Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.02.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 05.02.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 21 Reyk]' avík. Reykvíkst stórhýsi. Sigurjón Sig- urðsson húsagerðarmeistari hefur bygt sjer veglegt steinsteypu-stórhýsi í sumar sem leið. Það stendur á horn- inu við Vonarstræti og Templara- sund. Húsið er 31 lh alin að lengd og 13 álnir að breidd, auk þess út- úrbygging 6^/4 alin á lengd, 5V4 br. Prá kjallaragólfi upp í mæni er hæðin 25 V2 ai., og mun það því vera hæsta hús Reykjavíkur. Auk þess eru allir veggir steyptir 2lh alin niður fyrir yfirborð kjallaragólfs. Húsið er öllum þeim nútíðarþægindum búið, sem hjer hafa þekst. í því er gaslýsing og miðstöðvarhitun og auk þess 11 gas- ofnar 0. fl, 0. fl. Þess má geta, að Sigurjón hefur ekkert til sparað, að þetta hús yrði sem best og vandað- ast, bæði að efni og vinnu. Hann hefur veitt mörgum mönnum góða og stöðuga atvinnu við þessa hús- byggingu, og má skjóta því inn í, að vinnulaun hefur hann goldið svo vel og stundvíslega, að það er— því mið- ur að verða undantekning hjer í Rvík og víðar um land. J. Snjór hefur komið hjer mjög mik- ill síðan um seinustu helgi. Jarðarför biskupsfrúarinnar fór fram á mánud. og var mjög fjölmenn. Húskveðju flutti síra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur, en síra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur flutti ræðu í kirkjunni. Fjórðungamót. Austfirðingar hjeldu nýlega skemtisamkomu á „Hótel Reykjavík". „Var þar Tjölment og menn skemtu sjer vel“, segja þeir, sem þar voru. í gærkvöld var þar Norðlingamót og „sátu það um 170 manns. Forstöðu allri var mjóg á- fátt. Ræður hjeldu Indriði Einarsson og borgarstjóri. Eftir borðhald var dansað fram undir morgun. Hljóð- færaflokkur Bernburgs aðstoðaði við skemtunina og gerði það mjög vel“, skrifar einn af gestunum Lögr. Málþjarkið í Noregi. Friðþjófur Nansen er einn meðal annara í nefnd, sem skipuð hefur verið af þeim, sem vilja verja ríkismálið gegn nýnorskunni og áttu að koma fram með tillögur um fasta staf- setningu í norsku. Hann kom fram með álit sitt á fjölmennum fundi nýlega og vildi láta breyta stafsetningunni »í þjóðlega átt«, og taldi það heppilegasta ráðið til þess að verjast sókninni frá ný- norskumönnunum. Hann vill t. d. láta rita stein fyrir sten (steinn) og svo aðra hljóðstafl í samræmi við það. Tillögur hans hafa mætt miklum mótmælum. P. Morgan, Ameríski miljónaeig- andinn, varð nýlega 75 ára. Hann hefur dregið að sjer stór söfn af bókum og listaverkum og kvað nú í ellinni láta sjer mcst umhugað um þau. Hann er einn af stærstu auð- mönnum heimsins. S kerru-hjól. Hjá undirrituðum fást ofannefnd hjól, einnig uppsettar kerrur. Ættu því allir, er slíkt þurfa að nota, að leita upplýsinga um verð og gæði og panta í tíma. Páll Magnússon, Bergstaðastr. 4. Ritfregnir frá Danmörku. Bækur, komnar út hjá Gyldendal haustið 1912. Á hverju hausti kemur út hjer í Khöfn mesti aragrúi af bókum, og kennir þar margra grasa. Því ekki eru það alt sólarblóm, sem spretta hjer 1 suðrinu. Væri oflangt upp að telja helming þeirra bóka, hvað þá allar. Og ætti maður að lesa þær, fengi maður nóg að gera. En af þvf jeg get mjer til, að löndum mín- um kunni að þykja fróðlegt að sjá yfir- lit yfir þann lftinn hluta af þeim, sem talinn er bestur, þá hef jeg náð mjer f þær bækur, sem maður fyrirfram býst við mestii af, þ. e. a. s. verk þeirra rit- höfunda, sem unnið hafa sjer nokkra frægð, eða þá fengið sjerlega góðar við- tökur í haust. En jeg rita þetta til þess, að menn, sem langar til að ná sjer f bók og bók, ekki alveg skuli kaupa köttinn í seknum. Johannes V. Jensen, sem mjög er frægur í Þýskalandi og um Norðurlönd öll og vfðar, hefur gefið út safn af sög- um og greinum, sem hann kallar Myter (4. Samling. Verð: 3,00). Margt hefur J. V. J. betur skrifað, einkum að efni til, og er þar fyrst að telja hans frægu „Himmerlandshistorier" í þrem bindum, sjerstaklega fyrstu tvö bindin. Mjög eru J. V. J. mislagðar hendur, en skáld er hann gott, og frumlegur í hugsun og máli. Þeim, sem þekkja bækur hans, getur verið unun nokkur að lesa þessa bók. Einkum lýsingar hans á norskri, og þó umfram alt danskri nátturu eru meistaraleg málverk í rímlausum Ijóðum. Þá hefur Hjalmar Bergström, kunnur frá mörgum leikritum, sem vel hafa gef- ist á leikhúsi, skrifað undarlegt leikrit í hálfgerðum Faust-stíl. Það heitir Vejen til Gud, (verð: 2,75). Það er ekki ætlað leikhúsi, heldur eingöngu til lestrar. Það gerist f heimsborg — lfklega París — og er um tvo unga menn, sem báðir selja djöflinum sál sína til þess að komast áfram til vegs og valda. Þeir eru vinir, en vegir þeirra skiljast. Seinna í lífinu mætast þeir sem mótstöðumenn. Annar er þá stjórnmálamaður, hinn blaðamað ur, valdamestur í landinu. Fundur þeirra endar á því, að annar deyr úr hjarta- slagi, en hinn segir, um leið og hann biður þjón sinn að kasta út hræinu, eitt- hvað á þá leið, að einu sinni hafi verið tveir ungir menn, er seldu sál sína djöfl- iuum; en þegar átti til að taka, var eng- in sál orðin eftir í öðrum, en hinn hafði bjargast upp á „fjallið Tabor". Og bók- in endar með þessum orðum, er hann segir: „Sælir eru þeir, er sjeð hafa, að Sjómennl Sparið peninga! Þar eð jeg nú i ár hef samið við verksmiðjuna um kaup á 1500 sjófötum, get jeg nú selt þau fyrir sama lága verðið og fyr, þrátt fyrir verðhækkun á flutningsgjaldi og toll. Reynslan hefur sýnt, að betri olíuföt fást ekki en h]á mier, Komið, sjáið og dæmið! Hærfot, Peysur, VerKtiiamiafiH. H.ojuteppi, I>«>K og Færeyikar peyiur, er alþekt best og ódýrast í Aðalstrœti 9. Jirauns varsíun „c2Cam6org“. alt er ekki neitt“. — Djöfsi sjálfur — í gervi auðvitað — er einn afpersónunum, og bókin er mesti skollaleikur. Þá mætti nefna Jakob Knudsen, er skrifað hefur skáldsögu um æsku Mar- teins Lúthers, og kallar bókina Angst, (verð; 5,00), og ætlar líklega að halda 1 horfið seinna. J. K. er mælgismaður mikill, og skrifar stundum tuttugu arkir um það, sem aðrir mundu láta sjer nægja að segja á tíu eða minna. Betur hæfir honum að skrifa um jóskt bændalíf en um Lúther gamla, og efast jeg um, að siðameistarinn hafi í æsku verið önnur eins kveif að sálarþreki og samvisku til, eins og J. K. vill gera hann að. Þá má að minsta kosti segja, að hann hafi stað- ið mjög til bóta. Bókin er þvælir, að lesa, en ekki óskemtileg. En stundum verður manni á að geta sjer til, að per- sónurnar hafi naumast verið alveg svona þumbaldalega jótskar 1 tali og hugsun- arhætti eins og hann lætur þær vera. Um annan frægan mann hefur komið út skáldsaga, Manden, Hustruen og Lord Byron (verð: 3,50), eftir Mathilde Mal- ling. Frú M. er hjer talin meðal góðra höfunda; guð veit hvers vegna. Jeg hef raunar ekki lesið aðra bók eftir hana en þessa, og ætla ekki að lesa fleiri. Sumum þykja þess háttar hálf- söguleg skáldrit skemtileg. Að mlnu áliti nær hún ekki þangað með tærnar sem Torfhildur Hólm hefur hælana. Frá einni plágu til annarar. — Svend Leopold, sem talinn er að hafa bitrast- an og hvassastan penna Dana, hefur bú- ið til bók um Pegasus, og kallar hana Denvingede Hest, (verð: 3,75)- Hjá gest- gjafa úti á Jótlandi fæðist folald með þeim annmarka, að vængir eru á. Gest- gjafinn vill óðara láta slátra þeim grip, en sonur hans ungur fær folaldinu hlíft og elur upp slðan. Þegar upp vex hest- urinn lendir hann 1 höndum óprúttinna dóna, sem ekki einu sinni kunna að sitja hann, og gengur svo um hríð, að pilturinn, sem nú er 1 skóla, hefur lítið af vængjahesti sínum að segja. Þó nær hann 1 hann aftur, en kona, sem hann kynnist og gengur að eiga, selur hann að baki hans til þess að þau geti kom- ist til Ítalíu, yfirgefur hann síðan og giftist prangara. Pilturinn lendir til Ber- línar, kemst þar í neyð, en bjargast á þann hátt, að hann verður að loddara. Kemur þá hesturinn til hans og í góðar þarfir, því hann leikur það á hverju kvöldi, að láta hestinn, sem enginn neraa hann sjálfur sjer vængina á, stökkva með sig ofan úr leikhúskúpli niður á gólf. Þvílikt dauðastökk hefur enginn maður áður sjeð, og fyllist húsið á hverju kvöldi. Þá kemur þar greifadóttir, er sjer vængina á hestinum, og fær hún manninn, seni henni lítst vel á, með sjer út á slot töður síns, til þess að sýna karli listina. En vængjahesturinn er þannig skapaður, að hann fer og kem- ur eins og honum sýnist, svo mannaum- inginn fær vitlausan hest til þess stökks, og brotnar allur og bjagast, sem von er. Verður greifadóttir þá leið á honnm og kemst í tæri við annan loddara, fjelaga hans. En Jótinn skröltir heim til Dan- merkur, og sjer hann aldrei vængjahest- inn framar. — Töluvert af sæmilegu háði er í þessari bók, en ekki hitta öll högg naglann á höfuðið, þó smiðslega sje slegið, og lítið hefur S. L. farið fram frá því að hann reit „Goethes Kat“, en það er gott háðrit og napurt. (Nl.). Gunnar Gunnarsson. Fyrirspurn. Árið 1899 þ. 29. sept. var kveðinn upp dómur í gestarjettarmáli gegn mjer út aí verslunarskuld og dæmdur til að borga ákveðna upphæð. Dómurinn var mjer birtur næsta dag og skyldi honum full- nægt innan 3ja daga undir aðför að lög- um, en var svo ekki fullnægt. Þannig liðu 4 ár og hafði jeg áframhaldandi við- skifti við verslunina, og áleit, að jeg þá væri búinn að borga skuld þá, er dóm- urinn hljóðaði upp á. Á 5. ári verða eigandaskifti að versluninni, og er mjer þá á ný birtur dómurinn 5. maí 1904 af hinum nýja eiganda verslunarinnar og honum þá heldur ekki fullnægt. Þ. 22. ág. 1910 er mjer enn birtur hinn sami dóm- ur, en honum ekki fullnægt. Viðskifti hef jeg haft árlega við verslunina til þessa tíma. Er þetta rjett meðferð á dómnum, þar sem hann, mjer vitanlega, hefur ekki verið endurnýjaður? Gat hinn nýi eigandi verslunarinnar hagnýtt sjer dóminn, án sjerstaks fram- tals? Hvað lengi hafði dómurinn gildi? Gildir hann enn? X Svar: Dómurinn gildir í 10 ár. Stærsta skip heimsins er nú nýtt skip, semHamborgar-Ameríku- línan hefur látið smíða og heitir »Imperator«. Það á að leggja á stað í fyrstu ferð sína 7. maí í vor, frá Þýskalandi til New-York. »Im- perator« er 50. þús. tonn, eða 500 tonnum stærri en »Titanic« var. UNGA I8LAND. Nýir eigendur, kennarar: Hallgrimur Jónsson, Jörundur Brynjólfsson og Steingrimur Arason. Blaðið flytur mj inlir. eBlintýri og sögur þýddar og frumsamdar, siiiúgrriuar ýmsra fræöa, ljóö, nýungar, silti-ítlui- og fleira. Blaðið kemur út einu sinni á mán- uði; kostar kr. 1,35. Gamlir árgangar fást með gjafverði. Blaðir heitir háum verðlaunum 1 ár, sjá, 1. ttol. 1013. Unga Island fæst hjá Jörundi Brynjólfssyni. Nýlendugötu 23. Eggert Claessen yfirrJettarmálaflutnlngsmaOur. Pósthósstræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 ag 4—5. Talsimi 16. Kona sótti ura forsetaembættið á Frakklandi. Við nýafstaðnar for- setakosningar í Frakklandi var ein kona meðal umsækjenda, frk. Marie Denizard að nafni. Ekki var þó svo að skilja, að hún hefði nokkra von um kosningu, en hún sagði, eins og satt er, að enginn þyrfti fremur að taka til þess þótt ein kona sækti, sem engin líkindi hefði til að vinna, heldur en hins, að hvað eftir annað hefðu margir karlmenn gert það sama. Dætur Leopolds Belgjakonungs, Lovísa, Stephanía og Clementína, hafa í tvö ár átt í máli við ríkið út af arfi eftir föður sinn. Þær hafa gert kröfu til 50 miljóna. Nú hefur stjórnin boðið þeim að borga þeim 36 miljónir, ef þær láti þá kröfuna um meira niður falla, og er búist við að því boði verði tek- ið og þannig sætst á málið. Gunnar Gunnarsson: 86 Hefndin. 87 88 89 90 um dylgjum og spurningum um fyrri tíma. Mrs. Johnson gat sjer því til, að sökin ekki mundi vera Einars. Tíminn leið. En Hrefna og Ind- riði giftust ekki. Það undraði mr. og mrs. Johnson — þau höfðu orð- ið Þess vfsari, að Hrefna var þunguð. A jólaföstunni hvarf Indriði. Og síðan spurðist ekki til hans. Hrefna var þá komin á steypirinn. Til allrar hamingju frjettu mr. og mrs. Johnson um hvarf Indriða og leituðu Hrefnu uppi. Hún var mjög aumlega á sig komin, — sjúk og Þrygg. Þar á ofan bættist að fje hennar var að þrotum komið, — eftir vikutíma hefði hún verið rekin út. Og hún gat ekki haft ofan af fyrir sjer eins og hún var á sig komin. Mrs. Johnson, sem mundi hvað sjer hefði liðið vel hjá foreldrum henn- ar, bauð henni að flytjast heim til sín. Fyrst vildi Hrefna ekki heyra það orðað, — vildi ekki með nokkru móti verða þeim til byrði, — reiddi sig á, að Indriði mundi koma og hjálpa sjer. Indriði kom ekki og ljet ekkert frá sjer heyra. Og á endanum tjekk mrs. Johnson Hrefnu heim með sjer. Seinna trúði Hrefna henni fyrir því, að hún um eitt skeið hefði haft í huga að fyrirfara sjer, en skort hugrekki þegar til kom. Mr. Johnson þekti Sigurð bróður Hrefnu frá gamalli tíð. Án þess að Hrefna vissi af, reit hann honum brjef og sagði honum alt af ljetta. Bað hann og foreldra hans að skrifa Hrefnu og biðja hana að snúa heim aftur, og skyldu þau þá, hjónin, reyna hvað þau gætu, til þess að fá hana til að fara að þeirra ráðum. Hissa urðu þau, þegar Siguröur kom í svars stað. Viku eftir komu hans til Winnipeg var Hrefna á leið- inni heim, með drenginn sinn. En Sigurður staðnæmdist í Vestur- heimi og hóf leit eftir Indriða. Mr. og mrs. Johnson gátu síst skilið í, hvað hann vildi honum. Sjerstaklega eftir að mr. Johnson einu sinni hafði sagt við hann, að hann ætlaði þó líklega ekki að neyða annan eins ræfil til ráðahags við systur sína. Því Sigurður varð þá æfur yfir því, að honum skyldi hug- kvæmast þvílík fjarstæða. Það leið ár — og það leið hálft ár. Sigurður ferðaðist um allar íslensku nýlendurnar, þverar og endilangar. Hann fann hvergi Indriða. — Hann vildi ekki leita aðstoðar lögreglunnar, svo að það -voru litlar líkur til þess að leitin mundi nokkurn tíma hepnast. Samt sem áður var hann óþreytandi. — Rödd skynseminnar sagði hon- um, að þessi leit út í loftið væri heimskuleg. En einhver önnur rödd hvíslaði að honum, að hann mætti umfram alt ekki gefast upp, — Ind- riða mundi hann mæta á þeim stað og tíma, sem þeir ættu að mætast á. Þeirri rödd trúði hann. — Einu sinni að kvöldi dags mætti mr. Johnson Indriða á götu í Winni- peg. Hann spurðist fyrir um, hvort Sigurður hefði náð fundi hans, — sagði honum frá því, að hann leitaði hans. Indriða setti hljóðan við þá fregn. Hann fölnaði, og mr. Johnson sýnd- ist ekki betur en að óstyrkur kæmi á hann. — Daginn eftir fluttu blöðið fregn um tvo menn, sem voru fundnir dauðir í sama herberginu, í einu af gistihúsum bæjarins. í vösum hinna látnu fann lögregl- an skjöl, sem sýndi að þeir höfðu báðir verið íslendingar. Það voru Sigurður og Indriði. Engin tjekk nokkurn tíma að vita neitt ákveðið um viðureign þeirra og dauða. Alt virtist þó benda til að þeir hefðu háð einvíg. Skamm- byssur þeirra voru nákvæmlega sömu stærðar og tegundar. Indriði var skotinn í hjartað, og hafði aðeins skotið einu skoti. Sigurður var skotinn gegn um lungun, og í hægra gagnaugað, — hann hafði skotið tveimur skotum. Menn gátu sjer til að Indriði mundi hafa skotið fyrst, en ekki hitt Sigurð í hjartað, eins og útlit var til að hann hefði ætlað sjer, — aðeins sært hann í vinstra lungnablaðið. En kúla Sigurðar hafði ratað rjett. Líkindi voru til að hann hefði skotið sig sjálfur f gagnaugað, — ef til vill álitið sig vera dauða- særðan. Þar lauk brjefinu. — — Þegar Einar hafði lesið það til enda, sat hann nokkura stund högg- dofa og starði út í bláinn. Svo fór hann á fund Ingólfs gamla og bað hann að segja dóttur sinni frá hvað skeð væri. Hrefnu varð í svipinn afarmikið um fregnina. Hún sat á rúmstokknum sínum, að spuna, þegar faðir hennar kom inn í baðstofuna og stirðmæltur af sorg yfir sonarmissinum — sem þó næstum hvarf fyrir meðaumkvuninni með dóttur sinni — sagði henni frá dauða bróður hennar og fyrverandi unnusta. Hún spratt á fætur, og starði á hann óðum, fjarsýnum augum, sem eitt andartak mintu á augnaráð hennar í æsku. En augnaráðið sljófgaðist, — hún grúfði sig yfir rokkinn sinn og fór að gráta. Hún

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.