórnin. Kvennanámsskeið. Samkv. aug- lýsingu síðastl. haust hjelt jeg undir- rituð námsskeið fyrir stúlkur frá 15. okt. til 1. þ. m. Það var sótt af 33 stúlkum, 15 þeirra voru búsettar í Reykjavík, en hinar voru úr 9 sýsl- um víðsvegar á landinu. Nokkur skifti urðu á stúlkum í janúar, voru sumar ráðnar á hússtjórnarskóla og saumastofur síðari hluta vetrar. Náms- greinar voru: íslenska, danska, enska, skrift, reikningur, saga og söngur. Flestar stúlkurnar tóku þátt í öllum námsgreinum, sem kendar voru; þó var þeim, sem minni tíma höfðu tii lesturs, gefinn kostur á að sleppa úr, og fáeinar tóku aðeins þátt í einni námsgrein. í sumum námsgreinum var stúlkunum skift í tvær deildir, þeim námsgreinum, sem undirbún- ingurinn var misjafnastur í og þátt- takan almennust. Jeg hef í hyggju af hafa námsskeið fyrir stúlkur næstkomandi vetur, ef til vill með nokkuð breyttu fyrirkomu- lagi. Gott væri að þær stúlkur, sem kynnu að vilja nota það, gæfu sig fram i tíma. Iðnskólanum, 17. maí 1912. Hólmfriðnr Árnadóttir. Fyrirlestrar um drauina. Her- mann Jónasson fyrv. alþm. hjelt hjer enn nýlega tvo fyrirlestra um drauma, skýrði frá, hvernig draumaleiðslu- ástandi sínu væri varið og bætti nýj- um draumum við þá, sem hann sagði í vetur. Ætlar hann að gefa þessa fyrirlcstra sína út einhvern tíma í sumar. Saiuskotin. Lögr. hefur tekið við til þeirra 10 kr. frá M. og 10 kr. frá J. Sveinbjörnsson lögfr. í Khöfn. Jón ólafsson alþni. er nú á ferð til Austfjarða og halda þeir þing- menn Sunnmýlinga þingmálafund á Reyðarfirði 25. þ. m. Aldamótagarðnrinn austan við Gróðrarstöðina er nú að mestu tek- inn til notkunar. Þar hafa verið út- vísaðir 50 reitir, er ýmsir hafa tekið til ræktunar, en tilbúnir eru 8, sem enn eru óleigðir og kostur er á að fá. Þeir, sem þess kynnu að óska, geta snúið sjer til Einars Helgasonar garðyrkjumanns. Blaðið »Ingólfur« er nú keypt af mótstöðumönnum sambandssátta- málsins og á Ben. Sveinsson alþm. að verða ritstjóri þess. »FlÓra« kom um síðastl. helgi kring um land frá Noregi. Með henni kom Gísli J. Ólafsson síma- stjóri frá Akureyri og frú hans, al- flutt hingað. Meðal farþega var og Ben Bjarnason skólastj. á Húsavík. Mannamát. Dáinn er hjer síðastl. föstudag Einar Pálsson, faðir Matth. Einarssonar læknis og þeirra syst- kina, en sonur síra Páls Jónssonar, er síðast var prestur í Viðvík. Einar heitinn var lengi við verslun á Akur- eyri, en síðustu árin á Faskrúðsfirði. Ilann var hjer í kynnisför hjá syni sínum. Banameinið var sykursýki. 9- þ- m. andaðist hjer í bænum Sigurður Þórðarson, faðir Þórðar yfir- prentara í Gutenberg og þeirra syst- kina. Jarðarförin fór fram í gær. 5. þ. m. andaðist hjer Lárus Gísla- son verslunarskólasveinn frá Vest- mannaeyjum, sonur Gísla Lárussonar. Ferðasag'a. Eflir rfr. Ilelga Pjelurss. 18. í dag ljetti af haustrigningunni um stund og í sólglætunni sáust hvítvængjuð seglskip kljúfa bláa báru, og annars mörgeimskip líka, sem drógu reykinn á eftir sjer; en hitt sá jeg ekki, þó að jeg viti það, hvernig skrúfan þrælaði þeim á- fram. Þetta var nú í gær. í dag er alt daprara og þó leikur Ijós- græn báran yfir hvítgráum sand- inum og mig mundi ákaft langa til að leika mjer.svolitið líka með bár- unni og í henni, ef jeg væri ekki svona skrambi kulvís. Og þar að auki er það ekki hægt, því að bú- ið er að laka upp öll baðrúmin lijer. Jeg skil varla í, livað fólkið er kveifarlegt, það sem er við nokk- urnveginn lieilsu. Sje ekki í manni andvökuhrollur eða slíkt, þá er mikil ánægja að fara í sjó, þó að frost sje, ef annars er gott veður, eins og ýmsir Íslendíngar liafa sýnt, og sumir hjer líka raunar. Mjer er sagt, að í Kaupmannahöfn sje til eitthvert sundfjelag, sem nefnist »Víkingar«. Ekki veit jeg, livort íslendingar eru í því fjelagi, svo margir sem þeir eru hjer. Jeg lief heyrt, að eitthvað 2000 íslend- ingar muni vera að strjálast og ein- stæðast hjer í Danmörku og margt af því kvenkyns, og á sumt á hættu að verða illa danskt. En jeg sje að jeg verð að hætta. Mjer tekst ekki að varpa svo af mjer þess- ari skapþyngd, sem stundum ásækir mig, að jeg geti farið nógu gaman- samlega með efnið og svo, að ís- lenskunni sje sómi að. *En íslensk- an er eitt af því, sem mjer liggur við að lofa guð fyrir. Eða goðin. Jeg kemst svo að orði af því að jeg vil ekki láta halda, að jeg trúi á Jehóva. Hvers vegna tekst ekki betur að festa íslenskuna í íslensk- um brjóstum en raun ber vitni? Hvers vegna verða börn íslend- inga í Danmörku og Veslurheimi dönsk og ensk í máli fremur en íslensk? Hvers vegna er ekki þetta eitt aðalumræðuefnið þing eftir þing? íslendingar í útlöndum ættu ekki að tapast islenskunni, heldur græða út það, sem best er íslenskt. 19. Það má víst nieð lalsverðum sanni segja, að heimskan sje undir- rót alls ills, missýningar, misskiln- ingur og ónóg þekking. Flest ilt, sem fyrir mig hefur komið um æfina, get jeg rakið til einhverrar heimsku, stundum eigin lieimsku, miklu oftar til lieimsku annara. Ilversu mikið ilt leiðir ekki af því, að almenningur veit eiginlega ekki enn- þá,að mennþurfaað anda? Oghversu miklu minna væri ekki um illmæli og álygar, að minsta kosti sjer til skemtunar, ef menn vissu meir í annara brjóst, og myndu livernig það er, þegar blóðið logar í djúp- um sárum, eins og Jónas, sem sjálfur mun reynt hafa, segir af einhverri sinni meslu snild. Leitt er þaö annars, að Jónas skyldi ekki segja meira af hörmum sínum, úr því að hann kunni svona vel að æpa eftir nótum, eða rjettara sagt: í hljóðstaf. Hví skyldi jeg ekki oft minnast Jónasar? Hann hefur kent mjer svo mikið og slcemt mjersvo vel. 1 lionum var svo vel stefnl að því, sem best er íslenskl — en því miður líka svo sárt fundið til. Hví- líkur einssæðingsskapur! Þegar jeg geng um þessa saurgráu götugeil, sem nefnist sct. Pederstræde, og annars oftar, kemur mjer í hug maður, sem gengur eftir stjettinni nokkuð valtur á fólum, hverfur inn úr dyr- um þar að götunni, sundlar, þegar liann kemur inn í myrkrið, svo að hann snýst öfugur í stiganum, fellur niður og fótbrotnar. Og furðan- lega rólegur beið hann dauða síns, svo mikið sem þar fórst. Ogkarl- menni var Jónas, eins og meðal annars sláttuvísurnar sýna. Jeg lief aldrei fyr en í sumar slegið nógu vel til að kunna að meta þær. Pað þarf að hafa skemt sjer við orfið til að geta kveðið svona: »Fellur vel á velli verkið karli sterkum; syngur enn á engi eggjuð spík og rýkur grasið grænt á mosa, grundin þýtur undir«. Það þarf að liafa þetta yfir á teig, með Ijáinn í höndunum og kunna vel á lionum að halda; annars meta menn ekki til fulls, hvað vel er kveðið. Vísan minnir mig á aðra, miklu eldri, en þar var nú fastar liöggvið og blóðugar, og hætt við, að kvöl liafi komið á móti skemtuninni; en svo má helst ekki vera. En skemt hefur Egill sjer stundum »að samtogi sverða«. Heyrið: »Höggvum hjaltvönd skyggðum, hæfum rand með brandi, reynum randarmána, rjóðum sverð í blóði« o. s. frv. Jeg lield, að það muni hafa verið talsverður ættarsvipur með Jónasi og Agli. En vitanlega var Jónas gerður af svo miklu meiri vanefn- um líkamlega lieldur en ættfaðir hans. Forfeður Egils höfðu ekki soltið, öld eftir öld, og aldrei kúg- ast látið, og Egill hefur verið hált á fjórðu alin og mjög fáir þurft að reyna við hann afl. En hálsdig- urð Jónasar og herðar minnir á Egil, og svo granstæðið, sem var mikið, og breiðir kjálkarnir. Og sjálfsagt líka nokkuð augun. Og Egill unni konu sjer lil ama um tíma. Því að Ásgerði þólti Þórólf- ur fríðari, sem von var. Og held- ur gerði Egill sjer upp veiki en vera í brúðkaupi bróður síns. En þó fjekk hann konunnar eftir fall Þórólfs, eins og kunnugt er af sög- unni. Síðustu setningarnar tvær eru nokkuð til lýla, en kenna einhverj- um að lesa betur Egilssögu. Og er eilt'í trú minni, að osssjenauð- syn á að læra að lesa betur sög- urnar en enn liefur gert verið, og meira að segja kenna öðrum Norð- urlandabúum líka að lesa þær. En þar er nú við raman reip að draga, sem er fyrirlitning Norður- landabúa og misskilningur á ís- lendingasögum og ýmsu því öðru, sem íslenskt er. Og kemur það nú nokkuð til af þvi, að vjer höf- um of mjög kúgast látið, og þor- um ekki að líta eins og vert er á það, sem vjer eigum best, höfum látið setja á oss útlend gleraugu stundum, þar sem vjer mundum sjá betur berum augum. Sá, sem skilur vel orðið »ný-íslenska«, veit hvað jeg á við. Ffí Ijátii líl ttiia. Læknahjeröð. Fljótsdalslæknis- hjerað er veitt Ólafi Lárussyni lækni í Hróarstunguhjeraði, en Hinrik Er- lendsson, sem þjónað hefur Fljóts- dalshjeraði, er settur læknir í Horna- firði. Dáin er á Ekru í Hjaltastaðaþinghá í N.-Múlasýslu 25. mars síðastl. frú Guðríður Magnúsdóttir, ekkja síra Stefáns Jónssonar, er síðast var prest- ur á Kolfreyjustað, háöldruð, merk kona og væn. Hún andaðist hjá yngsta syni þeirra hjóna, Magnúsi bónda á Ekru. Raflýstur sveitabær. „Suðurl." segir frá því, að Guðmundur Þor- Nú eru þau tækifæri á förum, aö fá huseignir keyptar hjá mjer mcð 20 ára afborgun. Pó hef jeg nú tvær húseignir með þessum skilmálum lil sölu. Húsin eru mjög nýleg og í ákjósanlegum hluta liæjarins. Mjög lítil afborgun. Sjerstakt tœkiíæri. •Tóli. Jóhaimesson. Laugaveg 19. Þingmálafundur Reykvíkinga verður haldinn iníiiivttlag-imi 27. þ. m. (annan hvítasunnudag) kl. 4 e. h. í Barnaskólaportinu. Reykjavík 20. maí 1912. Lárus H. Bjarnason. Jón Jónsson. leifsson bóndi á Bíldsfelli í Grafningi hafi komið upp raflýsingu á bæ sín- um og noti bæjarlækinn, „litla sprænu“, til þess að framleiða raf- magnið. Rangárbrúin, sem smíðuð hefur verið hjer á landsjóðsverkstæðinu í vetur sem leið, var send austur á leið með „Peiwie" síðast, og átti að skipa henni upp á Eyrarbakka, en var eigi hægt þá vegna brims og fór skipið með brúna austur á firði, en átti að losna við hana aftur á vest- urleið. Jón Þorláksson landsverk- fræðingur er nú eystra, en kemur heim fyrir hvítasunnu. Hof í Vopnafirði var 15. þ. m. veitt síra Einari alþm. Jónssyni á Desjarmýri. Prestskosning hefur nýlega farið fram í Staðastaðarprestakalli og fjekk síra Jón Jóhannesen á Sandfelli í Öræfum þar flest atkvæði. Bændaskólannin á Hvanneyri var sagt upp síðasta apríl, eins og lög gera ráð fyrir. 15 piltar fóru alfarnir frá skólanum. Komust þeir nú suður með „Ingólfi", sem í þetta sinn hagaði ferðum sínum svo, að hann fór úr borgarnesi 2. maí. Hefur hann ekki gert það fyrirfarandi ár, og oft verið mjög óþægilegt fyrir pilta að komast burtu að vorinu. Þess er vert að geta, að nú var í fyrsta sinn matarfjelag meðal pilta. Voru flestir piltar í því, en þó ekki allir, og enginn kennarinn. Yms- ir höfðu spáð illa fyrir þessum fje- lagsskap, en þær spár urðu nú allar htakspár. Fæðiðvarðnú enn ódýrara en nokkurn tíma áður, eða kr. 128,50 yfir allan námstímann. I matarnefnd voru þeir Ólafur Runólfsson frá Vík í Mýrdal og Magnús Andrjesson frá Hvanneyri. Til næsta árs eru kosnir í matarnefnd Ingimar Jóhannesson og Guðmundur Kristjánsson, báðir úr Dýrafirði. Vonandi er að þeim tak ist eins vel stjórn fjelagsins og hin- um, og það geti orðið til þess, að stuðla að því, að fátækum, efnilegum piltum verði hægra að stunda námið. X. Slys. Símað er frá Khöfn í gær- kvöld, að elsti sonur hertogans af Kumberland hafi farist við bifreiðar- slys á leið til konungsjarðarfaraiinn- ar í Danmörku. jflagnús Signrðsson yfirdómslögmaður er fluttur í Kipkjustræti 8 B (uppi). Dugleg stúlka getur fengið vist á Laugarnesspítala. Hátt kaup í boði. Lysthafendur snúi sjer til yfirhjúkrunarkonu spí- talans. Eftirmseli. Hinn 15. febr. síðastl. andaðist að heim- ili sínu, Drngerðarstöðum í Grindavík, húsfreyja Sigríður Bjarnadóttir verslun- armanns og anleggshaldara við Hólma- búð, Hannessonar spltalahaldara íKald- aðarnesi. Móðir hennar, kona Bjarna Hannessonar, hjet Valgerður Þórðar- dóttir, ættuð úr Árnessýslu. Sigríður var fædd 23. mars 1836 að Hólmabúð í Vog- um; ólst hún þar upp með foreldrum sínum þar til hún misti föður sinn 9 ára gömul. Fluttist hún þá með móður sinni að Brekku í Vogum og var þar með henni þar til hún giftist 9. nóv. 1859 Sæmundi Jónssyni Sæmundssonar bónda á Húsatóftum. Byrjuðu þá bú á Brekku og bjuggu þar 1 tvö ár. Fluttu þau sig þaðan að Járngerðarstöðum og bjuggu þar síðan, þar til Sigrlður misti mann sinn 16. sept. 1905. — At 12 börnum, er þau hjón -áttu, eru 3 á líú: Margrjet, húsfreyja á Járngerðarstöðum, Bjarni, fiskifræðingur og kennari við mentaskól- ann 1 Reykjavík, og Valgerður, kona Kristjáns bónda Sigurðssonar á Járn- gerðarstöðum; dvaldi Sigríður sál. hjá þeim hin síðustu ár æfi sinnar. — Sig- ríður heitin var í hvfvetna merkiskona, er gegndi hinu langa húsmóðurstarfi sfntt með dugnaði og sóma, og var góð og umhyggjusöm eiginkona og móðir. Hún var mjög greind kona og fróð um margt, en yfirlætislaus, glaðlynd og skemtin í viðræðum; kom þar jafnan fram hygni og góð dómgreind. Mjög var hún manni sínum samtaka í gest- risni við hvern þann, er bar að garði þeirra; var og oft gestkvæmt á heimili þeirra þá tíð, er þau máttu njóta sín með fullum kröftum. Ekki síður Ijet Sigríður sál. sjer umhugað um að gleðja og hjálpa þeim, sem bágt áttu. Vann hún vissulega þannig margt góðverkið í kyrþei. Munu margar fátækar barna- konur og börn, sem voru í nágrenni við hana, þakklátlega minnast margs góðs frá hennar hendi. Var hún og elskuð og virt af öllum, sem hana þektu. Jarðarför hennar fór fram hinn 26. febr. sl, að viðstöddu miklu fjölmenni. K Þ Tjald til sölu nú þegar í Berg- staðastræti 27. Jarðarför Sigurðar Gissurssonar, föður Jóns Sigurðssonar járnsmiðs, fer fram á morgun (fimtudag) kl. Ir/= frá heimili hans, Laugaveg54. Atvinna óskast. Verslunarmaður, sem er vanur allri bókfærslu og öðrum störfum, sem lúta að verslun — hvort heldur er innan eða utan búðar — óskar at- vinnu nú þegar. Kaup eftir samkomulagi. Ritstjóri þessa blaðs vísar á. 8teiiiuiin Giiðimiudsdótiii* massagelæknir er flutt á Laufásveg 20.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.