Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.02.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 19.02.1913, Blaðsíða 2
28 L0GRJETTA Lögrjetta kemur át á hverjum mió- vikudegi og auk þass aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verö: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Af greiðslustofa Lögrjettu er i Veltusundi nr. 1. Talsími 359. fff Þeir kaupendur Lögrjettu, sem ekki fá blaðið með skilum, eru beðnir að gera afgreiðslumanni við- vart sem fyrst svo úr því verði bætt. Talsími 359. Um Húsabyggingar (steinsteypuhús). Eftir Einar J. Pálsson. Það hefur verið margt og mikið ritað um húsabyggingar hjer á landi, enda er það að vonum, því það er stórvægilegt atriði, og því eðlilegt að menn sjeu lengi að átta sig á því, enda ekki vert að hrapa að neinu óathuguðu eða lítt athuguðu. Það er ekki víst að mjer lánist að koma með neitt nýtt, sem hægt sje að fella sig við í þessu efni; það er erfitt, þegar ávalt verður að hafa gát á því að það kosti sem allra minst og sje þó varanlegt og gott. En dýrast verður þó það, sem endist ekki nema stuttan tíma og eyðileggur meira og minna fjármuni manna. Það eru aðallega byggingar til sveita, sem jeg hef hugsað mjer að víkja nokkrum orðum að. Jeg verð þá helst að halla mjer að steinsteypuhúsunum, einkanlega sökum þess, að efni þeirra er víða fáanlegt; sandur er víða til og muln- irigur líka, og hefur mjer því dottið í hug, í sambandi við þetta, að hrepps- fjelögin, eða einstakir menn úr þeim, -— sama hvaðan gott kemur — kæmu Sjer saman um að byggja skúra á þeim stöðum, sem efni er nóg í se- mentsstein. Það er bara sandur, sem í hann er notaður, auk sementsins, riokkuð snarpur (grófur); vatn þarf líka að vera við hendina, og er það víða, að það fer saman, að minsta kosti'hjer á Suður- og Vestur landi þar sem jeg þekki til. Svo verða hluthafar að koma sjer saman um, hvar þessir skúrar eigi að vera, með tilliti til efnis í steinana, og flutning að þeim og frá. Síðar mun jeg gera grein fyrir því, til hvers steinar þessir verða notaðir. Skúrar þessir geta verið mjög ein- faldir og ódýrir; þeir verða samt að vera bygðir af bindingi, en bitar þurfa alls ekki að vera í þeim. Jeg álít, að nóg sje að hafa í þá 4 X 3” trje, nema í umgjörðina að neðan er betra að hafa 4X5”> svo lektur utan á grindinni og bárujárn þar utan á; gott væri að hafa hlera á hliðnm skúranna, svo að maður geti ávalt fengið þar súg í gegn, og hjarir á þeim að ofan, og lyfta þeim svo frá að neðan með þar til gerðum krók og hafa þá, uppi undir þakbrún, Nokkrar lausar hillur verða að vera í þeim, eftir því hvað mikið á að steypa í einu. Verkfæri tii að steypa með t. d. 5 sement-steina í einu, þarf rrijög lítil: einn fleka, rekinn saman úr plægðum borðum, 2 skóflur, 2 vatnsfötur og svo sem 3 stemmót, ef ekki er steypt nema ein tegund. Jeg geri ráð fyrir, að þarna vinni 2 menn, þegar unnið er, og geta þeir haft nóg að gera með þessum verkfærum. Mótin geri jeg ráð fyrir að yrðu úr járni, svo að þau endist vel, en ekki mega þau vera steypt, því þá geta þau brotnað, þegar steyp- an er barín ofan í þau. Undir eins og búið er að steypa í mótin, má taka úr þeim aftur og láta svo stein- ana á þar til gerðar hillur, er settar skulu á sinn stað meðan þeir eru að þorna, sem gengur mjög fljótt. Þegar þeir eru orðnir þurrir, má stafla þeim upp úti. Jeg geri ráð fyrir, að hafa þessa steina 6x10 þml., og 3 þml. á þykt; en stærðina geta menn auðvitað haft eins og þeim þykir haganlegast, og máske fleiri stærðir. Jeg álít, að það sje betra að hafa þá nokkuð stóra af því það er sparnað- ur í vinni, og svo þarf hlutfallslega minna kalk til að leggja þá í. Jeg álít, að svona steina eigi maður líka að steypa í reykháfa og múrtöflur í hús í sveitum, svo ekki þurfi að flytja þá langar leiðir að; en þá eru þeir náttúrlega af öðrum stærðum, sem hæfilegar sjeu. Steypa í svona steina er nógu sterk með 4 á móti 1 af sementi, og þó má víst hafa hana töluvert veikari. Jeg tek það sterk- asta til, og þá er þó ekki nema >/5 partur, sem kaupa þarf af efni því, sem í þetta fer. Nú geri jeg ráð fyrir, að sá bóndi, sem búinn er að ákveða að byggja, sendi sína 2 menn til skúrsins með það sement, sem hann ætlar sjer að steypa úr, og getur hann þá merkt sfna steina. Vinnan við þetta er mjög einföld, þegar búið er að segja mönnunum til, hvernig á að fara að því. Jeg hef nú máske verið nokkuð langorður um þetta, en fyrst er þó að hugsa vel fyrir efninu, sem byggja á úr, og álít jeg ekki einskis virði, ef menn gætu felt sig við þessa uppástungu. Þetta er það, sem jeg hef hugsað mjer að nota í hús til þess að gera þau hlýrri og verja þau fyrir raka, því það er fengin töluverð reynsla fyrir því, að steinsteypuhús getur maður ekki haft með einföldum veggj- um, bæði vegna kulda og raka. Þegar byrjað er að byggja stein- steypuhús, er mjög áríðandi að forma þau skynsamlega, að ganga vel frá þeim stað, sem þau eiga að standa á, og er þá gott að „púkka" vel undir þau, þegar búið er að grafa niður á fastan grundvöll, og einnig að „púkka" fyrir ofan þau og utan, þannig, að vatnið geti óhindrað runn- ið fram hjá þeim, en ekki undir. „Púkkið" þarf að ná töluvert niður fyrir kjallaragólfið; halla er vfðast hægt að fá nægan til þess að geta veitt vatninu frá. Það er ekki gott nema svo sje. Þar næst er þá byij- að að steypa. Jeg geri ráð fyrir að hafa kjallaraveggina einfalda og ekki þynri en 14 þml. Jeg tala hjer að eins um einlyft hús með „porti", geri ráð fyrir, að það verði hið al- mennasta; en því má öllu breyta eftir ástæðunum, hægt að finna mis- muninn, ef húsið á að vera stærra. Asfaltslag komi rjett fyrir neðan kjall- aragólfið eða jafnt þvf. Jeg álít, að vel megi spara steypu-efnið með því að láta talsvert af steinum innan í miðjan vegginn, þannig, að setja grjótið ofan í blauta steypuna, og, umfram alt, að hafa það vel hreint, nýþvegið, svo að engar moldaragnir sjeu á því; sama gildir um alt steypu- efnið. Ef nokkurt vatn kemst inn í veggina, sem vel getur komið fyrir, geta þeir auðveldlega sprungið. Öll steypan verður að þjappast vel saman, þannig, að stappa ofan á hana þangað til hjer um bil engar holur eru eftir í henni; eins verður að berja steinana vel ofan f blauta steypuna og þjappa svo vel utan að þeim á allar hliðar, og gæta þess vel, að þeir liggi hvergi saman og komi hvorki út eða inn úr veggnum, en sje grjótið vel notað, má áreiðanlega spara mjög mikið af steypuefni; jeg hef töluverða reynslu í því efni, þó hún sje ekki löng. Árið 1911 steypti jeg með smið- unum, sem með mjer voíu, grunn undir Breiðabólsstaðarkirkju í Fljóts* hlið, og var hann um 3 álnir á hæð og fullar 18X19 álnir ummáls, með 10 stöplum jafnháum innan í, ásamt tröppum, og brúkaði jeg ekki meira en 16 tunnur af sementi. Af þessari sementsbrúkun má fljótt sjá, að jeg hef notað mjög mikið grjót til að drýgja með steypuna. Veggirnir voru 12 þml. þykkir, en steypublandan 1 á mót 7. A þessu verki var byrjað eftir miðjan ágúst 1911, cnáriði9i2, seinast í maí eða fyrst í júní, kom hinn mikli jarðskjálfti þar, og sjest ekki að hann hafi gert grunninum neitt; jeg skoðaði hann í sumar og sá hvergi sprungu í honum, þótt hann væri nýr, þegar jarðskjálftinn kom. Geta má þess lfka, að sementið hafði skemst nokkuð í flutningnum; komst að því væta og ódrýgðist það nokkuð við það. Þótt menn kunni að segja, að þetta sje ekki löng reynsla, þá er það að vísu satt, en tilfellin hafa gertþað að töluverðri reynslu. Jeg hef tekið þetta dæmi af því jeg álít, að það hafi mjög mikla þýðingu, hvað sparn- að snertir, að drýgja steypuna með grjóti. Jeg hvaff frá því áðan, þar sem jeg sagði, að asfaltslag yrði að hafa neðst til þess að varna því, að veggirnir geti tekið í sig raka frá jörðinni. Hvernig farið er að steypa, hef jeg tekið fram áður. Enn fremur þarf að hafa asfaltlag ofan á grunninum, þar sem maður byrjar tvöföldu veggina; líka þarf að asfalta grunninn að utan ofan í jörð; geri svo ráð fyrir að steypa húsið á sama hátt, en hef þá aðeins 9 þml. þykka veggi, er standi á ytri brún grunnsins. Svo vil jeg hafa sterkan galvanfseraðan vír til þess að festa saman með uppstand- andi trje, eða planka, að minsta kosti 3em sinnum á 4ra álna svæði, og inri endinn sje það langur, að hann nái lengra inn í húsið en grunnmúr- inn er þykkur. Nauðsynlegt er, að hafa nokkuð af járni í veggjunum, að minsta kosti yfir hurða- og glugga- opum. Þegar búið er að steypa út- veggina, fyllast allar holur með se- menti, síðan kemur asfalt innan á vegginn svo jafnt, að hvergi sje nokkur smuga. Að þessu búnu vil jeg nota steypu-steinana, semjeg mintist á hjer að framan, og hlaða þeim á kant fyrir innan vegg- inn, þannig, að 2 þml. bil sje á milli veggjanna, nota síðan vírendana, sem hafðir voru til að festa saman trjen, beygja þá í vínkil og múra þá fasta í innri vegginn; að sjálfsögðu eru þeir fastir í ytri veggnum og hnykkj- ast þar að utanverðu, og sementshúð- in látin koma utan yfir þá. Eru þá veggirnir fastir hvor við annan og gefa hvor öðrum styrk. Öll dyra- °g glugga-0P sjeu asfalteruð innan, og festist innri veggurinn þar við ytri vegginn. Á efstu brún (ytri) veggjar komi trje, sem fest sjeu með járn- vinklum ofan í steypuvegginn, og þar á komi sperrurnar vel festar ofan í trjeð, og sje gengið frá þakinu á vanalegan hátt: plægð súð, klædd tjörupappa, og bárujárn þar utan yfir. Þykt „stopp" sje þar fyrir innan, jafnt á sperrum sem hanabjalka bitum. Helst ættu líka að vera steinskilrúm í þeim. Allir bitaendar sjeu klæddir asfalt-pappa; járn á endum svo að festa megi í vegginn; milliloft sje f bilum; gott er að hafa ofan á þeim mómold eða eitthvað því líkt. Vel má notast við að hafa neðan á loft- um striga og maskínu-pappír, þó að skemtilegra sje að hafa þau reyrlögð og sljettuð með kalki, þar sem alt annað er úr steini. Yrði þá ekki annað úr timbri en gluggar, hurðir, gólf og bitar, dyra- og glugga-um- gerðir, gólf- og loft-listar og stigar. Að fara að tína upp hvern hlut, hvernig gera skuli, yrði alt of langt mál, og ekki þörf á því, þar sem lík- legt er, að ávalt verði vanir menn við hendina. (Niðurl.). Kolasklpld »Tryg-« ferst. Síðastl. sunnudag kom hingað inn enskur botnvörpungur með skipshöfnina af kolaskipinu »Tryg« frá Bergen, sem var á leið hingað með kol til Björns kaupm. Guð- mundssonar. Hafði skipsmönn- um verið bjargað af botnvörp- ungnum, en skipið sjálft sökk sunnan við land aðfaranótt síðastl. föstudags. Skipið var hjer um bil. 17 mílur suður frá Dyrhólaey, er því hlektist á, í aftaka stórvirði síðastl. fimtudag. Brotnaði þá alt ofan af því og bátana tók alla út, og svo var það laskað, að það gat ekki haldið ferðinni áfram. Kom þá þýskur botnvörpungur til og ætlaði að draga það með sjer, en festarnar hjeldu ekki og slitnaði »Tryg« frá honum. Bar þá að enskan botnvörpung og reyndi hann einnig að festa skipið við sig og bjarga því, en það var ekki hægt.. Tók hann loks mennina Til Sliaftfellinga. Síðasta laugardagskvöld barst mjer svohljóðandi símskeyti: Skaftjellingar í Reykjavík, samankomnir að sgshimenningar- móti laugardagskvöld þ. 15. febrúar 1913, senda gður þökk sína fgrir loflegt skáldrit gðar um sgsluna i útkomnum Sögum frá Skaftáreldi, og árna gður besla gengis í listastörfum gðar framvegis. Skaftfellingamót. Jeg þakka Skaftfellingum innilega fyrir kveðjuna og árna þeim allra heilla. Enn vona jeg að geta sýnt, hve hugstætt mjer er hjerað þeirra. Rvík 17. febr. 1913. Guðmundur Magnússon. úr þvi, og litlu síðar sáu þeir af botnvörpungnum »Tryg« sökkva. Skipið var fermt með 863 tonn- um af kolum, og var alt vátrygt. En þó er þetta ekki lítill skaði fyrir Björn kaupm. Guðmundsson, sem kolin átti að fá, og getur líka komið sjer illa fyrir almenning, því hjer mun nú vera orðið lítið um kol, en mjög örðugt, eins og nú stendur, að fá skip til flutn- inga ytra. Kolaskip það, sem ný- lega kom til B. G., tlutti aðeins botnvörpungakol. 1912. I. Það stóð nýlega í einhverju blað- inu, að mentamenn væru farnir að hugsa mildu meira um trúmál en að undanförnu, og mun það satt vera um mentamenn í öðrum lönd- um, en jeg er hræddur um, að það eigi ekki vel heima lijá oss íslend- ingum — ennþá. Að minsta kosti væri það þá óskiljanlegt hvað lítið er talað um trúmálabækur í blöð- unum. Sje gefið út eitthvert æfisögukver, verða fjöldamargir til að skrifa um það, en þegar Kristnisaga Jóns pró- fessors Helgasonar kom út í haust, sem leið, þögðu allir sögumenn vorir og þegja enn að jeg ætla, nema hvað eitt blaðið gat um, að Kristnisagan væri prentuð á vand- aðan pappírl Þetta I. bindi Kristnisögunnar, sem nær yfir fornöldina, er þó ekk- ert smákver, heldur 320 bls., og skortir þar hvorki hugðarefni fyrir sögumenn, nje íhugunarefni fyrir þessa trúhneigðu mentamenn, nje fullyrðingar um ágreiningsefni guð- fræðinganna, sem ættu að geta kom- ið prestunum af stað, ef nokkuð getur komið þeim til að skrifa um trúmál í vikublöðin. þegar eitthvert siðferðisrit kemur út, eru prentaðir úr því heilir kaíl- ar í sumum blöðunum, og ritið ýmist lastað eða lofað fram úr hófi; —en um Barnabiblíuna skrifar eng- inn neitt ver ulega, nema J ón prófessor Helgason, og var þó grein hans þá í ísafold (9. nóv. f. á.) öllu fremur um biblíulestur alment en ritdóm- ur um bókina. — Hann komst þar meðal annars að þeirri niðurstöðu, eins og einhver kann að muna, að prestar vorir ættu nokkra sök á því, hve menn afrækja lestur biblí- unnar með »þrálátri fastheldni sinni« við bókstafs-innblástur ritn- ingarinnar. — Og sýndi með því furðulegan ókunnugleik á prestum og biblíulesendum þessa lands. Biblían sjálf kom sömuleiðis út í liaust, sem leið, í nýrri þýðingu, eins og væntanlega mun kunnugt, og hefur þó sáralítið verið talað um þá þýðingu í blöðunum. Vitanlega er ekkert áhlaupaverk að skrifa ítarlega um nýja biblíu- þýðingu; sá ritdómur gæti orðið nærri eins stór og biblían sjálf, ef menn hefðu tíma og tækifæri til að fara nákvæmlega í öll þau at- riði, sem þar geta komið til um- ræðu. En nokkur atriði má þó benda á í blaðagreinum, og væri vonandi að þeir, sem unna biblí- unni, Ijetu ekki slík lækifæri ónot- uð, bæði til þess að livetja fólk til að kynna sjer biblíuna og til þess að láta í ljósi þakklæti sitt fyrir það, sem vel er gert, og óánægju sína yfir hinu, sem áfátt kann að vera. íslendingar geta ekki búist við að fá oft nýja biblíuþýðingu á 4 ára fresti (eins og 1908 og 1912). Vjer verðum sjálfsagt alllangan tíma að búa að þessari síðustu biblíu- þýðingu og þeirri vasaútgáfu biblí- unnar, sem nú er verið að prenta. En það ber vel að vanda, sem lengi á að standa, og því var sann- arlega ástæða til að ræða þessa síðustu þýðingu bæði í blöðunum og á prestafundum áður en farið var að prenta vasaútgáfuna. Enda hefði sjálfsagt verið gefið tóm til þess, ef þýðendunum hefði ekki verið fulikunnugt um tómlæti presta og safnaða í þessum efnum, og hef- þeim því ekki þótt ástæða til að vera að bíða eftir þeim fáu, sem láta sjer biblíuþýðingar nokkru skifta, heldur Ijetu sjer vel líka að byrjað væri á prentun vasaútgáf- unnar jafnskjótt og hin var full- prentuð, og það áður en þorri presta gæti kynt sjer hana, því að fáir munu líklega hafa pantað hana upp í sveit með póstum í vetur frá lteykjavík eða Akureyri. Og jafnframt atvikast það svo einkennilega, að þessi síðasta þýð- ing var ekki komin til landa vorra vestan hafs um siðustu áramót, svo að naumast er hætt við, að at- hugasemdir þaðan komi í tæka tíð, þótt þeim kynni að koma í hug, að heppilegra væri, að orðalagið í vasaútgáfunni væri ekki alstaðar eins og í þessari síðustu þýðingu. Jeg býst nú við, að einhver hugsi, þegar hjer er komið lestrinum: »Er nokkur ástæða til að skrifa um þetta?« Er þessi síðasta prentun biblí- unnar ekki svo lík þýðingunni frá 1908, og hafa þeir ekki, sem þá voru að kvarta, fengið óskir sínar uppfyltar?« Því er fljótsvarað. Að því er gamla testamentið snertir, er þýðingin frá 1908 yfir- leitt óbreytt í þessari síðustu út- gáfu að öðru en þvi, að þýðend- urnir urðu að láta undan, þrátt fyrir stóru orðin, að því er þá staði snertir, sem einkum var kvartað yfir, og lialda gömlu þýðingunni í meginmálinu, en setja sína þýð- ingu neðanmáls. (Sbr. Jer. 1.18., 7.14. og Hós. 11.1). Jahve-nafnið var kyrt látið með því skilyrði, að þýðendurnir lofuðu að sleppa því í vasaútgáfnnni. Og því býst jeg ekki við, að neinn verulegur kágreiningur verði um þýðingu gamla testamentisins fyrst um sinn. Alt öðru máli er að gegna um þýðingu nýja testamentisins. Þar hafa þýðendurnir gert svo margar og miklar breytingar frá útgáfunni 1908, að vel má kalla þetta nýja þýðingu, og það er hennar vegna, sem jeg tel miður farið að ekki gefst gott tækifæri og næði til íhug- unar og umræðu, áður en vasa- útgáfa ritningarinnar er prentuð. þýðing nýja testamentisins hefur víðtæk áhrif á trúarhugsanir manna, ekki síst þegar ungu prestarnir skilja ekki stakt orð í frummáli nýja testamentisins. Og heimtar bæði það og trúarágreiningurinn mikli ineðal guðfræðinga vorra tvö* falda varkárni og vísindalega óhlut- drægni af þýðendunum. »En er þýðingin þá svo slæm eða óhafandi?« kann einhver að spyrja, Nei, þau lýsingarorð koma mjer ekki í hug í þessu sambandi. Málið er viða gullfallegt og þýð- ingin miklu nákvæmari en áður var á gamla teslamentinu, og sama er nú að segja um nýja testamentið, og miklu betra samræmi komið

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.