Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.02.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 05.02.1913, Blaðsíða 2
20 LÖGRJETTA Lögrjetta kemur át á hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. jáli. Af greiðslustofa Lögrjettu er i Veltusundi nr. 1. Talsími 359. Carter’s kopíublek fæst í papp- írsverslun Þór. B. Þorl. (afgr.st. Lögr.). Blýantar, sem aldrei þarf að ydda, fást í Pappírsverslun Pór. B. Porlákssonar (Afgreiðslu- stofu Lögrjettu). Þeir kaupendur Lögrjettu, sem ekki fa blaðið með skilum, eru beðnir að gera afgreiðslumanni við- vart sem fyrst svo úr því verði bætt. Talsími 359. Gufuskipaferðirnar við ísland. Stutt yfirlit. Alla tíð, frá því að við fyrst fór- um að eiga með okkur sjálfir, eða nú í hjerum bil 40 ár, hafa sam- göngurnar, skipaferðirnar á sjón- um milli íslands og útlanda og kring um strendur landsins, verið stöðugt þrætumál. Nær því látlaust hefur sam- göngumálið verið til umræðu á alþingi. Stöðugt hafa verið þar uppi tillögur til breytinga á því fyrirkomulagi, sem fyrir hefur verið, nýjar og nýjar tillögur. Stöðugt hafa komið kvartanir úr öllum áttum um, að samgöng- urnar á sjónum væru ekki eins góðar og þær ættu að veia og kröfur til þingsins um að fá þær auknar og endurbættar. Þær hafa aldrei komist i það lag enn, að menn væru alment ánægðir með þær. Og það er ekki útlit fyrir, að svo geti orðið bráðlega. Það væri fróðlegt, ef einhver vildi semja yfirlit yfir sögu þessa máls. Þar mundi koma glögt fram margt, sem sýndi þroska þjóðarinnar á þessu árabili, íram- farahug hennar og framfaravið- leitni. Hjer skal aðeins mjög stuttlega drepið á einstöku atriði, sem geta varpað ljósi yfir sögu málsins. Það er fyrst til umræðu á al- þingi 1875. Þá hefur stórkaup- maður í Khöfn, sem Koch heitir, boðist til að láta 300—400 tonna gufuskip fara 6—8 ferðir milli Danmerkur, Færeyja og íslands með viðkomustað í Skotlandi. Hann vill fá samning til 5 ára og fá fyrir póstflutning 10 þús. rík- isdal á ári. Farþegarúm átti að vera fyrir 30 ferðamenn. Þingmennirnir okkar eru þá mjög hrifnir af þessu nýmæli. Nefndin, sem fær það til um- sagnar, telur það geta »haft ómet- anleg áhrif á framför, velmegun og mentun landsins«. Svo kemst nú þetta á. Eftir 1860 koma svo upp kröf- urnar um strandferðir kring um landið. Það eru reyndar ekki kröfur þá. Það eru bænarskrár til kongsins, mjög hátíðlegar og mjög auðmjúkar. Þegar fjárhagur íslands er skil- in frá fjárhag Danmerkur 1871, er ákveðið í stöðulögunum, að gjöldin til póstferða milli Dan- merkur og íslands skuli greidd úr rikissjóðnum danska. En verði nokkur gjöld lögð á þessar póst- ferðir til hins sjerstaka sjóðs Is- lands, þá skal jafnmikið dregið af árslagi því, sem ákveðið er handa íslandi í 5. gr. laganna. Með þessu er skapað það fyrir- komulag, sem enn helst við, að gjaldið fyrir millilandferðirnar er greitt úr danska ríkissjóðnum. Á fyrsta löggjafarþinginu er strandferðamálið til meðferðar. Þá er talað um 4 strandferðir á ári, eða að gufuskip fari 4 ferðir á ári kring um landið. Árskostn- aðurinn er áætlaður 20 þús. kr. Þinginu þykir ekki landsjóður fær um að greiða þetta einn, en vill að danska póstjórnin, samkv. stöðulögunum, taki þátt í kostn- aðinum. Það verður svo úr, að tillag er veitt úr ríkissjóði til strandsigl- inganna í sambandi við póstferð- ir milli íslands og Danmerkur, en landssjóður leggur einnig fje fram. Kostnaðurinn mun hafa verið greiddur að helmingi frá hvorum. En með þessu er fyrir- komulagið falið dönsku póststjórn- inni. Þetta var 1875, og helst það svo fram yfir 1880. En þá er stöðug óánægja út af ferðatilhöguninni milli íslendinga og dönsku póststjórnarinnar. Al- þing vill auka ferðirnar í sam- ræmi við nýjar kröfur frá lands- mönnum, en hún þybbast við. 1879 er samþykt á alþingi, að et póststjórnin fallist ekki á breyt- ingar þingsins, þá skuli stjórnin semja um strandsiglingar við enskan mann, R. Slimon í Leith. Litlu síðar kemur fyrst fram sú hugmynd, að landið taki sjálft að sjer strandsiglingarnar. 1881 samþykkir þingið, að ef ekki fá- ist framgengt þeim breytingum, sem það óskar eftir á strandsigl- ingum, þá megi ráðgjafinn leigja á landsjóðs kostnað skip til ferð- anna. Það á að leigjast 5 sum- armánuðina og fara á þeim 5 ferðir kring um landið. Fjárveit- ingin til þessa er 50 þús. kr. Úr þessu verður þó ekkert fyr en 14 árum síðar, — Vestu-út- gerðin, og á henni tapaði lands- sjóður á fjárhagstímabilinu 180 þús. kr. Milli 1880 og 1890 (1885?) eru afskifti dönsku póststjórnarinnar af strandferðunum úr sögunni og íslenska landstjórnin verður ein semjandi um þær fyrir landsins hönd. Sam. gutuskipafjelagið hafði verið stofnað af danska fjármála- manninum Tietgen í árslokin 1866. Það var stofnað með sam- steypu úr stærstu skipaútgerðar- fjelögunum, sem þá voru til í Danmörku, og þar á meðal var Koch sá, sem áður er nefndur og fyrstur hafði boðist til að koma á föstu gufuskipasambandi við ísland. Byrjunin var ekki sjer- lega stór. Það voru 22. skip, samtals 4919 tonn, og höfuðstóll- inn var milli 1 og 2 milj. kr. Sam. gufuskipafjelagið hafði frá upphafi vega sinna haft Islands- ferðirnar, og er landsstjórnin hjer fór ein að semja um strandsigl- ingarnar, var enn samið við það. En altaf er óánægja yfir ferðun- um og altaf eru að koma uppá- stungur um breytingar. Svo er ráðist i Vestu-útgerðina, eins og áður segir, 1896. Tapið varð mikið, 180 þús. á fjárhags- tímabilinu. Nú segja ýmsir, að þetta tap hafi unnist npp aftur óbeinlínis, með því að landsjóðsútgerðin hafi orðið til þess að færa niður farm- gjöldin hjá Sam. gufuskipafjel.— Hvort sem það hefur nú verið þetta eingöngu, eða aðrar ástæð- ur jafnframt, þá er það víst, að farmgjöldin lækkuðu nokkuð ein- mitt um þetta leyti alment, og líka verður þá sú breyting, að farmgjöld verða jöfn á vetrum og sumrum, en áður höfðu þau ver- ið nokkru hærri að vetrinum. Þá var það líka, að viðkomustað- urinn í Skotlandi varð Leith, eins og verið hafði allengi framan af, en frá 1886—87 hafði viðkomu- staðurinn verið Granton, og var sú breyting gerð eftir óskum hjeðan. Þegar Vestu-útgerðinni er hætt, í árslok 1907, eru lögin um eim- skipaútgerð hinnar íslensku land- stjórnar ekki feld úr gildi, held- ur hafði þingið 1907 ákveðið, að frestað skyldi framkvæmd þeirra. Var það án efa til þess gert, að Sam. gufuskipafjel. skvldi hafa þar hitann í haldinu og hægt væri að grípa til laganna, ef á þyrfti að halda. (Nl.). Strið byrjað ajtur. Símað er frá Khöfn í morgun: »Stríðið byrjað að nýju. Stór skothríð við Adríanópek. Konungur kemur ekki til Islands næsta sumar. „Lögr.“ hetur heyrt úr áreiðan- iegum stað, að Kristján konungur X. komi ekki hingað til lands næsta sumar vegna þess, að þá ætlar hann að heimsækja ýmsa þjóðhöfðingja Norðurálfunnar og býst þá einnig við þjóðhöfðingjaheimsóknum í Khöfn. AnKaþing í Færeyjum. Þar var kvatt saman aukaþing 20. jan. til þess að ræða um hafnabyggingarnar, sem áður hef- ur verið frá sagt hjer í blaðinu. Frumv. hafði verið rætt í þinginu síðastl. sumar, en svo var því breytt nokkuð eftir það, áður en það kom fyrir danska ríkisþing- ið, eftir tillögum hafnarverkfræð- inga, og þvi er nú aukaþingið kvatt saman. Höfnin á St. Thoraas. Fjelagið, sem myndað var í Khöfn síðastl. haust til þess að taka að sjer hafnargerðina á St. Thomas, »Det vestindiske kompagni«, hafði nú um áramótin samið um verkið við tvö verkfræðingafirmu í sameiningu: N. C. Monberg, þann sem gera á höfn- ina hjer, og J. Saabyea O. Lerche, og eiga þau að vinna verkið fyrir 1. milj. og 600. þús. kr. Nokkur hluti þess á að vera gerður þegar í oktober í ár, svo að skip geti þá haft gagn af. Samgöngusammngarnir. ísaf. hefur orðið mjög mikið um það, sem Lögr. sagði í niðurlagi greinarinnar um samgöngusamning- ana í 4. tbl. Var þar þó alls ekki óvægilega að orði kveðið, og þar að auki mætti með rjettu svo segja, að þau ummæli væru fram komin fyrir ítrekaðar áskoranir frá ísaf. sjálfri. Hún er altaf að bjóða upp á glímu á leiði Björns heitins Jónssonar og hlýtur að fá hana, ef mjög kappsamlega er eftir því sótt. En glímdi hún svo fallega eða snild- arlega fyrir hann á meðan þess þurfti við, að vert sje fyrir hana að láta jafn- mikið nú og hún lætur? Flestir hygnir menn munu líta svo á, að einmitt henni ætti öðrum fremur að vera um það hugað, að halda uppi friði við leiði hans. En líti hún sjálf öðruvísi á það mál, — nú, þá er auð- vitað að taka því. Það er ekki satt, sem ísaf. segir, að gerðar hafi verið árásir á B. J. í fjelaginu „Fram" nýlega, er sam- göngusamningarnir voru þar til um- ræðu. Honum var ekki hallmælt þar með einu orði, yfir höfuð ekk- ert um hann talað, hvorki af ritstj. Lögr. í innleiðsluræðunni, ráðherra nje nokkrum öðrum, sem þar tóku tii máls. Lögr. er enn alveg á sömu skoð- un og hún áður hefur verið um Thoresamninginn, og hún telur nú reynsluna hafa borið um hann með sjer sæmilega órækt vitni. En að halda nú uppi deilum um hann, tel- ur hún engum vera til uppbygging- ar. Eftir ísaf. að dæma nú, eiga það að vera Hamborgarferðirnar, sem verið hafi gimsteinn samningsins. En Lögr. hyggur, að altaf hafi verið miklu meira úr gagninu af þeim gert en vert er. En hvað sem um það er, þá var samningurinn um þær ekki traustari en svo, að hann er nú að engu orðinn. Og því er ekki hægt að neita með nokkru viti, að vandræðin. sem þing okkar og stjórn hafa nú haft út af samgöngunum, stafa af því, að Thorefjelagið gafst upp og gat eigi haldið þær skuld- bindingar, sem það hafði tekið á sig. Rýmkunin, sem gerð hefur verið á samningnum við Sam. fjel., var til þess gerð, að fá strandferðirnar. Og þótt ísaf. lýsi yfir því sem sinni skoðun, að betra hefði verið að vera án strandferðanna, þá telur Lögr. víst, að hún standi ekki margmenn uppi með þá skoðun, og víst er það að minsta kosti, að alþingi í sumar, sem leið, var það ekki lítið áhuga- mál, að strandferðirnar fengjust. Þegar búið er að sýna það, að 10 ára samningurinn hefur það ákvæði um farmgjöldin milli Leith og ís- iands, að þau „hvora leiðina sem er skuli talin eftir sama mælikvarða og vera um 10% iægri en farmgjöldin milli íslands ogKhafnar", þáætti ekki í alvöru að þurfa að deila um það, hvort það sje samningsbreyting eða ekki, að ákvæðum þessum sje nú fyigt út í æsar, þótt ekki hafi það verið gert undanfarandi. Ákvæðið um farmgjaldsskrársamþykt stjórnar- ráðanna er auðvitað til þess sett, að ekki sje í henni farið út fyrir samninginn, en hitt getur ekki verið tilætlunin, að með henni megi breyta skýrum ákvæðum samningsins. Eitt blaðið (Ing.) hefur ekki skilið ákvæði viðbótarsamningsins um póst- flutning, að án þess hefði fjelagið getað heimtað borgun fyrir póstflutn- ing með millilandaskipunum milli við- komustaða. En um það þarf ekki að ræða þar sem allir aðrir, sem á máiið hafa minst, hafa skilið þetta, og þar sem yfir höfuð varla hefur verið neisti af viti í neinu, sem það blað hefur sagt um samningana. M fjallatiodum tl íiskimiða. Hólmaprestakall. Þar er nýlega farin fram prestskosning og fjekk Þórður Oddgeirsson aðstoðaprestur á Sauðanesi flest atkv., 67; næstur var síra Har. Þórarinsson með 19, síra Ól. Stephenssen með 17 og síra Árni Jónsson með 6. Dáinn Signrður Jónsson áLækja- raóti í Húnavatnssýslu. Hann andaðist síðastl. laugardag, 1. þ. m., 77 ára gamall, fæddur 21. okt. 1835 á Lækjamóti, og hafði alið þar allan aldur sinn. Faðir hans var Jón hreppstjóri Sigurðsson, en móðir Steinvör Skúladóttir stúdents Þórðar- sonar á Stóruborg. Hefur Sigurður jafnan verið einhver merkasti bóndi sveitar sinnar, og Lækjamót eitt hið mesta rausnarheimili. Hreppstjóra- störfum, oddvitastörfum og sýslu- nefndarstörfum gegndi Sigurður lengi og fórst vel úr hendi. Hann var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Sig- ríður frá Sveinsstöðum Ólafsdóttir Jónssonar prófasts í Steinnesi, en dó eftir fárra ára hjúskap. En 1876 kvæntist Sigurður eftirlifandi konu sinni, Margrjeti Eiríksdóttur, sem er mesta merkiskona, og eiga þau tvær dætur: Guðríði, konu Jónatans Lín- dals óðalsbónda á Holtastöðum, er verið hefur íorstöðukona kvennaskól- ans á Blönduósi, og Jónínu, er numið hefur hússtjórnarstörf í Svíþjóð og Noregi. Myndir af þeim Lækjamóts-hjónum, Sigurði og Margrjeti, eru í „Óðni“, sem nú er verið að prenta, og fylgir þar nánari frásögn af þeim. LelOrjettlng vlð Itólu-IIjálmars- sögu. I Bólu-Hjálmars-sögu io. kap.,bls. 28, stendur pessi klausa: „Kona Gísla (Konráðssonar) var Efemía Benedikts- dóttir, Bjarnasonar. Voru þeir bræður Benedikts: Eirlkur í Djúpadal og Hann- es, er þá var stúdent og bjó í Kýrholti, en varð síðan prestur að Ríp“. Þetta er ekki rjett. Benedikt faðir Efemíu var Olafsson, en ekki Bjarnason frá Djúpadal; Ólafur sá var 1 Rauðhúsum í Eyjafirði Jónsson bónda á Kerhóli, Heigasonar bónda í Rauðhúsum, Einarssonar. — Benedikt var að námi með Jóni prófasti Jónssyni á Hjaltastöðum í Skagafirði, og átti hann vingott við dóttur prófasts, þá er Sig- ríður hjet. Áttu þau dóttur, er hjet Efe- mía; varð hún síðar fyrri kona Gísla sagnfræðings Konráðssonar. Ljetst Sig- ríður skömmu síðar, en hún ól meyna rúmlega tvítug, en Benedikt fór utan og kom aldrei upp síðan hingað til lands. Móðir Benedikts hjet Sigríður; var hún dóttir Jóns prests Sigfússonar í Saurbæ í Eyjafirði. Gat hún Benedikt ógefin í föðurgarði með Ólafi frá Rauðhúsum, Jónssyni, og enn mey þá, er Salótne hjet. Eftir þetta giftist Sigríður vestur, Bjarna Eiríkssyni í Djúpadal; voru þeirra synir: Eiríkur prestur á Stað- arbakka, er síðar bjó í Djúpadal prest- laus, og Hannes prestur og skáld á Rfp. Var Benedikt frá Rauðhúsum því móð- urbróðir þeirra Djúpadalsbræðra, Hann- esar og Eiríks, en eigi bróðir þeirra. eins og segir í Bólu-Hjálmars-sögu. Rvík 28. jan. 1913. Brynleifur Tobíasson. Kirknasamsteypan í Grímsnesi. Um hana hefur sjera Stefán Ste- phenssen ritað mjöggóðagrein í Nýtt kirkjubiað, 1. desbr. 1912. Sjera Stefán þjónaði Grímsnesi í rúm 15 ár, frá því að brauðin voru samein- uð og þangað til hann fjekk lausn frá piestskap árið 1900. Enginn getur af eigin reynd dæmt betur um kirknasamsteypuna en hann. Hann áiítur kirknasamsteypuna svo mjög óheppilega að hann tekur sjer það „æði nærri“ að menn skuli hugsa um siíkt. Flutningur Klaust- urshólskirkju að Minni-Borg er til stórbaga fyrir alla Búrfellssókn, segir hann, og getur hver maður sann- færst. um að það er rjett, ef hann lítur á góðan uppdrátt af Grímsnes- inu, einkum kort herstjórnarráðsins. Niðurlagning Mosfellskirkju tekur þó út yfir alt. Flestum bæjum í þeirri sókn gert stórskotslegt óhag- ræði með því, og nokkrum gert ó- kleift á vetrum að sækja kirkju að Minni-Borg. Honum er alveg óskiij- anlegt hvernig Mosfellssóknarmenn hafa getað leiðst út í þá vitleysu, og hann efar að samþykkis þeirra hafi verið formlega leitað. Hann fullyrðir að óánægja sje þar nú mjög mikil, margir ætli aldrei að sækja kirkju að Minni-Borg og telur hann það eðlilegt. Honum finst alt mæia á móti kirkjusamsteypunni, og segir það fyrir, að menn muni iðra þess bráðlega, ef yrði af henni. Að lokum segir sjera Stefán: „Vegna Grímsnesinga sjálfra, sem mjer eru að góðu kunnir, og jeg af alhug ann alls góðs, óska jeg þess því í allri einlægni, að ekkert verði úr þessu samáteypumáli". Jeg segi hið sama. 1900 Ijetu margir Grímsnesingar narra sig til að hafna sjera Kjartani Helgasyni. Skyldu þeir nú láta narra sig aftur? Jeg á bágt með að trúa því. Kaupmannahöfn 15. janúar 1913. Bogi Th. Melsteð. Utanríbi8ráðherra þjóðverja, i stað Kiderlen-Wáchters, er G. E. Gunter von Jagow orðinn, áður sendiherra í Róm, fæddur 1863. Frá Spáni. Þar hafa verið mikl- ar viðsjár í vetur og hefur komist upp um stórt samsæri með þvi markmiði að gera stjórnarbyltingu. Farist við Grænland. Það er nú talið víst, að norska veiðiskip- ið »Hvalrossen« hafi farist við Grænland, einhvern tíma síðastl. ár, með 16 menn. Það fór frá Kristjaníu í mars 1912 og átti að fara til Vestur-Grænlands, en hefur ekki komið heim. Skip þetta Ijet O. Sverdrúp norðurfari byggja 1910 til veiða í norðurhöfum og var það talið mjög vandað.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.