Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.06.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 26.06.1912, Blaðsíða 3
LOGRJETT A 12U i ing tíðari fundir, einkum meðal æskumanna. Er líklegt að það sje eitt hið besta meðal við kaupstaða- aðsókninni úr sveitunum. í sum- um sveitum er nú, auk sveitar- fjelagsinsog safnaðarfjelagsins, bún- aðarfjelag, nautgripafjelag, lestrar- fjelag, bindindisíjelag, ungmenna- fjelag, söngfjelag o. fl. Leggi þessi fjelög öll saman krafta sína lil að byggja eitt myndarlegt hús, og skift- , ist á um notkun þess, og sje svo kent börnum í því að auki —mundi þá ekki auðveldara að fá það vel vandað og nothæft, heldur en ef farið væri að kröngla upp af van- j efnum 2—4 kofum, sínum til hverr- ar notkunar? En þelta á sjer víða stað, og því eru búsin flest ónóg í alla staði, verða ekki vönduð eins og þarf, og ónýtast því brált, eða eru í fyrstu of lítil, og þarf að stækka þau innan skamms o.s.frv. Sumstaðar bafa fundahús og kirkjur verið bygð fjarri bæjum, en það ætti alls ekki að gera, ef annars er nokkur kostur. Slík hús ættu ekki að standa fjær bæ en utan við túnið. Vatn til drykkjar þarf einnig nærri að vera. Komi ófært veður meðan á messu eða fundi stendur, eða veikist maður snögglega o. fl., er samkomufólkið illa statt, ef engin bygð er nærri. Einstæð samkomubús fjarri bæjum verða ætíð illa sótt. Sú er reynslan. Ókunn vatnadýr. Allir kannast við vatnaskrímsla- sögurnar, sem svo margar eru til í þjóðsögum vorum. Flestir álíta þær tilbúning einn og heimsku; og þó eru þær að vekjast upp æ á ný. Einkum segir oft af kynjadýrum, sem bregða fyrir í jökulvötnum Suðurlands-undirlendisins, og eru ekki allir hjátrúarfullir glópaldar, sem þykjast hafa sjeð skepnurþess- ar. Nú i Rangárvallasýsluferð minni átti við mig ítarlegt tal um þetta einn af mest metnu og greindustu bændum sinnar sveitar við Þverá, stiltur maður og öfgalaus. Taldi hann engum vafa undirorpið, að þar ættu sjer stað vatnadýr, er menn þar ekki þektu, og helsti dýrafræðingur landsins (B. S.)ekki gæti, eftir lýsingunni, gert sjer neina sennilega grein fyrir, livers kyns væru. Maðurinn kvað dýr þessi mjög sjaldan sjást nema í mestu valna- vöxtum (»þegar flug er í ánni«) og þá venjulega í miðjum straumi. Þau sæust þá belst frá bæ einum, er hann nefndi, þar sem vel sjest til árinnar. Oftast sæist ekki nema á bakið: skjaldmyndað, kúpt og gljáandi, en stöku sinnum skyti þau upp trjónum eða öngum, eins og höfði og sporði. Eitt sinn, fyrir nokkrum árum, hafði eitt slíkt dýr hafst við nokkra daga á eyrarodda neðarlega í Þverá, gegnt bæ einum þar. Róndinn þar (sem enn býr í Landeyjum) fór loks að útvega skyttu til að vinna dýrið, en er til skyldi taka, var það horfið og kom þar eigi síðan. Eitt sinn kom sögumaður við annan mann með viðarlest neðan úr Landeyjum að Þverá hjá Hemlu. Var vöxtur í ánni og þótli eigi fært að reka klyfjaða hesta í hana. Tóku þá ferðainennirnir að lengsla viðardrögurnar saman í Ilota við vaðið. Sjá þeir þá gljábak koma upp í aðalstrengnum, er láþarvið landið, litlu neðar en þeir voru. Lá dýrið kyrt um stund, en ljet sig svo síga hægt niður. En að vörmu spori kemur hið gljáandi bak aftur í ljós ofar i strengnum, alveg á móts við mennina, svo sem 2—3 faðma frá þeirn, heldur sjer þar við um stund, og hverfur síð- an eins og fyr. Enga limu sáu þeir, enda er áin í vöxtum svo þyklunoruð af sandflugi, að líkari er graut en vatni. Dýr þessi kvað hann aldrei sjást mörg samtímis, 2—3 í mesta lagi. Kúpan þelta á 3. fet að þvennáli, en öll lengd, þá er liöfuð og liali kæmi í ljós, um 4—5 fet. Hugmynd sögumanns er, að hjer sje um síðustu leifar að öðru leyli útdauðra vatnadýra að ræða; muni dýr þessi geta falið höfuð og sund- færi undir skildinum, lifi á botni djúpra hylja í jökullituðu vatni, en neyðist til að leyta yfirborðsins — þegar vatnið er gjörspiltast af sand- llugi. En dýrið, sem lá á eyrinni, muni hafa verið sjúkt, og eins önn- ur, er menn þykjast hafa sjeð á eyrum uppi liggja, svo sem i Hvítá fyrir nokkrum árum. Maður þessi hefur nú gert sam- band við aðra, er nær búa Þverá, um, að gera tilraun til að veiða einn þessara gljábaka, ef færi gæf- ist. Hyggur hann, að skrímsla- trúin hafi meðfram valdið því, að dýrin sjeu enn ókunn. B. B. frá Vestur-jsleaðingura. Lögr. tekur hjer upp kafla úr grein, sem stendur í Heimskr. 25. aprll í vor, eftir Kr. Ásg. Benediktsson, er ræðir um samband milli íslendinga austan hafs og vestan og heimflutn- ing manna þaðan, sem án efa væri æskilegur og gæti leitt gott af sjer, eins og höf ætlar. Hann segir: „—Mjer er kunnugt, að það hefut komið til tals í fullri alvöru, að fleiri en einn eða tveir Vestmenn verðu peningum í jarðabætur á Islandi. Til- gangurinn er.'að fara heim með góða hjerlenda þekkingu, nútíðar-verkfæri, og talsvert fje, og reyna til þrautar framleiðslu jarðvegsins á íslandi. Þeir ætla að undirbúa jarðveginn eltir nýj- ustu verklegri þekkingu með fljótustu og bestu akuryrkjuverkfærum, bæði til almennrar grasframleiðslu og gras- sáninga. Ennfremur fyrir allar teg- undir af garðávöxtum, sem staðhætt- ir á íslandi leyfa. — Einnig ætla þeir að prófa kynbætur á sauðfjenaði, kúm, hestum, alifuglum o. m. fl., og fram- leiðslu mjólkur, smjörs og osta. Lífsspursmál íslands er, að land- búnaðurinn nái eins háu stigi og landið getur til látið. Hversu mikill og góður sem sjávaraflinn er og verð- ur, þá er landbúnaðurinn þungamiðja þjóðarlífs og framfara. Jeg hef líka talað við gamlan og reyndan fiskikaupmann, sem komið hefur til hugar, að fara heim til ís- lands og setja á stað þar botnvörpu- skipaveiði í stórum stíl. — Auðvitað stunda landsmenn fiskifang af dugn- aði með botnvörpuskipum sínum. En stór hagur ætti það samt að vera landinu, ef stórfjelag ræki fiskiveið- ar, sem búsett væri í landinu og gildi atvinnulaun og allar tegundir útgjalda. Ekki væri það ómögulegt, ef þessi maður fer á stað, að hann stofnsetti skipakvíar á íslandi, og bygði skip og gerði við, og væri það nýr atvinnuvegur í landinu, því alt yrði það í nýjustu sniðum og útbúnaði. Þótt jeg hafi aðeins minst á menn, sem gjarnan vilja verja tíma, þekk- ing sinni og peningum í þessar tvær aðal-atvinnugreinar landsins, þá eru óefað ýmsir fleiri Vestur-íslendingar, sem væru fúsir að prófa aðrar at- vinnugreinar, — í rafmagnsiðnaði og námafyrirtækjum ásamt fleiru. En eins og nú standa sakir, hafa þeir undir högg að sækja með góðvilja sinn og þekkingu. Heimaþjóðin sýnir þeim engan áhuga eða vildarkjör. Sumir eru jafnvel hræddir um, að þjóðin muni frekar amast við tilraunum þeirra; tortryggja þá og veita þung- ar búsifjar. Væri þjóðinni nokkuð ant um að fá fje og þekkingu hjeð- an vestan heim til sín, ætti hún að sýna það með því að veita þessum mönnum vilkjör. Ekki getur ísland kosið sjer betri innflytjendur en ís- lendinga úr Ameríku. Þeir eiga mál- ið, þekkja land og lög, hafa þekk- ingu og peninga, og sjálfsagt eins mikla föðurlandsást og heimabúar. Það væri eflaust happadrjúgt, og ætti að vera svo, að Vestmenn fengju landsjóðsjarðir fyrir litla eða enga leigu eða sanngjörn kaup á þeim. í fyrra tilfellinu yrðu þeir auðvitað að skuldbinda sig til meiri og minni jarðabóta á jörðinni. Það tímabil yrði að vera svo langt, að full sönn- un fengist fyrir því gróðurmagni, scm í jörðinni lægi. Þeir ættu líka að Sýning á hannyrðum og uppdráttum verður haldin í Landakotsskóla, 27. og 28. júní, frá kl. 12 á hádegi til kl. 7 síðdegis. vera tollfríir, að minsta kosti á öllum þeim verkfærum, sem unnið yrði með við tilraunirnar. Þeir ættu líka að fá atkvæðisrjett eftir eins árs búsetu, og kjörgengi til fulltrúastöðu eftir þriggja ára heimilisfestu í landinu. Mörg fleiri þægindi mætti veita þeim, sem ekki skaðaði heimaþjóðina neitt. Þjóðin gæti lært af þeim svo mikið og þarflegt, að hún hefur líklega litla hugmynd um það, undir núverandi fargi. Hún hlyti líka að græða til- trú og lánstraust hjá öðrum þjóðum um leið og þeir flyttu heim þekkingu og peninga. Ef dugnaðarbændur flyttu hjeðan til íslandsundir svona löguðum ástæð- um, þó að ekki væru nema tveir í hverja sýslu á landinu, þá mundi innan farra ára sjást stórmiklar breyt- ingar til bóta. Það er ennfremur óyggjandi, að sú hreyfing styrkti þjóðernissambandið inn á við og út í frá meira en nokkuð annað. Það er líka eina skynsamlega vonin um, að íslenskt þjóðerni eigi eftir fagra og langa framtíð og auki sjer veg og sögu austan og vestan hafs". — Háskólinn. Embættisprófi í guðfræði luku 19. þ. mán. þessir kandidatar: Ásmundur Guðmundsson (frá Reyk- holti) með fyrstu einkunn (93 st.) Tryggvi Þórhallsson (biskups) með fyrstu einkunn (95 st.). Vigfús Ingvar Sigurðsson (frá Kols- holti) með annari einkunn (72 st.). Verkefni í skriflega prófinu voru þessi: I. Skýring Nýja testamentisins: Rómv. IV, 1 —12. II. Trúfræði: Eftir að hafa lýst opinberunarstarfsemi Jesú í aðalatrið- unum, skal gerð grein þýðingar henn- ar fyrir endurlausn mannanna. III. Siðfræði: Sannsöglisskylda kristins manns. IV. Kirkjusaga: Saga rómversku kirkjunnar á 19. öld. V. Prjedikunartextar: Matth. 5, 43—48 (Á. G.), Lúk. 19, 1—10 (Tr. Þ ), Matt 2$, 14—30 (V. I. G.). Til ágætiseinkunnar þarf 97V3 st. Skipaður prófdómari var dóm- kirkjuprestur Bjarni Jónsson. Embættispróf í læknisfræði tóku: Árni Árnason með I. einkunn (205V3 st.), Björn Jósefsson með II. betri eink. (119V3 st.). Konráð Konráðsson með I. eink. (163 st.). Verkefni þeirra í skriflegu prófi voru þessi: 1. í lyfiæknisfræði: Lýsing á einkenninu gulu og verkunum þess á líkamann; orsakir og myndun ein- kennisins, þýðing þess fyrir „día- gnose" sjúkdóma. Almenn læknis- meðferð gulu. 2. í handlæknisfræði: Áverkar á höfði valda stundum sjúkdómum innan í hauskúpunni. Hverjir eru þeir, hver eru einkenni þeirra, að- greining og meðferðf 3. í rjettarlæknisfræði: Lýsið rjettarlæknisfræðislegri blóðrannsókn og skýrið frá hvernig farið er að ákveða blóðtegundir. Til ágætiseinkunnar þarf 217VÍ st. — fyrstu einkunnar — 157V2 -- — annarar betrieink.— 97Va -- — — lakari — — 75 Miðpróf tóku: Bjarni Snæbjörns- son, Guðm. Ásmundsson, Halldór Kristinsson, Jón Kristjánsson, Jónas Jónasson. Embættisprófi í lögfræði luku þessir kandídatar: Björn Pálsson með II. betri ein- kunn (61 st.). Böðvar Jónsson með I. eink. (75 st.). Jón Sigtryggsson með I. eink. (67 st.). Ólafur L árusson með I. eink. (77 st.). Verkefni við skriflega prófið voru: 1. Borgararjettur: Skýring á 26. selur ódýrast Vefnadarvörur, Pappír og Ritföng, Mdlningavörur, Leður og Skinn, Skóflur og þaksaum. Vanðaðar vörur. Gðýrar vörur. gr. laga nr. 3 12. jan. igooumfjár- mál hjóna og samanburður á um- ráðarjetti konu yfir sjálfsaflafje og umráðarjetti bónda yfir fjelagsbúi. 2. Borgararjettur: Hverju máli skiftir tilvera aðalskuldar um gildi ábyrgðar? Refsirjettur: Skýring á 42. gr. hegningarlaganna. Rjettarfar: Skýring á meginregl- um um sönnunarbyrði aðilja í einka- málum. Ríkisrjettur: Hvað liggur í því, að alþingiskjósandi á að hafa „óflekk- að mannorð" samkv. 6. gr. stj.skpl. 3. okt. 1903. Til ágætiseinkunnar þarf 83 stig, — 1. einkunnar — 67 — — II. betri eink. — 57 — — II. lakari — — 35 — Eftirmœli. Dáin er á Akureyri n. þ. mán. hús- frú Snjólaug Guðrún Þorvaldsdóttir, kona Sigurjóns Jóhannessonar óðalsbónda frá Laxamýri. Hún var fædd 3. febrúar 1839, dóttir Þorvalds bónda á Sökku í Svarfaðardal (d. 12. febr. 1880) Gunn- laugssonar bónda á Hellu (d. 25. mars 1831) Þorvaldssonar, Sigurðssonar, Jóns- sonar, Olafssonar, Jónssonar, og Snjó- laugar (d. 13. des. 1890) Baldvinsdóttur prests á Upsum (d 1859) Þorsteiusson- ar; var Baldvin prestur bróðir Hallgríms prests, föður Jónasar skálds. —Þau Snjó- laug og Sigurjón giftust 28. júlí 1862, og bjuggu þau hinu mesta rausnarbúi á Laxamýri í full 40 ár, en 1905 brugðu þau búi og fluttu til Akureyrar. Sigur- jón var orðlagður búmaður og mun óvíða á landi hjer hafa verið slíkur fyrirmynd- arbúskapur og á Laxamýri, enda fór hvorttveggja saman ágætir landskostir og dugnaður og hyggindi hjónanna. Var Snjólaug manni sínum mjög samhent í hvívetna, enda unni Sigurjón henni mjög, og þóttu engin ráð ráðin nema hennar nyti við. Hún var prýðisvel gefin og góðgerðarsöm, ástrík eiginkona og um- hyggjusöm móðir. Mun ellin verða hin- um gamla öldung, er nú skortir einn vetur á áttrætt, löng, þá hann er sviftur því, er hann unni mest, eftir 50 ára sam- búð. Börn áttu þau 13 og eru 7 þeirra á lífi: Jóhannes og Egill, er nú búa á Laxamýri, Lúðvík kaupmaður á Akur- eyri, Jóhann rithöfundur í Khöfn, Lfney kona Arna prófasts á Sauðarkrók Björns- sonar, Snjólaug kona Sigurðar Björns- sonar kaupinanns í Reykjavík og Soffía ógefin heima hjá föður sínum. — Þau hjón ólu upp tvö fósturbörn og gengu í foreldra stað: Magnús, er fór til Ameríku, og Þórdísi Jónsdóttur, bróðurdóttir henn- ar, nú Ijósmóðir í Rvík. J. Mannalát. 2. þ. m. andaðist í Khöfn bankastjóri við Nationalbank- ann R. Tvermoes, liðlega áttræður að aldri; hafði verið bankastjóri um 20 ár. Nýdáinn er og prófessor O. J. Rohmell, yfirlæknir á St. Hans Hospitali, 67 ára. 28. f. m. dó í Khöfn læknirinn prófessor Julius Petersen, 71 árs. Auður og auðkýfingar. Fjárupphæð sú, sem gengur manna milli á Englandi í gullmyntum — í heil- um og hálfum sterlings pundum — er eftir opinberum skýrslum talin að vera 113 miljónir sterlings-punda, (st.-pd. er 18 kr. 20 au). Auðvitað er það ekki nema nokkur hluti af auðlegð þessarar mestu ríkisþjóðar Norðurálfunnar. Það kemur ekki til mála, að jafnmikil auðæfi, í reiðu- peningum, hafi nokkurn tíma verið sam- an komin í hinum fornu sagnalegu gull- húsum Persakonunga í Babýlon og Perse- polis, eða í fjehirslum Faraónanna á Egyptalandi, eins og nú er í bönkum og peningaskápum Stórabretlands. En sá er hinn mikli munur, hvað allur þessi nútíðar-auður er arðsamur og frjófgandi og gagnlegur í framförum og fyrirtækj- um móts við auðæfi hinna barbarisku fortíðar-konunga. I ritgerð einni í „Strand Magasín" eru sex menn taldir ríkastir í heimi: Rockefeller, Pierpont Morgan, Astor, Lord Strathcona, Andrew Carne- gie og Lord Rothschild. Þeirra auður í föstu og lausu metinn 1000 miljónir sterl.- punda (um 20 þúsundir railj. króna), og er ætlast á, hvað auðkýfingar þessir mundu orka, ef þeir slægju sjer saman. Fyrst mundu þeir geta borgað allar rlk- isskuldir Stórabretlands og Irlands, sem eru 750 milj. st.punda, og samt hafa nóg eftir til að kaupa fyrir þjóðsöfnin ensku og allan enska flotann fyrir 200 milj. pd. sterl., og með því að herskipa- stóll nú á dögum er aðallega peninga- spursmál, þá gætu þeir fyrir 500 milj. pund st. fengið sjer ennþá miklu öflugri herflota og ögrað öllum heiminum, ef þeim svo líkaði. ‘ Væri sá gállinn á milj- ónamæringum þessum, að gera gott af sjer, þá þyrftu þeir ekki annað en kaupa upp allar fasteignir Stórbretalands og gefa leigjendum upp afgjöld og leigur all- ar. En ekki mundi það vera meira en fjöður af fati fyrir þá, því að verð allra fasteigna á Stórabretlandi er ekki meira en 220 milj. pd. st. og öll húsin í Lon- don 44 milj. pd st. Meira að segja, ef þeim yrði hugur á að fá sjer kongsríki, til að búa þar að sínu og hafa rúmt um sig á sömu torfunni, þá þyrftu þeir ekki annað en kaupa kongsrfkið gamla, Skot- land, sem metið er 930 milj. pd. st. Þeir gætu keypt upp allan kolaforða Stóra- bretlands, sem nemur árlega í söluverði 123 milj. st. pd., um 8 ár, og pínt svo allan heiminn með kolasveltu, ef þeir vildu hafa sig til þess. þeir gætu eins og að drekka borgað gjörvalla tolla, skatta og símagjöld bretska ríkisins eins og þau leggja sig, 150 milj. pd. st. á ári. Leiðrjetting. I greininni: „Yfirlit og samanburður. Stjórnmáladeilurnar und- anfarið", sem kom út í Lögrjettu 1. janúar síðastl., hafa orðið, í tveimur stöðum, prent- villur. Sú fyrri er neðarlega f öðrum dálki: „efla þjóðina", en á að vera: efla þjóð- ræðið; hin er nokkrum Ifnum neðar: „juku útgjöld landsjóðs um 3 miljónir og 30—40 þúsund kr.“, en á að vera: sem juku út- gjöld landsjóðs um fullar 30 þúsund kr. E. G. Þessa leiðrjettingu sendi hr. E. G. Lögr. undir eins og hann hafði lesið greinina, en hún hefur gleymt að birta þetta þar til nú og biður hinn heiðraða höf. velvirðing- ar á þeirri gleymsku. Ritstj.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.