Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.09.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 04.09.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. Ijauuaveg 41, Talsimi 74. Rits tj o ri: F’ORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 40. Reykjavík 4. september 1912 VII. árg. I. O. O. F. 93699. KB 13. 9. 8. 31. 9. G. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 12—x. Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) I. og 3. md. í mán. II—I. Landakotsspítali opinn f. sjókravitj. io'/i —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—2V* og 5*/»—7. Landsbankinn io1/^—21/*- Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag k). 12—3 og 5—8 Heilsuhælið opið til heimsókna 12—I. Lárus Fjeldsted, YflrrJettarmAlafærslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Njr íslenslíur fræðimaöur. Gíslí Guðmundsson gerlafræðingur. Alþýða manna veit víst það eitt um þennan unga mann, að hann er for- stöðumaður gosdrykkjagerðarinnar „Sanitas". Árið 1904 fór hann til Svíþjóðar til að undirbúa sig undir það starf; hann var þá 19 ára; var hann 8 mán- uði við nám í „Hálsans Laboratori- um“ í Helsingborg; kennarar hans þar voru þeir Erik Berselius eina- fræðingur og N. Viktorsen verkfræð- ingur; þaðan fór hann til Stokkhólms, var þar í 2 mánuði og lærði að búa til ávaxtasafa, þá sem hafðir eru í gosdrykki. Þá er hann kom heim, setti hann á stofn gosdrykkjagerðina „Sanitas". Um það leyti komst jeg í kynni við Gísla og varð mjer þeg- ar ljóst, að hann var óvenju góðum gáfum búinn og fróðleiksfýsn hans eftir því. Hann fjekk nú Iöngun til að læra ölgerð og koma hjer upp brugghúsi fyrir óáfengt öl. Rjeð jeg honum þá að leita sjer fyrst af öllu mentunar í efnafræði hjá Ásgeiri Torfasyni, og var Gísli við nám hjá honum árlangt, bæði bóklegt og verklegt, og lýkur Ásgeir miklu lofsorði á hann; varði hann nú langa hríð öllum frístundum sínum til að lesa fræðibækur um efna- fræði og gerlafræði. Síðan fór hann til Kaupmannahafn- ar árið 1910 og var þar á vegum prófessors Alfred Jörgensens, vann í rannsóknarstofu hans að svepparann- sóknum og gerlarannsóknum. Þaðan fór hann til Miinchen og dvaldi þar nokkra mánuði og lagði stund á efna- fræði og gerlafræði og annað það, er lýtur að ölgerð. Nú kom hann heim aftur og hafði aflað sjer nægrar þekkingar til að standa fyrir ölgerð. En úr því gat ekkert orðið ýmsra orsaka vegna. Hann hafði alstaðar getið sjer besta vitnisburð hjá kennurum sínum. Hneigðist hugur hans meir og meir að gerlafræði, þeirri fræði, sem er einna vandasömust, en líka einna nytsömust af öllum nýjum vísindum. Þýskir vísindamenn nokkrir höfðu tekið eftir honum meðan hann var þar í landi og vildu fá hann til vís- indalegra rannsókna á því, hverjar lif- andi smáverur sjeu í loftinu hjer á landi; buðu þeir honum, að veita honum alla nauðsynlega tilsögn og leggja honum til áhöld. En Gísli gat þá ekki sint þessu álitlega til- boði vegna fátæktar. En hann gat þó ekki slitið hug- ann frá gerlafræðinni, og rjeð því af í fyrra að fara út aftur og finna Þjóð- verjana. Jeg hvatti hann þá til þess, að leggja jafnframt stund á sótt- kveikjurannsóknir. Þærrannsóknir eru margar svo erfiðar, að þær eru ekki annara meðfæri en sjerfræðinga í gerla- fræði, og verða ekki gerðar annar- staðar en í sjerstökum gerlarannsókn- arstofum. Þörfin á þess konar rann- sóknarstofum er alstaðar mikil nú á dögum, og varða þær oft afarmiklu, þá er um hættulegar farsóttii er að ræða og varnir gegn þeim. Ennfremur hafði Gísli fengist við líffræðisrann- sóknir á mjólk og mjólkurafurðum. Það fjekk Búnaðarfjelagið vitneskju um og veitti það honum nú ofurlít- inn styrk — 200 kr. — til að iðka þær rannfóknir betur. Gísli fór nú utan snemma í fyrra haust og er nýkominn aftur. Fór hann fyrst til Khafnar; var hann þar við nám í sjúkdómarannsóknastofnun danska háskólans undir handleiðslu próf. Salomonsen's, sem er nafnfrægur gerlafræðingur; iðkaði hann þar alls konar sóttkveikjurannsóknir; síðan fór hann aftur til próf. Jörgensen's, og varð þar fullnuma í mjólkurrannsókn- um þeim, sem um var getið. Að því búnu hjelt hann til Þýska- lands ; kom hann þangað í marsmán- uði og var nú við nám í stórri ran- sóknarstofnun í Diisseldorf fjekst við sóttkveikj urannsóknir allskonar og Ioft- rannsóknir. Loks fór hann, í júnímánuði, til hins heimslræga vísindamanns Wass- ermann's í Berlín og lærði þar til fulls hina svonefndu, afarvandasömu Wassermann’s rannsókn, sem lækn- um kemur nú oft að svo miklu haldi. Meðan Gísli var í Þýskalandi samdi hann stuttan leiðarvísi í sóttkveikju- rannsóknum handa nemendum. Hann segist hafa gert það fyrir sjálfan sig, en þýskir menn, sem vit höfðu á, sáu hjá honum handritið og keyptu það af honum fyrir 300 mörk og gáfu út; er þó vitanlega til mikill urmull af þess konar ritum þar í landi. Þennan bækling hefur hann nú gefið út á íslensku og heitir: „Leid- arvísir í sóttkveikjurannsókti". Gísli hefur boðið háskólanum hjer að veita læknaefnum tilsögn í vetur í sótt- kveikjurannsóknum; er bókin ætluð til afnota við þá kenslu, en hún er líka góður íengur fyrir alla lækna, sem eiga smásjá og eitthvað fást við þess konar rannsóknir. Fáeinar prent- villur eru í bókinni; á bls. 3 stend- ur t. d. „rýnisstækkarinn", en á að vera „rýnimælirinn". Gísli á nú von á miklum og marg- brotnum áhöldum frá Þýskalandi, sem þýskir vísindamenn senda honum til loftrannsókna hjer. Gísli er ungur að aldri, 27 ára gamall; hann er fæddur í Hvamms- vík í Kjósarsýslu, en fluttist með for- eldrum sínum til Reykjavíkur fyrir J4 árum. Hann er stiltur maður og yfirlætislaus, en ristir þeim mun dýpra. Hygg jeg að hann muni verða hinn gagnlegasti maður. G. Bjórnsson. Vígsla, Rangárbróarmnar. Hún fór fram, eins ög til stóð, 31. f. m. Um 2V2 þús. manna var þar þá saman komið, bæði úr suður- sýslunum og hjeðan úr bænum. En óhepnir voru gestirnir með vígslu- daginn. Þá var sífeld rigning og þar á ofan kuldabelgingur á norð- austan. Hafði þó verið þurt veður og allgott þar eystra undanfarna daga. Skemtanir, sem áttu að vera samfara brúarvígslunni, fórust því að mestu fyrir, aðrar en ræðuhöld, og um þau varð miklu minna en ella hefði orðið, ef veður hefði verið betra. Björgvin sýslumaður Vigfósson setti samkomuna, og þar næst vígði Hannes Br úar-dr áp a. Suiig'in ylð Tígrslu Rangárbrúarinnar. Lag: Norður við heimskaut í svalköldum sævi. Fagurt er ísland, en Suðurland sveipa sólstafi fegursta’ á landinu’ eg veit, — gammvökrum jó er þar gaman að hleypa góðviðrisdag yfir broshýra sveit. Glampar á jöklanna gljáskygða hjálma, glitklæddar hlfðar við bláfjalla sveig. Þó eru fljót þar, sem ferðunum tálma, fallþung og búa’ yfir ísköldum geig. Rangá er fögur, — í fossum og giljum fiðlustreng vatnadís brosandi gnýr, — kaldrifjuð feigðin í hringiðu-hyljum hægfara, lymsk þó und glófleti býr. — Býr sem hin fegursta kona’ yfir köldu, kviklát og viðsjál og straumbreytin á, sjá, hún er jörmunefld skorðuð við skjöldu, skal ekki mannblót að eilífu fá. Náttúran meinbægin máttugum lýtur menningarkrafti á framsóknartíð, viljinn og áræðið brautirnar brýtur, brattlendur klífur, þótt hægt fari’, um síð. Hjer stendur brúin sem voldugur varði viljans, er fram til hins ónumda lands djarftækur leitar að auðsæld og arði, óðul sjer helgar hins frjálsborna manns. Svo skal um Rangárþing samhuga brúa sveitirnar allar til gengis og hags, hugum frá sjerdrægni’ að samtökum snúa, safnast um ljósmerki komandi dags, — tvístrandi þjóðhugar torfærum eyða, tengia við landið hvers hluta þess gagn, gera til sjálfstæðis brautina breiða, brúka sitt vit til að skapa sjer magn. Nóg er að sinni af sjálfstæði’ í orði, sóknin þarf öruggan bakhjarl að fá. Sýnið mjer efnalegt sjálfstæði’ á borði, sigrandi, ókvíðnir stöndum vjer þá! Brú vor sje tákn þess að tengi oss alla trúin á drenglyndi, menning og dáð, — frelsið í dölunum dimmblárra fjalla djarfhuga verndi nú harðfylgi’ og ráðl Brúin sje vígð undir vorhugans merki, víðsýni helguð og framsóknarþrá! Vinni’ ekki jarðskjálfta-jötuninn sterki járnvörðum boga nje stöplunum á. Verði hún móðurbrú veglegra brúa víðsvegar síðar um Rangárþing alt, verði’ hún oss hvöt til að vilja og trúa vaknandi þjóðhug, er kallar oss snjalt! Hvort mun ei Gunnar í hauginum fagur hugreifur brosa og kveða við raust? Vitsnilli Oddverja’ og atgervisbragur örfa með niðjunum metnað og traust? Rangæingsmerkið í heiðri skal hafa hvar sem því lyft er í þjóðrækni’ og trúl Berum það hátt meðan heiðgeislar stafa hollrúnum vonar á framtíðar brú. Guðm. Guðmundsson. Hafstein ráðherra brúna með langri og snjallri ræðu, en á eftir var sungin Brúardrápa Guðm. Guðmundssonar skálds, sem prentuð er hjer í blað- inu. Siðar mælti síra Eggert Pals- son alþm. fyrir minni íslands, síra Skúli í Odda fyrir minni hjeraðsins og Einar alþm. á Geldingalæk fyrir minni kvenna. Á milli var leikið á lúðra í næsta tbl. mun Lögr. flytja ræðu ráðherra og ef til vill fleira af ræð- unum. Fá menn þá í ræðu ráðherra nákvæma lýsing á brúnni. Hjer skal þess aðeins getið, að brúin er 92 mtr. (147 álnir) á lengd, en breidd venjul. brúabreidd, 2,6 mtr. (4 álnir) innanmáls. Brúin hvílir á tveimur stöplum í ánni, auk land stöplanna. Hún er úr járni og smíð- uð hjer í bænum á verkstæði land- sjóðs, af Jóni Þorlákssyni landsverk- fræðingi. Hefur hún orðið ódýrari en ætlað var, svo að hann hefur fyrir afganginn gert aðra brú þar eystra í sumar, yfir Hróarslæk, og er það bogabrú úr járnbentri steinsteypu, 18 metrar á lengd. Rangvellingum þykir mjög vænt um að hafa fengið þessa brú, og er það allra mál, sem til þekkja, að landsverkfræðingurinn eigi mesta lof skilið fyrir verkið. Ijajnargeríin. Tilkoóiii oróin liuiin. Á laugardaginn var, voru lesin upp á skrifstofu borgarstjóra tilboð þau, sem honum höfðu borist um hafnar- gerðina hjer í Reykjavík. Tilboðin eru þrjú, 1 norskt og tvö dönsk. Norska tilboðið er frá 4 mönnum, er hafa slegið sjer saman: G. Kjelland, Andr. Bergerud, J. Jörgensen vg H. Nafstad, og var norskur verkfræðingur fyrir þeirra hönd við opnun tilboðanna. Þetta tilboð hljóðar upp á 1,850,000 kr. En að loknu verki fær bærinn mikið af áhöldum þeim ókeypis, sem notuð hafa verið við verkið. Annað dar.ska tilboðið er frá Saabye & Lerche. Hijóðar það upp á kr. 1,780,000 til kr. 1,880,000, en ef slept er 200 stikum af Efferseyjar- garðinum þá kr. 1,493000 til kr. 1,593,000. Hitt danska tilboðið er frá N. L. Monberg. Það er eftir nýjum teikn- ingutn, sem leggja þó áætlanir Smiths til grundvallar. Vill hann gera höfn- ina fyrir kr. 1,510,000—1,540,000. Því fylgja fullkomin kola-uppskipunar- tæki af nýtískugerð, með rafmagns- mótorum og sporbrautum. Þetta fylgir ekki hinum tilboðunum, en ef gerð er sjerstök innri höfn og upp- fylling við Effersey, þá að auki kr. 1,000,000. Fyrst og fremst hefur hafnarnefnd- in tilboðin til athugunar, en síðan verða þau lögð fyrir bæjarstjórnina. Tilboð N. L. Monbergs virðist að- gengilegast. íslenskur landkönnunarmaður. Vilhjálmur Stefánsson. Það eru nú meira en fjögur ár síð- an íslenskur maður frá Kanada, Vil- hjálmur Stefánsson, lagði á stað norð- ur í heimskautslönd Ameríku ásamt öðrum manni, Anderson að nafni, og hafa þeir hafst þar við allan tímann meðal Eskimóa. Þeir fóru á stað vorið 1908, en nú kvað þeirra von bráðum heim aftur. Frjettir hafa borist af þeim öðru hvoru og af þeim hefur það þótt merkilegast, að þeir sögðu frá flokki manna þar í heim- skautalöndunum, sem þeir töldu ekki til Eskimóa. Nánar en áður er frá þessu skýrt í „Reykjavík" á laugar- dagiun var, eftir brjefum frá Vil- hjálmi, sem birst hafa nýlega f ensku blaði. Þar segir meðal annars: „Við höfum á fjórum árum farið fleiri mflur á sleða en nokkrir heirn- skautafarar aðrir, sem eigi hafa haft annað matvæla en hjer fæst norður frá. Við höfum fundið stóra bygð Eskimóa á þeim stöðum, sem eru kallaðar „óbygðir" á landabrjefi því, sem stjórnin hefur gefið út. Á Vikt- oríulandi (ey fyrir norðar Ameríku) höfum við fundið meir en þúsund Eskimóa, og frjett um fleiri, sem aldrei hafa sjeð hvítan mann, byssu eða eldspýtu. Við höfum búið hjá þessu fólki í fimm mánuði, höfum lært mál þeirra og gefið gaum að siðum þeirra. Það má í frásögur færa, að við fundum menn í suðvestur-Viktoríu- landi, sem eru einkennilega ólíkir Eskimóum í útliti, meira að segja líkari Norðurlandabúum en Skrælingj- um. Þeir tala Eskimóamál og að menningu standa þeir ekki hærra. Þó fann jeg eitt eða tvö orð í máli þeirra, sem ekki er ósennilegt, að sjeu norræn að uppruna. Jeg sá um 17 af 40 af þeim ætt- flokk, sem líkastur er Evrópumönn- um að útliti; þeir hafa allir ljóst skegg og augabrúnir. Þó sjást líka meðal annara ættflokka stöku menn ljósir á brá. Mjer er nær að halda, að einn eða fleiri menn, er voru í Franklíns-leið- angrinum, hafi lifað í nokkur ár með- al Eskimóa í Viktoríulandi. Byggi jeg það á sögusögnum, sem jeg hef heyrt þar. Þótt svo hafi verið, er ekki hægt að byggja á því neinar skýringar um útlit og vaxtarlag þessara manna. Álíti menn, að þessi breyting í útliti hafi byrjað fyrir tæpri öld og eigi rót sfna að rekja til giftingar hvítra manna og Eskimóakvenna, þá gæti breytingin ekki hafa gerst á svo stuttum tíma, jafnvel þótt hvítu menn- irnir hefðu skift mörgum hundruðum. Svo sýnist mjer, að sje uppruni þessa ljóshærða kyns í Viktoríulandi af hvítu blóði, þá er sá söguatburður, er skýri það, hvarf íslensku land- námsbygðarinnar um 1400; og mun hjer um 3000 manns að ræðá". Vilhjálmur Stefánsson ferðaðist hjer heima eitt sumar nokkru áður en hann lagði á stað í norðurförina. Hann var þá við nám á Hatward- háskólanum og var aðalnámsgrein hans mannfræði.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.