Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.07.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 17.07.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. LauKaveK 41. Talsimi 74. Ritstjorl: fORSTEINN 6ÍSLAS0N Pingholtsstrœti 17, Talsími 178. M 30. Reykjavík 17. jiílí 1013. VII. rtrií. r Olympíuleikarnir í Stokkhólmi. Myndin hjer sýnir mönnum inn á Ieiksviðið mikla í Stokkhólmi 6. þ. m., er hið alþjóðlega aðalkappleikamót hófst þar, eins og frá er skýrt í grein á öðrum stað í blaðinu af fregnrita Lögr. þar. í þetta sinn fer þar aðeins fram hátíðleg vígsluathöfn. Allir þátttakendur í kapp- leikjunum áttu að koma þarna fram, hver þjóð út af fyrir sig, sýna sig og heilsa, áður en aðal- íþróttasýningarnar byrjuðu. En þótt íslenski flokkurinn kæmi þarna ekki fram, eins og fregn- riti Lögr. segir frá, þá eru þó komnar fregnir um það, að þeir, sem hjeðan fóru, hafa tekið þátt í íþróttunum. ísaf. segir á laugardaginn var, eftir símskeyti, að meðal g glímumanna í grískrómverskri glímu, sem eftir stóðu af 50, hafi Sigurjón Pjetursson verið einn. I. O. O. F. 932079. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io'/» —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—21/* og 5*/«—7. Landsbankinn 10"/2—a'/a. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag k'. 12—3 og 5—8 Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted, Y'ílrrjettarmálafœrslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. U —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Hentug íbúðar- og versl- unarhús eru til sölu með sjerlega góðum kjörum: í Hafnarfirdi, - Kefiavík, - Ólafsvík, á Hvammstanga. Ef um efnilega kaupmenn væri að ræða, myndi þeim einnig gefast kostur á styrk til verslunar á þessum stöðum. Frekari upplýsingar gefa 6. Gíslason & ijay £8. Reykjavík. Jæjajyrirkoranlag eftir Gnðjón Samúelsson húsagerðarlistnema. Niðurl.-------- Torg. Það, sem hefur mest áhrif á fyrirkomulag hvers bæjar, þegar litið er á það frá listarinnar sjónar- miði, eru torgin og hin auðu svæði. Torgunum má skifta í þrjá flokka eftir því, til hvers þau brúkast: 1. fl. Umferðartorg, sölutorg, þjóð- artorg, skemtisvæði og barnaleikvellir. 2. fl. Húsatorg. 3. fl. Torg fyrir minningamerki. Umferdartorg. Að svo miklu leyti sem það er mögulegt, verður að komast hjá því, að margar götur komi saman á einum stað. Hjá því verður þó ekki komist, að minsta kosti ekki í hinum stærri bæjum, að ein eða fleiri slík gatnamót myndist. Til þess að bæta umferðina á þeim stöðum, þar sem göturnar koma saman, verður að mynda torg. Það er oft mjög erfitt að koma þessum torgum vel fyrir, svo umferðin gæti gengið óhindruð yfir þau. Yfirleitt er betra að hafa þau ofstór en oflítil. Best er að láta alt torgið liggja á sama lárjetta fleti og götur þær, sem yfir þau fara, og setja svo vísisteina á þau, svo vagnar og hestar geti ekki komist yfir þau hvar sem er, því ef svo væri, myndi oft verða bein lífshætta að fara yfir slíkt torg. Sölutorg. 1 hinum gömlu ítölsku bæjum höfðu sölutorgin töluvert aðra þýðingu fyrir bæjarbúa en þau hafa nú. Þar var fólk mestan hluta dags- ins, vann þar vinnu sína og seldi varning sinn. Smám saman fór búð- um að fjölga og fólk fór að verða meira í húsum sínum, því framförin í verklegri þekkingu kom því til leiðar, að hin gamla handavinna smáminkaði, og að síðustu voru torgin að eins notuð af fólki, sem ekki haíði ráð til þess að Ieigja sjer hús til að selja vörur sínar í og aðeins versluðu lítinn hluta dagsins. Á þenn- an hátt hafa sölutorgin myndast. Seinna hafa verið mynduð torg, sem að eins skyldu brúkast sem sölutorg. Fjöldi þeirra í hverjum bæ er mjög mismunandi, og kemur það af ýmsum ástæðum. Hjer á landi mundi ekki verða um margskonar sölutorg að ræða. í hinum stærri bæjum mundu ef til vill koma sölu- torg fyrir Iandafurðir og fisk. Torg þau, sem landafurðir ættu að seljast á, verða að vera í miðjum bænum, ef því verður við komið. Að þeim verða að liggja umferða- götur, og best væri ef tvær slíkar götur lægju að tveimur mótliggjandi hliðum þeirra; þá verður best not af þeim. Eins ber sjerstaklega að gæta, að láta ekki götur ganga í gegnum þessi torg, því þá eyðileggjast þau algerlega. Fisksölutorgin verða að liggja nærri sjó, svo hægt sje að ná í fiskinn, sem ef til vill er hafður í bátum þar. Þessi torg verða að vera sem mest innilukt, svo lítið beri á þeim; að minsta kosti mega þau ekki vera inni í miðjum bænum, nema það beri mjög lítið á þeim. Þjóðartorg. A þessum svæðum safnast fólk saman við ýms tækifæri t. d. „þjóðhátíðir"; verða þau því að vera mjög stór, og liggja á útjaðri bæjanna eða skamt fyrir utan þá. Að þeim verður að liggja ein eða fleiri götur, og ef skemtigöngugata (promenadegade) er í bænum, verð- ur, ef það er mögulegt, að láta torg- in liggja við hana. Þessi svæði, eða nokkurn hluta þeirra, má nota sem íþróttavöll, og á þann hátt koma þau ætíð að notum. Þessi svæði verða að vera þar sem er nokkurn veginn jafnsljett. Skemtisvæði. Margir hafa víst sjeð myndir af skemtisvæðum í Wien eða París, og geta þær gefið manni dálitla hugmynd um, hvað mikið fje er brúkað til þess að prýða þau, enda eru mörg þeirra svo falleg, að þeirn verður ekki með orðum lýst. Skemtisvæði hafa, eins og fyr er sagt, afarmikla þýðingu fyrir bæja- búa; þau ginna fólk út í sólskinið og hið hreina loft. í hverjum bæ ætti því að vera eitt eða fleiri skemtisvæði, sem fólk gæti notað í frístundum sínum. Víða hjer á landi myndi verða heppilegra að hafa Squares (borga- reiti) en skemtigarða. Þeir eru ódýr- ir og geta litið mjög vel út. Squares eru upprunalega mynd- aðir á Englandi, og eru mjög mikið brúkaðir þar. Og á seinni árum hafa þeir einnig verið brúkaðir víða annarstaðar. Squares eru grasfletir, sem oft eru prýddir með blómum, og stund- um með smákjarri. Þeir eru oftast ferhyrndir, en geta þó haft ýmsa aðra lögun, kringlóttir, sporöskjulagaðir o. s. frv, og eru oft margir saman, t. d. í Edinborg á Skotlandi getur maður víða sjeð slíkt fyrirkomulag. Það getur verið mjög heppilegt að hafa slíka grasfleti t. d. sunnan í hæðum, ef þær finnast í bæjunum, því þar geta menn notið sólarinnar. Skemtigarðar geta ef til vill verið fallegri en Squares, en þeir eru bæði dýrari og erfiðara að koma þeim vel fyrir. Kringum þá yrði að hlaða skjólgarða, sem kosta mikið, og yrðu oft ósmekklegir. Þetta er ekki svo að skilja, að jeg vilji ekki hafa skemti- garð. Oðru nær! En jeg ímynda mjer að aðeins hinir stærri bæir geti kostað svo miklu til, að hægt sje að búa þá, en Square ætti að vera í öllum bæjum; þeir kosta ekki svo mikið. Þess ber að gæta, að öll skemtisvæði verða að liggja lágt svo þau hafi skjól fyrir vindinum. Barnaleikvellir. Þeim löndum, sem koma til Leith á Skotlandi í fyrsta sinn, hefur víst mörgurn dottið það sama í hug og mjer, þegar þeir sáu börnin og göturnar. „Eru göturnar, eins óhreinar og þær eru, sá eini staður, sem börnin geta verið á, eða hvar eru þau?" Jeg fann enn þá betur til þess þar, en hjer heima, hvað óholt það hlyti að vera fyrir börnin, að vera á óhreinum og ryk- ugum götunum. Enjeg komst brátt að því, að börnin höfðu aðra staði til að vera á en göturnar, því þegar jeg kom lengra inn í bæinn, varð fyrir mjer stór barnaleikvöllur, og var þar fjöldi af börnum að leika sjer, og sá jeg þá, að slíkur völlur væri nauðsynlegur fyrir hvern bæ. Leikvellirnir verða að vera um- kringdir af húsum, og að eins mjóir stígar að þeim, til þess að þeir hafi sem best skjól. Á þeim verða að vera sandhrúgur, sem börn geta leik- ið sjer við. Bekkir, rólutrje og hús, sem hægt er að fá í mjólk og kökur. Hi'isatorg. Það mun vera ósk flestra manna, að hiutir þeir, sem þeir búa til, eða eiga, líti vel út, og sem flestir sjái þá fegurð, sem þeir innihalda. Af þessari ástæðu mynduðust húsatorgin. Þau eru til þess að hús, sem við þau standa, sjáist betur, og til þess, að betri birta verði f þeim. Torgum þessum er aðallega skift í tvent: lengdartorg og breiddartorg: og kemur það undir því, hvað langt þau ná út frá hlið húss þess, sem þau eru aðallega gerð fyrir. Lengdar- torg er t. d vanalega fyrir framan kirkj- ur,og breiddartorg fyrir framan ráðhús. Stærð þessara torga er mjögerfitt að ákveða, og kemur það af ýmsum ástæðum, t. d. hvaða hús og hvernig hús við þau standa; en yfirleitt skal gæta þess, að hafa þessi torg ekki alt of stór. Það hefur sýnt sig, að stór torg gera húsin, sem við þau standa, tiltölulega minni í augum manna heldur en lítil torg. í hinum gömlu bæjum á Ítalíu og Suður- Þýskalandi, eru torgin miklu minni en í hinum nýju bæjum. Nú eru menn loks að sjá það, að mörg þeirra eru miklu fallegri en hin nýju. Oft heyrir maður talað um að í Ítalíu sjeu svo stórar byggingar, Það eru þær líka. En það villir samt sjónir margra, að torgin í hinum gömlu bæjum eru minni en í hinum nýju, og húsin í þeim sýnast því tiltölu- lega stærri. Eins og fyr er sagt, verður stærð- in ekki ákveðin. Þó má segja, að fá torg ættu að ná styttra út frá hlið þess húss, sem þau aðallega eru ætl- uð fyrir, en hæð þess, og eigi lengra en þrisvar hæð þess. Að miðað er við þessa stærð, kemur af því, að hið stærsta horn, sem maður getur sjeð yfir, er 450, eða að maður stend- ur jafn-langt frá húsinu og hæð þess er, og standi maður lengra út frá húsinu en þrisvar hæð þess, eða horn- 18° sjer maður alla smámuni óglögt. Um lögun þessara torga er ekki neitt ákveðið, og geta þau haftýmsa lögun. Margir hafa haldið að þau þyrftu að vera rjetthyrnd og helst regluleg, og sjást því víða slík torg. Hinir gömlu bæir í Ítalíu og víðar geta best fært sannanir fyrir því, að þessu fer fjarri. Mörg hin gömlu torg eru óregluleg og þykja þau nú fallegust af þessari gerð. Fer-jafnhliða torg ættu helst aldrei að myndast; þau eru ætíð mjög ljót. Betra er að hafa slfk rjetthyrnd torg lengri á annan veginn, og fallegast er, að hlutfallið á milli breiddar og lengdar á slíkum torgum sje 1 : 2,5. Ef því yrði við komið, er heppi- legt að hafa tvö torg hvort nærri öðru; þau eins og hjálpa hvort öðru til þess að gera meiri tilbreytni í fyrir- komulagið. Þessu verður best fyrir komið á þann hátt, að láta t. d. eitt eða fleiri hús skifta stóru svæði í tvo hluta. Á þann hátt myndast tvö t°rg» °g Þest er að annað sje lengd- artorg en hitt breiddartorg. Þess ber að gæta, að láta ekki um- ferðargötur liggja yfir þessi torg; því þau eiga að vera sá staður í bæjun- um, sem maður getur verið á án þess að þurfa að hröklast fram og aftur sökum umferðar. Torgfyrir minningarmerki. Hj er á landi hafa-ekki komið mörgminningar- merki, en þau fáu, sem komið hafa, hefur veitst fullerfitt að fá stað fyrir; Reykjavík hefur heldur ekki mörg torg, og ekkert fastákveðið bæjar- fyrirkomulag, sem menn geta breytt eftir. ^ing stúlRaf sem vill læra hjúkrun, getur fengið pláss á Heisuhælinu á Vífllstöðum frá 1. september. T org þau, sem minningarmerki standa á í hinum nýju bæjum, eru mjög ólík þeim, sem þau stóðu á í hinum gömlu bæjum. Rómverjar notuðu hin gömlu torg, sem safnstað fyrir myndhöggvara- list sína. Myndirnar stóðu til hliðar á torgunum, í tveimur til þremur röð- um, og á þann hátt komst fjöldi mynda á hvert torg- Oft stóðu líka myndirnar inni í bogagöngum(loggia), sem voru bygð meðfram torghliðun- um, og voru þau oft mjög falleg, t. d. „Loggia dei Lanzi" í Flórenz. Einnig var það venja hjá Rómverjum, þótt aðeins eitt minningarmerki væri á torginu, þá að setja það til hliðar á það. Seinna breyttist þetta og menn fóru að setja minningarmerkið á miðdepil torganna. Eitt ljósasta dæm- ið til að sýna, hvað breyting þessi vai óheppileg, er Davíðslíkneskið eftir Michael Angeló. Margir íslendingar hafa vístsjeð ljósmynd afþessu fræga listaverki, þar sem það stendur fyrir framan innganginn á Pallaggo vecchio. Líkneskið var upprunalega reyst þarna af meistaranum sjálfum. Torgið var mjög lítið, og líkneskið stóð hjer um bil fast upp við vegginn, og fjekk þar af leiðandi mjög góða bakhlið. Snemma var gerð af því eftirsteypa úr eir og hún reist á miðdepil á stóru svæði í Flórens, og hjeldu menn nú, að líkneskið mundi verða enn stórkostlegra. En það brást. Lík- neskið sýndist ekki nærri eins full- komió og áður. Yfirleitt er best að setja ekki líkneski á alt of stór svæði, þar sem þau hafa engan bakflöt að bera í; og eins og fyr er sagt, er oft heppilegt að setja þau til hliðar á torgin, og hefur sú aðferð náð mikl- um framgangi á síðari árum. Jeg hef gefið undanfarandi upplýs- ingar til þess að fólk gefi bæjafyrir- komulaginu meiri athygli en það hef- ur gert? Þetta er ekki svo að skilja, að jeg ætlist til að fólk fari að kosta miklu fje til þess að gera breyting- ar á því, sem það hefur þegar gert, heldur að það, um leið og bæirnir stækka, noti sjer þessar upplýsingar; í framtíðinni myndu þær ef til vill spara bæjarfjelögunum mikið fje. í hinum stærri bæjum, sem ættu fyrir sjer að vaxa mikið, væri mjög heppilegt að gera uppdrátt yfir, hvern- ig þeir skuli byggjast í framtfðinni. Þetta mundi ekki kosta bæjafjelögin mjög mikið, og margfaldlega borga sig fyrir þau; það hefur reynslan þrá- faldlega sýnt.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.