Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.07.1912, Blaðsíða 4

Lögrétta - 17.07.1912, Blaðsíða 4
142 LOGRJETTA f viugni'itiar eru síðustu nýungarnar í fluglistinni. Það eru Frakkar, sem nú eru með þá uppfundningu, enda eru allar tilbreyt- ingar í fluglistinni þar kappsamlega reyndar. Þessar flughestatilraun- ir, sem sýndar eru hjer á myndinni, hafa þó ekki tekist sem best 7000 kr verðlaunum hafði verið heitið fyrir að fljúga á flughesti IO metra. 200 buðu sig fram til að reyna, en þegar til kom, urðu þeir þó ekki nema 25. Enginn þeirra gat lyft hesti sínum frá jörð, þrátt fyrir kappsam- legar tilraunir. Utbún- aður flughestanna var með ýmsu móti, en flestir voru eitthvað í líkingu við þá tvo, sem sýndir eru hjer á mynd- inni. 3 dlgoet smióaRol mjkomin í cTím6ur~ ocj tJíolaverslunina v*fíeyfy'avíRu. Símnefni: „Gefjun“. iii].„ „ á Akureyri Talsími 85 b. rlí er útbúin með hinum bestu, nýjustu og fullkomnustu vjelum, til þess að framleiða úr íslenskri ull, efni í: Karlmannafatnað, kjóla, pils, nærföt, drengjaföt, reiðföt og ennfr. kamgarn, rúmteppi o. íl. — Allar tegundir og litir af nýjustu gerð. Verksmiðjan tekur á móti ull og ullartuskum til kembing- ar, spuna og vefnaðar. Sendið ull yðar til umboðsmanna vorra, og reynið slit- fataefni »Gefjunar«, sem áreiðanlega eru iniklu haldbetri en er- lendir dúkar. Ný sýnishorn eru til sýnis hjá umboðsmönnum vorum. Umboðsmenn á Vesturlandi eru: Á ísafirði: Magnús Magnússon kaupm. » Önundarfirði: Kjartan Rósenkranzson kaupm. » Dýrafirði: Carl Proppé verslunarstjóri. » Patreksfirði: Pjetur Ólafsson konsúll. í Flatey: Frú Þorbjörg Ólafsdóttir. Verksmiðju/jelagið á yikureyri fimitið. þykkja engin lög um aðgreining ríkis og kirkju svo, að eigi sje það mál áður borið undir atkv. þjóðarinnar; að breyta lögunum um skipun lækna- hjeraða frá 16. nóv. 1907 þannig, að Hnappadalssýsla og Staðarsveit verði sjerstakt læknishjerað ; að samþykkja, að Miklaholtspresta- kall haldi sjer svo sem það nú er og að numin sje úr lögum breyting á presta- kallaskipun þeirri, er gerð var um nefnt prestakall með lögum frá 16. nóv. 1907; að hlutast til um að uppmæld verði hið bráðasta Skógarneshöfn í Mikla- holtshreppi, er stjórnin hefur tvívegis lofað, en eigi orðið efndir á enn; að veita fje til brúargerðar á Straum- fjarðará í Miklaholtshreppi og að veita fje til framhalds þjóðvegarins frá Borg- arnesi til Stykkishólms; að hlutast til um að breytt verði reglugerð Hins alm. mentaskóla frá 9. sept. 1904 að því er snertir inntöku- skilyrði 18. gr. þannig, að orðin »ekki eldri en fullra 15 ára« og »ekki eldri en 18 ára« falli burt; að nema úr gildi aðflutningsbannlögin (samþ. með 8 : 5); að sjá um að út verði gefin sem fyrst dýralækningabók til almenningsnota«. Stykkishólmsfundurinn var 29. júnf. Fundarstj. Sæm. Halldórsson kaupm., en skritari Ing. Jónsson verslunarstj. — Um fjármál og sambandsmál samþ. sömu till. og í Ólafsvík, en um stjórnarskrár- málið samþ. í einu hlj. svohlj. till.: »Sje útlit til að sambandsmálið nái fram að ganga, býst fundurinn við, að úrslitum stjórnarskrármálsins verði frest- að nú, uns sambandslögin koma f gildi«. Ennfremur samþykt með 9 atkv. gegn 4: »Fundurinn skorar á alþingi að hlut- ast til um að aðflutningsbannlögin verði lögð á ný undir atkv.gr. kjósenda alveg sjerstaklega og á öðrum tíma en þing- kosningar fara fram«, ogíe. hlj.: »Fund- urinn skorar á alþingi að bæta sam- göngur á sjó í sýslunni«. Fundargerðir frá Hellusandi og Grund hefur Lögr. ekki sjeð, en samþyktir um aðalmálin voru þar líkar og á hinum fundunum. Þiiigmálafundur. 25.júnfvar þingmálafundur haldinn á Seyðisfirði eftir fundarboði frá þingmanni kjör- dæmisins dr. Valtý Guðmundssyni. Fundarstjóri var Eyjólfur Jónsson bankastjóri og skrifari Jón Jónsson bóndi í Firði. Þingmaðurinn lagði fram dagskrá: 1. Skattamál, 2. Sambands- málið, 3. Stjórnarskrármálið. Eftir nokkrar umræður lagði þingm. fram svohljóðandi tillögur: „Fundur- inn ályktar að skora á alþingi, 1. að verja öllum kröftum aukaþingsins óskiftum til þess að koma betra skipu- lagi á fjármál landsins og útvega landsjóði nægilegar tekjur til að stand- ast óumflýjanleg útgjöld án þess að hleypa landinu í ráðleysisskuldir; 2. að vísa á bug hverskonar einokunar- stefnu og öllum þeim tollatillögum, sem ekki verði framkva:mdar án sjer- stakrar tollstjórnar; 3. að láta alla stórpólitík hvíla sig uns lag er komið á fjárhaginn, og hreyfa ekki sam- bandsmálinu fyr en eftir heimsókn konungs vors og slá stjórnarskrár- breytingu á frest uns sambandsmálið er til lykta leitt". Fyrsti liður tillögunnar samþ. með 35. atkv. gegn 2. Annar liður samþ. með 35 gegn 1. Við þriðja lið kom svohlj. br.till.: „Fundurinn skorar á aukaþingið að samþykkja stjórnar- skrárfrumvarp síðasta þings óbreytt", en sú br.till. var feld með 38 atkv. gegn 6 Þriðji Iiður þingmannstill. var svo samþyktur með 24 atkv. gegn 7- Kr. Kristjánsson læknir bar fram svohlj. tillögu: „Fundurinn skorar á aukaþingið, að afnema bannlögin nú þegar", og var hún samþykt með 26 atkv. gegn 13. En viðaukatillaga kom fram frá St. Th. Jónssyni kon- súl svohlj.: „Fáist bannlögin ekki afnumin á næsta þingi, þá skorar fundurinn á stjórnina að iáta fram fara nýja atkvæðagreiðslu um málið", og var sú tillaga samþykt með 27 atkv. gegn 7. Hermann Þorsteinsson skósmiður bar fram svohlj. till.: „Fundurinn skorar á aukaþingið að hlutast til um að stjórnin komi betra skipulagi á samgöngur á sjó, og láti skip þau, er njóta póststyrks, koma við á Seyð- isfirði í hverri ferð, fram og til baka, er þau koma til Austurlands". Sam- þykt í e. hlj. — Fleira ekki rætt. ynmennur kvennajuniur verður haldinn í Bárubúð föstudag 19. júlí kl. 9 e. h. Fundarefni: Stjórnarskráfnálið o. fl. Konur, fjölmennið! Kvenrjettindafjel. íslands í Rvík. Athygli tolmaiDaDna leiðist að því, að við sendum til allra 3V4 mtr. 135 cmtr. breitt, svart, dökkblátt og grádröfnótt nýtýsku fínullarefni í falleg og sterk föt fyrir aðeins 14 kr. 50 au. Fataefnið send- ist burðargjaldsfrítt ineð eftirkröfu, og má skila því aftur, ef það er ekki að óskum. Thybo Mölles Klædefabrik, Köbenhavn. Eflflert Claessen yfirrjettarmálaflutnlng8nnaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Taleími 16. Oddup Gíslason yfirrjettarmálaflutnlngsmaður, Laufásveg 22. Venjul. heima kl. II—12 og 4—5. Vel þurkaða þðngla kaupir háu verði Jakob Havsteen ; hittist á skrif- stofu D. D. P. A. Innilegt þakklæti til allra þeirra nær og fjær, sem sýndu okkur hlutekningu i okkar mikfu sorg, við fráfall Þorfinns sál. Gunnars- sonar í Gerðum, sem andaðist á Landakots- Sþítalanum 20. þ. m., og sem heiðruðu minn- ingu hans með gjöfum til Heilsuhælisins, og sjerstaklega viljum við þakka Ungmennafje- lagi Garðsins, sem gaf Heilsuhælinu svo rausnarlega gjöf til minningar um hann. Sömuleiðis þökkum við innilega öllum þeim, sem á einn og annan hátt heiðruðu minningu okkar ástkæra eiginmanns og föðurs And- rjesar Árnasonar i Gerðum, sem andaðist sið- astliðið ár. Gerðum 29. júní 1912. Þóra Eiríksdóttir. Pálina Andrjesdóttir. Þakkarávarp. Heiðruðu velgerða- menn, sem hjálpuðuð mjer á margan hátt í mínum erfiðu kringumstæðum, sem komu bæði af bæjarhruninu í jarðskjálftanum 6. maí síðast, en þó einkum af fráfalli minn- ar elskuðu konu viku síðar, — hafið mitt innilegasta hjartans þakklæti fyrir alla ykkar hjálpsemi og góðvild. Drottinn launi ykkur góðverkin. Meðal þessara velgerðamanna minna eru hjónin í Eyvindarholti og hjón öll á Merkurbæjunum. Syðstu-Mörk, 10. júlí 1912. Jón Jónsson. Prentsmiðjan Gutenberg. Bolinders mótorar í báta og skip eru hestir og traustastir allra mótora, og hafa orðið hlutskarpastir keppinautar á öllum sýningum, þar sem þeir hafa verið sýndir. Bygging þeirra og samansetning er mjög einföld, — meðferð öll því vandaminni og auðveldari. — Þeir eyða minni olíu en nokkrir aðrir mótorar, og má nota til þeirra jarðoliu, óhreinsaða steinolíu eða algenga steinolíu, eftir vild. Þessir mótorar eru tilhúnir ýmist með breytilegum skrúfuhlöðum (skiftbar propel), sem er venjulegast í fiski- bátum, eða með breytilegum möndulsnúningi. Verksmiðjan býr einnig til mótora til notkunar á landi með hagfeldasta fyrirkomulagi. Upplýsingar, verðlistar o. s. frv. fást hjá oss og hjá umboðsmönnum vorum. Timbnr- og kola-verslunin „Reykjavík", einkasali fypip Island. Umboðsmaður vor fyrir Vestfirði er: herra Karl Olgeirsson faktor á ísafirði. ^irius hreina úrvals Stjörnu-cacaiðujt, selst einungis í upphaflegum V* pd. pokum, sem eru með finna- nafni og innsigli. ,Skandia‘ mótorinn, Viðurkendur besti mótor í fiskibáta, er smíðaður í Lysekils mekaniska verkstads Aktiebolag, sem er stærst mótoraverksmiðja á Norðurlöndum. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar. Jakob Gunnlögsson Köbenhavn K. PT* Miklar birgðir aí allskonar TIMBRI hefnr h|f Timbur- og kolaversl. „Heykjavík“. 1™ landi Undirritaðir hafa tekið að sjer aðalútsölu hjer landi á svonefndum Hexamótorum og PeiiCa-mótorum tilbúnum af verkfræðingafirmainu Frits Egnell í Stokkhólmi. Mótorar þessir eru með öllum nútímaendurbótum. Þeir eru sterkir og einfaldir, eyða lítilli olíu og hrenna hverskonar olíu. Verðið er töluvert lægra en á hinum algengustu — því miður úreltu — mótortegundum, sem mesl eru not- aðar hjer á landi. Þeir, sem ætla sjer að eignast nýjan mótor, ættu að leita sjer upplýsinga um þessa, áður en þeir afgjöra kaup við aðra. Enginn mótor hefur fleiri kosti en Hexa-mót- op; um það er hægt að fá fullkomnar upplýsingar hjá LJÍug. ftygenring, og tjolger Debelt, Hafnarfirði. Reykjavík.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.