Lögrétta - 23.10.1912, Qupperneq 2
204
LÖGRJETTA
Lóg rjett a kemur út á hverjum mið>
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð als á ári. Verö: 4 kr. árg.
á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli.
Jóni að þakka að margt af prentuð-
um og skrifuðum bókum er nú til,
sem vafalaust hefðu glatast með öllu,
ef hans hefði eigi notið við. Mun
hans því verða lengi getið sem nýt-
asta manns í þessu efni.
Eigi gat hjá því farið að slíkur
maður hefði hug á því, að vita hvað
til væri af prentuðum bókum, enda
byrjaði hann snemma að rita Rit-
höfundatal og er lítið ágrip af því
prentað (í Rvík 1884); en því verki
hjelt hann áfram til dauðadags. Er
það ómetanlegt fyrir þá er stund
leggja á íslenska bókfræði, enda hef-
ur lítill vottur sjest af því í „And-
vara“, því þar hafa nokkrum sinn-
um verið prentaðar skrár yfir rit þeirra
manna, sem æfisaga hefur verið rituð
af, eftir Jón Borgfirðing. Hann rit-
aði og „Söguágrip um prentsmiðjur
og prentara á íslandi" (Rvík 1867)
og mun. hann hafa safnað öllu, er
snertir það efni, fram á síðustu ár.
Ennfremur ritaði hann æfiminning
Sigurðar Breiðfjörðs (Rvík 1878) og
ýmislegt fleira. Hann var og styrkt-
armaður ýmsra blaða og ritaði all-
mikið í Norðanfara, Baldur, Tímann
og Mána. Hann ritaði og lengi Ár-
bók íslands í Almanak Þjóðvinafje-
lagsins.
Jón Borgfirðingur átti jafnan við
þröngvan kost að búa, vekur það
því meiri athygli hvað mikla ástund-
un hann lagði á það, að koma börn-
um sínum til manns. Synir hans
allir, er upp komust, gengu mentaveg-
inn, og mun hann hafa fundið til
þess, hvað hann hafði mikið mist,
að eiga ekki kost á því, að njóta
þeirrar mentunar í æsku, er hugur
hans stóð til, og vildi því ekki lata
sonu sína verða fyrir sama hlutskifti.
Sá hann og síðar góðan ávöxt iðju
sinnar. —
Hann var fjölhæfur fræðimaður og
mesta yndi hans var að lesa og
skrifa. Er undravert hvað mikið
liggur eftir hann þegar tillit er tekið
til kringumstæðanna, því lengi fram-
an af varð hann að hafa alla
sfna bókiðju í frítímum sfnum, sem
ekki voru margir, en sfðustu árin
gafst honum betur næði, enda not-
aði hann tfmann vel. Mun margt,
auk þess, sem áður er talið, liggja í
handritum eftir hann, og vafalaust
geýma mikinn fróðleik.
Jón Borgfirðingur var meðalmaður
á vöxt og grannvaxinn. Hann kyntist
mönnum vel, og var vinur vina sinna.
Hann hafði hepnar gáfur og var
margt vel um hann.
Þeir, sem unna íslenskum fróðleik,
munu sakna hans, því hann var jafnan
boðinn og búinn að leiðbeina og gefa
upplýsingar um það, er honum var
kunnugt, og það var margt.
Bókmentafjelagið sýndi honum fyrir
nokkru þann heiður, að gera hann
að heiðursfjelaga sínum, og var það
eina viðurkenningin er hann hlaut.
(J. KrO,
Pjetur prins af Montenegró.
Hann er yngsti sonur Nikita Svart-
fjallakonungs og varð 11. þ. m. 23
ára gamall. Sögurnar segja, að hann
hafi skotið fyrsta skotinu í stríðinu,
sem nú er byrjað. Hann er kapteinn
í stórskotaliði föður síns.
Flóaáveitan.
„Suðurl." flytur grein um hana 5.
þ. m. Það segir, að nú sje lokið
áveitunni á Miklavatnsmýri og mest-
an hluta Gaulverjabæjarhrepps, og
auk þess á land nokkurra jarða í
Villingaholtshreppi. Þessi byrjun var
gerð til þess að fá reynslu áður en
ráðist yrði í aðaláveituna, og telur
blaðið þá reynslu nú fengna og virð-
ist hún vera mjög hvetjandi til áfram-
halds. Talbitzer hafði áætlað, að
þetta verk mundi kosta 36 þús. kr.,
en „Suðurl." segir kostnaðinn líklega
muni fara lftið yfir 20 þús. kr., og
er það stórkostlegur munur. Segir
blaðið, að með nokkrum breytingum
á verkinu, sem hefði það í för með
sjer að vatn næðist á nokkru minna
land en áætlað hefur verið, mundi
mega færa kostnaðinn, sem hefur
verið áætlaður 600 þús. kr., niður um
meira en helming og ber fyrir þeirri
skoðun Sigurð Sigurðsson ráðanaut
Og alþm., sem er manna kunnugastur
því malí.
9 manna nefnd hafði verið kosin
{ fyrra haust þar eystra til þess að
vinna að undirbúningi til framkvæmda
verksins, en blaðið segir, að hún hafi
enn ekki tekið ákvörðun um, hvernig
hún snúist við hinum nýju uppá-
stungum um kostnaðarminna fyrir-
komulag. Formaður nefndarinnar er
Sig. Ólafsson sýslumaður, varafor-
maður Eggert í Laugardælum og
skrifari Jón alþm. á Ásgautsstöðum,
ritstj. „Suðurl.".
Danslia þingið var sett 8. þ.
m. Það er fyrsta þingið, sem kem-
ur saman í stjórnartíð Kristjáns X.
og því setti konungur það sjálfur.
Ostenfeld bi.skub predikaði við guðs-
þjóniistuueiðina.
I. C. Christensen var endurkosinn
formaður Fólkþingsins með 58 atkv.
Sósíalistar, radikali flokkurinn og
gamal-hægrimenn greiddu ekki at-
kvæði. 1. varaform. varð Effersö,
en 2. Petersen-Nyskov. í Lands-
þinginu var Goos kosinn formaður
með 30 atkv., en A. Thomsen fjekk
29. 1. varaform. Hage og 2. Jörg.
Pedersen.
Bæjarstjórnin. Fundur 17. okt.
Beiðni frá ísfelaginu um leyfi til að
byggja ísgeymsluhús á Brunnhúsa-
lóðinni frestað, þar til uppdráttur væri
fenginn.
Samþ. við 2. umr. að taka alt að
12 þús. kr. lán til holræsagerðar á
þessum vetri og leggja fyrir það
holræsi í Vatnsstíg, Klapparstíg,
Hverfisgötu, Skólav.stíg, Vesturgötu,
Bræðraborgarstíg, Laugaveg, Tún-
götu, Bjargarstíg og Grundarstíg,
samkv. áætlun bæjarverkfræðings.
Úrskurðaðir reikningar gasstöðvar-
annnar fyrir rekstursárið 1910—II.
Bæjarstjórnin tók fram, að reksturs-
firmað bæri ábyrgð á misfellum þeim,
sem orðið hefðu hjá Radtke fyrv. stöðv-
arstjóra, er hafði haft af stöðinni um
18,000 kr., en af þeim náðst aftur
7000 kr, og vildi firmað C. Francke
fá þær 11,000 kr., sem þá vöntuðu,
hjá Rvíkurbæ.
Samþ. að fela K. Zimsen að end-
urskoða rekstursreikning gasstöðvar-
innar 1911 —12.
Fundur 18. okt. Fátækranefnd
hafði lagt til að styrk úr ellistyrktar-
sjóði skyldi veita 289 mönnum, en
fjeð, sem til úthlutunar kom, var
6300 kr.
Samkv. tillögu skólanefndar var
eftirnefndum fjelögum veitt leyfi til
að nota leikfimishús Barnaskólans:
Daufdumbraskolanum, Kvennaskólan-
um, Kennaraskólanum, Ungmenna-
fjelaginu, fjelaginu „Skarphjeðni" og
ennfr frk. Ingibj. Brands. — Ennfr.
Daufdumbraskólanum veitt leyfi til
að nota hús og áhöld skólans til
skólaiðnaðarkenslu og matreiðslu-
kenslu eina stund á viku.
Tilkynt brjef frá verkfr. N. C.
Monberg í Khöfn, þar sem hann
skýrir frá, að umboðsmaður sinn
muni sennilega koma hingað fyrri
hluta nóvembermánaðar.
Kosinn til að semja verðlagsskrá
E. Briem prófessor.
Þessar brunabótav. samþ.: Húsið
nr. 15 við Laugav. 3101 kr., nr. 9
við Lindarg. 7244 kr., nr. 5 A við
Grundarst. 2251 kr.
Borgarstj. gefið umboð til að mæta
á sáttafundi út af stefnu frá Th.
Krabbe verkfr., er krefst 3000 kr.
fyrir verk sitt að undirbúningi hafnar-
gerðarinnar, en bæjarstjórn vill að-
eins borga 1000 kr.
Ferð til KapanMiiar.
Eftir Bjarna Sœmundsson.
(Frh.). ----
Að morgni næsta dags (3. júlí)
vorum við farin að nálgast Skotland
og vorum þá (kl. 8) á 200 faðma
dýpi í álnum milli Færeyja og Skot-
lands, í 90 mílna fjarlægð frá Skot-
landi. Nú fóru að sjást máfategundir,
sem ekki sjást við ísland, og þegar
við að nokkrum tíma liðnum komum
inn á landgrunn Skotlands, fóru að
sjást svartfuglar og lundar, hvort-
tveggja vottur um nálægð lands, og
svo skoskir fiskikúttarar, sem voru
að fiska með lóð (á bátum). Fugla-
tegundunum fór fjölgandi, súlur og
ritur bættust við og loks sáum við
land kl. 3. Það voru tvö sker, sitt
á hvora hönd, Sul skerry (Súlusker)
á vinstri hönd, eu Stack skerry
(Stakkur) á hægri. Sker þessi eru
langt undan landi, 30 mflur V. af
Orkneyjum og N. af Skotlandi og
bera gömul norræn nöfn, eins og
fleiri staðir við og á norðurströnd
Skotlands. Súlusker er lágur hólmi
með háum vita, og hlýtur að vera
æði einmanalegt að búa þar til lengd-
ar, en Stakkur er hár klettur, hvítur
af fugladriti og klofinn í miðju.
Kringum skerin var margt af fugl-
um og selir sáust. Við hjeldum á-
fram, skerin hurfu bak við hafsbrún
og kl. 5 sáum við loksins Skotland
á hægri hönd og nokkru síðar eyj-
una Hoy (Háey?) í Orkneyjum á
vinstri, Kl. 8 vorum við hjá Dunnet
Head, norðurodda Skotlands (þar
er símastöð og loftskeytastöð fyrir
skip), og við mynnið á Pentland
Firth, hinu illræmda sundi milli Skot-
lands og Orkneyja. Þar eru mjög
harðir straumar og illviðrasamt, og
því vandfarin leið í dimmviðri, því
að þrengsli og blindsker bætast við.
Nú var besta veður, en straumur var
afarmikill. Austan til í sundinu er
lítil eyja, er nefnist Stroma (Straum-
ey). Má fara báðum megin við hana.
Syðri leiðin er þrengri og vandfarn-
ari og hana fórum við. Það er meira
gaman að fara hana, sagði Broberg.
Hann vill fara sem næst landi, far-
þegunum til skemtunar. Straumur
var mjög harður, tvær rastir stóðu
eins og veggur suður frá Straumey
og sjórinn var eins og sjóðandi, rjett
eins og í Breiðafjarðarstrauinunum.
En „Ceres” óð áfram, eins og ekk-
ert væri um að vera. Kl. 9 fórum
við í þrengsta sundinu, aðeins skot-
mál frá suðurodda Straumeyjar, og
þar var blindsker í miðjum straumn-
um, en járngrind upp úr, með vita-
lukt á, náttúrlega. Kl. 9V2 vorum
við hjá Duncansby Head. Höíðinn
er hár og brattur, allur jetinn út í
hella og dranga. Bæði á honum og
Dunnet Head eru vitar og tóku þeir
nú að leiftra hver í kapp við annan,
því að það var farið að skyggja.
Sfðast um kveldið sá jeg vitann við
Wick.
Nyrsti hluti Skotlands er allhá-
lendur og eigi ósvipaður Langanes-
ströndum. Trjágróður er þar lítill,
en engi og akrar allmikil og mikil
bygð, en býlin þó alldreifð og bæj-
irnir mest smáfiskistöðvar við sjó-
inn. Stærstur er Thurso.
Þegar kom á móts við bæinn Wick
fór jeg að sofa, og við vorum komin
suður á móts við bæinn Montrose,
þegar jeg kom upp næsta morgun
(4. júlí). Nú var blómlegra að líta
til landsins, því að alstaðar voru trjá-
lundar og trjáraðir innan um sáð
löndin, og hver smábærinn rak ann-
an á ströndinni. Kl. 10V2 fórum við
fram hjá hinum fræga Bell Rock-vita.
Hann er 115 feta hár og stendur á
lágu skeri, langt úti í hafi, úti fyrir
Tay-firði. Skerið var áður mjög
hættulegt fyrir sjófarendur, sagt að
67 skip hafi strandað á því árið
áður en vitinn var reistur. Nú var
fremur fátt að sjá af skipum, aðal-
lega fáein fiskiskip, fyr en kom inn
f Forth-fjörð. Þar leit all-ófriðlega
út, því að þar lá bresk herflotadeild,
40—50 torpedóbátar, svartir og svip-
illir. Sagt að þeir hafi fengið þar
stöð upp á síðkastið, til þess að verja
skipaleiðir inn fjörðinn, enda er besti
°g þjettbýlasti hluti Skotlands þar
innaf og mikið í húfi í ófriði. Auk þess
eru eyjarnar Isle of May (æl of mei)
í fjarðarmynninu og Inch Keith (intsj
kfþ) rammlega víggirtar, einkum hin
síðartalda. Hún er rjett fyrir utan
Leith.
Innsiglingin til Leith er allfögur;
með sjónum er fjöldi smábæja á
báðar hliðar, má af þeim nefna kola-
höfnina Burnt Island (burnt æland)
og veiðarfærabæinn Kirkcaldy á
norðurströndinni. Akrar, engi og
skógarlundir skiftast á.og lengra burtu
eru fell, lágar hæðir eða hálsar, eins
t. d. Arthur’s Seat og Pentland
Hills, suður af Edinborg, og turnar
og hæðir borgarinnar sjást óglögt í
blágrárri móðu.
Við kotnum til Leith kl. 3, en
urðum að bíða til kl. 5 til þess að
komast inn í dokkina (Albert Dock),
þar sem skip Sam. fjel. hafa sitt
fasta lægi. Við áttum að fara af
stað aftur snemma næsta morgun,
svo að það varð lítil viðstaða. Þó
komst jeg upp í Edinaborg ásamt
nokkru af samferðafólkinu. Jeg stað-
næmdist eins og lög gera ráð fyrir, f
aðalstræti borgarinnar, Princess Street.
Þangað leggja allir aðkómumenn
fyrst leið sína, enda er það frægt og
fagurt stræti. Sjálfsagt mun mörg-
um landanum, sem kemur í fyrsta
sinn til útlanda, þykja æði tilkomu-
mikið að sjá alla umferðina á stræti
þessu, rafmagns-sporvagnar, mótor-
vagnar, hestavagnar og mótor-hjól-
hestar þjóta fram og aftur og mega
menn fara með allri gætni þvert yfir
götuna, til þess að verða ekki fyrir
skakkafalli, og gleyma sjer ekki þeg-
ar þeir eru að virða fyrir sjer alt
hið margvíslega og nýstárlega, sem
ber fyrir augun. Það mætti skrifa
langan pistil um Edinaborg, ef rúmið
leyfði. Hún er talin ein hin fegursta
af borgum álfunnar fyrir norðan
Alpafjöll. En lítið er auðið að sjá
af henni og öllu því, sem hún hefur
að geyma, á svo stuttum tíma. Við
komumst upp á kastalann fræga;
Þaðan má sjá yfir mikið af borginni,
en nú var svo mikil mugga, að varla
sást yfir alla borgina óg alls ekki
yfir um Forthfjörð.
Kl. 7 næsta morgun (5. júlí) lögð-
um við af stað áleiðis til Hafnar, í
besta veðri. Stefnan er tekin á Jót-
landsskaga, það er { ANA, og er
vegalengdin milli Leith og Skagans
520 mílur, eða ámóta og á milli Dyr-
hólaeyjar og Skotlands. f fjarðar-
mynninu fórum við fram hjá háum
kletti, sem nefnist Bass Rock; þar
verpur allmikið af súlu og hefur súl-
an fengið hið latneska tegundarnafn
sitt af klettinum, en kynsnafnið er
íslenska nafnið óbreytt; latneska nafn,
vfsindanafn, hennar er Sula bassana.
Það var margt af súlu með Skot-
landsströndum. Það er fagur og
tilkomumikill fugl að sjá á flugi, lag-
aður til þess að kljúfa loft og sjó,
eins og ör, enda er hún líka best-
ur flugkafari af öllum fuglum. Að
sjá hana stinga sjer í sílistorfu, er
æði einkennilegt; þegar þær gera
það margar í einu, þá er eins og
örfadrífa úr háa lofti niður í sjóinn.
En gráðug er hún, og oft etur hún
svo mikið, að hún getur ekki tekið
sig upp, og tæplega kyngt því, sem
hún hefur veitt. Hún tekur bráðina
á leiðinni upp, þegar hún hefur stung-
ið sjer á kaf, 2—3 faðma niður í
sjóinn.
Sljett var úthafið, en sljettari var
þó Norðursjórinn; hann var rjóma-
sljettur alla leið til Jótlands og veðr-
ið altaf hið inndælasta. Þegar við
vorum komin 70—80 mílur frá Leith
kl. 2. e. m., fóruin við að sjá all-
margt af hollenskum síldarskipum;
sigldum við gegnum þennan flota í
6 tíma eða á 75 mílna svæði; en
ómögulegt var að vita, hve mörg
skipin voru. Þau lagu hreyfingar-
laus í logninu og voru menn að gera
að næturveiðinni, því að netin (það
eru reknet) eru lögð undir nóttina,
en tekin að morgni; sfldin gengur
sem sje illa í netin meðan bjart er.
Ekki gat jeg sjeð, hvort aflinn var
mikill, en kveikilegt var á sjónum,
því að þar var margt af fugli, lielst
máfar, súla og svartfugl, einnig margt
af hnísum og hrefnum, og einu sinni
fengum við heimsókn af skemtileg-
um gestum; það voru j h'óýrungar.
Þeir komu að „Ceres" framanverðri
og tóku að keppa við hana. Syntu
þeir undir kinnungunum, eða stefn-
inu, í 3 mínútur, enda þótt skipið
hefði rúmra 11 mílna ferð. Leit út
fyrir, að þeir tækju þetta ekki nærri
sjer, því að þeir hreyfðu sig aðeins
lítið eitt, eða lágu eins og hreyfing-
arlausir líkt og þegar fuglar renna
sjer á flugi Þeir hlutu því að hafa „sett
upp fulla ferð", áður en þeir komu
í ljósmál við skipið og runnið áfram
með hraða skipsins án frekari að-
gerða þessar mínútur, sem þeir voru
við það.
Frá einni skútunni komu menn á
bát í veg fyrir okkur og hömpuðu
nýveiddum þorski framan f okkur,
en það var ekki tími til að stansa
og fá sjer í soðið. Það var líka
kominn hugur í skipstjóra að kom-
ast áfram; hann vildi komast snemma
á sunnudag til Hafnar. Var því far-
ið að vita, hvað „Ceres" gæti, og
mokað á eldinn með mjög stuttum
millibilum. Var reykjarmökkurinn
ærið svartur og loks fór að loga upp
úr „Ceres", og er reykháfurinn þó
æði hár; lagði langa neistastroku á
eftir oss, svo að ekki var vært á
afturdekkinu, en eldtungurnar stóðu
hátt í loft. Leit þetta dýrðlega út
í rökkurkyrðinni, og endurtókst nokkr-
um sinnum. Ekki var trútt um, að
sumum farþegum þætti nóg um.
Annars kemur þetta ekki ósjaldan
fyrir á skipum (t. d. torpedóbátum).
Einu sinni opnaðist öryggisop ket-
ilsins. En alt var þetta til ónýtis,
ferðin jókst ekki að heldur neitt
verulega, og kendu menn það vond-
um kolum og dragsúgsleysi í reyk-
háfnum, því að altaf var logn, en
ekki voru vesalings kyndararnir öf-
undsverðir af æfinni niðri í því jarð-
neska víti, sem nefnist eldrúm skips-
ins, og vel mætti mannúðin fagna
því, ef einhverntíma kæmi sá dagur,
að menn hættu alveg að kynda kol-
um í skipum og leystu þannig fjöl-
menna stjett undan mjög svo óhollu
og erfiðu lífsstarfi. Þetta er nú kom-
ið í kring á skipum, sem brenna olíu
í stað kola, og á dísilmótorskipun-
um dönsku.
Um miðnætti vorum við í miðjum
Norðursjó og höfðum um miðdegis-
bil farið yfir dýpsta svæðið á þeirri
leið, The gut (görnina), þar er 50—
60 faðma dýpi. Sunnar og austar
er yfirleitt ennþá grynra, og á hin-
um fræga Dogger Bank ekki nema
10—20 faðmar. Það er fyrst nyrst
í Norðursjó, að dýpið verður meira,
þó nær það hvergi 100 föðmum,
nema í Norska álnum, sem liggur
inn með suðurströnd Noregs, eftir
norðanverðu Skagerrak. Norðursjór
er þannig yfirleitt ekki dýpri en Faxa-
flói og hefur orð á sjer fyrir óþægi-
legan og krappan sjó.
Að morgni hins 6. júlí vorum við
farin að nálgast Jótland og var þá
fátt um skip og lítið líf á sjónum
óg gerðist ekkert markvert fyr en kl.
7 um kvöldið, að við sáum land í
suðaustri; það var Hanstholmen, norð-
vesturhorn Jótlands; bar æði lágt á
því, eins og vant er um vesturströnd
landsins, enda var það alllangt í
burtu, eitthvað um 20 mílur. Um
sama leyti vorum við næst Noregi
á þessari leið, en of langt burtu (c.
60 mílur) til þess að landið sæist.
Á Hanstholm er mjög sterkur raf-
magnsviti, en hann var löngu horfinn
bak við hafsbrún áður en kveykt
væri. Aftur á móti sáum nið Hirs-
halsvita kl. 10. Skömmu áður mætt-
um við í rökkrinu undarlegu skipi;
það var eitt af skipum þeim, er
flytja járnstein frá Noregi og Sví-
þjóð. Þau hafa reykháfinn á aftur-
enda, en fyrir framan hann tvísetta
mastraröð eftir endilöngu skipi, og
öll möstrin (8 í hvorri röð) jafn-lág.
Líkjast þessi skip mest tilsýndar hálf-
um hrífuhaus með tindana upp. Dansk-
ir sjóinenn nefna þau „Tusindben"
(o: margfætlur), jeg vildi kalla þau
„tindabikkjur" á íslensku.
Kl. 1 um nóttina vorum við hjá
Skaganum, en þá svaf jeg og vakn-
aði ekki fyr en við vorum hjá eynni
Anholt, hjer um bil í miðju Katte-
gat. Það var sólskin og hiti og sjórinn
iognstafaður; fjöldi skipa, flest gufu-
skip, voru á víð og dreif. Um há-
degisbil sáum við Svíþjóð og litlu
síðar Sjáland og bar mest á höfð-