Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.03.1913, Blaðsíða 4

Lögrétta - 26.03.1913, Blaðsíða 4
52 LOGRJETTA Kvenrjettindastríðið í Englandi. Deilan út af kosningarjetti kvenna í Englandi hefur orðið jafnvel enn skarpara nú í vetur en áður. Stjórnin lagði fyrir þingið frumvarp um rýmkun á kosningarjetti, en í því var konum ekki ætlaður kosningarjettur, því ráðherrarnir eru innbyrðis sundurþykkir um það mál og er sagt að jafnmargir sjeu með því og móti. Við þetta frumvarp komu fram breyt- ingatillögur, er fóru fram á að konum yrði veittur kosningarjettur, og fóru sumar tillögur skemra í þá átt, en aðrar lengra. Én forseti neðri málstof- unnar kvað upp þann úrskurð um þessar breytingatillögur, að allar væru þær þess eðlis, að frumvarpið yrði að teljast nýtt frumvarp, ef einhver þeirra yrði samþykt, en samkvæmt enskum þingsköpum verður að leggja þau frumvörp fyrir að nýju, sem verða fyrir breytingum í meðferð þings- ins, er teljast mega grundvallarbreytingar, og hefur forseti þingsins úrskurð- arvald um þetta. Sjórnin ljet svo sem sjer kæmi þessi úrskurður forseta á óvart, og tók hún frumvarp sitt aftur, en yfirráðherrann lýsti yfir, að frá henni kæmi ekki nýtt frumvarp, er færi fram á að konur fengju kosninga- rjett. Hann gerði aftur á móti ráð fyrir, að frá hálfu meðhaldsmanna máls- ins á þingi kæmi fram frumvarp um þetta og sagði, að á næsta þingi skyldi veittur nægur tími til þess að ræða málið. er hið gagnlegasta áhald, sem unt er að útvega því. — Lindéns heimilisprjónavjel, sem einkarjett hefur um allan heim, er ein- földust, hentugust og ódýrust allra prjónavjela. Á hana má jafnt prjóna munsturprjón og sokka, brugðna kvensokka, treyjur, nærföt, vetlinga o. s. frv. í fyrra hlaut vjelin tvenn verðlaun úr gulli. Hún kostar að eins 55 kr. Hverri vjel fylgir nákvæmur leiðarvísir. Einkasali Jakob Gunnlögson, Köbenhavn K. Duglegir umboðsmenn óskast. Churchiil. Asquit. Þegar þessar urðu nú endalyktir kvenrjettindamálsins á þinginu í vetur, risu kvenrjettindakonurnar („Suffragetturnar") upp að nýju og tóku til að fremja ýms spellvirki til þess að leiða athyglina að sjer og sýna, að þær ætluðu að halda kröfum sínum fast fram. Þær brutu rúður, kveyktu í póstbrjefakössum, trufluðu fundahöld o. s. frv. En stærsta tiltækið var það, að þær sprengdu í loft upp hús, sem einn af ráðherrunum, Lloyd Georgs, átti í smíðum og nær var fullbygt, en fólk þó ekki flutt í. Þetta var í febrúar. Út af þessu var forsprakki kvenrjettindanna, mrs. Pankhurst, tekin höndum og sett í fangelsi, því hún hafði á fundi lýst yfir, að upptökin til þessa verks ætti hún, og látið vel yfir því, kvað það hafa gert verið til þess að ýtá við samvisku ráðherrans. Það er kenning hennar og þeirra, sem henni fylgja, að annar vegur en þetta sje ekki fær til þess að koma fram kvenrjettindamálinu; undan þessum gauragangi hljóti stjórnin að láta fyr eða síðar, en daufheyrist stöðugt við, ef hægar sje farið. Ýmsar kven- rjettindakonur eru þó móti þessari bardagaaðferð. En jafnframt og æsingin er orðin svo gífurleg innan hóps kvenrjettindakvennanna, er hún einnig orðin það hjá hinum, sem fastast standa á móti þeim, og meðferðin, sem þær hafa sumstaðar orðið fyrir, er skammarleg; þeim hefur verið misþyrmt fyrir smáar sakir, og þær hafa vægðarlaust verið settar í fangelsi, oft án þess að miklar ástæður væru til, og hafa fengið þar illa meðferð. Nú ný- lega er sagt, að þær hafi látið þá hótun út ganga, að þær ætluðu að taka fasta nokkra af ráðherrunum og halda þeim í leynifangelsum eins og gislum þangað til stjórn og þing hefði iátið að kröfum þeirra. Út af þeirri hótun hefur enskt blað flutt myndina, sem hjer fylgir. Asquit yfirraðherra er þar sýndur í nýjum fötum, sem fleinar standa út úr í allar áttir, sem eiga að vera honum til varnar gegn kvenfólkinu, og svo hefur hann hlekkjað við sig þunga blýkúlu tii þess að þeim veiti erfiðara að hlaupa með sig í fangelsið, ef þær skyldu ná í hann þrátt fyrir broddana. Ctiurchill flota- málaráðherra er sýndur á hinni myndinni; hann hefur látið gera utan um sig járnhylki og stjóra það niðri. Biblíttþýðingitt 1912. IV. Þessir framangreindu staðir, þar sem jeg hygg að þýðendurnir hafi rjettilega vikið frá texta W. og H., heíðu átt að geta sannfært þá um að full þörf var á „kritisera" ræki- lega „textakritik" þeirra W. og H. við svo vandaða þýðingu, sem þessi þýðing á að vera og er að ýmsu leyti, og býst jeg þá við þeir hefðu ekki athugasemdalaust slept með W. og H. fjöldamörgum orðum og máls- greinum úr nýjatestamentinu, sem sannarlega eru þó í „sumum elstu heimildum". En oflangt mál verður að fara að telja alla þá staði upp hjer, því að jafnframt yrði að bera saman heim- ildirnar, sem mæla með og móti liverju einstöku atriði. — — Venjulegast mun það hreinn ó- þarfi að fara lengra í úrfellingum en W. og H., eins og þegar þýðendurnir sleppa aftan af Mark. 1. 34., svo að setningin verður: „. . . . þeir (illu andarnir) þektu hann“, en ætti að vera: „Þeir vissu að hann var Kristur". Eins og jeg hef áður sagt er málið yfirleitt mjög gott og að því leyti er ánægjulegra að lesa nýjatestameutið nú en aður hefur verið; en þessvegna hafa þýðendurnir orðið að vikja tölu- vert frá setningaskipun grískunnar einkum í brjefunum, — og þá er mjög vandfarið. Biblíuskýringar geta verið góðar, en eiga ekki heima í sjálfri þýðingunni, biblíumálið þarf að vera eðlilegt og blátt áfram, en þó ekki of hversdagslegt, ýms smá- orð geta bætt sögustíl frásagnanna, en sjeu þau ekki í frummálinu, kunna flestir biblíuvinir illa við að þýðend- ur bæti þeim inn í biblíuna. Það eru ekki mín orð að þýðend- ur vorir haíi margoft rekið sig á þessi sker, en jeg held að þeir hafi samt ekki alveg komist frá hjá þeim. — Jeg hef ekki haft tíma til að yfirfara þýðinguna svo vel sem skyldi, en dæmi þessa þykist jeg hafa íundið, og nefni þá þetta meðal annars: í Kól. 1. 4. og Efes. 1. 15. tala þýð. um „trú grundvallaða á Kristi Jesú“, þótt ekki sje þar neitt orð í nokkrum grískum texta, mjer vitan- lega, sem þýði „grundvallaða", og þótt þeir sjálfir þýði sömu grísku orðin sumstaðar (sbr. I. Tím. 3. 13. og II. Tím 3. 15.) blátt áfram eftir frum- málinu: trú á Kristi Jesú. Þýðingin á Róm. 3. 25.1) virðist mjer vera harla vafasöm biblíuskýr- ing: „En Guð framsetti hann í blóði hans sem náðarstól fyrir trúna*, er það naumast rjett þýðing eftir orða- röðinni í frummálinu, nje glögg rit- skýring. Betri var þýðingin frá 1908: „er Guð framsetti sem friðþægingar- meðal fyrir trúna á blóð hans“. Óviðfeldið er að kalla eilíft líf „hina veröldina" (sbr. Lúk. 20. 35.), enda þýða þeir aiœv ýmist með heimur, öld eða veröld, og er engin sam* kvæmni í því. *) ov nQoéftEXo 6 i')eöo IXaaxrjoiov ðiú moxeojo év tm avxov a'í[xaxi. Vöruhúsið. Hin árlega ú t s a 1 a byrjar 1. apríl og stendur yfir i 2 eða hæsta lagi Jlæstu harðinðin. Eftir G. Björnsson. Sjer- prentun úr Lögrjettu. Fæst hjá bóksölum. Verð: 40 au. Mannskaðar á íslandi. Eftir sama höfund. Verð: 15 aurar. Smáorðinu hratt hafa þeir bætt inn í Mark. 10. 32. „Jesús gekk hratt á undan þeim“. Að „biblíuskýringum" og viðbótar- orðum, sem hvergi sjást í neinu nýja testamenti á frummálinu, hygg jeg að kveði einna mest á Efesusbrjefinu. Þýðingin frá 1906 eða 1908 er þar nákvæm eftir grískunni, svo að hver lesandi getur sjálfur fundið muninn með því að bera saman þetta brjef í n. testam. frá 1906 og í þessari síðustu þýðingu. Rúmsins vegna er ómögulegt að fara verulega út í þann samanburð hjer. Aðeins má geta þess, að í 9. og 10. versi I. kapitula er 10 orðum fleira í þýðingunni frá 1912 en frá 1906, — í 2. kap. 13. v. er 9 orðum fleira1), — í 4. kap. 7. v. er 6 orðum fleira 0. s. frv. Byrjunin á 2. kapítula: „En svo jeg snúi mjer aftur að yður“, er al- veg frumsamin hjá þýðendum, og á líklega að vera til viðhafnar, líkt og þegar ræðumenn bæta inn í: „Háttvirtu tilheyrendurl" Sumir hugsa sjálfsagt enn í dag, að þess háttar geri lítið til, eins og skrifararnir forðum daga, sem voru „að laga“ textann hingað og þangað og komu svo til leiðar ótal „smá- villum" í handritunum. Einn „kost“ sje jeg líka að svona viðbótarorð geta haft. Þegar t. d. prófessor Jón Helgason er að glíma við sjálfan sig um „bókstafsinnblást- ur“ biblíunnar, — sem jeg veit ekki til að nokkur fullyrði um nokkra ís- lenska biblíuþýðingu—, þá getur hann hiklaust lagt hönd á hjartað og sagt um þessi orð: „Ekki hefur heilagur andi innblásið þau, því þau eru inn- blásin af oss háskólakennurunum". Sigurbj'örn A. Gíslason. 1) í n. testam. 1906 stendur orðrjett þýtt: „En nú, í Kristi Jesú eruð þjer, sem áður voruð í fiarlægð, nálægir orðnir í blóði Krists". En í þessari þýðingu: „Nú þar á móti, síðan er þjer bunduð banda- lag við Krist Jesúm, nú eruð þjer, sem einu sinni voruð fjarlægir, nálægir orðnir fyrir blóð hins Smurða". — Þessi skýring, því að bein þýðing er það ekki, er ekkert fyrirtak. Á hinn bóginn hefði ekki veitt af að útskýra hvað þeir eigi við með heimsvættunum, sem þeir tala um í Gal. 4. 3. og Kól. 2. 8. 20. Leiðrjettingar við Bólu-Hjálmars sop. Bólu-Hjálmars saga, eftir þá Brynjólf Jónsson frá Minnanúpi og Símon Dala- skáld, sem nýlega er komin á bóka- markaðinn, hefur vakið hjá mönnum tals- verða eftirtekt, sjerstaklega af því, að inn í hana hafa slæðst allmargar villur, sem gera það að verkura, að saga þessi verður álitin óábyggileg í framtíðinni, og ekki hafa sannsögulegt gildi. Það er því nauðsynlegt að leiðrjetta villurnar sem fyrst. Það er ekki meining mín með línum þessum, að fara að gera margar leiðrjettingar við söguna, en benda vil jeg á nokkra þá staði, sem leiðrjetta þarf, til þess að vekja athygli höfundanna á þeim. Á bls. 19 er talið, að fráfall Steíáns Reykjalíns hafi að borið 1713. Þetta er ekki rjett. Þaðvarnokkru eftir 1860, ef til vill 1863. Á bls. 163 er Jón í Miðnúsum sagður Bjarnason Þor- leifssonar frá Reynistað. Þetta er held- ur ekki rjett. Jón var Björnsson frá Glæsibæ Hafliðasonar, en kona Björns, móðir Jóns, var Guðrún Bjarnadóttir frá Reynistað; sú ætt er úr Fljótum og Siglunesi. Ingirlður hjet kona Ingvars í Sólheimum, en ekki Ingibjörg. — Jeg vil ennfremur geta þess, að á bls. 202 er sagt um síra Magnús Thorlacius, að hann hafi „verið lítill vitmaður". Ef þetta er ekki »pennafeil«, þá er það meinleg villa fyrir höfundinn, því síra M. Thorlacius var þektur gáfumaður, enda af gáfufólki kominn sem kunnugt er, þeim Thorlaciusunum og svo Sveini lögmanni Sölvasyni. Jeg var kunnugur síra Magnúsi Thorlaciusi og vissi því að hann var mjög fróður og las mikið, enda átti hann stærra bókasafn en nokkur annar búsettur maður í Skagatjarðar- sýslu átti, eftir því sem alment var sagt, enda benda uppboðsbækur Skagafjarðar- sýslu frá árunum 1879 og 1880 á það. Þá var mikið af bókum hans selt. Það voru flest fræðibækur, en ekki rómana- rusl, eins og nú er tíðast að sjá í bóka- skápum manna. Það ljek orð á, að sr. M. Thorlacius væri bestur ræðumaður samtfðapresta sinna hjer 1 sýslu. Að sama skapi var hann ritari og stílfær svo sem vænta mátti eftir gáfum hans og öðrum andlegum hæfileikum. Sr. M. var sjerlega umgangsþýður á heimili. Utan heimilis blandaði hann sjer ekkert í mál manna. Að opinberum málum gaf hann sig ekkert, nema aðeins er hann komst ekki hjá að vera hrepps- nefndarmaður. Umtalsgóður var hann um fólk og aldrei heyrði jeg þess getið, að hann slægist upp á fólk, þótt það kæmi fyrir, að hann væri við öl. Hann var virtur af öllum, sem þektu hann og kyntust honum, og minning hans er f heiðri höfð í þessari sveit að maklegleik- um. Um skammavísu þá, sem tilfærð er á sömu blaðslða, fer tvennum sögum. Jeg hef heyrt, að Bólu-Hjálmar hafi kveð- ið hana til síra Magnúsar, er kallaður var »græni« og prestur var að Reyni- stað 1827 og 1828. Einnig hafa mjer verið sögð nokkur tildrög til vísunnar. Á þeim árum var Hjálmar lítið yfir þrítugt, og mun þá mest hafa borið á hvefsni hans og níðkviðlingum. 1860, þegar sr. Magnús Thorlacius kom að Fagranesi, var Hjálmar orðinn nær hálf-sjötugur og farinn að Ieggja mikið niður kvefsn- ina. Það er því líklega rjettara, að vísa þessi hafi verið kveðin til síra Magnús- ar Sigurðssonar, sem kallaður var hinn »græni«, enda ganga hjer margar sögur af honum, sem lýsa því, að hann hefur ekki verið mikill vitsmunamaður, þótt hann kæmist í prestsstöðuna, og Hjálm- ar þar fundið orðum sínum stað. Hafsteinsstöðum í febr. 1913. jón Jónsson. Oddur Gislason yfirrjettarmálaflutningsmaður, Lanfásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5. brúkuð Mensk, alls- konar borgap enginn betur en Helgji Helgason (hjá Zimsen) Reykjavik Langardaginn þann 25. þ. m., kl. 12. á hád., verður, eftir beiðni erfingja Þorsteins Egilssonar, fyrv. kaupmanns í Hafnarfirði, jörðin »Hamar« í Hafnarfirði seld við opinbert uppboð. — Uppboðsskilmálar og veðbókar- vottorð verða til sýnis hjer á skrif- stofunni, hvar uppboðið verður haldið. — Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 7. mars 1913. — Magnús Jönsson. H Bestu og ódýrnstn Sjómannalíf, eftir R. Kipling. Verð kr. 1,50. ívar hlújárn, eftir V. Scott. Verð kr. 2,50. Baskerville-hundnrinn, eftir Conan Doyle. Verð kr. I,SO. frjár öðgur, eftir C. Ewald og B. v. Suttner. Verð kr. 0,40. Gerlarannsóknarstöðin í Reykjavík, Lækjargötu 6, tekur að sjer alls konar gerlarannsóknir fyrir sanngjarnt verð, og er venju- lega opin kl. 11—2 virka daga. — Jafnframt útvega jeg, sem aðal- umboðsmaður á íslandi fyrir sjón- færaverksmiðju C. Relcherts í Wien, Austurriki, hinar bestu ódýrari smásjár (microskop) með innkaupsverði og hef sýnishorn af þeim á rannsóknarstöðinni, Gísli Guðmundsson. ] Fjalla-Eyvindur, J leikrit í s þáttum, eftir Jóhann 5 Sigurjónsson, fæst hjá öllum { isl. bóksölum. Verð 2 kr. • Eggert Claessen yflrrjettarm&laflutnlngsmaður. Pó8thú88trætl 17. Venjulega heima kl. 10—11 sg 4—5. Talsimi 16. lliidirritadur tekur að sjer mái* færslu- og innheimtu-störf. Til við- tals kl. 6—7V2 e. m. á Grettisgötn 20 B. Talsími 322. Marínó Hafsteln. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.