Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.10.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 23.10.1912, Blaðsíða 1
Afgreiöslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. Laua»veu 411. Talsnnl 74. LOGRJETTA R i t s t j o r i: ÞORSTEINN gíslason Pingliollsslræti 17. Talsimi 178. Roykjnvík 33. okíóbor 1013. VII. ár^. I. O. O. F. 9325109. KB 13. 9. 9. 28. 9. G. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. ( læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (( rólthósstr. 14) 1. og 3. md ( mán. 11—I. Landakotsspftali opinn f. sjókravitj. 10'/. — 12 og 4 .5- (slands hanki opinn 10—21/. og 5l/»—7 Landsbankinn io'/i-2‘/». Bnkstl. við 12—1. Landsbókasafnið op‘ð tiv virkan dag kl. r 7--7 OVJ C—8 Ókeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 sfðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—I. Larus Fjeldsied. Y HrrJettarmAlaf»rslum»Our. Lwkjftr«atft 2. Hnima kl. I 1 — I 2 og 4—7. Hækur. innlendar og erlendar, papp(r og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Kajjitíit. Altaf nægar birgðir hjá Sveini Jónssyni, Templarsundi 3. Reykjavik. Kostar aðeins 80 aura pundið. I pd. af Kaffitíni jafngildir 1 pd. af brendu og möluðu kaffi á 1,20—1,30 pd. og V2 pd. af export á 0,25. Það er þv! um 70 aura sparnaður á pundinu. Og það sem mestu varðar: Kafitínið er holl- ur og nærandi drykkur og alveg skaðlaus fyrir alla — unga og gamla. Einka-umboðsmaður á íslandi: Sveinn M. Sveinsson, Hafnegade 471. Kaupmh. t Sigþruður friíriksíótlir fyrv. dómstjórafrú. Myndin hjer er frá höfuðstað Ungverjalands, Budapest. Landslag er þar mjög fagurt og borgin því talin ein af fegurstu stórborgum heimsins. í kring eru há fiöll, en gegnum miðja borgina rennur stór- fljótið Dóná. Stórar brýr eru gerðar yfir fljótið og er hin frægasta þeirra sýnd hjer á myndinni. Þá brú bygði Englendingurinn Clark. Hún er 1500 fet á lengd og 40 fet á breidd, stöplarnir 160 feta háir og milli þeirra hjer um bil 600 fet. Fjöldi skrautbygginga er í borginni svo sem háskólinn, konungshöllin, sem sjest hjer á myndinni lengst frá á vinstri hönd, þinghúsið o. fl. €jtirmmnilegur dðsvoði. íbúðarliús kaupraannanna Sturln og Friðriks .Jónssona brennur. Fólk bjargast mcð nanmindnm. Hún andaðist morguninn 17. þ. m., á 83. aldursári, fædd í Búðardal 19. mars 1830, dóttir Friðriks prests í Skarðsþingum Eggertssonar (d. 23. apríl 1894), en móðir síra Friðriks var Guðrdn dóttir Magnúsar sýslu- manns Ketilssonar. Móðir írú Sig- þrúðar og kona síra Friðriks var Arndís dóttir Pjeturs prófasts í Staf- holti (d. 9. febr. 1837). Frú Sigþrúður ólst upp hjá for- eldrum sínum, en giftist 1856 Jóni Pjeturssyni, er síðar varð dómstjóri landsyfirdómsins. Var hann þá ekkju- maður og átti 4 börn ung frá fyrra hjónabandi, er frú Sigþrúður gekk í móður stað, og var hún þeim sem sínum eigin börnum. En þau Jón dómstjóri og frú Sigþrúður voru nær 40 ár saman í hjónabandi. Hann andaðist 16. jan. 1896. Þau áttu 6 börn, sem öli eru á Ufi: Arndís, kona Guðmundar Guðmundssonar hjeraðslæknis í Stykkishólmi, Þóra kona Jóns Magnússonar bæjarfógeta, Friðrik kand. theol. og kaupmaður, Sturla kaupmaður, Elínborg, er dvel- ur erlendis, ógift, og Sigríður kona Geirs Sæmundssonar vígslubiskups á á Akureyri. Eftir lát manns síns bjó frú Sigþrúður með sonum sín- um, Friðriki og Sturlu, er voru henni frábærilega góðir og umhyggjusamir, og var heimili þeirra oft samkomu- staður ættfólksins. Höfðu þeir fáum árum eftir iát föður síns bygt hið fallega og vandaða hús við Hverfis- götu, sem þau bjuggu í, en eyðilagð- ist svo hastarlega í eldsvoðanum að- faranótt 17. þ. m., eins og frá er skýrt á öðrum stað hjer í blaðinu. Má nærri geta, hver áhrif sá sorg- legi atburður hafi haft á hana. Þó hafði hún borið sig vel, og andlát hennar var hægt og rólegt. Allir, sem frú Sigþrúði þektu, telja hana verið hafa mestu atgervis- og á- gætis-konu, og heimili hennar jafnan sannkallað fyrirmyndarheimili 1 hví- vetna. Aðfaranótt 17. þ. m., kl. milli 3 og 4, voru bæjarmenn vaktir af brunalúðrunum. Eldurinn var í íbúð^ arhúsi þeirra bræðra kaupmannanna Sturlu og Friðriks Jónssona, við Hverfisgötu 3 A, einu fegursta húsi bæjarins. Það var járnklætt timbur- hús, er stóð sjerstakt á umgirtum reit, og var það alt í báli að innan, er menn komu þar að og slökkvi- áhöldin. Eldblossarnir stóðu út um hvern glugga og var þegar sýnilegt, að eldurinn væri óviðráðanlegur. Fólkið hafði þá bjargast út, og þó með mestu naumindum. Hafði Sturla kaupmaður fyrstur orðið eldsins var þar inni, vaknaði við það, að hann þóttist finna sterka lykt af brendu kaffi. Var þá norðurhluti hússins í báli, en þar var inngangurinn. Svefn- herbergin voru uppi og eigi tiltök að komast ofan og út um dyrnar. Sturla hljóp þegar inn f herbergi móður sinnar, frú Sigþrúðar Friðriks- dóttur, en það var á efri hæð, og fór með hana út á svalir, sem þar voru framundan. Mannlaust var þá enn við húsið og alt vafið reyk. Hnýtti hann þá saman lökum úr rúmunum, vafði hana f þeim og ljet hana svo síga fram af svölunum. En lökin biluðu áður hún næði alla leið til jarðar. I þessu kom Friðrik út á Svalirnar. Höfðu þau öll flúið úr rúmunum á nærklæðunum einum. Sturla las sig niður af svölunum á lökunum og biluðu þau enn. En Friðrik rendi sjer fram af svölunum. Var hann mikið meiddur, skorinn af rúðu á vinstri hendi, en skemdur af bruna á hægri hendi og í andliti. Hljóp hann þegar til Guðmundar prófessors Magnússonar til að ná í læknishjálp. Þar var þá Jónas læknir Kristjánsson og batt hann um sár Friðriks, en Guðmundur prófessor Magnússon fór þegar á stað til þess að líta eftir móður hans. Alt hafði þetta gerst í stuttri svip- an. En rjett eftir að frú Sigþrúður var komin niður frá svölunum, hafði fyrsta manninn utan frá borið þar að. Það var Þorkell Clemenz vjelfræð- ingur, er býr þar í næsta húsi, og bar hann frú Sigþrúði inn til sfn. Síðan var hún flutt í hús Jóns Magn- ússonar bæjarfógeta. Kom það í Ijós, er læknir skoðaði hana, að önn ur pípan í öðrum handleggnum hafði brotnað við fallið. En bæði kuldinn og óttinn, er að henni setti, höfðu, sem nærri má geta, haft mikil áhrif á hana, sem komin var á níræðis aldur, og andaðist hún kl. 9 morg- uninn eftir. Sturla var lítið sem ekkert meiddur. Enn voru tvær manneskjur eftir uppi í húsinu, frk. Jarþrúður Pjeturs- dóttir og frú Sigþrúður Vídalín. Þeim var bjargað nokkru seinna, er til stiga náðist, báðum óskemdum. , Niðri í kjallara hússins vöktu tvær stúlkur um nóttina við slátursuðu. Urðu þær ekki eldsins varar fyr en um sama leyti og menn komu til utan að. Hafa þær skýrt svo frá í prófi út af brunanum, að kl. 12^/2 hafi þær hitað kaffi við gas uppi í eldhúsinu og farið þaðan aftur kl. rúmlega 1. Kom svo önnur þeirra upp aftur Iaust fyrir 3 og bar þá olíulampa. Varð hún þá einskis vö: um eldinn. Friðrik hafði komið heim úr „Reykjavíkurklúbbnum" kl. milli 12 og I. Ekki er það ljóst, hvaðan eldurinn stafar. Jón Hermannsson skrifstofu- stjóri hefur haldið prófin út af brun- anum í stað bæjarfógeta, er bað sig undanþeginn því. Húsið var vátrygt fyrir 20 þús. kr og er það lágt, en innanhúsmunir fyrir 8000 kr. Þeir voru vátrygðir f Palatine-fjelaginu, sem þeir Johnsen & Kaaber eru umboðsmenn fyrir. Eignatjónið er mjög mikið, því þau mæðgin áttu inarga fágæta gripi, dýr málverk mörg og gamla erfða- gripi, sem ekki er hægt að bæta. Mun óvíða eða hvergi hjer á landi hafa verið eins mikið á einu heimili saman komið af slíkum munum. Artídaskrá Heilsuhœlisins. í hana gálust við andlát Gunnlaugs Guðmundssonar, sonar Guðmundar Björnssonar landlæknis, 160 kr. Við andlát Jóns alþm. Jónssonar í Múla hafa gefist í hana á Seyðis- firði 437 kr. og nokkuð einnig hjer syðra, samtals um 500 kr. Fóðurmjöl úr þangi. „Vestri" segir frá því, að farið sje í Noregi að búa til fóðurmjöl úr þangi og talið, að það muni ryðja sjer til rúms. Við þær tilraunir fáist verkfræð- ingur, Steffensen, að nafni, og telji hann þang það, sem nú fúnar niður við strendur Noregs á ári, 12—15 milj. kr. virði. ján Jorgíiröingur var fæddur 30. sept. 1826 a Hv.inn- eyti f Andakíl, og var talinn Jóns-on og verður föðurættin eigi rakin, en móðir hans var Guðiíður (f. 7. júní r793 d. 27. nóv. 1859) Jónsdóttir bónda á Norður-Reykjum í Mo Jells- sveit og Arnarholti á Kjalarnesi, (f. 1757 d. 25. maí 1817), Vil- hjálmssonar (f. 1718 d. 1785) bónda 1 Arnarholti, Jonssonar lögrjettumanus á Esjubergi (f. 1696 d. 1776), Þor- leifssonar lögrjettumanns, Sigurðsson- ar, Núpssonar. — Kona Jóns Vil- hjálmssonar og móðir Guðríðar var Kristrún (f. 1760, d. 10. maí 1813) Árnadóttir bónda í Sj ávarhólum, Gests- sonar prests í Kjalarnesþingum (d. 1752) Árnasonar bónda í Effersey, Símonarsonar. — Faðir Árná hefur ef til vill verið Símon stúdent á Þóru- stöðum í Olfusi, Árnason, Pálssonar prests í Klausturhólutn, Jónssonar prests og annálaritara í Hrepphólum Egilssonar. Kona Gests Árnasonar var Steinvör Gísladóttir prests á Ut- skálum, Jónsconar lögrjettumanns í Innri-Njarðvík (f. 1623 d. 1694) Hall- dórss,, þess er Tyrkir hertóku og mis- þyrmdu (d. 9. mars 1648), Jónssonar prests á Stað í Grindavík, Jónssonar. — Kona Árna Gestssonar og móðir Kristrúnar móður Guðríðar móður Jóns Borgfirðings var Guðríður Eyj- ólfsdóttir á Tindstöðum á Kjalarnesi (d. 1753), Halldórssonar á Möðru- völlum í Kjós (d. 1721), Þórðarson- ar, Ormssonar sýslumanns í Eyjum í Kjós (d. 1675), Vigfússonar. Jón Borgfirðingur kvongaðist 13. júní 1856 Önnu Guðrúnu(f. 9. febrúar 1828 d. IO. apríl 1881) Eiríksdóttur bónda á Vöglum og í Botni í Eyjafirði (f 3. sept. 17890. 2. ág. 1859) Sigurðs- sonar (f. 11. nóv. 1759) Jóhannsson- ar bónda í Ánanaustum í Reykjavík (f. 1728 d. 1. aprfl 1792) Jóhanns- sonar. — Kona Jóhanns og móðir Sigurðar var Guðrún (f. 1728 d. 11. apríl 1801) Engilbertsdóttir f Laug- arnesi, er mun hafa verið son Sæ- mundar á Neðra-Hálsi í Kjós, Narfa- sonar, Guðmundssonar, Narfasonar. — Kona Guðmundar var Guðrún elsta, dóttir Orms í Eyjum. — Kona Sigurðar og móðir Eiríks var (15. des 1788) Steinunn (f. 1764 d. 1819) dóttir Eiríks Jónssonar á Draghálsi, Einarssonar og Guðrúnar Sveinbjarn ardóttur, Arngrítnssonar. — Kona Ei ríks og móðir Önnu Guðrúnar konu Jóns Borgfirðings var Guðný (f. 1803, d. 26. júlí 1855) Gísladóttir, Þórðar- sonar og var móðir hennar Guðrún Einarsdóttir á Giljum í Halsasveit, Einarssonar á Giljum, er varð 100 ára, Grettissonar, Oddsonar smiðs í Hofdölum, Grettissonar, Egilssonar. Kona Grettis Egilssonar var Ingibjörg Steinsdóttir á Hraunum á Skaga, Þor- geirssonar á Grund í Svarfaðardal, er var sveinn Jóns biskups Arasonar, — Kona Odds Grettissonar var Þór dís dóttir Ólafs Tómassonar á Haf- grímsstöðum í Tungusveit. Kona Grettis Oddssonar var Margrjet Eg- ilsdóttir. Kona Einars Grettissonar var Valgerður Ólafsdóttir. Kona Einars Einarssonar og móðir Guð- rúnar var Guðrún dóttir Jóns Bjarna- sonar af Seltjarnarnesi og Ingibjarg- ar Ólafsdóttur. Börn Jóns Borg-firðings og Önnu Guðrúnar Eirfksdóttur: 1. Guðrún, f. 7. ágúst 1856, ógift. 2. Finnur, f. 29. maí 1858, dr. phil. prófessor við Kaupmannahafnar- háskóla. 3. Klemens, f. 27. ágúst 1862, landritari f Reykjavík. 4. Guðný, f. 5. ágúst 1865, gift Birni Bjarnarsyni sýslumanni í Dala- sýslu. Jón Borgfirðingur miðaldra. 5. Vilhjálmur, f. 16. mars 1869, d. 21. júní s. á. 6. Vilhjalmur, f. 30. ágúst 1870, d. 8. febr. 1902, kand. phil. póstaf- greiðslumaður í Reykjavík. 7. Ingólfur, f. 23. sept. 1874, versl- unarstjóri í Stykkishólmi. Jón Borgfirðingur ólst upp í Borg- arfirði og^dvaldi þar í vist fram yfir tvítugsaldur. Fór síðan til Reykja- víkur og var þar við prentstörf hjá Einari Þórðarsyni, en fór jafnframt bókasöluferðir fyrir hann og Egil bókbindara Jónsson. En sumarið 1854 fór hann norður að Kaupangi í Eyjafirði til að læra bókband og dvaldi þar í tvö ár og þar kvæntist hann sem áður segir Önnu Guðrúnu Eiríksdóttur. Settust þau að á Ak- ureyri og stundaði Jón þar bókband og bóksölu og sömuleiðis ljet hann prenta þar rit nokkur. Vorið 1865 fluttu þau til Reykjavíkur og varð hann þá þegar um haustið löggæslu- maður og gegndi því starfi til 1888. Eftir það dvaldi hann í Reykjavík þar til 1894 að hann fór aftur til Akureyrar til Klemens sonar síns, er þá var þar sýslumaður og bæjarfó- geti, og fluttist 1904 með honum til Reykjavfkur. Var Jón síðan alla tíð hjá honum. Hann andaðist 20. okt. 1912 þá hann skorti fjóra vetur á nírætt. Jón Borgfirðingur var merkismað- ur á marga lund. 1 æsku sinni naut hann lítillar mentunar, en með iðni og ástundun tókst honum að afla sjer hennar að nokkru, t. d. lærði hann dönsku alveg tilsagnarlaust, og varð smemma betur að sjer en al- ment gerðist í þá daga. Hann var snemma bókhneigður, og las alt, sem hann náði í, enda hneigðist hugur hans þegar að bókmentum. Engi var þess kostur íyrir hann að ganga skólaveginn, því efni voru engin, og sú skoðun var þa alinent ríkjandi, að „bókvitið yrði ekki latið í askana", og því til lítilla nota. Hann fjekk og snemma áhuga á landsmálum og sótti Þingvallafundina 1851 og hefur líklega verið eini vinnumaðurinn á landinu sem það gerði. Fjekk hann að vísu leyfi hjá húsbónda sínum að fara á fundinn, en mjög þótti honum það skrítið að Jón skyldi vilja eyða fje og tíma í slíkan óþarfa. Snemma mun hann hafa byrjað á því, að safna bókum og hjelt því áfram til dauðadags með mikl- um áhuga. Átti hann mikið safn af bókum og allskonar prent- uðu dóti, og mun margt vera þar sem hvergi er annarstaðar. Stóð hann að mörgu leyti vel að vígi, því á bókasöluferðum sínum hefur hann kynst mörgum, sem áttu gamlar bækur, og lengi fram eftir voru fáir sem lögðu verulega stund á bóka- söfnun. Var hann og um hríð um- boðsmaður fyrir British Museum og fjekk það hja honum margt merki- legt. Jón Sigurðsson átti og góðan hauk f horni, þar sem nafni hans var. Handritum safnaði hann og líka, og ljet Bókmentafjelaginu þau í tje, en Landsbókasafnið keypti síð- ar alt safn þess. Er það vaíalaust

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.