Lögrétta - 30.10.1912, Qupperneq 2
208
LÖGRJETTA
Versl un
Jóns Zoéga
14 Bankastræti 14
Talsfmi 128.
Fást margskonar kökur og
kex. Par á meðal 30 aura
kexið góða, sem allir kaupa,
sem einu sinni hafa reyntþað.
Húsmæður! Dragið ekki
lengur að koma og reyna
KEXIÐ.
Byggingarefni og
málningavörur ávalt
til i verslun J ó n s
Z o ég a.
2000 pd.
af netagarni er ný-
komið í versl. J ó n s
Z o é g a. Allir, sem
sjeð hafa, hrósa verði
og gæðum.
Vlndlar, Vindlingar, RJói og
Reyktóbak vlðurkenna aillr,
sem reynt hafa, að sje ódýrast
I verslun Jóns Zoöga.
í verslun Jóns Zoégaer
komið yfir
70 tegundir af sápu frá 10—
85 a. stykkið,
30 teg. af ilmvatni i glös-
um frá 0,18—5,30 glasið.
Vasagreiður og Vasaspeglar
o.m.m.fl. Hvergi eins ódýrt.
Steinsmiðir! Hinar margeftirspurðu Slettirekur eru nú aftur komnar. Ennfremur
Stálbretti, Sigti, Hamrar, Steypiskóflur, Hrærispaðar, Kalkkústar, Filt o. m. m. fl.
tilheyrandi steinsmíði. — Þessi verkfæri fáið þið hvergi betri nje ódýrari.
Lögrjetta kemur út á hverjun mið-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð als i ári. Verð: 4 kr. árg.
á fslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. Jáli.
fyrir svo mörgum árum, að hundr-
uðum skiftir, þegar sú var tfðin, að
járnkallinn var eina máttarstoðin við
slfka vinnu, og er þetta sjerstaklega
sagt um þann part lendingauna, er
mest ríður á, sem sje þar sem kom-
ist verður næst tjöruborði, og sem
altaf er mest árfðandi, að sje sem
best frá gengið. Þetta er það, sem
menn ættu að taka höndum saman
um að lagfæra. Nú eru fleiri tæki
en áður, er menn geta notað, og eins
og menn hafa fundið rjetta ástaeðu
til að leggja, með ærnum kostnaði,
brýr á hættulegar ár, eins ættu menn
að láta ekki lengur dragast að bæta
lengingar sínar, sjerstaklega þann
part þeirra, sem hættulegastur er, og
láta ekki gamla hefð tetja fyrir slíku
þarfaverki. Eitt mannslíf er talið mik-
ils virði; en hve mörg mannslíf eig-
um vjer ekki oft undir lendingum
okkar? Og flestum mun þykja sárt
að horfa upp á mannskaða þó engu
sje um að kenna, hvað þá, ef van-
ræksla þeirra, er nokkru megna, væri
um að saka.
Jeg vona, að einhver verði til að
fhuga þetta mál frekar.
Sjómadur.
Balkanstríðið.
Yflrlit og skýringar.
Það eru Búlgarir, sem orðið hafa
Tyrkjum hættulegastir mótstöðumenn
eins og við var búist. Meðfram er
það lega landsins, sem því veldur.
Tyrkland er eins og belti þvert yfir
Balkanskagann, mjórra miklu að aust-
an, og allra austast er Konstantfn-
ópel. Skagar landið þar langt til
austurs, sunnan við Svartahafið. En
norðan við Austurhluta Tyrklands er
Búlgaría og nær alla leið austán frá
Svartahafi og langt vestur fyrir miðj-
an Balkanskaga. Höfuðborgin Sofffa
er vestan til í landinu og mjög nærri
þvf, að vera miðdepill Balkanskag-
ans. Frá austurhluta Búlgarfu er ekki
löng leið suður og austur til Kon-
stantínópel. En skamt fyrir sunnan
landamæri Búlgarfu og alllangt vest-
ur í landi er Adríanópel, er kölluð
hefur verið lykillinn að Konstantín-
ópel landmegin.
Búlgaría er að stærð ioo þús. fer-
kflóm. og fbúatalan 5 milj.. En auk
þess sem lega Búlgaríu er svo hættu-
leg Tyrkjum, þá eru Búlgarir einnig
að herafla voldugastir af mótstöðu-
mönnum Tyrkja.
Serbía er áföst Búlgaríu að vest-
an, en nær ekki eins langt suður.
Stærðin er 50 þús. ferkílóm. og íbúa-
talan 3 milj.. Höfuðborgin Belgrað
er nyrst í landi, við Dónárfljótið, á
landamærum Ungverjalands, en Ser-
bía nær hvergi til sjávar.
Þriðji Tyrkjaóvinurinn, Montene-
gró, er vestur við Adríaflóann, suð-
ur undan vesturhluta Serbíu, en þar
f milli eiga Tyrkir breiða landskák,
og áttu áður lönd alt í kring um
Montenegró, því vestan við það, upp
frá Adríaflóanum, er Herzegóvína
og Bosnía, er Austurríkismenn tóku
fyrir nokkrum árum, Montenegró
er rúml. 8000 ferkílóm. að stærð og
fbúatalan 250 þús.
Grikkir, fjórða sambandsþjóðin
gegn Tyrkjum, eru um 3 miljónir,
og stærð Grikklands er rúml. 65 þús.
ferkílómetrar,
Rúmenía er norðan við Búlgaríu
og nær hvergi til Tyrklands. Stærð
hennar er 130 þús. ferkílóm. og íbúa-
talan 7 milj..
Tyrkland er 168 þús. ferkílóm. og
íbúar þar um 6 milj. En þess er
að gæta, að í Asíu eiga Tyrkir mikil
lönd, sem liggja þar rjett við, og
hafa þaðan mikinn styrk í ófriði.
Að yfirskini til friðslitanna var
haft ástandið í Makedóníu. En Make-
dónía er þijú hjeruð: Kosova, Mon-
astir og Salonikí. Að stærð er hún
2/3 hlutar alls Tyrklands og íbúatal-
an 3 miij., eða helmingur af íbúum
Tyrklands. Vestan til er 3/4 milj.
Albana og getur sá hluti, sem þeir
búa í, f raun rjettri talist til Albaníu.
Annarstaðar í Makedóníu hafa þjóð-
irnar hrærst hver innan um aðra,
hver með sitt mál og sín trúarbrögð.
Talið er, að þar sje */2 milj. Tyrkja,
sem allir eru Múhameðstrúar, V4 milj.
Grikkja, sem allir eru kristnir, hjer
um bil i1/* milj. Slafa, og eru sumir
þeirra Múhameðstrúar, en fleiri kristn-
ir, og skiftast þeir auk þessa eftir
þjóðerni í Búlgara og Serba. Loks
er í Makedónfu eigi fátt af Rúmen-
um, Gyðingum og Sfgaunum. í þess-
um mislita hóper sífeldur órói. Altaf
ganga kvartanir um stjórn Tyrkja,
og altaf er verið að lofa endurbót-
um, sem svo aldrei verður neitt úr,
þegar til kemur. Samsæri og smá-
uppreisnir eru altaf einhverstaðar. Nú
hafa Búlgarar, Serbar og Grikkir verið
að kvarta yfir kjörum þeim, sem
landar þeirra eigi við að búa í Make-
dóníu. Því var það, að milliganga
stórveldanna var nú f þvf innifalin,
að fá enn hjá Tyrkjum loforð um
endurbætur f Makedóníu. En þau
loforð dugðu nú ekki til að afstýra
ófriðnum. Vegna Ítalíustríðsins þótt-
ust smárfkin nú sjá tækifæri til þess
að kasta alveg af sjer yfirráðum
Tyrkja. Þeir eru hataðir frá fornu
fari af hinum þjóðunum, og þær hafa
heimtað stríðið með miklum ákafa
af stjórnendum sínum. 1 alt sumar
sem leið hafa verið meiri og minni
skærur milli þjóðanna, og þær skær-
ur hafa smátt og smátt æst þær
meir og meir. í haust lögðu Tyrkir
hald á vopnasendingar, sem áttu að
fara til Serbíu og skipað var upp í
Salonikí, og var því, sem geta má
nærri, illa tekið af Serbum. En
endurbæturnar, sem Tyrkir gáfu
loforð um í Makedoníu, voru hjer
um bil hinar sömu og þær, sem
Albönum hafði verið heitið í sumar
til þess að kæfa þar niður uppreisn-
ina. Öll trúarbrögð og þjóðerni áttu
að ná jöfnum rjetti; valdsmenn áttu
að kunna málin hver í sínu hjeraði;
skólamálum átti að koma í nýtt horf,
vegamálum og búnaðarmálum sömu-
leiðis o. s. frv. En lík loforð höfðu
áður verið gefin, svo að það er ekki
að undra, þótt Iftið væri upp úr
þeim lagt og að stríðinu yrði eigi
afstýrt með þeim einum.
Herstyrkur Balkanríkjannna hefur
verið talinn þessi: Tyrklands I
miljón, Búlgara 200 þús., Serba 150
þús„ Grikkja iOO þús., Montenegrós
30 þús., Rúmenfu 300 þús. Tyrkir
hafa verið taldir ágætir hermenn, en
hernaðarútbúnaður þeirra er aftur
á móti gamaldags og ófullkominn.
Aftur á móti er her Búlgara sagður
vel búinn og vel æfður, og eins er
sagt um her Rúmena. í Serbíu og
og Grikklandi er hernaðarútbúnaður-
inn aftur á móti sagður í ólagi og
þær þjóðir hafa ekki orð fyrir að
eiga duglega hermenn. Reyndar er
sagt, að síðan Venizelos tók við
stjórn í Grikklandi, hafi regla á her-
málum þar eins og öðru mjög farið
batnandi. Montenrgróbúar eru hraust-
ir menn og herskáir, en vegna fæðar-
innar gætir þeirra svo lítið.
SmáTegis frá Stokkhólmi.
Eftir Á.
I.
Lesari góðurl Ef þig langar til
að litast dálítið um í höfuðstað Sví-
þjóðar, Stokkhólmi, þótt þú eigir ekki
kost á að ferðast þangað sjálfur, þá
skal jeg ljá þjer fylgd mína til þess.
Mig meira að segja langar til þess.
En þú verður að fyrirgefa mjer það,
að jeg sýni þjer eða segi þjer frá
aðeins því, sem jeg hef sjeð og heyrt
og af einhverjum ástæðum hefur toll-
að í minni mfnu. Jeg er sem sje eng-
inu landafræðingur nje fornfræðingur
nje ártalafræðingur, með öðrum orðum
enginn fræðingur; verð því að notast
við mfn eigin augu og eyru aðjafn-
aði og hef þau opin fyrir þvf, sem
jeg vil sjá og heyra, en varta nema
í hálfa gátt fyrir hinu. Jeg hef stund-
um litið í ferðasögur manna, og þar,
sem jeg þekki til, hafa „fræði“sög-
urnar jafnan verið vitlausastar. Ef
þú efast um það, þá lestu einhverja
af ferðasögum erlendra manna frá
Islandi.
Við skulum látast vera vinir, hvort
sem þú ert karl eða kona, sveinn
eða meyja, og svo skulum við ganga
saman og talast við. Og til að byrja
með skulum við taka okkur göngu-
för út á Skeppsholmen (= Skips-
hólmann).
Það er kvöld, undur friðsamt og
Ijúft, síðla í ágústmánuði. Sólin hef-
ur skinið í heiði allan daginn og er
nú farin að nálgast sjóndeildarhring-
inn í norðvestri, yfir þeim hluta borg-
arinnar, sem Varrmalm er nefndur.
Hún baðar ekki í gullnum æfintýra-
ljóma eins og svo oft fyrir augum
Reykvfkinga. Það er miklu fremur
svo að sjá sem hún skíni og hnígi
af tómri skyldurækni, eins og verka-
maður, sem er knúður til að ljúka
erfiðu dagsverki.
Viðyfirgefummannfjöldann, þreytt-
an og sveittan af erindislausu randi
á steinlögðum götunum, höldum yfir
Gustafs Adolfs torg niður að Norr-
ström. Þarna getur þú að Hta tnynda-
styttu af hetjunni frægu, sem torgið
hefur verið heitið eftir.
Við göngum áfram út með Norð-
urstraumi, sem mjer finst ávalt falla
í suður. Hann fellur úr Leginum,
sem tekur við hinumegin við mið-
hólmana, „staden inom broarna".
Lfttu hjer á bakkana og brýrnarl
Það er eitthvert hið öflugasta og við-
feldnasta mannvirki, sem jeg hef sjeð.
Bakkarnir rfsa þverhnfptir, beggja
vegna, bjargfastir steinveggir, og
sama svip og sömu gerð hefur brúin
Norrbro, sem tengir þá saman. Svip-
urinn er samfeldur, þar sem smekk-
vísi og bjargfastur traustleiki fara
svo vel saman.
Meðan við göngum út með straumn*
um frá Norrbro, getum við athugað
það, sem er á vinstri hönd. Þar er
fyrst söngleikjahúsið með veitinga-
hala sínum, „Kungstrádgárden", með
konungamyndir og blómabeði, Grand
Hotell, með allra þjóða flögg á stöng-
um, þjóðlistasafnið — —.
Æ, nei. Þú gleymir þessu jafn-
ótt og jeg tel það upp fyrir þjer.
Við skulum halda áfram yfir járn-
brúna út á Skipahólmann.
Nú erum við komnir — eða kom-
in — út úr borginni, og þó erum
við inni f miðdepli hennar, eða því
sem næst. Við göngum til hægri
handar, meðfram straumnum. Lindi-
trjen breiða lauf sitt yfir okkur,
hátt uppi. Þegar sólin skín of heitt,
eru þau Ijúflega skýlandi og jafnan
leggur þægilegan svala af straumun-
um, dálítið viðfeldari en rykið upp
af steinlögðu götunum, hálfvolgum.
Hjer koma bekkir, góðvinabekkir;
þar skululm við setjast.
Hefurðu heyrt fossanið eða brim-
hljóð í fjarlægð? Hann Hkist því,
ómurinn, sem okkur berst frá iðu-
straumnum á götunum. Svona fjar-
lægum unum við honum vel.
Hjer blasir við okkur hólmurinn
með elstu húsunum, venjulega nefndur
„Staden*; lfklega er hann hinn upp-
haflegi „Stokkhólmur". Meðframþeim
bakkanum, sem að okkur veit, Skepps-
bron, liggja skip nærri hvert við
annað, falleg farþegaskip flest. Beint
fyrir framan Norðurbrú stendur kon-
ungshöllin; bakkinn, sem hún er reist
á, gerir legu hennar enn tilkomu-
meiri. Hún er tignarlegt stórhýsi,
einföld að gerð og ytra útliti, en
mikilleg og rfkjandi yfir öðrum hús-
um. — Finst þjer ekki að hún beri
vel tig sína?
Hinumegin við þennan hólma er
önnur straumæð úr Leginum. Þar
eru lyftibrýr fyrir skip, sem inn fara
og út, og loka fyrir ísreki á veturna
og vorin. „Slussen" er það nefnt.
í einhverri af íslendingasögum, jeg
held Njálu, hef jeg sjeð það kallað
Stokksund. Bæjarhlutinn, sem þar
tekur við, er nefndur Södermalm.
Einlægir „málmar", Norrmalm, Oster-
malm, Södermalm og Vestermalm,
sem heitir þó öðru nafni Kungshol-
men. Til þess að samræmi sje í,
vil jeg kalla „Staden inom broarna"
„Miðmálm". Finst þjer það ekki
rjett?
Sólin er hnigin. Það eru komin
tfmamót dags og nætur. Þau eru að
gerast, hin undur-friðsamlegu umskifti,
er dagurinn þokar sæti fyrir nóttunni.
Nú mega þau ekki lengur dvelja sam-
vistum; það er orðið svo áliðið sum-
ars; nóttin fær ekki lengur gert sig
bjarta til þess að geta unað hjá degi,
svo innilega tengd honum, að varla
var annað hægt að sjá en að þau
væra eitt og hið sama. Finst þje'r
ekki sem þú sjáir angurblíðuna, ást-
arblfðuna á svip beggja, einmitt núna,
er þau eru að skilja?
Líttu þangaðl — Þau ganga helst
þar, sem linditrjen skyggja á. Þau
velja sjer sæti þar sem skugga ber
á. Þau talast við, en hljóðlega. Ást-
in þeirra er í bernsku ennþá, við-
kvæm og feimin við alt. — Áttirðu
aldrei kyrláta skuggarfka kvöldstund,
þar sem hið sama bærðist hjá þjer
og hjá þeim? Eða einverustund, þar
sem hugurinn dvaldi við hið sama? —
Jeg gat mjer þess til. Þá skulum
við ekki raska friði þeirra, heldur
vera hljóð — hljóðir.
Það er farið að tendra gatnaljósin.
Löng, lýsandi röð eftir endilangri
Skipabrúnni, óreglulegur sægur á
Södermalm; hann liggur hátt og birt-
ast þau því ýmist út frá eða hvert
upp af öðru. Veitingahali söngleika-
hússins baðar f ljósamergð. Það skygg-
ir og ljósin lýsa betur. Það eru einn-
ig komin ljós til og frá f kring um
okkur, en þau eru svo nálæg, hin
eru fegurri vegna fjarlægðarinnar.
Norðurstraumur líður áfram, hljótt
og kyrlátlega eins og áður. Aðeins
smábátarnir, ferjurnar, sem fara eftir
honum við og við, vaida ofurlítilli
ókyrð í svip. Nú glitrar hann allur
í ljósi. Öll ljósin, sem gagnvart okkur
eru, endurspeglar hann margfaldlega.
Lygnar straumbárurnar leika sjer að
þeim með barnslegri glaðværð, sveifla
þeim, sökkva þeim, og brosa að því
að geta ekki haldið þeim niðri. Þær
eru eins og börn, sem aðeins þekkja
gleði og leik Iffsins. En þær líða
áfram, þótt hægt fari. Innan skams
hverlur þeim ljósið, þær berast út í
hafið — út í veruleikann.
Getur þú, vina mín eða vinur, sagt
mjer, hvernig þetta fær á þig? Nei,
jeg trúi því vel. Og jeg get það
ekki heldur. Það ctalar við hjörtun,
sem blær við blóm«.
Ef til vill ertu svo, að það fær
ekkert á þig. Þú vilt aðeins það,
sem þú getur gripið í og leikið þjer
að, eins og litlu straumbárurnar. En
ef það brygðist og hugur þinn þyrfti
eitthvað að una við, ef þjer hætti að
að finnast til um það, sem veruleik-
inn færir þjer, þá fer þú að sækjast
eftir því, sem fjarlægara er. Ef þú
fengir að dvelja einvistum, vildi jeg
vita, hvort þú yndir eigi hjer.
Aðeins eitt veit jeg, sem er svo
friðsamt og fagurt, að það tekur
þessu fram. Það er sólsetrið við
Reykjavík. — Það hefur enn meiri
heillandi mátt — af því það er svo
fj arlægt ?
Nýgift eru í Khöfn Jón Laxdal
endurskoðari og frk. Elín Matthías-
dóttir Jochumssonar skálds.
Dánarfregn. Dáin er 26. ágúst
síðastl. húsfrú Jóhanna Pálsdóttir á
Kirkjuhaga í Öxarfirði, dóttir Páls
Jóhannessonar hreppstjóra og óðals-
bónda á Austara-Landi, og konu
hans Guðrúnar Kristjánsdóttur í Leir-
höfn Þorgeirssonar. Hana skorti tvo
vetur á þrítugan (f. 26. apríl 1884)
og var nýgift Sigvalda Jónssyni bónda
í Klifshaga. Var fráfall hennar mjög
sorglegt, bæði fyrir vini og vanda-
menn, enda var hún góð kona og
prýðilega vel gefin. Hún var híbýla-
prúð og kom hvervetna þar fram,
sem betur gegndi og naut hylli allra
þeirra, er henni kyntust. Hafði faðir
hennar 2 mánuðum áður mist móður
sína og hefur þannig orðið að sjá
bæði á bak móður og dýttur. — Það
atvik hefur og aukið á sorgina, að
Guðmundur læknir Guðfinnsson, er
var í hjeraðinu, var sóttur til hennar
og kvað enga hættu vera á ferðum,
og fór við það alfarið úr hjeraði, án
þess þó að hafa verið settar eða feng-
ið veitingu fyrir öðru hjeraði, og að
sögn án leyfis landlæknis; varð því
að vitja annara lækna, sem voru
langt frá, og var því eigi unt að
láta hana njóta þeirrar læknisum-
hyggju, er henni hafði verið veitt, ef
þess hefði verið kostur. J. Kr.
IHarconi slasast. Hann hef-
orðið fyrir því slysi að missa annað
augað. Er hann nú undir læknis
höndum, en eftir honum haft, að
missir augans hindri ekki starf hans
framvegis.