Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 19.06.1912, Side 2

Lögrétta - 19.06.1912, Side 2
124 LOGRJETTA Lögrjetta kemur át á hverjun mið- vikudegi og auk pesa aukablöö við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á Íslandí, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. gókraentafjelagiS. Aðalfundur. Hann var haldinn í Bárubúð kl. 5 síðd. 17. þ. m. Fundarstjóri var kos- inn prófessor Lárus H. Bjarnason. í byrjun fundarins flutti forseti, B. M. Ólsen prófessor, ræðu, og talaði á þessa leið: „Árið, sem liðið hefur frá síðasta aðalfundi, hefur verið viðburðaríkt fyrir Bmf. Skal jeg flrst leifa mjer að minnast þess, sem er níjast og sárast, andláts verndara fjelagsins, vors ástsæla konungs, Friðriks hins áttunda. Engan konung höfum vjer átt, sem hefur unnað þjóð vorri heit- ar enn hann, eða haft einlægari vilja til að efla heill hennar og framfarir í öllum greinum, andlegum og verk- legum. Hjer skal jeg aðeins minn- ast stuttlega á afskifti hans af Bmf. Jafnskjótt sem hann varð konungur, gerðist hann verndari þess. A hverju ári gaf hann fjelaginu höfðinglega gjöf og Ijeði auk þess Hafnardeild fjelagsins ókeipis húsnæði fyrir bóka- leifar og til skrifstofu á Amalíuborg. Þegar báðar deildir fjelagsins vóru sameinaðar í eitt óskift fjelag með heímili í Reikjavík, skírði forseti auð- vitað verndara fjelagsins frá breit- ingu þeirri, sem orðið hafði og ósk- aði, að hann hjeldi sömu góðvild við fjelagið sem áður. í svari, sem kon- ungur ljet skrifa fjelaginu hálfum öðr- um mánuði áður enn hann dó (28. mars), segist hann „fúslega takast á hendur vernd fjelagsins í þess níju mind, og óskar því allra heilla í við- leitni þess til eflingar vísindum og mentun á íslandi". Þessi hlíju orð konungs vors, sem heimflutningur fjelagsins gaf tilefni til, eru oss því dírmætari, sem heimflutningnum var annars tekið með talsverðri þröng- síni af bræðrum vorum í Danfnörku. Bókmentafjelagið hefur því sjerstaka ástæðu til að minnast þessa góða konungs með söknuði þakklátsemi og lotningu. Blessuð sje minning hans. Af látnum fjelagsmönnum skal jeg first minnast brjefafjelaga vors, frk. Margrjetar Lehmann-Filhés, í Berlín. Þessi nafnkunna lærdómskona og ís- landsvinur, sem dó 17. ágúst í firra, hafði ánafnað Hafnardeild fjelagsins 5000 kr. í erfðaskrá sinni og fahð prófessor Þorv. Th. að kveða nánar á um, til hvers fjenu skuli varið. Hefur hann afhent fjelaginu sjóðinn, sem ber nafn eftir hinni látnu, og samþikt skipulagsskrá, sem hefur verið send Stjórnarráði íslands og hefur nú öðlast konunglega stað- festing. Af vöxtum sjóðsins skal árlega leggja '/4 við höfuðstól, enn verja afganginum til útg. rita, sem snerta íslenska þjóðfræði (folk lore). Sjóður þessi mun um aldur og æfi halda uppi minningunni um hina göfgu sæmdarkonu og góðvild henn- ar við ísland og Bókmentafjelagið. 7 Af öðrum, sem vjer eigum á bak að sjá, skal jeg nefna gamla fjelags- menn og trigðatröll við fjelagið, þá Sigfús Eymundsson bóksaia og Árna Gíslason leturgrafara; hafði Sigfús eftir því, sem jeg kemst næst, verið fjelagsmaður í full 50 ár, enn Árni einu ári fátt í 50 ár. Þá ber og að minnast Þorleifs prests Jónssonar á Skinnastöðum, gamals fjelagsbróður, Alberts Þórðarsonar bankabókara, Sigurðar kennara Jónssonar frá Álf- hólum, Guðjóns kennara Baldvinsson- ar á ísafirði og Ingimundar ráða- nauts Guðmundssonar. Vil jeg biðja rnenn að minnast þessara fjelaga með þvf að standa upp. Langmerkasti viðburður ársins er sameining fjelagsdeildanna í eitt ó- skift fjelag með heimili hjer í höfuð- stað landsins. Þjer munið allir, að hin nýu lög fjelagsins, sem fólu í sjer meðal annars sameining deildanna, vóru samþikt hjer á síðasta aðalfundi, 8. júlí f. á., með 100 atkv. gegn 2. Síðan voru þau samþykt á aðalfundi Hd. .31. okt. um haustið með 14 samhljóða atkv. Svo er þá þessi mikla breiting á komin með góðu og bróðurlegu samþikki beggja deilda, og mundi fáa hafa grunað það firir tveim árum, eins og horfurnar vóru þá.jþví að þá lá við borð, að laga- breiting um heimflutning Hafnard. mundi ekki fást upp borin þar í deilinni öðruvísi enn með málssókn. Enn bæði var það hið mesta neiðar- úrræði í sjálfu sjer, og svo var óvíst, hvernig málið mundi fara firir dönsk- um dómstólum". Skýrði hann svo nánar frá, hvernig til hefð.i gengið um heimflutninginn og þakkaði forsprökkum í Hafnar- deildinni, sjer í lagi B. Th. Melsteð, Sigf. Blöndal, Finni Jónssyni og Jón Sveinbjörnsson kand. jur., erhafði sjeð um afhendinguna og heimsend- j inguna, en við móttökuna hjer hafði fjelagsstjórnin notið aðstoðar Sig. Jónssonar bókbindara og Þorv. Guð- mundssonar afgreiðslum. Er nú öllu fyrirkomið á dómkirkjuloftinu og hef- ur orðið að gera þar miklar breyt- ingar á skápum og hillum. Allan kostnað við heimflutninginn kvað for- seti hafa numið rúmum 1500 kr. Lauk hann svo máli sínu með þess- j um orðum: „Vjer viljum víst allir gera höfuð- stað landsins að þungamiðju hins andlega lífs þjóðar vorrar og safna hingað öllum hinum bestu kröftum. Því markmiði höfum vjer náð með heimflutningnum, að því er Bmf. snertir. Að vísu munu árstekjur fje- lagsins minka nokkuð við heimflutn- inginn. Vjer missum t, d, ársstyrk þann, 1000 kr., sem Hd. hafði úr ríkissjóði. En nokkuð vinst þetta upp með aukinni fjelagatölu. Mjer telst svo til, að fjelögum hafi á þessu ári fjölgað um nær 100, og sjeu nú tæplega 1000. Svo há hefur fjelagatalan aldrei verið. Og svo eru líkur til, að með sameiningu deildanna muni filgja meiri eining í umboðsstjórn fjelagsins, hagkvæmari og áhrifameiri innheimta á tekjum, og ifir höfuð að tala öflugri fram- kvæmdir, svo framarlega sem tekist hefur nokkurn veginn að velja menn í stjórnina, því að undir góðri stjórn er alt komið. Jeg get ekki skilist við heimflutn- ingsmálið án þess að minnast á hið ágæta starf, sem Hafnardeildin hefur unnið í þarfir fjelagsins frá því firsta fram til þessa dags. Framan af mátti heita, að hún bæri allar framkvæmdir fjelagsins á herðum sjer, og gætti þá Reykjavíkurdeildarinnar lítið. Á hinum síðasta mannsaldri, síðan deild- inni hjer fór að vaxa fiskur um hrygg, hefur verið meira jafnvægi milli deild- anna. En einnig á þeim árum hefur Hd. unnið mikið og gott starf, og mega allir fjtlagsmenn minnast þess með innilegu þakklæti. Á umliðnu ári fjekk fjelag vort tvö virðuleg heimboð, annað til að vera við 100 ára afmælishátíð Hásk. í Kristjaníu, hitt til að vera við 1000 ára minningarhátíð Normandíu. Firri hátfðina sótti jeg sem fulltrúi fje- lagsins samkv. kosningu ársfundar og færði háskólanum ávarp, skraut- ritað í fornum stíl á pergament. En dr. Guðmundur Finnbogason tók fús- lega að sjer að vera firir fjelagsins hönd við Normandíuhátíðina fjelaginu að kostnaðarlausu og leisti það starf prýðilega af hendi, og kann jeg hon- um bestu þakkir firir í fjelagsins nafni". Sakir hins mikla kostnaðar, sem fjelagið hefði haft síðastl. ár, mundi fjel. ekki gefa út annað enn vana- legar ársbækur á þessu ári (Skírni, hefti af Sýslum æfum, Fornbrjefa- safni og Safni til sögu íslands). Að endingu las forseti upp úrslit stjórnarkosninganna. Höfðu atkvæði verið talin saman 15. þ. m., eins og auglýst hafði verið. En þessir voru kosnir: Forseti: prófessor Björn M. Ólsen (305 atkv.), varaforseti: rektor Stgr. Thorsteinsson (240), og í fulltrúaráð: bóksali Sig. Kristjánsson (263), dr. Björn Bjarnason (221), docent Jón Jónsson (209), dr. Guðm. Finnboga- son (155), bæjarfógeti Jón Magnús- son (132) og fornmenjavörður Matth. Þórðarson (115). Á fundi hjá forseta 15. þ. m. hafði störfum verið skift þannig, að Sig. Kristjánsson var kosinn gjald- keri, Jón Jónsson skrifari, Jón Magn- ússon kjörstjóri og Matth. Þórðarson bókavörður. Þá las forseti upp ársreikning og efnahagsreikning, endurskoðaðan. Nokkrar umræður urðu um útgáfu Skírnis, cr sumir fundu ýmislegt að, en aðrir mæltu bót. Athugasemdir voru og gerðar um útgáfu fornbrjefa- safnsins, að pappír væri ekki sem skyldi og upplag of lítið; og um fleiri af útgáfuritum fjelagsins, Hafn- ard., var hið sama fram tekið, að upplag væri lítið, en forseti kvað ráðstafanir gerðar til lagfæringar. Reikningarnir voru samþyktir. End- urskoðunarmenn voru endurkosnir: Kl. Jónsson landritari og Hannes Þor- steinsson skjalavörður. iMiigKosningar í Itolgíu fóru fram 2. þ. m. eftir afarharð- sótt kosningastríð. Öðrumegin stóð klerkaflokkurinn, sem svo er kallað- ur, -en hinumegin frjálslyndu flokk- arnir í bandalagi, vinstri menn og jafnaðarmenn. Aðalþrætumálið var um yfirráð klerkanna, munka og klaustra, yfir skólum landsins. Klerka- flokkurinn hefur haft yfirráðin í þing- inu undanfarandi, en sá meiri hluti hefur þó smátt og smátt verið að missa töluna. Venjulega er helm- ingur hverrar þingdeildar kosinn ann- aðhvert ár. En í þetta sinn hafði alt þingið verið rofið vegna nýrra laga, er fjölgaði þingmönnum að mun Kosningarnar fóru svo, að klerkaflokkurinn vann enn sigur, og nú lítur út fyrir, að verða ætli úr því megnar róstur, verkföll og upp- þot, segja síðustu útlend blöð. Ivawii-Tonnisi. Myndin hjer sýnir heimsmeistarann í Lawn Tennis, A. F. Wilding, sem nú hefur verið við Ólympíuleikana í Stokkhólmi. Hann er aðeins 23 ára gamall. Þlngincnn lArítcylnga i Alicnu. Þótt sumir af þingmönn- um Kríteyinga væru teknir fastir á leið til Aþenu, eins og áður er frá skýrt, komust aðrir þangað og ætl- uðu, samkvæmt kosningu sinni, að taka sæti í gríska þinginu. Veniselös yfirráðherra hafði fund með þeim áður til þess kæmi og reyndi að fá þá til þess að falla frá fyrirætlun sinni, kvað það skapa Grikklandi vandræði, en vera hins vegar gagns- Iaust. En þeir vildu ekki annað heyra, en að þeir ættu sæti í þinginu, Voru þá hermenn settir við dyrnar, er bönn- uðu þeim inngöngu. Svo mikið var þó úr þessu gert, að talað var um að fresta fundum þingsins [um tíma vegna þessa máls. Það er sagt, að sundurþykkja hafi verið innan gríska ráðaneytisins um, hvað gera skyldi. FlóA i Ungai'ii. Um síðastl. mánaðamót gerðu regn og vatnavext- ir stórtjón í Ungarn. A einum stað var dalur, sem er 25 fermílur á stærð, eins og haf yfir að sjá. í mörgum bæjum og þorpum hafa menn orðið að flýja öll hús. Skemdirnar mjög miklar. ítalir og TyrKir. Það ganga nú fregnir um að til standi að full- trúar frá stórveldunum komi saman tii þess að fá einhvern enda á ófriðn- um. a isian eftir Ingibj'órgu Ólafsson. I. Bók þessi þykir mjer reglulegt ný- mæli í bókmentum vorum; því jeg veit ekki til, að um þetta efni hafi neitt verið ritað sjer á parti. Hún er mest um skírlífisástandið sjálft, en drepur þó á fleira, sem snertir sið- ferðið. Það hefur verið ritað að tiltölu afarmikið um drykkjuskapinn á landi voru; og það oft í allströngum vand- lætingaranda; svo það er ekki nema náttúrlegt, að líka verði farið að rita um fleiri þjóðlesti, t. d. óskírlífið. Því ekki er það hættuminna en of- drykkjan, og ekki er það óalgengara en hún. Það væri nú reyndar rjett- ara, að nefna lesti þessa alþjóðalesti en þjóðlesti; því erlendis er lfka nóg af þeim. En sjerhver verður að byrja á að hreinsa fyrir sínum eigin dyr- um, vanda um við sína eigin þjóð. Og þar hefur Ingibjörg byrjað vel og ættu fleiri að hefjast þar handa. Einkum er hjer verkefni handa öll- um kristilegum fjelögum og öllum kristindóms talsmönnum. Já, hjer er verkefni fyrir öll fjelög, sem efla vilja menning þjóðarinnar. Bókin er aðeins 44 bls, og kostar 25 aura. Er hún mjög efnismikil, og skal jeg byrja með stuttu yfirliti yfir hana. Fyrst er þá (á bls. 3—13) yfirlit yfir ástand skírlífis hjer á landi frá byggingu þess og fram á 18. öld. Nefnir hún þar mörg dæmi um það, hvað illa margir merkustu mennirnir hafa hagað sjer í kvennamálum. Og það sumir helstu siðabótarbiskuparn- ir. Vitnar hún þar til ýmsra eldri og nýrri sagnfræðinga vorra, t. d. Espólfns, dr. Þorvaldar og fleiri. Svo, á bls 13—23, setur hún álit ýmsra merkra landa um skírlífisástand vort; byrjar þar á því, að nefna ávítur Eggerts Ólafssonar; þar næst tekur hún kafla úr ritgerð sjera Tómasar Sæmundssonar í „Fjölni" I, bls 94. Er hann næsta skorinoiður, enda reiddust margir sjera Tómasi út af þessum stranga en þarflega dómi hans. Síðan nefnir hún álit Jónasar Hall- grímssonar um þetta mál, og segir meðal annars: „Jónas hafði næma fegurðartilfinningu og var því öll ósiðsemi (honum) hinn mesti við- bjóður". Tekur svo brot úr kvæði hans um þetta og segir á þá leið, að það var fyrst og fremst „sá óhræsis- andi, sem liggur bak við orðin“, sem Jónas finnur að hjá Sigurði Breið- fjörð. Þetta er líka auðsjeð, þegar ritdómur Jónasar er rækilega lesinn. Hart dæmir Jónas Sigurð fyrir formgallana, en harðast þó fyrir ljót- leik efnisins. Segir Jónas svo um ljóta hugmynd, er Sigurður bjó til: „ímyndunaraflið hlýtur að vera alt saman gersamlega spilt og saurgað áður en það geti farið að skapa aðr- ar eins ófreskjur". En einmitt þetta sama hefði Jónas hlotið að segja um fjarska margt rusl f ljóðabókum eldri skálda vorra, og um margar útlendar „formfagrar" skáldsögur og sögukafla, því efnið er þar oft litlu eða engu betra en í Tístrans-rímu, og er engu síður sprott- ið úr „gersamlega saurguðu og spiltu ímyndunarafli". Svo minnist hún á ritgerðir G. Friðjónssonar um skírlífi, og telur þær þarflegar, þótt margir reiddust þeim. Svo tekur hún kafla úr ritgerð um þetta mál í „Breiðabliki" I. ár, bls. 187. — Minnist hún og á ritgerð um sama í „Skólablaðinu" 1907. Og Ioks tekur hún kafla úr ritgerð um sama efni úr „Skinfaxa" 1910 I. ár, bls. 34. — Aðrar ritgerðir um þetta efni kveðst hún ekki hafa sjeð. Svo ber hún saman skírlífis-ástand vort og útlendinga og segir, „að vjer íslendingar stöndum á miklu lægra siðmenningarstigi en aðrar Norður- álfuþjóðir". Og sýni það sig mest í því, að t. d. „í Danmörku er siðleys- ið haft í hinni mestu fyrirlitningu hjá öllu góðu fólki". En hjer á landi sje „haldið hlífiskildi yfir spill- ingunni". Ljótt er, ef satt er! Síðan minnist hún á drykkjuskap- inn og segir: „að víndrykkja er að færast í vöxt, er að mínu áliti því að kenna, að Templarar eru farnir að linast í sókninni; hjá þeim er alt dottið í dúnalogn". Ekki er þetta heldur efnilegt! Hún segir, að drykkjuskapur kvenna hjer á landi sje að aukast; efnaðir ósiðsemdarmenn sjeu farnir að senda barnsmæður sínar á fæðingarstofnun- ina í Khöfn. Þær verði svo margar að vændiskonum eða aumingjum, og sje þetta mjög til að auka óorð þjóð- arinnar erlendisl Nú fer að taka út yfir! Loksins minnist hún á hrokann, klúryrðin, kaldsinnið og margt fleira ilt í þjóðfjelaginu; segir t. d., að kvenfólk hjer sje mikið verra í skapi en karlmenn o. s. frv. Hvað ætli kvenþjóðin segi nú um þessa staðhæfingu höfundarins? Hvernig vill höf. bæta úr þessu? Efla kristilega menning í landinu, einkum með því að mynda nýtt og rjettara almenningsálit í skírlífismál- um, hafa meira eftirlit með ungling- unum, gera heimilin meira aðlaðandi og skemtilegri fyrir börnin. II. Það má nú annars margt segja um þetta litla rit Ingibjargar. Fyrir mitt leyti get jeg ekki ann- að en sagt, að ritið sje mjög þarft og í tíma talað. Og jeg er henni samþykkur í öllu því, sem hún segir um ástand vort í þessu efni nú á dögum. Þykir hún hvergi hafa farið með öfgar, að teljandi sje. Samt get jeg ekki verið á hennar máli um húslestrana. Mjer finst þeir hafi gert meira gagn en hún og sjálfsagt marg- ir aðrir ætla. Passíusálmarnir til- dæmis, hafa efliust haft ómælanlega góð áhrif á þjóðina. Án Hallgríms hefðum vjer verið skrælingjar. Og eins er jeg ekki alveg viss um, hvort skírlífisástandið erlendis er svo miklu betra en hjer á landi. En þar er þó þess að gæta, að neyðin knýr marga stúlku erlendis til að Ieita sjer atvinnu á ósiðlegan hátt. Sulturinn þar knýr marga til að lifa á ólifnaði. Og þegar lauslætið er orðið að atvinnuvegi, þá er von að freistingunum í þá átt fjölgi. Og þá er aumingjunum vorkun — þá er best að kasta steininum vægilega, láta hann helst vera. En hjer á landi er öðru máli að gegna. Hjer er ómögulegt að segja að neyðin knýji neinn til óskirlífis. Miklu fremur er það óskírlífið sjálft, sem kemur bæði saklausum og sek- um í neyðina. Og þar er líka „glaumurinn" og „sollurinn" miklu meiri og hættu- legri en hjer á landi. Náttúra lands vors og þjóðarsaga vor er eins og sköpuð til að kenna alvöru en varna ljettúð. Og hvað sem nú annars öllu þessu siðferðismáli voru líður, hvort sem vjer erum öðrum þjóðum verri í því eða ekki, þá er tvent alveg víst og um það ættu allir að vera sammála. Og það er þetta tvent: í fyrsta lagi: Hvaða skoðun sem menn hafa á hjónaböndum og barn- eignum, þá ríður á því um fram alt, að bæði barnsmæðurnar og börnin nái altaf sínum fullkomna rjetti og verði alls ekki fyrir neinum halla af hálfu barnsfeðranna. Og bendir Ge* org Brandes sjálfur drengilega á þetta á einum stað. í öðru lagi erum við eins og kunn- ugt er svo „fáir, fátækir og smáir", að vjer megum alls ekki við því að nein íslensk sál spillist eða verði ómenni. Vjer stöndumst alls ekki við það að neinn skríll, ekki einu sinni skrílvísir, myndist hjá oss. Stórþjóðirnar þola slíkt betur, og þykir þó öllum góðum skörungum stórþjóðanna afarilt, ef siðspilling eykst þar, þykir hún eins og sótt- næmi, sem getur eitrað alla þjóðina. Hvað mega þá ekki mannvinir smá- þjóðanna hugsa? Danir eru smáþjóð reyndar, en samt stórþjóð í samanburði við oss. Samt voru bestu menn Dana óðir og uppvægir hjerna um árið yfirþví, að þá (1907—1908) var 5. hvert barn f Khöfn óskilgctið, ogtöldu hana mesta spillingarbæli landsins. Vjer erum víst 30 sinnum færri en

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.