Lögrétta - 18.09.1912, Qupperneq 3
L0GRJETTA
185
yíik!
iBrðs&néing.
«3?Causíúísaían í cÆusíursírœfi 6.
Hjer með tilkynni jeg öllum mínum háttvirtu viðskifta-
vinum og öllum heiðruðum almenningi, að:
Föstudaginn hinn 13. september
byrjaði mín árlega
éCaust-útsala
með afslætti og verðlækkun á öllum vörum.
Hið einróma álit, sem verslun mín hefur fengið, og
stöðugt vaxandi aðsókn, síðan jeg byrjaði, vona jeg að
sje yður næg trygging fyrir því, að hjer sje ekki um
neitt g a b b eða h u m b u g að ræða.
Með alúðarfylsta þakklæti fyrir undanfarin viðskifti og
í því trausti, að jeg fái þá ánægju að sjá sem flesta af
yður núna næstu daga, kveð jeg yður.
Með mikilli virðingu
Árni Eiríksson.
lágt fell laust við Vatnajökul. Þar
endar hraunið. Þar á að fara milli
jökulsins og fjallsins, þá upp í skarð
í hliðinni á fjallinu, þaðan dálítið í
norður og svo í vestur upp á Dyngju-
háls. Þar er hraun. Segir Thorodd-
sen það ekki mjög ilt yfirferðar, en
nú var það vont yfirferðar, því hjer
var hraunið líka að mestu leyti þakið
frosnum fannabreiðum.sem ekki hjeldu
hestunum. Hvort þessi snjór liggur
hjer altaf, eða hefur komið í veðrinu
i. og 2. ágúst, get jeg ekki sagt, en
eftir útliti hans að dæma virtist hann
nýlegur.
Um kl. 9 náði jeg hálsabrúninni
skamt fyrir neðan Gæsahnúk og fór
jeg þá niður í Vonarskarð. Jeg hafði
hugsað mjer að fara gegnun Vonar-
skarð; en þar sem jeg sá að alt þar
var á kafi í snjó, treysti jeg mjer
ekki til þess, heldur fór í vesturnorð-
vestur út á Sprengisandssljetturnar,
þar sem enginn snjór var. Hægt er
að fara yfir Ódáðahraun þar. Vestur
í hrauninu gaf jeg hestunum hafra
og ljet þá hvíla sig 2 tíma. Síðan
hjelt jeg áfram yfir Skjálfandafljót;
á því er gott vað framundan miðjum
hálsinum, sem liggur í norður frá
Tungnafellsjökli. Frá Skjálfandafljóti
á að fara yfir þennan háls, sfðan yfir
á Jökulfell, og þá í suðvestur fram
með Tungnafellsjökli. Hjer eru víða
góðir hagar. Jeg dvaldi 2 tíma í
dalnum hjá læk einum litlum og ljet
hestana bíta. Síðan hjelt jeg áfram
og kom að vörðunum á Sprengisands-
vegi um kl. 8. Kl. io'/z náði jeg
Eyvindarkofaveri og var kyr þar um
nóttina. Allan daginn hafði verið
bjart og heitt veður og logn. Þriðju-
dagsmorgun kl. 4'/2 lagði jeg af stað
frá Eyvindarkofaveri. Þaðan var
þoka alla leið að Sóleyjarhöfða, en
þar varð aftur bjait og heitt. Þjórsá
var lítil, dálítið meiri en í kvið. Að
Sóleyjarhöfða kom jeg kl. 8 og dvaldi
þar til kl. 3. Þá hjelt jeg áfram
suður eftir uns dimt var orðið, þá
var jeg einhverstaðar milli Dalsár
og Skúmstungu. Þar svaf jeg hálfan
annan tíma, en auðvitað leist hest-
unum ekki vel á að vera þar, því
þeir komu þangað sem jeg !á og
kröfsuðu í hvílupoka minn. Jeg lagði
þess vegna á stað og var fótgangandi
til Skúmstungu, því afarkalt var um
nóttina. Jeg kom að Skúmstungu
um kl. 6 miðvikudagsinorgun og
dvaldi þar til kl. 2. Veður var altaf
hið sama, bjart og heitt. Frá Skúms-
tungu hjelt jeg áfram til bygða og
kom að Skriðufelli kl. 5V2 síðdegis.
Jeg hafði þá verið á leiðinni 4 sólar-
hringa og 9 tíma milli bygða, og þó
látið hestana hvíla sig alllengi á ýms-
um stöðum. Sjálfur hafði jeg sofið
smntals 12 klukkutíma á ferðinni. 40
pund af höfrum hafði jeg haft með
og gaf hestunum í síðasta skifti fyrir
norðan Dalsá.
Af þeirri reynslu, sem jeg hef
fengið á þessari ferð, skil jeg ekki
annað, en að Vatnajökulsvegur sje
ekki hættulegri að fara en Kjalvegur
ög Sprengisandsvegur. Mjer finst
það mundi borga sig, að setja þar
upp staura og byggja vörður, eins
og á hinum fjallvegunum, þá gæti
ef til vill Vatnajökulsvegur orðið
samgönguleið milli Austurlands og
Suðurlands á þeim tíma ársins, sem
yfirleitt er ráðlegt að fara fjallvegu.
(Eftir „Suöuri."). Koefod Hanseti.
Uppreisn i Harokkó.
Frökkum ætlar að ganga erfitt að
varðveita yfirráð sín í Marokkó. Sá,
sem nú vekur þar uppreisn, heitir
E1 Hibas og er áður ókunnur mað-
ur. Hann hefur komið sunnan úr
landi með flokk manna og boðar
stríð gégn öllum útlendum yfirráðum.
Landsfólkið hefur fengið traust á
honum, enda lftur það mjög alment
á Mulai Hafid og eftirmann hans,
sem játast hafa undir yfirráð Frakka,
eins og föðurlandssvikara. Þó segja
nú fregnir í seinustu útlendum blöð-
um, að Frakkar hafi unnið sigur á
E1 Híbas í síðustu viðureigninni, við
Suk el Arba, og hafi mannfall verið
þar allmikið og lið El Hfbas lagt á
flótta.
Mulai Hafid er nú sestur að f
Frakklandi og lifir þar svo rfkmann-
lega, eða eyðir svo miklu fje, að
orð fer af.
Kina. Nýlega hafa verið sam-
þykt þar og staðfest lög um fyrir-
komulag þingsins framvegis. Það á
að vera í tveimur málstofum, 274
þingmenn í efri málstofunni, en 600
f þeirri neðri. Svo á frumvarp til
framtíðarstjórnarskrár að semjast af
nefnd, sem báðar málstofur þingsins
kjósa menn f, og siðan á það að
ræðast í sameinuðu þingi og þarf
þar 2/3 atkvæða til samþykkis.
Fregnir hafa komið um, að Mon-
gólar væru að segja sig lausa frá
Kína og mynda úr Mongólíu sjer-
stakt ríki. Þeir kvað hafa allmikinn
her, um 200 þús. manna, svo að
þeir geta orðið Kínastjórn erfiðir, ef
fregnirnar eru rjettar.
Líka er sagt, að Englendingar sjeu
að losa um yfirráð Kína yfir Tibet,
vilji ekki viðurkenna rjett Kína til
umráða þar, er áður hefur þó eigi
verið mótmælt.
Yfir höfuð er enn, eins og við er
að búast, allmjög í óvissu um, hvern-
ig fara muni í Kína. Nýlega ljet
Juan Shi Kai taka af lffi tvo hers-
höfðingja, er hátt voru settir og mik-
ils ráðandi, sakaði þá um þátttöku
í samsa-ri gegn stjórninni. Þeir voru
teknir rf lífi án und.ngengins dóms
eða rjettarrannsóknar. Þetta vakti
megnan óróa í þinginu og heimtaði
það, að forsetinn gerði þvf grein
fyrir þessu verki, en hann hafði það að
engu. Það þykir áreiðanlegt, að hann
hafi haft rjett fyrir sjer í sakaráburð-
inum, en aðferðin er samt sem áður
fordæmd. Hann ljet bjóða öðrum
foringjanum til veislu, og að henni
lokinni var hor.um tilkynt, hverjar
sakir væru á hann bornar og jafn-
framt sagt, að dómurinn væri þegar
upp kveðinn. Hann yrði skotinn
þegar í stað, og var svo gert —
Það lítur út fyrir að Juan Shi Kai
hafi þó friðað þingið út af þessu
máli, því síðustu fregnir segja hann
hafa þar öll ráð í hendi sjer, en Sun
Yat Sen megi sín nú miklu minna
en áður.
Étalir og Tyrkir. Nú um
tíma undanfarandi hefur verið þing-
að um friðarskilmála þeirra í milli í
Sviss af fulltrúum frá beggja hálfu,
en ekkert er fastmælum bundið enn,
og ófriði hefur ekki heldur verið
haldið uppi. Lfklegt, að Trípólis
verði áfram undir yfirráðum ítala, að
svo miklu leyti sem þeir geta haldið
þeim uppi gegn innlenda lýðnum, en
Tyrkir haldi Kyrenaika, ef til vill
þó undir vernd Englendinga.
Það eru nú óeirðirnar á Balkan-
skaganum, sem ískyggilegri þykja.
Utanrfkisráðherra Austurríkis, Berch-
told greifi, hefur gengist fyrir þvf,
að stórveldin reyndu að stilia þartil
friðar og er hugsun hans, að þetta
verði best gert á þann hátt, að hvert
þjóðerni þar verði sem sjálfráðast,
þvert á móti þvf, sem var stefna
Ungtyrkja, er reyndu að draga sem
mest og flest undir sameiginlega
stjórn.
Ungtyrkir settu ráðsamkomu f Stam-
búl snemma í þessum mánuði og
þaðan hafa raddirnar verið alt ann-
að en friðvænlegar bæði inn á við
gegn stjórninni, er þeir telja alt of
eftirláta við Albani, og út á við
bæði gegn ítölum og Balkanþjóðun-
um, sem risið hafa móti Tyrkjum.
Þrátt fyrir allar sáttaumleitanir og
milligöngu frá stórveldanna hálfu, er
sagt, að bæði Rússar og Austurríkis-
menn hafi herflokka viðbúna á Ianda-
mærum til þess að vera með í spil-
inu, ef til þess kemur að öllu verði
umturnað á Balkanskaganum.
Jarðarfúr Japanskeisara.
Símað er frá Khöfn í morgun, að
eftir jarðarför Japanskeisara hafi Nogi,
hinn frægi hershöfðingi frá Rússa-
stríðinu, ráðið sjer bana, og kona
hans eins.
Skrifstofa Júiíu. Miðillinn
þaðan, Mrs, Wriedt, sem verið hefur
að sýna mönnum W. Stead heitinn
eftir dauða hans og lofa monnum að
spjalla við hann, að því er guðfræðis-
prófessor Haraldur Níelsson hefur ný-
lega skýrt frá hjer í blaði, var í sfð-
astl. mánuði í Kristjaníu og hafði þar
andasýningar. Meðal viðstaddra var
prófessor Birkelund og þóttist hann
verða var við brellu hjá miðlinum,
kveikti og tók af henni andalúður-
inn. Hafði þá vel mátt merkja innan
í honum eitthvert efni, sem lyktaði.
Ljet prófessorinn svo efnafræðing
ransaka lúðurinn og fann hann í hon-
um leifar af iycopodin, eða norna-
mjeli, sem svo er nefnt, og kvað
vera algengt loddarameðal. Lúður-
inn var úr aluminium og 70—80 cm.
langur. Þetta mál hefur vakið mikið
blaðaumtal og yfirleitt ekki til með-
mæla með Júlíuskrifstofunni, en trú-
aðir öndungar gera auðvitað ekkert
úr því fremur en öllu öðru af sama
tægi, sem gerir miðla þeirra tortryggi-
lega. _____________
Georg Grikkjakonungur dvelur
nú um tíma í Khöfn.
Dáinn er 4. þ. m. í Khöfn kon-
ungkj. landsþingsmaður H.Chr. Steflen-
sen, gamall stjórnmálamaður í flokki
hægrimanna.
Skrásetning háskólaborgara fer fram í alþingishúsinu.
Allir þeir stúdentar, sem ætla að stunda nám við
háskólann, og ekki eru áður skrásettir, verða að gefa sig
fram við undirskrifaðan háskólaritara í því skyni, og
greiða jafnframt 15 kr.
Skrifstofa háskólans er opin alla virka daga
kl. 12—2.
Reykjavík 14. sept. 1912.
F. h. háskólaráðsins.
cJón dlósenRranz.
Höfundur Yolapiik-málsins, Jó-
hann M. Schleyer, er nýlega látinn.
Hann var þýskur prestur kaþólskur,
fæddur 1831.
Louis Botha, Búaforinginn frægi,
sem nú er yfirráðherra í Bandaríkj-
um Suður-Afríku, hefur nýlega verið
gerður heiðursforingi í enska hernum.
Samlyndi er nú stöðugt hið bcsta
milli Englendinga og Suður-Afríku-
búa.
Hjálpræðisherinn hefur nú feng-
ið nýjan yfirhershöfðingja og er það
Bramwell Both, elsti sonur hins ný-
látna yfirhershöfðingja, fæddur 8.
mars 1856. Alls átti W. Booth 8
börn og voru þau öll í þjónustu
hersins. Dóttir hans ein býr í Khöfn,
Mrs. Lucy Booth-Hellberg, og hefur
yfirstjórn hersins þar. Hún er ekkja
eftir ríkan mann sænskan og voru
þau áður fyrir hernum í Indlandi.
W. Booth lætur eftir sig allmiklar
eignir, og sjálfur tók hann aldrei
einn eyri fyrir starf sitt í hersins þarf-
ir. Enskur auðmaður, sem hlyntur
var starfi hans, hafði fyrir löngu gef-
ið eignir, er hann setti fastar til upp
eldis honum.
Jarðarför W. Booth’s fór fram
í London 29. f. m. og er sagt, að
varla hafi verið jafnmikið um að vera
við jarðarför nokkurs þjóðhöfðingja.
Ótölulegur manngrúi hafði gengið
fram hjá líkinu meðan það var frammi
á sorgarbörum.
Flóð í Englandi gerðu stórskaða
um sfðastl. mánaðamót og framan af
þessum mánuði, í Noiwich var farið
á bátum um göturnar og fólki á þann
hátt bjargað burt úr húsunum. Óveð-
ur höfðu verið mikil, regn og storm-
ar. Skriðuföll gerðu sumstaðar mik-
inn usla.
ísland erlendis.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson tón-
skáld er alkominn til Ameríku, segir
„Lögberg" frá 29. f. m., og ætlar að
setjast að vestur á Kyrrahafsströnd.
Kona hans og börn eru þó enn í
Edinborg, dóttir hans við nám á lista-
skóla, en sonur hans stundar lækn-
inganám, og segir blaðið að þau
Ijúki námi eftir 2 ár og muni þá fara
vestur til föður síns. Sveinbjörn fór
í fyrra þarna vestur að hafinu sem
snöggvast og leist þar mjög vel á sig.
Vilhjálmur Stefónsson landkönn-
unarmaður, sem nýlega hefur verið
sagt frá hjer í blaðinu, er nú á heim-
leið norðan úr heimskautslöndunum,
segir Lögb. frá 29. f. m. Hann er
þá kominn til Nome f Alaska.
Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigur-
jónssonar er nú aftur leikinn á Dag-
marleikhúsinu í Khöfn og fær enn
mikið lof í dönskum blöðum. Blaðið
„Riget" segir, að því aðeins geti
leikhúsin framvegis kept við hina
smærri skemtistaði og kvikmynda-
leikhúsin, að þau hafi slíka leiki að
bjóða, sem mikið sje í spunnið.
Einnig á nú að fara að sýna „Fjalla-
Eyvind" f Stokkhólmi.
Ekki frá Ólafsdal. Prentvilla var
það í siðasta tbl„ er sagt var, að
seinni kona síra Jóh. L Sveinbjörns-
sonar sál. á Hólmum væri frá Ólafs-
dal; átti að vera: Guðrún Torfadóttir
frá Flateyri.
Ferð um Borgarflörð. Undir
greininni með þessari fyrirsögn f sfð-
asta tbl. átti að standa: G. Hjaltason.
Brúkuð íslensk
Frímerki
kaupir háu verði Sigurður Jónsson,
Lindargötu 1 B, Reykjavík.
Ilafraliey verður selt í Gróðrar-
stöðinni á morgun kl. 5 síðd.
Jaríarför sonar mins eiskulegs, Þórðar Eyj-
ólfssonar, fer fram frá heimili minu, Framnes-
veg 4, fimtudaginn 9. þ. m. kl. II1/*
Guðný Þórðardóttir.
L. F. K. R.
Sökum þess að breyting verður á
fyrirkomulagi bókasafnsins, eru fje-
lagskonur beðnar að skila þeim bók-
um, er þær hafa að láni, næsta út-
lánsdag, mánud. 23. þ. m.
S t j ó r n i n .
yiukajunður
í ísfjelaginu við Faxaflóa verður
haldinn 30. sept. næstk. kl. 6 síðd.
í húsi K. F. U. M.
Stjórnin.
Reykjavík.
Grjaldkeramálið. Rjettarhald f
því var í dag kl. 2 og skilaði þar
verjandi gjaldkerans, Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður, varnar-
skjali sínu. Málið var svo tekið upp
til dóms.
Hljómleikar. Þá hjelt Haraldur
Sigurðsson frá Kallaðarnesi í Báru-
búð síðastl. sunnudagskvöld, eins og
auglýst var í síðasta tbl. Mjög vel
var yfir þeim látið og H. S. þakkað
fyrir með dynjandi lófaklappi. Hús-
fyllir var, og komust ekki allir að,
sem vildu.
Ráðherra fer til Khafnar með
„Botníu" 27. þ. m.
Skrifstofa borgarstjóra er flutt í
Kirkjustræti 10.
Björn Jónsson. Hann er nú, eins
og mörgum er kunnugt, orðinn aum-
ingi, bæði andlega og líkamlega, sem
enginn kunnugur maður getur ætlast
til að fulla ábyrgð beri hvorki á
orðum sínum nje gerðum. Það er
því lítið drengskaparbragð, að nota
þetta skar eins og gert hefur verið
í „Magna" nú undanfarið í gjald-
keramálinu.
Lögr. hefur áður sýnt fram á, nve
frámunalega ómannlegar hinar sífeldu
og heiptarfullu árásir á gjaldkerann
eru meðan hann bíður dómsúrslita,
og bent á, að einmitt þær sjeu at-
hugaverður vottur þess, að mótstöðu-
menn hans treysti ekki málstað sín-
um sem best, því ef þeir þættust
vissir um úrslitasigur, þá mundu þeir
ekki haga sjer eins og þtir gera, Því
vitfirringsæði væri það og annað ekki,
ef hugsunin skyldi vera sú, að ógna
dómaranum með slíkum skriftum.
Þessi vísa var skrifuð á „Ingólf" á
lestrarsal þingsins í sumar:
„Eg er að lesa hann „Ingólf" minn.
Hann er að narta’ í „bræðinginn",
úr öllum flokkum útrekinn
ólánstusku-garmurinn ".
Öfugmæli.
Nú í bænum byrja þeir
blað, sem verður landsins sómi,
valinkunnir vinir tveir: ^ |
vitri Björn og-------frómi.