Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.09.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 04.09.1912, Blaðsíða 3
LOGRJETTA 175 CC3 o o fO i-4 <D > có ri i—( to v- w -4-» C/í O C00 rt o bX Æ O '■Q C\ G O ct< ÖlO s viS Cð j_ TJ 03 ’o ^ •U 4_» cr cö X tj b' ^ E ro •M C 'O W M2 u ^3 M o *- *0 ,íj í5 ’r5 !3 o c c — p - b/)^3 CU3 ~ s Px=1 X-O q\ ö LO 1-0 1-0 O *-* »- « o* ”3 c 3 bÆ <u c c w rs £ <D > cö c £ cö T> -±í :0 X D rt H bÆ 3 4-1 4-1 O P4 c XI cö c cö CQ cö vo vo cö X o .w p^=l S o G\ W) o > X io GLZ> C—. CÖ 6 í - >» - bfl •* tS o i2 -o 4-» ----> .i3 io jz: o ^ V oo o io> 5? « § vo 'S > co EC cö cö T3 C cö X O O 1-0 l co O *■ lO 03 C X X o io vo o io c i2 Sj b 0) 3 *• c d rc> 4-» w o <D M oo w o o 3 ro S ro ,S M S 1895. 50 ára afmæli alþingis. William ISoolli dáinu. Stofnandi Hjálpræðishersins og yfirstjórnandi, W.Booth, andaðist 20. f. m. nokkuð á níræðisaldri, fæddur 1829. Hann var áður Meþódista- prestur í Lundúnum, en hætti við prestskap og gaf sig allan að starfsemi meðal fátæk- linga. Sjálfur var hann þá auðugur maður. Svo stofnaði hann þar Hjálpræðisherinn, er fljótlega breiddist út um alian heim, og var yfirstjórnandi hans til dauðadags. í stórborg- um heimsins hefur Hjálpræðisherinn unnið afarmikið til gagns oghjálp- ar fátækling- um. Fyrirstarf- semi sína í Lundúnum var Booth gerður þar að heiðurs- borgara fyrir nokkrum ár- um. Hann hef- ur fram á síð- ustu missiri verið í sífeldum ferðum landa á milli, um allar álfur, til eftirlits með starf- semi herdeilda sinna og þykir hið fasta skipu- lag, sem Booth hefur komið á hana og er eins alstaðar, mjög merkilegt. Klofningur varð þó eitt sinn í fylkingum Booths og olli því sonur hans. Booth yngri dró yfirstjórn Hersins í Ameríku undan ráðum föður hans og varð þar sjálfur yfirhershöfðingi. S ro —' W .2. 3 2 •g 2 rt aj X > Innkaupin 1 Edinborg auka gleði — minka sorg. b Verslun ASG. G. GUNNLADGSSONAR fi Co„ Austurstræti 1, hefur nú fengið með s/s „CERES" fjölda af vörmn, t. d.: Dömuklæði, 4 tegundir, kr. 1,25—2,40, Klæðið góða kr. 3,30—4,50. Prjónabandið alkunna, kr. 3,30 pr. pund. Morgunkjólatau, 10 tegundir. Silkifötin alþektu. Sængurdúk og fiðurhelt ljereft; axlabönd, 20 tegundir. Drengjapeysurnar, sem allir þekkja, o. m. fl. liesfu kaupln gerið þið í Austurstr. 1. Ásg-. Gf. Gfuuulaugssou & C o I £ Sumarferð í Húnavatns- og Sbagafjarðar- sýslu. I. í júní og júlí í sumar fór jeg um Húnavatns- og Skagafjarðar-sýslu í 5 vikur og svo 3 vikur um Borgarfjörð. Hjelt 9 fyrirlestra í Málfunda- og Ung- mennafjelögum í Skagafirði, en 8 í Húnavatnssýslu í fjelögum og vfðar og svo 3 í Borgarfirði. Á Sauðar- krók voru áheyrendur flestir, um 400. Enda var þar íþróttamót mikið. Þar var hlaupið, stokkið, glímt og synt. Þar voru líka kvennafimleikar, einnig sönglist, dans og kvæðaupplestur, alt myndarlegt og með reglu. Unnu ýmsir verðlaun. Á hinum stöðunum í Skagafirði var fremur fáment við fyrirlestrana: þetta 22—28; nema á Reykjum í Tungusveit, þar voru 60. Þar er sundskáli mikill og sundtjörn hjá um 800 □faðmastór. Eru volg afrensli úr einni lauginni þar. Mikill er annars jarðhiti á Reykjum og er þar kartöflurækt góð, var kartöflugras- ið þar orðið 1 fet á hæð eða meira þann 20. júní. Sögðu þeir mjer, að gulrófur væru þar oft 5 pd. þungar hver. Mjer virtist að miklu meiri gavðrækt mætti hafa þar. Víða eru stór tún í Skagafirði þar sem jeg kom, t. d. í Ási í Hegranesi og á Frostastöðum eru 400 töðuhesta-tún, 300 á Víðivöllum. Reynistaður er og stórbýli mikið; tún stórt, miklar og sljettar engjar, og eru þær nú slegnar með sláttuvjel. í Húnavatnssýslu hafði jeg flesta áheyrendur í Bólstaðahlíð, eitthvað á þricja hundrað, enda var þar þá tom- bóla, og á Höskuldsstöðum 80; ann- arstaðar þetta 20—40, enda var ann- ríki mikið. Jeg fór um Dalasýslu í fyrra um sama leyti, og voru þar heldur fleiri áheyrendur. í Borgar- firði eru fyrirlestrar mínir einna jafn- ast og best sóttir. Víða eru tún stór í Húnavatnssýslu, t. d. í Bólstaða- hlíð; fást af því, var mjer sagt, þetta um 500—800 hestar, þegar allir út- jaðrar eru taldir; er það harðlent og mikið búið að hafa fyrir því. Á Geitaskarði er og stórt tún, 300 —400 liesta. Var Árni að láta byggja sjer stórt steinsteypuhús. Annars er heldur færra af stein- og timbur-hús- um í sýslum þessum en í Borgarfirði og í Árnes- og Rangárvallasýslum. En torfbæir eru aftur víða góðir fyrir norðan og standa betur en á Suð- vestur- og Suður-landi, því loftslagið er kaldara og þurrara, og svo geta þeir fremur náð sjer í góðan rekavið. A Giljá í Vatnsdal var stofa 60 ára görnul, og var stæðilegri mörgum 10 ára stofum, sem úr slæmum við og í rakaloftslagi eru bygðar. Mjer finst því Norðlendingar síður þurfi að hætta torfbyggingum en Sunnlendingar. Ann- ars kann jeg altaf ofurvel við mig í góðum torfbæjum. Hef þó verið 12 ár í góðum timbur- og stein-húsum erlendis. II. Fyrir norðan Giljá er steinninn, sem ármaður eða verndarvættur Koð- rans, föður Þorvalds Víðförla, bjó í. Steinninn er hjer um bil 3 faðmar á lengd, 2 faðmar á breidd og D/2 faðtnur á hæð, stendur hann þar ein- stakur á holti og vex á honum mikið af geitaskóf og ýmsum fallegum stein- skófagróðri. Er þar því fallegt og vistlegt fyrir steinbúann. Jeg kom að Stóru-Borg, og þaðan var mjer sýnt Borgarvirki. Stendur það á hálsinum fyrir sunnan Stóru- borg, þar sem hann er hæstur. Það er skeifumyndað hamrabelti kringum skeifumyndað byrgi, inni í því eru tvær stórar steintóftarrústir og er opið mót austri. Er sagt frá því í sögu Vígabarða.eða Heiðarvíga sögu. Ekki kom jeg inn í sjálfan Vatns- dalinn núna. En þar kom jeg fyrir rúmum 30 árum, gerði mjer ferð fram að Hofi, höfuðbóli Ingimundar gamla. Mjer þykir altaf vænt um fornu Vatns- dæli. Ingimundur er einhver lang- besti maðurinn, sem lifði hjer í forn- öld. Og synir hans eru líka drengir góðir, þótt þeir sjeu ólíkir. Og svo eru nú konurnar í Vatnsdælu ágætar, þótt ekki sje sagt svo mikið frá þeim. Þær Þórdís og Helga eru ekki að þessum leiðinlegu eggjunum, sem ó- prýða svo mjög konurnar í Njálu, Laxdælu og víðar. Nei, Vatnsdælu- konurnar eru sættakonur. Þær sefa heiftir og fremja frið. Út af Ingi- mundi gamla er líka Illhugi, bróðir Grettis, kominn, einhver langbesti drengur, sem ísland hefur alið. Jeg fór hjá Ösi í Miðfirði. Datt mjer þá sem oftar í hug: Sárt er það, ef saga Þórðar Hreðu ekki er sönn. Þórður hefur mjer altaf þótt einhver langskemtilegasta fornsögu- hetjan. Er besti drengur. Og þá er Sörli ekki síður. Sje sagan til- búningur, þá er það góður tilbún- ingur að efninu til, nema hvað Skeggi er of grimmur og Þórhalli heldur mikið ómenni. Veðrið var besta ferðaveður, þeg- ar jeg fór um sýslur þessar. Oftast sólskin, örsjaldan rigning eða þoka, nema helst á næturnar; aldrei ofkalt og aldrei of heitt. Jeg gekk mest- megnis úr Norðurárdalnum og að Blöndu. Úr því tóku fjelögin við og buðu mjer nóga hesta; voru sumir þeirra hreint afbragð. Vegir eru all- góðir. Hjeraðsvötnin eystri brúuð. Svifferja á vesturvötnunum. Og fyrir ofan Hegranesið, þar sem vötnin eru í einu lagi, er önnur svifferjan, og svo smáferjur hingað og þangað. Ein brú er á Blöndu — og eigin- lega bara ein ferja, Holtastaðaferjan. Er ilt að ferja annarstaðar yfir ána, rennur á breiðum eyrum, oft í fleir- um kvíslum. Brúarstæði nvergi að sjá í Langadal, og ekki í Blöndudal heldur, að minsta kosti ekki neðan til í honum. Svo á þessi verður lengi mikill samgöngutálmi. Hinar árnar í Húnavatnssýslu eru alt betri viður- eignar. Víða er fallegt í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, en ekki finst mjer náttúran þar neitt sjerlega stór- kostleg eða margbreytt. Drangey og Skagafjarðarundirlendið er einna til- komumest. Og í Langadal eru marg- ar brekkur og enda holt heiðblá af þrílitri fjólu, og fegrar það dalinn ákaflega. Skógar eru hvergi nema eitthvað í Hrollleifsdal og á eyju í Miklavatni í Skagafirði. Og svo gulvíðisrunnar sumstaðar, t. d. við Svínavatn. Þar er og ein birkihrísla og eru þær líka víðar á stöku stað í giljum. Víða er mikið af fjalldrapa. En fjöllin eru furðu flagalítil, og það eins, þótt þau sjeu há. Og lágu fjöllin, bæði við Blöndu og í Miðfirði og Hrútafirði, eru hjer um bil flagalaus, alþakin skrúðgrænum engjum og liögum, og þeir fáu melar og klettar, sem þar eru, gera bara fallega tilbreyting f landslagið. Það er einhver munur að sjá þessar sveitir, eða svéitir þær, þar sem mikið er af flögum. Það er eins og að sjá tvo menn: annan í alveg óslitnum fötum, en hinn í gauðrifnum görmum. Heldur eru t. d. komin göt á hin fögru skrúðklæði Hvítársfðunnar, að jeg nú ekki nefni hálsana hjá Hafnarfirði og víðar, þar sem annars er að öðru leyti fallegt land. — Það þarf að bæta þessi ljótu göt á fatnaði fjalla og dala vorra, þarf að græða foldarfleiðrin og sárin. Flagablómin og melablómin eru altaf að reyna það, en hafa ekki nóg næði tíl þess fyrir stormunum, vatninu og skepnunum. Skógplantanir og girð- ingar verða að koma til að hjálpa hrjóstragróðrinum, svo hann geti gert foldarsárinn að verulegu graslendi. Jeg sakna oft norsku skóganna og aldingarðanna, þegar jeg ferðast hjer á landi. En túnin þykja mjer fult svo falleg á litinn hjerna. Veit þó vel, að sóley og fíflar eru ekki eins gagnleg og rauði smárinn, sem oft slær fögrum rósroða á norsk og dönsk tún. En lambagrasið og holtasóley- arnar, sem gera móa, holt og mela okkar að sönnum skrúðreítum, sjást örsjaldan í bygðum á Norðurlöndum. Alstaðar var mjer tekið ágætis-vel; greiðaborgun örsjaldan þegin, en oft boðnir hestar og smáfylgdir ókeypis. Jeg get ekki gert svo sem neinn mun á bæjum, þar sem jeg kom, í þessu efni; gestrisnin svo almenn og jöfn. En svipað hlýt jeg að segja hvar sem jeg hef ferðast hjerálandi; sár- fáar undantekningar. G. Hjaltason. Aukaþingiö 1912 má heita merkilegt þing og gott þing. Það hefur fært einmitt það, sem vitrustu og bestu mennirnir hvervetna um land fundu sárast til að vantaði, en það var friður og eindrægni. Að þessu fengnu eru meiri líkindi til þess en áður, að nytsömum málum verði framgengt, og á því er nú landi og þjóð mest þörfin, en hið blinda hatur milli manna út af sökum, sem nú eru um garð gengnar, þarf að kæfa niður. Til þessa hefur aukaþingið 1912 lagt grundvöllinn og á þökk skilið fyrir af þjóðinni. Annars mun Lögr. bráðlega minnast nánar á gerð- ir þess. Hræsni. Blaðið „Ingólfur" lætur sem sjer sje afargramt í geði við þingið í sumar fyrir það, að það hafi ekki afgreitt stjórnarskrárfrumvarpið, sem síðasta þing samþykti, en aldrei var fyrir þingið í sumar lagt af stjórn- inni, af ástæðum, sem öll blöðin hafa áður skýrt frá. Hvíllk afskræmishræsni slfkt og þvílíkt hlýtur að vera geta menn best sjeð, er þeir gæta þess, að nú- verandi ritstjóri „Ingólfs", Ben. Sveins- son alþm., var einn þeirra þingmanna, sem 1911 greiddi atkvæði móti stjórn- arskrárbreytingafrumvarpinu, svo að hann vildi þá sjálfur una við núver- andi stjórnarskrá að minsta kosti fram til þingsins 1913. Stöðulaga-gylling. Á al- þingi 1911 báru forsprakkar Sjálf- stæðisflokksins fram mótmæli gegn stöðulögunum, eins og menn muna, En á alþingi í suinar báru skiln- aðarmennirnir þrír fram tillögu til þingsályktunar, sem auðvitað enginn ljeði atkvæði annar en sjálfir þeir, þess efnis, að Iofa og gylla stöðu- lögin á hvert reipi. Nú á að fara að gera þau að fyrir- myndar frelsisskjali — hampa þeim eins og landvarnarmenn hafa áður hampað gamla sáttmála Gissurar jarls Þorvaldssonar. Gfjaldkeramáliö. Magnús sýslumaður Guðmundsson, sem dæma átti gjaldkeramálið, hefur beðið stjórn- arráðið um lausn frá því og ber við embættisönnum. Kvað vera komið upp sauðaþjófnaðarmál í Hofsstaða- hverfinu í Skagafjarðarsýslu, er hann þarf að ransaka nú í haust, og auk þess hafi hann málum að gegna úti í Fljótum. Hið ómannlega og tuddalega ill- girnisraus, sem alið er stöðugt á út af þessu máli frá einum vissum stað hjer í bænum, og svo sorpblaðamál- færslan, sem því er samboðin og lík- lega frá sömu heilbrigðu rótinni runn- in, — alt þetta er svo einstakt í sinni röð, að manni verður ósjálfrátt að hugsa, að slík ótuktarlymska hljóti Vel þurkaða þöngla kaupir háu verði Jakob Havsteen: hittist á skrif- stofu D. D P, A. áður yfir Ijúki að fá sín makleg mála- gjöld. Sannleikurinn er sá, að með þetta mál hefur verið farið frá yfirvaldanna hálfu, alt frá því að sakamálsran- sóknin var hafin, út í ítrustu æsar eins og lög standa til. Að gjaldkerinn hafi hálf laun meðan á málinu stendur, er ekki annað en það, sém lögin beint fyrirskipa. Ef hann hefði verið sviftur þeim, þá hefði verið níðst á honum og hann þá sfðar getað átt kröfu til skaða- bóta. En því er ekki eins um það talað, að sýslumaður Húnvetninga, sem lfka hefur verið vikið frá, skuli halda hálfum launum? Þeir, sem vefinn spinna í gjaldkeramálinu, vita þó þetta vel. Og því fer mjög fjarri, að gjaldkeramálið hafi enn sem kom- ið er tekið tiltölulega langan tíma, jafn umfangsmikið mál. Smjörialan í Englandi. Símað er í gær frá Ch. Mauritzen í Leith, að hann hafi selt nokkuð af síðustu sjörsendingu hjeðan fyrir 123 sh. 100 pd. Reykjavík. Yflrdómuriim. 13. f. m. var fyrv. ráðherra Kristján Jónsson aftur skip- aður þar dómstjóri. Ráðlierrabústaðurinn. Þangað er nú Hannes Hafstein að flytja sig, en Kr. Jónsson er fluttur aftur í hús sitt við Austurvöll. Guðm. Sveinbjörnsson lögfræð- ingur, sem áður hefur búið í húsi Kr. J. við Austurvöll, er nú fluttur í Ásbyrgi. Stjórnarráðið. Á annari skrif- stofu þar er orðinn aðstoðarmaður, í stað Magnúsar Guðmundssonar, nú sýslumanns Skagfirðinga, Oddur Her- mannsson lögfræðingur. Annar að- stoðarmaður þar er Marinó Hafstein fyrv. sýslumaður. Veðrið. Rigningar og kalsar öðru hvoru undanfarandi, en gott veður tvo sfðustu dagana. Lækurinn. í hann hefur verið lagt steypt holræsi í sumar, alla leið frá tjörninni til sjávar, og síðan fylt upp þar ofan á, og á að gera þar gangstíg. Því verki er nú langt komið. Þetta er mikil bæjarbót, því eftir að mörg skólpræsi höfðu verið lögð í lækinn, var orðin úr honum slík fýla, að ekki var þolandi í miðj- um bænum. líýr viti. Á Hafnarnesi sunn- anmegin Fáskrúðsfjarðar verður í haust, væntanlega 15. sept., kveykt á vita, sem sýnir fast hvftt ljós með myrkvum, hjer um bil 25 á mínútu. Vitinn stendur yst austanvert á nes- inu; hæð vitabyggingar 4 m.; hæð logans yfir sjávarmál um 15 m.; vita- byggingin er hvítur steinstöpull. Ljós- króna 5. flokks. Ljósmagn og sjónar- lengd um 10 sml. Logtími i. ágúst til 15. maí.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.