Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.07.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 17.07.1912, Blaðsíða 3
LOGRJETTA 141 Lögrjetla kemur át á hverjum mið- vikudegi og auk þass aukablöO viö og viö, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á Íslandí, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Dynamit með tilheyrandi, hef jeg nó og framvegis fyrirliggjandi. — Dynamitið selst í heilum kössum, sem eru 25 kíló, eða í bögglum, sem eru 1 kfló. J. Aall Hansen. Þingholtsstræti 28. Telefon 224 Rauður hestur tapaðist í vor frá Garðsauka á Rangárvöllum. Hesturinn er 6 vetra gamall, brennimerktur á framhof- um: „Sæm. Ods R 5.“, ættaður vestan úr Dalasýslu. — Skilist gegn fundarlaunum til Pjeturs Halidórssonar bóksala í Rvík, eða eigandans, Sæmundar Oddssonar, Garðsauka, Rangárvöllum. Lýðskólinn í Bergstaðastr. 3. Þeir, sem vilja sækja um skólann, sendi undirrituðum forstöðumanni umsóknir hið fyrsta. Vegna fráfalls Ásgríms skólastjóra Magnóssonar frænda rníns, verður ekki samlagsbú sett á fót við skól- ann. (Sbr. að öðru leyti augl. um skólann í „Rvík" og „Lögr."). í fjarveru minni, frá 24. þ. m. til jafnlengdar í ágúst, veitir hr. prent- smiðjustjóri Þorv. Þorvarðsson, Lauga- veg 79, umsóknum móttöku og gef- ur nauðsynlegar upplýsingar um skól- ann, þeim er óska. Reykjavík, Bergstaðastræti 3, 12. júlí 1912. Brynleifur Tobíasson. Hjer að ofan eru tilfærð orð nefnd- arinnar í bæklingnum, en athugum nú, hvað hún gerir úr nefndum tekj- um í álitsskjali sínu. Þá kemur í ljós, hvor sannara segir, jeg eða bæklingurinn. Á bls. 15 í álitsskjalinu, undir tölul. 4, segir nefndin um aukatekjurnar: „Reyndist* 1908—'09 125,000 kr." og útfœrir tekjugreinina með sömu upp- hæð, 125,000 kr., eftir hækkunina 1911. Um erfðafjárskattinn segir nefndin á sömu bls. 1 álitsskjalinu: „Hefur stöðugt reynst yfir 7000 kr.*, og út- foerir tekjugreinina, sem hún segir að sje „hœkkuð allmjög", þó með ná- kvæmlega sömu* upphæð, 7000 kr., eftir hækkunina. Um vitagjaldið segir nefndin neðst á bls. 15 og eLt á bls. 16 í álits- skjalinu: „Reyndist árið 1910 36,800 kr.“, játar það hœkkað með lögun- um frá 1911 „um 25—jo°/o*“ og ut- ýærir það þó aðeins með 75,000 fyrir fjárhagstímabilið, eða með 37,500 kr. á ári, eða einum 700 kr. hærra ár- lega en það reyndist fyrir hina miklu hækkun. Um kaffi- og sykur-tollinn segir nefndin á bls. 17 í álitsskjalinu: Árið 1910 varð þessi tollur 417,700 kr. Með hinum nýju lögum . . . var gjald- ið hækkað iun /ý%>“, en útfœrir það þó fyrir fjárhagstímabilið 800,000 kr. eða 17,700 kr. lœgra á ári eftir hækkunina, heldur en það hafði reynst árið fyrir hækkunina. Hvort er nú sannara, að nefndin hafi sett hjer um ræddar tekjur „með sömu upphæð og á þeim var áður en hækkunin var lögleidd", eins og jeg sagði á þingmálafundinum hjer 27. maí og prentað er eftir mjer f Lögr. 29. s. m., eða það, sem nefnd- in segir nú í bæklingnum, að „þetta sje beinlínis ósatt ?“ Mundi jeg ekki hafa fult svo mikla ástæðu til þess að telja það „óskiljan- legt", að opinber nefnd „skuli segja þetta með álitsskjöl nefndarinnar fyrir framan sig“ og ræðu mína prentaða í Lögr. Það ræður að líkindum, hve ábyggi- legar röksemda/eiðslur nefndarinnar og ályktanir eru, þegar hún fer jafn- ráðvandlega með frentað mál, sem aðgengilegt er hvcrjum sem hafa vill. IO/7 1912. Lárus H. Bjarnason. TyrkÍK og- ítalir. Albanir hafa gert uppreisn, sem Tyrkjum kemur mjög illa. Krafa Álbana er, að þeir fái sjálfstjórn og kristinn * Auðk. af höf. landstjóra. Sömu kröfur eru gerðar frá Makedoníu. Sagt er, að þessi uppreisn geri mikið að því, að ýta Tyrkjum til friðar við Itali. Ferðasaga af Snæfellsnesi eftir Guðmund Magnússon. IV. (frh.). Svo kemur Kerlingarskarð. — Á vinstri hönd eru sundurtætt móbergs- tjöll með alla vega löguðum strýtum og klettum. Einn þeirra er „kerlingin með silungakippuna á bakinu", sem skarðið dregur nafn af. Á hægri hönd eru rauðleitar gjallhrúgur, sem nefndar eru Rauðukúlur. Eru það gamlir gígar og hefur Berserkjahraun runnið þaðan, klofið sig um Bjarnar- hafnarfjall og runnið í sjó fram beggja megin við það. Uppi á sjálfu skarðinu eru tvær dysjar, kendar við einhverja smala- menn, sem þar liafa borist á bana- spjótum. Eru það stórar grjóthrúgur því að margir, sem um veginn hafa farið, hafa gert sjer að skyldu, að kasta steinum á dysjarnar. Slíkar dysjar eru víða nálægt fjölförnum vegum hjer á landi, t. d. á Ferstiklu- hálsi, Svínaskarði, Kópavogshálsi o. s. frv., og siðurinn að leggja stein á þær er gamall, líklega sprottinn af einskonar hluttekningu með þeim dánu, sem oftast eru sakamenn, frem- ur en tilhneigingu til að grýta þá. Jeg heyrði sagt í ungdæmi mínu, að ólánsmerki væri að gleyma að kasta steini á dauðs rnanns dys. Sá dauði fylgdi manni þá eftir, heimtaði stein- inn eða hefndi sín ella. Þess vegna væru dysjarnar slíkar grjóthrúgur orðn- ar. Og aldrei ríð jeg svo fram hjá dys, að ekki tari jeg af bakiogkasti einum steini fyrir hvern mann, sem í förinni er — og hvern hest líkal Enda hefur mjer vel farnast hingað til. Þegar suður hallar af fjallinu, taka við sljettir og greiðfærir sandar og síðan dalur, grösugur og bogadreg- inn, sem liggur ofan að Iljarðarfelli. Nú hefði legið beinast við fyrir mig, að fara götu þá, sem liggur beint ofan í Staðarsveitina, en jeg vildi sjá sem mest af landinu og þess vegna fór jeg að Hjarðarfelli. Aldrei gleymi jeg þeirri sjón, sem fyrir mig bar, er jeg kom fram á brúnirnar fyrir ofan Hjarðarfell. Feg- urra land hef jeg hvergi sjeð yfir hjer á landi. Af því að vel getur verið, að fleiri en jeg sjeu „tæpir" í landafræðinni þarna vestur frá, af þeim, sem ekki hafa komið þar, — skal jeg taka það fram til skýringar, að Borgarfjarðar- undirlend’ð nær í raun og veru alla leið óslitið út að Snæfellsjökli. Allur suðurhluti Snæfellsness er samanhang- andi sljettlendi, áfast við Mýrarnar að ofan, slitið nærri því sundur við Öxlina, en tekar sig upp aftur í Breiðuvíkinni. Fram með þessu sljett- lendi og ofan við það alt eru há fjöli og hömrótt. Það leynir sjer ekki, að þar hafa einhvern tíma ( fyrndinni verið sjávarhamrar. Landið hefur ris- ið, þegar jöklarnir þiðnuðu, og þetta sljettlendi er gamall hafsbotn. Sandrif og malarkambar sjást þar nú víða langt frá sjó (t. d. Ölduhryggur og Miklaholt). Nú er þetta breið og grasgefin landspilda. Gamla ströndin er langt uppi í landi og ber þar enn- þá strandareinkenni sín, en með sjón- um eru Löngufjörur = ósarog vaðlar, sem færir eru með fjöru, en ekki flóði. Þar var áður fjölfarið, en nú er þar orðið fremur sjaldfarið. Al- faravegurinn liggur ofar. Fyrir neðan mig lá nú jörðin og býlið Hjarðarfell, en fjenaðurinn dreyfði sjer um fjallið til vinstri hand- ar við dalinn, sem er grösugt upp á brúnir. Dalurinn tilheyrir lika jörð- inni. Þessi jörð er ein af þeim feg- urstu og álitlegustu, sem jeg hef sjeð. Fyrir neðan fjallið cr eggsljett flæmi, tún og engi, með afarmikilli víðáttu alt hæfilega votlent og grasgefið, með nægum halla fyrir áveitu og af- veitu. Hvítárvalla-torfan væri eins og hólmi í þessari miklujörð. Og fram úr fjallinu hoppar lækur, semeinsog býðst til að gera eitthvert handarvik. Jeg heyrði haft eftir skólastjóranum á Hvanneyri, að á þessari jörð mundi mega fóðra um 100 kýr, og haga- ganga fyrir sauðfje og hesta kvað sjaldan bregðast. En tugi þúsunda þyrfti til að nota til fulls gæði jarð- arinnar. Nú er efnalítill maður að brjótast í því, að kaupa jörðina. Jeg efast ekki um dugnað hans, en hætt er við, að mestöll æfi hans gangi í það að borga jörðina og byggja á henni. Þá er hætt við að lítið verði úr umbótum, sem mikið kveður að. Og til hvers væri að setja þar upp 100 kúa bú? Smjörið yrði ónýtt áður en það kæmist á markaðinn. Það er erfiðara að koma því til Reykja- víkur, en þaðan til Englands. Og hvað ætti bóndinn að gera af öllum hinum afurðunum? Allri mjólkinni, skyrinu, ostinum, kálfunum. og ketinu. Ekki gæti hann jetið það alt saman og enginn væri til að kaupa það af honum. Það er gamla sagan. Sam- göngurnar vanta, markaðinn vantar. Fje framtaksmanna og lánsfje geng- ur í það, að rækta upp óþverra-holt í kring um Reykjavík, því að þar er markaðurinn við hendina. Þln Hjarð- arfell er sama sam í eyði. Er það ekki þjóðar-háðnng, að ekki skuli vera til banki í landinu, sem lánað getur fje til landbúnaðar? Svo sem 50,000 krónur mundu gefa eilíf- an arð á Hjarðarfelli, þrátt fyrir alla örðugleikana. Á Hjarðarfelli hafði jeg skamma viðdvöl. Telpa á ellefta árinu fylgdi mjer á jörpum hesti, ekki nema hálf- tömdum, vestur fyrir Straumfjarðará og ofan á veginn. Mjer fanst kiárn- um hætta við að gleyma því, að hann hefði þennan hnoðra á bakinu, en altaf fór þó svo, að telpan rjeði. Hún var skýr og röskleg og jeg hafði gaman af fylgd hennar. Þaðan reið jeg að Hofsstöðum til gistingar. Svo stóð á, að enginn var heima á bænum, þegar jeg kom, og beið jeg góða stund þar til fólk kom heim. Veður var hið blíðasta. Snæiells- jökull blasir við þaðan, og var nú alveg skýjalaus. Þetta var 17. júní. Þetta kvöld og um sama leyti voru kunningjar mínir í söngfjelaginu „17. júní" að syngja fyrir almenning á svölunum á „Hótel Reykjavík". Jeg hugsaði heim til þeirra, og þeirra, sem á þá væru að hlýða. En hljótt var þar sem jeg lá og horfði á Snæfellsjökul. Ekkert var þar kvikt í nánd, annað en hest- arnir mínir og nokkrar beljur, sem notað höfðu sjer fjarvist heimafólks- ins og stolist í túnið. Samt get jeg ímyndað mjer, að sumir hefðu heldur kosið sjer að vera komnir þangað, en syngja kauplaust „íyrir fólkið" á svöl- um við Austurvöll. Snæfellsjökull—I Það líða um mig einhver þýð þægindi hvenær sem jeg hugsa til hans í allri dýrð sinni. Síðan jeg var barn og las kvæði Steingríms um hann, hefur hann staðið mjer fyrir hugskotssjónum sem góður draumur. Og mörg ár undanfarið hef jeg búið svo í Reykjavík, að hann hefur sjest út um gluggana mína. Og enn þarf jeg ekki lengra en upp á loftið hjá mjer, til þess að sjá hina mjallhvítu tinda hans. — Og nú var jeg á leið til að heimsækja hann, hann, öllu öðru fremur. Hann er ekki aftaka-hár, um 4000 fet, en hann er allra fjalla fegurstur, regluleg, tvítypt keila, mjallhvít ofan til miðs. Þar hattar alt í einu fyrir og neðri hlutiun er blár og snjólaus. Þannig gnæfir hann „yfir hraun og hrj'óstur holt og klettarið", gnæfir eins og stolt meistaraverk í byggingarlist náttúrunnar, með öll einkenni íslenskra elds- og jökulfjalla, formfegurðin sjálf, fyrirmynd íslenskr- ar fjailafegurðar, eins og uppfylt ósk. Jeg á eftir að minnast á hann nánar og nágrenni hans. Þess vegna skal jeg ekki fara um hann fleiri orðum að sinni, heldur halda ferðasögunni áfram. Kád!iorrasli.ifti munu fara fram nú mjög bráðlega, og líklegast að Hanncs Hafstein taki þá við. Reykj avík. Heiðursmerki. Kr. Jónsson ráð- herra fjekk 3. f. m. kommandörkross dbr.-orðunnar 2. st. Kl. Jónsson land- ritari er nýlega orðinn riddari aí krónuorðunni þýsku 2. st. Danne- brogsmenn eru nýlega orðnir Jón Jensson yfirdómari og Jón Eiríksson hreppstj. á Hrafnabjörgum í N.-Múla- sýslu. Hjónabönd. Síðastl. föstudag voru gefin saman í dómkirkjunni af Geir Sæmundssyni vígslubiskupi Júlíus Havsteen lögfræðingur, sonur Jak. Havsteens konsúls á Oddeyri, og frk. Þórunn Jónsdóttir Þórarinssonar fræðslumálastjóra, fósturdóttir H. Haf- steins bankastjóra. Síðastl. laugardag voru gefin saman af bæjarfógeta Jón Kristjánsson pró- fessor, sonur Kr. Jór.ssonar ráðherra, og frk. Þórdís Todda Benediktsdóttir Þórarinssonar kaupmanns. Hiskup fór á stað síðastl. mánu- dag í eftirlitsferð norður í Þingeyjar- sýslur. Gialdkeraniálið. Ransókn á því er lokið fyrir nokkru og er málið nú til athugunar hjá stjórnarráðinu. H. Thomsen konsúll, sem nú býr í Khöfn, er hjer staddur og dvelur hjer um hríð. Hjörn Ólson frá Gimli í Nýja- íslandi er hjer staddur og hefur ferð- ast hjer um land í sumar. Síra Kinar Jónsson alþiu. kom í gær með „Fióru" norðan um land. Járiibrauíarsly$ varð snemma í þ. m. við Corning í New-York-ríki í Bandaríkjunum og fórust þar yfir 30 manns. Tildrögin voru lík og í Malmslátt í Svíþjóð. Futningalest kom inn á stöðina og rakst þar á farþegalest, sem fyrir var. tapa 6 kr. á hverjum 100 kr., er fráleitt. Og jeg spyr: Er þetta þol- andi? En jeg ætla ekki að fjölyrða meira um þetta nú, en bíða átekta um aðgerðir þingsins. — Getur það ekki gert mannúðlegri gömlu veð- deildarlögin en þau eru?“. Rvík, 13. júlí 1912. L. Pálsson. M fjátiiii fl fishik Skagafjavðarsýsla. Sagt er, að Magnús Guðmundsson aðstoðarmaður í stjórnarráðinu fái þá sýslu. Húnavatnssýsla. Sýslumannin- um þar, Gísla Isleifssyni, hefur verið vikið frá embætti um stundar- sakir fyrir vangreiðslu á gjöldum til landsjóðs. Björn Þórðarson lögfræð- ingur hefur verið settur sýslumaður í hans stað, og fór hjeðan norður í morgun. Údiim er það blað, sem kaup- endur beinlínis græða peninga á að kaupa, því eftir nokkur missiri géng- ur hann kaupum og sölum fyrir hærra verð en hann kostar upprunalega. Júníblaðið, sem nú er nýprentað, flytur mynd af Torfa í Ólafsdal ogtværmynd- ir, er sýna Ólafsdal, en um Torfa ritar Þórhallur biskup Bjarnarson ítarlega grein. Þá er mynd af Jóni hreppstj. og dbrm. á Hafsteinsstöðum í Skagafirði og mynd af Magnúsi Blöndal hreppstjóra 1 Stykkishólmi. Þar næst kaflar úr brjef- um frá síra Páli heitnum Sigurðssyni, áður presti í Gaulverjabæ, til Þorsteins Jónssonar áður læknis í Vestmannaeyj- um, merkileg brjef og vel skrifuð, sem blaðið hefur fengið frá síra Magnúsi á Mosfelli, syni Þorsteins heitins læknis, og kemur meira úr þeim síðar. Hifchener lávardur. Ný- lega varð uppvíst um samsæri í Egyftalandi til þess að ráða hann af dögum, og hafa ýmsir verið teknir fastir út af því, þar á meðal for- ingi þjóðveldismannaflokksins, Kamel Brocher. £mil Staiig- dáimi. 4. þ. m. andaðist fyrv. yfirráðherra Norð- manna Emil Stang, 78 ára gamall. Hann var lengi foringi hægri manna í norska þinginu, og tvívegis yfir- ráðherra um stund, fyrst árið 1889 og síðan aftur 1893. l>áu í v^ddoildiuui. „Syndugi banki sjáðu’ að þjer“,datt mjeríhug 13. júlí núna, þegar jeg var að borga í Landsb. 650 kr. lán fyrir Dalasýslubúa einn með láni, sem Haukadalshrepp ur í sömu sýslu tók í veðdeildinni, 700 kr., til þess að borga með nefnd- ar 650 kr., sem sá skuldaði þar, er jeg áður nefndi. En við það, að borga upp þær 650 kr., sem maður- inn skuldaði og hreppurinn borgaði, tapaði hreppurinn 42 kr. alveg svona hreinlega. Hann fjekk ekki upp í þær 700 kr., sem hann tók, annað en veðdeildarbrjef, hvert á 100 kr., er reyndust 94 kr. virði hverf, svo að lántakanda verður að blæða 42 kr. á þessu litla láni. Eru þetta ekki með öllu óþolandi viðskifti? — Þingið, sem nú fer í hönd, ætti að greiða eitthvað fram úr öðru eins. Annars álít jeg að svona löguð viðskifti ætti að forðast, og þá er líka búið með traust bankans. Að láta lántakanda Þíngmálafundir í Snæ- fellsnessýslu. Þingrnaður Snæfellinga, H. Steinsen læknir, hjelt þar þingmálafundi á 6 stöð- um áður en hann kom til þings: I Ólafsvfk, á Búðum, í Stykkishólmi, á Þverá í Eyjahreppi, á Hellusandi og á Grund í Eyrarsveit. Ólafsvíkurfundurinn var haldinn 23. júnf. Fundarstjóri Jón Ásgeirsson hrepp- stj., en Herrn. Jónasson skrifari. Þingm. tók fyrst fyrir fjármálin, skýrði frá til- lögum milliþinganefndarinnar og lagði eindregið móti einkasölu. Svohlj. till. var samþ. í e. hlj.: »Fundurinn mót- mælir einokunartillögum skattamála- nefndarinnar«. Þá ræddi þingm. um stjórnarskrárfrv. síðasta alþingis og andmælti því að því er snertir »fjölgun ráðherra, skipun efri deildar og hinni hóflausu rýmkun kosn- ingarrjettarins«. Þessi till, samþ. með miklum rneiri hl. atkv.: »Fundurinn er mótfallinn stjórnarskrár- frumvarpi síðasta þings að því er snertir hina miklu rýmkun kosningarrjettarins og fjölgun ráðherra«. Um sambandsmálið var í e. hlj. sam- þykt svohlj. till.: »Fundurinn er hlyntur samkomulags- viðleitni stjórnmálaflokkanna í sambands- smálinu, en væntir þess, að ekkert verði ráðið til fullnaðar í því máli, nema það sje áður borið undir atkvæði þjóðar- innar«. Enn voru ræddar og samþyktar eftir- farandi tillögur: »Fundurinn skorar á alþingi að nerna vátryggingarlög sjómanna á opn- um bátum frá 30. júlf 1909 úr gildi, ef það álítur sig eigi því vaxið, að ganga svo frá þeim að viðunandi sje«. »Fundurinn skorar á alþingi að af- nema með öllu þá skyldukvöð á sjó- þorpum og kauptúnum, að þurfa að leggja til slökkviáhöld«, sbr. lög um brunabótamál frá 22. nóv. 1907. »Fundurinn skorar á alþingi, að fylgja því fast fram, að alls eigi dragist leng- ur en til sumarsins 1914 að sfminn verði lagður frá Hjarðarfelli um Búðir, Ólafs- vík og út á Sand«. Enn skoraði fundurinn einróma á al- þingi að bæta að mun gufuskipaferðir til Ólafsvíkur. Búðafundurinn var 27. júnf. Fundarstj. Finnbogi á Búðum, en skrifari Hallbjörn í Gröf. Um fjármál, símamál og sam- bandsmál voru þar samþ. sömu till. og í Ólafsvík, en stjórnarskrármálið tekið út af dagskrá eftir litlar umræður. Þess- ar till. ennfremur samþ : »Fundurinn skorar á alþingi að bæta samgöngur á sjó í sýslunni eftir föng- um«. og »að veita fje til brúargerðar á Straumfjarðará á næstu fjárlögum«. Þverárfundurinn var 28. júní. Fund- arstj. Kr. Jörundsson hreppstj. og skrif- ari Helgi Guðmundsson. Um fjármál samþ. sama till. og á Ól- afsvíkurfundinum. Um sambandsmál sama till. og Þingmálafnd. hjer f Rvík; báðar till. með samhlj. atkv, Um stjórnarskrárfrv. samþ. í e. hlj : »Fundurinn er á móti stjórnarskrár- breytingum síðasta þings, sjerstaklega um fjölgun ráðherra, hlutfallskosninga- skipun efri deildar og hinni hóflausu rýrnkun kosningarrjettarins«. Ennfremur satnþykt: »Fundurinn skorar á alþing að sam-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.