Lögrétta - 31.07.1912, Blaðsíða 2
150
LÖGRJETTA
Lögrjetta kemur út á hverju-n mið-
vikudegi og auk þðss aukablöð við og við,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg.
á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli.
Á víð og dreif
UOl
ástanð og horfur.
II.
Ræða eftir ión Jakobsson landsb.vörð haldin
í stjórnmalafjel. »Fram« 13. júli 1912.
Háttvirta samkoma, gestir og fjelagar!
Jeg tel mjer skylt að geta þess þegar
1 byrjun þessarar litlu ræðu minnar, að
jeg hafði í augnabliks-»bráðræði«, ef svo
mætti að orði komast, lofað að tala hjer
1 fjelaginu á næsta fundi þess, án þess
að vita hvenær sá fundur yrði haldinn,
og án þess að taka nægilegt tillit til
sjerstaklega örðugra heimilisástæðna
minna um þessar mundir, óvanalega mik-
ils erfiðis, og ekki vitandi, að jeg sjálfur
mundi einmitt nú eiga örðugra en áður
með minn gamla ættarkvilla, gigtina.
Erindi mitt verður því bæði að efni og
formi verra en jeg annars hefði getað
gert það úr garði og sjálfsagt ykkur
ósamboðið — ef til vill einnig mjer.
Háttv. fundarmenn muna ef til vill,
sumir hverjir, að jeg talaði hjer í fje-
laginu 25. mars síðastl. ár. Sú ræða er
prentuð í Lögrjettu 34.—36. tölubl.
síðastl. ár með fyrirsögninni: »Á víð og
dreif um ástand og horfur*. Jeg hata
endurtekningar 1 máli og leyfi mjer þvl
að vísa til þeirrar ræðu um þau atriði,
sem þar eru nánar skýrð en hjer verður.
Þessi fyrirvari er tekinn vegna þess, að
efni máls míns í kvöld er mjög skylt
því, sem jeg talaði um í fyrra, og að
miklu leyti hið sama, því hvorttveggja
snýst það um það, sem mjer liggur
þyngst á hjarta: glapstigu þá, í hugsun
og framkvæmdum, sem þjóðin okkar er
komin inn á, að minni hyggju.
»Orð eru til alls fyrst«, segja menn;
en það er rangt; hugsunin er móðir
orðanna: röng, vitlaus og vond hugsun
getur af sjer þjáningar, synd og sorg,
bæði í orðum og framkvæmdum. Og —
hvílíkur munur á »fyr og nú« 1 hugs-
un þessarar þjóðar! Þeir munaþað vel,
sem nú eru á sextugs aldri, enn betur
en þeir, sem eldri eru, hve orð og eiðar
voru mönnum yfirleitt heilög þá. Skil-
vísi t. d. var þá þjóðardygð — hvað er
hún nú? Hlýðni við yfirboðara, nema
út í öfgar færi, var þá talin sjálfsögð
skylda að guðs og manna lögum, —
hvernig líður henni núí Tiltrúin —
traustið *“ manna á meðal var svo al-
ment og rótgróið, að menn afhentu pen-
inga gesti og gangandi kvittanalaust og
vottalaust til flutnings bæja á milli og
langar leíðir, svo að örsjaldan kom að
sök — hvert er það farið ? Guðræknin,
traustið á gúði, ef tíl vill saklausasta og
hreinasta taugin 1 mannlegu hjarta —
hvert er hún farin ? Ás, svo má telja
' lehgí, en mjer er það hugraun, að
telja, og ykkur Kklega Ieiðindi að heyra,
en eitt er víst, að hjá ísl. þjóð hefur
orðið afarmikil hugsunarbreyting — hugs-
Unarbýlting — á síðastl. 50 árum; en
er hún vond og skaðvænleg, eða er hún
góð og heillavæníeg ? — Jeg neyðist til
að skjóta hjer inn í lítilli athugasemd
um sjálfan mig til skýringar þessu máli
mfnu, eða rjettara sagt því, er jeg stefni
máli mínu að. Mjer hefur verið bor-
ið á brýn, og breitt út um mig af
miður hollum fjelögum, að jeg væri
aflurhaldssamur og bölsýnn maður. Jeg
er hvorugt. Jeg er »conservativ«maður,
Ihaldsmaður, sem vill geyma það gamla,
meðan jeg eygi ekki í framtíð og fram-
kvæmd annað betra og farsællegra, en
fieýgi gersamlega frá mjer allrí biksvartri
bölsýni, því hún er óheillavænleg til allra
giftusamlegra hluta.
En snúum nú að aðaiefninu.
»Hvert er þá orðið okkar starf* f öll
þessi sumur^ síðan við fengum stjórnar-
skrána ökkar 1874 ? Við höfum auð-
Vitað fengið margt, sem til mehníngar
heýrir og hjer ýrði alt of langt uþp að
telja, enda eru ætíð nógir aðrir boðnir
Og búnir til að lesa okkur lof og dýrð
Dg kveða sfnar framfaralofgerðarrollur
mig þarf ekki til slíkra hluta. Jeg
Vil einungis minnast á eitt atriði f þessu
sambandi, sem er Qárhagslegs eðlis.
Eormenn okkar á alþingi komu sannar-
lega að tómum kofunum, þegar þeir
settust við hið unga sjálfstjórnarstýri
ekki einu sinni kofi til yfir kollinn á
alþinginu sjálfu —, en þeir settu sjer
þegar í byrjun mjög viturlega það mark
og mið, að láta ekki þjóðbúskapinn
lenda í basli og skuldum, vitandi vel,
að við megum allra þjóða í Evrópu sfst
við því, og skiljandi, að efnalegt sjálf-
stæði er skýlausasta og fyrsta skilyrðið
fyrir pólitisku sjálfstæði. Þess vegna
skildu þeir ætíð við fjárlög í því lagi,
að von var um tekjuafgang í stað tekju-
halla; enda var það ætlun þeirra með
viðlagasjóðinn, að honum yrði svo vaxið
ásmegin, þegar þverrandi helmingur
rfkissjóðstillagsins væri að þrotum kom-
inn (60 þús.), að hann gæti tekið á sig
rentubyrðina. Þetta hepnaðist prýðilega,
og lof sje þeim möunum, bæði lffs og
liðnum, sem að þessu hafa starfað. Af
lifandi mönnum vil jeg tilnefna tvo, sem
einna mest og best hafa að þessu unnið,
þá M. Stephensen landsh. og síraÆirík
Briem.
En hve lengi var Adam í Paradís?
Þegar kemur fram yfir 1890, þá rísa upp
spámenn f þeim íslenska Israel (t. d.
Skúli Thóroddsen o. fl.), sem prjedika
þá fáránlegu kenningu, að landið eigi
að komast í skuldir, það sje vottur um
menningarieysi, að vera ekki í skuldum
eins og aðrar þjóðir(l), landið þurfi starfs-
fje, mikið fje, marga peninga til fram-
farafyrirtækja o. s. frv. »Auðlærð er ill
danska«, og svo varð ogum þessakenn-
ingu, hún virðist hafa sgengið í« fólkið
(sit venia verbo). — Eftir 10—20 ára
árgæsku yfirleitt til lands og sjávar og
hátt verð á ýmsum aðalvarningi okkar
(t. d. fiski 70—85 kr. fyrir skpd., móti
35—45 kr. í fiskileysisárunum, fyrir c.
15 árum sfðan), leyfir alþingi Islend-
inga sjer 1911 að skilja við fjárlög lands-
ins með 446 þús. 167 kr. 34 a, áætluð-
um tekjuhalla, eða hátt upp í hálfrar
milj. kr. tekjuhalla, án þess að ráða
nokkra bráða bót á þessu böli, Sje
þetta »dropinn« úr feitu kúnum, hvern-
ig munu þá þær mögru mjólka? Eða
sje farið svona með græna trjeð, hvern-
ig fer þá um hið visna? Hvernig mun
okkur, eftir þennan þjóðarbúskap á góðu
árunum, vegna, þegar þeir tímarnir koma,
sem sagt er um: »mjer líka þeir ekki«,
tfmar hörmunganna: ísaldar, eldaldar
bjargarskorts og báginda ? Því munu
að líkindum allir geta svarað áeinn veg.
Bannlagaþingið 1909 hafði lögfestþað
rothögg á landsjóð, að svifta hann ein-
hverjum sterkasta, eðlilegasta og rjett-
látasta gjaldstofninum, sem til er og til
mun verða, víninu. Jeg ætla mjer ekki
þá dul, að geta sannfært Templara um,
að það, að flæma guð gleðinnar, Bakk
us, með lagaboði úr landi burt, erjafn-
óvinnandi verk, sem að gera frænku
hans, eða hálfsystir (Bakkus var nl. ekki
hjónabandsbarn), hinayndisfögru Venus,
landræka. Alt má misnota. Hvort ást-
ir eða vín hafa fleiri drepið, skal hjer
ósagt látið. Jeg hygg Venus hafi verið
mannskæðari en frændi hennar. Tölur,
svo sem misræmið á milli 1900 nmílna
og 80 þús. fbúa á eylandi með ótal
víkur og voga, og þar af leiðandi ger-
samlega ómögulegu eftirliti, að nauð-
ugum miklum hluta þjóðarinnar, —sið-
spillingin, sem af því leiðir, að egna
með lögum ólöghlýðna þjóð og æsa
hana til lagabrota, tjónið, sem af þvf
hlýtst, að tæla menn frá ölinu yfir í
sterka drýkki, skaðinn um 400 þús. á
fjárhagstímabilinu, samkvæmt fjárlaga-
áætlun 3ja síðustu þinga (286 þús., 330
þús., 560 þús.), —- alt, alt þetta og
miklu, miklu meira — það hrífur ekki
hót, skvettist eins og kalt vatn af gæs
frá oístækinu og starblindninni.*
Þingið 1911 erfði þetta gat, þessa
auðn í fjárlögunum eftir næstliðið þing;
það var heilög skylda þess, að troða
einhverju f gatið. Það vanrækti þá
skyldu, og það gerði meira: það feldi
þá viturlegu tillögu frá gömlum, góð-
um og reyndum þingmanni, sr, Sigurði
Stefánssyni í Vigur, sem heilbrigð skyn-
semi hefði átt að geta sagt ölium, að
væri eina ráðið, eins og þá stóð á *—
að fresta bannlögunum. Einn þing-
manna leyfði sjer meira að segja að
hálf-hrakyrða manninn fyrir tillöguna.
Áð vísu gerði þingið 1911 þá bragar*
bót, lagði þau smýrsl á sárin, að kjósa
nefnd — nefnd til að athuga fjárhaginn
og fylla skarðið. Okkur er öilum kunn-
ug niðurstaðá nefndarinnar, við þekkj-
um allir uppþotið, lætin og ósköpin,
sem þetta kolafrumvarp hefur á stað
komíð. Jeg skal játa, að jeg er frv.
ekki hlýntur, en hins vegar er mjer
ómögulegt að skilja það álas, sem nefnd-
in fær fýrir tillögu sfna. Sannleikurinn
er þessi, að þótt nefnd þessi hefði verið
skipuð englum einum af himnum ofan,
mundi henni hafa orðið álasað, því að
það er enginn vandi að sólunda Qe;
hitt er örðugra, að finna tekjur, þegar
tómahljóð er komiðí vasann, og sú mun
reyndin á verða, að torfundinn verði
* Þessum kafla í ræðunni og öðru,
sem hjer fer á eftir líks efnis, var, ásamt
fleiru, mótmælt á fundinum af Borgþór
Jósefssyni bæjargjaldkera, síra E. Páls-
syni alþm. o. fl., en dr. Guðm. Finn-
bogason studdi mál ræðumanns. Sr. E.
P. kvaðst vera jafnnærri um alt eftir
ræðuna sem á undan, því engin ný ráð
eða tiltækileg, sem nokkuð hrykkju við
fjárhagsvandræðunum, hefði ræðumaður
bent á. Ritstj.
gjaldstofn, sem allir sjeu sáttir og sam-
mála um að tolla, í stað vfnsins, og
land og sjór, sveitir og kaupstaðir munu
togast svo hrottalega á um valið, að
seint mun saman ganga.
Við þolum enga frekari tolla, alls
enga á nokkra nauðsynjavöru, og hærri
tollar en nú eru á svonefndum óþarfa,
mundu að líkindum hafa öfugar afleið-
ingar við það, sem til væri ætlast, með
öðrum orðum: minka tekjurnar í stað
þess að auka þær. Lífið er orðið of
dýrt hjer á landi. Jeg hygg jeg fari
með engar öfgar, þótt jeg segi að hús-
þarfir hjer sjeu nú orðnar J/3 meiri en
þær voru fyrir 17 árum, er jeg
flutti til þessa bæjar. Og ætli sveitirn-
ar segi ekki eitthvað líkt þessu? Skyldi
bændum 1 sveit yfirleitt líða miklu bet-
ur nú en fyrir c. 20 árum sfðan, þrátt
fyrir stórum aukin þægindi síðari ára,
svo sem stórum auknar og bættar sam-
göngur á sjó og landi, t. d. gufuskipa-
ferðir, vagnvegi og brýr, skilvindur, sláttu-
vjelar, meiri sainvinnu í sveitafjelögum
og ýmsan annan ljetti? Jeg efast stór-
lega um, að svo sje, því tollar og gjöld
fara sívaxandi; í stað vinnuhjúa, sem
ljetu sjer nægja lágt eða hæfilegt kaup-
gjald, eru nú víða komnir eirulausir,
óstaðbundnir, heimtufrekir og þrefalt dýr-
ari lausamenn, síst notadrýgri en hjúin
voru áður. Hvernig menn t. d. á fjár-
jörðum fara að hagnýta sjer sískiftandi
lausamenn, er mjer öskiljanlegt, og örð-
ug hefðu mjer þótt þau kjör, þegar jeg
bjó búi mínu norður í Skagafirði. Þrátt
fyrir hátt kaup virðast þessir lausamenn
engu sælli nje auðugri en kauplágu hjú-
in áður — alt fer í hítina miklu: aukna
eyðslu, dýrara líf.
»Þennan harmagrát höfum við svo oft
heyrt«, munuð þið segja, »en kendu bót
við böli; okkur vantar fjeð og þú átt
að finna það«. Já, svarið er til á reið-
um höndum, þótt ekki verði það full
úrlausn vandræðanna. Fyllið skarðið í
landsjóð með því að setja þar inn aftur
það, sem f bráðræði var þaðan burtu
tekið, setjið vínfangatollinn inn aftur og
gerið það strax, nú þegar á þessu þingi,
áður en meiri skaði af hlýtst.* En
vilji þingið það ekki, þá þekki jeg
engin ráð ; þó ætti að mega lftið eitt
lagfæra á næsta þingi, með sparnaði,
án þess að stórbagi verði að. Hverjum
þeim, sem ekki hefur tekjur fyrir út-
gjöldum í einkallfi sínu, verður fyrst fyr-
ir að fara að athuga útgjöldin og sjá,
hvort hvergi megi spara. Sparsemi er
ágætur kostur, jafnt hjá löggjöfum sem
öðrum, og undrum gengur það næst,
að biskup landsins, Þórh. Bjarnarson,
skyldi verða fyrir ákúrum hjá einhverj-
um 1 blaði (jeg man ekki í hvaða
blaði það var) fyrir þá mjög svo þörfu
»pólitisku« hugvekju sína í fyrra í »N,-
Kirkjubl.*, og hljóta að launum kalda-
hlátur og hæðnisglott hjá ýmsum út af
þvf, að maðurinn skyldi leyfa sjer að
nefna sparnað sem ráð við vandræðun-
um. Jeg lána í kvöld vopnið úr hendi
biskupsins, ber það á fjárlög síðasta
þings og hegg í huga mínum nokkra
liði burtu, ýmist sem ekki beint bráð-
nauðsynlega, eða sem hreint óþarfa.
Förum fljótt yfir sögu og tökum t. d.
13. gr, fjárl. 1911, B. II. Væri nú nokk-
ur stórskaði skeður, þótt flutningabraut-
irnar hefðu fengið að hvfla sig að öllu
eða einhverju leyti meðan þingið var að
átta sig á, hvernig það ætti að ná 1
peninga til þeirra og annars, en það
hefði munað um 90—100 þús, kr.? Er
bein, bráð nauðsyn áþessu? Eða mátti
það ekki dragast eitt þing?
í 13. gr. B ÍÍI. mætti víst flest alt
hvíla sig, að stórskaðalitlu um litla stund,
að undanteknum ia þús. til viðhalds
þjóðvegum.
13. gr. B. snerti jeg ekki, af þvf að
símarnir eru ódýrustu og þörfustu sam-
göngufærin, sem við eigum.
13. gr, E. Var beÍD, bláköld nauð-
syn á að byggja einmitt nú alla þá vita
fyrir marga tugi þusunda í miðjum fjár-
hagskröggunum? Ekki mundum við hafa
farið svo að fyrir sjálfa okkur.
14. gr> B. Háskólinn. Var beint bráð
nauðsynlegt að keyra hann út úr þing-
inu 1911, eins og lífið væri að leysa, f
þessu fjárhagsárferði? Sfst situr það á
mjer, stöðu minnar vegna, að leggja
stein í götuna fyrir vísindi eða listir, en
kraftarnir, sem við eigum hjer heima,
þeir bestu, svo sem fyrv. háskólaiektor,
sem vera mundi prýði fyrir hvern há-
skóla, og sá núverandi rektor, sem þeg-
ar er góðkunnur orðinn í útlöndum í
sinni grein, o. fl., hefðu jafnt unnið og
starfað, þótt dregist hefði háskólinn um
2 ára tfma, áður en sjeð var fyrir, með
hverju ætti að borga aukin útgjöld hon-
um samfara.
Þá er 13. gr. C. Til gufuskipaferða
* Frestun bannlaga vareinnig, með-
an á umræðum stóð, nefnd af mjer sem
úrræði, ef í þrot kæmist. J. Jak.
60 -f- 60 = 120 þús. Það er mín sann-
færing og gamalt kappsmál, að þennan
styrk megi með öllu afnema, auðvitað
að undanteknum þeim styrk, er máske
þyrfti handa haust- og vorferðum strand-
skipa.
Ætli það væri ekki einnig hægt, að
krukka eitthvað dálftið í síðari hluta
15. gr., bitlingana? Og svo að ógleymd-
um blessuðum verslunarráðanautnum.
Meðferð þess máls frá upphafi, og ekki
síst á síðasta þingi, var svo einkennileg
og undarleg, að best er að þegja, til
þess að enginn þurfi að roðna.
Yfir höfuð er þessi húsgangshugsunar-
háttur, að þykjast ekkert geta gert nema
með landsjóðsstyrk, einlægt að færast í
vöxt, bæði til sveita og sjávar, hjá sýslu-
fjelögum og einstaklingura. En er nú
ekki eitthvað mannlegra og drengilegra
að vera t. d. í sporunum hans gamla
Geirs Zoega: geta háaldraður maður
litið niður af »Nebos helgum hæðum«
á annan aðalatvinnuveg landsins, sjávar-
útveginn, stórum endurbættan fyrir dugn-
að sinn og hagsýni, og hafa aldrei þegið
eins eyris laun af landsjóði fyrir?
(Niðurl.).
Jíý atkvxðagreiðsla
um banulögin.
Agrip af ræðu Jósefs alpm. Björnssonar
í efrl deild 29. júlí 1912.
Sammála er jeg hinum háttv. flutn-
ingsmanni (Guðj. Guðl.) um það, að
skoðanir manna sjeu mjög skiftar um
þingsályktunartillögu hans, og það
hefur altaf verið svo, síðan farið var
að ræða bannlög fyrst af alvöru, að
þá hafa skoðanirnar snúist mjög önd-
vert til tveggja hliða. Aðrir hafa
viljað útiloka alt áfengi frá þjóðinni
vegna þess að slíkt væri henni til
hinna mestu heilla, en aðrir hafa
haldið því fram, að það, að lögbanna
flutning á áfengi til landsins, væri
þjóðinni til ógæfu. Jeg tel víst, að
báðir hafi haldið fram skoðunum þess-
um af fullri sannfæring, og að þær
eigi því báðar rjett á sjer.
Flutningsmaður sagði, að tillaga
þessi væri komin fram vegna áskor-
ana kjósenda í Strandasýslu, en lýsti
því þó síðar, að þeir hefðu talið best
og heppilegast að nema bannlögin
strax úr gildi. Mjer kom ekki á
óvart, þó þessi rödd kæmi einmitt
frá þessu hjeraði, því þegar lögin
voru samþykt, stóð það einna örð-
ugast fyrir máiinu, og lagði fyrir full-
trúa sinn þá leiðina, sölufrestinn til
1915, er háttv. flutningsm. lastaði
mest. Þó nú að ný atkvæðagreiðsla
færi fram, eins og þingsályktunar-
tillagan fer fram á, þá hef jeg þá
trú, að hún færiásama veg og 1908.
Það, sem til þess kemur, og jeg legg
mikla áherslu á, er, að jeg tel ekki
fengna þá reynslu, er flutningsmaður
talaði um að fengin væri. Jeg tel
reynsluna svo litla, að mjög hæpið
sje að byggja á því, að mönnum
hafi snúist hugur í máli þessu, og
fullkomin reynsla fæst ekki fyr en
eftir 1. janúar 1915. Vel má það
vera, að einn eður annar, er var með
lögunum, hafi snúist á móti þeim, en
sumir, er voru þeim andvígir, eru
það ekki lengur; það mun því jeta
sig upp.
Þá þótti flutningsmanni það und-
arlegt, að bannvinir væru mótfallnir
nýrri atkvæðagreiðslu, og taldi það
gjaldþrotayfirlýsing um, að þeir álitu
að atkvæðagreiðsla færi nú á annan
veg, en jeg mótmælti því, að slík
gjaldþrotayfirlýsing felist í þessu; það
byggist eingöngu á því, að engin
reynsla sje fengin fyrir lögunum og því
ekki hægt með nokkurri skynsemd, að
jeg ekki segi, að það sje móðgun
við kjósendur, að skjóta þeim til
nýrrar atkvæðagreiðslu. Það væri
eins og við flutningsmaður hefðum
komið okkur saman um, að reyna eitt-
hvað, er við vissum eigi hvernig
væri, en á næsta augnabliki segðum
við: „Nei, það viljum við ekki“. Það
væri helber hringlandaháttur, gersam-
lega að ástæðulausu. Lögin eru orð-
in til með þjóðaratkvæðagreiðslu, og
því er sjálfsögð ný þjóðaratkvæða-
greiðsla, eigi að nema þau úr gildi.
Um það geta allir orðið sammála.
En nú væri slík atkvæðagreiðsla alt-
of snemma fram borin, er reynsla er
engin fengin.
Um ýmsa agnúa, er þingm. talaði
um á bannlögunum, finn jeg ekki
ástæðu til að segja margt, en vil þó
minnast á suma þeirra.
Það duldist engum, er bannlögin
kæmu, að þá mundi landsjóður missa
miklar tekjur, þar sem áfengistollur-
inn er, og það er satt, að örðugt
hefur gengið að fylla skarðið. Af
hverju það hefur stafað, skal jeg ekk-
ert um segja. Það er auðvitað altaf
verið að leggja á gjöld, og getur
auk þess ýmislegt verið meðverkandi
að því, að örðugt hefur gengið að
fylla þetta skarð. Það getur t. d.
verið meðverkandi orsök til þess, að
andbanningar hafa sagt að bannvinir
einir ættu að fylla skarðið, en það
er gersamlega rangt. Meiri hluti
þjóðarinnar hefur óskað laganna, og
þá á þjóðarheildin að gera það.
Hver áhrif þessi ummæli andbann-
inga hafa haft, samhliða því að þeir
í blöðum sínum hafa rifið niður allar
nýjar leiðir, skal jeg láta ósagt.
Um stóra axarskaftið — sölufrest-
inn til 1915 — er það að segja, að
sölubann og aðflutningsbann átti að
fara saman og var í alla staði heppi-
legast, að svo hefði vetið, en Stranda-
menn áttu mestan og bestan þáttinn
að því óheilla ákvæði, að svo varð
ekki.
Jeg skal ekki deila við háttv. þm.
um að mikið fje sje sett fast í land-
inu vegna bannlaganna, eins og háttv.
þm. tók fram. Það er vitanlegt, að
mjög mikið vín hefur verið flutt inn
í landið síðasta ár, og þá hefur líka
verið greiddur mikill tollur í landinu.
Og það liggur mikið vín fyrir í toll-
geymslu, er bendir á að mikið fje
sje sett fast í víni, og það undrar
mig ekki neitt. Jeg skal geta þess
að jeg hjelt því fram á síðasta þingi,
að það mundi koma mikið fje í land-
sjóð einmitt með því að fresta ekki
lögunum. Mjer kemur þetta því ekki
á óvart. En þótt svo sje, að mikið
fje sje sett fast og miklar vínbirgðir
sjeu til, þá held jeg að háttv. þm.
hafi gert ofmikið úr þeirri hættu,
sem stafaði af því fyrir einstaka
menn, að þeir drykkju meira þess
vegna, þó þeir eigi mikið geymt nú.
Það getur verið að þetta eigi heima
um suma, er hafa lítið taumhald á
fýsnum sínum, að þeir drekki
meira, er þeir hafa nóg inni í skápn-
um sínum, en jeg held samt að slíkt
sje ekki alment. Margir, bæði háttv.
flutningsm. og aðrir, hafa kallað bann-
lögin ógurlegt haft á frelsi manna,
kallað þau þvingunarlög og þess-
konar, en það má segja, þeg-
ar talað er um þvingun f þessu sam-
bandi, að öll lög eru vanalega meira
eða minna höft á sjálfræði einstak-
lingsins. En þegar menn tala um,
að lög þessi sjeu þvingunarlög, þá
Iíta þeir ekki á það, eða gleyma því,
að það er þjóðin sjálf, sem hefur
kveðið já við þessu, samkvæmt frum-
kvæði alþingis að því er atkvæða-
greiðslu þessa snertir. Og þegar
þjóðin sjálf kveður já við einhverju,
er þá hægt að segja að hún sje
þvinguð til þess? Jeg neita því.
En hitt er aftur víst, sem hinn
háttv. flm. tók fram, að það er mik-
ill skoðanamunur á þessu efni, og
það er til mikill minni hluti, sem
segir: „jeg vil ekki bannlögin", en
það getur ekki komið til greina, að
meiri hlutinn beygi sig fyrir minni
hlutanum, því meiri hlutinn verður
ætíð að ráða.
Þá er annað atriði, er jeg vildi
minnast á. Hinn háttv. þm. kvað
sjer falla illa, að bindindisstarfsemi
gæti ekki átt sjer stað eftir að bann-
lögin kæmust á, og hann kvaðst ekki
sjá að bindindisménn hefðu neitt að
gera, nema vera njósnarar. En það
er skoðun mín, að bindindisstarfsemi
geti átt sjer stað, þótt bannlögin
komist á, en hún verður aðeins í
breyttu formi. Jeg lít svo á, að
þessi starfsemi haldi áfram til að
fræða fólkið um áhrif áfengisins, til
þess að tryggja það, að það freistist
ekki til að skemma sig á áfengis-
nautn utan lands eða innan.
Þá mintist flutningsm. á, að bann-
Iögin drægju inn í landið ýmislegt
óhóf og óholla drykki, og þetta yrði
til þess, að menn færu að búa til
ýmislegt einkennilegt samsull, eins
og hann sagði sögu um, að maður