Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.07.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 31.07.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. fjautíavetó 41* Talsimi 74. Ri t s t j o r i: f’ORSTEINN OÍSLASON Pinghollsstræti 17. Talsimi 178. M. 30. Reykjavík 31. jiilí 1913. vn. árg. 2il jóhantis Sigurjónssonar skálðs. Sungið í samsæti með honum i Rvík 30. júli 1912. Heill að sumbli, góði gestur, göfugt skal þjer signa full! Yngri skálda æðsti prestur, ardans ber þú vígslugull! Sje jeg höfga hringa drjúpa, heiðbrim ljóss, af kjörgrip þeim, skína’ um sonu dalsins djúpa, dagsbrún lyfta’ um norðurheim. Vel sje þjer, sem eldraun eigi ungur ljetst á móð þinn fá, stýrðir móti stjörnu’ og degi stoltur, frjáls um reiðan sjá. Heill sje þjer, sem heilum knerri, hugsjón tryggur, stýrir beint, storkar kaldri kólgu hverri, krappann oft þó hafir reynt. Hjer skal svarra, hjer skal freyða hrosta brim um kera lá, — skáldi lof i ljóði greiða, ljúfar þakkir vinum frá! Hald svo fram sem för er hafin frægðar vonum nýjum glæst, —' listadísar Ijósarm vafinn lif þú sæll og fljúg sem hæst! Guðm. Guðmundsson. <U 3 CT1 o > cn p bjo « g 'S </> rG U cS PQ o* Ph <v rX <U Irv v3 u s ~ p 'P £ W W Ö O h bc jS o 13 >-t 01 ^ bo P 5 e -a O* o X ro - *o o u B c IO ? p s I! 73 § 6 « W jo D- ,3 N3 'Sa 3 w ctí ^ O w v- «5 ^ t: - C3 4) Í3 m G s <+* •—■ r3 ^3 <n 43 vT 3 d + bfl d 3 o cð <2 Í 8 á t oj cu ra W K ctí • c3 8 ^ to ^ Í3 43 ^ 4«í '3 Oh S 3 3 .-3 15 s m G > cö 3 JO ’C 43 v3 13 2 5 5 co O S bo o 1895. 50 ára afmæli alþingis. U Edinborg stoínuð. Futuristar. í Ítalíu hefur á síðustu tím- um komið upp flokkur ungra málara og lista- manna, sem nefnir sig „Futurista", þ. e. menn ókomna tímans. Málverk eftir þá hafa verið til sýnis í París og víðar; nú í þessum mánuði höfðu þeir málverkasýning í Khöfn. Þeir þykja láta mikið yfir sjer. En litla viðurkenningu fá þeir hvervetna, að því er sjeð verður af blöðunum. Flotakostnaður Norðnianna. Nýlega var samþykt í norska þinginu 20 milj. kr. fjárveiting til flotans, þar af 15 milj. til byggingar 2ja herskipa. Þetta var samþykt með 82 atkv. gegn 40. Só- síalistar höfðu mótmæla-sam- blástur á eftir og er sagt, að um 30 þús. manna hafi gengið um göt- urnar í Kristjaníu undir merkjum mót- mælenda. Radíum. Nýlega var getið um hjer í blaðinu samskot í Danmörku til þess að koma á lækningum með radíum í Khöfn. Nú hefur danskur maður, V. Jörgensen konferentsráð, gefið Finsens lækningastofnun 10 þús kr. til þess að kaupa fyrir radíum. Adolf Deucher, áður forseti svissneska lýð- veldisins, er nýlega dáinn, 71 árs að aldri. Innkaupin í Edinborg' auka gleði — minka sorg. I. O. O. F. 93289. KB 13. 9. 7. 27. 9. G. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) I. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. 10*/» —12 og 4—5. islands banki opinn 10—2"/» og 5*/«—7- Landsbankinn io1/^—21/.. Bnksti. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 °8 5—8 Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldstod, YflrrjettarmáilafærsluinaUur. Læhjargata 2. Hoíma kl. 1 1 — 12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, papplr og allskyus ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Stjórnarskijtin. Þau stjórnarskifti, sem nú eru ný- afstaðin, eru sjálfsögð afleiðing af þingkosningunum síðastliðið haust. Þær gáfu Heimastj.flokknum meiri hluta þjóðkjörinna fulltrúa í þinginu, og utanflokkamennirnir, sem kosningu náðu, stóðu þeim nærri í skoðunum, enda voru líka flestir studdir beint af Heimastjórnarmönnum. í samræmi við þetta hagaði og fyrv. ráðherra vali hinna konungkjörnu þingmanna. Margir tala um, hve spaklega þessi stjórnarskifti hafi gengið í samanburði við alt það vandræðarifrildi og met- ing, sem átt hefur sjer stað á undan- förnum þingum út af sama efni. Menn höfðu horft hissa á þann ljóta Ieik, og sumir sögðu, að Heimastjórnar- menn mundi bera upp á sama skerið. En reynslan hefur nú sýnt hið gagn- stæða. Og það er ekki aðeins svo, að Heimastjórnarmenn fylgist óskiftir að aðalmálunum við þessi stjórnarskifti, heldur hefur og nær alt þingið tekið höndum saman. En þetta er einmitt það, sem kveðið hefuf við úr öllum áttum á undanförnum árum, að vera þyrfti og vera ætti meðan deilumál- unum út á við væri komið fyrir, og það er sjálfsagt, að úti um alt land verður þeim samtökum og því sam- komulagi vel fagnað. Þingmálafund- irnir í vor hafa og nær undantekn- ingarlaust verið þeirra hvetjandi. Af útdrætti, sem Lögr. hefur í höndum úr öllum þingmálafundagerðum, sem alþingi hafa borist, má sjá, að til- lögurnar eru með örfáum undantekn- ingum þær, að sambandsmálið sje tekið fyrir að nýju, en stjórnarskrár- málinu þá auðvitað frestað. Margir fundirnir lýsa og yfir því, að þeir vilji ekki stjórnarskrárfrumvarp síð- asta alþingis óbreytt. Samkvæmt þessu hafa allflestir þingmanna nú þegar myndað föst samtök um, að vinna að framgangi sambandsmálsins. Núverandi ráðherra er sá maður, sem þingið treystir best til forgöngu í því máli, enda hefur hann og áður verið aðalforvígismaður þess. Að öðru leyti verður málið ekki tekið til meðferðar á þessu þingi, en ráðherranum falið, að fara með málaleitanir um það til hins málsaðilans, Dana. Svo er það sjálf- sagt, að málið verði borið undir at- kvæði þjóðarinnar áður en því verði til lykta ráðið. Aðalverkefnin, sem liggja fyrir hinni nýju stjórn, eru tvö, •— þetta, seni á hefur verið minst: að fá heppi- legar lyktir á sambandsmálsdeiluna, og svo hitt, að rjetta fjármál landsins við úr þeim ógöngum, sem þau nú eru í. En tillögur eru enn eigi komnar fram í þinginu frá nefndinni, sem fengið hefur fjármálin til með- j ferðar, enda er það líka vandaverk, sem hún hefur af hendi að leysa. En með þvf góða samlyndi og þeim áhuga, sem nú er rfkjandi í þinginu á því, að reisa við og bæta það, sem áður hefur aflaga farið, ætti að mega vænta sem bests árang- urs af starfi þess. Japanskeisari ðáinn. Andlátsfregn hans er símuð frá Khöfn í morgun. Mutsuhito keisari var fæddur 1852 og kom til rfkis 1867. Hann var stórmerkur stjórnandi, og allar þær miklu breytingar, sem Japan hefur tekið síðan hann tók við stjórn, eru mikið honum þakkaðar. Með ríkis- töku hans fjekk landið fyrst stjórn- arfyrirkomulag að dæmi Vesturþjóð- anna, og nú er Japan komið í tölu stórveldanna. Stjórnarskifti í Tyrklandi. Símað er frá Khöfn 2Ó. þ. m.: „Ahmed Muktar pasja er orðinn stórvesír í Tyrklandi. Ungtyrkjar útilokaðir. Megnir flokkadrættir". Uppreisnin í Albaníu og ókyrð vfðar á Balkanskaganum samfara kröfum til Tyrkjastjórnar um stjórn- arfarsbreytingar og aukið sjálfsfor- ræði frá sjerstökum ríkishlutum, hef- ur komið stjórninni mjög illa, eins og nú stóð á. Svo var og komin upp megn óánægja innan hersins, er snerist gegn fráfarandi stjórn. Ahmed Muktar, sem nú er tekinn við stjórnartaumunum, er fjörgamall maður, fæddur 1832. Hannvaryfir- hershöfðingi Tyrkja í ófriðnum við Rússa 1877. Líklegt er nú talið, að ófriðnum við ítali ljúki bráðlega á þann hátt, að ítalir haldi yfirráðum yfir Trípólis, en annars haldist alt óbreytt. Grikkir, sem búa á eyjum þeim, sem ítalir hafa tekið af Tyrkjum, hafa farið þess á leit, að nýtt ríki væri myndað af eyjunum í Grikk- landshafi, og þá ætlunin, að Krítey yrði þar með og svo lokið þrætunni, sem um hana hefur staðið. En sú málaleitun fær víst litla áheyrn. Úr „Suðurlandi“ um sambandsmálið. Blaðið „Suðurland", sem hr. Jón Jónatansson, 2. þingm. Árnesinga, er nú ritstjóri fyrir, flytur 20. þ. m. ítar- lega og vel ritaða grein um verkefni þau, sem liggi fyrir alþingi í sumar, og er hjer tekinn upp lítill kafli úr henni: „. . .. Alþingi 1909 hafnaði þeim samningagrundvelli, sem þá hafði verið lagður, og bjó í þess stað til frumvarps-ómynd, sem menn hlutu að segja sjer sjálfir, að Danir hvorki vildu nje gætu litið við, og hafði þó meiri hlutinn á því þingi aðeins um- boð til að taka ekki Uppkastinu ó- breyttu; minnihlutafrumvarp þess þings hefði vafalaust haft fylgi þjóð- arinnar — en í því efni er komið sem komið er, og tjáir ekki um það að sakast. Hinsvegar líta margir svo á, að friður náist hvorki inn á við nje út á við, nema sambandsmálið nái fram að ganga, og má vel vera, að í því sje nokkuð hæft, en hvað sem þvf líður, þá verður það eitt aðal- hlutverk þessa þings, að skapa frið inn á við og út á við, því að úr því vjer einu sinni erum í sambandi við Danir, þá er það nauðsynlegt, að sam- úð og góð samvinna geti átt sjer stað milli þeirra og vor, en því hefur ekki verið að heilsa síðan 1909".— Fjársvik í Danmðrku. Þar eru nýkomin upp stórvægileg fjársvik við landbúnaðar-sparisjóðinn í Hjörring. Stjórnandi hans, Christ- ensen að nafni, skaut sig, er hann sá, að svikin urðu ekki lengur dulin og nýr endurskoðandi heimtaði allar sakir hans grarinskoðaðar. Það er sagt, að sjóðþurðin nemi lh milj. kr., innieigendur tapi 18%, en hlutafje og varasjóði með öllu eytt. Christen- sen hafði lengi breytt yfir ástandið með ýmiskonar brögðum. hngmálafundir N.-Múlasýslu. 3. júní var þingmálaf. haldinn á Vopnafirði. Fyrsti þingm. kjörd. Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti setti fundinn og talaði um tilgang hans. Fundarstj. Gunnar Gunnarsson hrepp- stjóri og skrifari Mart. Bjarnason verslunarstj. Hafði almennur kjör- dæmisfundur verið boðaður við Lag- arfljótsbrú og kaus þessi fundur þang- að 16 fulltrúa. Þó var rætt þarna um nokkur mál og samþ. eftirfar- andi tillögur*. 2. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að tilraunir til samkomu- lags hafa komið fram um sambands- málið frá báðum aðalstjórnmálaflokk- unum í landinu, en lítur hins vegar svo á, að þar eð fullnægjandi upp- lýsingar um samkomulag þetta eru eigi fyrir hendi, þá sje eigi heppi- legt að taka neina ákvörðun um málið. 2. Fundurinn lítur svo á, að æski- legt sje að fresta úrslitum stjórnar- skrárbreytingamálsins, þar til útsjeð er um árangurinn af samkomulags- tilraununum um sambandsmálið. 3. Fundurinn telur einkasölu á kolum athugaverða, en ekki óað- gengilega, sje vel um samningana búið". Hinn almenni þingmálaf. N.-Múla- sýslu var haldinn að Lagarfljótsbrú 22. júní. 2. þm. kjörd,, Einar Jóns- son prófastur, gat ekki sótt fundinn. Fundarstj. Sig. Jónsson hreppstj., en skrifarar Björn Hallsson og Halld. Stefánsson. Jóh. Jóh, bæjarf. talaði um helstu málin, sem fyrir aukaþing- ið mundu koma, og eftir langar um- ræður voru samþ. svohlj. till: 1. „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að reynt hefur verið að koma á samkomulagi innanlands í sambandsmálinu og vill styðja að því, að það komist á, þó svo, að málstaður íslendinga verði eigi iak- ari en eftir minnihl.frv. á alþingi 1909 og, að útlitinu fyrir samkomu- lagi við hinn málsaðilann verði ekki spilt. Jafnframt telur fundurinn sjálf- sagt, að sambandsmálið verði eigi afgreitt til fullnustu fyr en leitað hefur verið um það áiits þjóðarinn- ar". Samþ. með 37:11. En eftir- farandi till. fjekk 19 atkv.: „Fund- urinn mótmælir bræðingi þeim um sambandsmálið, er birst hefur í blöð- unum, og krefst þess, að það mál verði ekki tekið fyrir á aukaþinginu í sumar". 2. „Eins og sakir nú standa, tel- ur fundurinn ekki rjett að ráða stjórnarskrármálinu til lykta á auka- þinginu í sumar". Samþ. með 21:9. A fundinum voru mcnn úr öllum hreppum kjörd. nema Borgarfirði.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.