Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 12.12.1912, Qupperneq 3

Lögrétta - 12.12.1912, Qupperneq 3
L0GRJETT:A 235 ca c=a = T3 C Oj o s cq s=a OL3 C S C3 :© t- :© Cm ^ cS V- 3 ce c ro cö 3 'C3 bfl O £ •- § g S I JS «? •■“ ro V4 *-> h .51 ^2 b£J 3 g> »-i O '>i _ T3 g O § hc ro cá C £ o M c T3 G G h£ 0) c« c ^c.£ 4§ 2-* <D > fl 5 J0 íí »-> *; 5 s Jj « cö _ sj2 § r* W S fl -*—< í2 .3 jí S cö a f=*=j 03 0^0 0^0 ^t- o“ 4 'g I I " o O « á 5 ro !0 'rt œ O' -M .h 'Þ 'S s o o ON O O 00 p=j 'cö e = .5 jí .‘3 o W c/5 o 1-0 cd u~> o t^N, ’«f hT tn vo i_o io Th co *n. vo O d cí o i I I I Œ=> cd M . sp T3 . . *o Vh o • -H Æ C :° v- ^ 0J3 1=2 S G G 05 :H H J § cd 4-» '3 3 05 C/3 Cð > 3 c/3 1895. 50 ára afmæli alþingis. W Edinborg s uuniuvi Jarðarför síra Jens Pálssonar fór fram í Görðum síðastl. laugardag og var fjöl- menn. Ræður fluttu prestarnir Björn Stef- ánsson aðstoðarprestur í Görðum, Ól. Ólafs- son fríkirkjuprestur, Kristinn Daníelsson á Utskálum og Árni Þorsteinsson á Kálfa- tjörn. Templarar úr Hafnarfirði fylgdu með fánum og einkennum. Prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi ar settur síra Kristinn Daníelsson á Ut- skálum. Bæjarbruni. Nýlega brann bærinn Ármúli í Áshverfi í Holtum til kaldra kola. Kviknaði í súð frá lampa. Mannalát. Hinn 10 þ. m. andaðist að heimili sínu Breiðabólsstað í Fljótshlíð Guðrún Magnús- dóttir, 84 ára gömul, ekkja Páls sil. Einars- sonar frá Meðalfelli í Kjós. Hún var móðir síra Eggerts Pálssonar alþm. á Breiðabóls- stað og þeirra systkina. Góð kona og merk og mjög vel látin. Dáin er hjer aðfaranótt síðastl. laugar- dags frk. Emilie Thorsteinsson, dóttir Th. Thorsteinssons kaupmanns, 15 ára gömul. Innkaupin 1 Edinborg auka g'leði — minka sorg'. ur við hryggbrotið. Það ber við, er maður gengur sljettar göturnar, að á aðra hönd eru ferlyft hús og á hina jafnháir klettar, Blessaðir klett- arnir, mjer þykir svo vænt um þá, þeir hafa verið mjer svo æfintýra- legir — áður, á öðrum stað. 1 Stokkhólmi er að jafnaði betra loft en í öðrum borgum, þar sem jeg hef dvalið. Stríðið. Símað er frá Khöfn í morgun, að þriríkjasambandið (milli Þýskalands, Austurríkis og Italíu) sje endurnýjað um 7 ára tímabil. Ófriðarviðbúnað- ur sje enn milli Austurríkis og Ser- bíu. Mikilsverðar breytingar hafi verið gerðar á herstjórn Austurríkis að vilja þess flokks, sem heldur fram stríði. í síðasta símskeyti var sagt frá sundurlyndi milli sambandsríkjanna á Balkanskaganum. Útlend blöð geta um byrjun til þess milli Búlgara og Grikkja út af Salonikí. Það hafði verið kapp um það, hver þjóðin tæki borgina, og Grikkir höfðu veitt varn- arliði Tyrkja þar ekki litlar ívilnanir til þess að ná borginni áður her Búigara kæmi þar til. Þetta kvað Búlgurum mjög hafa mislíkað. Grikkir urðu þegar að snúa meiru og meiru af her sínum þaðan vestur á bóginn, og úr því urðu Búlgarar miklu fjöl- mennari í borginni og rjeðu þar í reyndinni öllu. Þetta er talin byrjun til sundurlyndis. Það er jafnvel sagt, að í bruggi sje, að Grikkir semji um frið við Tyrki sjerstaklega, án þess að hinar sambandsþjóðirnar verði kvaddar þar til. Aðalatriðið fyrir Grikki mun þá vera að ná Saloníkí. Hjer er sýndur Pjetur Serbakon- ungur, hægra megin, og yfirráðherra hans Pashitch, vinstra megin. Mynd- in er tekin í Yskyb, sem sagt er að eigi að verða höfuðborg Serbíu, eins og var til forna. Pjetur konungur hefur verið með hernum í Yskyb, meðan staðið hefur á deilunni milli Serba og Austurríkismanna, og er Pashitch yfirráðherra komin þangað frá Belgrad til þess að tala við konunginn. Flan. Skilnaðarmenn bljesu til fundar í fyrra kvöld til þess að mót- mæla árangrinum af sambandsmáls- umleitunum alþingis, áður en þeir höfðu sjeð þær eða um þær heyrt annað en hlaupafregnir, sem enginn vill við kannast, að eftir sjer sjeu hafðar. Þegar á fundinn kom, ját- uðu þeir, að þeir vissu ekki, hvað um væri að ræða, hættu við að bera nokkra tillögu upp, og slitu svo Skófatnaður, seldur med afarlágu veröi til jóla. Sturla ‘jónsson. cRgœlur JisRiBáíurf 10—11 Reg. Tonn brúttó, — með aldckki og nýjnm 12 hesta afls Bolinders-mótor, fæst hjá Timbur- og kolaversl. Rvik. r (Waterproov) handa körlum og konum, nýkomnar í stóru úrvali, mjög ódýrar. Sturla clónsson. ijesta jólagjöfin handa börnum og unglingum er góð og skemtilcg bók. Sella Sídstakkurs inndæl sveitalífssaga, víðfræg um öll Norðurlönd, er nýkomin út á kostn að »Tnga íslands«. Odýrasta og besta unglingabók, 112 bls. í stóru broti, kostar aðeins 75 aura. Fæst aðeins f » Fj elagsbókbandinu«, Lækjarg. 6 A„ Rvík. fundinum. Þetta var byrjað eins og hvalblástur, en endaði eins og mý- flugufretur. Skammdegi. Vötnin leggur og vetrarjel f veltast um láð og skríða; J skvetta þau yfir mýri’ og mel mjallargusunum vtða, sem sólargeislarnir vita vel að verður ei Ijett að þtða. „Má jeg, svartnætti, segja þú?“j T' sönglaði ofsinn harður. 'jNóttin hvíslaði hljóðlát: »Jú, háttvirti norðangarður. Við höfum sjálfsagt sömu trú: að sólskini’ er lttill arður«. »Nefndu’ ekki vorsins geislaglóð, glóandi’ um fjöll og voga, hvikula eins og stjórnlaust stóð, stökkvandi’ í hring og boga. Ljettúð elur 1 allri þjóð ylur af slíkum loga«. Ofsinn hlæjandi hneigir sig, hýrnar eins og ’ann getur: »Hvort má jeg, dimma drós, við þig dansa í allan vetur?« Nóttin hvískrar: »Þú kitlar mig, kystu mig fastar, — betur«. Frostið vitjar 1 flúðaþröng, fossanna þaggar bragi; fatast þeim tök á slnum söng, sofna 1 miðju lagi. Þvl er nú lögst svö þung og löng þögn yfir næstu bæi. Bylgjur skella á skerjunum, skæting til dranga kalla, — vilja’ að þeir fari’ úr verjunum, vöðvana mýki alla. Ekki linna þær erjunum, uns þeir að Iokum falla. Sunnangolan á gægjum er, gælir við börðin kalin. Hana langar að leyfa sjer logandi sprett um dalinn. »Hvaða erindi áttu hjer?« urraði vetrar svalinn. ] Á hjarninu, sjálfseign sinni’, í dans svlfur hinn kaldi vetur. Skammdegisnóttin, heitmey hans, hríðar að ærslum hvetur. Þó er vorið í vonum manns vakandi’ — og má sín betur. Jakob Thorarensen. Þessi mynd er af borginni Monastír, sem er næststærsta borg í Makedóníu, en stærst er Salóníkí. Járnbraut er þar á milli. Serbar og Grikkir hafa tekið Mónastír. Þessi mynd sýnir, hvernig Búlgarar búa um sig í umsátinni um Adríanópel. Styrktarajóöur W. Fischers. Þetta ár hafa neðantaldir hlotið styrk úr sjóðnnm: 1. Til að nema sjómannafræði: Guðjón Þorsteinsson kr. 75,00 2. Börnin: Sveinsína Guðrún Jóransdóttir Garði, Ólafur Bergsteinn Ólafsson Keflavík, Eggertína Magnússdóttir Keflavík, Jóna Björg Jónsdóttir Keflavík, Gunnhildur Sigurjónsdóttir Keflavík, (50 kr. hvert.), 3. Ekkjurnar: Ingigerður Þorvaldsdóttir Reykjavík, Kristrún Brynjólfsson — Arndis Þorsteinsdóttur — Sigurveig Runólfsdóttir — Anna J. Gunnarsdóttir — Guðlaug Þórólfssdóttir — Steinunn Jóhanna Árnadóttir — Sigþóra Steinþórsdóttir — Ólafía Guðrún Þórðardóttir — Guðrún Jóhannsdóttir — Ragnhildur Pjetursdóttir — Guðrún Steinþórsdóttir — Ragnheiður Ktistjánsdóttir — Ingveldur Jóhannsdóttir — Þorbjörg Guðmundsdóttir Hafnarfirði, Helga Jónsdóttir — Ragnheiður Ág. Guðmundsd. — Steinunn Jónsdóttir — Theódóra Helgadóttir Keflavík, Björg Magnúsdóttir — Kristín Magnúsdótlir — Snjófríður Einarsdóttir Garði. (50 kr. kver ). Styrkurinn verður útborgaður 13. desember af Hic. Bjarnason, Reykjavik. Stjórnendurnir. Alfatnaðir verða seldir afarlágu verði til jóla. Síuría dónsson. dunóur í ffcFram“ verður haldinn í Goodtcmplara- húsinn næstk. laugardag (14. des.) kl. 81/* e. h. Yetrarfrakkar nýkomnir i stóru úrvali, hvergi eins ódýrir. Sfurla cQónsson. Frá miðöldnnum. Fyrri myndin sýnir, hvernig farið var með geðveika menn á miðöld- unum. Þeir voru á almanna færi og lokaðir inni í grindabúrum, er snúa mátti í hring. Væru brjálaðir menn óðir, þá voru þeir settir í stól, eins og seinni mynd- in sýnir, er hjekk yfir vatni, og svo öllu dýft niður þangað til reiðin rjenaði. Þetta var kallað að kæla blóðið. £ggert Claessen yfirrjettarmálaflutnlngsmaður. Pó8thús»tr»ti 17. Venjulega heima kl. 10—11 •g 4—5. Talefmi 16.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.