Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.07.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 31.07.1912, Blaðsíða 3
LOGRJETTA 151 hefði blandað saman hárvatni og sætri saft. Jeg er ekki hræddur við, að mikið kveði að þessu, og jeg held að það auki ekki nautn óáfengra drykkja, þó að áfengis sje ekki neytt í landinu, en um slíkt er ekki unt að segja með vissu. Jeg þekki að minsta kosti menn, sem eru bindindismenn og drekka sáralítið af óáfengum drykkjum. Þó að þeir, til að við- halda fornri venju, drykkju eitthvað fyrst í bindindistíð sinni, held jeg að smádragi úr því, og jeg held, þvert á móti því, sem háttv. flm. hjelt fram, að það mundi verða drukkið minna af „sulli" ýmiskonar. Jeg er samdóma háttv. flm. um það, að aðferðsú.sem farið er fram á, að skjóta málinu aftur til kjósendanna, sje rjett, því jeg álít með öllu rangt að nema bann- lögin úr gildi, án þess að spyrja þjóð- ina aftur um málið, úr því hún hef- ur einu sinni verið um það spurð. Nýtt þjóðaratkvæði er sjálfsagt, ef nema á bannlögin úr gildi. En jeg lít svo á, að það hefði verið eðli- legra, að það hefðu fleiri raddir komið fram um slfkt, áður en sú tillaga erborin fram; því þó að allir Stranda- menn hefðu óskað þess, tel jeg það að litlu, því að þeir eru ekki nema V45 hluti þjóðarinnar. Það, sem mest mælir á móti þess- ari tillögu, er það, að engin reynsla, svo teljandi sje, er fengin um bann- lögin. Þótt reynslan á bannlögunum kunni að verða dýrkeypt, eins og hún er á ýmsum sviðum, þá tel jeg sjálfsagt, að þjóðin eigi heimting á slíkri reynslu. Hún verður ekki svo dýrkeypt, að hún borgi sig ekki. Ef stofnað verður til nýrrar atkvæða- greiðslu, þá býst jeg við, eftir því sem mjer heyrðist á flutningsm., að „agitation" yrði ekki einhliða, eins og hann sagði að hún hefði verið 1908, heldur tvíhliða, bæði með og móti, því að margir óska þess, að bannlögin verði afnumin. Jeg efast ekki um, að við atkvæðagreiðsluna mundu spretta upp megnar og miklar deilur, sem jeg veit ekki hvar mundu lenda. Ef atkvæðamunur yrði nógur til þess að nema lögin úr gildi, þá sje jeg ekki annað en deilunum haldi áfram um málið, þangað til bannlög- unum yrði aftur komið á og reynsla' fengin um þau. Því kveð jeg þessa tillögu of snemma fram borna og ber upp svohljóðandi dagskrá: (Sjáþing- fregnir). Að lokum skal jeg geta þess, að jeg vona, að sú reynsla, sem fæst með því, að bannlögin halda áfram að vera í gildi, sýni, að þau geti verið og verði þjóðinni til heilla og hamingju, í stað óhamingju, eins-og sumir búast við. En hvernig sem menn líta á þetta, vona jeg, að hátt- virt deild verði sammála um það, að málið sje of snemma upp borið og enn sje ofsnemt, að ný atkvæða- greiðsla fari fram. Ferðasaga af Snæfellsnesi eftir Guðmund Magnússon. VII. Sveitamenn og kannske fleiri eiga erfitt með að skilja það, hvað við erum að gera, Reykvíkingarnir, þeg- ar við förum skemtiferðir með ærn- um kostnaði eitthvað langt út í sveitir, ef til vill út á útskagi eða inn til afdala. Þeim finst við gætum gert annað þarfara en vera að slíku erindis* leysu-flakki, og við hljótum að vera efnaðir, fyrst við höfum ráð á að fara þannig með tíma og fje. Nú skal jeg gera grein fyrir þessu, að því er mig og marga aðra snertir. Daglegt líf okkar í Reykjavík er bæði óholt og þreytandi. Hver dag- urinn er þar öðrum líkur. Flestir förum við heiman að á morgnana, göngum beint í vinnustofur okkar eða skrifstofur og húkum þar hálf bognir til næstu máltíðar. Skreppum þá heim til að matast, sljóir og listarlitlir. Aftur til vinnunnar að klukkustund liðinni. Þetta gengur fram á kvöld og fyrir mörgum fram á nótt, Á þessari leið sjáum við fátt annað en Reykja- víkurgöturnar, scm við erum fyrir löngu hættir að vera hrifnir af. Við vöðum leðjuna á götunum, þegar rign- ingar eru, og fáum gusurnar af göturyk- inu framan í okkur, þegar þurkar eru. Og ef við eigum frístund til útiveru, sitjum við að þessum sömu gæðum. Hvergi er grænn blettur, sem ekki er umgirtur af gaddavír, ekkert ann- að umhverfis bæinn en grjótholt og malarkambar, sem anda að manni grútarbræðslu óþef og saltfisks-fýlu. En lengra burtu er blár fjallahring- urinn á þrjá vegu, eins og skapaður til þess að freista og laða. Jeg get vel skilið þrá unga fólks- ins í sveitunum til Reykjavíkur — til skólanna, menningarlindanna, glaums- ins og gleðinnar, og vinnunnar, þar sem það getur verið betur búið en heima. En jeg vildi að það gæti líka skilið þrá okkar Reykvfkinga burt úr Reykjavík, til bláu fjallanna, hreina loftsins, heilsu lindanna í fjalla- faðminum, fuglasöngsins, fjenaðarins og hinna ríku tilbreytinga sveitalífs- ins; — hina óslökkvandi, tærandi þrá fölra og þróttlítilla iðnaðarmanna, búð- armanna og skrifstofumanna eftir hressingu og æfintýrum ferðalífsins, eftir svita og sólbruna og hollri þreytu, eftir útsýni og víðsýni, sem breytist á hverri klukkustund, og eftir því, að hressa upp gamlar endurminningar frá æskuárunum, sem oftast hefur verið eytt í sveit. — Þá mundi sveita- fólkinu skiljast það, að við viljum eitthvað á okkur leggja til sumar- ferðanna, jafnvel um efni fram. Lengi, lengi hafði Snæfellsness- fjallgarðurinn, sem heiman frá mjer reis eins og blár skýjabakki í norðr- inu, togað huga minn að sjer. Marg- sinnis var jeg búinn að fara þangað í anda, reyna að litast þar um, eftir þeim fróðleik, sem jeg átti kost á að afla mjer úr fornsögum, ferðasögum og landafræðisritum. En altaf lenti ferðalagið í villum og ógöngum. Enginn fróðleikur var fullnægjandi. Sjálfan grundvöllinn vantaði.—Sumar eftir sumar hef jeg hugsað mjer að fara þangað, en aldrei getað orðið af því. Síðasta sumar komst jeg ekkert að heiman vegna anna. — Loks, þegar leið fram að voiinu, var ferðin ráðin, en óteljandi voru þau viðvik, og sum mikils verð, sem fyrst þurfti að koma frá, ef þau ættu ekki að þyngja hug minn á ferðinni og spilla ánægjunni. Jeg taldi dagana með barnslegri tilhlökkun, þar til jeg gæti hafið ferðina, eins og nýtt líf ætti að byrja fyrir mjer, og óþarf- lega margar stundir gengu til umhugs- unar og undirbúnings — þótt jeg væri áður búinn að fara um mest alt landið og all-álitlegan hluta Norður- álfunnar. Þannig getur tilbreytingar- leysið í Reykjavíkurlífinu gert menn að börnum að nýju, þó þeir sjeu á fertugasta árinu. Óg nú sat jeg á hestbaki utan í Öxlinni, laust eftir miðnætti, og leit yfir það, sem jeg hafði farið þennan daginn. Jeg rifjaði upp fyrir mjer örnefni, sem jeg hafði lært í ferðinni, og leit yfir staðina, sem þau áttu við, áður en þeir hurfu mjer fyrir fult og alt. Þarna, langt inni í blám- anum, var Grímsstaðamúli, og þarna Fagraskógarfjall, sem mjer hafði lengi verið kunnugt úr sögum Grettis og Björns Hítdælakappa. Þarna var Hafrafell og Eldborg, eins og dálít- ill, blár hóll niðri á jafnsljettu. Þarna sá á hvítu kollana á Ljósufjöllum og þarna var strýta, sem einhver hafði sagt mjer að hjeti Skyrtunna. Þarna var Rauðakúla, Grímsfjall og Elliða- hamrar. Lengi hafði jeg tekið eftir því að heiman, að altaf voru þeir bláir, þó að öll fjöllin væru fannhvít; þegar jeg sá þá nær mjer, furðaði jeg mig ekki á því. Ofan af Fróð- árheiðarbrúnum bunuðu fossar og slitnuðu sundur af hæðinni, svo að þeir duttu niður í dropum. Inn eftir öllu lágu Löngufjörurnar, þar til þær töpuðu sjer í fjarska. Rjett fyrir neðan okkur svaf Búðakaupstaður í einu horninu á hrauninu. Kirkju- turninn stóð þar eins og steingerð vofa á verði. Næturhúm var sigið yfir landið og jörðin orðin vot af náttfalli. — Jeg er ekki frá því, að jeg hefði farið af baki, lagt mig fyrir og sofnað, hefði ekki Jón Sigurðsson verið með mjer. Hestarnir hefðu sjálfsagt ekkert haft á móti því. En Jón Sigurðsson var ágætlega vakandi og hjelt mjer vakandi með sífeldri skemtun. VIII. Öxlin er kollótt þverfell, sem geng- ur suður úr Snæfellsnessfjallgarðinum; beint suður af henni er Búðahrann. í því miðju er stór gjallhóll, sem jeg heyrði nefndan Búðaklett, en er alls enginn „klettur", heldur gamall gíg- ur. Ef til vill hefur þessi gígur opn- ast á mararbotni, eða í flæðarmáli, og hraunið breiðst út bæði á sjó og landi, eða landið hækkað um leið og tók að gjósa. Að minsta kosti er alt hraunið sama sem laust við landið og liggur eins og breitt nes út í flóann. Því miður kom jeg ekki í Búðahraun að þessu sinni. Jeg fór þar um að næturlagi, eins og áður er sagt. En það mundi hafa tafið ferð mína um heilan dag að minsta kosti, að skoða hraunið eins vel og mig langaði til, því að í því er mik- ill og merkilegur gróður, og fremri brún þess sundur jetin af brimi, með mörgum og einkennilegum vog?.- myndunum. Jeg á þá glaðning til góða, hvenær sem jeg get notið hennar. Á milli Axlarinnar og hraunsins er dálítið mýrarsund, sem verður ör- mjótt á einum stað. Þar uppi í hlíðinni stendur býlið Öxl, sem nú er í eyði, þó að kofarnir hangi þar uppi. Utar og neðar við mjósyndið vottar skýrt fyrir tóftum gömlu Axlar. Þar var það, sem Axlar-Björn bjó. Lík- lega hefur enginn viljað reisa bú þar, sem hann hafði búið, og bærinn verið færður þess vegna. — Það fara ónot um mann við að hugsa til þessa sál- arsjúka morðvargs, sem ýmist drep- ur menn í hagsmuna-skyni eða af ímyndaðri hræðslu um það, að þeir komi upp um sig, og er sfðast tek- inn sjálfur af Iffi með svo hryllileg- um limlestingum 1596. A saga ís- lands nokkurt dæmi skýrara upp á glæpamannageðveiki f Rjett eftir að við fórum fram hjá Öxl, beygðum við út fyrir Öxlina og Breiðavíkin opnaðist. Eigi nokkurstaðar við að tala um „fjalla-faðm", þá á það við um Breiðu- vík. Bygðin liggur í breiðum boga frá Öxl út að Stapafelli, sem stend- ur hinumegin vfkurinnar. Framan við bæina er samanhangandi graslendis- breiða, sem nær fram að Lóni, sem flæðir og fjarar í. Framan við það er breitt sandrif með sjónum. Ofan við bæina eru á löngum kafla hinir svonefndu Knarrarklettar. Það eru svört hengiflug og fagurgrænar brekk- ur undir. Þessir klettar hafa verið all-mannskæðir. Margir, sem vilst hafa á Fróðárheiði, hafa lent bak við Öxlina, fram á þessa kletta og fram af þeim. Það á ekki síður við um Breiðu- víkina en aðrar sveitir sunnaná Snæ- fellsnesinu, að óskiljanlegt er, að ekki mætti gera þar jarðabætur sem að kvæði, og búa vel. Einkum virðast sumar jarðirnar skapaðar til kúarækt- ar. Bygging er þar nú óásjáleg, túnin ógirt og engjar sömuleiðis, og held- ur lítill framtaksbragur á búnaðinum. Einn af fyrstu bæjunum, sem við fórum þar fram hjá, er lítið kot, sem heitir á Selvelli og nú er í eyði. Þar bjó Jón Espólín í skemmu þegar hann varsýslumaðurSnæfellinga (1792—96). Bóndinn, sem þar bjó þá, vildi hvorki standa upp fyrir honum nje leyfa honum bæinn. Þessi skemmukofi stóð þar við bæinn og var talinn kúgildi á jörðinni. Þar bjó Espólín um sig ásamt heitmey sinni og móðurhenn- ar, en vinnufólk hans láíframhýsum í bænum. Átti Espólín þar hina verstu æfi. Um þetta kvað Asgrím- ur Hellnaprestur: „Ef þú spyr að Espólín og hans kvenfólkinu, er hann þá að ætlan mfn intian í ktlgildmu". Annars er viðureign þeirra Espó- líns og Ásgríms dágott sýnishorn af því, hvernig samkomulagið gatverið milli heldri manna og mentamanna í í lok 18. aldar. Asgrímur kvað af kvefsni til Espólíns og var hæðinn og napur. Espólfn sárnaði og orti níð um prest, brá honum um það meðal annars, að hann hefði „lær- brotið strák og lógað kerlingu". Kvið- lingarnir jukust og varð úr þessu full- ur fjandskapur. — Eitt sinn mættust þeir á Harðakambi (undir Ólafsvíkur- ennif). Þá sló Ásgrímur svipuól sinni um höfuð Espólíns, en Espólín þreif í kjól hans. Hjelt hann á handfylli sinni úr kjólnum, en prestur reið áfram. (Sjá æfisögu Espólíns). Utan til í Breiðuvíkinni er Kamb- ur, þar sem Björn Breiðvíkingakappi átti heima. Þaðan skrapp hann um Kambskarð til fundar við húsfreyj- una á Fróðá. Þar kom Snorri goði hönum á óvart með menn sína, og ætlaði að drepa hann, en Björn vatt sjer að Snorra sjálfum, stakk tálgu- hníf fyrir brjóst honum og leiddi hann svo úr garði. Við það sættust þeir. Meira hugrekki og snarræði minnist jeg ekki að hafa sjeð í íslendinga- sögum. Klukkan 2 um nóttina komum við til Hallbjarnar Þorvaldssonar, hrepps- nefndaroddvita, og vöktum hann upp. Hallbjörn var formaður austur í Mjóafirði þegar jeg var þar fyrir nærri 20 árum. Hann var þá einn af allra aflasælustu mönnum þar í firðinum, sjómaður góður og dugn- aðarmaður hinn mesti, enda var hann þá í blóma lífsins. Þar kyntumst við ofurlítið. Síðan flutti Hallbjörn vest- ur í Arnarfjörð og var þar útvegs- bóndi nokkur ár. Þaðan flutti hann á Snæfellsnesið. Nú býr hann í Gröf í Breiðuvík, rjett utan við Kamba. Þá jörð á hann og nokkr- ar fleiri þar í hreppnum. Þar hefur hann bygt steinsteypuhús, sem varla getur þó talist full-búið enn. Hallbjörn er nú hniginn að aldri og farinn að láta á sjá eftir elli og eifiðleika lífs- ins, en söm er sálin, samur er áhug- inn og fjörið og sama er skapið. Hann er einn af fremstu mönnum sveitarinnar og vinnur með ósjer- hlífni bæði í þágu sveitarfjelagsins og annars fjelagsskapar þar. Fjár- aflamaður hefur hann jafnan verið nokkur, og væri nú eflaust allvel efn- aður; en hann varð, eins og fleiri, fyrir all-tilfinnanlegu áfalli af hruni Bændaverslunarinnar í Ólafsvík fyrir fám árum. Hailbjörn tók mjer mætavel, hýsti mig fyrst og fylgdi mjer siðan kring- um Snæfellsjökul. (Frh.). Enn um hið fyrirhugaða „kirkju* brot“ í Grímsnesinu. Þá er alt er að skrælna og visna, er gott að komi skúr úr lofti, enda þótt það sje ipikil demba. Oft er ein demba ekki nóg, en þá koma stund- um fleiri. Það gleður mig, að „merkisbónd- inn" úr Grímsnesinu hefur í „N.-Kbl.“, bls. iii kallað grein mína „dembu". Jeg vona að hún veki gróður í kirkju- máli þeirra Grímsnesinga, rjett eins og gróðrarskúr á vordegi. Þess þarf sannarlega með. Það þurfa að koma margar gróðurdembur yfir andlega líf- ið í Grímsnesinu og annarstaðar á ís- landi, ef það á að gróa upp og geta náð heim þroska, sem nauðsynlegur er. En svo sofandi geta margir verið, að þeir skilji það eigi nje sjái fyrst um sinn; en sú kemur tíðin, að þeir sjá það. Merkisbóndinn vill gefa í skyn, að jeg sje ókunnugur í Grímsnesinu og dæmi eftir gömlum kunnugleik. En hvernig hefur hann lesið grein mína? Jeg lýsi bæði kirkjurækni Grímsnesinga í Klausturhóla og Búr- fellssóknum fyrir 40 árum og nú á tfmum. Mjer er allvel kunnugt, hvern- ig kirkjur eru sóttar í Grímsnesinu, sjerstakleg í þessum tveimur sóknum, nú á hinum síðustu árum. Ef hann vill gera svo vel að lesa upp aftur það, sem prentað er eftir mig um þetta atriði í „N.-Kbl.“ á bls. 74 og 75, þá getur hann sjeð, að mjer er vel kunnugt um, að kirkjuræknin er lítil og messuföllin mörg í Grímsnes- inu, og að mjer einnig er kunnugt um, af hverju það er, og af hverju breytingin kom fyrir 40 árum. En það er háskalegur misskilning- ur hjá merkisbóndanum, efhannætl- ar, að kirkjurækni Grímsnesinga hafi minkað af því, að kirkjurnar standa kyrrar á hinum gömlu kirkjustöðum, og að eigi þurfi annað en flytja þær á einn stað til að bæta úr þessu. Jeg skal ekki rengja hann um, að fyrir honum og fleirum kunni að hafa vakað að glæða kirkjulífið með því að steypa saman kirkjunum. Enjeg veit það líka, að fyrir sumum vakir það aðallega, að ódýrara er að halda við einni kirkju en þremur. Jeg veit það líka, að skoðanir manna eru enn skiftar um það, hvernig byggja eigi upp hina nýju kirkju, ef kirkjunum yrði steypt saman. Sumir hugsa sjer að reisa nýja kirkju af þeim við, sem fæst úr hinum gömlu kirkjum, ef þær verða rifnar. Kirkju’núsin geta ekki talað. Þau eru varnarlaus og þögul. En því miður er það einkenni, sem oft hefur komið fram hjá íslendingum bæði fyr og síðar, að ráðast þar á, sem engin vörn er fyrir, á mállausa hluti og helga staði. Það er minkun. En hins vegar hefur heigulskapurinn ver- ið svo rótgróinn hjá landsmönnum og er það enn í dag, að þeir þora eigi að hreinsa þar til eða bæta þar úr, sem einhver lifandi mannsmynd hefur verið til varnar eða á hlut að máli, hversu mikil þörf sem er á því. Þetta liggur í landi og kemur ná- lega alstaðar í ljós. Hreinleika, sannleiksást og rjett- læti vantar svo tilfinnanlega. Jeg vil óska þess, að merkisbónd- inn og aðrir Grímsnesingar, sem hon- um fylgja, setji eigi á sig, í kirkju- máli þeirra, þetta þjóðkennilega mark og innsigli heigulskaparins. Bæði merkisbóndinn og aðrir skyn- berandi menn í Grímsnesinu vita vel, að það er ekki kirkjunum að kenna, að kirkjuræknin er svo lítil í Gríms- nesinu, og hið andlega líf eins og það er. En það skulu þeir sanna, að þeir fá seint nokkra verulega bót á máli þessu, ef þeir þora ekki að bera sannleikanum vitni. Og verið getur, að sá tími komi, ef til vill fyr en þá varir, að þá iðri þess, ef þeir brjóta niður allar kirkj- urnar sínar. Jeg óska aðeins, að mál þetta megi snúast þeim til hamingju, blessunar og sæmdar. Bogi Th. Melsteð. Wámaslys i Englandi. Ný- lega kviknaði í kolanámum í Cadeby og hefur þar orðið gífurlegt slys. Síðustu frjettir segja 80 lík fundin. Panamasknrðurinn. Það fer nú að líða að því, að umferð urn hann byrji. í Bandaríkjunum hefur komið fram krafa um það, að skip þaðan hafi ókeypis aðgang að skurðinum. Enska stjórnin mótmælir því fastlega og telur það samningsbrot, ef svo væri gert, en þeir samningar, sem hún vitnar til, voru gerðir, er umtal var um Nicaraguaskurðinn. Deilan um þetta er fast sótt, segja síðustu útlend blöð. Lagafrumvarp um gjald af skipum, sem um skurðinn fara, liggur þá fyrir þinginu í Washington. W. stead. Talað er um að reisa honum minnismerki, er gera á fyrir samskot, sem aðeins blaðamenn taka þátt í. Höfnin á St. Thomas. Leyfis- hafarnir að hafnargerð á St. Thomas, sem áður hefur verið sagt frá hjer í blaðinu, nota nú leyfi sitt á þann hátt, að þeir fá rjettinn í hendur hlutafjelagi, sem á að heita „Aktie- selskabet det Vestindiske Kompagni". Hlutafjelagið á að vera 20 miljónir í 20 króna hlutum. Hlutabrjefin voru auglýst til sölu 15. júlí og salan stendur yfir til 15. ágúst. Hiti var ákafur í New-York fyrir miðjan þennan mánuð. Margir biðu bana. Víðar er sagt frá óvenjulegum hitum um sama leyti. Finnland og flskisýning Norðnr- ianda. „Politiken" frá n. þ. m. segir, að Finnum hafi verið bönnuð af rússnesku stjórninni þátttaka í Norðurlandafiskisýningunni í Khöfn. Óciröir eim i Portúgal. Þar hefur lcngi verið ókyrt við norð- ur-landamærin. Óvinir lýðveldisins hafa haft þar bækistöð sína, og altaf hafa vofað þar yfir óeirðir. 8. þ. m. rjeðst foringi þeirra, P. Conseiró

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.