Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.06.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 26.06.1912, Blaðsíða 2
128 LOGRJETTA Lögrjetta kernur út á hverjum miö> vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á fslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. S var til lir. Yigfúsar Guðmundssonar frá skagflrskum alþýðuraanni.1) Það er í raun og veru ekki ómaks- ins vert, að eiga orðastað við þá menn, sem grípa til þess neyðarúr- ræðis, þegar þeir sjálfir standa ráð- þrota yfir rökstuddum mótmælum á gerðum sínum, að vega að andstæð- ingum sínum með órökstuddum skammaryrðum, bregða þeim um skilningsleysi, þekkingarskort og asna- skap. Mig undraði stórum, þegar jegsá, að sunnlenski bóndinn hr. Vigfús Guðmundsson taldi það virðingu sinni samboðið, að sigla í kjölfar slíkra pilta. Jeg bjóst við, ef honum fyndist ástæða til að eiga síðast orðið, að hann reyndi til að koma með rök- studd mótmæli móti grein minni, en sú hefur ekki orðið raunin á. Grein sú, er hann birtir í n. tbl. ítafoldar, og á að vera svar til mín, er gersneidd slíku; hún er saman sett af rangfærslum, misskilningi og persónulegum skömmum, sem höf- undurinn hefur lítinn heiður af. 1 þessari siðustu ritsmíð sinni læst höf. vera gramur yfir því, að jeg hafi víða í grein minni rangfært og af- bakað orð og setningar í grein sinni: „Hvers vegna þegja bændur". Því til stuðnings birtir hann eitt sýnishorn af rangfærslum mínum, sem á að vera sönnun á máli hans. En niður- staðan verður sú, að það, sem hann ætlar að sanna með sýnishorni þessu, er hann tilfærir, verður sönnun á því gagnstæða við tilganginn, sannar ein- uiitt, að höf. fer sjálfur með ósann- indi með þeim ummælum sínum, að jeg hafi víða afbakað og rangfært orð hans. Það er líka auðheyrt, að hann finnur sjálfur fullkomlega til þess, hvað sýnishornið er veigalaus sönnun á ummælum hans, þar sem hann bætir því við, „að í raun og veru sje þetta (sem hann tilfærir), smávægileg og einskisverð afbökun á móti mörgu öðru, sem í greininni sje“ ; vill með því telja lesendum ísaf. trú um, að smávægilegustu rangfærsl- urnar hafi hann tilfært, en gengið fram hjá hinum stærri. Skyldi hann fá marga lesendur blaðsins til að trúa því? Margoft hefur ísaf. fiutt ritgerðir eftir höfund þennan, sem bera ljósan vott um það, að hann hefur verið og er eindreginn og ákveðinn „sjálfst"- fiokksmaður, hefur fýlgt flokksstjórn- inni að málum gegnum þykt og þunt; að minsta kosti ekki látið annað í ljósi en hann væri ánægður með allar gerðir hennar, bæði fyr og síðar. 1 hinum tveim ritgerðum, sem ísaf, birti eftir hann á síðastl. ári, önnur skrifuð litlu fyrir kosningarnar, (yfir- skrift: „Hversvegna þegja bændur"), hin skrifuð litlu eftir kosningar, (yfir- skrift: „Hvað gerði meiri hl.f), fer hann nú fyrst að láta taka til sín, finnur þá auðsjáanlega hvöt hjá sjer til að árjetta ofurlítið hin svívirðilegu ograkalausu skammaryrði, sem flokks- bræður hans hafa látið á þrykk út ganga um þá menn, sem hafa verið þeim andstæðir í stjórnmálum. Hann vegur þar að hinumnúv. meiri hl.mönn- Um meðhinum óheiðarlegustu vopnum, tileinkar þeim óhreinar og illar hvatir í framkomu sinni gagnvart þjóðinni í heild, en þó sjerstaklaga gagnvart alþýðunni, sem hann segir að ekki þurfi við öðru að búast þaðan en ýmsu mótdrægu. í þessari síð- ari ritgerð sinni: „Hvað gerði meiri hl.?“ segir hann meðal annars, að kosningaúrslitin síðustu hafi sýnt, i) Grein þessi er fyrir löngu send Lögr., þótt birtingin hafi dregist. Það skal tekið fram ísaf. til hróss, að hún hefur nú bægt frá sjer deilugreinum Vig- fúsar í Engey. En með því að V. G. vegur stöðugt að höf. þessarar greinar í „Þjóðv.“, eftir að ísaf. hætti að taka grein- ar hans, og hefur endurtekið þar það, sem hjer er svaraað, þá á þessi svargrein hr. E. G. enn við. Ritstj. að til sjeu skræfur með þrælablóði hjá þjóð vorri, þrælablóði, sem sje ánægt með að bera á háhesti em- bættisvald landsins, sem fiti sig á svita alþýðunnar; að núverandi meiri hl. vilji að Danir stjórni okkur um óákveðinn tíma, að hann hafi auðmennina og embættisvaldið sín megin, og noti það sem mártröð á lítilmagnann; hann viðri sig upp við konungsvaldið til að traðka rjetti alþingis; hann hafi gert mest að því að fjölga embættum, hækka laun og haldi dauðahaldi í eftirlaun o. s. frv. Ollu þessu er kastað fram af höf- undinum í þeim auðsjáanlega tilgangi, að blekkja óupplýsta og auðtrúa les- endur blaðsins, ekki minsta tilraun gerð til þess að færa orðum sínum stað með rökstuddum sönnunum. Aftur á móti syngur hann flokks- bræðrum sínum lof og dýrð, vill þvo af þeim allar syndir og ávirðingar. En í mínum augum er sá Farísea- þvottur hjegómlegur, því óskiljanlegt er, hvað hann hefur meint með hon- um. Andstæðingarnir gat hann varla búist við, að tryðu honum, og fyrir flokksmenn hans var hann þýð- ingarlaus, því flestum þeirra mun vera kunnugt um, hvað gerist hjá þeim á bak við tjöldin. Ef þessi umrædda ritgerð hans hefði verið komin í mínar hendur, þegar jeg reit andsvör mín gegn greininni „Hvers vegna þegja bænd- ur?“, mundi jeg ekki hafa lagt mig jafn-mikið eftir að rökstyðja ummæli mín þar. Jeg hefði ekki virt höfund- inn þess. Þegar nú þessar síðustu ritgerðir höfundarins eru athugaðar, með til- liti til þess, að maður verður að gera ráð fyrir, að hann sje svo heið- virður maður, að hann af hreinni sannfæring þykist fylgja fram góðu og rjettu máli, þá get jeg varla skil- ið, að hvorki hann eða aðrir lesend- ur lína minna álíti, að jeg hafi of- talað, þó jeg notaði orðið „ástæðu- laust", sem sýnist hneyksla hann svo mjög, segði, að höf. áliti ástœðulaust fyrir kjósendur að veraí vafa um,hvorn stjórnmálaflokkinn þeir ættu að styðja við kosningarnar. Ef hann hefur talið ástæðu fyrir kjósendur að vera í vafa, þá kemur það í æði mikla mótsögn við framkomu hans; kemur manni til að halda, að hún sje ekki meira en svo heilbrigð. Viða í greininni („Svar til hr. E. G.“) er augljós sönnun fyrir því, hvað höfundinum er eiginlegt að nota órökstudd stóryrði og persónu- leg brigsl í röksemda stað. Þó kem- ur það hvergi jafn-berlega fram eins og í því, hvað honum getur orðið skraf- drjúgt umhinameinlegu prentvillu, sem varð í grein minni (prentaðist: sem juku útgjöld landsjóðs um 3 milj. og 30— 40 þús. kr., en var, í handriti mínu: sem juku útgjöld landsjóðs um fullar 30 þús. kr. á Ijárhagstímabilinu). Ef höf. hefði yfirfarið þau atriði, sem stóðu í sambandi við umrædda setn- ingu, athugunarlítið, í flýti, var hon- um vorkunn, en vegna þess að hann, eftir sjálfs hans sögn, las það 3 sinn- um 3-var, og þar sem jeg verð að álíta, að hann hafi að minsta kosti meðalgreind, þá var honum ekki vorkunn að sjá, að þetta var prent- villa, sem að sjálfsögðu yrði leiðrjett í næstu tölubl. Lögr. En í stað þess notar hann þetta sem eitt af aðal- vopnunum gegn mjer, telur að þessi ummæli mín stafi af fáfræði, heimsku eða öðru því verra. Að mínu áliti er hægt að fylla syndamæli „Sjálf- stæðismanna", þó ekki sje bætt á hann þeim syndum, sem þeir ekki hafa drýgt. Annars er alt raus höf., sem stafar af prentvillu þessari, ljós vottur um það, hvað hann hefur átt erfitt með að fá höggstað á mjer — en hefur í einhverju óvita-fálmi grip- ið til þessa veika hálmstrás, til þess að reyna til að fleyta sjer upp úr for- æði vanþekkingarinnar og framhleypn- innar, sem hann sökti sjer í, þegar hann reit greinina: „Hvers vegna þegja bændur?" Prentvilluna í grein minni þóttist höfundur hafa lesið yfir 9 sinnum; ekki get jeg sagt, að jeg hafi lesið jafn-oft einn póstinn í svari hans, en það verð jeg að segja, að oftar en einu sinni varð mjer að lesa þessa setningu: „Á alþingi 1909, eina þinginu, er „Sjálfstæðismenn" voru óskiftir í meiri hl., var ekkert nýtt embætti stofnað, launað af land- sjóði, nema embættin við háskólann". Um háskólastofnunina og tjárveitingu til embætta við hann hef jeg ekkert talað, er þar samdóma höfundinum, að báðir flokkar eigi þar jafnt óskil- ið mál, eigi báðir last eða lof skilið, eftir því sem menn álíta um það. En að neita því ákveðið, að engin önnur ný embætti hafi verið stofnuð af „Sjálfstæðis"flokknum, virðist vera furðu ófeilið. Manni verður að halda, að þegar sannleikanum er jafn greini- lega og vísvitandi misþyrmt, að þeir, sem það gera, sjeu ekki mjög vandir að 'vopnum þeim, er þeir beita til að styðja mál sitt með. Var það ekki á þinginu 1909, sem embætti við- skiftaráðanautsins var stofnað og fjár- veitingin til þess veitt (10 þús. á ári, 20 þús yfir fjárhagstímabilið)? Og hverra verk var það? Var það ekki á því sama þingi, sem nýtt banka- stjóraembætti var stofnað með 6000 kr. launum yfir árið? Og hverra verk var það? Gerir ekki þessi launa- fúlga samanlögð fullar 30 þús. kr. yfir fjárhagstímabilið, eins og jeg tók fram í fyrra í svari mínu. En „Sjálfstæðis“menn Ijetu sjer ekki nægja, að bæta þessum upphæð- um við launafúlguna, heldur ljetu þeir foringja sinn nota valdið, þá ný- fengna, til þess að víkja þáverandi bankastj. frá stöðu sinni og auka með því útgjöldin um 4000 kr. á ári. En það var aukaatriði fyrir þeim. Hitt var aðalatriðið fyrir þeim heiðr- uðu fjársparnaðarmönnum, að geta sem fyrst launað einum af foringjum sínum duglega framgöngu, með því að veita honum starfann; hefur ekki þótt einhlítt, nema báðir bankastj. væru honum samlitir. Skyldi ekki hafa orðið þytur í herbúðum „Sjálf- stæðis“manna, ef Heimastjórnarmenn hefðu byrjað stjórnarbraut sína með svipuðum tiltektum. Fyrv. bankastj. hr. Tryggvi Gunnarsson hefur ennþá óskerta starfskrafta, og það sem meira er varið í, mun hafa óskert mannorð sitt til enda æfibrautarinnar, þrátt fyrir alvarlega tilraun andstæðinga hans til að fletta hann því. Eins og áður er tekið fram, neitar höfundurinn því, að nokkurt nýtt em- bætti hafi verið stofnað af „Sjálfst."- mönnum; en nokkru síðar, í sama dálki, viðurkennir hann þó, að þeir hafi stofnað nýja starfalll launaða af landsjóði (fiskimatsmannsstarfið, veitt til þess 7800 kr. á ári, og viðskifta- ráðanautsstarfið með ioþús. kr. á ári). En þá einkennilegu samkvæmni vill hann auðsjáanlega fóðra með því, að þess konar starfafjölgun sje alt annað en embættafjölgun. Mjer er spurn: Hver er munur fyrir útgjöld landsjóðs á starfa, sem er launaður af almannafje og em- bættum, sem eru Jaunuð úr sama sjóði? Og hvað eru embættismenn þjóðarinnar annað en starfsmenn henn- ar? Jeg sagði í grein minni, að á þess- um 2 þingum,sem fjármálastjórnin var í höndum „Sjálfst.“manna, uxu skuld- ir á landsbúinu um 2 miljónir. í svarinu til mín vill hann telja lesendum ísafoldar trú um, að þar hafi jeg farið með ósannindi, og til- færir útdrátt úr landsreikningunum fyrir 1909 því til sönnunar. Jeg get ekki betur sjeð, en að það, sem jeg sagði þar, standi alveg óhrakið. Meira að segja, að hann með orðum sín- um sanni, að jeg fari með rjett mál. Hann viðurkennir, að Björn Jónsson hafi tekið til láns fyrir landsins hönd i1/* milj. kr., og vilji hann nú bæta við þeirri upphæð, sem flokksmenn hans lögheimiluðu að taka til láns á seinna „sjálfstæðis“þinginu, þinginu 1911, þar sem þeir enn höfðu yfirtökin á fjármálunum, en það var að upp- hæð 500 þúsundir, þá mun sú upphæð, lögð saman við I !/a miljón, gera 2 miljónir. Eða hvað sýnist höíund- inum um það? Þlöf. þykist vera hróðugur yfir því, hvað gert var ráð fyrir litlum tekju- halla á fjárlögum þeim, sem Björn Jónsson lagði fyrir þingið 1911; vill með því sýna fjármálahygni foringj- ans og hvað fjárhagnum hefði verið vel borgið í höndum hans. 1 fyrsta lagi er það að athuga, að það er altaf auðgert, að útbúa glæsi- leg fjárlög á pappírinn, ekki síst þeg- ar sú aðferö er notuð, að færa suma tekjuliðina upp úr öllum hugsanleg- um og fyrirsjáanlegum möguleika. Og í öðru lagi skiftir það mestu, hvernig fjárlögin Iíta út, þegar þau eru búin að ganga í gegnuiu hreins- unareld beggja deildanna. En á það atriði hefur höfundurinn ekki viljað minnast, hefur af skiljanlegum ástæð- um ekki kært sig um að skýra frá því, að á þessu síðara „sjálfstæðis"- þingi, þar sem fjársparnaðarpostularnir voru í meiri hl., er skilið við fjár- lögin með meiri tekjuhalla en dæmi eru til áður, eða fullum 700 þús. kr. Máske höfundinum finnist að þeir með slíkum viðskilnaði hafi verið að uppfylla loforðið á stefnuskrá sinni, að styðja gætilega fjármálastjórn og auka ekki við skuldir á landsbúinu? Þegar fjárlögum miljónaþingsins, sem ísaf. kallaði, var hleypt af stokk- unum, sem gerðu ráð fyrir 500 þús. kr. tekjuhalla, ætluðu „Sjálfst."- menn alveg að ganga af göflunum, ákærðu Heimastjórnarmenn, sem þá voru í meiri hl., um gegndarlausa fjársóun, um alvarlegar tilraunir til að steypa landinu fjárhagslega á höf- uðið o. s. frv. En nú, þegar skilið er við fjárlögin með talsvert hærri tekjuhalla, fást blöð „Sjálfst."manna ekki um slíkt. Gildir þar sjáanlega gamli málshátturinn, að „sök bítur sekan". Hvað höf. hefur meint með um- ræddri grein, sem hann kallar svar til mín, er mjer lítt skiljanlegt, þar sem ekki í einu einasta atriði er hnekt með rökum því, semjegsagði í fyrra svari mínu til hans; lítur helst út fyrir að hann með slíku hafi hugs- að sjer að slá ofurlítið í kring um sig. Finni hann hvöt hjá sjer til að ávarpa mig í annað skifti á líkan hátt, mun jeg ekki svara honum. Jeg hef annað við tíma minn að gera en verja honum til að elta hugsana- villur hans og hártoganir. Vil aðendingu gefa honum heilræði. Jeg vil ráðleggja honum að hætta að ausa auri þá menn, sem eru á annari skoðun í stjórnmálum en hann. Nógir eru til samt í „SjáIfst."floknum, sem fást til að gegna þeim fjósaverkum. Hafi höf. nægan tíma til ritstarfa, er ráðlegra fyrir hannað verja honum til þess að semja ritsmíðar um málefni, sem snerta atvinnu okkar, landbún- aðinn, því þar er hann á rjettri hillu. Jeg er sannfærður um, að þær grein- ar yrðu fremur til að auka virðingu hans og álit, í stað þess að hinar rit- smíðar hans miða til að flztta hann því. E. G. ýíthuganir út af ferðum um Suðurlands- undirlendið. Yegirnir. Síðustu daga vetrarins, sem var að líða, hjell jeg fyrirlestra og fundi í nokkrum sveitum Rangárvalla- sýslu, en um sama leyti í fyrra í Árnessýslu. þá var klaka að leysa úr jörð, og umferð því eríið. Það er hörmu- legt, hve illfært er þá um vegina. Er síst að undra þótt sveita- og bæjarvegir, sem lítið hefur verið í borið — þeir eru víðast aðeins ruddir, sumstaðar plægðir í mó- lendið — vaðist upp og verði ó- færir um leysingartímann; en verst er að þjóðvegirnir og sýsluvegir, sem mikið hefur verið í lagt, skuli þó vera engu betri. Það er tilfinn- anlegt fyrir þessi hafnleysuhjeruð. Víða fram með vegunum sjásl brotn- ir vagnar eða vagnhjól, sem liðast hafa sundur í ófærðinni. Og koma hlýtur þetta við menn og skepnur, sem um veginn fara. Á þessu ræður járnbrautin bót, þegar liún kemur. Sanifiindahús. í flestum sveilunum eru nú sjer- stök fundahús eða þinghús, alt timburhús, sum jafnframt notuð fyrir skólahús. Víðast eru hús þessi nálægt miðri sveit eða sókn, enda ofl á kirkjustað. Þó ofn sje í fundahúsinu — þar sem það er notað sem skóli jafnframt — er kirkjan venjulega ofnlaus, og alstað- ar er fundahúsið minna og að öðru leyti óhagkvæmara samkomuhús fyrir marga menn en kirkjan. Fundirnir voru fleslir vel sóttir, og varla rúm fyrir alla, er mættu, í sumum fundahúsunum. Sæti skorli víða — nema á kirkjustöðunum; þar voru lánaðir lausabekkir úr kirkjunni. Alt of loftlítil voru húsin flest, þegar alskipuð voru. Verulegast, enda nýlegast, var hús Landhrepp- inga í Rangárv. — skamt frá hlið kirkjunnar að Skarði. í Árness. var funda- og skóla-hús Skeiða- hrepps að Húsatóftum einna mynd- arlegast af þeim, er jeg kom í. Fyrir eitthvað 26—7 árum hreyfði jeg því í blaði -— mig minnir í »FjalIk.« —hve frámunalega óskyn- anlegt það væri fyrir oss íslend- inga, sem verðum svo mjög að kaupa byggingarefni frá öðrum löndum, að sameina ekki samkomu- húsin sem mest: nota sama húsið fyrir kirkju, fundahús og skóla. Mágur minn, presturinn í Bjarna- nesi, liefur nú fyrstur manna komið þessu í framkvæmd, og fá Horn- firðingar heiður af (sbr. »N. Kbl.« 1912, 9. bl. o. v.). Ekki gat jeg á mjer setið, og mintist á þetta víðar þar, sem sam- an fór fundarstaður og kirkja. Jeg hjelt því fram, að nota mætti sama salinn til alls, alveg eins og við verðum að liafa sama líkamann í hvað sem við göngum, en hann (líkami vor) segir—aðmigminnir — einn af postulunum að sje »guðs musterk. í því musteri er ekki »lrje og steinn á milli og eng- inn samgangur«, eins og Þ. J. far- ast orð um Bjarnanesskirkju. Þar er kirkjan óþarflega dýr fyrir þann aðskilnað. Næsti söfnuður, er not- hœfa kirkju byggir, ætti að hlaupa yfir það millispor. Væri ekki skynsamlegra að verja því fje, sem í sjerstöku fundahúsin fer, til að búa sameiginlega sam- komuhúsið (kirkju, skóla og alls- konar fundahús) út með hitunar- meðulum og færiþili, til að minka rúmið, ef um smáskólahald er að gera, svo húsið geti verið vistlegt til hvers konar nota allatímaárs? Nú eru ílestar kirkjur til sveita og funda- hús ofnlaus og ekki í þeim sitjandi á vetrum, ef kalt er, eða þegar húss og hlýinda sjerstaldega þarf. Húsin standa auð og ónotuð meðfram af því, að lífshætta er að silja í þeim. Roskinn bóndi, sem á mörg upp- komin, vel upp alin börn, sagði að ekki kynni hann við, að farið væri að leika sjer í sama salnum, sem notaður væri til guðsþjónuslu, sama sem að dansa í kirkjunni. Jeg spurði hann, hvort ekki hefðu verið lesnir húslestrar í baðstofunni hjá honum á uppvaxtarárum barna hans? — Jú —. Kom það ekki fyrir, að börnin ljeku sjer í baðstof- unni? — Jú. Notaðir þú þá ekki leikhús barna þinna fyrir guðs- þjónustuhús? Því gat gamli mað- urinn ekki á móti borið; en það var svo venjulegt, að hvorki hann nje aðrir höfðu veitt því eptirtektl Og cnginn getur móti því borið, að »lielgasta guðs musterið« á jarð- ríki, likama mannsins, verði að nota hið sama til guðsþjónustu, leika og annara athafna. Hvað er þá vandara um húsið? Þegar jeg var í Noregi, var strang- trúarhreyfing mikil þar í Iandi, og fengu»prjedikarar« og »bænamenn« þá oft skólasalinn á Stend til sain- koma sinna og guðsþjónustu, og har ekki á öðru en að þeir gætu fylli- lega notið sín þar og hrifið áheyr- endurna, þótt salur þessi væri ann- ars notaður til kenslu og búnað- arfyrirlestra, til að dansa í og við- hafa allskonar gáska, svo sem títt er, þar sem um 50—60 ungra manna er saman komið á einu lieimili. Þar var oft »glatl á Hjalla« hvers- dagslega. En salinn saurgaði það ekki. Og sama er með kirkjurnar — eins og bekkina, sem hjá þeim eru lánaðir í fundahúsin, þegar með þarf. Nú er víða að glæðast fjelagslíf í sveitunum, og fylgja þeirri glæð-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.