Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.03.1913, Blaðsíða 4

Lögrétta - 12.03.1913, Blaðsíða 4
44 LOGRJETTA Lífsábyrgðafjelagið „DANMARK“ er ódýrasta og áreiðanlegasta lífsábyrgðarfjelag á Norður- löndum. Sjérstaklega hagkvæmar barnatryggingar, og vildarkjör gefin örkumla og óvinnufærum mönnum. Prjtaafjel á terji er hið gagnlegasta áhald, sem unt er að útvega því. — Lindéns heimilisprjónayjel, sem einkarjett hefur um allan heim, er ein- földust, hentugust og ódýrust allra prjónavjela. Á hana má jafnt prjóna munsturprjón og sokka, brugðna kvensokka, treyjur, nærföt, vetlinga o. s. frv. í fyrra lilaut vjelin tvenn verðlaun úr gulli. Hún kostar að eins 55 kr. Hverri vjel fylgir nákvæmur leiðarvísir. Einkasali Jakob Gunnlögson, Köbenhavn K. Duglegir umboðsmenn óskast. Til páskanna er nýupptekið: 800 alfatnaðir handa drengjum og fullorðnum, framúr- skarandi laglegir og ódýrir, 200 drengjafrakkar, laglegir, sterkir og ódýrir, 300 telpukápur, smekklegar, nýtísku. 60 stk. hvítt & Creme gardínutau. frá ódýr- ustu gerð til allra fínustu. Svartir og mislitir Karlmannshattar. Nýjasta lagl Margar tegundir. 1 JVlýtt! JSlýtt! Hinar mikiö eftirspavön Sehweitzer-bliisur Í (Kimono-facon) eru komnar með nýjum litum og úr miklu að velja . g cSrauns varslun „tJ'CamBorcj^. i Aðalstræti 9. ^ eigi ekki kindina; þó tekur hann við henni og nýtir sjer hana sem slíka. Er þetta rjett meðferð? Eða er það vanalegt, að sveitarsjóði sje skilað borgun fyrir þessar kindur, sem sjald- an nokkur mun geta helgað sjer? Því mismörkun þessi á víst ekkert skylt við þjófnað, Mjer sýnist að kindur — þegar svona stendur á, eigi að afhendast hreppstjóra til sölu eins og annar óskilafjenaður, þar sem eftir aug- lýsingu hver gefur sig fram, er vill helga sjer kind eftir marki. (rudmundur Magnússon, Geithálsi. Kafli úr brjefl frá Gerðnm í Garði (til J. H. 17. febr.): „.. Altaf stormur, steypiregn, frost og snjó- koma á víxl. Það er satt, landið okkar, eða náttúra þess: „agar oss strangt með sfn ísköldu jel“, en bót erímáli: „það meinar alt vel“. Fje- lagslífið er fjörugt og áhugasamt um flest það, er til framfara horfir. Templ- arastúkurnar starfa með áhuga. Fram- för fjekk 12 nýja fjelaga á síðasta fundi og telur nú um 50 meðlimi. Friðsemd lifir góðu lífi. Barnastúkan Siðsemd telur um 50 meðl. Ung- mennatjelag var stotnað hjer í fyrra og er margt starfað þar inn á við, og vonast jeg eftir góðum árangri af því starfi, því þar eru fagrar hug- sjónir til að lifa fyrir. Glímufjelag er í sambandi við það. Söngfjelag höfum við og eru 24 meðl. í því. Tvisvar hefur fjelagið sungið opin- berlega 18 lög, 10 lög í karlakór, og 8 lög í blönduðum kór. Söng- stjóri er Matthildur Finnsdóttir kona Einars Magnússonar kennara. Til viðurkenningar fyrir starf hennar gaf söngfjel. henni taktstokk — tón- sprota — smíðaðan og útskorinn af Stefáni Eiríkssyni trjeskera; gull- pata er steypt f handfangið og á hana var grafið M. F. Þeim, er sjeð Oddur Gislason yfirrjettarmálaflutnlngsmaður, Lanfásreg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5- hafa taktstokk þennan, þykir hann listaverk. Búnaðarfjel. er hjer, og áhugi fyrir jarðrækt talsverður Bárufjelagið lifir allgóðu lífi og er það þarfur fjelags- skapur, en þó misskilinn af mörgum. Lestrarfjelag höfum við líka, en því miður er ekki eins mikill áhugi fyrir þvf eins og vera ætti. Enginn rær á sjó, en allir að búa sig undir það, og vonast eftir góð- um afla. Yfirleitt líður fólki hjer í plássi fremur vel, og heilsufar all- gott. . .“ __________ UiMlirrltaöur tekur að sjer mál- færslu- og innheimtu-störf. Til við- tals kl. 6—7V2 e. m. á Grettisgötu 20 B. Talsími 322. Marínó Hafstein. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutnlngsmaður. P68thú88træti 17. Venjulega heima kl. 10—II oa 4—5. Talelml 16. Gerlarannsóknarstöðin í Reykjavík, Lækjargötu 6, tekur að sjer alls konar gerlarannsóknir fyrir sanngjarnt verð, og er venju- lega opin kl. 11—2 virka daga. — Jafnframt útvega jeg, sem aðal- umboðsmaður á íslandi fyrir sjón- færaverksmiðju C. Reiclicrts í Wien, Austurríki, hinar bestu ódýrari smásjár (microskop) með innkaupsverði og hef sýnishorn af þeim á rannsóknarstöðinni. Gfsli Guðmundsson. Laugardaginn þann 25. þ. m., kl. 12. á hád., verður, eftir beiðni erfingja Þorsteins Egilssonar, fyrv. kaupmanns í Hafnarfirði, jörðin »Hamar« í Hafnarfirði seld við opinbert uppboð. — Uppboðsskilmálar og veðbókar- vottorð verða til sýnis hjer á skrif- stofunni, hvar uppboðið verður haldið. — Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 7. mars 1913. — Magnús Jónsson. ” 4 herbergi, sólrík og rúmgóð, fást til leigu frá 14. maí næstk. í Bergstaðastr. 3. Brynleifur Tobíasson. 50 ið, svo að þjóðin hefur þurft alllangan tíma til að ná sjer upp aftur.1) Öld eftir öld hafa harðindaskorpurnar kipt vexti úr þjóðinni. Öll framtið pjóðarinnar stendur á völtum fæti, ef hún megnar ekki, eins og aðrar menningarþjóðir, að reisa rönd við hallæris- hættunum. Hallæristjónið — skepnufellir, örbirgð, hungur og fólksfækkun — hefur jafnan hlotist af einni og sömu höfuðorsök: bráðum og óvæntum bjargarskorti í vondum vetrum. Þess vegna er i rauninni ekki nema Um eitt bjargráð að ræða, meðan landið er járnbrautalaust — en það mundi líka reynast óbrigðult: Éf til væri hafður á hverju hausti i hverju hjeraði svo mikill kornmatarforði, að búpen- ingur pyrfti ekki að horfalla og fólkið ekki svelta, pó að yflr dyndi voðavetur, á við þá, sem verstir hafa verið, pá væri pjóðin úr allri hættu, eigur hennar, líf og heilsa. Haflsinn fer aldrei síðar en um eða eftir Höfuðdag. Á haustin er ávalt auð- ur sjór kringum alt landið (Þ. Th.: Lýs. fsl. I., bls 59); þá má viða að sjer nýj- um vetrarforða; og verstu illærin hafa mjög sjaldan komið mörgíröð; því nær ávalt hafa verið góð ár milli illu áranna 1 harðindaskorpunum (sjá bls. 25). Það er pvi allur vandinn að eiga fyrir nægum bjargarforða og hafa hann til, hvenær sem harðindin koma, svo að bændur geti haldið búpeningi sínum og landsmenn allir lifi og heilsu rjett meðan á skorpunni stendur, þangað til árgæskan byrjar aftur, þang* að til landið verður aftur „fagurt og feitt", eins og haft er eftir Þórólfi Smjör. Þessi einfaldi sannleikur hefur verið hrópaður í eyru þjóðarinnar, upp aflur og aftur, stðan á 18. öld, en hún hefur aldrei látið sjer hann að kenningu verða. Þess vegna er okkur enn í dag voði búinn af næstu harðindunum. í marga mannsaldra hafa landsmenn verið að bollaleggja og ráðgera að koma upp heyforðabúrum og kornforðabúrum, en þar við hefur setið, forðabúr er enn ekki að finna, nema i örfáum sveitum. Nýju lögin okkar um forðabúr koma sennilega að mjög litlu liði. Lögin um kornforðabúr (lög nr. 24, 9. júlí 1909) hafa lítinn ávöxt borið; voriðigiz segir Torfi í Ólafsdal, að „tvö kornforðabúr 1) Oft hefur það gengið undarlega fljótt, enda segir Hannes biskup, að »ísland fær tíðum hallæri, en ekkert land í Norður- álfunni er svo fljótt að fjölga á ný mann- eskjum og bústofni, sem það, og er því eigi óbyggjandi" (Um mannf., bls. 209). 51 muni hafa verið sett á stofn, eftir að fyrnefnd lög komu út“ (Búnaðarr., 26. ár, bls. 270) — 2 á 3 árum! Lögin um heyforðabúr (lög nr. 44, n. júlí 1911) eru enn i reifum, en engu lífvænlegri, nema síður sje, enda eru heyforðabúr miklu erfiðari viðfangs og ekki nærri eins gagnvænleg og korn- forðabúrin. Alt petta mikla skraf, mann fram af manni, um for8jálnl, fyrningar og forðabúr, hefur orð- ið þvf nær öldungis árangurslaust. Bændur verða enn heylausir, hópum saman, hvað lítið sem út af ber,1) og víða fara sjó- menn óðar að svelta, þó vel hafi aflast í mörg ár, ef sjórinn bregst eina vertíð. Til hvers er pá að vera að þessu lengur? Það er ekkert vit í því. Annaðhvort er að hætta þessu gamla og gagnslausa hjali um forsjálni og forðabúr, leggja árar i bát og bíða hrakninganna — eða pá að manna sig upp og leita nýrra og betri ráða. Ef því er að skifta, verða fljótlega fyrir manni tvö höfuðráð, sem hjálpað hafa öðrum þjóðum úr hallærishættunum (sjá bls. 33-4): 1) Samgöngubætur, svo öruggar, að á öllum tímum árs sje unt að flytja mat- björg inn í hverja sveit á landinu, og hægt fyrir vinnandi fólk að komast úr þeim hjeruðum, þar sem atvinna bregst um stund vegna harðinda, í aðra fjórð- unga, þar sem betur árar og atvinna er fáanleg. 2) Tryggingarsjóðir; hjer þyrftu bændur tryggingu gegn grasbresti og fóðurskorti í hörðum vetrum, sjómenn gegn fiski- leysi, 8vo að almenningur þurfi ekki að flýja landifl, eða leggjast á landsjóðinn og lifa á útlendum ölmusugjöfum I næstu harðindunum — ein8 og peim siðustu. Éyrst er pá að lita á samgöngubæturnar. Þar koma mestu vandræðin. Okkur vantar járnbrautir um alt landið, svo vel gerðar (eins og t. d. í Noregi), að þær verði aldrei ófærar af snjóum. Ef þær væru fengnar, þá þyrfti engin forðabúr. Brýnust er sú nauðsynin að fá járnbraut úr Reykjavík alla leið norður á Akureyri. En það er víst óhætt að gera ráð fyrir mörgum hörðum árum, áður en Akur- eyrarbrautin er fullgerð;2) því miður verður 1) Öll horfellisiögin okkar (1. nr. 3, 12/i 1884; 1. nr. 5, s6/3 1898 og- 1. nr. 7, 9/2 1900) bera ljósan vott um búskaparlagið — annað gera þau ekki. 2) Af erfiðum samgöngum, verslunar- ólagi og öðrum menningarskorti hlaust svo 53 þjóðin sjálfsagt um langan aldur að fara á mis við þá lífsnauðsynlegu samgöngubót: járnbraut úr miðju Norðurlandi suður í Reykjavfk, að auða sjónum, og síðan fleiri brautir. Þess vegna verður að sjá landinu fyrir nægum bjargarforða á hverju hausti, ef ísinn skyldi koma og miklir snjóar og sam- göngur teppast bæði á sjó og landi. Það er þrautreynt og fullsannað, að mikill þorri bænda og búðsetumanna fæst aldrei tii þess með neinum fortölum að birgja sig svo vel upp á haustin, að örugt sje um menn og skepnur til næsta sumars, hvað sem á dynur; og satt að segja hafa þeir margt sjer til afsökunar, ef rjett er á litið. En þá er heldur ekki nema um eitt að velja: »Kornmatareinokun<( — best að segja það strax og klípa ekki utan áf því. Það virðist vera eina bjargráðið — þangað til járnbrautir eru gerðar — að þjóðin sameini sig um kornmatarinnflutninginn, rúg og hveiti að minsta kosti. Ætti þá að reisa eða leigja kornhlöður í öllum kauptúnum og flytja öruggar vetrarbirgðir á hverju hausti á allar þær hafnir, sem lokast geta af ís á vetrum; úr þessum kornhlöð- um skyldi varan seld kaupmönnum og kaupfjelögum móti borgun út í hönd. Þessi landsverslun yrði svo stór, að unt ætti að vera að komast að ágætum kaup- um ytra; ættu landsmenn að geta fengið betri kornvöru en áður og að öllum lík- um með vægara verði.1) Þá þyrfti aldrei að óttast bjargarskort, eða mikið peningshrun, þó að haffsinn kæmi og vetrarharka og tæki fyrir sam- göngur bæði á sjó og landi; þá gætu allir sofið rólegir í noröanhríðunum, óhræddir við hungrið. Þetta var »eina örugga ráðið« gegn hall- ærishættunni, sem við Ólafur Briem gát- um eygt, þegar við áttum tal um það mál sumarið 1909 (sjá bls. 3—4). Kornbírgðir landsins verða að vera versl- unarbirgðir. — Forðabúrabraskið hefur ein- mikið tjón í síðustu harðindum (sjá bls. 48), að það er efamál hvort járnbraut úr Rvík til Akureyrar mundi kosta meira en á við það. 1) Þetta úrræði verður naumast kveð- ið niður með „einokunar“-ópum. Sveita- bændum og sjómönnum mun skjótt skilj- ast, að landsverslun með þessu lagi á ekk- ert skylt við gamla eða nýja einokun, held- ur er hjer um það ráð að ræða, að stofna eitt lögskorðað kornvörukaupfjelag fyrir alla þjóð- ina — ekki í því skyni, að útvega lands- sjóði tekjur (sbr. kolin), heldur til að útvega landsbúum kornmat. 53 mitt strandað á því, að aðferðin er röng — rammvitlaus verslunaraðferð. Þjóðarsam- tök um kornmatarverslunina: lögskorðað allsherjarkaupfjelag, með nægum vetrarbirgð- um, er rjetta aðferðin og örugga ráðið. Þá er að minnast á hitt hjálparráðið, lög- skipaðan tryggingarsjóð, sem ætti að heita hallærissjóður (sjá bls. 10 og 51). Þann sjóð yrði vitanlega að hafa til taks í öruggUm, auðseldum verðbrjefum. Úr honum (þáekki landssjóðii ætti þó að veita landsverslun- inni (þjóðarkaupfjelaginu) lán til eins árs í senn fyrir nægum vetrarbirgðum af kornmat. Samvinnan er höfuðmáttarstoð ailrar nú- tíðarmenningar, og það kemur hvergi bet- ur í ljós en einmitt í þessu atriði, trygg- ingunum. Öllum þorra manna er of- vaxið, hverjura um sig, að safna svo miklu í handraðann, að til hrökkvi, hvað sem upp á kemur, og sparsemin er sjaldgæf dygð og sóunarsemin al- gengur löstur í öðrum löndum, Iíkt og hjer á landi. En þar hafa menn fundið þetta nýja þjóðráð, að kaupa sjer ýmsar tryggingar, og mönnum er orðið Ijóst, að það er rjetta ráðdeildin, eini færi forsjálnisvegurinn, engum um megn, jafn- vel ekki þeim fátækustu. Það er nú talin ein brýnasta lifsnauðsynin, að tryggja sig gegn alls konar áföllum, hús sín og muni gegn eldsvoða, skip gegn sjávarháska, sjálfan sig gegn sjúkdómum og slysum, lífið gegn bráðum bana o. s. frv. En öll trygging er eins konar samvinna milli þeirra, sem greiða iðgjöld í sama sjóð og eiga þar tilkall til bótanna. Með því móti leggjast allir á eitt, sparar hver sinn eyri, þeim til hjálpar sem þurfa, „bera hver annars byrðar". Svo rík er þessi nauð- syn og augljós orðin öðrum þjóðum, að þar er nú fátæku fólki víða gert að skyldu að tryggja sig gegn sjúkdómum (sjúkra- samlög), slysum, ellilasleik og enda vinnuskorti. Og menn skulu síst ætla, að alþýða manna, verkalýður og smá- bændur, hafi meira upp úr vinnu sinni eða eigi yfirleitt við betri kjör að búa 1 öðrum löndum en hjer á landi. Það væri því rjettstigið menningar- spor, ef öllum sveitum (hreppum og kaup- stöðum) væri gert að skyldu, að tryggja sig gegn hallæri með hæfilegu árstillagi í sam- eiginlegan hallærissjóð, á svipaðan hátt og Torfi talar um.1) 1) Það er einn merkilegur vottur um menningu forfeðra okkar, að þeir eygðu tryggingarnauðsynina og höfðu innbyrðis vátryggingu í hverjum hreppi, einkum á nautpeningi og húsum (B. Th. Melsteð: 54 Efþetta væri komið vel á laggirnar: 1) Öfl- ugur hallærissjóður og 2) örugg kornmatar- verslun (landsverslun) með tryggum vetrar- birgðum i hverju kauptúni á landinu, þá yrði næstum því, eins og Torfi gamli segir, „skemtilegt að lifa harðindin". Þá væri þjóðinni ekki, eins og jeg segi, voði búinn af næstu harðindunum. Þá gætum við lifað óhultu lífi, glaðir og ánægðir yfir 90 góðu árunum á hverri öld og ósmeikir við hin 10 misindisárin (sjá bls. 24). Þá mundi enginn efast um það leng- ur, að Þórólfur Smjör hafði mikið til síns máls, er hann lofaði ísland svo mjög, að hann „kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu". , . , Þá þyrftum við aldrei framar að æpa af sulti og gleypa ölmusugjafir annara þjóða. Þá yrðum við loksins sjálfstæð þjóð, með fullum hug og dug og fullu trausti og trú á ættjörð okkar og sjálfa okkur. XII. Þeim heiður, sem Þessa hugvekju tileinka heiður ber. jeg meg fy]stu virðingu einum af elstu bændum landsins, föður mínum, Birni Guðmundssyni, bónda á Marðar- núpi i Vatnsdal (síðan 1874, áður í Gröf i Víðidal). Hann er nú kominn fast að áttræðu (f. **/* 1834) og hefur verið við búskap fimm tugi vetra, en aldrei orðið hey- þrota, oft hjálpað öðrum og ætíð átt allar skepnur sínar í góðu standi á vor- in; hefur þó setið á heldur rýrum jörð- um og búið verið aleiga hans. Jeg veit vel, að faðir minn á einhverja sína líka í hverri sveit á landinu. Slikir sæmdarmenn hafa verið uppi á 811- um öldum. Það er þeim að þakka, að þjóðin er enn á lifi. Reykjavík 28. febr. 1913. G. Björnsson. Um ábyrgð á húsum og nautfje í hinu ísl. þjóðveldi. Búnaðarrit, 9. ár, bls. 41—51). Núna um aldamótin átti svo sem að feta í fótspor forfeðranna; þá voru sett lög 20. des. 1901 um samþyktir um ábyrgðarsjóði fyrir nautgripi. Jeg hef spurt þann mann, sem kunnugastur er sveitabúskapnum, Sig- urð alþingismann Sigurðsson; hann segir mjer, að ábyrgðarsjóðir eftir þessum lcg- um sjeu — hvergi til, það hafi hvergi tekist að koma þeim á fót.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.