Lögrétta - 18.09.1912, Side 1
Afgreiðslu- og innbeimtum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON.
LsugaTeif 41*
Talalmi 74.
Ri ts tj o ri:
ÞORSTEINN BÍSLASON
Þingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
M 40.
Reykjavík 18. september 1912.
VH. árg.
ÍT^-y^1 ?rú í. jKietsen sigldi fyrir nokkru til þess að kaupa inn
illst líordni onar nriað; fyrir i I P T inira '•s
I V/l U1U.11 U ■ 1 1 X 1 Vörurnar koma hingað mei kemur hingað 24. þ. m., svo sjál sem vill fá sjer góða og óðý að bíða til þess tíma. D1 jUCö. 3 ss „3ugélíi“, sem fsagt er fyrir fólk, ra vejnaðarvöru,
I
I. O. O. F. 932099.
KB 13. 9. 9. 28. 9. G.
Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2.
Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—I. . .
Landakotsspitali opinn f. sjókravitj. lo’/*
—12 og 4—5. .
Islands banki opinn 10—21/* 5V«—7-
Landsbankinn 10*/*—21/*- Bnkstj. við 12—1.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8
Heilsuhælið opið til heimsókna 12—I.
Lárus Fjeldsted,
Yflrrjottarmálaf*BrsIumaOur.
Lækjargata 2.
Heima kl. 11 — 12 og 4—7.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappír og allskyDS
ritföng kaupa allir í
Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar.
Tóuskinn
kaupir
Sigurgeir Einarsson.
Þingholtsstræti 5.
^ajnarbygglngin.
Tilboði IHonbergs tekið.
Hafnarmálið var tekið fyrir á auka-
fundi bæjarstjórnar síðastl. laugardags-
kvöld og þar samþykt að taka tilboði
N. C. Monbergs í Khöfn um bygg-
inguna.
Hafnarnefnd hafði lagt fyrir bæjar-
stjórnina prentað álitsskjal með lýs-
ingu á þeim 3 tilboðum, sem fyrir
lágu, en tillaga hennar, sem samþykt
var, er svohljóðandi:
„Bæjarstjórnin samþykkir tilboð
herra verkfræðings N. C. Monbergs
í Kaupmannahöfn, dags. 17. f. m.,
að byggja höfn í Reykjavík fyrir
1510 þúsund krónur, þó að áskild-
um rjetti til að taka 1540 þúsund
króna tilboði hans í sama brjefi, ef
bæjarstjórninni, að fengnum nýjum
ítarlegri upplýsingum, þætti það að-
gengilegra.
Hins vegar vill bæjarstjórnin ekki
á þessu stigi málsins samþykkja til-
boð hans um byggingu innri hafnar
við Effersey fyrir 100,000 kr. auka-
borgun, en óskar að það tilboð standi
fyrst um sinn“.
Jón Þorláksson landsverkfræðingur
hafði skrifað undir með fyrirvara. Var
því Kl. Jónsson Iandritari framsögu-
maður málsins á fundinum, en Jón
Þorláksson gerði sjerstaklega grein
fyrir sínu áliti. Hans skoðun er, að
bærinn hefði helst átt að byggja
höfnina á eigin spýtur. Sömu skoð-
unar er einnig hinn verkfræðingurinn
í bæjarstjórninni, K. Zimsen. Einn-
ig benti J. Þorl. á ýmislegt, sem hon-
um þótti ekki nógu skýtt framtekið
í tilboði Monbergs, svo sem það, að
ekki sæist þar, hvort skjóigarða-
kamparnir ættu að vera úr grá-
steini eða steinsteypu, ekki gildleiki
járnanna f bryggjunum o. fl. Vildi
hann fá hingað verkfræðing frá Mon-
berg til að skýra þetta, áður en til-
boðinu væri að fullu tekið, og taldi
það ekki þurfa að draga málið meira
en um einn mánuð. Annars taldi
hann tilboð Monbergs að ýmsu leyti
til bóta frá því, sem gert hafði verið
ráð fyrir f útboðinu. Hinu var aftur
haldið fram af framsögumanni, Kl. J.,
Tr. Gunnarssyni og borgarstjóra, að
samþykkja tilboðið þegar í stað.
Borgarstjóri kvað samning um verk-
ið ógerðan, þótt tekið væri tilboð-
inu, og í hann yrðu sett öll nánari
skilyrði um einstök atriði. L. H.
Bjarnason vildi láta ræða málið á
tveim fundum og eigi ráða því til
lykta að þessu sinni.
Lögr. hefur skýrt svo ítarlega frá
hafnarmálinu áður og lýst því, hvernig
verkið er hugsað, að hjer skal það
ekki endurtekið. Aðeins tekinn upp
úr nefndaráliti hafnarnefndar saman-
burður á tilboðinu, sem samþykt var,
og útboðinu á verkinu. Um þetta
segir þar svo:
Grandagarðurinn. Hann er nær
því óbreyttur frá því sem er í út-
boðinu. Aðeins eftir teikningu Mon-
bergs íbjúgur á V3 hluta hans frá
landi talið, þannig að suðvesturendi
hans kemur að landi c. 150 metrum
vestar. en samkvæmt útboðsteikning-
unum. Bylgjan leiðist með því móti
lengri leið meðfram garðinum og
meira svæði fæst fyrir innan skjól-
garðinn. Halli garðsins er sam-
kvæmt teikningu Monbergs 1 : 2 á
ytri hlið og 1 :’ i á innri hlið, en
samkvæmt útboðsskilmálunum I : IV4
og I : I */4-
Ejferseyjargarðurinn. Lengd hans
hin sama og dýpi við fremri endann
sem í útboðinu. Lega hans er einn-
ig hin sama nema hvað hann eftir
teikningu Monbergs er lítið eitt íbjúg-
ur og kemur endi hans lítið eitt
norðar á eyna en ætlað var eftir út-
boðinu. En á þessum garði vill
Monberg gjöra þá breytingu, að
byggja hann með þeirri gerð, sem
útboðið gerir ráð fyrir, upp að 3 m.
hæðarlínunni, en þar ofan á hlaða 3
metra háan hleðslugarð, sem er að
neðan 2 metrar á breidd og að ofan
1 meter. Hliðarhalli neðri hluta
garðsins er hjá Monberg 1 : 1,5—1 : 2
að utan, en að innan 1:1, þar sem
hallinn samkvæmt útboðinu átti að
vera 1 : 2,5—I : 1,25 að utan og
1 : 1,25 að innan. Endi garðsins er
samkvæmt teikningu Monbergs hlað-
inn lóðrjettur og vitinn þar ofan á
1+7 metra hæð. í tilboðinu er gert
ráð fyrir að leðjan, sem í botni er á
fremri hluta garðstæðisins, verði
mokuð upp og flutt burt, en traust-
ari undirstaða sett í staðinn.
Batteríisgarðurinn. Lengd hans
eftir tilboðinu er hin sama sem eftir
útboðinu og lega hans eins. Bygg-
ing garðsins er eftir tilboðinu frá-
brugðin útboðinu að því, að á fremri
enda garðsins, frá ytri bryggjuenda
út andir haus, er bygður hlaðinn
skjólgarður á sama hátt og með
sömu gerð sem á garðinum út frá
Effersey og haus garðsins er einnig
bygður lóðrjettur með vita þar ofan
á 1 -J-7 metra hæð. Leðjubotninn
undan fremri hluta hluta garðsins er
einnig tekinn burt áður en bygt er.
Að öðru leyti er garðurinn bygður
eins og útboðið greinir, að fráskild-
um þeim breytingum, er leiða af því,
að bryggjan við þann garð er stytt
og bygð úr járni (og cementi).
Uppmokstur úr höfninni, sem Mon-
berg býður, er hjer um bil hinn sami,
sem boðinn var út. En það er áfátt
við tilboð Monbergs um uppmokst-
urinn, að í því er ekkert sagt um,
hve mikið hann áskilur sjer auka-
lega fyrir að flytja f land upp fyrir
garðhleðslu það, er mokað verður
upp úr höfninni.
Aðalbryggjan fram af miðbænum.
Lega hennar, lengd og breidd er hin
sama eftir tilboði Monbergs sem eftir
útboðinu. En þar er sá munur á,
að Monberg byggir bryggjuna úr
járni (og cementi) í stað þess að trje-
Þryggja var boðin út, og leiðir þar
af að sjálfsögðu, að gerð bryggjunnar
verður öll önnur. Tilboði Monbergs
fylgja tvennar teikningar, bæði af
þessari bryggju og kolabryggjunni,
og er 30,000 kr. mismunur á verð-
inu, eftir því, hvora gerðina bæjar-
stjórnin kýs. Mismunurinn virðist að
eins vera sá, að burðarmagn bryggj-
annar samkvæmt teikningum 3 og 4
er V* tonni meira fyrir hvern fer-
metra. En svo er að skilja sem
burðarmagn bryggjanna eftir teikn-
ingu 5 verði hið sama, sem ætlast
var til eftir útboðinu. Nefndin legg-
ur þvf til að lægra tilboðið (1510
þús. kr.) verði tekið, en þó áskilinn
rjettur til að taka dýrara tilboðinu
(1540 þús. kr.), ef bæjarstjórnin ósk-
ar, þegar hún hefur fengið nánari
upplýsingar um þetta. Er þó ekki
beint nauðsynlegt að áskilja þetta,
þvf samkvæmt tilboði Monbergs og
6. gr. f hinum almennu útboðsskil-
málum getur bæjarstjórnin seinna
krafist þessarar breytingar. Og hið
sama gildir um aðrar breytingar, er
bæjarstjórnin kynni að óska, meðan
á framkvæmd verksins stendur.
Uppfyllingin og pallurinn fyrir ofan
vörubryggjuna er að stærð og legu
eins og boðið var út, en sýnilega
með nokkuð annaði gerð. —
Kolabryggjan. Eftir útboðinu átti
hún að vera úr trje, 154 metrar á
lengd og 9 metrar á breidd. Eftir
tilboði Monbergs verður hún aðeins
c. 80 m. á lengd og 8 m. á breidd,
en bygð úr járni (og cementsteypu).
Verður þar af leiðandi gerð bryggj-
unnar öll önnur en ætlast var til
eftir útboðinu. — Við það að bryggj-
an verður af annari gerð, breytist
skjólgarðurinn meðfram bryggjunni.
Þannig var samkvæmt útboðinu c. 5
metra bil milli bryggjunnar og skjól-
garðsins.en hann þar c. 3,5 m. á breidd.
En eftir teikningu Monbergs hverfur
millibilið, en skjólgarðurinn meðfram
bryggjunni verður c. 7 m. beiður.
En auk bryggjunnar erú með í
Monbergs tilboði fullkomin nýtísku
kolafermingar- og affermingaráhöld,
sem ekki hafa verið boðin út.
Innri h'ófnin við Effersey. Mon-
berg býður að byggja fyrir 100,000
kr. aukaborgun sjerstaka höfn, alveg
innilukta, við Effersey, á þann hátt,
að skjólgaröar verði bygðir á báða
vegu út frá Granda- og Efferseyjar-
görðunum. Er þetta gert utan út-
boðsins, og ætlast hann til að sú
höfn yrði aðallega notuð fyrir fiski-
skip og sem grundvöllur fyrir at-
vinnurekstri á Effersey. Hafnarnefnd-
in telur það í sjálfu sjer æskilegt,
að þessi höfn yrði bygð samhliða
aðalhöfninni, einkum ef hún þegar
yrði dýpkuð nokkuð. En samt sem
áður leggur nefndin til, að þessu
aukatilboði verði ekki tekið að svo
komnu. Það er hvorutveggja, að
með þessu aukatilboði færi allur
byggingarkostnáðurinn fram úr þeirri
upphæð, sem lánstilboð bankanna er
bundið við, enda má gera ráð fyrir
að bæjárstjórnin, ef fje væri afgangs,
fremur vildi verja því til meiri dýp-
kunar á höfninni. Auk þess mætti
seinna ákveða að taka þessu tilboði
áður en hafnarbyggingunni er að
fullu lokið, ef kringumstæður breyt-
ast, t. d. ef með því móti fengist
arðvænleg leiga af Effersey, eða ef
bæjarstjórnin af öðrum ástæðum sæi
sjer það fært. Með þetta fyrir aug-
um væri það æskiiegt, að tilboðið
um byggingu þessarar aukahafnar
fengi að standa, þar til lokið er
byggingu aðalhafnarinnar.
Af samanburði þeim, er vjer hjer
höfum gert, má sjá, að áætlun og til-
lögur Monbergs fylgja í öllum aðal-
atriðum teikningum verkfræðings Th.
Krabbe, sem útboðinu fylgdu, er aft-
ur grundvallast á tillögum hafnar-
stjóra Gabriel Smiths. Hinar veru-
legustu breytingartillögur Monbergs
eru fólgnar í þessu fernu:
að Efferseyjargarðurinn og lítill
hluti Batterígarðsins er bygður
öðruvísi,
að endar þessara skjólgarða eru
bygðir með lóðrjettri hleðslu,
að járn (og cement) er í bryggj-
unum í staðinn fyrir trjávið, og
að kolauppskipunartæki fylgja
eystri bryggjunni. — Hinar
þrjár síðasttöldu breytingar má vafa-
laust telja til bóta. En þá er að
sjálfsögðu gengið út frá því, eins og
raunar liggur í tilboðinu, að cements-
steypan verði gerð þannig, að hún
standist áhrif saltvatnsins. Að feng-
inni vissu fyrir því má álíta, að náð
verði tilgangi þeim, er Monberg seg-
ist hafa haft með breytingartillögum
sínum, nefnilega að viðhaldskostnað-
ur hafnarinnar verði framvegis sem
minstur. En það er aftur eitt hið
fyrsta og helsta skilyrði fyrir því, að
höfnin beri sig fjárhagslega í fram-
tiðinni.
Byggingarkostnaðurinn samkvæmt
tilboði Monbergs, 1510 þús. kr., fer
ekki fram úr því, sem bæjarstjórnin
hafði hugsað sjer að mest mætti verja
til hafnarinnar. Þegar bætt er við
byggingarkostnað þennan öðrum
kostnaði, er liggur fyrir utan tilboð-
ið, t. d. eftirlitskostnaði, ófyrirsjáan-
legum útgjöldum, afföllum á láninu,
vaxtatapi rneðan á byggingunni stend-
ur o. s. frv., má gera ráð fyrir, að
hafnarsjóður í ársbyrjun 1917 eigi
höínina með áhvílandi 1100 þús. kr.
skuld. En áður hafa í bæjarstjórn-
inni verið leidd rök að því, að höfn-
in af lögleyfðum takjustofnum muni
geta gefið af sjer tekjur nægar til
þess að standast allan viðhalds- og
reksturs-kostnað og til að greiða
vexti og afborgun af lánkiu. Ea
nauðsyn þykir ekki vera til að skýra
það nánara hjer, þar sem bæjar-
stjórnin hefur þegar á fundi 28. des.
f. á. ákveðið að byggja höfnina.
Það, sem nú liggur fyrir, er, að velja
um það tvent, hvort taka skuli til-
boði Monbergs eða að láta bæinn
byggja sjálfan á sinn kostnað.
En nefndin telur það afarmikla
áhættu fyrir bæinn, að byggja höfn-
ina fyrir eigin reikning, og ræður
því til, að tilboði Monbergs verði
tekið.
Roald Amnndien. Hann legg-
ur á stað frá Kristjaníu í lok þessa
mánaðar í fyrirlestraferð. Fyrst til
Svíþjóðar og heldur þar fyrirlestra í
Stokkhólmi, Uppsölum, Lundi og
Gautaborg. Sfðan tvo fyrirlestra í
Khöfn 4. og 6. okt. í Berlín 9. okt
og síðan f mörgum þýskum bæjum.
15. nóv. í London, og síðan í Frakk-
landi og Ítalíu. Um jól gerir hann
ráð fyrir að koma aftur heim til Nor-
egs. Þá fer hann til Bandaríkjanna
og heldur þar fyrirlestra, en leggur
síðan á stað í Norðurförina. Skip
hans bíður í Buenos Aires.
Eijsk-iiorsktmiljónafj elaf' h r y n -
ur. 1902 var stofnað, að mestu með
ensku fje, fjelag til þess að vinna
járn í Noregi. Það hjet „Uunder-
land Iron Ore Company" og hluta-
fjeð var 27 milj. kr. Fjelagið keypti
mikið land í Noregi, en það reyndist
örðugt og dýrt að ná járninu. Nú
er fjelagið að hætta og sagt að hluta-
fjeð sje að mestu leyti tapað.