Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.02.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 19.02.1913, Blaðsíða 3
LOGRJETTA -2f Hjá undirrituðum fást ofannefnd hjól, einnig uppsettar kerrur. Ættu því allir, er slíkt þurfa að nota, að leita upplýsinga um verð og gæði og panta í tíma. Páll Magnússon, Bergstaðastr. 4. þar víðast hvar nú en var í þýð- ingu nýja testamentisins 1908. Það þótti raunar sumum mönn- um goðgá þá, að nokkur skyldi finna að þeirri þýðingu, en nú munu þýðendurnir sjálfir manna fúsastir til að kannast við, hvað sú þýðing hafi verið ófullkomin að ýmsu leyti. Það má sannarlega segja margt gott um alúð og kostgæfni þýðend- anna við þetta vandaverk, — því að sjálfstæð biblíuþýðing úr frum- málinu er miklu meira vanda- verk en flestir, sem ekkert hafa við það fengist, geta gert sjer í hugar- lund. En þrátt fyrir það blandast mjer ekki hugur um, að skiftar skoðanir hljóti að verða um ýmislegt í þess- ari nýjnstu þýðingu nýja testament- isins, og biskup vor ætti að virða prestastjett landsins svo mikils, að hann gæfi henni kost á að ræða um þýðinguna á prestafundum, áður en vasaútgáfan er prentuð, því að vitanlega verður það hún, sem nær mestri útbreiðslu og helst verður lesin. Jeg skal svo minnast hjer á nokk- ur atriði, sem jeg býst við að eink- um hljóti að valda ágreiningi. Sigurbj'órn Á. Gíslason. Fyrirlestrar Og Ungmennafjelög. (Nl.). IV. Ungmennafjelögin eru víst ekki lakari en önnur fjelög. Sárfáir betri menn eru beinlínis á móti fjelögum þessum, eftir því sem mjer er kunnugt. Margir eru með þeim, en gera sárlítið fyrir þau. Og margir hafá litla trú á þeim, og sumir halda, að þau sjeu bara hje- gómi, full af ljettúð og gjálífi. Rangt er nú þetta. En hitt mun satt, að misjafn sauður er í mörgu fje í fje- lögum þessum sumum. Þar er gull mikið og silfur og aðrir góðir málm- ar, en vart verður líka við stöku soraagnir innan um. En er þá þetta ekki alveg náttúrlegt? Er ekki að búast við því, að fjelög þessi sjeu í þessu eins og önnur fjelög ? Er t. d. ekki nógur sorinn í bindindisfjelögun- um ? Já, er hann ekki meir en nóg- ur í kiikjufjelaginu sjálfu? Er hann ekki meira en nógur í stjórnmála- flokkunum? Og hvaðan fá Ung- mennafjelögin meðlimi sína? Úr hvaða verkefni verða þau að vinna? Úr öllu þjóðlífinu. Er þá t. d. rjett að ætlast til, að fjelög þessi láti mik- ið til sín taka með trúarmál, þar sem varla nokkur mentaður maður vogar að tala máli trúarinnar, nema prestur sje, og þar sem það er álitið reglulegt mentunarleysis-merki, ef nokkur leikmaður tekur málstað kirkju- trúarinnar ? Og er nokkur sanngirni í því, að tala um ljettúð æskulýðs- ins? Hann er sannarlega ekki verrien hinir eldri í því nje öðru. Æskuljett- úðin verður aldrei eins ófögur og óeðli- leg eins og Ijettúð fullorðinsáranna. Ungt fólk er, altjend þá hjer á landi, eftir því sem mjer er kunnugt, fult eins samviskusamt og ráðvant til orða og verka sem eldra fólkið. Já, er stundum eldra fólkinu fremra í þessu sem fleiru. Ungmennafjelögin þurfa ekkert að skammast sín fyrir öðrum menningarstofnunum vorum. Ljótustu og hörmulegustu svikin í smáu sem stóru hafa oftast nær ver- ið framin af þeim, sem komnir voru langt út yfir æskuárin. Og ekki hafa fjelög eldra fólksins orðið staðfastari en Ungmennafjelögin. Æskuljettúðin og hviklyndið minnir mig á afneitun Pjeturs. Sviksemi eldri áranna minn- ir mig á Júdas. Og margur versnar með aldrinum, er bestur í bernsk- unni, lakari í æskunni, verstur á eldri árum. V. Laumdrykkja og laumvínsala. Yíða þar sem jeg fer, þjótaað eyr- um mjer eins og skæðadrífa þessi og þvílík orð: „Þarna selja þeir vín í laumi". „Þarna drekka bindindis- mennirnir sig útúr fulla". Er þetta nú kannske slúður tómt? Hjer er eitt af tvenu ílt, eða þá hvortve.ggja. Annaðhvort er slúðrið yfirgnæfanlegt, svo til voða horfir með siðgæðið. Eða þá að sviksemin gengur fjöllunum hærra og er mesti siðgæðisvoði. Eða 1 þriðja lagi er sumt satt, en sumt logið um „laumuspil" þessi. Og það held jeg nú einna líklegast. En hvað um það, hjer er voði á ferðum. Og það er ekki svo undarlegt, þótt sumir sjeu farnir að verða hræddir um vínsólubannid og bindindið. Jeg er einn af þeim. Jeg er með þeim báðum, en er hrœdd- ur um þau bæði. Jeg er hræddur um að bannið sje nú ekki orðið að rótgrónum þjóðvilja, fyrst svona er farið að. Jeg er hræddur um, að marga skorti samviskusemi til að heiðra vínsölulögin og halda bindind- isheitið. Samviskuleysi þetta kemur af kæruleysi og Ijettúð, sem aftur á sjer rót í alvöruleysi með æðstu hugsjónir lífsins. Það þarf ekki litla alvöru til að vera sannur bindindis- maður. Bindindismál vort byrjaði dýrðlega. Svo útlendingum, einkum Norðmenn, dásömuðu oss fyrir það, og töldu oss öllum þjóðum fremri í bindindis- málinu. Hamingjan gefi nú, að það endi ekki með vansæmd. En það gerir það, ef laumdrykkjan eykst. Þá munu hófdrykkjumenn og and- banningar hrósa sigri. Og þeir mega það þá gjarnan. Heiðarleg hófdrykkja er margfalt betri en hræsnisfult bindindi. Þeir, sem ekki geta verið ærlega í bindindi, ættu því opinber- lega að segja sig úr því. Því betra tel jeg að vera hrein- skilinn drykkjumaður en að vera bindindismaður að nafninu til og rjúfa heitið hvað eftir annað. Svo er líka best að hafa ekki ofströng bindindislög. Heimatilbúið berjavín, til dæmis, máttu sum norsk bind- indisfjelög hafa, en sum als ekki, og þótti mjer það óhæfur strangleiki. Bindindismenn ogbannmenn! Var- ið ykkur á því, að verða ykkur ekki til minkunar fyrir hófdrykkjumönn- um og andbanningum. En það verð- ið þið, ef þið á nokkurn hátt rjúfið heitið. Lofum litlu, en höldum vel. Setjum fáar reglur, en fylgjum þeim. Annars er það ekki veslings áfengið, sem verst er gegn málefnum ykkar og öllu siðgæði. Nei, það er óorð- heldnin, lýgin og sviksemin. G. Hjaltason. Mrepir frá Danmörku. Bækur, komnar út hjá Gyldendal haustið 1912. (NL). ---- Johan Skjaldborg hefur skrifað eina bók enn um danska eða rjettara: jótska — húsmenn. Per Holt (Gyldholm II. Verð: 3,50) heitir hún og er um höfuð- persónuna í einni af hinni fyrri skáld- sögum hans, „Gyldholm". „Gyldholm" er betri, og að minsta kosti verður mað ur að þekkja þá bók, til þess að hafa veru- leg not af „Per Holt". Enginn danskur rithöfundur er eins einlæglega hlyntur fátæklingum eins og J. S., og hann hefur skrifað margar góðar bækur, sem nú eru að koma og komnar út í ódýrri útgáfu (1,00 bindið). Hann er helst til lítið kunnur á Islandi, og mundu margir landar hafa gaman af að kynna sjer rit hans, og vil jeg því mæla með þeim. Má þá með engu móti ganga fram hjá smásögum hans um danska smælingja. En af stærri sögum vil jeg nefna „Gyld- holm", og síðan enga annari fremur. Mjer þykir nú vænt um Harald Kidde, en hann er ekki við allra hæfi. Hann bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. En hann veit hvað hann vill. Og hann er skáld með afbrigðum. Þessi nýja saga hans, Helten (verð: 6,50), gerist á fábygðri eyju, þar sem lítið sjer til umheimsins. En innan sjóndeildar- hrings bókarinnar sjást sólarheimar, sem geyma raunir svo djúpar, sem nokkur mannleg sál getur rúmað, og fórnir svo stórar og þó látlausar, að manni klökk- nar hugur. H. K. hefur augun opin fyrir því, að oft spretta hin fjölskrúðugustu sálarblóm á eyðieyjum. Og hann er djúpskygn á þá strauma í hafi sálarinn- ar, sem fara um garð hjá flestum. En ekki þori jeg að ábyrgjast að öllum þykji hann skemtilegur aflestrar. Reifara- höfundur er hann enginn. Laurids Bruun hefur skrifað sögu um Hrólf kraka, og kallað hana Den sig- nede Död (verð: 4-5o). Nú er vandfarið Carlsberg- brugghúsin mæla með Garlsberg myrkum Skattefri alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum, haldgóðum. Garl$berg $kattefri porter hinni extraktríkustu af öllum portertegundum. Carlsberg sódayatn er áreiðanlega besta sódavatn. fram úr gamla Snorra, þó á nýmóðins gæðingi sje, með stökk-stíl og fimbul- fambi. En ekki skal jeg samt vera smásmuglegur við L. B., —- honum hef- ur tekist ýmislegt í bókinni fremur vel, hefur ritað hana af töluverði kunnáttu og nokkurri snilli, svo hún er ekki — einu sinni leiðinleg. En lítið græðir maður á henni. Og það er ekki laust við, að það sje vatnsbragð í munni manns að lestrinum loknum — en svo var aldrei um rit Snorra. Annað þarfara munu menn geta unnið en að þynna þau upp. L. B. er ofmikið á yfirborði persónanna, en sjer sálir þeirra lítt glöggum augum, þó sjálfur ætli hann annað. Og þegar hann lætur björninn í bardaganum vera bjarnhjeðinn með viðhangandi haus, sem einn af köppum Hrólfs ber yfir sjer (líklega til að firra sig kulil), þá stendur hann sem óhelg- ur maður á fróni fornsagnanna. Því ekki voru allar vofur voðir á kirkju- garðsstaurum. Aage Madelung heitir ungur rithöfund- ur, sem lítið hefur borið á til þessa, en sem í haust hefur gefið út bók, sem mjög er nú hælt. Þ&ð er skáldsaga frá Rússlandi og heitir E/sker hverandre (verð: 5,50). Bókin er þykk og þung, vel rituð og fjörugt. A. M. hefur ímynd- unarafl töluvert, og hann hefur dvalið — langdvölum? — í Rússlandi, og kynt sjer þar staðhætti og fólk. Ekki vantar það, illa lætur hann fara með Gyðing- ana. Og maður er ekki í vafa um, að A. M. kannist við Dostojewski og fleiri pennafæra Rússa. En jeg þekki mann, sem hafði lesið marga góða ritdóma um bókina, og þess vegna náði sjer 1 hana og las, en lagði hana frá sjer með þessum orðum: „Trúa mundi jeg, ef Njáll segði“. Þá er önnur bók, sem mikill orðróm- ur gekk af áður en hún kom út, og sem eftir útkomuna hefur verið hælt upp í hástert, sumpart að maklegleikum, en það er Torben og Jytte (En Fortælling. Krest, verð: 4,00), eftir Henrik Pondoppi- dan. Það mun þykja ganga guðlasti næst, að jeg ekki syng „dyrðin-dýrðin" með hinum fuglunum. En samviskan bannar mjer það. Jeg hafði nefnilega búist við of miklu af H. P., sem mun einna frægastur og fremstur — og næst standa Nóbels-verðlaunum — núlifandi danskra rithöfunda. Tilhlökkun er hættu- legur hlutur og spáir vonbrigðum. Og svo fór hjer. Auðvitað verður lítið með sanni um bókina sagt fyr en framhaldið er komið. En ekki skarar H. P. að þessu sinni „fram úr sjálfum sjer", eins og Danir segja um Carl Lund, besta leiktjalda-málara sinn, í hvert skifti, sem hann hefur málað ný tjöld. Samt sem áður er þetta nú ein af betri bókunum. En hún hefði átt að vera lang-best. Ekki tjáir að ganga fram hjá tveim Norðmönnum, sem báðir eru miklir á velli og stórhöggir — en annar stund- um nokkuð linhöggur. Það er Thomas Krag, sem hefur skrifað Frank Hjelm (Historien om en Hjemlös, verð: 5,00), og þar með yngt upp sjálfan sig. Þeir, sem ekkert þekkja til þess, er T. K. áður hefur skrifað, geta haft gaman — en lttið gagn — af að lessa þessa síð- ustu bók hans. En mjer þykir hún of lík eldri systkinum slnum, og kæri mig ekki mikið um hana, — því mjer þykja, satt best sagt, bækur T. K. engin „góð vísa", sem ekki megi of oft kveða. Það er gaman að stöku kafla í bókinni, en ef jeg væri gamall og hann ungur, mundi jeg segja: gerðu betur næst. Hinn Norðmaðurinn er skáldkonung- ur Norðmanna núverandi, Knut Hamsun, og bókin hans heitir Den sidste Glœde (Skildringer. Verð: 5,00). En verði þetta síðasta ánægjan, sem hann veitir okkur, ungu kynslóðinni, þá verður þar skarð fyrir skildi, sem hann er. Því ber hverj- um manni að kyssa hönd hans með fögnuði. Þessi bók grætur og hlær, eins og lífið sjálft. Því hún er lífið sjálft, sem skáld af guðs náð hefur sjeð og sagt frá, skáld, sem er barn og heimspekingur í einu; skáld, sem engan á sinn líka, — því það á ekkert gott skáld. Þetta er lang-Iang-besta bókin, sem jeg hef lesið í haust. Má vera, að svo mundi ekki öllum þykja. En jeg beygi höfuð mitt í lotning. Og ætti jeg kórónu að gefa burt, veit jeg hver fá hana mundi. En Jeg á ekkert nema orð — máttlaus orð. Meistari, ef þú værir herkonungur að fornum sið, veit jeg hvar minn staður — sem frjáls Islendingur — væri. En nú ert þú skáld — og jeg er bara barn. Annað skáld af guðs náð, SelmaLager- löf, hefur skrifað bók, Köresvenden (verð: 3,00), sem sama snildin er á, eins og á öllu, sem hún ritar. Jeg diifist ekki að segja frá efninu. Bókin er draumur og virkileiki í skáldlegri eining, og hún skfn eins og fagur gimsteinn at mann- elsku og trú á hið góða. Hvert barn getur lesið hana og haft unun af — svo einföld er hún. Enginn htimspekingur getur þreytst á henni — svo djúp er hún. Engu skáldi nje almúgamanni get- ur leiðst hún — svo fögur er hún. Hún er náðargjöf frá guði og Selmu Lager- löf til allra, sem unna skáldskap. Gunnar Gunnarsson. Gunnar Gunnarsson : Bónorð Geirs, IOI Mörsu, því jeg hefði leyndarmál að flytja henni frá systur minni. Marsa gekk hlæjandi á leið með mjer. »Jeg sagði reyndar ekki alveg satt", mælti jeg, þegar við vorum komin spölkorn frá hinu fólkinu. „Boðin eru alls ekki frá systur minni, held- ur frá Geir. Hann bað mig að spyrja þig, hvort þú vildir ekki verða kon- an hans“. Marsa hló. „Ha-ha-ha, ertu á biðilsbuxun* um fyrir aðra. Segðu, að hann verði að koma sjálfur, — því jeg þQri ekki að trúa þjer fyrir „körfunni"! (þetta orðatiltæki, og allan hugsana- ganginn, hafði hún úr dönskum skáld- sögum, sem hún las mikið af). Skil- aðu kveðju til systur þinnar! — —■ Ólöf á Sandi, — sem kom úteinmitt í sama bili og jeg reið í hlaðið,— tók, eftir skaplyndi sínu, alvarlega á málinu. „Mjer er alveg óskiljanlegt, hvern- ig manninum hefur dottið þetta í hug. Mjer finst als ekki, að jeg hafl gefið honum neitt undir fótinn. Mjer þykir það leiðinlegt, — en það 103 hefur þá verið mjer óafvitandi. Hann er víst góður piltur, og það mundi hryggja mig, ef hann tæki sjer það of nærri, en jeg get ómögulega farið að giftast manni, sem jeg er ekkí kunnugri en svo, að jeg veit ekkert hvaðan hann stafar. Svo þú verður þvf miður að færa honum nei frá mjer. En gerðu það nú nærgætnis- lega. Og segðu honum, að mjer leiðist það. En jeg vona, að hann gleymi mjer bráðlega, þegar hann veit, að það getur aldrei orðið neitt úr neinu milli okkar. —“ Jeg varð að gera boð fyrir Jónu á Teigi. Jeg talaði við hana úti við hesta- rjett. Hún svaraði hvatskeytlega, eins og hún átti vanda til: „En það nú karlmenni! Þorir hann ekki að koma sjálfur? Er hann hræddur um að jeg flengi hann fyrir ósvffnina?! Hann getur beðið við, þangað til við hittumst! þá skal jeg segja honum sannleikann um flakk- ara og landshornamenn! Hann heldur kannske, að það sje auðhlaupið að 103 því fyrir hvern ræfilinn, að verða tengdasonur og tilvonandi húsbóndi á Teigi, þó að jeg sje orðin liðlega tvítugl (Reyndar var hún nú komin undir þrítugt). Ónei, hann verður að leita fyrir sjer annarstaðar I" Að svo mæltu gekk hún burt. Hún var föl í framan af bræði, og brúnu augun brunnu. — — Nú var engin eftir, nema grann* kona mfn, Rósa á Gili. Jeg var ekkert að flýta mjer, ljet hestinn lötra í hægðum sínum, og reyndi að hugsa mig um. En hugs- anir mínar voru allar á ringulreið. Ef hún nú segði já, — tæki honum? Þá hefði jeg sjálfum mjer fyrir að þakka. Það væri ljóta gamanið. Því jeg unni henni um allar aðrar fram. Hefði bara einhver hinna tekið honum, — þá hefði jeg getað losnað við að tala við Rósu núna, og frelsað samviskuna. En nú var jeg búinn að lofa því. Þótt jeg ef til vill træði þar gæfublóm mitt und- ir fótum, — það var ekkert undan- færi. 104 Það leit út fyrir að ógæfan legði mig í einelti, því einmitt þegar jeg var að dragnast þatna áfram, og reyna að ná tökum á hugsunum mínum og beina þeim í vissa stefnu, var yrt á mig: „Þjer virðist ekki liggja mikið á, granni góður. Komdu snöggvast af baki, og segðu mjer frjettir". Það var Rósa, sem talaði. Hún sat í laufbrekku rjett við götuna. Það var laglegur skollil Jeg var ekki búinn að finna neitt ráð. „Það var gott, að jeg skyldi hitta þig. Jeg ætlaði einmitt að finna þig", sagði jeg, — en hugsaði mjer: „öllu klaufalegar gatstu nú varla farið af staðl“ „Leitaðirðu mín út í dalinn?" „Nei, jeg ætlaði að hitta þig á heimleiðinni. Jeg þarl nefnilega að tala við þig “. Þarna rak mig í vörðurnar, því jeg sá að hún roðnaði. Það varð vandræða þögn. Það var hún, sem loks hóf samræðuna af nýju: „Heyrðu — ■*—• Mjer dettur í 105 hug, að mörgum þykir svo ljótt rautt hár. Það þykir mjer hreint ekki. Og mjer þykja freknur bara fallegar". „Mjer er nú nær að halda, að jeg hafi fremur verið rauður en brúnn í framan þá stundina. En jeg herti upp hugann, og hjelt áfram með örvæntingarhugrekki: „Jeg átti að skila kveðju til þín _____ _____ __ u „Þakka þjer fyrir. Hvernig líður systur þinni ? Og hinu fólkinu heima hjá þjer?“ „Þakka þjer fyrir, því líður vel. Jeg kom einmitt til þess að spyrja þig, hvort þú vildir ekki eiga-------“ „Já, það vil jeg. Jeg hjelt ekki þú gætir efast um það“. Hún fleygði sjer í fangið á mjer, áður en jeg gat leiðrjett misskiln- inginn og komið í veg fyrir það. Hún hló og grjet í einu. Jeg gafst alveg upp við, að flytja mál Geirs, sem auðsjáanlega var gersamlega tapað, og ásetti mjer að grípa gæf- una báðum höndum, þó að samvisk- an væri ekki sem rólegust.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.