Lögrétta

Issue

Lögrétta - 10.07.1912, Page 4

Lögrétta - 10.07.1912, Page 4
138 LÖGRJETTA Frá því að Wellmann reyndi að fljága yfir Atlantshafið, sem mis- tókst, eins og menn muna, hefur Austurríkismaðurinn Bruckner með mikl- um áhuga búið sig undir að fara þá för. Loftskip er bygt til hennar, sem lveitir „Suchard" og hefur það verið í tilraunasiglingum nú um tíma í Jo- hannisthal nálægt Berlin. En ætlunin er, að leggja á stað í vesturförina frá eynni Teneriffa vestan við Afríkustrendur áður langt um líður. Þetta loftskip á að fara fast niður við hafflöt og á stöðugt að hrísla vatni yfir gasbelginn til þess að vinna þar á móti áhrifum sólargeislanna. Loftskipið hefur tvær skrúfur með iio hesta afli. Hjer á myndinni sjest farþegabát- urinn og tekur hann 5 menn. Hann er svo útbúinn, að hann getur verið vjelarbátur á vatni og á þannig að geta haldið áfram ferðinni, þótt loftsiglingatækin bili. Til kynning. Að þar lil gefnu lilefni er það alvárlega brýnt fyrir ölhnn hlntaðeigendum, jgfnt hjúum sem ln'isbændum, að öll ógreidd gjöld lil bæjarsjóðs svo sem: Aukaútsvör, lóðargjöld, vatnsskattur, innlagningarkostnaður, sótaragjöld, barnaskólagjöld, erfðafestugjöld o. s. frv. verða eftir lögákveðinn tíma frá gjalddaga telcin !<»«>- tsxlii fx kostnað gjaldanda, án sjerstakrar til- kynningar til hvers. Gjalddagi hvers gjalds um sig er tiltekinn á gjalda- seðlunum. Bæjargjaldkerinn. Mildar birgðir af allskonar TIM B RI hefur h|f Timbur- og kolaversl. „Reykjavík11. Með því að /jelagid hefur gjört samning við norskl gufuskipafjelag, sem sendir skip til Spánar og Miðjarð- arhafsins, geta menn nú sent jisk i pökkum með „Floru“ frá íslandi með einu og sama hlidsluskirteini alla leið lil Miðjarðarhafs-hafnanna. Nánari upplgsingar veitir Nic. Bjarnason. Biðjið um legundimar „Sóley’ „Ingóífur” Mchia”cóq Jísafold' Smjðrlihið fœ$Y einungi$ fra : Offo Monsted h/f. Kaupmnnnohöfn ogRrósum i Danmörku. Sirius Consum Súkkulaði ei* áreidanlega nr. X. Gfœtið yðar fyrir eftirlíkingum. Brjej frá sveitamanni. Góði vinl —Jeg lofaði þjer um dag- inn, þegar jeg var staddur í Reykja- vík, að jeg skyldi skrifa þjer fáeinar línur, þegar jeg kæmi heim til mín, um það, hvernig mjer hefði nú litist á höfuðstaðinn ykkar. Og áður en endurminningarnar dofna og eyðast ætla jeg nú að stinga niður penna. Það fyrsta, sem mjer þótti ein- kennilegt, þegar þangað kom, var tungumálið, sem talað var. Báturinn, sem jeg fór á í land úr skipinu, lenti við bæjarbryggjuna. Þar kom til mín unglingur, vjeksjer að mjer hvatskeytislega, og án þess að heilsa mjer spurði hann mig, hvar jeg ætlaði að „búa“. Jeg svaraði honum ofur-rólega, að mjer hefði ekki komið til hugar að byrja búskap í Reykjavík, og ætlaði mjer að hokra áfram á jarðarskikan- um mínum. Hann varð einhvernveginn undir- furðulegur á svipinn, þegar hann heyrði þetta, — rjett eins og honum kæmi það afarilla, eða það væru einhver vonbrigði fyrir hann. Því næst spurði hann mig, hvort hann ætti ekki að „transportera vað- sekkinn minn og pakkanellikkurnar þangað, sem jeg altso ætlaði að sofa“. „Hvað áttu við, piltur minn?" spurði jeg hægt og gætilega. „Jeg sagði altso, að jeg skyldi transportera kollíin yðar þangað, sem þjer búið. Jeg get lánað hjólatík hjerna í bíslaginu hjá honum Jóni altso". Mjer fór ekki að verða um sel. „Hjólatík í bíslaginu", átjegeftir. „Já“, sagði hann, „það er altso altaf hægt að fá þar hjólatík, en ekki samt gratís". „Hafið þið tíkur til áburðar hjer í höfuðstaðnum"? spurði jeg steinhissa. Nú var það hann, sem ekki skildi j mig. „Tíkur til áburðar —, áburðar á hvað?“ „Jeg meinti það ekki. Jeg meinti, hvort þið flyttuð farangur manna á tíkum hjerna í bænum". „Bevares! Já, altso á hjólatíkum, eins og jeg er búinn að segja. Og nú fer jeg og nappa mjer eina til að transportera góssið yðar". Svo hljóp hann á stað. Jeg starði á eftir honum og var að velta því fyrir mjer, hvort mig væri að dreyma einhvern skringileg- an draum, eða hvort þetta væri í raun og veru málfæri þeirra Reyk- víkinga. En alt í einu varð mjer litið við og sá jeg þá koma tiplandi niður götuna tvær manneskjumyndir, sem jeg þóttist vita, að vera mundu ung- ar Reykjavíkurdömur, þó ekki væri hægt, eftir útlitinu að dæma, að segja, hvort þær væru ekki fremur frá Kína eða Suður-Afríku heldur en íslenskar. Báðar voru þær berar nið- ; ur á brjóst að framan, herðablöð að j aftan og upp undir olnboga. Á höfðinu báru þær strákörfu á hvolfi, svipaða skyrdaili í laginu, og var raðað utan á hana, á barma, botn og hliðar, fuglafjöðrum, vængjum, blómstrum og marglitum böndum,— alveg eins og maður sjei á myndun- um af villimönnunum í Afríku, í ferða- bókinni hans Stanley’s. Það vantaði ekki annað en koparhring í nefið á þeim til þess að líkingin væri full- komin. Pilsin þeirra voru svo þröng að neðan, að göngulagið varð svip- aðast því, sem tíðkast hjá tömdum gæsum. Fölleitar voru þær í fram- an og þreytulegar, augun sljó og limaburðurinn daufgerður og letilegur. „A rjóðum kinnum rósir fölna í Reykjavíkur nætur-blæ“, segir skáldið. Þær voru að hjala hver við aðra, blessaðar dúfurnar, en ekki var það mitt meðfæri að komast að efninu í samræðunni, og heyrði jeg þó hvert orð, sem þær sögðu. En orðfærið var svo skringilegur grautur úr ýms- um tungumálum, meira og minnaaf- bökuðum, að jeg gafst upp við að reyna að ráða nokkuð í, hvað það var, sem þær voru að masa um. Nú heyrði jeg skrölt mikið og undirgang og sá þá hvar hinn nýi kunningi minn kom, dragandi „hjóla- tíkina" svonefndu, og var nú tölu- verður asi á honum. „Nú get je altso transporterað heila mojeð þangað, sem þjer ætlið að búa", byrjaði hann. „Hvar var það nú aftur, sem þjer ætlið að búa?" „Jeg er nú ókunnugar gistihúsun- um hjerna" svaraði jeg. „Javel", svaraði hann og setti upp spekingssvip, „Við köllum nú hótell- in bara hótell. Á Hótel ísland fær maður kost og lóssí, en ekkert sprútt, en á hótel Reykjavík fær maður bæði kost og lóssí og hvað sem maður vill af sprútti, en ekki gratís náttúrlígvís. Sumir lóssera á Sig- ríðarstöðum, sumir í Kastalanum og á gömlu Reykjavík . . . .". ' „Hættu nú að lesa", sagði jeg. „Fylgdu mjer til einhvers góðs gisti- húss. Annað heimta jeg ekki". Jeg ætla nú ekki að orðlengja þetta meira, en aðeins bæta því við, að þegar á gistihúsið kom, var ekki gisting þar fáanleg. Drósin, sem mætti mjer, sagðist ekki „standa á pinna fyrir donsum o’n úr sveit á kúskinnsskóm, og — — —"• Þegar hjer var komið ræðunni, skautst hálffullur „hvítbrystingur" slagandi aftan að henni, tók utanum hana og hlemmdi kossi á ber herða- blöð hennar, svo small í. Hún sner- ist á hæli brosandi út undir eyru, og sparkaði um leið í hurðina með fætinum, svo hún skall aftur rjett við nefið á mjer. Það var nú einmitt í þessum Svif- unum, sem þú, af tilviijun, komst gangandi eftir strætinu, hittir mig og varst svo gestrisinn að taka mig heim til þín og hýsa mig meðan jeg var í Vík. Blesi. 2-3 herbergja ibnð, ásamt eldhúsi og aðgang að þvotta- húsi, óskast 1. október, sem næst miðbænum. Upplýsingar í Bankastr. 6. s&unéur í „€&ram“ verður haldinn í Goodtemplara- húsinu næstk. laugardag (13. júlí) kl. 872 e. h. Iiandsbókavöröur Jóii Jakobsson talar. Afhygli karlmanaanna leiðist að því, að við sendum til allra 3V4 mtr. 135 cmtr. breitt, svart, dökkblátt og grádröfnótt nýtýsku fínullarefni í falleg og sterk föt fyrir aðeins 14 kr. 50 au. Fataefnið send- ist burðargjaldsfrítt með eftirkröfu, og má skila því aftur, ef það er ekki að óskum. Thybo Mölles Klædefabrik, Köbenhavn. TvÖ herbergi fyrir einhleypa (með eða án húsgagna) eru til leigu nú þegar í Bergstaðastræti 3. H|f Völurjdur selur ódýrust húsgögn og hefur venjulega fyrirliggjandi: Kommóður, Borð, Buffet, Servanta, Fataskápa, Rúmstæði, Bókahillur lit- aðar, Bókaskápa úr cik og mahogni, Ferðakoffort, Eldhúströppur, sem breyta má í stól, Skrifborð með skúffum og skápum, Búrskápa o. fl. Ofangreindir munir fást ósamsettir, ef óskað er. Allskonar önnur húsgögn eru smíð- úð úr öllum algengum viðartegund- um, eftir pöntum. Ennfremur eru til fyrirliggjandi: Hni’ðir, mjög vandaðar, kvistlakkað- ar og grunnmálaðar ef óskað er, stærð: 30 X i°úr i1/*, kontrakílkdar 3'Y'Xi'Y- 1V’ - 3yXi°4"— 1 Vs 3°5"Xi°5"— i1/’ 3°6"X i°6"— i‘/= — 3°8"X i°8"— i‘/» — Útidyrahurðir: 3o 4"X2° úr 2" með kflstöðmn 3° 6"X2° — 2" — 3° 8"X2°— 2" — — 3°I2"X2°— 2" — — Okahurðir, venjulegar. Talsvert af hurðum af ýmsum öðr- um stærðum en að ófan eru greindar eru einnig til fyrirliggjandi. Sömu- leiðis eru ávalt til: Gerikti, Gólflistar, Loftlistar, Kílstöð og ýmsar aðrar teg. af listum. Allskonar karmaefni. Rúmfætur, Rúmstólpar, Borðfætur, Kommóðufætur, Stigastólpar, Pilárar ýmiskonar. Margskonar rennismíðar eru til fyrir hendi og allskonar pantanir í þeirri grein fást fljótt og vel af hendi leystar. Komið og skoðið það, sem er fyrirliggjandi í verk- smiðju fjelagsins við Klappapstíg. Cocolith, sem er best innanhúss í stað panels og þolir vatn og eld, útvegar með verksmiðjuverði að viðbættu flutningsgjaldi G. E. J. Guðmundsson bryggiusm. í Reykjavík. Aðalumboðsmaður fyrir sölu á Cocolith til íslands Innilegasta hjartans þakklæti votta jeg öll- um þeim, er hluttekningu sýndu mjer við frá- fall mannsins míns, Ásgríms Magnússonar, og heiðruðu jarðarför hans með návist sinni. Reykjavík 8. júli 1912. Hólmfríður Þorláksdóttir. Oddur Gíslason yfirrjettarmálaflutningsmaður, Lanfásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5. kpingar]ÉiBii fæst: Táinn kaðnll (verk). Fljettingur (í sila o. íl). Eikarhagldir. Orf og hríflisköft. I. júlí 1912. 8. P. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthusstræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsimi 16. sem skulda fyrir blaðíð, einkum þeir, sem skulda fyrir fleiri árganga, eru á- mintir um að borga. Inn- heimtumaður er Arinbj. Svein- bjarnarson bókbindari, Lauga- veg 41, Reykjavík. Auglgsingum í „Lög- rjettu“ tekur ritstjóriim við eða prentsmiðjan.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.