Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.03.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 12.03.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 43 hjá Jónatan í’orsteinssyni byrjar miðvikaðaginn þann 12. marz. 10—501 afsláttur. Mínir viðurkendu Gólfdúkar og alls konar Vaxdúkar verða seldir með miklum afslætti. Síðustu forvöð að kaupa þessar vörur eftir gamla verðinu, þar sem vörutollurinn hækkar þessa vöru mjög tilfinnanlega. Sama er að segja um ýmsar fleiri vörur. Notið því tækifærið. Gólffceppi og Borðteppi, feiknastórt úrval, verða seld með 15—30% afslætti. — Teppamaskínur og ryksópar. Veggjapappír með 25—50% afslætti. Dúkar og plyds á húsgögn mjög ódýrt. Ágætt tækifæri fyrir þá, sem þurfa að klæða húsgögn sfn fyrir vorið. Sængurdúkar, fiðurhelt Ljereft og Gardínutau. Afsláttur af öll- um fyrirliggjandi Húsgögnum. Nokkur stykki af ensknni Hnökkum frá fyrra ári. Sjerstakt tækifæri, þar sem þessi vara er nú 20% dýrari en áður; verða þó seldir með talsverðum afslætti. Notið þetta góða tækifæri og gerið kaup áður en vörutollur og aðrar verðhækkanir falla á. Komið, og reynið, að þetta er satt! Virðingarfylst. Jónatan Porsteinsson. Reykjavík. Gestur í bænum. Með „Sterling" kom hingað Miss Goudie B. A. B. Sc. frá Patagónfu. Hún er ættuð frá Hjaltlandi, en á nú heima á eyju sunnan við suðuroddann á Suður- Ameríku; hefur hún verið þar nokk- ur ár formaður fyrir efnarannsóknar- stofu hjá námufjelagi einu. Nú hefur hún látið af þvf starfi, en ætlar nú að fara að reka búskap þar syðra á nokkrum eyjum, sem hún hefur tek- ið á leigu. Miss Goudie hefur lengi langað til að koma til íslands, en ekki fengið tækifæri til þess fyr en nú, að hún eftir 6 ára dvöl í Patagóníu tók sjer sumarfrí til að heimsækja foreldra sína á Englandi og bregða sjer um leið hingað. Fór hún að heiman um hásumartímann, litlu fyrir jól. Sjóferðin, frá borginni Punta-Arénas á suðurodda Suður-Ameríku til Liver- pól, tók S vikna tíma, án nokkurrar dvalar. Þótti það ganga vel eftir venjunni. Skipin eru ekki betri en það þar. Ungfrúin er ekki hissa á tíðarfar- inu hjer. Það er heldur ekki alt þar syðra, sumurin köld og storma- söm, vetrar kaldir, en kyrlátari. Ef til vill fer ungfrúin hjeðan til Þingvalla. Frændur vorir á Hjalt- landi bera hlýjan hug til vor hjer norður frá. e. Leikhúsið. „Æfintýri á göngu- för", eftir Hostrup, hefur verið leik- ið sfðan um síðustu helgi þrisvar, altaf fyrir fullu húsi. Sá leikur er hjer altaf vel sóttur. Hann er yfir- leitt vel leikinn Eini verulegi mis- bresturinn á því er leikur Láru (frk. Guðr. Guðm ), enda er hún nú í fyrsta sinn á leiksviðinu. Eibek er lfka ung- legri en hann ætti að vera, en ann- ars allvel leikinn (Einar Hjör. yngri). ' Herluf og Jóhanna eru mjög vel leikin (Einar Indr. og frú St. Guðm.), Skrifta-Hans ágætur (Á. Eir.), sömu- leiðis birkidómarinn (Kr. Ó. Þ.), og frú hans (frk. Marta Indr.), Ver- mundur (Herb. Sigm.) og Svale (Andr. Bj.) er alt vel leikið. Kr. Ó. Þor- grfmsson konsúll hefur ekki sýnt sig á leiksviðinu nú lengi fyr en f þess- um leik og var honum tekið með dynjandi lófaklappi. Hufnarverktæraskipið kom á laugardaginn var. Það heitir „Edvard Grieg". Slys. Það vildi til við uppskipun á „Edw. Grieg" síðastl. sunnudag, að hleðsluvindu-ás fjell niður á einn verkamanninn, Ólaf Jónsson að nafni, og meiddi hann mikið. Var hann fluttur á sjúkrahús, en í gær var hann sagður á góðum batavegi. „Ingólfur" flutti þá andlátsfregn hans. Gjaldkeramúlið. Því hefur nú Pappír og ritföng er hvergi betra að kaupa en í pappírsverslun Pór. B. Porláks- sonar, Veltusundi x. Tals. 359. Síðastl. jimtnðag. var opnuð 11 ý yerslun í Hafnarstræti 18 með nafninu Nýhöfn. Eigandi hennar er Guð- mundur Kr. Guðmundsson, Vesturgötu 22, og forstöðu- maður Engilbert Einarsson. verið áfrýjað til yfirdóms af báðum málsaðilum, stjórninni og gjaldker- anum. Fiskiskipin. Nokkrar af fiski- skútunum hafa komið inn, og er afli lítill; hæst 800. Eitt skipið, sem verið hefur úti í 18 daga og leitað fyrir sjer á öllu svæðinu frá Portlandi til Reykjaness, hefur fengið 200 fiska. Verkamenn í Dagsbrúnartjelaginu hafa samþykt að taka eftir þetta hærri laun en áður fyrir tímavinnu: 35 au., í stað 30 áður, og 50 au. fyrir aukavinnu, í stað 40 áður. íslenskt gnftiskipaijelag. Stofn- un þess hefur nú nokkuð verið rædd hjer á fundum og fær góðar undir- tektir. Braðlega mun heyrast nánar um fyrirætlanir forgöngumanna máls- ins. Orðabób Jóns Ólafssonar. ítar- legur ritdómur um hana, eftir Sigf. Blöndal bókavörð f Khöfn, kemur i næsta tbl. Lögr. Sigtús er sjálfur höfundur íslensk- danskrar orðabók- ar, sem innan skams fer að koma út, og flestum mönnum færari til að dæma um þetta verk. Gleðjið sjómennina okkar. Hann- es Hafliðason skipstjóri og Þórh. Bjarnarson biskup birti í „N. Kbl." ávarp til almnennings, með þessari fyrirsögn, um að styrkja að því að gefa til hvers skips sálmabækur og Nýjatestamenti, þegar skipin koma inn nú um páskana. Þeir sjá um skil til skipanna, en gjöfum er veitt viðtaka í bókaversl ísaf. og Sigf. Eymunds- sonar. FjármálastrídiA viö Dani. J. Ól. lýsir því yhr í „Rvtk" á laug- ard., að sjer hafi aldrei komið til hugar fjármálastríð við Dani á þann hátt, sem Lögr. benti til í síðasta tbl. En að skilningi Lögr. á fyrri greinum hans um þetta efni hlaut hver maður að leiðast, sem nokkuð hugsaði út í það, sem þar var sagt. Nú bendir hann á vit sitt og við- skiftafróðleik til sönnunar því, að sjer hafi aldrei neitt slíkt til hugar komið. Þykir það jafnvel ekki góðgjarnlegt að ætla sjer slíkt. En Lögr. þykist Tólf duglegir verkanienn g-eta fengið fasta atvinnu strax til ágústloka hjá Zimbur- og kola-versluninni „Reykjavík“. ekki annað hafa gert, en draga rök- rjetta ályktun af fyrri ummælum hans. Hins vegar tekur hún gilda skýringu hans á því, hvað fyrir honum hafi vakað. — En þar sem Lögr. sagði, að „stjórnmálasambandið við Dani legði engin bönd á okkur f þá átt, að binda viðskifti okkur við Dan- mörku", þá er það rjett, en hitt ekki, sem J. ól. segir þar um f „Rvík" á laugardaginn. Stöðulaga- ákvæðið um ríkissjóðstillag til póst- flutnings er kvöð, sem lögð er með lögunum á Dani, en ekkert band á okkur Hverri þjóð, sem vera vill, er það auðvitað heimilt, að styrkja skip frá sjer til ferða hingað til lands í þvf skyni að auka hjer verslunar- viðskifti sín. Þetta gera Norðmenn nú. Og þetta gætu Danir auðvitað gert, þótt öllu stjórnmálasambandi væri slitið milli landanna. „Nœstu harölndlnu. Þessar prentvillur hef jeg fundið 1 fyrri grein- unum (flestar lítilvægar): Bls. 75 »X« les XII; bls. 19*3 »hús« 1. hrís; bls. 24* 1* »ekki« 1. eigi; bls. 2420 »má tvisvar« 1. má, að tvisvar; bls. 24*4 »hörðnm« 1. hörðum; bls. 253 »á landi« 1. í landi; bls. 3210 »hallæri« 1. harðæri. G. B. Frl fjilWi til fisfciiÍL Strand og manntjón. Síðastl. föstudag strandaði enskur botnvörp- ungur, „Admiral Togo", frá Húll, á Stafnnestanga á Reykjanesi. Menn fórust allir. Björgunarskipið „Geir" fór síðan til strandsins, en gat ekkert að gert; botnvörpuskipið brotið og sokkið. Lyflabúð í Yestmanneyjum. Það er sagt að Sig. Sigurðsson frá Arn- arholti ætli að setja upp lyfjabúð í Vestmanneyjum. Prestskosning í Görðnm fer fram á þriðja í páskum. »Vestu«-strandið. „Vesta" fór áleiðis út með „Ceres" um daginn. Ailmikið af vörum úr henni hefur verið selt á uppboði á ísafirði, og segir „Vestri", að þær hafi selst dýrt. Sumt allmikið skemt. Það, sem símað var hingað frá ísafirði rjett eftir að strandið vildi til, að brjóstveik stúlka hafi legið þar lengi í fönninni við strandstað- inn, segir maður, sem var við staddur, að ekki sje rjett; fyrir farþegunum hafi verið sjeð svo vel, sem hægt hafi verið. Eorskur hleypur á þurt land. Á Loftsstaðasandi eystra voru nýlega Samkvæmt ályktun skiftafundar í dánarbúi ekkjunnar Guðrúnar Gísla- dóttur frá Norðurkoti í Vogum 18. þ. m. verða eftirgreindar jarðeignir búinu tilheyrandi seldar við opinbert uppboð, er fram fer á hverri jörð fyrir sig að loknu manntalsþingi þ. á. í þeim hreppi, er jarðirnar liggja, verði ekki viðunanlegt tilboð fram- komin í þær innan þess tíma: 1. Minna-Mosfell í Mosfelshreppi, 15, 6 hndr. 2. Hrísbrú %. í sama hreppi, als 14,8 hndr. 3. Hraðastaðir %, í sama hreppi, alls 14,8 hndr. 4. Eylífsdalur ^/2, í Kjósarhreppi, alls 21.7 hnd., og 5. Urriðakot í Garðahreppi, 17,4 hndr. Uppboðsskilmalar verða til sýnis hjer á skrifstofunni og á uppboð- unum. — Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 28. febr. 1913. Magnús Jónsson. teknir yfir 500 stórir þorskar, sem eltu síli svo fast upp í sandinn, að þeir urðu þar eftir með útsoginu og voru þannig teknir, Á höfnina í Gerðum hafði komið álíka þorskahlaup 1. þ mán. Var höfnin full af þorski alveg upp í landsteina. Laust pi’e8takall. Skútustaða-, Reykjahlíðar- og Lundabrekku sóknir. Heimatekjur eru: 1. Eftirgjald eftir prestssetrið kr. 225,00; 2 prestsmata kr. 182,00. Samt. kr. 407,00. Erfið- leikauppbót er 200 kr., sem hætti þar, ef Lundarbrekkusókn sameinað- ist Þóroddstað. Yrði komandi prest- ur því að taka, ef til kemur, og færð- ist þá líka prestsmatan frá Lundar- brekku f heimatekjur Þóroddsstaðar. Prestakallið veitist frá fardögum 1913. Umsóknarfrestur er til 11. aprfl næstk. Indriði Reinliolt, sem áður hefur verið frá sagt hjer í blaðinu, er kom- inn úr ferðinni austanfjalls. Honum lítst vel á járnbrautarlagning austur þangað Mannskaðar. Síðastl. laugardag fórst vjelarbatur á ísafirði með 4 mönnum. Sagt er að allir mennirn- ir hafi verið ólíftrygðir og einhverjir af þeim fjölskyldumenn. Báturinn lfka óvátrygður. Rangmarkað Qe. Margoft sjer maður í blöðunum auglýsingar um að einhverjum hafi verið dregin kind, sem hann sjálfur lýsir yfir að hann eigi ekki, og skorar á hinn rjetta eiganda að gefa sig fram og semja við sig um markið Markeigandi lýsir opinberlega yfir því, að hann 45 Útfluttar vörur: 1881: 7379000 kr. (101 kr. á mann). í887: 3043000 — (43,3— - — )■ Útfluttar vörur þverruðu ár frá ári, frá 1881 til 87, komust lægst það ár, jukust svo aftursmám saman, voru 1895 orðnar 102 kr. á mann, lækkuðu á ný árin 1896—98, en stigu 1899 upp í io2,s kr. á mann, og hafa aukist stórum á þess- ari öld, voru 1910 orðnar 161 kr. á mann (St.tíð. C 1887, 9°> 9b 95. 99; Lhsk. 1901; Versl.sk. 1910). Þá er að minnast á peningsfækkunina (af horfelli, haustskurði og markaðssölu); þar er sá hnignunarvotturinn, sem flestir munu best skilja (St.tíð. 1884, bls. 72, og 1890, bls. 40—41); ér hjer talið f heilum Þúsundum: Nautpen- Sauðfjen- Hross: ingur: aður: l88lt 2IOOO 525000 39000 l888: 17000 374000 28000 Fældflin 4000(I9o/o) |5I000(29%)i)I1000(28%) 1) Þrátt fyrir öll tíundasvik er þettaeflaust 46 Eftir harðindin fer búpeningi aftur að fjölga, en þó er ekki sauðfjenaður orð- inn eins margur og 1881 fyr en 1894, hross ekki fyr en 1896 og nautpeningur ekki fyr en 1901 (kálfar, lömb og folöld eru hvergi talin með 1 þessu yfirliti).1) Ekki má gleyma hallærislánunum úr landssjóði í slðustu harðindunum. Þar hefjeg notið tilsagnar kunnugasta manns- ins, Magnúsar landshöfðingja, fengið hjá honum skrá yfir öll hallærislánin; þau voru veitt á hverju ári frá 1883 til 1S87; ekki fjarri sanni og enda ekki ólíklegt, að fækkunin hafi verið talsvert meiri, því að 1881 eru talin útflutt 1859000 pd. af ull, en 1888 ekki nema 979000 pd. (St.tíð. C. 1885. bls. 94, og 1890, bls. 66); hefur því þessi útflutningur þverrað um 47%. Það hefur aldrei verið gert, að bera sam- an fjárframtal og ullarverslun á ýmsum tfmum, og væri þó fróðlegt. 1) Sumar sveitir hafa ekki náð sjer aftur eftir harðindin, t. d. Þistilfjörður; þar lögðust mörg býli í eyði, voru 40 fyrir harðindin, en ekki nema 23 árið 1909, og víða hokur, þar sem áður var stórbú; það sagði mjer Björn dannebrogsmaður Jóns- son f Sandfellshaga. 47 8 sýslur tóku lán; mest þurfti Kjósar-og Gullbringusýsla. Lánin urðu samtals: 92650 kr. Loks verður að minnast á það, sem þyngst er til að vita, ölmusugjafir annara pjóða; þær »námu alt að hálfri miljón«, segir 1 Landshagsskýrslunum (St.tíð. C. 1888, bls. 27), og það var bitist um þær, þegar þær komu hingað til landsins. Hallærissamskotin hófust 1882 eftir pen- ingshrunið mikla þá um vorið. Hallær- isgjafirnar frá Danmörku urðu als 335013 kr. 40 aur., auk mikillar matvöru (Frjett. frá fsl. 1886, bls. 30); frá Englandi gáfust 86400 kr.; frá Noregi komu 6500 kr.; stór- kaupinaður W. Fischer gaf 5000 kr. (Frjett. frá ísl. 1882 bls. 29); þetta verða samtals 432913 kr.; en par að auki komu einhverj- ar gjafir frá Þýskalandi, Svípjóð og Vestur- heimi; og ekki er mjer kunnugt, hversu miklar voru matvörugjafirnar frá Dan- mörku, sem fyr var getið. Af öllu því, sem hjer er talið, ætti mönnum að vera ljóst, að pjóðin fjekk hörmulegaútreið í síðustu harðindunum, og það mega Sunnlendingar vita, að þeir urðu 48 litlu betur úti en Norðlingar. Torfi i Ólafsdal hefur metið alt petta hallæristjón á 8 miljónir króna (Búnaðarrit 26. ár, bls. 276); en þar er þörf á yfirmati; útkom an mundi eflaust verða miklu hærri, ef vel væri að gáð1); þetta hefur aldrei verið ransakað til hlítar; menn hafa, flestir, gert sjer alt far um að gleyma því. Þess ber nú vel að gæta, að árferðið 1 síðustu harðindunum var aldrei eins og það getur verst orðið; það komu t. d. háskalegri ár í harðindunum 1688—1700, 1751—58 og 1779—85. Háskinn getur pvi vel orðið miklum mun meiri i næstu harðind- um en hann var 1881—88, þaðþví frem- ur sem við erum að mörgu leyti vervið búnir, haustbirgðir bænda og kaupmanna miklu minni, og þurrabúðarmenn í Norð- urlandi margfalt fleiri en þá gerðist. 1) Ef öruggar hallærisvarnir hefðu verið komnar f fult lag um 1880 og þjóðin sloppið ósködduð yfir síðustu harðindin, þá væri hún nú eflaust 10 þúsundum fjöl- mennari en hún er; má færa ljós rök fyrir því. 20 miljónir króna er fráleitt of- hátt mat á þroskahnekkinum, sem þjóðin beið af þeim harðindum. 49 Nú eru liðin 25 ár, fullur aldarfjórð- ungur, frá slðustu harðindum, og aldrei hefur þjóðiu lifað betri daga eða blóma- rlkari; aldrei hefur hún staðið eins vel að vígi til að búa sig undir næstu harð- indin. Hvað á pað lengi að dragast? XI. Bjargráð ^fnið í öllum okkar hallæra- sögum er ávalt eitt og hið sama. kvikfjenaður hefur fallið úr hor, síðan hefur fólkið farið að svelta og deyja úr hungri. í síðustu harðindun- um var peningsfækkunin geysimikil (sjá bls. 45), en líklega hafa fáar manneskj- ur dáið af sulti, þvf að fólkið gat þá flúið sultinn, og flúði lfka þúsundum saman (sjá bls. 12) til Vesturheims; en þó að það sje guðsþakkar vert að missa fólkið lifandi út úr landinu, í stað þess að missa það af sulti í gröfina, þá er baginn af mannfækkuninni samur og jafn. Hallæratjónið, eignamissir og mann- fækkun, hefur oft verið afskaplega mik-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.