Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 18.09.1912, Side 2

Lögrétta - 18.09.1912, Side 2
184 LÖGRJETTA 200 alklæðnaðir karlmanna, ung-linga og barna. komu með s/s „Botnia". Regnkápur (glans), allar stœrðir. Ullarpeysnr, Jtaer/atnaínr og Canrðllurnar alþektn, og selst alt með hinn alþekia lága verði i Austurstræti 1. Ásg. G. Gunnlaugsson&Co. OÖ D (/) -S O - tí . »2 O «5 S 3 3 C •3 c O & c/i O wi r) 1) w fli ■4-* ‘5 c/í g S -Q u u E 3 E -Q bjc <u cð ÖJD "E rS co ÖC 3 -C o co 3 a-i bjo 00 O vr> E ^3 13 c £ð < aj C/3 | ■*-* O > A s u. cð 15 > u. cö a p=*=3 T^- ' O - O i-o Os O nn i «*» 00 3 . • ÖJO Jjj C u '2 £ s ^ <L» E L 3 ■*—< k. •A QO p—. cö ca c=> 'ca o £ ■£ >> S o . H 3 C s - X ^ !q 3 u-i S Jd « « 2 'S'S ^ £ 01 c c -*-» u <u i u Q Q > 53 cd CZZJD b£ JV -X í6 H »~r 1 <L> I_* E t/i “D C 3 3 S ■O <** öjc QJ QD <L> -*-» r“TZ=J 3 Q-» ’ u, 15 SCZZ5 JX qz s Þ=- rt «6 bjo cö -*-» <u > (=3 w -*-» < :5 > w oo U, u > 53 ' 1895. 50 ára afmæli alþingis. Sam. GnfuskipaQelagið ætlar að fara að láta byggja hjá Burm. & Wain í Khöfn stórt dísilvjelaskip, sem á að kosta 2 milj. kr. Stærðin 7600 tonn og vjelar 2 með 1100 h. a. hvor. Skipið á að vera full- búið að einu ári liðnu og er einkum ætlað til vöruflutninga til Ameríku, ea á þó einn- ig að hafa allstórt farþegarúm. Panamaskuröurinii. Það ákvæði, sem um hefur verið þrætt, að strandferða- skip Banda- manna skyldu gjaldfrjáls á ferðum um Panamaskurð- inn, náði sam- þykki í þing- inu í Washing- ton og voru lögin svo stað- fest af Taft forseta. En sagt er, að euska stjórnin geri þá kröfu, að þetta ntriði verði lagt fyrir gerðardóm, því hún telur með því b'otna samninga milli sfn og Bandaríkjastjórnar. Málið vek- ur mikla athygli. Nú er sagt, að Panamaskurðurinn verði fullbúinn a næsta ári. Jarðskjálftinn mikli í Tyrklandi hefur orðið 1000 manns að bana, en 5—6000 eru meira og minna meiddir. Innkaupin i Edinborg auka gleði — minka sorg. Bókafregn. ttftul tlamsun: ViktOfía. Ástarsaga. Jór. Sigurðsson frá Kallaðarnesi þýddi. Knútur Hamsun er norskur höf- undur, fæddur í Guðbrandsdal 4. ágúst 1860. Hann reyndi margt í æsku og var ekki við eina fjölina feldur. Fyrst byrjaði hann á því að læra skósmíða- iðn, en hætti þvi og fór í ferðalög. Ferðaðist hann þá viða, einkum um Bandarfkin. Þar hafði hann ofan af fyrir sjer með ýmsu móti, vann í nám- um, stýrði sporvögnum á borgarstræt- um o. s. frv., en stundaði blaða- mensku og bókagerð annað veifið. Snemma bar á skáldskapar-hæfileik- um hans. Þó kostaði það hann langa og erfiða baráttu að vekja á sjer al- menna athygli og viðurkenningu. Nú cr þetta hvorttveggja fengið fyrir löngu og Knútur orðinn frægastur allra nú- lifandi norskra höfund3. Norðmenn hafa nú svo miklar mætur á honum, að til orða kom að veita honum rfkis- styrk þann, er Björnstjerne Björnson hafði notið, þegar hann dó. Líklega hefði orðið af því, ef Knútur hefði þá ekki afþakkað boðið, sagst hafa nægar tekjur af ritum sínum, og kveðið nær liggja, að styrkja þá gáfumenn, sem væru að brjótast áfram í fátækt (de kæmpende Genier). Knútur Hamsun skrifar með þeirri lipurð og þeim Ijettleik, að varia eru dæmi til annars eins. En lífsskoðun hans er myrk og undiralda þungra sorga í öllum bókum hans, þótt leik- andi sólskin sje á yfirborðinu. „Vik- toría" er ein af bestu bókunum og í henní koma lífsskoðanir hans einna skýrast fram. Hún er ástarsaga, sem engan svíkur á titlinum, því óvíða er ineira á ástir minst. En hún er meira. Hún er lýsing á skapferli margra manna, meðal annara höfundarins sjálfs. Jóhannes, ein aðal-söguhetjan, er mikilsverður þáttur úr höf. sjálf- um. Þar segir hann hluta æfisögu sinnar og ber ekki í brestina. í fleiri af bókum höf. þekkist þessi sami maður í ýmislegu gervi og undir ýms- um nöfnum. Það gæðir sögurnar sannleiksblæ. Bókin er yfirleitt prýðilega þýdd. Málið tilgerðarlaust og viðfeldið, og ánægjulegt að sjá, hve þýðandinn hefur komist nálægt stfl höfundarins. Bókin verður sjálfsagt fleirum en mjer til ánægju. G. M. Gjafir til Heilsuhœlisins. Frá manni á Akureyri, sem ekki vili láta sín getið, hafa mjer borist 100 krónur. Jón Jónasson kaupmaður í Winni- peg, sem sjálfur greiðir rfflegt árs- tillag, hefur sent mjer 50 kr. 41 eyri, sem er gjöf frá Sölva Sölvasyni í Winnipeg. J. Jónasson segir: „Jeg vona að fólk hjer fari að da:mi þessa manns og hlynni að þessu eina lfkn- arhæli, sem er til á fósturjörð vorri“. G. B. Vatnajökulsvegur. í ár fór jeg Vatnajökulsveg frá Brú á Jökuldal til Suðurlands. Þar sem nú eru mörg ár liðin, mjer vitanlega 72 ár, sfðan menn fóru þennan veg alla leið til bygða, finst mjer ástæða til að skýra frá, hvernig mjer hepnaðist ferðin. 7. júlí lagði jeg á stað frá Reykja- vfk norður að Akureyri. Markmið ferðarinnar var að gá að vinnunni í Háls- og Vaglaskógi og í Haliorms staðaskógi. Jeg lauk við ransókn- irnar á Hallormsstað 6 ágúst, og langaði mig þá til þess að fara skemstu leið aftur til Suðurlands, þar sem jeg hafði nú aflokið störfum mínum norðan- og austanlands Fyrir sunnan þar á móti var ennþá eftir að gá að sandgræðslunni og að girð- ingum í Laugardalnum og á Þing- völlum. í vetur sem leið hafði jeg lesið ferðaskýrslu I. C. Schytte yfir ferð hans um Vatnajökulsveg 1840, og datt mjer þá í hug að reyna að fara þennan veg og hafði þess vegna með mjer bæði skýrslu hans og lýsing Sigurðar Gunnarssonar, sem var fylgd- armaður Schytte. Þar að auki hafði jeg skrifað dálftið upp eftir Þorvaldi Thoroddsen, sem var á ferð í Ódáða- hrauni 1884. Áður en jeg lagði á stað frá Reykja- vik, hafði jcg gert samning við Her- mann Stoll, að við skyldum hittast á Brú 8. ágúst og verða þaðan sam- ferða Vatnajökulsveg. 7. ágúst fór jeg frá Fljótsdal að Eirfksstöðum á Jökuldal, og gerði mjer von um að hitta Hermann Stoll þar, en hann var cnn ókominn. Þann 9. hjelt jeg áfram að Brú og beið eftir honum þann dag, en hann kom ekki. Þar sem jeg var alveg útbú- inn til ferðarinnar, vildi jeg ekki snúa aftur, en lagði á stað einsamall frá Brú þ. IO. kl. 8V2 árd. Unglingur frá Brú fylgdi mjer dálítinn spöl suður eftir, til þess að sýna mjer veginn að Laugarvalladal. Veður var ljómandi gott, en mikill snjór enn á fjöllum og hálsum eftir óveðrin miklu í byrjun ágúst. Eftir því sem sunnar dró, minkaði snjór- inn, og þegar jeg kom að laugunum í Laugarvalladal, þar sem ennþá sjást bæjarrústir, sá jeg að hægt var að komast yfir hálsana, því þeir voru nær því snjólausir. Frá laugunum, 4 klt. reið frá Brú, liggur leiðin til vesturs yfir hálsana inn í Vesturár- dal. Eftir þessum dal heldur maður áfram í suðvestur um 3 tíma. Þá sjest lítill klettur, er Hatta heitir, gnæfa upp í hlíðinni, sem er til hægri hand- ar. ^Kletturinn er úr stuðlabergi og liggur langt uppi í hlíðinni. Fyrir sunnan klettinn er skarð í hálsinum, og er þar farið yfir hann og vestur í Fagradal; er hann alldjúpur og eru þar ágætir hagar. Dalurinn liggur í útnorður út að Kreppu, sem sjest langt burtu, undir fjallgarði, þegar yfir hálsinn kemur. Upp eftir liggur dalurinn f suðvestur og suður, og á að fara upp eftir dalnum þangað til um 2 rastir frá dalbotninum; best er að fara fyrir vestan Fagradalsá. Þar er hálsinn, sem liggur í vestur til hægri handar, lágur, og á hjer að fara vestur yfir hálsinn upp í Gæsa- dal, er liggur í suðvestur út að Kreppu. Vötnin, sem eru í dalnum, eru lón, sem hafa myndast úr vatni, sem renn- ur úr Kreppu. Jeg kom að ánni kl. 10 »/2 um kvöldið. Hingað til hafði alstaðar verið góð færð; hálsarnir hvergi mjög brattir óg melarnir voru sljettir; hvergi urð svo að nokkru nemi. Hið eina, sem tálmar ferðinni nokkuð, eru moldargljúfur í Laugar- valladal og Vesturárdal; sjest ennþá til gatna til lauganna, þó sumstaðar óglögt. Þegar jeg kom að Kreppu, var orðið hálfdimt. Áin var straumhörð og mjer var kunnugt, að hún er ill- ræmd fyrir sandbleytu. Jeg valdi mjer vað beint fyrir no ðan Gæsa- dal, þar sem hún rennur í tveim kvíslum. Jeg komst yfir við illan leik, því í báðum kvíslunum varð sund, og við landtöku lenti jeg tvisvar í sandbleytu. Þegar jeg var kominn yfir ána, var orðið dimt, svo jeg átti bágt með að hitta Hvannalindir, og kom ekki þangað fyr en kl. 12. Veður var altaf hið besta, og svo var heitt um nóttina, að mjer fanst ónauðsynlegt að hafa fataskifti, því alt þornaði fljótt. í Hvannalindum dvaldi jeg til kl. 7 og hjelt þá áfram í suðvestur að Kverkfjallarana. Frá Kverkfjöllum gengur til útnorðurs röð af lágum, keilumynduðum hæð- um; fyrir norðan þær er nokkuð hátt fjall, og einmitt þar á að fara inn með rananum. Ná þe3sar lágu hæðir lítið fram með fjallinu að norðan. Þegar nú að rananum kemur, á að fara yfir litla sandsljettu, þá til norð- urs og upp í lágt skarð og þaðan í suðvestur eftir fjallshlíðinni; á altaf að halda áfram í vestur og norðvestur fram með fjallinu. Loksins kemur þröngur dalur; þar liggur stór mjall- hvftur steinn svo einkennilegur að lögun og útliti, að hestarnir urðu hræddir við hann. Við steininn er farið frá rananum eystri, og þar byrj- ar hið einkennilegasta hraun, sem jeg hef nokkurn tíma sjeð. Þar er mjög ilt yfirferðar. Má fara norðvestur að hálsinum hinu megin. Best er að fara yflr halsinn norðarlega, þar er hann ekki brattur, að minsta kosti ekki að austan. Á hálsinum er nú melgras að breiðast út. Fyrir vestan hálsinn byrjar sljettan, þar sem Jökulsá rennur í mörgum kvíslum, Frá hálsinum að ánni er um 2 tíma ferð. Austarlega er sljettan alþakin stórum steinum og hraun- grýti, en svo skánar leiðin. Jökulsá rennur á melum, og verð- ur líklega ekki ófær, þvf það lítur út fyrir, að því meiri sem áin verður, þess meir dreifist hún út á melunum. Stærsta kvíslin var ekki nema í kvið, en óvenjulega straumhörð er Jökulsá. Fyrir vestan ána taka við roksands- sljettur, sem liggja í breiðum beltum og melar á milli. Blæjalogn var á þangað til jeg kom vestur fyrir Kverk- fjallarana; þaðan sá jeg að hryggir fóru að myudast á roksandssljettun- um, og þegar jeg kom þangað, var dimt af sandfoki. Mjög hvast var samt ekki, svo á melunum á milli var ekkeit sandfok. Mun þar ilt á ferð að vera í hvassviðri, eða ef til vill ómögulegt. Miðja vegu milli Jökulsár og Urðar- háls er allmikið hraun. Thoroddsen skrifar 1884, að þar sje ákaflega ilt yfirferðar, en nú, eftir svo mörg ár, er hægt að fara yfir það, þvf mikinn sand hefur borið f hraunið, og er þar nú byrjaður gróður; gulvíðir og grá- vfðir sprettur þar upp hingað og þangað. Best er að fara norðarlega yfir hraunið. Frá hrauninu á að fara f suðvestur eftir sljettunni; í vestri röndinni á henni eru 4—5 smákvísl- ar með jökulvatni, er hverfa í sand- inn, og frá þeim á að fara upp á Urðarháls beint fyrir norðan Kistu- fell; þangað kom jeg kl. 91/2 um kvöldið. Loftþyngdarmæirinn, sem jeg hafði með mjer, sýndi að hæðin yfir sjávarmál var I040metrar. Fyrir norðan Kistufell er hraun og frosnir snjóskaflar á milli, en nokkuð langt frá norðvesturhorninu á Kistufelli er samt hægt að fara yfir það. Allan dag hafði veðrið verið bjart og heitt, á Kverkfjallarana milli hæð- anna jafnvel steikjandi hiti. Við Kistufell var kalt um nóttina. Jeg gaf hestunum hafra og batt þá sam- an. Svaf jeg þar 2 tíma. í Hvanna- lindum hafði jeg ekki sofið, en not- aði tfmann þar til rannsókna og leitaði eftir útilegumannakofunum í hrauninu fyrir austan lindirnar, en fann þá ekki. Haglendið er víðlent, en í ár var grasið ekki vel sprottið. Kl. 4 á mánudagsmorgun lagði jeg á stað frá Kistufelli. Þetta var lengsta og örðugasta dagleiðin. Jeg reyndi fyrst að komast upp á jökulinn, en það hepnaðist ekki. Jeg hjelt þá á- fram til vesturs fram með jöklinum, yfir hraun sem var að mestu leyti þakið snjó, sem var frosinn, eri samt ekki svo mikið, að hann hjeldi hest- unum; voru þar því stöðug íhlaup. Skamt fyrir vestan Kistufell liggur Metjagarn fimmþætt, með jöfnum gildleik og fjórþætt, eftir áliti vanra sjó- manna mjög fallegt, er nýkomið í Austurstræti 1. ÁSG. G. GUNNLAUGSSON & Co.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.